Greinar föstudaginn 9. nóvember 2018

Fréttir

9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 125 orð

200 nú í samfélagsþjónustu

Um 200 einstaklingar afplána um þessar mundir refsidóma sína í samfélagsþjónustu í stað þess að sitja í fangelsi. Eru þetta fleiri en afplána dóma í fangelsiskerfinu. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 345 orð | 3 myndir

410 börn og ungmenni slösuðust á vinnumarkaði 2016

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Árið 2016 slösuðust 155 stúlkur, 15 til 19 ára, í vinnu og 240 strákar. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Aukaopnun á sýninguna um Hvítárbrú

Aukaopnun verður í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi næstkomandi laugardag, klukkan 13 til 15, vegna sýningarinnar um Hvítárbrúna hjá Ferjukoti. Höfundur sýningarinnar, Helgi Bjarnason, veitir leiðsögn. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Áhættumat sjaldgæft í vinnuskólum

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Eitt slys á barni eða ungmenni á ári er of mikið, um það voru allir sammála á málstofu um atvinnuþátttöku barna. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Ákall um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu

Fjöldi listamanna lagði SÁÁ lið í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu, með þjóðarátaki til varnar sjúkrahúsinu Vogi. Meðal listamanna sem fram komu á tónleikum í Háskólabíói í gærkvöldi voru rappararnir í Geisha Cartel. Meira
9. nóvember 2018 | Erlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Bannar fréttamanni CNN að sækja fundi

Hvíta húsið hefur samkvæmt fyrirmælum Trumps forseta bannað hinum þekkta fréttamanni CNN, Jim Acosta, aðgang að reglulegum blaðamannafundum forsetans. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

„Ekki stætt á að hafa slíkan mann í stóli seðlabankastjóra“

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl á síðasta ári um að felld skyldi úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja hf. fyrir brot á gjaldeyrislögum. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

„Þurfum að tala um ábyrgð“

Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki sagði að nauðsynlegt væri að viðurkenna það að drengir og stúlkur væru ólík frá náttúrunnar hendi, með örfáum undantekningum þó. Hann sagði að lausatök einkenndu umönnun og uppeldi, aga skorti. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Björgun í höndum útgerðarinnar

Útgerð Fjordvik fer nú alfarið með björgun sementsflutningaskipsins á strandstað við Helguvík, að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, en Fjordvik situr enn fast í Helguvík eftir að hafa strandað þar aðfaranótt laugardags. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Borgaraþjónustan veitir aðstoð

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur verið í sambandi við Íslendingana tvo sem handteknir voru í Ástralíu nýverið. Eru þeir grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins, eða hátt í sjö kíló alls. Mennirnir eru 30 ára og 25 ára. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Byggja hótel í Ármúla

Framkvæmdir við hótel í Ármúla 7 eru áformaðar á næsta ári. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa leigutakar verið upplýstir um að til standi að breyta húsinu. Þannig væri áformað að hefja framkvæmdir við að breyta byggingunni í hótel næsta vor. Meira
9. nóvember 2018 | Erlendar fréttir | 126 orð

Efaðist um þátttöku í alþjóðasamstarfi

Henrik Sass Larsen, þingflokksformaður danska Sósíaldemókrataflokksins, lét í ljós efasemdir um þátttöku Danmerkur í ýmsum alþjóðasáttmálum og -stofnunum og velti því upp hvort tími væri kominn til að segja sig úr einhverjum þeirra í umræðuþættinum Sass... Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 389 orð | 2 myndir

Fleiri í samfélagsþjónustu en fangelsi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þeim sem afplána refsidóma í samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar hefur fjölgað mjög að undanförnu. Um þessar mundir eru fleiri í samfélagsþjónustu en vistaðir eru í fangelsum landsins. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Fótboltafimi á fallegum vetrardegi

Hlýindin að undanförnu hafa kallað á meiri útivist. Þessir ungu drengir voru í boltaleik á Ingólfstorgi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þarna leið um. Þeir sýndu góða takta og aldrei að vita nema þarna séu framtíðarlandsliðsmenn á... Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 385 orð | 2 myndir

Getum „klárað biðlistana“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi hugmyndafræðilega nálgun, að ríkið eigi að sinna öllu, kemur í veg fyrir að fólk fái meina sinna bót,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Golfmót í Leirunni 11. nóvember

„Það eru mest kylfingar af höfuðborgarsvæðinu sem mæta og spila hjá okkur. Ég er þannig nánast viss um að Heimir Karls mun koma. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 910 orð | 3 myndir

Gripið verði fyrr inn í vandann

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Getur verið að unga drengi vanti hlutverk í lífinu? Af hverju er tíðni sjálfsvíga meðal þeirra svo há sem raun ber vitni? Er kynvitund drengja bjöguð vegna áhrifa klámvæðingarinnar? Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 183 orð

Hef gert allt sem í mínu valdi stendur

„Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks Hilmarssonar eiga rétt á að fá að vita afdrif Hauks. Einhver hlýtur að vita það,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 627 orð | 2 myndir

Húsin staðsett utan auglýsts reits

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Staðsetning nýrra íbúðarhúsa á reitnum við Sjómannaskólann nær langt út fyrir þann reit sem afmarkaður var í auglýsingu borgarinnar í sumar samkvæmt kynningu fyrirtækisins Vaxtarhúsa fyrr í haust. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Hús Vigdísar tilnefnt til Mies-verðlaunanna

Veröld – hús Vigdísar, við Háskóla Íslands, hefur verið tilnefnt til hinna virtu evrópsku byggingarlistaverðlauna sem kennd eru við Mies van der Rohe, EU Mies Award 2019. Andrúm arkitektar hönnuðu bygginguna sem hýsir Miðstöð erlendra tungumála. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Hægari vöxtur og aukinn verðbólguþrýstingur

Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Við erum að ganga í gegnum umskipti í efnahagsmálunum. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 11 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Kjölturakki Snotur hundur í kjöltu besta vinar síns og á... Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 43 orð

Lagasetning sögð marka tímamót

„Þessi lagasetning markar tímamót,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um nýju lögin um þjónustu við fatlað fólk og reglugerðirnar sem félags- og jafnréttismálaráðherra undirritaði í fyrradag. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Laus úr haldi eftir hnífstungu

Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa stungið konu með hnífi í Þorlákshöfn síðastliðinn sunnudag, var í gær látinn laus úr haldi að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu. Maðurinn er sagður erlendur ríkisborgari. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Láta til sín taka í umhverfisvernd

Sigurður Ægisson Siglufirði Að undanförnu hafa verið að birtast frásagnir og myndir af skelfilegum afleiðingum plasts, ekki síst á dýralíf í höfunum, og mikil vitundarvakning hefur orðið í kjölfarið, jafnt hér á landi sem annars staðar. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 491 orð | 3 myndir

Listinn yfir brottrekna lengist stöðugt

Baksvið Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 423 orð | 2 myndir

Lögin marka tímamót fyrir fatlaða

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritaði í fyrradag sex reglugerðir um að bæta þjónustu við fatlaða og tryggja aukið eftirlit með aðbúnaði á heimilum og stofnunum sem þjóna fötluðum. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Maðurinn áfram í varðhaldi

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær íslenskan karlmann, fæddan árið 1965, í gæsluvarðhald að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 258 orð | 2 myndir

Meiri kjörsókn félagsmanna SFR

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Um hádegisbil í gær höfðu um 30% félagsmanna SFR stéttarfélags og 16% félagsmanna Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar kosið um sameiningu félaganna. Rafræn atkvæðagreiðsla hófst klukkan 12 þriðjudaginn 6. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 523 orð | 5 myndir

Metfjöldi flugfarþega

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rúmlega 266 þúsund brottfarir voru frá Keflavíkurflugvelli í október. Samtals eru brottfarirnar því orðnar 2,58 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins. Sá fjöldi er 3,5% umfram spá Isavia frá því í maí. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 352 orð | 2 myndir

Milli sterkra tilfinninga

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að færa upp leikrit er áhugavert verkefni sem reynir á útsjónarsemi og listrænt innsæi. Það á ekki síst við í leikriti eins og þessu þar sem sagan sveiflast milli sterkra tilfinninga, svo nánast er öfgakennt. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Neyðarsöfnun vegna Jemen

Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Næringarmjólk fyrir 2,5 milljónir

Vel var tekið í söfnunarátak UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi sem lauk í lok október. Alls söfnuðust 11.363 lítrar af næringarmjólk fyrir rúmar 2,5 milljónir króna sem UNICEF nýtir til að meðhöndla börn sem eru lífshættulega veik vegna vannæringar. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Opið hús hjá Listaháskóla Íslands í dag

Opið hús verður í Listaháskóla Íslands í dag milli kl. 13 og 17 í Þverholti 11, Skipholti 31 og Laugarnesvegi 91. Samtímis verður opnað fyrir umsóknir á allar námsbrautir skólans. Meira
9. nóvember 2018 | Erlendar fréttir | 127 orð

Óttast áhrif brottvikningar á Rússarannsókn

Þingmenn úr röðum demókrata létu í gær í ljós áhyggjur af því að brottvikning Jeff Sessions úr embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna væri fyrirboði afskipta Trumps forseta af rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 eða jafnvel... Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Ráðherrar og þingmenn hætti að vera hátt- og hæstvirtir

Háttvirtur þingmaður og hæstvirtur ráðherra eru ávarpsorð frá liðinni tíð sem ber að afleggja. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 221 orð

Sýnum sögunni virðingu

„Það hefur ekkert verið neglt niður hvað okkur varðar og það er eftir að semja um alla þætti,“ segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður fyrirtækisins Vaxtarhúsa, sem hyggst byggja um 40 íbúðir á Sjómannaskólareitnum í samvinnu við... Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 119 orð

Tekinn með yfir 250 kannabisplöntur

Karlmaður á fimmtugsaldri var fundinn sekur um að hafa í janúar síðastliðnum haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 254 kannabisplöntur, rúmlega 480 grömm af marijúana og um 2,5 kíló af kannabislaufum. Meira
9. nóvember 2018 | Erlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Tólf skotnir til bana á skemmtistað í Kaliforníu

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Undanþága fyrir yngri en 13

„Í reglugerð um vinnu barna og unglinga er lögð áhersla á að öryggi og andlegu og líkamlegu heilbrigði þeirra sé ekki hætta búin og að vinnan hafi ekki truflandi áhrif á menntun og þroska,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá... Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 110 orð

Unnið að skráningu minja

Borgarsögusafn vinnur nú að úttekt á minjum á svæðinu við Sjómannaskólann, meðal annars í Saltfiskmóanum. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Vinátta og kærleikur í hávegum í Kópavogi

Vináttuganga í skólum Kópavogs fór fram í gær, á baráttudegi gegn einelti. Var þetta í sjötta sinn sem gangan var haldin í Kópavogi og var sem fyrr að finna fjölbreytta dagskrá í skólahverfum bæjarins í tengslum við þennan viðburð. Meira
9. nóvember 2018 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Yfir 400 vísundar drukknuðu á flótta

Stór hjörð vísunda – yfir 400 buffalóar – drukknaði í Chobeá í norðurhluta Botsvana, nálægt landamærum Namibíu aðfaranótt miðvikudags. Rannsókn bendir til þess að dýrin hafi verið á flótta undan ljónahópi. Meira
9. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Þingmenn lýstu þungum áhyggjum af stöðu drengja

„Það er sama hvar drepið er niður fæti, það er eitthvað að,“ sagði Karl Gauti Hjaltason í umræðu um vanda drengja á Alþingi í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

9. nóvember 2018 | Staksteinar | 184 orð | 2 myndir

Fyrrum háttvirtir alþingisþingmenn

N okkrir háttvirtir þingmenn Samfylkingar og Pírata telja að borið hafi „á því að ávarpsorðin „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ séu notuð til að hæðast að stjórnmálamönnum“ og hafi þá snúist upp í... Meira
9. nóvember 2018 | Leiðarar | 227 orð

Nú kann að reyna á

Fréttir af Ginsburg hæstaréttardómara sýna enn mikilvægi sigurs Trumps í Öldungadeildinni Meira
9. nóvember 2018 | Leiðarar | 366 orð

Undarlegt sinnuleysi

Löngu var vitað af breytingunni en samt var ekki hægt að bregðast við í tæka tíð Meira

Menning

9. nóvember 2018 | Fjölmiðlar | 185 orð | 1 mynd

Farinn í dúndrandi loftsjómann

Ég hef verið í hálfgerðu nostalgíukasti að undanförnu og „lent“ alveg óvart í því að horfa aftur á fullt af gömlu hasarmyndunum með þeim Arnold og Stallone sem eitt sinn tröllriðu bíóhúsunum. Meira
9. nóvember 2018 | Kvikmyndir | 711 orð | 2 myndir

Goðsögnin sett í fyrirrúm

Leikstjóri: Bryan Singer. Handrit: Anthony McCarten. Aðalhlutverk: Rami Malek, Lucy Boynton, Gwilym Lee, Ben Hardy, Joseph Mazzello, Aidan Gillen, Tom Hollander og Mike Myers. Bandaríkin og Bretland, 2018. 134 mínútur. Meira
9. nóvember 2018 | Tónlist | 183 orð | 4 myndir

Hvað einkennir góða tónlistartexta?

Iceland Airwaves stendur fyrir ráðstefnu um tónlist og ýmislegt henni tengt á Center Hotel Plaza hótelinu við Aðalstræti í dag. Eru allir viðburðir opnir og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Meira
9. nóvember 2018 | Tónlist | 114 orð | 1 mynd

Póstmódernískur glymskratti í Hörpu

Hljómsveitin Postmodern Jukebox heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 20. Meira
9. nóvember 2018 | Kvikmyndir | 518 orð | 1 mynd

Síldin komin til að vera

Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is „Í þessum töluðum orðum er ég að spjalla við þekktan íslenskan leikara sem heitir Jóhannes Haukur Hauksson og er að gera það gott þessa dagana. Meira
9. nóvember 2018 | Tónlist | 538 orð | 4 myndir

Sorg, dauði og myrkur

Lögin fjalla öll á mismunandi hátt um sorg og trega, eitt lagið fjallar um að sættast við sjálfan sig þegar maður áttar sig á að sorgin er manni sjálfum að kenna. Meira
9. nóvember 2018 | Tónlist | 253 orð | 1 mynd

Trölli, uppvakningar, Salander og serbneskar

Trölli Teiknimynd byggð á sígildri barnabók Dr. Seuss um Trölla sem stal jólunum. Trölli býr í fjöllunum og lætur jólaskap íbúa nálægs þorps fara í taugarnar á sér. Hann ákveður því að stela af þeim jólunum. Leikstjórar eru Scott Mosier og Yarrow... Meira
9. nóvember 2018 | Bókmenntir | 93 orð | 1 mynd

Tvö erindi á vegum Hellas á morgun

Grikklandsvinafélagið Hellas efnir til fræðafundar í Þjóðarbókhlöðu á morgun kl. 14. Þar flytja Þórður Sævar Jónsson og Sverrir Jakobsson sitt erindið hvor. Þórður fjallar um háðfuglinn Lúkíanos sem fæddist um 125 e.Kr. Meira

Umræðan

9. nóvember 2018 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd

Bæta þarf stöðu drengja í menntakerfinu

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur: "Markmiðið er skýrt; að tryggja sem best að börn og ungmenni fái heildstæða og samhæfða þjónustu þvert á stofnanir og kerfi." Meira
9. nóvember 2018 | Pistlar | 429 orð | 1 mynd

Dauðans alvara

Aldrei áður í Íslandssögunni höfum við staðið frammi fyrir annarri eins fíkniefnavá og nú. Á árinu 2018 hafa þegar dáið fleiri á aldursbilinu 18 – 40 ára af völdum lyfjaeitrunar og fíknisjúkdóma en af öllum öðrum sjúkdómum á árinu samanlagt. Meira
9. nóvember 2018 | Aðsent efni | 948 orð | 1 mynd

Flug og frumkvöðlar

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Það er sagt að þegar milljarðamæringar brjótast frá milljörðum til milljóna í örbirgð, þá er nærtækast að stofna flugfélag." Meira
9. nóvember 2018 | Aðsent efni | 449 orð | 1 mynd

Fóstureyðingar

Eftir Lúðvík Vilhjálmsson: "Þegar fóstrið er orðið svona stórt, þarf þá ekki að framkalla einhvers konar fæðingu? Er fóstrið líflátið fyrir eða eftir fæðingu?" Meira
9. nóvember 2018 | Aðsent efni | 942 orð | 1 mynd

Framsókn og réttaröryggið

Eftir Ólaf Stephensen: "Hvert er réttaröryggi fyrirtækja þegar stjórnmálamenn lýsa yfir að þeir hyggist hafa niðurstöður dómstóla að engu?" Meira
9. nóvember 2018 | Aðsent efni | 804 orð | 2 myndir

Morgunganga í Jerúsalem

Eftir Þórhall Heimisson: "„En hitt veit ég, að friður er eina vonin.“" Meira

Minningargreinar

9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 1389 orð | 1 mynd

Anna Sesselja Sveinsdóttir

Anna Sveinsdóttir fæddist 6. október 1923 í Arnartungu í Staðarsveit. Hún lést á Mánateigi/Hrafnistu í Reykjavík 29. október 2018. Foreldrar Önnu voru Sveinn Þórðarson bóndi á Fossi í Staðarsveit, f. 25.8. 1893, d. 27.12. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 1750 orð | 1 mynd

Ásta Emilía Friðriksdóttir

Ásta Emilía Friðriksdóttir fæddist á Krithóli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð 28. október 2018. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson bóndi, f. 28.5. 1892, d. 5.1. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 2447 orð | 1 mynd

Elín Helga Hannesdóttir

Elín Helga Hannesdóttir fæddist 11. febrúar 1988. Hún lést 21. október 2018. Útför Elínar Helgu fór fram 7. nóvember 2018. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 3411 orð | 2 myndir

Guðmundur Norðdahl

Guðmundur fæddist 29. febrúar 1928 í Reykjavík. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. október 2018. Foreldrar Guðmundar voru Haraldur Skúlason Norðdahl, f. 24.9. 1897, d. 24.1. 1993, og Valgerður Jónsdóttir Norðdahl, f. 20.9. 1895, d. 30.9. 1960. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 640 orð | 1 mynd

Helgi Magnús Símonarson

Helgi Magnús Símonarson fæddist í Hafnarfirði 24. febrúar 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 28. október 2018. Foreldrar hans voru Ólöf Helgadóttir, f. 17. september 1915, d. 2. desember 1992, og Símon Svanhall Marionsson, f. 5. júlí 1913, d. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 1162 orð | 1 mynd

Inger Ragnarsdóttir

Inger Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1937. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. október 2018. Foreldrar hennar voru Sigrún Óskarsdóttir, f. 1910, d. 1989, og Ragnar Bjarkan, f. 1910, d. 1964. Systkini Ingerar voru Axel Ó. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 448 orð | 1 mynd

Ingvar Ástmarsson

Ingvar B. Ástmarsson fæddist 21. október 1954. Hann lést 14. október 2018. Útför Ingvars fór fram 31. október 2018. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 3471 orð | 1 mynd

Kristrún Sæbjörnsdóttir

Kristrún Sæbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1971. Hún lést af slysförum á Selfossi 31. október 2018. Foreldrar hennar voru Róshildur Jónsdóttir sjúkraliði og Sæbjörn Valdimarsson blaðamaður, d. 2011. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargrein á mbl.is | 843 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristrún Sæbjörnsdóttir

Kristrún Sæbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1971. Hún lést af slysförum á Selfossi 31. október 2018. Foreldrar hennar voru Róshildur Jónsdóttir sjúkraliði og Sæbjörn Valdimarsson blaðamaður, d. 2011. Fósturpabbi. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 427 orð | 1 mynd

Mary Donnelly

Mary Donnelly fæddist 30. apríl 1927 í Kilkee, West Clare, Írlandi. Hún lést 11. september 2018 á hjúkrunarheimilinu St Senan's Nursing Home í Kilrush. Foreldrar hennar voru Patrick Donnelly, bílstjóri frá Kilkee, og Annie O'Curry, kennari frá Kilkee. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 917 orð | 1 mynd

Rúnar Halldórsson

Rúnar Halldórsson fæddist 18. júlí 1959 í Reykjavík. Hann lést 27. október 2018. Foreldrar hans voru Halldór Bjarni Þórhallsson húsasmiður, f. 5. nóv. 1927 í Hofsgerði á Höfðaströnd í Skagafirði, d. 9. des. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 1608 orð | 1 mynd

Sigurður S. Svavarsson

Sigurður S. Svavarsson fæddist 14. janúar 1954. Hann lést 26. október 2018. Útförin fór fram 7. nóvember 2018. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 1098 orð | 1 mynd

Svala Bjarnadóttir

Svala Bjarnadóttir fæddist á Strandvegi 50 í Vestmannaeyjum 6. apríl 1937. Hún lést á HSN Siglufirði 26. október 2018. Foreldrar Svölu voru Bjarni Júlíus Ólafsson, f. 1. júlí 1905, d. 13. maí 1981, og Kristín Helga Jóhannsdóttir, f. 6. júlí 1909, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 1146 orð | 1 mynd

Trausti Runólfsson

Trausti Runólfsson fæddist á Berustöðum 28. júní 1933. Hann lést á Lundi á Hellu 31. október 2018. Trausti var sonur hjónanna Önnu Stefánsdóttur, f. 12. nóv. 1890, d. 22. júní 1982, og Runólfs Þorsteinssonar, f. 21. mars 1886, d. 25. janúar 1968. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2018 | Minningargreinar | 633 orð | 1 mynd

Ögmundur H. Stephensen

Ögmundur H. Stephensen fæddist í Reykjavík 13. desember 1926. Hann lést 30. október 2018. Foreldrar hans voru hjónin Hans Ögmundsson múrarameistari, f. 4.11. 1903, d. 15.1. 1959, og Margrét Tómasdóttir húsmóðir, f. 16.1. 1897, d. 27.12. 1937. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 92 orð | 1 mynd

10% fjölgun erlendra ferðamanna í Leifsstöð

Tíu prósent fleiri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð í október síðastliðnum en á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Meira
9. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 578 orð | 2 myndir

22% fjölgun framúrskarandi byggingarfyrirtækja

Baksvið Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Þrátt fyrir að fyrirtækjum fækki um 2% á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár eins og fram kom í ViðskiptaMogganum í gær vegna reikningsársins 2017 heldur byggingargeirinn velli á listanum. Meira
9. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 254 orð | 1 mynd

Útlánin aukist um 10,6% frá áramótum

Hagnaður Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi nam 2,1 milljarði króna og er sambærilegur og yfir sama tímabil í fyrra. Arðsemi eiginfjár, á ársgrundvelli, jókst hins vegar úr 4,7% í 4,9%. Meira

Daglegt líf

9. nóvember 2018 | Daglegt líf | 121 orð | 1 mynd

Danskur sunnudagur á Árbæjarsafni

Yfirskrift leikrænnar leiðsagnar á Árbæjarsafni næstkomandi sunnudag er Á sunnudögum er töluð danska. Leiðsögnin hefst í miðasölu safnsins kl. 14 og endar á stuttum tónleikum í svonefndu Lækjargötuhúsi. Meira
9. nóvember 2018 | Daglegt líf | 58 orð | 1 mynd

Kuldinn

Ekkert í grennd við göngumann er betur tennt en tilfinningalaus kuldinn sem nagar hann hæglega inn að beini hafi fyrirhyggjan og reynslan ekki kennt þeim sama að búa sig miðað við verstu hugsanlegu aðstæður, því það er auðveldara að kasta af sér... Meira
9. nóvember 2018 | Daglegt líf | 455 orð | 2 myndir

Með fjársjóð af Hvannadalshnúk

Hæsta fjall landsins hefur sína töfra. Díana Júlíusdóttir fór í fjallgöngu með myndavélina og Sigmundur Ernir skráði texta. Útkoman er bók sem vafalítið mun vekja mikla athygli. Meira

Fastir þættir

9. nóvember 2018 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. h3 e5 7. Rde2 Be6...

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. h3 e5 7. Rde2 Be6 8. g4 Be7 9. Bg2 Rfd7 10. Rg3 g6 11. Be3 Rc6 12. Dd2 Hc8 13. Rd5 Bh4 14. O-O h5 15. gxh5 gxh5 16. Had1 Da5 17. c3 Bxg3 18. fxg3 Dxa2 19. Df2 Dc4 20. Kh2 Re7 21. Rxe7 Kxe7 22. Meira
9. nóvember 2018 | Í dag | 137 orð

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
9. nóvember 2018 | Árnað heilla | 214 orð | 1 mynd

Alltaf nóg að gera

Ég ætla að taka mér frí í vinnunni eftir hádegi og eiga gæðastund með sjálfri mér. Svo á ég von á vel völdum konum í smá veislu hjá mér í kvöld,“ segir Unnur Hermannsdóttir, sem á 50 ára afmæli í dag. Meira
9. nóvember 2018 | Í dag | 300 orð

Bókum dr. Sturlu Friðrikssonar flett

Ég tók fyrstu ljóðabók dr. Sturlu Friðrikssonar „Ljóð langföruls“ með mér í rúmið og hélt hún fyrir mér vöku. Meira
9. nóvember 2018 | Í dag | 22 orð

Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé nafn Guðs um aldir alda því að...

Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé nafn Guðs um aldir alda því að hans er viskan og mátturinn. (Daníel 2. Meira
9. nóvember 2018 | Árnað heilla | 56 orð | 1 mynd

Erna Viktoría Jansdóttir

30 ára Erna er fædd og uppalin í Kaupmannahöfn en býr í Reykjavík. Hún er flugfreyja hjá Icelandair. Maki : Kristján Jóhannesson, f. 1985, viðskiptafr. og sérfræðingur hjá Icelandair. Börn : Jóhannes Ingvi, f. 2012, og Elísabet Írena, f. 2018. Meira
9. nóvember 2018 | Árnað heilla | 552 orð | 4 myndir

Farvapabbi og farvamamma í Álfheimum

Sæþór Örn Ásmundsson fæddist 9.nóvember 1978 í Reykjavík og ólst upp í Breiðholtinu. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að teikna og skapa. Ég var í auglýsinganefnd í 8. Meira
9. nóvember 2018 | Árnað heilla | 60 orð | 1 mynd

Hanna Lind Garðarsdóttir

30 ára Hanna er úr Kópavogi en býr í Garðabæ. Hún er með BA í félagsráðgjöf, er að ljúka MA-námi í mannauðsstjórnun og er flugfreyja hjá Icelandair. Maki : Ólafur Thors, f. 1984, lögfr. og vinnur í markaðsd. Íslandsbanka. Börn : Harpa Sóley, f. Meira
9. nóvember 2018 | Í dag | 96 orð | 2 myndir

Jólafrímerki með piparkökuilmi

Elsa Nielsen teiknaði jólafrímerki Póstsins í ár og kíkti hún í spjall til Loga og Huldu á K100 í vikunni. Árið 2015 gaf Elsa út dagatalið „Ein á dag“, en það voru litlar teikningar sem prýddu hvern dag ársins. Meira
9. nóvember 2018 | Árnað heilla | 63 orð | 1 mynd

Katja Laun

40 ára Katja er frá Gross-Gerau, rétt fyrir sunnan Frankfurt, en flutti til Íslands árið 2000 og býr á Uppsölum í Eyjafjarðarsveit. Hún er lífeindafræðingur hjá ProMat. Maki : Freyr Ragnarsson, f. 1971, byggingaverktaki. Börn : Marvin Páll, f. Meira
9. nóvember 2018 | Í dag | 55 orð

Málið

Ekki er alveg sama að minna e-n á e-ð sem hann hefur t.d. Meira
9. nóvember 2018 | Fastir þættir | 175 orð

Rökgildra. S-NS Norður &spade;KDG3 &heart;G54 ⋄D2 &klubs;K1087...

Rökgildra. S-NS Norður &spade;KDG3 &heart;G54 ⋄D2 &klubs;K1087 Vestur Austur &spade;95 &spade;2 &heart;ÁKD106 &heart;9872 ⋄KG83 ⋄10976 &klubs;G5 &klubs;D432 Suður &spade;Á108764 &heart;3 ⋄Á54 &klubs;Á96 Suður spilar 5&spade;. Meira
9. nóvember 2018 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Smaragðsbrúðkaup

Jón Pálsson og Pálmey Ottósdóttir eiga 55 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau voru gefin saman í Hafnarfjarðarkirkju af séra Garðari Þorsteinssyni. Brúðkaupsveislan var haldin í sal raftækjaverksmiðju... Meira
9. nóvember 2018 | Árnað heilla | 241 orð | 1 mynd

Sveinn S. Einarsson

Sveinn Sigurður Einarsson fæddist 9.11. 1915 á Leirá í Leirársveit, Borg. Foreldrar hans voru hjónin Einar Sveinsson, f. 1873, d. 1950, bóndi og trésmiður þar, og Þórdís Guðmundsdóttir, f. 1875, d. 1947. Meira
9. nóvember 2018 | Árnað heilla | 210 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Kristín Gunnlaugsdóttir Unnur Marteinsdóttir 85 ára Bergrún Jóhannsdóttir Sigríður Ágústsdóttir 80 ára Ívar Geirsson Sighvatur Eiríksson 75 ára Erna Grétarsdóttir Gunnar B. Gunnarsson Ingveldur Ingvadóttir Kristín Sjöfn Helgadóttir Stefanía E. Meira
9. nóvember 2018 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Verðlaunasmellur varð til

Tónlistartvíeykið Simon og Garfunkel var statt í hljóðveri á þessum degi árið 1969. Þar stóðu yfir upptökur á laginu „Bridge Over Troubled Water“ sem síðar átti eftir að verða þeirra vinsælasta á ferlinum. Meira
9. nóvember 2018 | Fastir þættir | 324 orð

Víkverji

Víkverji verður ekki með góðu móti kallaður mikill hannyrðamaður, já eða kona eftir því hvernig á málið er litið. Víkverji var framan af heldur ekki talinn í hópi þeirra sem státa af grænum fingrum eða bjórdrykkju. Meira
9. nóvember 2018 | Í dag | 94 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

9. nóvember 1930 Austurbæjarskólinn í Reykjavík var tengdur hitaveitu úr Þvottalaugunum í Laugardal, fyrstur húsa, og „hitaður með Laugavatni,“ eins og sagði í Morgunblaðinu. Meira

Íþróttir

9. nóvember 2018 | Íþróttir | 455 orð | 2 myndir

Betra hljóð í mér núna en síðast

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Birna Berg Haraldsdóttir er óðum að jafna sig af erfiðum hnémeiðslum sem hafa haldið henni frá handboltavellinum frá því í lok mars. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Coca Cola bikar karla KA – Haukar 23:30 Þýskaland Wetzlar &ndash...

Coca Cola bikar karla KA – Haukar 23:30 Þýskaland Wetzlar – Füchse Berlín 24:29 • Bjarki Már Elísson skoraði 2 mörk fyrir Füchse. Danmörk Aarhus – Tvis Holstebro 31:31 • Vignir Svavarsson skoraði 1 mark fyrir... Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Keflavík – Breiðablik 88:80 Þór Þ. – ÍR...

Dominos-deild karla Keflavík – Breiðablik 88:80 Þór Þ. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 353 orð | 1 mynd

Eins og flestum þá fannst mér drepfyndið að sjá tilburði Ólafs...

Eins og flestum þá fannst mér drepfyndið að sjá tilburði Ólafs Stefánssonar þegar hann skemmti eldri borgurum með sögustund á dögunum. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Ekkert mótframboð

Slóveninn Aleksander Ceferin verður endurkjörinn forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, á þingi þess sem haldið verður í Róm í byrjun febrúar á þessu ári. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 319 orð | 1 mynd

Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: Leverkusen – Zürich 1:0 &bull...

Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: Leverkusen – Zürich 1:0 • Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem varamaður hjá Zürich á 55. mínútu. Ludogorets – AEK Larnaca 0:0 *Leverkusen 9 stig, Zürich 9, Ludogorets Razgrad 2, AEK Larnaca 2. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Fimmti sigurinn í röð hjá Keflavík

Keflavík vann sinn fimmta sigur í röð í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið fékk Breiðablik í heimsókn. Lokatölur urðu 88:80, Keflavík í vil. Michael Craion átti góðan leik fyrir Keflavík og skoraði 26 stig og tók tíu fráköst að auki. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Dalhús: Fjölnir...

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Dalhús: Fjölnir – HK U 19.30 Hertz-höllin: Grótta – Víkingur 19.30 Fylkishöll: Fylkir – ÍR 19. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Hannes hélt markinu hreinu

Landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson lék allan tímann í markinu hjá Qarabag er liðið heimsótti Vorskla Poltava frá Úkraínu í Evrópudeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Haukar komust áfram

Haukar eru komnir áfram í 2. umferð Coca Cola-bikars karla í handbolta eftir öruggan 30:23-sigur á KA á Akureyri í gær. Staðan í hálfleik var 16:10 fyrir Hafnfirðinga og var sigur Hauka sannfærandi. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 457 orð | 2 myndir

Hvorki brot né slit

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Óvíst er hvort Martin Hermannsson geti leikið með íslenska landsliðinu í körfuknattleik gegn Belgíu í Laugardalshöllinni 29. nóvember í forkeppni EM 2021. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 219 orð | 3 myndir

*Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað á...

*Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað á Santander Golf Tour LETAS-mótinu á LET-Access-mótaröðinni í Barcelona. Mótið er lokamót tímabilsins í mótaröðinni og lék Guðrún á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Landsliðið til Portúgals

Tinna Helgadóttir, landsliðsþjálfari í badminton, og aðstoðarlandsliðsþjálfararnir Atli Jóhannesson og Jeppe Ludvigsen hafa valið landsliðshópinn sem leikur í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða 7.-9. desember. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Laskað lið nældi í stigin

Füchse Berlín nældi í tvö stig gegn Wetzlar á útivelli í efstu deild þýska handboltans í gær. Berlínarrefirnir sigruðu 29:24. Úrslitin eru merkileg í ljósi þess að Füchse glímir við geysilega mikil forföll um þessar mundir. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 500 orð | 2 myndir

Nú var baráttan til staðar

Á Hlíðarenda Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Sautján ára nýliði í lok undankeppni

Bríet Sif Hinriksdóttir úr Stjörnunni og Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Haukum gætu leikið sínar fyrstu mínútur fyrir íslenska landsliðið í körfubolta þegar það mætir Slóvakíu og Bosníu í Laugardalshöll 17. og 21. nóvember. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 132 orð | 2 myndir

Valur – Stjarnan97:92

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild karla, 08. nóvember 2018. Gangur leiksins : 4:9, 14:14, 21:19, 23:27 , 27:33, 32:38, 41:40, 49:49 , 51:57, 58:59, 66:61, 73:63 , 78:72, 85:76, 92:84, 97:92 . Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 477 orð | 2 myndir

Við verðum að ná toppleikjum

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
9. nóvember 2018 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Yfirgefur meistaraliðið

Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er búinn að yfirgefa tvöfalda Íslandsmeistara Vals. Félagið staðfesti þetta í gær. Samningur Guðjóns við Val rann út og ákvað félagið að endurnýja ekki við miðjumanninn. Meira

Ýmis aukablöð

9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 404 orð | 8 myndir

7 jólagjafir fyrir vandláta

Hvað er hægt að gefa fólki sem á allt og vantar ekkert í jólagjöf? Góðar bækur eru til dæmis alltaf góð gjöf. Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 73 orð

Engir tveir fái sömu gjöfina

Kokka býður upp á gjafaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir og eru starfsmenn verslunarinnar boðnir og búnir að bæði aðstoða við gjafavalið og eins við innpökkun. Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 430 orð | 1 mynd

Flíspeysa í XL

Það er vandmeðfarið að gefa starfsfólki fyrirtækja jólagjafir. Jólagjafirnar þurfa að henta fjöldanum, þurfa helst að kalla fram gleði og ákveðna stemningu og mega alls ekki vera móðgandi. Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 624 orð | 2 myndir

Jólasveininum í fyrirtækinu getur verið vandi á höndum

Hvað gjöf á að kaupa handa starfsfólkinu svo að sem flestir verði ánægðir? Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 638 orð | 6 myndir

Laufabrauðsjárnin rjúka út

Guðrún í Kokku á það til að einfalda gjafavalið með því að gefa fólki hluti sem hana langar sjálfa í. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 491 orð | 6 myndir

Mikilvægt að lesa starfsfólkið

Birta Flókadóttir, markaðsráðgjafi og rýmishönnuður hjá fyrirtækinu Annað og meira - skapandi lausnir, segir að það skipti máli að jólagjöfin nýtist; endi ekki í Góða hirðinum. Marta María | mm@mbl.is Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 766 orð | 5 myndir

Nokkrar góðar hugmyndir fyrir jólasveininn

Að finna jólagjöf fyrir barn er ekkert mál: ef snjósleði, dúkka eða dótabíll kemur í ljós þegar pakkinn er opnaður ljómar barnið af gleði og jólunum er borgið. Öllu flóknara er að finna gjöf fyrir fullorðna. Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 223 orð

Rifjárn fyrir mínimalistana

Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 704 orð | 4 myndir

Vinsælustu vörurnar gera matarkörfuna að skotheldri jólagjöf

Jói í Ostabúðinni segir æ algengara að fólk létti sér matseldina í kringum jólin með því að kaupa tilbúinn forrétt eins og heitreykta gæs eða grafið ærfíle. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 185 orð | 1 mynd

Viti af breytingum fyrirfram

Það skiptast á skin og skúrir í öllum rekstri og sum árin þarf að herða sultarólina með því ýmist að sleppa því að gefa starfsfólki jólagjöf, eða þá gefa ódýrari gjöf en venjulega. Guðríður segir þessa stöðu hafa t.d. Meira
9. nóvember 2018 | Blaðaukar | 592 orð | 4 myndir

Vönduð hönnun á alltaf við

Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.