Greinar mánudaginn 18. febrúar 2019

Fréttir

18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

28 þúsund færri kindur

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sauðfé í landinu fækkaði um 28 þúsund á síðasta ári, eða um rúm 6%, samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Kemur það til viðbótar 18 þúsund kinda fækkun á árinu á undan. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Ávarpaði stóran útifund

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á útifundi Kúrda í Strassborg á laugardaginn. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 650 orð | 2 myndir

Búa sig undir nýjan veruleika í fjarskiptum

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is 5G tæknin mun marka stórt skref fram á við í þróun á fjarskiptamarkaði. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 121 orð

Búðarræningi klófestur á Akureyri

Rán var framið í kjörbúð á Akureyri í gærmorgun. Maður vopnaður hnífi réðst inn í verslunina og heimtaði peninga úr greiðslukassanum. Þegar afgreiðslufólkið lét peningana af hendi flúði hann út í snjóinn með ránsfenginn. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Eggert

Gaman Eitt af því sem snjórinn færir börnunum er gleðin við að leika sér úti. Þessi naut sín aldeilis vel við að bruna á sleðanum sínum niður... Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 205 orð

Fá engin svör frá borginni

Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa óskað eftir fundi með borgaryfirvöldum varðandi breytingar á deiliskipulagi við Stekkjarbakka Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Fundað um aðkomu stjórnvalda

Samtal verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins við stjórnvöld mun halda áfram í vikunni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, staðfestir við Morgunblaðið að sex manna vinnuhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins muni hittast aftur í vikunni. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Geri ratsjármælingar á farleiðum fugla

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Biokraft ehf. ber að gera ratsjármælingar við athuganir á farleiðum fugla um fyrirhugaðan vindorkugarð norðan við Þykkvabæ, Vindaborgir. Skipulagsstofnun gerði það að skilyrði við afgreiðslu á matsáætlun fyrir framkvæmdina. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 47 orð

Hver er hún?

• Heiðdís Dögg Eiríksdóttir er fædd árið 1980. Hún er fyrst og fremst móðir þriggja frábærra barna, er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar í dag sem formaður Félags heyrnarlausra. • Í gegnum árin hefur Heiðdís sinnt ýmsum störfum, m.a. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Höfnin ekki dýpkuð í vikunni

Til stendur að dýpka Landeyjahöfn um leið og tækifæri gefst. Spáin er óhagfelld næstu daga, þannig að lítið verður gert um sinn. „Það þýðir ekkert að skoða þetta fyrr en næstu helgi alla vega,“ segir G. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Íslensku sauðfé fækkaði um 10% á tveimur árum

Sauðfé á Íslandi fækkaði um 28 þúsund árið 2018 eða um rúm 6% samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Árið 2017 hafði sauðkindum fækkað um 18 þúsund og á þessum tveimur árum hefur kindum á landinu fækkað alls um tæp 10%. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Frumsýningin gekk eins og í sögu og það voru allir í sæluvímu eftir hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason, annar aðalleikarinn í söngleiknum Xanadú sem nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýndu á dögunum. Hefð er fyrir því að settir séu upp söngleikir eða sýningar í skólanum í tengslum við árlegt nemendamót og jafnan mjög vandað til verka. Engin undantekning er á því í ár og söngleikurinn hefur mælst vel fyrir, bæði á frumsýningu og á nemendamótinu sjálfu. Fimm almennar sýningar eru fyrirhugaðar í Háskólabíói á næstunni. Sú næsta er á miðvikudag klukkan 20 og fer miðasala fram á Miði.is. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Kyrrsetumaðurinn þarf að hlaupa

Ég hef lengi verið í vélsleðasporti og á þessum tíma árs leitar hugurinn oft til fjalla. Svæðið hér út með Eyjafirði, hvort heldur er á Tröllaskaganum eða við Grenivík, er snjóakista og gaman að fara þar um á sleðum. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Leit að Jóni Þresti engan árangur borið

Leit fjölskyldu og vina Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hefur enn engan árangur borið. Þau gengu skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit um helgina. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Lítil bjartsýni við loðnuleit og bræla tefur fyrir norðan

Snorri Másson snorrim@mbl.is Enn stendur yfir umfangsmikil loðnuleit á Íslandsmiðum en bræla fyrir norðan er til trafala fyrir framkvæmdina. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 624 orð | 1 mynd

Með milljón svipbrigðum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar eitt af skilningarvitunum vantar er stundum eins og önnur eflist. Eitt af því sem heyrnarlaust fólk hefur sterkara fram yfir aðra er umhverfislæsi og að leggja saman tvo og tvo af því sem fyrir augu ber. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist í henni veröld,“ segir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 1232 orð | 2 myndir

Rannsaka börn með kæfisvefn

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Skattabreytingar tilkynntar bráðlega

Sex manna vinnuhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins mun funda aftur í vikunni til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjaradeilunni. „Við erum búin að sjá eitthvað tengt húsnæðismálum og félagslegum undirboðum. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Skuldadögum frestað hjá WOW?

Stjórnendur flugfélagsins WOW air hafa beðið um frest fram í miðjan marsmánuð til þess að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Frá þessu var greint á vefsíðu Túrista. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Stjórnvöld stefna að banni á álaveiðum

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Drög hafa nú verið gerð að banni við álaveiðum á Íslandi. Þetta kemur fram á vefsíðu Samráðsgáttarinnar, opins samráðs stjórnvalda við almenning. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Tökur standa yfir á Valhallarmorðunum

Hluti af íslensku þáttaröðinni Valhallarmorðin, sem efnisveitan Netflix hefur tryggt sér alheimssýningarréttinn á, var kvikmyndaður í Hádegismóum í gær. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 617 orð | 1 mynd

Umfangsmiklar tillögur fjölmiðla að umbótum

Snorri Másson snorrim@mbl.is 22 umsagnir um frumvarp um breytingu á fjölmiðlalögum bárust inn í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Þetta voru umsagnir hvaðanæva, allt frá litlum héraðsblöðum til burðugra landsmiðla. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Ungir knapar á vetrarleikum Spretts

Fyrstu vetrarleikar Hestamannafélagsins Spretts fóru fram í Samskiptahöllinni í Kópavogi í gær. Keppt er í tólf flokkum á þremur mótum eftir kynjum, aldri og reynslustigi. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Vegan og ketó vinsælt í máltíðarpökkunum

Snorri Másson snorrim@mbl.is Máltíðamarkaðurinn svonefndi er langt í frá mettur og í byrjun árs fer allt vel af stað á þeim bænum. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Vetrarkyrrð Jóns Svavars og Guðrúnar Dalíu

Jón Svavar Jósefsson bassbartítón og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari koma fram á Tíbrártónleikum í Salnum annað kvöld, þriðjudag, undir yfirskriftinni Vetrarkyrrð. Á efnisskránni eru ljóð og lög um veturinn. Meira
18. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Þrennt alvarlega slasað

Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira

Ritstjórnargreinar

18. febrúar 2019 | Staksteinar | 196 orð | 1 mynd

Foreldri 1 og foreldri 2

Gústaf Adolf Skúlason vekur athygli á því í pistli á blog.is að Frakkar vilji með nýjum skólalögum afnema orðin faðir og móðir en nota í staðinn foreldri 1 og foreldri 2. Meira
18. febrúar 2019 | Leiðarar | 658 orð

Geigvænleg gleymska

Gyðingahatur virðist krauma víðar undir en ætla mætti. Það hlýtur að vekja óhug Meira

Menning

18. febrúar 2019 | Bókmenntir | 662 orð | 1 mynd

„Djúpt snortinn“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er djúpt snortinn,“ segir Gunnar Þorri Pétursson, sem ásamt Ingibjörgu Haraldsdóttur heitinni hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu þeirra á Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí. Verðlaunin voru afhent á Gljúfrasteini um helgina. Meira
18. febrúar 2019 | Tónlist | 1026 orð | 4 myndir

„Gerði lífið svo afskaplega skemmtilegt“

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Blásið verður til mikillar tónlistarveislu í Langholtskirkju næstkomandi laugardag. Vel á þriðja tug einsöngvara kemur þar fram auk Kórs Langholtskirkju, Graduale Nobili-kórsins og Kammer-kórsins. Tilefnið er tvíþætt: Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona fagnar 70 ára afmæli sínu og minnist um leið eiginmanns síns, Jóns Stefánssonar organista, sem féll frá fyrir þremur árum. Meira
18. febrúar 2019 | Myndlist | 134 orð | 1 mynd

Claudia Hausfeld sýnir í Úthverfu

Sýning Claudiu Hausfeld, Surface Transfer , hefur verið opnuð í Úthverfu á Ísafirði. Í verkunum fæst Claudia við ljósmyndir og furðuleg tengsl þeirra við raunveruleikann. Meira
18. febrúar 2019 | Hönnun | 102 orð | 1 mynd

Hannar Serpentine-skálann

Japanski arkitektinn Junya Ishigami mun hanna hinn svokallaða Serpentine-skála í ár en það vekur ætíð athygli hver er valinn til að skapa ár hvert skálann eða verkið sem stendur sumarlangt við Serpentine Gallery í Hyde Park í London og tugþúsundir manna... Meira
18. febrúar 2019 | Fjölmiðlar | 180 orð | 1 mynd

Mikið framboð á íþróttum á netinu

Mikið íþróttaefni er í boði í sjónvarpi fyrir íþróttaunnendur og fer stundum fyrir brjóstið á notendum RÚV sem geta tuðað dagana langa ef þeir fá ekki Helga sinn Seljan í Kastljósinu út af einhverjum boltaleikjum. Meira
18. febrúar 2019 | Tónlist | 66 orð | 5 myndir

Það var mikið fjör í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á...

Það var mikið fjör í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á laugardaginn þegar hljómsveitin Pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla komu saman og héldu tónleika. Meira

Umræðan

18. febrúar 2019 | Aðsent efni | 688 orð | 1 mynd

Heilbrigðisvísindi – almenningi til heilla

Eftir Björn Rúnar Lúðvíksson: "Öflugt vísindastarf er forsenda hagsældar og öruggrar heilbrigðisþjónustu. Grafalvarleg núverandi staða kallar á stofnun Heilbrigðisvísindasjóðs." Meira
18. febrúar 2019 | Aðsent efni | 864 orð | 1 mynd

Loftslagsháskinn, uppreisn æskufólks og íslensk viðhorf

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Æskufólk víða um heim hefur valið föstudaginn 15. mars fyrir sameinandi átak og kröfu um skjótar aðgerðir gegn loftslagsháskanum." Meira
18. febrúar 2019 | Pistlar | 394 orð | 1 mynd

Ný íþróttastefna í farvatninu

Bikarúrslitaleikir karla og kvenna í körfubolta áttu sér stað um helgina í Laugardalshöll, þar sem Valskonur urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn og Stjarnan í karlaflokki í fjórða sinn á ellefu árum. Meira

Minningargreinar

18. febrúar 2019 | Minningargreinar | 1998 orð | 1 mynd

Finnur Bergsveinsson

Finnur Bergsveinsson fæddist 28. maí 1920 á Skálanesi í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Hann lést 11. febrúar 2019 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Bergsveinn Elidon Finnsson, f. í Hergilsey 1894, d. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2019 | Minningargreinar | 2027 orð | 1 mynd

Guðmundur Einarsson

Guðmundur Einarsson, Gúndi, fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 6. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Einar Guðmundsson, f. 2. október 1898, d. 7. mars 1946, og Þóra Valgerður Jónsdóttir, f. 24. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2019 | Minningargreinar | 1208 orð | 1 mynd

Guðrún Egilsdóttir

Guðrún Egilsdóttir fæddist í Reykjavík 25. mars 1928. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Eiríksdóttir, f. 22. ágúst 1900 á Eyrarbakka, d. 21. maí 1990, og Egill Daníelsson, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2019 | Minningargreinar | 3434 orð | 1 mynd

Halldór Guðjón Björnsson

Halldór Guðjón Björnsson fæddist á Stokkseyri 16.8. 1928. Hann lést 8. febrúar 2019. Foreldrar Halldórs Guðjóns voru Björn Ketilsson, f. 24.8. 1896, d. 24.4. 1982, smiður á Stokkseyri og síðar í Reykjavík, og k.h., Ólöf Guðríður Árnadóttir, f. 23.2. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2019 | Minningargreinar | 2035 orð | 1 mynd

Þuríður Þorsteinsdóttir

Þuríður Þorsteinsdóttir (Lúlú) fæddist á Hólmavík 22. júní 1925. Hún lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi 10. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Laufey Tryggvadóttir húsfreyja í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp og síðar í Reykjavík, f. 16. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. febrúar 2019 | Viðskiptafréttir | 442 orð | 2 myndir

Tímabært að virkja gögnin

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í öllum rekstri verða til gögn sem hægt er að nýta til hagræðingar og nýsköpunar. Með hverju árinu verður ódýrara og einfaldara að vinna úr þessum gögnum og þannig snjallvæða reksturinn. Meira
18. febrúar 2019 | Viðskiptafréttir | 126 orð | 1 mynd

Vilja tengja Spán og Marokkó með lest

Stjórnvöld á Spáni og Marokkó undirbúa að leggja lestarteina undir eða yfir Gíbraltarsund og þannig tengja saman Evrópu og Norður-Afríku. Fréttavefurinn Middle East Montior greinir frá þessu og hefur eftir tyrknesku fréttaveitunni Anadolu. Meira

Daglegt líf

18. febrúar 2019 | Daglegt líf | 452 orð | 3 myndir

Appelsína úr Hveragerði

Jeppi á fjalli! Farartæki í fjallaferðir á sýningu. Ný lína björgunarsveitabíla vakti eftirtekt þar. Meira

Fastir þættir

18. febrúar 2019 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

1. d4 e6 2. e4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3...

1. d4 e6 2. e4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3 f5 8. Rc3 a6 9. Bc4 b5 10. Bb3 c5 11. a4 b4 12. Re2 Bb7 13. Rf4 Dd6 14. Rd3 cxd4 15. Rfe5 Rd7 16. De2 Rxe5 17. Rxe5 Bf6 18. f4 Be4 19. Rc4 Dxf4 20. Hf1 Dxh2 21. 0-0-0 Hc8 22. Meira
18. febrúar 2019 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

Bergrún Ingólfsdóttir

30 ára Bergrún er frá Lyngholti í Ásahr., Rang., en býr á Skagaströnd. Hún er menntaður reiðkennari og starfar við tamningar og reiðkennslu. Maki : Andri Már Welding, f. 1987, stýrimaður á Drangrey frá Sauðárkróki. Foreldrar : Ingólfur Ásgeirsson, f. Meira
18. febrúar 2019 | Í dag | 23 orð

En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn...

En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh: 1. Meira
18. febrúar 2019 | Í dag | 86 orð | 2 myndir

Fjögurra ára í kirkjukór

Í gær fagnaði breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran 28 ára afmæli. Hann heitir fullu nafni Edward Christopher Sheeran og fæddist í Halifax. Sheeran ólst upp í Suffolk, söng þar með kirkjukór frá fjögurra ára aldri og lærði mjög ungur að spila á gítar. Meira
18. febrúar 2019 | Í dag | 86 orð | 1 mynd

Góðir straumar

Brian Wilson var staddur í hljóðveri á þessum degi árið 1966 að taka upp Beach Boys-slagarann „Good Vibrations“. Síðar átti lagið eftir að komast á topp Breska vinsældalistans og einnig í toppsætið í Bandaríkjunum. Meira
18. febrúar 2019 | Árnað heilla | 683 orð | 3 myndir

Handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Hallgrímur Helgason fæddist 18. febrúar 1959 í Reykjavík og ólst upp í Háaleitinu. Hann æfði fótbolta með Fram upp í 3. flokk og keppti á skíðum sem unglingur. Hann var sex sumur í sveit; þrjú sumur á Brekku í Seyluhreppi, tvö á Litlu Sandvík í Sandvíkurhreppi og eitt sumar á Berustöðum í Ásahreppi. Hann var einnig þrjú sumur í brúarvinnu hjá Vegagerðinni úti á landi. „Ég held að þessar sumardvalir hafi alveg eyðilagt knattspyrnuferilinn.“ Meira
18. febrúar 2019 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Hulda Margrét Eggertsdóttir

40 ára Hulda er Reykvíkingur en býr í Mosfellsbæ. Hún er hárgreiðslusveinn og áfengisráðgjafi að mennt og er eigandi heildverslunarinnar Himalaya Magic. Maki : Rajan Sedhai, f. 1974, frá Nepal. Börn : Sindri, f. 2010, Tara, f. 2014, og Kíran, f. 2016. Meira
18. febrúar 2019 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Jens Freymóðsson

40 ára Jens er úr Garðinum en býr í Njarðvík. Hann er sementsflutningabílstjóri hjá Aalborg Portland. Maki : Magnea Frímannsdóttir, f. 1980, skrifstofumaður hjá DHL. Börn : Tvíburarnir Alma Rún og Bergþór Örn, f. 2001, og Kamilla Ósk, f. 2004. Meira
18. febrúar 2019 | Árnað heilla | 283 orð | 1 mynd

Jóhann Pétursson

Jóhann Pétursson fæddist í Jónasarbæ í Stykkishólmi 18. febrúar 1918. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Einar Einarsson, verkamaður þar, f. 1885, d. 1961, og Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 1889, d. 1970, húsfreyja. Jóhann ólst upp í föðurhúsum til tvítugs. Meira
18. febrúar 2019 | Í dag | 263 orð

Löng orð og Þingmannaheiði

Á fésbókarsíðu sinni hefur Hjálmar Freysteinsson orð á því að það sé gaman að því að búa til löng orð: Ekki minnkar munaðsvörusalan; á markaðnum er fjör. Landsbankastjóralaunavísitalan leiðréttir okkar kjör. Meira
18. febrúar 2019 | Í dag | 50 orð

Málið

Sá sem gerir e-ð sjálfviljugur gerir það af eigin hvötum, ótilneyddur , af fúsum og frjálsum vilja o.s.frv. Það er ekki hægt að nota orðið um það sem gert er , hér gefið: „Þessir hlutir voru ekki gefnir sjálfviljugir. Meira
18. febrúar 2019 | Fastir þættir | 176 orð

Molar. N-Allir Norður &spade;Á832 &heart;95 ⋄1094 &klubs;Á932...

Molar. N-Allir Norður &spade;Á832 &heart;95 ⋄1094 &klubs;Á932 Vestur Austur &spade;4 &spade;G107 &heart;ÁG432 &heart;D76 ⋄D765 ⋄G32 &klubs;654 &klubs;KD107 Suður &spade;KD965 &heart;K108 ⋄ÁK8 &klubs;G8 Suður spilar 4&spade;. Meira
18. febrúar 2019 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

Njarðvík Eyjólfur Agnar Gunnarsson fæddist 13. júní 2018 á...

Njarðvík Eyjólfur Agnar Gunnarsson fæddist 13. júní 2018 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík. Hann vó 3.570 g og var 51 cm að lengd. Foreldrar hans eru Gunnar Hafsteinn Stefánsson og Guðrún Freyja... Meira
18. febrúar 2019 | Árnað heilla | 217 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Hólmfríður Jóhannesdóttir Jón Óskar Guðmundsson Kristlaug Vilfríður Jónsd. 85 ára Ása Breiðfjörð Ásbergsd. Halldór Þorvaldsson Jóhann Björn Sveinbjörnss. Margrét Hróbjartsdóttir 80 ára Bentína Sigrún Viggósd. Meira
18. febrúar 2019 | Fastir þættir | 296 orð

Víkverji

Útsýnispallur á Bolafjalli fyrir vestan, sem Bolvíkingar ætla að setja upp, verður frábær viðbót í ferðaþjónustunni vestra. Af fjallinu sést vítt yfir Ísafjarðardjúpið og norður að Hornströndum. Meira
18. febrúar 2019 | Í dag | 125 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

18. febrúar 1885 Snjóflóð féll úr Bjólfstindi á fjórtán íbúðarhús á Seyðisfirði og varð 24 mönnum að bana. „Er það nærri því furða að eigi fórust fleiri menn því að í þessum húsum bjuggu um 90 manns,“ sagði í Norðanfara. 18. Meira

Íþróttir

18. febrúar 2019 | Íþróttir | 285 orð | 1 mynd

„Frábært andrúmsloft“

„Andrúmsloftið var frábært og skemmtilegt að hafa bikarúrslitaleiki karla, kvenna og yngri flokka á sama stað í sömu vikunni. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 671 orð | 5 myndir

Bikarúrslitaleikirnir eiga vel við Garðbæinga

Í Laugardalshöll Kristján Jónsson kris@mbl.is Bikarkeppni karla í körfuknattleik á glettilega vel við Garðbæinga. Stjarnan lagði Njarðvík að velli í úrslitaleik Geysis-bikarsins fyrir framan 2.100 áhorfendur í Laugardalshöllinni 84:68. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd

England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Brighton – Derby 2:1...

England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Brighton – Derby 2:1 Wimbledon – Millwall 0:1 Newport – Manchester City 1:4 Bristol City – Wolves 0:1 Doncaster – Crystal Palace 0:2 Swansea – Brentford 4:1 B-deild: Sheffield... Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

Fékk brons í kúluvarpi

Ásdís Hjálmsdóttir, þrefaldur ólympíufari í spjótkasti, vann til bronsverðlauna á sænska meistaramótinu innanhúss í frjálsum í gær. Ásdís keppti í aukagrein sinni, kúluvarpi, og kastaði 15,77 metra. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 482 orð | 2 myndir

Fjórða gullið í röð í svigi

Skíði Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin stal senunni á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fram fór í Åre í Svíþjóð en mótinu lauk formlega í gær. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Fyrsta tap Wolfsburg á tímabilinu

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Bayern München í 14. umferð þýsku 1. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Geysisbikar karla Úrslitaleikur: Njarðvík – Stjarnan 68:84...

Geysisbikar karla Úrslitaleikur: Njarðvík – Stjarnan 68:84 Geysisbikar kvenna Úrslitaleikur: Valur – Stjarnan 90:74 Spánn B-deild karla: Granada – Barcelona B 75:53 • Kári Jónsson hjá Barcelona er frá keppni vegna meiðsla. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 468 orð | 1 mynd

Grill 66 deild kvenna Valur U – Fylkir 29:27 Staðan: Afturelding...

Grill 66 deild kvenna Valur U – Fylkir 29:27 Staðan: Afturelding 151212389:30625 ÍR 151203435:34624 Valur U 151014421:35921 Fylkir 151014410:36121 FH 16916419:35519 Fram U 16916424:37619 Grótta 14518311:34811 HK U 14509332:37310 Fjölnir... Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

Guðmunda Brynja í KR

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir skrifaði á föstudaginn undir tveggja ára samning við KR. Hún kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hún hefur spilað síðustu tvö ár. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Coca Cola bikar kvenna, 8-liða úrslit: Hleðsluhöllin...

HANDKNATTLEIKUR Coca Cola bikar kvenna, 8-liða úrslit: Hleðsluhöllin: Selfoss – Fram 18 Coca Cola bikar karla, 8-liða úrslit: Hleðsluhöllin: Selfoss – Valur 20.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Dalhús: Fjölnir – Snæfell 19. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 326 orð | 1 mynd

KA fór illa með Íslandsmeistarana

KA gerði sér lítið fyrir og tók Íslandsmeistara Vals í kennslustund þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla á Akureyri um helgina en leiknum lauk með 4:0-sigri Akureyringa. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

María og Ísak sigruðu á MÍ

María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH og Ísak Óli Traustason úr UMSS sigruðu á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum innanhúss sem lauk um helgina. Í kvennaflokki er innanhúss keppt í fimmtarþraut þar sem María sigraði með 3.927 stig. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Nýliðinn tróð yfir Ofurmennið

Hamidou Diallo, leikmaður Oklahoma City Thunder, stal senunni á stjörnuleikshelgi NBA-deildarinna í körfuknattleik sem fram fór í Charlotte í Bandaríkjunum um helgina en Diallo bar sigur úr býtum í troðslukeppninni vinsælu. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Nýr kafli skrifaður í langri sögu Vals

Valur varð bikarmeistari kvenna í körfuknattleik í fyrsta skipti í sögu félagsins á laugardaginn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Rakel skoraði sigurmark

Rakel Hönnudóttir var hetja Reading þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Rakel skoraði sigurmark Reading á 82. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 682 orð | 5 myndir

Sá fyrsti en örugglega ekki sá síðasti hjá Val

Í Laugardalshöll Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valur vann sinn fyrsta stóra titil í körfubolta í kvennaflokki á laugardaginn var. Valskonur unnu þá öruggan 90:74-sigur á Stjörnunni í bikarúrslitum í Laugardalshöll. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Sárt tap hjá Martin í úrslitaleik

Martin Hermannsson lagðist vafalaust súr í bragði á koddann í nótt. Martin og samherjar hans hjá Alba Berlín þurftu að sætta sig við grátlegt tap í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í körfuknattleik. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Schiffrin fjórfaldur heimsmeistari í svigi

Bandaríkjakonan Mikaela Shiffrin varð um helgina heimsmeistari í svigi kvenna á HM í alpagreinum í Åre í Svíþjóð. Hún hefur nú unnið gullverðlaun í svigi á fjórum heimsmeistaramótum í röð en hún verður 24 ára gömul í mars. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Sigurhrinu Kiel lokið

Þýska handboltaliðið Kiel tapaði sínum fyrsta leik síðan í september á síðasta ári er liðið lá gegn Magdeburg, 25:28, á heimavelli í 1. deild Þýskalands í gær. Staðan í hálfleik var 14:13, Magdeburg í vil. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 438 orð | 1 mynd

Spánn Barcelona – Real Valladolid 1:0 Rayo Vallecano &ndash...

Spánn Barcelona – Real Valladolid 1:0 Rayo Vallecano – Atlético Madrid 0:1 Real Madrid – Girona 1:2 Staða efstu liða: Barcelona 24166261:2354 Atlético Madrid 24138334:1747 Real Madrid 24143741:2945 Sevilla 24107738:2837 Getafe... Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Stórsigur Barcelona

Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona fóru illa með sænsku meistarana í Kristianstad á heimavelli sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gær en leiknum lauk með sautján marka sigri Barcelona, 43:26. Meira
18. febrúar 2019 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Ungur heimsmethafi

Samuel Tefera frá Eþíópíu sló á laugardaginn tuttugu og tveggja ára gamalt heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj í 1.500 metra hlaupi innanhúss á heimsbikarmóti í Birmingham. Hann hljóp á 3:31,04 mínútum og bætti metið um 14 hundraðshluta. Meira

Ýmis aukablöð

18. febrúar 2019 | Blaðaukar | 125 orð | 1 mynd

Takast á vegna dauða Sala

Fótboltafélagið Cardiff City kann að sækja franska félagið Nantes til saka fyrir gáleysi verði staðfest að flugmaðurinn, sem fljúga átti argentínska leikmanninum Emiliano Sala daginn sem fórst, hafi ekki haft tilskilin réttindi til að fljúga með... Meira
18. febrúar 2019 | Blaðaukar | 329 orð | 1 mynd

Taki við 800 vígamönnum

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt að Evrópuríkjum að taka rúmlega 800 vígamenn ríkis íslams (ISIS) til baka og draga þá fyrir rétt. Voru þeir teknir fastir í lokaorrustunni við sveitir þeirra í Sýrlandi. Meira
18. febrúar 2019 | Blaðaukar | 147 orð | 1 mynd

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hvatti í gær þingmenn...

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hvatti í gær þingmenn Íhaldsflokksins til að „víkja frá persónulegum óskum sínum“ og styðja Brexit-samninginn í þinginu. Meira
18. febrúar 2019 | Blaðaukar | 129 orð

Vindur úr baráttu gulvestunga

Meirihluti Frakka vill að mótmælum svonefndra „gulvestunga“ verði hætt en þau hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Í fyrstu mótmælunum, 17. nóvember, fóru 287.000 manns út á götur út um land allt og mómæltu kröppum kjörum. Meira
18. febrúar 2019 | Blaðaukar | 44 orð | 1 mynd

Vorblíða í Frakklandi

Vorveður hefur verið undanfarna daga í Frakklandi og 20°C algeng sjón á hitamælum yfir hádaginn. Hér sitja tvær konur og njóta blíðunnar og fallegs útsýnis í borginni Biarritz í suðvesturhluta landsins í gær, sunnudag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.