Greinar þriðjudaginn 19. mars 2019

Fréttir

19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 180 orð

41,8% stuðningur við ríkisstjórnina

Fylgi Sjálfstæðisflokksins jókst um eitt prósentustig milli fylgiskannana MMR og mælist nú 23,6% en var 22,7% í síðustu könnun sem gerð var. Flokkurinn hlaut 25,2% atkvæða í þingkosningunum. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 75 orð

Áhyggjur af aukinni umferð um Dalveg

Yfir eitt hundrað íbúar í Hjallahverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmæli vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi við Dalveg, en þar á að rísa stór skrifstofubygging með 300 bílastæðum á mótum Breiðsholtsbrautar og Nýbýlavegar. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Dómur MDE ný tegund óskapnaðar

„Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE [Mannréttindadómstóls Evrópu] sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja... Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Fagurt fley Þau sjást ekki oft á haffletinum við Íslandsstrendur stöndugu seglskipin, en þannig var það um daginn þegar horft var frá Seltjarnarnesinu, þá blasti þessi fagra sjón... Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 640 orð | 1 mynd

Enginn augljós áfangastaður

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Nýr dómsmálaráðherra Þórdís, Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætlar að nálgast dóm Mannréttindadómsstóls Evrópu (MDE) vegna skipunar dómara í Landsrétt af yfirvegun, þetta sagði hún í umræðum sem fram fóru um dóminn og viðbrögð við honum á Alþingi í gær. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 616 orð | 3 myndir

Falast eftir íslandssléttbak frá Dönum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Náttúruminjasafn Íslands hefur unnið að því að fá að láni til langs tíma beinagrind af íslandssléttbak frá Dýrafræðisafni Danmerkur. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Flugu inn á eftirlitssvæði NATO

Tvær rússneskar sprengjuflugvélar komu í gærmorgun inn á loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land. Meira
19. mars 2019 | Erlendar fréttir | 113 orð

Fylgdu reglugerðum FAA

Boeing-flugvélaverksmiðjurnar tilkynntu í gær að sjálfvirkt flugstjórnarkerfi 737 Max-flugvélanna hefði staðist allar öryggiskröfur sem bandarísk yfirvöld hefðu gert og fylgt öllum fyrri fordæmum. Meira
19. mars 2019 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Fær ekki þriðju atkvæðagreiðsluna

John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í gær að hann myndi ekki leyfa Theresu May forsætisráðherra að bera samkomulag sitt við Evrópusambandið um útgöngu Breta í þriðja sinn undir deildina, nema búið væri að gera efnislegar... Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Greiddi atkvæði gegn bókuninni

Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, greiddi atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í síðasta mánuði þar sem fram kom að meta skyldi áhrif málskots til yfirdeildar dómstólsins áður en slík ákvörðun... Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 571 orð | 3 myndir

Greiða 5 milljarða á ári fyrir veiðileyfi

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tekjur af lax- og silungsveiðum hafa margfaldast á fjórtán árum, þegar síðast var gerð heildarúttekt. Stangveiðimenn greiddu 4.900 milljónir króna fyrir veiðileyfi á árinu 2018 en um 1.150 milljónir árið 2004. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 262 orð

Greina ástæðu aukins kostnaðar

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég virði þessa ákvörðun og skil. Ég hefði helst viljað hafa öll sveitarfélögin með í þessu, Kópavog líka, en ekki þýðir að fást um það. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Hafna sérstökum sköttum á fiskveiðar og fiskeldi

Hægri flokkurinn í Noregi ályktaði á landsfundi sínum um helgina að ekki skuli skattleggja sérstaklega fiskveiðar og fiskeldi þar í landi. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Hegningarhúsið stendur enn autt

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Enn hefur ekkert verið ákveðið um hvernig Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg verður ráðstafað, en síðasti fanginn gekk þaðan út fyrir tæpum þremur árum. Meira
19. mars 2019 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Herða á byssulöggjöfinni

Ástralinn Brenton Tarrant, sem grunaður er um að hafa skotið 50 manns til bana í moskuárásunum í Christchurch fyrir helgi, hyggst verja sig sjálfur, en hann rak lögfræðing sinn í gær. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Innlyksa í snjóflóði á Hrafnseyrarheiði

Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Tveir einstaklingar sem voru saman í bíl urðu innlyksa á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveitar. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Íbúar óttast þyngri umferð um Dalveg

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Yfir 100 íbúar í Hjallahverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmælaskjal þar sem kvartað er yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Dalveg. Á lóðinni nr. 32 við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar á að rísa stórt skrifstofuhús og telja íbúarnir að starfsemin þar muni hafa mikil áhrif á umferð um Dalveg sem er aðalumferðarleið þeirra til og frá heimilum sínum. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni verða 300 bílastæði við fyrirhugaða byggingu og í bílakjallara hennar. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 587 orð | 1 mynd

Klaustursmálið „bleiki fíllinn“ á fundi

„Við getum verið ósammála og rökrætt málin án þess að grípa til óviðeigandi ummæla,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi á Grand hóteli í gærmorgun. Yfirskrift fundarins var „Stjórnmálin og #MeeToo“. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 138 orð

Lögregla veitti ökuníðingi eftirför

Einn þeirra tæplega 30 ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hefur kært fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðar á Reykjanesbraut heldur ók rakleiðis áfram í átt að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira
19. mars 2019 | Erlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Lögreglustjórinn rekinn eftir óeirðir

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hélt í gær neyðarfund með ríkisstjórn sinni eftir að mótmæli „Gulu vestanna“ svonefndu ollu umtalsverðum skaða. Meira
19. mars 2019 | Erlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Mannfallið eftir storminn eykst

Óttast er að meira en þúsund manns séu látnir í Mósambík eftir hitabeltisstorminn Idai, sem gekk yfir landið fyrir helgi. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Mannskæð skotárás í hollensku borginni Utrecht

Þrír eru látnir og fimm slasaðir eftir skotárás í sporvagni í Utrecht í Hollandi í gær. Forsætisráðherra Hollands segir að ekki sé hægt að útiloka að um hryðjuverk sé að ræða. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Með amfetamínvökva í tveimur rauðvínsflöskum

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 83 orð

Með fíkniefni í farangursrýminu

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur um helgina reyndist hafa fleira á samviskunni því meint fíkniefni fundust í farangursrými bifreiðar viðkomandi, segir í dagbók lögreglunnar. Meira
19. mars 2019 | Erlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Minnst þrír látnir í Utrecht

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Lögreglan í Hollandi leitaði í gær 37 ára gamals manns frá Tyrklandi, Gokmen Tanis, en hann var grunaður um að hafa skotið þrjá til bana og sært níu til viðbótar í skotárás í borginni Utrecht í gærmorgun. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 453 orð | 2 myndir

Mótmælendur brutu skilmála borgarinnar

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er ekki fallegt um að litast á Austurvelli um þessar mundir. Grasið er eitt drullusvað og umgangur allur subbulegur. Þetta er svona eins og eftir slæma útihátíð,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 197 orð

Óslóarvélin þurfti að lenda í Stokkhólmi

Farþegar Icelandair, sem voru á leið frá Ósló til Keflavíkur á sunnudagskvöld, þurftu á heimleiðinni að fara í vél sem var á leið til Stokkhólms og þaðan til Íslands. Flugi FI325 frá Ósló til Keflavíkur 17. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Rætt um allar hliðar fiskeldis

Ráðstefnan Strandbúnaður sem fjallar um fiskeldi, skeldýrarækt og þörungarækt verður haldin á Grand Hótel dagana 21. til 22. mars. „Þetta er þriðja ráðstefnan og áherslur hafa ekki breyst mikið. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Salan rauk upp þegar verðið lækkaði

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vildum fagna 30 ára afmæli bjórsins með stæl,“ segir Halldór Ægir Halldórsson, vörumerkjastjóri hjá Vínnes. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 149 orð

Samið við Færeyinga um fiskveiðar

Kristján Þór Júlíusson og Högni Hoydal, sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja, hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning á milli Íslands og Færeyja. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 731 orð | 2 myndir

Samráð haft við fólk og fyrirtæki í Langanesbyggð

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Langanesbyggð efnir í mars til fjögurra samráðsfunda við íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu og eru þeir í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og liður í stefnumótun sveitarfélagsins í atvinnumálum. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

SGS og SA slitu viðræðum í gær

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir að starfsemi Ríkissáttasemjara breytist lítið við viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og SA en vissulega verði takturinn annar. Bryndís segir að hún muni kalla samningsaðila til fundar að minnsta kosti á tveggja vikna fresti og þrátt fyrir viðræðuslit hafi samtöl og vinna sem átt hafi sér stað ekki verið unnin fyrir gýg. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Skerðing „vanhugsuð ákvörðun“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vorum boðuð á fund í fjármálaráðuneytinu og þar var okkur kynnt sú ákvörðun að í fjármálaáætlun sem á að leggja fram á næstu dögum væri þessi frysting framlaga ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Sú fyrsta í sögu Landhelgisgæslu Íslands

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég hóf fyrst störf hjá Landhelgisgæslunni í apríl 2018 og byrjaði í janúar síðastliðnum í starfi vélstjóra en fram að þeim tíma gegndi ég annarri stöðu innan gæslunnar,“ segir Tinna Magnúsdóttir, 2. vélstjóri á varðskipinu Þór, í samtali við Morgunblaðið. Er hún fyrsta konan í sögu Landhelgisgæslu Íslands til að fá fastráðningu í starf vélstjóra. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 297 orð

Tryggja óbreytt viðskipti landanna

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Búið er að ljúka samningi milli Íslands og Bretlands sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, fari svo að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Útfararstofa flúði mygluhús

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við fluttum út úr húsnæðinu 1. desember sl. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Vilja afturkalla reglugerð um hvalveiðar

Á aðalfundi Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, sem haldinn var á Húsavík um helgina, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að afturkalla reglugerð sem gefin var út af sjávarútvegsráðherra í febrúar sl. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Vilja Íslandssléttbak að láni frá Dönum

Náttúruminjasafn Íslands hefur óskað eftir því að fá að láni til langs tíma beinagrind af Íslandssléttbak frá Dýrafræðisafni Danmerkur. Danir eiga tvær slíkar beinagrindur af fullorðnum dýrum sem voru veidd hér við land 1891 og 1904. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 233 orð

Vinnutíminn eldfimur

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is SGS og SA slitu kjaraviðræðum hjá Ríkissáttasemjara í gær. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Vorboðinn nálgast

Mér féll vel að sinna störfum þar sem ég var í góðum tengslum við fólk,“ segir Helga R. Einarsdóttir á Selfossi sem er 75 ára í dag. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Þrettán tegundir páskabjórs í ár

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Páskabjórinn kom í Vínbúðirnar fyrir helgi. Alls eru 13 tegundir til sölu í ár og eru nokkrar þeirra fáanlegar í fleiri en einni stærð umbúða. Þetta er fjölgun frá því í fyrra en þá voru ellefu tegundir á boðstólum. Meira
19. mars 2019 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Þrír frakkar fjölguðu gestum um þriðjung

Veitingastaðurinn Þrír frakkar hefur verið afar vel sóttur undanfarnar vikur. Í tilefni af 30 ára afmæli staðarins hinn 1. mars ákvað Stefán Úlfarsson, matreiðslumaður og eigandi staðarins, að bjóða upp af 30% afslátt. Meira

Ritstjórnargreinar

19. mars 2019 | Leiðarar | 684 orð

Glámskyggnir á það sem blasir við læsum

Enginn trúverðugur maður horfir fram hjá úrslitaatriði varðandi Ísland og ME Meira
19. mars 2019 | Staksteinar | 200 orð | 1 mynd

Þarf að ganga í báðar áttir

Óhætt er að segja að staðan í sjávarútveginum vegna loðnubrestsins sé grafalvarleg. Meira

Menning

19. mars 2019 | Tónlist | 1194 orð | 1 mynd

„Við eigum erindi við fólkið“

Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Dömurnar í The Post Performance Blues Band ætla að gefa sér eitt ár til að slá í gegn. Ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Fyrst er meiningin að koma sér á kortið í London. „Ef fyrirætlunin gengur ekki eftir leggjum við árar í bát og hættum,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir, ein fjögurra liðskvenna sveitarinnar, sem hyggst gera heimildarmynd um vegferðina – þessa tilraun okkar til að „meika'ða“ eins og hún segir. Og draga ekkert undan. Ákvörðunin er vel ígrunduð og óhagganleg. Meira
19. mars 2019 | Kvikmyndir | 84 orð | 1 mynd

Cannes vill ekkert frá Netflix

Stjórnendur Cannes-kvikmyndahátíðarinnar ákváðu í fyrra að sýna engar kvikmyndir frá Netflix og vakti það umtal en rómaðar myndir á borð við Roma og The Ballad of Buster Scruggs kepptu á öðrum hátíðum. Meira
19. mars 2019 | Tónlist | 161 orð | 1 mynd

Dick Dale guðfaðir brim-rokksins látinn

Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale, sem kallaður hefur verið guðfaðir brim-rokksins, er látinn, 81 árs að aldri. Meira
19. mars 2019 | Tónlist | 878 orð | 5 myndir

Finnagöldrótt gæðatúlkun

Karólína Eiríksdóttir: Tokkata (1999 (8 mín.)). Þorsteinn Hauksson: Sinfónía nr. 2 (2014; ísl. frumfl. (19 mín.)). Anna Þorvaldsdóttir: Illumine (2016; ísl. frumfl. (8 mín.)). John Speight: Sinfónía nr. 5 (2009-16; frumfl. (33 mín.). Meira
19. mars 2019 | Leiklist | 932 orð | 2 myndir

Heilt samfélag í túlkun eins leikara

Höfundur og leikstjóri: Pálmi Freyr Hauksson. Aðstoðarleikstjóri: Tómas Helgi Baldursson. Leikari: Albert Halldórsson. Frumsýnt í Tjarnarbíói föstudaginn 8. mars 2019. Meira
19. mars 2019 | Tónlist | 53 orð | 1 mynd

Kvintett Arnolds Ludvig á KEX

Kvintett færeyska bassaleikaraans Arnolds Ludvig kemur fram á djasskvöldi á KEX Hosteli að Skúlagötu 28 í kvöld, þriðjudag. Hefjast leikar kl. 20.30. Auk Arnolds skipa kvintettinn valinkunnir íslenskir djassmenn. Meira
19. mars 2019 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Kærastinn minn á skjánum

Þótt það þyki púkalegt í dag að horfa á línulega dagskrá geri ég það samt af og til. Ekki segja neinum. Meira
19. mars 2019 | Kvikmyndir | 81 orð | 2 myndir

Nær 23.000 hafa séð Captain Marvel

Ofurhetjumyndin Captain Marvel var tekjuhæsta kvikmynd bíóhúsa landsins um helgina, líkt og helgina áður, og sáu hana um 5.800 manns og miðasölutekjur voru rúmar átta milljónir króna. Frá upphafi sýninga hafa 22. Meira
19. mars 2019 | Tónlist | 58 orð | 1 mynd

Östlund á Múlanum

Kvartett trommuleikarans Péturs Östlund leikur á tónleikum djassklúbbsins Múlans kl. 21 annað kvöld í Kaldalóni í Hörpu. Pétur fæddist í New York, fluttist 11 ára til Íslands og lærði trommuleik. Meira

Umræðan

19. mars 2019 | Aðsent efni | 793 orð | 2 myndir

Algengar rangfærslur um endurheimt votlendis

Eftir Eyþór Eðvarðsson: "Enginn losunarflokkur í loftslagsbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun af gróðurhúsalofttegundum og framræst votlendi." Meira
19. mars 2019 | Aðsent efni | 537 orð | 1 mynd

Eitthvað fyrir alla, konur og karla

Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur: "Hafa ber í huga að þeir sem nú eru að hefja sín efri ár eru með annars konar reynslu en eldri borgarar fyrir 20-30 árum." Meira
19. mars 2019 | Pistlar | 462 orð | 1 mynd

Hvenær eiga ráðherrar að segja af sér?

Spurningin er einföld en svarið virðist vera flókið. Norskur ráðherra sagði af sér af því að hann lét ekki vita af ferðalagi til Írans. Ráðherra í Bretlandi sagði af sér eftir að hafa orðið uppvís að lygum. Meira
19. mars 2019 | Aðsent efni | 848 orð | 1 mynd

Sér launþegaforustan ekki skóginn fyrir trjánum?

Eftir Ole Anton Bieltvedt: "Sér þetta ágæta fólk ekki beint samband krónu og okurvaxta, að orsakavaldur hárra vaxta er fyrst og fremst veik, sveiflukennd og óútreiknanleg króna?" Meira
19. mars 2019 | Aðsent efni | 1260 orð | 1 mynd

Umfram tilefni

Eftir Arnar Þór Jónsson: "Niðurstaða meirihluta Mannréttindadómstóls Evrópu er ný tegund óskapnaðar sem aðildarþjóðir hljóta að sameinast gegn til varnar fullveldi sínu." Meira
19. mars 2019 | Aðsent efni | 703 orð | 1 mynd

Þriðja húsnæðisúrræðið sem gæti virkað

Eftir Magnús Axelsson: "...ákvarðanir séu teknar af fólki sem horfir á excel-skjöl daginn inn og út, starfar í myrkviðum lánastofnana og sér aldrei andlit viðskiptavinar." Meira

Minningargreinar

19. mars 2019 | Minningargreinar | 1269 orð | 1 mynd

Anna Jóhannsdóttir

Anna Jóhannsdóttir fæddist í Steinum undir Austur-Eyjafjöllum 7. nóvember árið 1929. Hún lést á heimili sínu 6. mars 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Guðmundsson, f. 19. október 1893, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2019 | Minningargreinar | 1897 orð | 1 mynd

Anna María Hallsdóttir

Anna María Hallsdóttir fæddist í Reykjavík 18. júlí 1936. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 28. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Sigurlín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 22. desember 1904 í Vestmannaeyjum, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2019 | Minningargreinar | 1440 orð | 1 mynd

Baldur Jónsson

Baldur Jónsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1923. Hann lést 25. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Jón Erlendsson, f. 1878, d. 1967, og kona hans Dómhildur Ásgrímsdóttir, f. 1887, d. 1928. Þeirra börn auk Baldurs voru: Þuríður Svala, f. 1918, d. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2019 | Minningargreinar | 1026 orð | 1 mynd

Eyþór Þórisson

Eyþór Þórisson fæddist 17. desember 1938. Hann lést 7. mars 2019. Útför Eyþórs fór fram 15. mars 2019. Þau leiðu mistök urðu að textar víxluðust milli greina Jóns Þórs Eyþórssonar og Einars Skúlasonar og eru greinarnar því endurbirtar. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2019 | Minningargreinar | 297 orð | 1 mynd

Guðrún Guðmundsdóttir

Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 20. ágúst 1954. Hún lést 9. mars 2019. Útför Guðrúnar var gerð 15. mars 2019. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1321 orð | 1 mynd | ókeypis

Margrét S. Karlsdóttir

Margrét Sigríður Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 27. september 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. mars 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Óskar Sigmundsson, f. 25.3. 1910, d. 4.8. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2019 | Minningargreinar | 1708 orð | 1 mynd

Margrét S. Karlsdóttir

Margrét Sigríður Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 27. september 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. mars 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Óskar Sigmundsson, f. 25.3. 1910, d. 4.8. 1937, og Jóna Gíslína Sigurðardóttir, f. 2.9. 1910, d. 6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Arion banki hækkaði um tæp 3% í Kauphöll

Hlutabréf Arion banka hækkuðu mest í Kauphöll Íslands í gær á fremur rólegum degi. Heildarvelta nam 1,8 milljörðum króna en bréf Arion banka hækkuðu um 2,7% í 76 milljóna króna viðskiptum. Meira
19. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 53 orð | 1 mynd

Fimm í framboði í fimm stjórnarsæti í Sýn

Sjálfkjörið er í stjórn fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar. Þannig bjóða sig áfram fram til stjórnarsetu þau Heiðar Guðjónsson stjórnarformaður, Hjörleifur Pálsson, Anna Guðný Aradóttir og Yngvi Halldórsson. Meira
19. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 146 orð | 1 mynd

Stefnir á 23 milljarða markaðsvirði

Bandaríska skutlþjónustufyrirtækið Lyft, hyggst sækja sér allt að 2,1 milljarð bandaríkjadala í hlutafjárútboði fyrirtækisins að því er fram kom í tilkynningu þess í gær en Lyft stefnir á tæplega 23 milljarða dala markaðsvirði. Meira
19. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 530 orð | 3 myndir

Umferðin jókst um 30%

Baksvið Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Veitingastaðurinn Þrír frakkar hefur verið afar vel sóttur síðustu vikur en staðurinn fagnar 30 ára afmæli í mars. Stefán Úlfarsson matreiðslumaður rekur staðinn, og af þessu tilefni bauð hann upp á 30% afslátt af öllu á matseðli. Upphaflega gerði hann ráð fyrir því að láta tilboðið gilda fyrstu vikuna en í ljósi aukinnar umferðar á staðinn og góðra viðbragða viðskiptavina ákvað hann að framlengja tilboðið út marsmánuð. Meira

Daglegt líf

19. mars 2019 | Daglegt líf | 1477 orð | 1 mynd

Viss um að enginn vildi deita mig

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hulda Hjálmarsdóttir greindist með krabbamein þegar hún var 15 ára. Hún er framkvæmdastjóri KRAFTS, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Hulda er meðal þeirra sem flytja erindi á örráðstefnu í Stúdentakjallaranum í Háskóla Íslands á morgun, undir yfirskriftinni Fokk ég er með krabbamein. KRAFTUR fagnar nú 20 ára afmæli með mánaðarlegum viðburðum. Meira

Fastir þættir

19. mars 2019 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 O-O 6. Rf3 Rbd7 7. O-O e5...

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 O-O 6. Rf3 Rbd7 7. O-O e5 8. Be3 c6 9. dxe5 dxe5 10. Rd2 De7 11. Da4 He8 12. Hfd1 Rf8 13. Rb3 Re6 14. g3 h5 15. Da3 Dxa3 16. bxa3 Rg4 17. Bc1 Rd4 18. f3 Rf6 19. Hb1 Rd7 20. Kf2 Rb6 21. Bf1 Be6 22. Ra5 Bf8... Meira
19. mars 2019 | Í dag | 119 orð | 3 myndir

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
19. mars 2019 | Í dag | 261 orð

Af Henni, reynsluboltum og hlaupatík

Helgi R. Einarsson orti fyrir helgi og var yrkisefnið „Hún“: Hún var maður með mönnum, en sig missteig í dagsins önnum. Sumir komast í feitt, en fatta' ekki neitt fyrr en skellur í tönnum. Meira
19. mars 2019 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Brotist inn til kryddpíu

Brotist var inn til fyrrverandi kryddpíunnar Geri Halliwell á þessum degi árið 2001 og var allmörgum persónulegum munum söngkonunnar stolið. Meira
19. mars 2019 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Dögg Mósesdóttir

40 ára Dögg er frá Grundarfirði en býr í Reykjavík. Hún er kvikmyndaleikstjóri og rekur Freyja Filmwork. Maki : Daniel Steven Schreiber, f. 1975, kvikmyndagerðarmaður. Dóttir : Ylfa, f. 2012. Foreldrar : Móses Geirmundsson, f. 1942, fv. verkstjóri hjá... Meira
19. mars 2019 | Í dag | 22 orð

En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem...

En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóh: 17. Meira
19. mars 2019 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

Kópavogur Hinrik Briem Guðmundsson fæddist hinn 7. desember 2018 kl...

Kópavogur Hinrik Briem Guðmundsson fæddist hinn 7. desember 2018 kl. 19.46. Hann var 3.800 g að þyngd og 49 cm að lengd. Foreldrar hans eru Klara B. Briem og Guðmundur A. Guðmundsson... Meira
19. mars 2019 | Í dag | 56 orð

Málið

Varhugi , eða varhugur , er varúð , gætni . Að gjalda varhuga við e-u er að vera á verði gagnvart e-u , gæta sín í sambandi við e-ð: „Ég geld varhuga við þessu tilboði, það er einum of gott!“ Varhugi beygist um varhuga (gjalda varhuga við). Meira
19. mars 2019 | Fastir þættir | 179 orð

Næturhrafn. A-NS Norður &spade;D653 &heart;ÁDG875 ⋄D4 &klubs;2...

Næturhrafn. A-NS Norður &spade;D653 &heart;ÁDG875 ⋄D4 &klubs;2 Vestur Austur &spade;G72 &spade;8 &heart;10963 &heart;42 ⋄Á652 ⋄K93 &klubs;104 &klubs;ÁDG9853 Suður &spade;ÁK1094 &heart;K ⋄G1087 &klubs;K76 Suður spilar 4&spade;. Meira
19. mars 2019 | Árnað heilla | 63 orð | 1 mynd

Ólöf Ósk Magnúsdóttir

40 ára Ólöf er frá Hrygg 2 í Flóa og er bóndi þar. Maki : Steindór Guðmundsson, f. 1975, fasteignasali á Lögmönnum Suðurlandi og iðnrekstrarfr. Börn : Margrét Helga, f. 1996, Guðmunda Bríet, f. 2004, Kári Þór, f. 2007, og Magnús Ögri, f. 2009. Meira
19. mars 2019 | Árnað heilla | 265 orð | 1 mynd

Pétur Guðjónsson

Pétur fæddist í Reykjavík 19. mars 1926. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Jónsson, f. 1885 í Búrfellskoti í Grímsnesi, d. 1958. kaupmaður á Hverfisgötu 50 í Reykjavík og Sigríður Pétursdóttir, f. 1887 í Austurkoti á Seltjarnarnesi, d. 1972, húsfreyja. Meira
19. mars 2019 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Inga Björnsdóttir

30 ára Sigurbjörg er Akureyringur og er tannsmiður hjá Tannverki Hauks. Systkini : Rögnvaldur, f. 1981, Ólafur Birgir, f. 1991, og Björn Helgi, f. 2001. Foreldrar : Björn Rögnvaldsson, f. 1956, tannlæknir á Akureyri, og Fanney Auður Baldursdóttir, f. Meira
19. mars 2019 | Árnað heilla | 725 orð | 3 myndir

Skákin orðin áhugamál eins og golfið

Þröstur Þórhallsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík snemma morguns 19. mars 1969. „Ég var keyrður norður til Siglufjarðar nokkrum dögum síðar þar sem föðuramma mín og -afi bjuggu og var skírður í Siglufjarðarkirkju um páskana sama ár. Meira
19. mars 2019 | Árnað heilla | 212 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Ástráður Ólafsson Björg Kristjánsdóttir Guðbrandur Kjartan Þórðarson Ólafur Tryggvason Svava Þórdís Baldvinsdóttir 80 ára Elín Guðmunda Guðmundsdóttir Erla Dýrfjörð Ingibjörg Sigurþórsdóttir Stefán Ingi Benediktsson 75 ára Anna Sigurlaug... Meira
19. mars 2019 | Í dag | 94 orð | 2 myndir

Umbreytandi öndun

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Meira
19. mars 2019 | Fastir þættir | 306 orð

Víkverji

Um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar heillaði hollenska fótboltaliðið Ajax knattspyrunuunnendur með frábærum leik. Hátindinum náði liðið þegar það vann meistarakeppni félagsliða í Evrópu 1995. Meira
19. mars 2019 | Í dag | 117 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

19. mars 1908 Kona tók í fyrsta sinn til máls á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík. Það var Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem lagði til að fé yrði veitt til sundkennslu fyrir stúlkur. Tillagan var samþykkt. 19. Meira

Íþróttir

19. mars 2019 | Íþróttir | 412 orð | 4 myndir

*Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur útnefnt besta...

*Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur útnefnt besta handknattleiksfólk heimsins fyrir árið 2018. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

Aron Einar kynntur hjá Heimi í dag?

Í dag má búast við því að opinberað verði að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hafi skrifað undir samning við Al Arabi í Katar og muni ganga til liðs við félagið í sumar. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 396 orð | 3 myndir

Craion besti leikmaður vetrarins

Körfubolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Michael Craion, bandaríski leikmaðurinn í liði Keflavíkur, var besti leikmaður Dominos-deildar karla í körfuknattleik keppnistímabilið 2018-19, að mati Morgunblaðsins. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 719 orð | 5 myndir

Flottir Eyjamenn á Hlíðarenda

Hlíðarendi/Akureyri Guðmundur Hilmarsson Einar Sigtryggsson Íslandsmeistarar ÍBV eru hægt og bítandi að minna á sig en Eyjamenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda í gærkvöld þar sem þeir lögðu Valsmenn 32:29 í lokaleik 18. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Fordómafull ummæli ekki komin til KSÍ

Ekki er komið á hreint hvort fordómafull ummæli um geðsjúkdóma sem Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, lét falla í garð Ingólfs Sigurðssonar í leik gegn Leikni R. í Lengjubikarnum á dögunum verði tekin fyrir af KSÍ. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Schenker-höll...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Schenker-höll: Haukar – Stjarnan 19. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

Lionel Messi sló tvö met

Lionel Messi sló tvö met þegar hann skoraði þrennu í 4:1 sigri Barcelona gegn Real Betis í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Messi er sá leikmaður sem hefur skorað flestar þrennur í deildinni. Þetta var sú 45. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

NBA-deildin New York – LA Lakers 124:123 Miami – Charlotte...

NBA-deildin New York – LA Lakers 124:123 Miami – Charlotte 93:75 Milwaukee – Philadelphia 125:130 Detroit – Toronto 110:107 Orlando – Atlanta 101:91 Sacramento – Chicago 129:102 Houston – Minnesota 117:102 LA... Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Olís-deild karla KA – Selfoss 27:29 Valur – ÍBV 29:32...

Olís-deild karla KA – Selfoss 27:29 Valur – ÍBV 29:32 Staðan: Haukar 181332519:48029 Selfoss 181323510:48428 Valur 181134498:43125 FH 181053495:46325 ÍBV 18837511:50719 Afturelding 18756490:47919 Stjarnan 187110490:51015 ÍR 18549476:49414 KA... Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 375 orð | 1 mynd

Reyndasta lið Íslands?

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, getur á föstudagskvöldið stillt upp sterkasta liði sem hann hefur haft yfir að ráða frá því Svíinn tók við starfinu í ágúst 2018. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Viðar Örn tilbúinn í fyrstu 12 umferðirnar

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stokkhólmsfélagið Hammarby er komið í hóp Íslendingaliða á ný en knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson samdi við félagið í gær. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Það hefur vonandi ekki farið framhjá landsmönnum að sólin er farin að...

Það hefur vonandi ekki farið framhjá landsmönnum að sólin er farin að hækka á lofti og dag er heldur betur tekið að lengja. Maður gleymir því hreinlega hvað þetta gerist hratt svo það kemur skemmtilega á óvart á hverju ári. Meira
19. mars 2019 | Íþróttir | 446 orð | 2 myndir

Ætlar sér í úrslitin á EM

Skotfimi Kristján Jónsson kris@mbl.is Ásgeir Sigurgeirsson verður á ferð og flugi á þessu ári en hann freistar þess að vinna sig inn í skotfimikeppnina á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Þau eru ekki í styttri kantinum ferðalögin því Ásgeir á bæði eftir að fara á stór heimsbikarmót í Kína og Brasilíu á þessu ári. En næsta stórmót hjá honum er Evrópumeistaramótið sem hófst í Króatíu á sunnudaginn. Þangað er hann kominn ásamt Jórunni Harðardóttur en þau keppa bæði í loftskammbyssu á mótinu. Meira

Bílablað

19. mars 2019 | Bílablað | 612 orð | 3 myndir

Allt annað viðhorf til rafmagnsbíla

Æ fleiri eru opnir fyrir þeim möguleika að eignast rafmagnsbíl og framboðið mun aukast mikið á árinu Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 622 orð | 8 myndir

Birkenstock en ekki Blahnik

Þrátt fyrir að nýr Benz B-Class hafi fengið yfirhalningu að innan og utan verður hann seint sakaður um kynþokkafullt útlit, en bætir það upp með persónuleikanum Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 261 orð | 1 mynd

Bugattiblakkurinn dýrasti nýbíll sögunnar

Mörgum afburða ofur- og lúxusbílum var teflt fram á bílasýningunni í Genf fyrr í mánuðinum. Einn þeirra var umræddari en allir hinir, eða Bugattiblakkurinn. Í samræmi við franskan uppruna bílsins er heiti hans „La Voiture Noire“. Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 201 orð | 10 myndir

Draumabílarnir allir undir einu þaki

Bræðurnir Björn og Birgir Kristinssynir fengu útrás fyrir bíladelluna á Bílasýningunni í Genf Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 215 orð | 1 mynd

Fallegastur frá Eistlandi

Einn var sá bíll á Gefnarsýningunni sem dró til sín gesti eins og flugur á mykjuskán. Var hann í smærra lagi, smíðaður í Eistlandi, endurskapaður rafbíll í anda bíla frá fyrri tíð. Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 169 orð | 1 mynd

Flugbíll í loftið 2020

Hollenska frumkvöðlafyrirtækið PAL-V Liberty Pioneer er byrjað að taka við pöntunum í flugbíl sem fyrirtækið hefur verið að þróa. Hefur henni miðað það vel fram, að bjartsýni ríkir í herbúðum fyrirtækisins á að flugbílar hefji göngu sína á næsta ári. Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 963 orð | 12 myndir

Hæfilegur skammtur af fútti

Tólfta kynslóð Toyota Corolla er hlaðin fullkomnum öryggisbúnaði og sniðugum lausnum, en tekst líka að höfða til hjartans jafnt sem skynseminnar Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 871 orð | 7 myndir

Kona sem kveða mun að

Hyundai Kona leikur nú lykilhlutverk í því að útbreiða fagnaðarerindi rafbílavæðingarinnar. Bíllinn er snaggaralegur með mikið drægi og mun velgja bensín- og dísilbílum í sama stærðarflokki verulega undir uggum. Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 896 orð | 7 myndir

Leiftrandi litbrigði

Honda CR-V með tvinn-mótor býður bæði upp á mikið notagildi og skemmtilega aksturseiginleika Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 17 orð | 1 mynd

Nú er lag að kaupa bíl

Þegar markaðurinn er í lægð geta skapast tækifæri til að gera góð kaup í nýjum bíl... Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 13 orð

» Ný Toyota Corolla er mætt til leiks, enn fríðari og fullkomnari 8-9...

» Ný Toyota Corolla er mætt til leiks, enn fríðari og fullkomnari... Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 12 orð | 1 mynd

Offramboð á draumabílum

Bræðurnir Björn og Birgir skemmtu sér konunglega á Bílasýningunni í Genf... Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 871 orð | 3 myndir

Ógalið að kaupa nýjan bíl í lægð

Þegar hægir á bílasölu getur kaupandinn staðið enn betur að vígi ef hann fylgir nokkrum ráðum Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 196 orð | 1 mynd

Prius oftast í árekstri

Ásókn Toyota Prius í árekstur var meiri en annarra bíla samkvæmt niðurstöðum nýrrar breskrar rannsóknar. Komu 111 slíkir bílar af hverjum 10.000 Priusum við sögu árekstra í Bretlandi. Niðurstöður greiningafyrirtækisins GoCompare sýna að af 71. Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 15 orð | 1 mynd

Rafmagnað hugarfar

Sífellt fjölgar í hópi þeirra Íslendinga sem eru áhugasamir um að gefa rafbílum tækifæri... Meira
19. mars 2019 | Bílablað | 187 orð | 1 mynd

Tesla boðar rafknúinn sportjeppa

Tesla tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið myndi koma með nýjan bíl, Model Y, á markað eftir tvö ár. Muni hann búa yfir sama notagildi og jeppar en teljast fremur sportbíll. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.