Greinar fimmtudaginn 25. apríl 2019

Fréttir

25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Alvarlegt vinnuslys

Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í gærdag þegar karl-maður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Þetta staðfesti Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Fjarðaáls í samtali við... Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Á ekki von á frekari breytingum

„Við buðum 205 áframhaldandi vinnu af þessum 315. Eftir því sem ég best veit þá voru nánast allir sem tóku því,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 81 orð

Banaslys í Langadal

Karlmaður með erlent ríkisfang sem búsettur er hér á landi lést í umferðarslysi skammt frá Húnaveri í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu seint í fyrrakvöld. Meira
25. apríl 2019 | Innlent - greinar | 487 orð | 3 myndir

„Ætla mér að eiga nógan pening til þess að þurfa ekki að vinna“

Árni Páll Árnason er nafn sem segir fólki sennilega ekki mikið. Herra Hnetusmjör, sem er listamannsnafn hans, vekur heldur meiri viðbrögð. Meira
25. apríl 2019 | Erlendar fréttir | 550 orð | 1 mynd

Belti og braut í brennidepli

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar 37 ríkja og embættismenn frá tugum annarra landa taka þátt í þriggja daga fundi sem hefst í Peking í dag og er haldinn til að ræða umdeilda framkvæmdaáætlun Kínverja sem nefnd hefur verið Belti og braut. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Bílastæði við höfnina víkja fyrir fólki

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Viðræður standa yfir milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna um að bílastæði á Miðbakka við Gömlu höfnina verði nýtt í framtíðinni sem almannarými, a.m.k. að sumarlagi. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Björg Þorsteinsdóttir

Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést 22. apríl sl., 78 ára að aldri. Hún fæddist 21. maí 1940. Björg var þekktur listmálari og grafíklistamaður. Hún stundaði myndlistarnám m.a. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 546 orð | 3 myndir

Breikkun bíður enn um sinn

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hvenær framkvæmdir geta hafist við langþráða breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Eggert

Sumardagurinn fyrsti Árstíðirnar taka við hver af annarri og barnið fer létt með að sveifla sér inn í sumarið á Görðum á... Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 485 orð | 5 myndir

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Framboð án fordæma

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Meira
25. apríl 2019 | Erlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Fyrsti fundur Kims og Pútíns

Kim Jong-un, leiðtogi norðurkóresku einræðisstjórnarinnar, kvaðst í gær hlakka til fyrsta fundar síns með Vladimír Pútín Rússlandsforseta sem fer fram í borginni Vladivostok í suðausturhluta landsins í dag. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Gleðilegt sumar

Ferðamenn sækja mikið í náttúrulaugar. Ekki var þó veður fyrir börnin til að fara í laugina við eyðibýlið Landbrot á sunnanverðu Snæfellsnesi en þess í stað náðu þau úr sér hrollinum með hlaupum. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Gæti verið tilbúin árið 2023

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Viðbyggingin sem áformað er að byggja við Stjórnarráðshúsið í miðbæ Reykjavíkur gæti verið tilbúin árið 2023. Stefnt er að því að skóflustunga að byggingunni verði tekin eftir tvö ár. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 332 orð | 2 myndir

Hanagal á Húsatóftum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gefur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Árnessýslu. Búskapur á þessum slóðum er með fjölbreyttu sniði. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 184 orð

Hátt verð en lítil fjölgun báta á grásleppu

Meðalverð á grásleppu sem seld er á markaði er nú 290 krónur á kíló, en var í fyrra 205 krónur. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 279 orð | 3 myndir

Hefja sölu á 70 íbúðum á Hverfisgötu 85-93

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignaþróunarfyrirtækið Rauðsvík hefur sett á sölu 70 íbúðir í nýju fjölbýlishúsi á Hverfisgötu 85-93. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Hermann Einarsson

Hermann Einarsson, kennari og útgefandi í Vestmannaeyjum, lést 20. apríl síðastliðinn. Hermann fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1942 og ólst upp í Eyjum, en var í mörg sumur í sveit undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Ásta Steingrímsdóttir, f. 31. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Hjálmar fagnar 100 ára afmæli í faðmi fjölskyldunnar

Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skagafirði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 347 orð | 2 myndir

Hlauparar reima á sig hlaupaskóna

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vormaraþon Félags maraþonhlaupara (FM) verður haldið í 22. sinn í Reykjavík á laugardaginn. Búist er við fjölda erlendra hlaupara. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 455 orð | 3 myndir

Hratt undanhald Snæfellsjökuls

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vegna hlýnandi loftslags hefur Snæfellsjökull rýrnað hratt síðastliðin 25 ár og verður ef að líkum lætur að mestu horfinn um miðja þessa öld, segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. „Núna vorum við að gera fyrstu beinu mælingar á vetrarafkomu Snæfellsjökuls. Meira
25. apríl 2019 | Erlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Hundruð manna flúðu skógarelda

Stokkhólmi. AFP. | Slökkviliðsmenn í Svíþjóð og Noregi reyndu í gær að slökkva skógarelda sem urðu til þess hundruð manna þurftu að flýja heimili sín um tíma. Tíu eldanna í Svíþjóð voru álitnir alvarlegir, að sögn almannavarnastofnunar landsins. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 641 orð | 2 myndir

Höfum varðveitt friðinn í sjötíu ár

Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég er mjög ánægður með viðræðurnar sem ég hef átt við kollega mína hér á Íslandi,“ segir Jan Broeks, undirhershöfðingi og yfirmaður alþjóðahermálaráðs Atlantshafsbandalagsins, en hann var staddur hér á landi í gær og fékk meðal annars kynnisferð um varðskipið Þór, auk þess sem hann ræddi við fulltrúa Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Jensína Andrésdóttir

Jensína Andrésdóttir á Hrafnistu í Reykjavík lést 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga. Í janúar náði hún þeim áfanga að verða elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Landsbankinn ber hluta tjónsins

Landsbankinn ber hluta af því tjóni sem Arion banki kann að verða fyrir vegna skaðabótamáls Datacell ehf. og Sunshine Press Productions ehf. gegn Valitor, dótturfélagi Arion. Héraðsdómur hefur dæmt Valitor til að greiða 1,2 milljarða kr. Meira
25. apríl 2019 | Innlent - greinar | 742 orð | 5 myndir

Margir sigrar í höfn

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sem fagnaði 90 ára afmæli á dögunum, hefur verið áberandi í FKA síðan félagið var stofnað fyrir 20 árum. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Málþing um nóbelsskáldið í Veröld í dag

Halldór Laxness: Alþjóðlegt málþing um nóbelsskáldið verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar í dag, fimmtudag, milli kl. 11 og 14.30. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Miðasala byrjar vel

Miðasala á tónleika bresku hljómsveitarinnar Duran Duran fer vel af stað. „Við erum mjög ánægðir með ganginn í þessu,“ segir Björgvin Þór Rúnarsson, kynningarstjóri Mono sem annast tónleikana. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 1164 orð | 3 myndir

Minni þátttaka en árið 2015

Kristján H. Johannessen Helgi Bjarnason Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) samþykktu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær, flest með stórum meirihluta. Félagsmenn í VR samþykktu sömuleiðis samninga við SA og Félag atvinnurekenda. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Mun skerða kaupmátt almennings

Rýrnun viðskiptakjara að undanförnu bætist við samdrátt í ferðaþjónustu og loðnubrest. Samanlögð áhrif eru líkleg til að koma niður á kaupmætti íslensks almennings í vörum og þjónustu, þrátt fyrir boðaðar nafnlaunahækkanir. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Nauðguðu dóttur sinni

Hjón á Suðurnesjum voru í gær sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Opið hús í Garðyrkjuskólanum

Opið hús verður í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi frá kl. 10 til 17 í dag, sumardaginn fyrsta. Þess er minnst um þessar mundir að 80 ár eru frá upphafi garðyrkjumenntunar á Íslandi. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 395 orð | 1 mynd

Ónæmisbælandi lyf og breyttar matarvenjur

„Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 663 orð | 2 myndir

Rétturinn til að skrá hlutlaust kyn hjá ríki

Fréttaskýring Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynræntt sjálfræði er komið til allsherjar- og menntamálanefndar. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 120 orð

Samdráttur varð í skráningu erlendra ríkisborgara

Alls voru skráðir 1.013 nýfæddir einstaklingar á fyrsta fjórðungi ársins. Nýskráðir erlendir ríkisborgarar voru 1.402 og 48 nýskráðir Íslendingar en það eru íslensk börn sem fædd eru erlendis. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 960 orð | 10 myndir

Skeiðin eru gjöful

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tún og hagar eru farin að grænka, fuglar komnir í móana, álftir á tjarnir og bændur eru byrjaðir í vorverkum. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Telja Snæfellsjökul verða horfinn um miðja öldina

Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Vísindamenn og fleiri fóru í leiðangur á jökulinn sl. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 552 orð | 11 myndir

Tobba velur tíu brúðargjafir

Almennt er talað um að það taki heilt ár að undirbúa almennilegt brúðkaup en eitt af því sem skiptir töluverðu máli er gjafalistinn góði því það er til siðs að mæta með gjöf á slíkar gleðisamkomur. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Tónlist tengd vorinu í Fríkirkjunni í hádeginu

Sópransöngkonurnar Heiðdís Hanna Sigurðardóttir og Sólveig Sigurðardóttir, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Grímur Helgason klarínettuleikari flytja tónlist tengda vorinu og austurrísku ölpunum á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í... Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 740 orð | 5 myndir

Umdeildur skúr á Nesinu rifinn

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ríflega 30 ára verslunarsögu á bletti fyrir framan Sundlaug Seltjarnarness lauk fyrir páska þegar bæjaryfirvöld létu fjarlægja söluskála sem þar stóð. Skálinn hafði staðið auður um nokkurt skeið en síðast var hann nýttur sem kosningamiðstöð Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í fyrra. Þar áður var verslunin Systrasamlagið rekin þar við miklar vinsældir bæjarbúa og annarra sem sækja sundlaugina og líkamsræktarstöðina. Sú verslun hraktist þaðan vegna þess að ekki reyndist unnt að tryggja framtíðarleigusamning á húsinu. Ástæðan var sú að bæjaryfirvöld áformuðu að nýta svæðið undir bílastæði. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 337 orð

Valtor greiði 1,2 milljarða í bætur

Valitor var í gær gert að greiða Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell, rekstrarfélagi Wiki-leaks, 1,2 milljarða króna í bætur fyrir að hafa lokað greiðslugátt þeirra fyrir Wikileaks í 617 daga. Meira
25. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 732 orð | 3 myndir

Viðskiptakjör á niðurleið

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að viðskiptakjör þjóðarinnar muni versna frekar í ár. Hækkun olíuverðs á þátt í því. Þetta er niðurstaða greiningar Yngva Harðarsonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Analytica. Meira

Ritstjórnargreinar

25. apríl 2019 | Staksteinar | 223 orð | 1 mynd

Er nauðsynlegt að ganga of langt?

Óli Björn Kárason alþingismaður fjallaði í grein hér í blaðinu í gær um íþyngjandi regluverk og sagði: „Hvergi í ríkjum OECD er reglubyrði þjónustugreina þyngri en á Íslandi. Meira
25. apríl 2019 | Leiðarar | 716 orð

Hvers vegna í ósköpunum?

Hvorki flokkar né fólk þola ítrekaða ágjöf óheilinda Meira

Menning

25. apríl 2019 | Kvikmyndir | 75 orð | 1 mynd

Baltasar velur

Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri er meðal þeirra sem velja sigurvegara á hinni umfangsmiklu Tribeca-kvikmyndahátíð í New York í ár. Meira
25. apríl 2019 | Tónlist | 159 orð | 1 mynd

„ég segi þér bara meira seinna“ í kvöld

Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands hefst í dag, fimmtudag, með tónleikum Hilmu Kristínar Sveinsdóttur tónsmíðanema í Stúdíó Sýrlandi kl. 20. Meira
25. apríl 2019 | Tónlist | 376 orð | 2 myndir

Djassinn er vorboðinn

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Djasshátíð Garðabæjar hefst að kvöldi sumardagsins fyrsta með tónleikum í Kirkjuhvoli í Vídalínskirkju á persónulegum og innilegum tónleikum með fámennum flytjendahópi. Meira
25. apríl 2019 | Bókmenntir | 1099 orð | 2 myndir

Eiríkur Hansson er ævisaga þín ...

Sigurtunga heitir safn greina sem Háskólaútgáfan gefur út, en greinarnar, sem eru eftir tuttugu höfunda, tengjast nýjum rannsóknum á máli og menningarlegri sjálfsmynd fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi og fjalla um sögu og bókmenntir vesturfaranna... Meira
25. apríl 2019 | Menningarlíf | 744 orð | 2 myndir

Græðgi og siðleysi ráða ríkjum

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta er 355 ára gamalt tímalaust verk sem á fullt erindi við samtímann. Verkið er hápólitískt þar sem dregin er upp mynd af loddaranum Guðreði sem er birtingarmynd þeirra sem græða á öðrum með því að ná tangarhaldi á þeim. Loddarinn á hugsanlega enn betur við í dag í allri græðgisvæðingunni,“ segir Stefan Metz, leikstjóri Loddarans, sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn kemur. Meira
25. apríl 2019 | Bókmenntir | 690 orð | 2 myndir

Kennarinn sem hvarf verðlaunuð

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut í gær við hátíðlega athöfn í Höfða barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir barna-og ungmennabókina Kennarinn sem hvarf . Meira
25. apríl 2019 | Tónlist | 321 orð | 1 mynd

Leikur Víkings Heiðars dró fram „flöktandi litbrigði landsins“ skrifar rýnir

Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara er hrósað af gagnrýnanda Los Angeles Times fyrir frammistöðuna í Walt Disney-tónleikahöllinni á páskadag. Meira
25. apríl 2019 | Fjölmiðlar | 207 orð | 1 mynd

Luther snýr aftur í ógeðslegri búningi

Ég játa það hér og nú að ég horfi ekki á Game of Thrones. Því var sú sería sem ég var hvað spenntust fyrir að sjá á árinu fimmta sería af blessuðum Luther. Ég hélt ég vissi að hverju ég gengi. En sú var ekki raunin. Meira
25. apríl 2019 | Kvikmyndir | 97 orð

Polanski í mál

Fransk-pólski kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski hefur höfðað mál gegn bandarísku kvikmyndaakademíunni er veitir Óskarsverðlaunin, til að verða aftur meðlimur í henni. Meira
25. apríl 2019 | Tónlist | 361 orð | 1 mynd

Sumarperlur hljóma

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Alda Ingibergsdóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12, á sumardaginn fyrsta, annað árið í röð. Á efnisskrá tónleikanna eru sumarperlur. Meira
25. apríl 2019 | Fólk í fréttum | 174 orð | 1 mynd

Ævisaga Prince kemur út í haust

Nokkru áður en tónlistarmaðurinn Prince lést 57 ára gamall í upptökuveri sínu í Minnesota árið 2016, af völdum ofneyslu verkjalyfja, hafði hann ásamt rithöfundinum Dan Piepenbring byrjað að skrifa endurminningar sem áttu að koma út á bók undir heitinu... Meira

Umræðan

25. apríl 2019 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd

„Dáið er allt án drauma“

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur: "Saga þessa verks er að mínu mati góð áminning þess fyrir okkur öll að huga vel að bernskuverkum." Meira
25. apríl 2019 | Aðsent efni | 380 orð | 1 mynd

Erindi loftslagsrýnenda í Noregi

Eftir Björn S. Stefánsson: "Samþykktir Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál eru ekki vísindalegar." Meira
25. apríl 2019 | Aðsent efni | 841 orð | 1 mynd

Foreldraútilokun er ofbeldi sem þarf að tala um

Eftir Heimi Hilmarsson: "Um 37% Íslendinga þekkja barn eða uppkomið barn sem hefur verið synjað að einhverju eða öllu leyti um að umgangast annað foreldri sitt." Meira
25. apríl 2019 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Hagsmunafulltrúi aldraðra

Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur: "Hagsmunafulltrúinn skoðar málefni eldri borgara ofan í kjölinn, heldur utan um hagsmunamál þeirra og fylgist með aðhlynningu og aðbúnaði." Meira
25. apríl 2019 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Um „lifandi réttarframkvæmd“

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Það er svo verra að íslenskir dómstólar hafa að einhverju marki látið undan þessu, þrátt fyrir skýra afstöðu Hæstaréttar í dóminum 2010. Slík framkvæmd stenst ekki íslenska stjórnskipun, svo sem mælt er fyrir um hana í stjórnarskránni." Meira
25. apríl 2019 | Pistlar | 424 orð | 1 mynd

Upphafsmaður nútímans í viðskiptalífinu

Hörður Sigurgestsson var frumkvöðull sem leiddi Eimskipafélagið og viðskiptalífið allt í gegnum byltingu í stjórnarháttum. Meira
25. apríl 2019 | Aðsent efni | 580 orð | 1 mynd

Veistu hvar þú ert – ertu viss?

Eftir Svönu Helen Björnsdóttur: "Ekkert er að finna um staðsetningar- eða leiðsögutækni í nýsamþykktri samgönguáætlun og í drögum að nýrri fjarskiptaáætlun." Meira

Minningargreinar

25. apríl 2019 | Minningargreinar | 2569 orð | 1 mynd

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson fæddist 13. september 1932. Hann lést 9. apríl 2019. Útför Björgvins fór fram 24. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2019 | Minningargreinar | 719 orð | 1 mynd

Elín Þórarinsdóttir

Elín Þórarinsdóttir fæddist 6. febrúar 1932 á Stóra-Hrauni, Snæfellsnesi. Hún lést 12. mars 2019 á Grund í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Rósa Lárusdóttir frá Breiðabólstað og Þórarinn Árnason, sonur séra Árna Þórarinssonar, prófasts frá Stórahrauni. Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2019 | Minningargreinar | 1340 orð | 1 mynd

Hildegard Valdason Allihn

Hildegard Valdason (fædd Allihn) fæddist í Königsberg í Austur-Prússlandi 12. október 1919. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. apríl 2019. Hildegard var dóttir hjónanna Gertrude Allihn Sommer, f. 14. september 1890, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2019 | Minningargreinar | 347 orð | 1 mynd

Íris Karlsdóttir

Íris Karlsdóttir fæddist 6. febrúar 1947. Hún lést 2. apríl 2019. Útför Írisar fór fram 24. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2019 | Minningargreinar | 1202 orð | 1 mynd

Kjartan Björnsson

Kjartan Björnsson fæddist á Hraunkoti í Aðaldal 22. maí 1932. Hann lést á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík 15. apríl 2019. Foreldrar hans voru Björn Ármannsson, f. á Hraunkoti 19.1. 1902, d. 18.8. 1970, og Kristín Kjartansdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2019 | Minningargreinar | 1623 orð | 1 mynd

Kristján Ásgeirsson

Kristján Ásgeirsson fæddist 26. júlí 1932. Hann lést 12. apríl 2019. Útför hans fór fram 24. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2019 | Minningargreinar | 1524 orð | 1 mynd

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fæddist 8. nóvember 1955. Hún lést á 2. apríl 2019. Útför Sigrúnar Pálínu fór fram 24. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2019 | Minningargreinar | 1545 orð | 1 mynd

Sigurþóra Magnúsdóttir

Sigurþóra Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1931. Hún lést 12. apríl 2019 á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði. Foreldrar hennar voru Magnús Guðbrandur Bjarnason, f. 27.11. 1874, d. 13.1. 1963, og Þórey Brandsdóttir, f. 10.7. 1887, d.... Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2019 | Minningargreinar | 3603 orð | 1 mynd

Þorsteinn Snædal

Þorsteinn Snædal fæddist 11. febrúar 1953. Hann lést 7. apríl 2019. Útför Þorsteins fór fram 24. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. apríl 2019 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd

Hagnaður Boeing dróst saman um 13,2%

Hagnaður bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing dróst saman um 13,2% á fyrsta ársfjórðungi frá fyrra ári og nam 2,1 milljarði Bandaríkjadala. Meira
25. apríl 2019 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Hækkar í kjölfar beiðni um hluthafafund

Skeljungur hækkaði um 2,8% í Kauphöll Íslands í gær. Hækkunin kom í kjölfar tilkynningar þess efnis að 365 miðlar ehf. hefðu óskað eftir hluthafafundi í fyrirtækinu og stjórnarkjör fari þar fram. Meira
25. apríl 2019 | Viðskiptafréttir | 778 orð | 2 myndir

Stofnuðu bílaleigu í bílskúr eftir menntó

Baksvið Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Alexander Haraldsson og Guðmundur Hlífar Ákason stofnuðu bílaleiguna Lotus Car Rental árið 2014, aðeins 19 ára gamlir en þá um vorið urðu þeir stúdentar frá Verzlunarskólanum. Á þeim tímapunkti voru Alexander og Guðmundur komnir með leið á bókunum og vildu gera eitthvað nýtt. Þar hefst saga Lotus Car Rental sem í sumar verður með rúmlega 300 bíla í útleigu og nýjan flota en félagið skilaði rekstrarhagnaði (EBITDA) upp á 184 milljónir króna í fyrra. Meira

Daglegt líf

25. apríl 2019 | Daglegt líf | 504 orð | 4 myndir

Krakkarnir alveg til fyrirmyndar

Skemmtilegar skólabúðir! Að Reykjum í Hrútafirði er ævintýraveröld, sem tugir þúsundir krakka hafa sótt. Útileikir, íþróttir, fjör og fræðsla. Meira

Fastir þættir

25. apríl 2019 | Í dag | 40 orð | 1 mynd

10 til 14 Kristín Sif Stína vaknar með hlustendum K100 á sumardaginn...

10 til 14 Kristín Sif Stína vaknar með hlustendum K100 á sumardaginn fyrsta. 14 til 18 Siggi Gunnars Siggi og besta tónlistin í sólinni á sumardaginn fyrsta. 18 til 22 Andri Gísla Andri og betri blandan af tónlist á... Meira
25. apríl 2019 | Fastir þættir | 166 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Bg5 dxc4 5. Rc3 Bb4 6. e4 h6 7. Bxf6...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Bg5 dxc4 5. Rc3 Bb4 6. e4 h6 7. Bxf6 Dxf6 8. Bxc4 c5 9. O-O cxd4 10. Rb5 De7 11. Dxd4 O-O 12. e5 Bd7 13. a3 Bc5 14. Df4 Bxb5 15. Bxb5 a6 16. Bd3 Rc6 17. De4 g6 18. h4 h5 19. b4 Bb6 20. Had1 Hfd8 21. Bxa6 Hxa6 22. Meira
25. apríl 2019 | Í dag | 87 orð | 1 mynd

Dánardagur „Vinstra augans“

Tónlistarkonan Lisa Lopes lést í bílslysi í Hondúras á þessum degi árið 2002. Hún var einn þriðji stúlknasveitarinnar heimsfrægu TLC og gekk undir viðurnefninu „Left Eye“ eða „Vinstra augað“. Meira
25. apríl 2019 | Árnað heilla | 91 orð | 1 mynd

Halldór Ingi Kárason

40 ára Halldór er Akureyringur en býr í Garðabæ. Hann er BS í tölvunarfræði og M.ed. í stærðfræði frá HR. Frá 2006 hefur hann kennt forritun, tölvugreinar og stærðfræði við Verzlunarskóla Íslands. Maki : Guðrún Sigríður Pálsdóttir, f. Meira
25. apríl 2019 | Árnað heilla | 82 orð | 1 mynd

Laufey Hansen

30 ára Laufey er Akureyingur og hefur alla tíð búið þar. Hún er stúdent og sjúkraliði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og vinnur á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Maki : Helgi Már Hafþórsson, f. 1986, rafvirki hjá Rafeyri. Meira
25. apríl 2019 | Í dag | 54 orð

Málið

Það var fínt að fá handritin heim. En ekki má vanmeta aðra kjörgripi sem við höfum fengið frá Dönum. Meira
25. apríl 2019 | Árnað heilla | 641 orð | 4 myndir

Málsvari íslenskrar tónlistar

Ólafur Páll Gunnarsson fæddist 25. apríl 1969 á Akranesi og ólst þar upp. Meira
25. apríl 2019 | Í dag | 289 orð

Vorljóð á páskum

Því var spáð, að hitamet yrði slegið í dag, – sumardaginn fyrsta. Meira

Íþróttir

25. apríl 2019 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Ajax er komið með 160 mörk

Ajax setti nýtt hollenskt met með 4:2 sigri liðsins gegn Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Alexander ekki meira með

Alexander Petersson leikur ekki meira með þýska handknattleiksliðinu Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Arnar Sveinn fer til Breiðabliks

Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson mun ganga í raðir Breiðabliks frá Val og þá er sá möguleiki fyrir hendi að Breiðablik endurheimti Höskuld Gunnlaugsson úr atvinnumennsku. Jonathan Hendricx gæti hins vegar yfirgefið Breiðablik í sumar. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Arnór skoraði og lagði upp

Arnór Ingvi Traustason landsliðsmaður í knattspyrnu lét mikið að sér kveða í gærkvöld þegar Malmö vann sannfærandi sigur, 4:1, á Hammarby, liði Viðars Arnar Kjartanssonar, í sænsku úrvalsdeildinni. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna Annar úrslitaleikur: Keflavík – Valur 96:100...

Dominos-deild kvenna Annar úrslitaleikur: Keflavík – Valur 96:100 *Staðan er 1:1. Úrslitakeppni NBA Toronto – Orlando 115:96 *Toronto vann einvígið 4:1. Philadelphia – Brooklyn 122:100 *Philadelphia vann einvígið 4:1. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Fjórða mark Arnórs í deildinni

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson skoraði fyrir CSKA Moskvu þegar liðið sigraði Anzhi Makhachkala í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. CSKA vann 2:0 og skoraði Arnór síðara mark liðsins á 55. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Geir heldur sínu striki í Frakklandi

„Það stefnir allt í að ég verði í Cesson á næsta tímabili,“ sagði handknattleiksmaðurinn Geir Guðmundsson við Morgunblaðið í gær. Geir er á sínu þriðja keppnistímabili með franska 1. deildarliðinu Cesson-Rennes. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur kvenna: Framhús: Fram – Valur...

HANDKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur kvenna: Framhús: Fram – Valur (0:1) 16 KNATTSPYRNA Meistarakeppni kvenna: Kórinn: Breiðablik – Þór/KA... Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 154 orð | 2 myndir

Haukar ekki í vandræðum

Á Ásvöllum Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Haukar mæta Eyjamönnum í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik en þeir tryggðu sér það með sannfærandi sigri á Stjörnunni, 30:23, í oddaleik liðanna á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

HK jafnaði metin með stórsigri

HK jafnaði í gærkvöld metin við Fylki í úrslitaeinvígi liðanna um sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á næsta keppnistímabili með því að vinna stórsigur í öðrum leik liðanna í Fylkishöllinni, 31:20. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

ÍBV og Víkingur fást aftur við hrakspá

Eins og undanfarin ár er ríkjandi meisturum spáð Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu karla í ár. Valsmenn verja titilinn annað árið í röð ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna 12 í efstu deild gengur eftir. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Löng leit að nýjum framherja

„Við munum pottþétt fá framherja áður en glugginn lokast [15. maí], en ekki áður en við mætum Val,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., sem spáð er fallbaráttu í úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Mjólkurbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 2. umferð: Völsungur &ndash...

Mjólkurbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 2. umferð: Völsungur – Tindastóll 3:1 *Völsungur leikur við Mídas í 3. umferð. England Manch. Utd. – Manch. City 0:2 Wolves – Arsenal 3:1 Staðan: Manch. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Oddaleikurinn annað kvöld

Handknattleiksdeild HK tilkynnti í gær að félagið hefði dregið til baka kæru sína vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ um að dæma Þrótti sigur í fyrsta umspilsleik liðanna um sæti í úrvalsdeild karla. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Of fljótur var ég á mér á þessum vettvangi fyrir viku þegar ég skrifaði...

Of fljótur var ég á mér á þessum vettvangi fyrir viku þegar ég skrifaði um þörf á byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 217 orð | 1 mynd

Olís-deild karla 8-liða úrslit, oddaleikur: Haukar – Stjarnan...

Olís-deild karla 8-liða úrslit, oddaleikur: Haukar – Stjarnan 30:23 *Haukar sigruðu 2:1 og mæta ÍBV. Olís-deild kvenna Umspil, annar úrslitaleikur: Fylkir – HK 20:31 *Staðan er jöfn, 1:1. Vinna þarf 3 leiki. Danmörk Úrslitakeppnin, 1. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

Strákarnir sem fara á EM

Davíð Snorri Jónasson hefur valið þá leikmenn sem fara í lokakeppni EM U17-landsliða á Írlandi 3.-19. maí. Átta leikmenn í hópnum eru hjá atvinnumannafélögum. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Tólf íslensk í toppslagnum

Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru í stórum hlutverkum með Aalborg þegar liðið vann Skjern 34:28 í toppslag í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik í gærkvöld. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 181 orð | 3 myndir

* Valdís Þóra Jónsdóttir , atvinnukylfingur úr Leyni, snýr í dag aftur...

* Valdís Þóra Jónsdóttir , atvinnukylfingur úr Leyni, snýr í dag aftur til keppni eftir að hafa neyðst til þess að draga sig úr keppni á síðasta móti sínu, í Jórdaníu í mars, vegna bakmeiðsla. Hún hefur í dag dag leik á Lalla Meryem-mótinu í Marokkó. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 158 orð | 2 myndir

Valskonur sigri frá titlinum

Í Keflavík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Í öðrum leik einvígis Keflavíkur og Vals í úrslitum Dominos-deildar kvenna sem fór fram í gærkvöld voru það Valskonur sem fóru með sigur af hólmi eftir hörkuleik í Keflavík, 100:96. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 603 orð | 1 mynd

Var hættur í boltanum en varð óvænt senuþjófur

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Þegar Björn Viðar Björnsson flutti á síðasta sumri frá Noregi til Vestmannaeyja ásamt sambýliskonu sinni, Sunnu Jónsdóttur handknattleikskonu, og ungum syni þeirra, óraði hann ekki fyrir að nokkru síðar yrði hann aðalmarkvörður handknattleiksliðs ÍBV og kominn í undanúrslit á Íslandsmótinu. Meira
25. apríl 2019 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Þrír ljónsungar í veginum

Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Manchester City hefur á síðustu dögum tekið stórt skref í átt að því að vinna Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð, með því að vinna Tottenham um helgina og Manchester United 2:0 í gærkvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.