Greinar miðvikudaginn 8. maí 2019

Fréttir

8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 598 orð | 2 myndir

3.000 ábendingar um ólöglega heimagistingu

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tímabundið átaksverkefni gegn ólöglegri heimagistingu á landsvísu, svonefnd Heimagistingarvakt, sem sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið í júlí í fyrra, virðist hafa skilað verulegum árangri. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Atkvæðagreiðsla í næstu viku

Arnar Þór Ingólfsson Hjörtur J. Guðmundsson Atkvæðagreiðsla um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof fer ekki fram fyrr en í næstu viku, að þriðju umræðu lokinni. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 418 orð | 2 myndir

Áfram er straumur til landsins

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúum landsins heldur áfram að fjölga vegna aðflutnings erlendra ríkisborgara. Á fyrsta fjórðungi fluttu um 1.400 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá því. Aðfluttir í þeim hópi voru þá 2. Meira
8. maí 2019 | Erlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Boðar til kosninga 5. júní nk.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði í gær til þingkosninga sem haldnar verða 5. júní næstkomandi. Sósíaldemókratar, sem nú leiða stjórnarandstöðublokkina, þykja sigurstranglegastir samkvæmt skoðanakönnunum. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Ekki hægt að segja fyrir um sigurvegara

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com Tólf grunnskólar af öllu landinu keppa í úrslitum Skólahreysti sem fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík í kvöld „Við eigum von á hörkukeppni. Efstu skólarnir eru svo jafnir. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Eurovision-hefðir Íslendinga kannaðar

Lítur þú á Eurovision sem hátíð? Heldurðu Eurovision-partí, skreytirðu híbýli þín eða klæðistu búningum? Veðjarðu um hvaða lag vinnur? Hvað borðarðu þegar þú horfir á keppnina? Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 502 orð | 1 mynd

Fimm mínútna sigling á miðin í botni Skagafjarðar

aij@mbl.is Kraftur er að komast í strandveiðar, en veiðar mátti hefja á fimmtudag. Magnús Jónsson, trillukarl á Sauðárkróki, aðstoðarsáttasemjari og fyrrverandi veðurstofustjóri, lét vel af upphafi vertíðar þegar rætt var við hann í gær. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Fleiri skoða bílastæðamál

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Eins og staðan er núna er voða lítið hægt að gera ef bílum er lagt ólöglega. Það er ólíklegt að lögreglan komi til að sekta. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Heimilt að farga kútternum

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Akraneskaupstað hefur borist jákvætt svarbréf frá Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafninu við ósk um leyfi til þess að ráðast í förgun Kútters Sigurfara, sem er orðinn mjög illa farinn. Meira
8. maí 2019 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Hætti við heimsókn á síðustu stundu

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti við fyrirhugaða heimsókn sína til Þýskalands í gær einungis nokkrum klukkutímum áður en hún átti að hefjast. Meira
8. maí 2019 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Loftslagsmál stóðu í vegi

Ráðherrafundi Norðurskautsráðsins lauk í fyrsta sinn í gær án þess að meðlimir ráðsins næðu saman um orðalag sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum. Vildu fulltrúar Bandaríkjanna ekki að minnst yrði á loftslagsmál í yfirlýsingunni. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Mannbjörg varð þegar bátur sökk

Mannbjörg varð þegar bátur sökk skammt frá Hvammstanga í fyrrinótt. Hann var að koma af grásleppuveiðum og voru þrír um borð. Björgunarsveitin Húnar fékk hjálparbeiðni klukkan 03:20 vegna vélarvana báts. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

María Magnúsdóttir á Múlanum í kvöld

Söngkonan María Magnúsdóttir kemur fram á Múlanum á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21 ásamt píanóleikaranum Kjartani Valdemarssyni og gítarleikaranum Ásgeiri Ásgeirssyni. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Meðalaldur bílaflotans hækkaði

Bílafloti landsins hefur yngst undanfarin ár, eða allt þar til á síðasta ári en þá hækkaði meðalaldur flotans lítillega á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vefsíðu FÍB. Meira
8. maí 2019 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Missti fótinn en dansar nú á nýjum gervifæti

Hinn fimm ára gamli Ahmad Sayed Rahman frá Afganistan dansar hér á nýjum gervifæti sínum, sem hann fékk á sjúkrahúsi Rauða krossins í höfuðborginni Kabúl. Rahman missti hægri fót sinn þegar hann lenti í miðri skothríð og fékk byssukúlu í lærið. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Mjaldrarnir væntanlegir til Eyja í júní

Mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít eru væntanlegir til landsins 19. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá góðgerðarsamtökunum Sea Life Trust. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Óvenju snjólítið er í námunda við Hofsjökul

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Aðstæður voru einstakar í þessari vorferð vegna hinna óvenjulegu aprílhlýinda. Venjulega er farið á vélsleðum frá Kvíslaveituvegi og ekið á snjóbrúm yfir Þjórsárkvíslar að Hofsjökli. Þetta svæði er nú aftur á móti alveg autt og var því ekið í Kerlingarfjöll uns fyrir urðu snjóteygingar sem náðu að jöklinum og að skála Ferðaklúbbsins 4x4 í Setrinu, þar sem leiðangurinn hafði aðsetur,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, við Morgunblaðið. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Rólegur gangur í viðræðum FÍF og SA

Kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia fara rólega af stað. Meira
8. maí 2019 | Erlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Rússar viðurkenna ekki lögsögu dómsins

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðlegi hafréttardómurinn mun á föstudaginn taka fyrir mál sem stjórnvöld í Úkraínu höfðuðu á hendur Rússum eftir að þeir hertóku þrjú úkraínsk herskip með 24 sjóliðum á Svartahafi hinn 25. nóvember síðastliðinn. Meira
8. maí 2019 | Erlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Sagt vera „árás á lýðræðið“

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Sala áfengis jókst milli ára

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Áfengisneysla jókst á milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um sölu áfengis hér á landi. Alls nam áfengisneysla 2.202 þúsund alkóhóllítrum eða um 7,72 lítra á hvern íbúa landsins, 15 ára og eldri. Neysla á hvern íbúa 15 ára og eldri minnkar lítillega milli ára svo ætla má að aukna sölu megi að stærstum hluta rekja til erlendra ferðamanna. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Segir borgarstjórn fá gula spjaldið

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrri umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 fór fram í gær. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, benti m.a. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 103 orð

Segja samstarf um orkumál nauðsyn

Mikilvægt er fyrir hagsmuni Íslands, atvinnulífsins og fólksins í landinu að halda áfram samstarfinu við ESB um orku- og loftslagsmál með innleiðingu 3. orkupakkans. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Sérstaklega endingargott jólatré

Stórt sitkagrenitré, sem sett var upp á Smáratorgi í Kópavogi fyrir síðustu jól, var tekið niður í gær. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, sagði að tréð hefði verið svo fallegt og haldið barrinu það vel að það fékk að standa fram á sumar. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Tan kaupir Icelandair Hotels

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Dótturfélag malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation er við það að ganga frá kaupsamningi á 80% hlut í Icelandair Hotels. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Tilboði í Hús íslenskunnar tekið

Gengið verður að tilboði lægstbjóðanda, Ístaks, í byggingu Húss íslenskunnar sem rísa mun við Arngrímsgötu í Reykjavík, að því er mennta- og menningarmálaráðuneytið tilkynnti í gær. Gert er ráð fyrir að verklegar framkvæmdir taki um þrjú ár. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 210 orð

Tjónið nú þegar 50 milljónir

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lögmenn bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC hafa lýst skaðabótaábyrgð á hendur Isavia með bréfi sem sent var félaginu í gær. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Valsmenn gripu volga gæsina

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristján Jóhannsson tenór syngur með Valskórnum á árlegum vortónleikum, sem verða í Háteigskirkju sunnudaginn 12. maí næstkomandi. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Vill vita allt um skrifstofustjóra

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 9 fyrirspurnir til jafnmargra ráðherra um skrifstofur og skrifstofustjóra í ráðuneytum þeirra. Spurningarnar eru 5 talsins: 1. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Vissu að evrusvæðið myndi leiða til efnahagserfiðleika

Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Tilurð evrusvæðisins var algerlega ótímabær. Þetta kom meðal annars fram í máli Mervyns Kings, fyrrverandi bankastjóra Englandsbanka, á fundi á vegum viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og Samtaka sparifjáreigenda sem fram fór í hátíðarsal skólans í gær. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Þjóðminjasafnið vill vita um Eurovision-hefðir fólks

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Mikill Eurovision-áhugi landans virðist ekki hafa farið fram hjá Þjóðminjasafni Íslands því safnið leitar nú eftir aðstoð almennings við að safna upplýsingum um hefðir tengdar söngvakeppninni evrópsku. Meira
8. maí 2019 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Þrefalt meira áfengi 2018 en árið 1980

Áfengissala hér á landi hefur ríflega þrefaldast frá árinu 1980. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um sölu áfengis hér á landi. Á þessum tíma hefur mynstur í áfengisneyslu breyst talsvert. Meira

Ritstjórnargreinar

8. maí 2019 | Leiðarar | 331 orð

Skilaboð til Írans

Stjórnvöld í Teheran hóta gagnaðgerðum Meira
8. maí 2019 | Leiðarar | 329 orð

Viðkvæmt vopnahlé

Óvíst er hvort samningur Ísraela og Palestínumanna verður virtur Meira
8. maí 2019 | Staksteinar | 219 orð | 1 mynd

Voru þeir blekktir?

Styrmir Gunnarsson fjallar á vef sínum um sameiginlega fréttatilkynningu utanríkisráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá 22. mars sl. þar sem segir um 3. Meira

Menning

8. maí 2019 | Kvikmyndir | 952 orð | 1 mynd

Draumastarf bíófíkilsins

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Líkt og flestir kvikmyndaunnendur hreifst ég mjög ungur af kvikmyndum,“ segir Giorgio Gosetti, dagskrárstjóri Vitrana á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, þegar hann er spurður að því hvenær áhugi hans á kvikmyndum hafi vaknað. Hann segist hafa hrifist af framúrstefnulegum myndum heimalands síns á áttunda áratugnum og sem ungur maður stofnað kvikmyndahátíð ásamt tveimur vinum sínum í heimabæ þeirra í nágrenni Feneyja. Árið 1979 bauðst honum svo einstakt tækifæri, að stýra verkefnum fyrir kvikmyndahátíðina í Feneyjum, eina þá virtustu í heimi. Meira
8. maí 2019 | Tónlist | 68 orð | 1 mynd

Eyjólfur leikur á langspil og syngur

Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari kemur fram á Menningu á miðvikudögum á hádegistónleikum í Salnum í dag sem hefjast kl. 12.15. Á tónleikunum mun hann ekki aðeins syngja heldur einnig leika á langspil. Meira
8. maí 2019 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Fræðandi þættir um sögu og hönnun

Um þessar mundir er flutt á Rás 1 fróðleg þáttaröð Hilmars Hildar Magnúsarsonar, Blóði drifin byggingarlist . Í öðrum þættinum á laugardag var fjallað um hina frægu Gömlu brú í Mostar, sem reist var á 16. öld en Króatar sprengdu árið 1993. Meira
8. maí 2019 | Fólk í fréttum | 85 orð | 5 myndir

Glamúrsýning stjarnanna

Margar helstu stjörnur skemmtanalífsins vestanhafs, leikarar sem tónlistarmenn, mættu á hina umtöluðu árlegu glyssýningu Met Gala í New York í fyrrakvöld. Meira
8. maí 2019 | Bókmenntir | 127 orð | 1 mynd

Höfundakvöld með Pivinnguaq Mørch

Höfundakvöld með Pivinnguaq Mørch verður haldið í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. „Mørch er einn hinna ungu grænlensku höfunda sem hafa skipað sér sess í grænlenskum bókmenntum með vel skrifuðum, krefjandi og samfélagsgagnrýnum verkum. Meira
8. maí 2019 | Myndlist | 184 orð | 4 myndir

Myndlistarveislan að hefjast í Feneyjum

Sýningar 58. Feneyjatvíæringsins, viðamestu myndlistarhátíðar sem reglulega er haldin, verða opnaðar á morgun, fimmtudag. Meira

Umræðan

8. maí 2019 | Aðsent efni | 828 orð | 3 myndir

Í sátt við menn og náttúruna

Eftir Óla Björn Kárason: "Hægt er að tryggja að til verði öflug sjálfbær atvinnugrein sem hefur vernd lífríkisins að leiðarljósi. Atvinnulífið og náttúruvernd spila vel saman." Meira
8. maí 2019 | Aðsent efni | 382 orð | 1 mynd

Orðstír Icelandair Hotels

Eftir Þóri Stephensen: "Verði þetta lýðum ljóst mundi ég í sporum eigenda óttast að það yrðu fleiri en ég og mínir líkar sem ekki myndu hafa slíkan gististað í forgangi." Meira
8. maí 2019 | Aðsent efni | 443 orð | 8 myndir

Samstarf um orku- og loftslagsmál er nauðsyn

Eftir Eyjólf Árna Rafnsson, Bjarnheiði Hallsdóttur, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Helga Bjarnason, Helga Jóhannesson, Jens Garðar Helgason, Jón Ólaf Halldórsson og Magnús Þór Ásmundsson: "Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Íslands, atvinnulífsins og fólksins í landinu að halda áfram samstarfinu við ESB um orku- og loftslagsmál með innleiðingu 3. orkupakkans." Meira
8. maí 2019 | Aðsent efni | 626 orð | 2 myndir

Samvinna vísindaaðila og stjórnvalda er lykill að vel heppnuðu fiskeldi

Eftir Þorleif Ágústsson og Þorleif Eiríksson: "Til að stefnumörkun í fiskeldi sé raunhæf er mikilvægt að njóta ráðgjafar vísindamanna, bæði Hafrannsóknastofnunar sem og annarra, enda getur engin ein stofnun haft á herðum sínum alræðisvald þegar kemur að svo mikilvægum málaflokki." Meira
8. maí 2019 | Pistlar | 383 orð | 1 mynd

Stöndum vörð um heilbrigðisþjónustuna

Útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi nema ríflega 240 milljörðum króna á hverju ári sem er fjórðungur útgjalda ríkisins. Meira
8. maí 2019 | Aðsent efni | 331 orð | 1 mynd

Upprisan og lífið

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Veit okkur að njóta stundarinnar í ljósi eilífðarinnar. Hjálpaðu okkur að lifa með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta." Meira

Minningargreinar

8. maí 2019 | Minningargreinar | 341 orð | 1 mynd

Ágúst Þór Árnason

Ágúst Þór Árnason fæddist 26. maí 1954. Hann lést 11. apríl 2019. Útför Ágústs Þórs fór fram 26. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

Ása Kristinsdóttir Gudnason

Ása Kristinsdóttir Gudnason fæddist 14. febrúar 1930. Hún lést 16. apríl 2019. Útför Ásu fór fram í Danmörku 23. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 1309 orð | 1 mynd

Ásgeir Sigurður Ingólfur Sigurðsson

Ásgeir Sigurður Ingólfur Sigurðsson fæddist 21. nóvember 1937. Hann lést 20. apríl 2019. Útför hans fór fram 27. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 432 orð | 1 mynd

Ásta Minney Guðmundsdóttir

Ásta Minney Guðmundsdóttir fæddist 20. desember 1934. Hún lést 31. mars 2019. Útför Ástu Minneyjar fór fram 5. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 661 orð | 1 mynd

Björg Þorsteinsdóttir

Björg Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 21. maí 1940. Hún lést 22. apríl 2019. Útför Bjargar fór fram 2. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 1288 orð | 1 mynd

Björn Grétar Hjartarson

Björn Grétar Hjartarson fæddist 22. febrúar 1967. Hann lést 24. apríl 2019. Útför Björns Grétars fór fram 3. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 974 orð | 1 mynd

Brynja Ingimundardóttir

Brynja Ingimundardóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1942. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 28. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Jónína Svava Tómasdóttir, hárgreiðslukona og húsmóðir, f. 29. okt. 1911, d. 10. feb. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 2575 orð | 1 mynd

Gunnar Ólafsson

Gunnar Ólafsson fæddist í Reykjavík 14. júní 1950 og ólst upp í Vesturbænum. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 29. apríl 2019 eftir snarpa glímu við krabbamein. Hann var númer þrjú í fimm systkina hópi. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 1025 orð | 1 mynd

Helga Hallsdóttir

Helga Hallsdóttir fæddist á Rangá 2 í Hróarstungu 10. mars 1944. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 6. mars 2019. Foreldrar Helgu voru Gunnhildur Þórarinsdóttir og Hallur Björnsson. Útför hennar fór fram frá Egilsstaðakirkju 23. mars. 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 429 orð | 1 mynd

Helgi Lárusson

Helgi Lárusson fæddist 26. mars 1964. Hann lést 18. apríl 2019. Útför Helga fór fram 3. maí 2019. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 141 orð | 1 mynd

Ingibjörg Gísladóttir

Ingibjörg Gísladóttir fæddist 8. apríl 1948. Hún lést 15. apríl 2019. Ingibjörg var jarðsett 3. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 663 orð | 1 mynd

Ingvar Jóhann Kristjánsson

Ingvar Jóhann Kristjánsson fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1951. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 29. mars 2019. Kjörforeldrar hans voru Kristján Jónsson, f. 22.4. 1908, d. 16.10. 2012, og Ragnhildur Guðrún Egilsdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 3264 orð | 1 mynd

Kristberg Óskarsson

Kristberg Óskarsson fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1957. Hann lést í Reykjavík 30. apríl 2019. Foreldrar: Jóhanna Margrét Þorgeirsdóttir, skólaliði, frá Túnsbergi í Hrunamannahreppi, f. 6.9. 1926, og Óskar Sumarliðason, húsamiður frá Ólafsvík, f. 25.6. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 639 orð | 1 mynd

Lilja Guðrún Sigurðardóttir

Lilja Guðrún Sigurðardóttir fæddist 8. mars 1939. Hún lést á líknardeild Landspítalans 24. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónasdóttir, f. 1911, d. 1980, og Sigurður Halldórsson, f. 1907, d. 1980. Bræður Lilju Guðrúnar: Þorgeir, f. 1934, d. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 1944 orð | 1 mynd

Magnús Þrándur Þórðarson

Magnús Þrándur Þórðarson fæddist í Reykjavík 2. maí 1952. Hann lést í San Jose, Kaliforníu, 19. mars 2019. Magnús var elstur sjö barna þeirra Önnu Hjaltested, f. 23. maí 1932, og Þórðar B. Sigurðssonar, f. 9. júlí 1929. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 2020 orð | 1 mynd

Matthildur Kristensdóttir

Matthildur Kristensdóttir fæddist 4. ágúst 1943 á Hverfisgötu 7 í Hafnarfirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ 27. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 1614 orð | 1 mynd

Ottó Einarsson

Ottó Einarsson fæddist í Reykjavík 10. janúar 1973. Hann lést á heimili sínu 25. apríl 2019. Foreldrar hans voru Einar J. Sigurðsson bifreiðastjóri, f. í Reykjavík 1. desember 1947, d. 1. apríl 2007, og kona hans Sigurlaug Ottósdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 1051 orð | 1 mynd

Petrína Helga Steinadóttir

Petrína Helga Steinadóttir fæddist 27. september 1926. Hún lést 25. apríl 2019. Útför Petrínu fór fram 3. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 1879 orð | 1 mynd

Ragnhildur Kristín Ólafsdóttir

Ragnhildur Kristín Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 2. september 1953. Hún lést 5. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Ólafur Markús Kristjánsson sjómaður og Steinunn Indriðadóttir húsmóðir sem bæði eru látin. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 338 orð | 1 mynd

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson fæddist hinn 14. febrúar 1983 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hans eru Guðmundur Sigurðsson, f. 2. ágúst 1960, og Gunnfríður Friðriksdóttir, f. 11. júní 1958. Stjúpmóðir Sigurðar er Kolbrún Geirsdóttir, f. 29. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 1355 orð | 1 mynd

Stefán Haukur Jakobsson

Stefán Haukur Jakobsson fæddist 31. október 1932 á Miðgörðum, Grýtubakkahr., S-Þing. Hann lést 27. apríl 2019 á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Stefán Haukur var þekktastur undir nafninu Haukur Dúdda eða Dúddisen. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2019 | Minningargreinar | 2296 orð | 1 mynd

Valdimar Sigfús Helgason

Valdimar Sigfús Helgason fæddist í Reykjavík 12. mars 1933. Hann lést á heimili sínu 14. apríl 2019. Foreldrar hans voru Þorsteina Helgadóttir, f. 7. ágúst 1910, d. 18. maí 1991, og Helgi Ásgeirsson, f. 13. júní 1908, d. 1980. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

8. maí 2019 | Fastir þættir | 169 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 d6 6. Be3 e5 7. Dd2 Be6 8...

1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 d6 6. Be3 e5 7. Dd2 Be6 8. f4 Rge7 9. Rf3 Rd4 10. 0-0 0-0 11. Rg5 Bd7 12. Hae1 f6 13. Rh3 Be6 14. Rd5 Hc8 15. c3 Rb5 16. Rxe7+ Dxe7 17. f5 Bf7 18. g4 Kh8 19. Rf2 c4 20. a4 Rc7 21. d4 b5 22. axb5 exd4 23. Meira
8. maí 2019 | Í dag | 119 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
8. maí 2019 | Í dag | 80 orð | 1 mynd

Dæmd í fangelsi

Fyrir sex árum var söngkonan Lauryn Hill dæmd í þriggja mánaða fangelsi vegna skattsvika. Söngkonan þénaði um 1,8 milljónir bandaríkjadollara á árunum 2005-2007 sem samsvarar um 192 milljónum íslenskra króna og borgaði ekki skatt af þeirri upphæð. Meira
8. maí 2019 | Árnað heilla | 758 orð | 3 myndir

Hefur nægan tíma til að mála

Jón Ingi Sigurmundsson fæddist 8. maí 1934 á Eyrarbakka og ólst þar upp. „Ég á góðar æskuminningar við leik og störf. Almennt höfðu menn ekki eitt starf en voru með skepnur, ræktuðu kartöflur, voru í fiskvinnslu eða á sjó. Meira
8. maí 2019 | Árnað heilla | 79 orð | 1 mynd

Magnús Gunnar Guðmundsson

40 ára Magnús er Reykvíkingur en býr í Kópavogi. Hann er rafvirkjameistari að mennt frá 2018 og er með eigið fyrirtæki sem heitir Rafmagnus. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2016. Maki : Heiðdís Ágústsdóttir, f. 1983, móttökustjóri hjá Pipar/TBWA. Meira
8. maí 2019 | Árnað heilla | 88 orð | 1 mynd

María Hauksdóttir

70 ára María er Reykvíkingur en býr í Reykjanesbæ. Hún er með BA-próf í guðfræði og diplóma í fötlunarfræði og er að vinna að MA-ritgerð. Hún starfaði síðast sem verkefnastjóri Menningarseturs á Útskálum. Maki : Leifur A. Ísaksson, f. Meira
8. maí 2019 | Í dag | 53 orð

Málið

Ekki er allt svo fornt sem sýnist, það hafa sumir reynt við aldursgreiningu ættargripa á Þjóðminjasafninu. Er fornmenn tóku að skaka vopn og bjóðast til að drepa hver annan köstuðu friðarstillar stundum klæðum á vopnin. Meira
8. maí 2019 | Fastir þættir | 175 orð

Trompvending. S-NS Norður &spade;KG10 &heart;KG ⋄D743 &klubs;9852...

Trompvending. S-NS Norður &spade;KG10 &heart;KG ⋄D743 &klubs;9852 Vestur Austur &spade;652 &spade;43 &heart;873 &heart;642 ⋄K96 ⋄G1052 &klubs;KD104 &klubs;ÁG63 Suður &spade;ÁD987 &heart;ÁD1095 ⋄Á8 &klubs;7 Suður spilar 6&spade;. Meira
8. maí 2019 | Í dag | 278 orð

Umskipti og ferðakista biskups

Davíð Hjálmar í Davíðshaga orti sumardaginn fyrsta: Nú er sælt um sveit og bæ, sól á skjáinn guðar, laukur sprettur, lifnar fræ og lítil fluga suðar. Snyrtir álftin óðal sitt, amstrar fýll um bríkur og gæsaparið gerir hitt svo gráa fiðrið rýkur. Meira

Íþróttir

8. maí 2019 | Íþróttir | 37 orð

Aron tekst á við Vardar í Köln

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona mæta Vardar frá Makedóníu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikið er 1. júní í Köln en úrslitaleikurinn er degi síðar. Í hinum undanúrslitaleiknum leika Kielce og Veszprém, fyrra lið... Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 311 orð | 1 mynd

„Þetta er ótrúlegt“

„Þessi leikur allur var bara of mikið. Þetta var yfirþyrmandi. Við spiluðum við mögulega besta lið heims. Það að vinna var erfitt, en ég skil ekki hvernig þeim tókst að halda markinu líka hreinu. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 648 orð | 1 mynd

Blikalestin á fullri ferð

Selfoss/Garðabær/ Keflavík Guðmundur Karl Jóhann Ingi Hafþórsson Skúli B. Sigurðsson Breiðablik sýndi mátt sinn og megin þegar liðið mætti á Selfossvöll í gær og sigraði 4:1 í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 785 orð | 3 myndir

Ekki gerst í sautján ár

2. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Öll tólf liðin hafa tapað stigum í fyrstu tveimur umferðunum í úrvalsdeild karla í fótbolta og það gerist svo sannarlega ekki á hverju ári. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Ég hef horft á nokkrar upptökur af því þegar Heimi Óla Heimissyni...

Ég hef horft á nokkrar upptökur af því þegar Heimi Óla Heimissyni, leikmanni Hauka, og Eyjamanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni laust saman í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik í síðustu viku. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Frakkland Antibes – Nanterre 70:86 • Haukur Helgi Pálsson...

Frakkland Antibes – Nanterre 70:86 • Haukur Helgi Pálsson skoraði 2 stig og tók 2 fráköst fyrir Nanterre á þeim 11 mínútum sem hann spilaði. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

Grill 66-deild karla Umspil, úrslit, fjórði leikur: HK – Víkingur...

Grill 66-deild karla Umspil, úrslit, fjórði leikur: HK – Víkingur 28:26 *Staðan er jöfn, 2:2, og liðin mætast í oddaleik á föstudag í Víkinni kl. 18. Danmörk Úrslitakeppnin, 1. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 182 orð | 3 myndir

*Hjónin Borja González og Ana Maria Vidal eru tekin við sem aðal- og...

*Hjónin Borja González og Ana Maria Vidal eru tekin við sem aðal- og aðstoðarþjálfarar kvennaliðs Aftureldingar í blaki eftir að hafa þjálfað meistaraflokka Þróttar í Neskaupstað undanfarin ár. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

HK bjó til úrslitaleik um sæti í efstu deild

Eftir að hafa lent 2:0 undir í einvígi sínu við Víkinga eru HK-ingar búnir að knýja fram oddaleik í einvígi liðanna um sæti í efstu deild karla í handbolta. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Íslenskt þríeyki hjá GOG í haust

Þrír Íslendingar verða í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins GOG næsta vetur. Í gær greindi félagið, sem er í baráttu um danska meistaratitilinn, frá komu Viktors Gísla Hallgrímssonar, hins 18 ára landsliðsmarkvarðar úr Fram. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 182 orð

Keflavík – ÍBV 0:2Stjarnan – HK/Víkingur 1:0 Selfoss – Breiðablik 1:4

Keflavík – ÍBV 0:2 0:1 Cloé Lacasse 55. 0:2 Clara Sigurðardóttir 84. MM Cloé Lacasse (ÍBV) M Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflav.) Natasha Anasi (Keflavík) Katla María Þórðardóttir (Keflav. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 26 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA – Fylkir 18 Meistaravellir: KR – Valur 19.15 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fjórði leikur: Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar (1:2) 18. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Ólafía komst inn á sitt sjöunda risamót

Fyrir aðeins tveimur árum hafði íslenskur kylfingur aldrei leikið á risamóti í golfi. Sumarið 2017 varð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hins vegar fyrst til þess þegar hún komst inn á PGA-meistaramótið í fyrsta sinn. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – ÍBV 0:2 Stjarnan &ndash...

Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – ÍBV 0:2 Stjarnan – HK/Víkingur 1:0 Selfoss – Breiðablik 1:4 Staðan: Breiðablik 22006:16 Stjarnan 22002:06 Valur 11005:23 Fylkir 11002:13 ÍBV 21012:23 HK/Víkingur 21011:13 KR 10010:10 Þór/KA 10012:50... Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Strákarnir þurfa stig gegn Portúgal

Íslenska drengjalandsliðinu í knattspyrnu nægir jafntefli gegn Portúgal í Dublin á föstudaginn til að komast í átta liða úrslit Evrópukeppninar í flokki U17 drengja sem þar stendur yfir. Meira
8. maí 2019 | Íþróttir | 562 orð | 1 mynd

Verður framhald á stímabraki og vopnaskaki?

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Taugaspennan sem ríkir í rimmu Hauka og ÍBV nær væntanlega ákveðnu hámarki í kvöld þegar lið félaganna leiða saman hesta sína í fjórða sinn í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Flautað verður til leiks klukkan 18.30. Meira

Viðskiptablað

8. maí 2019 | Viðskiptablað | 225 orð | 1 mynd

20 milljarða sveifla í veltu

Gjaldeyrismarkaður Íslenska krónan veiktist lítillega á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda sinna í apríl fyrir utan sænsku krónuna en evran stóð í 136,1 krónu á mánudag og hefur hækkað um 2,3% síðan um áramót að því er fram kemur í Hagsjá... Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 229 orð | 1 mynd

213 milljóna króna hagnaður Origo

Upplýsingatækni Heildarhagnaður Origo á fyrsta ársfjórðungi nam 213 milljónum króna í samanburði við 26 milljónir króna vegna sama tímabils í fyrra. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 175 orð | 1 mynd

Að ná betri tökum á tölfræðinni

Bókin Mikið væri gott ef að allir landsmenn kynnu undirstöðuatriði tölfræði. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 372 orð

Ár varnarleikjanna

Þegar horft er yfir árangur stærstu lífeyrissjóða landsins á árinu 2018 sést að ekki hefur reynst með öllu einfalt að tryggja ávöxtun af gríðarlegum eignum þeirra. Þrír stærstu sjóðir landsins meta hreina eign sína til greiðslu lífeyris á ríflega 2. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 203 orð | 1 mynd

Betri ræðumaður með hjálp símans

Forritið Vandinn er að til þess að sigrast á sviðsskrekk þarf, á einhverjum tímapunkti, að reyna að hemja taugarnar og stíga upp á svið. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 1170 orð | 1 mynd

Boeing hefur ekki fatast flugið

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Stórir kaupendur hóta að færa sig yfir til Airbus og kannanir sýna að stór hluti almennings vill síður fljúga með Boeing-vél ef þess er kostur. Samt hefur hlutabréfaverð bandaríska risafyrirtækisins ekki lækkað nein ósköp. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 678 orð | 1 mynd

Félagsdómur

Það sem einkennir einna helst Félagsdóm er að aðilar vinnumarkaðarins hafa talsverða aðkomu að skipan dómara í dómstólinn sem svipar því að sumu leyti til gerðardóma. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 586 orð | 1 mynd

Fjórða iðnbyltingin að bresta á

Jóhann Friðrik tekur við Keili á spennandi tímum. Svo eitthvað sé nefnt þá hefst þar menntaskólanám í leikjafræði í haust og nýverið stækkaði flugakademía Keilis og keypti Flugskóla Íslands. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 194 orð | 1 mynd

Grill sem þarf ekki að skilja eftir heima

Fyrir sumarið Gallinn við ferðagrill er að yfirleitt þarf að fórna stærð og notagildi til að búa til grill sem er nógu nett og létt til að auðvelt sé að kippa með í útileguna. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 322 orð | 1 mynd

Hyggst kaupa Icelandair Hotels

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Icelandair Group vinnur nú að lokadrögum að sölusamningi á 80% hlut í Icelandair Hotels. Kaupandinn er félag á vegum Berjaya Corporation, sem stýrt er af Vincent Tan. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 608 orð | 2 myndir

Íslensk fyrirtæki skoði verkefni á vegum NATO

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á fimmtudag verða haldnar kynningar á útboðskerfi NATO-stofnunarinnar NCI Agency og starfsmöguleikum þar. Árlega ver stofnunin mörgum hundruðum milljóna evra í kaup á alls kyns þjónustu frá einkaaðilum. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 598 orð | 1 mynd

Jafnvægisvog FKA til fyrirmyndar í öðrum löndum

Ísland og Noregur hafa nú þegar tekið skrefið í kynjakvótalögum en án efa gæti jafnvægisvog FKA orðið að verkefni þar sem fleiri löndum væri hjálpað til að stíga skref í átt að auknu jafnvægi til að nýta betur sinn mannauð. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 220 orð

Kjaramál og húsnæði

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Séreignarstefnan er einn af kostum íslensks samfélags. Það er gott að fólk skuli eiga þakið sem það býr undir – jafnvel þótt það taki flest launafólk áratugi að losa um veðrétt lánastofnana í eignum þess. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 240 orð | 1 mynd

Krefjast 400 þúsund dollara í skaðabætur

Kyrrsetning Lögfræðingar Air Lease Corporation, eiganda farþegaþotunnar TF-GPA sem Isavia hefur kyrrsett allt frá 28. mars síðastliðnum, hafa sent Isavia bréf. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 614 orð | 3 myndir

Kærkomin innspýting fylgir fiskeldi

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þó vægi fiskeldis sé enn sem komið er lítið á landsvísu þá er greinin orðin ein af meginundirstöðum atvinnuuppbyggingar á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka atvinnulífsins, sem birt var á vef samtakanna í vikunni. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 246 orð | 1 mynd

Með 25 starfsmenn í Litháen

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Starfsemi dótturfélags Arctic Adventures í Vilníus í Litháen er til komin vegna aukinnar samkeppni innanlands og erlendis. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 25 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Þögðu um gallann í meira en ár Selja 25 þúsund kaffihylki á dag Skúli staðfesti kyrrsetningu... Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 771 orð | 2 myndir

Mætti margfalda kræklingaframleiðslu

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Neysla á kræklingi gæti aukist ef hann væri í boði víðar. Auðveldara er að gera einfaldan kræklingarétt en að elda hamborgara og aðstæður leyfa mun meiri ræktun. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 2616 orð | 4 myndir

Sammála um að daufur sé dellulaus maður

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Um aldamótin voru 8.500 kylfingar á Íslandi. Frá þeim tíma hefur þeim fjölgað um 102% en um mitt ár í fyrra voru meðlimir í golfklúbbum landsins 17.165. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 233 orð | 2 myndir

Svona góð byrjun er öllum til góða

Sigurgísli Skúlason hefur rekið Golfbúðina í Hafnarfirði í 20 ár. Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 13 orð | 1 mynd

Transavia flýgur til Akureyrar

Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá... Meira
8. maí 2019 | Viðskiptablað | 320 orð | 1 mynd

Vilja festa samstarf við Arion banka í sessi

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins leggur til að aukinn meirihluta sjóðfélaga þurfi til að samþykkja tillögu sem fæli í sér uppsögn á rekstrarsamningi við Arion banka. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.