Greinar þriðjudaginn 14. maí 2019

Fréttir

14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Ástarþríhyrningur á fyrsta söguskiltinu af fjórum sem sett er upp í Dalabyggð

Fjölmenni var viðstatt sl. sunnudag þegar fyrsta söguskiltið af fjórum í Dalabyggð var afhjúpað. Ástarþríhyrningur Bolla og Kjartans sem kepptu um ástir Guðrúnar Ósvífusdóttir er myndgerður á skilti við afleggjarann að Hjarðarholti. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Bogi Arason

Fuglsins fegurð Blessaður lómurinn er einstaklega fagur fugl og ævintýri líkast að sjá hann á flugi með sitt rauða framandi auga og langa háls. Lómurinn var valinn fugl ársins árið... Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 702 orð | 3 myndir

Borgin innleiðir nýja stefnu um eineltismál

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í mars endurskoðaða eineltisstefnu og breytt verklag borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, var formaður hópsins og stýrði vinnu hans. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Borgin leigir sjö rými í Breiðholti

Á síðasta fundi borgarráðs voru samþykktir sjö leigusamningar vegna Arnarbakka 2-6 og Völvufells 13-21. Reykjavíkurborg festi á síðasta ári kaup á fasteignum í tveimur hverfiskjörnum í Breiðholti með það að markmiði að styðja starfsemina þar. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Eðalvín í bestu plötubúð í heimi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta verða áfram 12 Tónar eins og verið hefur. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 83 orð

Ekki til samræmd viðbragðsáætlun

Kennsla hefst á ný í Seljaskóla í dag eftir bruna í einni byggingu skólans aðfaranótt sunnudags. Skólahald verður í Seljakirkju, aðstöðu ÍR og í félagsmiðstöðvum í hverfinu næstu vikurnar. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Enn ódýrara vinnuafl en áður þekktist

Alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa í auknum mæli flutt framleiðslu sína til Eþíópíu þar sem vinnuaflið er enn ódýrara en áður hefur þekkst. Þar nema mánaðarlaun í framleiðslunni tæplega 3.200 íslenskum krónum á mánuði samkvæmt nýrri skýrslu. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Ferðamenn beðnir að mynda ekki börn án leyfis

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Seyðisfjörður hefur fyrstur bæjarfélaga sett leiðbeinandi reglur til erlendra ferðamanna á skemmtiferðaskipum sem koma til bæjarins. Mikil umferð ferðamanna er um Seyðisfjörð yfir sumartímann og að sögn Aðalheiðar Borgþórsdóttur bæjarstjóra stefnir í að 70 skemmtiferðaskip komi til Seyðisfjarðar í sumar. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Frumvarp um þungunarrof samþykkt

Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt á Alþingi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og fagnaði fjölmennur hópur gesta á þingpöllum úrslitunum. Frumvarpið hlaut stuðning 40 þingmanna en 18 voru á móti og 3 greiddu ekki atkvæði. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Frumvarp um þungunarrof til loka 22. viku samþykkt

Eitt heitasta deilumál á yfirstandandi Alþingi, frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof, var samþykkt sem lög um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Lögin heimila að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku þungunar. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Funda um aðkomu að borgarlínu

Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Bæjarráð eða bæjarstjórnir flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa það á dagskrá á næstu fundum sínum að taka fyrir aðild að sameiginlegri fjármögnun er varðar undirbúning fyrir útboð fyrsta hluta borgarlínu. Reykjavíkurborg samþykkti fjárútlát til verkefnisins á fundi borgarráðs í síðustu viku. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Gert að fjarlægja gróðurhús af lóð

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eiganda niðurnídds heimilisgróðurhúss sem stendur í bakgarði einbýlishúss í eigu annars fólks í Hveragerði hefur verið gert með dómi Landsréttar að fjarlægja gróðurhúsið. Dómurinn féll 3. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Harma umgengni við fatagáma

Rauði krossinn harmar slæma umgengi í kringum fatagáma Rauða krossins sem fjallað var um í fréttum núverið, m.a. í Morgunblaðinu. Meira
14. maí 2019 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hefja rannsókn gegn Assange á ný

Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hafið rannsókn á nauðgunarkæru gegn Julian Assange, stofnanda WikiLeaks-heimasíðunnar, á ný, en von þeirra er sú að takast megi að rétta yfir Assange áður en meint brot fyrnist í ágúst á næsta... Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Í góðum félagsskap fugla við Reykjavíkurtjörn

Fiðruðu vinirnir við Reykjavíkurtjörn hafa löngum glatt vegfarendur sem þangað leggja leið sína. Dúfur, endur, gæsir og álftir eru meðal þeirra sem þar halda til og fúlsa ekki við brauðmolum frá þeim sem að þeim gauka. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Ísbíllinn í aldarfjórðung

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kennslu- og æfingaferðir ísbílsins hafa staðið yfir að undanförnu og halda áfram út vikuna en stefnt er að því að áætlun hefjist á ný um næstu helgi. 21. maí verða 25 ár frá því fyrirtækið Ísbílaútgerðin ehf. Meira
14. maí 2019 | Erlendar fréttir | 124 orð

Leggja hefndartolla á Bandaríkin

Kínverjar tilkynntu í gær að þeir myndu hækka tolla á ýmsar bandarískar vörur 1. júní næstkomandi, en ákvörðunin er tekin í hefndarskyni fyrir tolla sem Bandaríkjastjórn lagði á Kína um helgina. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 312 orð | 4 myndir

Leigubílstjórinn lofaði að kjósa lag Hatara

Eftir að hafa setið í blaðamannahöllinni hérna í Tel Aviv heilan dag og hlustað á lögin í undanriðli Íslands aftur og aftur get ég fullyrt að það yrði meiri skandall en deilurnar um þriðja orkupakkann ef Hatari færi ekki í úrslit á laugardagskvöldið. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 714 orð | 2 myndir

Lofa stóru keðjunum ennþá lægri launum

Baksvið Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa í auknum mæli fært framleiðslu sína frá Asíu til Afríku, þar sem hægt er að finna enn ódýrara vinnuafl en áður hefur þekkst. Meira
14. maí 2019 | Erlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Lýsa yfir stuðningi við Kýpur

Evrópusambandið varaði Tyrki við því í gær að hefja leit að olíu og jarðgasi á hafsbotninum undan ströndum Kýpur. Sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að áform Tyrkja væru ólögleg og að þeim yrði svarað á viðeigandi hátt. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Margæsir á vappi í grængresinu í gær

Margæsir eru fargestir á Íslandi og hafa hér viðkomu á leið til og frá varpstöðvum í heimskautahéruðum NA-Kanada. Þær fara héðan um 3.000 km leið sem liggur yfir Grænlandsjökul í allt að 2.400 metra hæð yfir sjó. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Meta þarf hvert tilvik fyrir sig

Höskuldur Daði Magnússon Hallur Már Hallsson „Þessi áföll eru af mjög mismunandi toga. Þess vegna er ekki til einhver ein áætlun eða lausn sem grípur allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 86 orð

Níu vilja verða skólameistari í MK

Níu hafa sótt um embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi, en umsóknarfrestur rann út í lok apríl. Í hópi umsækjenda eru m.a. formaður Félags framhaldsskólakennara, aðstoðarskólameistari skólans og forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 97 orð

Óprúttinn yfirtók heimabankann

Lögreglan á Vestfjörðum varar við aðilum sem hringja í tölvunotendur og blekkja þá til að gefa sér upp lykilorð að heimasíðum, netbönkum eða öðrum viðkvæmum aðgangssvæðum. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sameina tvö prestaköll

Biskup Íslands hefur ákveðið, byggt á samþykkt kirkjuþings 2018, að embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli verði lögð niður 1. júní næstkomandi. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 52 orð

Seltjarnarnes sker sig úr um borgarlínu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu á næstunni taka fyrir hvort þau muni fylgja í fótspor Reykjavíkurborgar og samþykkja fjárútlát til undirbúnings útboðs fyrsta hluta borgarlínu. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 94 orð

Seyðisfjörður setur ferðamönnum reglur

Seyðisfjörður hefur sett ferðamönnum skemmtiferðaskipa sem koma til bæjarins leiðbeinandi reglur. Í þeim eru ferðamenn m.a. beðnir um að mynda ekki börn að leik án samþykkis frá foreldrum. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Sér hið spaugilega í lífinu

Matthildur Soffía Maríasdóttir er 100 ára í dag, fædd 14. maí 1919. Margrét Einarsdóttir, dóttir hennar, segir að hún sé nokkuð hress, en hún hafi fengið áfall fyrir um mánuði og það hafi haft töluverð áhrif. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 74 orð

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins endurkjörin

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins var endurkjörin í gærkvöldi með miklum meirihluta. Þrír eru kjörnir í stjórn Lífeyrissjóðsins til þriggja ára og tveir til tveggja ára og síðan eru þrír varamenn til þriggja, tveggja og eins árs. Meira
14. maí 2019 | Erlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Svífa hátt í skoðanakönnunum og söng

Nigel Farage, formaður hins nýja Brexit-flokks, og Ann Widdecombe, fyrrverandi þingmaður Íhaldsflokksins og frambjóðandi Brexit-flokksins, leiddu kórsöng á kosningafundi í norðurhluta Englands í gær. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Taka afstöðu til borgarlínu

Óvissa ríkir um þátttöku Seltjarnarnesbæjar í fyrirhugaðri borgarlínu sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Meira
14. maí 2019 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Útgöngubann sett á í kjölfar óeirða

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, tilkynnti í gær að útgöngubann hefði tekið gildi um alla eyjuna eftir að óeirðir gegn múslimum áttu sér stað í þremur héruðum í norðurhluta hennar. Meira
14. maí 2019 | Erlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Vara við aukinni spennu

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 817 orð | 5 myndir

Vegvísar, vörðubrot og troðnir slóðar

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Efni Árbókar Ferðafélags Íslands 2019 sem kom út fyrir nokkrum dögum er Mosfellsheiði – landslag, saga og leiðir rétt eins og undirtitill bókarinnar er. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 60 orð

Vilja fá að reka Hljóðbókasafnið

Blindrafélagið, sem hélt aðalfund sinn um helgina, mótmælir hugmyndum um að leggja niður Hljóðbókasafn Íslands og færa starfsemi þess undir Landsbókasafnið. Meira
14. maí 2019 | Innlendar fréttir | 69 orð

Vilja láta kanna áhrif hvalveiðanna

Átta þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli utanríkisráðherra að láta kanna viðhorf almennings í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum til... Meira

Ritstjórnargreinar

14. maí 2019 | Staksteinar | 200 orð | 1 mynd

Skollaeyrun

Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar vekur athygli á ýmsu í nýkynntum reikningum borgarinnar og kemur með ábendingar, sem í raun eru varnaðarorð. Meira
14. maí 2019 | Leiðarar | 577 orð

Það er þungt í fólki

Stjórnmálaflokkar nútímans, nær og fjær, eru ekki stefnufastir og bera æ minni virðingu fyrir kjósendum Meira

Menning

14. maí 2019 | Myndlist | 169 orð | 1 mynd

Bliss Ragnars Kjartanssonar í Los Angeles

Verk Ragnars Kjartanssonar, Bliss , verður sýnt í Walt Disney-tónleikahöllinni í Los Angeles 25. þessa mánaðar. Meira
14. maí 2019 | Fjölmiðlar | 206 orð | 1 mynd

Kjartan góður í Körfuboltakvöldi

Bráðskemmtilegu Íslandsmóti í körfubolta lauk fyrir rúmri viku þegar KR náði loksins að brjóta seiga ÍR-inga á bak aftur og tryggja sér meistaratitilinn í karlaflokki sjötta árið í röð. Meira
14. maí 2019 | Bókmenntir | 64 orð | 1 mynd

Leikkonan Doris Day látin, 97 ára

Bandaríska leikkonan Doris Day er látin, 97 ára að aldri. Day var ein stærsta kvikmyndastjarna heims á sjötta og sjöunda áratugnum en hún var söngkona áður en hún sneri sér að kvikmyndaleik. Meira
14. maí 2019 | Tónlist | 50 orð | 1 mynd

Morpholith sigraði í Wacken Metal Battle

Hljómsveitin Morpholith fór með sigur af hólmi í þungarokkshljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle sem haldin var á laugardaginn á tónleikastaðnum Húrra. Sex hljómsveitir léku þar til úrslita. Meira
14. maí 2019 | Tónlist | 311 orð | 2 myndir

Óperulög í rokkbúning

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com „Kórinn er mjög vel æfður, hljómsveitin er frábær og Eyþór er svona rúsínan í pylsuendanum,“ segir Guðjón Þ. Kristjánsson, varaformaður í stjórn Karlakórs Keflavíkur. Kórinn mun halda vortónleika í Hljómahöll í dag, 14. maí, og á morgun, 15. maí, og mun rokkstjarnan Eyþór Ingi Gunnlaugsson sameina krafta sína með kórnum. Meira
14. maí 2019 | Myndlist | 237 orð | 1 mynd

Umhverfisópera í besta skálanum

Skáli Litháens hlaut Gullna ljónið, aðalverðlaun Feneyjatvíæringsins, og var valinn af dómnefnd besti þjóðarskálinn á 58. tvíæringnum. Alls taka níutíu þjóðir þátt að þessu sinni. Meira
14. maí 2019 | Kvikmyndir | 196 orð | 2 myndir

Þáttaröðin Killing Eve fengsæl á Bafta TV

Bresku þættirnir Killing Eve fengu flest verðlaun á sjónvarpsverðlaunahátíð bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Bafta TV, um helgina eða þrenn alls. Meira
14. maí 2019 | Tónlist | 161 orð | 2 myndir

Ævintýri Bjarkar

Gagnrýnendur fjölmiðla lofa viðamikla og metnaðarfulla tónlistarsýninguna sem Björk Guðmundsdóttir hefur sett upp í hinu nýja menningarhúsi, The Shed, á Manhattan í New York. Meira

Umræðan

14. maí 2019 | Aðsent efni | 408 orð | 2 myndir

Áhrif góðra stjórnarhátta á samkeppnishæfi þjóða

Eftir Huldu Ragnheiði Árnadóttur og Jónatan Smára Svavarsson: "Til að auka skilvirkni og þar með samkeppnishæfi Íslands sem þjóðar, spila rétt skipaðar stjórnir lykilhlutverk." Meira
14. maí 2019 | Aðsent efni | 637 orð | 1 mynd

Áhugaverður leiðari í Morgunblaðinu

Eftir Hjörleif Hallgríms: "Er það virkilega sósíalismi að biðja um betri kjör og laun og berjast fyrir lífi sínu?" Meira
14. maí 2019 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Grafið undan trausti

Eftir Geir Finnsson: "Er hugsanlegt að orkupakkinn, eins óspennandi og hann er, sé notaður sem tól til að grafa undan trausti á EES-samningnum og öðru alþjóðasamstarfi?" Meira
14. maí 2019 | Aðsent efni | 536 orð | 1 mynd

Innflutningur á ófrosnu hráketi og öðru hrámeti

Eftir Sigurð Sigurðarson: "Svo slæmir eru viðsemjendur okkar ekki og vinir að fornu og nýju, að þeir vilji taka fyrir kverkar okkar." Meira
14. maí 2019 | Aðsent efni | 380 orð | 1 mynd

Kaupmenn standa almennt með íslenskum bændum

Eftir Guðna Ágústsson: "Bændur, gangið til samstarfs við verslanir og kaupmenn um allt land, ég spái að ykkur verði vel tekið." Meira
14. maí 2019 | Aðsent efni | 530 orð | 1 mynd

Takk Klínikin – takk Hjálmar

Eftir Valborgu Önnu Ólafsdóttur: "Ég ræddi við bankastjórann minn, fékk lán og veðsetti íbúðina mína fyrir aðgerðinni. Fór síðan í aðgerð í mars 2017, greiddi sjálf fyrir aðgerðina. Ég, sjúkratryggði Íslendingurinn." Meira
14. maí 2019 | Aðsent efni | 676 orð | 1 mynd

Tökum ábyrgð á sorpinu

Eftir Karl Gauta Hjaltason: "Urðun sorps veldur grunnvatnsmengun um langa framtíð, loftmengun og almennum sóðaskap í nágrenni við urðunarstaði." Meira
14. maí 2019 | Pistlar | 444 orð | 1 mynd

Verum hrædd – verum mjög hrædd

Ein áhrifamesta tækni stjórnmálamanna er að benda á óvin og skapa ótta. Óvinurinn getur verið raunverulegur maður, þjóð, sjúkdómur eða jafnvel hugmynd eða hlutur. Meira

Minningargreinar

14. maí 2019 | Minningargreinar | 2283 orð | 1 mynd

Elsa Jóna Theódórsdóttir

Elsa Jóna Theódórsdóttir fæddist 20. nóvember 1929 í Byggðarhorni, Sandvíkurhr., Árn. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 3. maí 2019. Foreldrar hennar voru Margrét Gissurardóttir ljósmóðir, f. 6. júlí 1904 í Byggðarhorni, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 318 orð

Góður liðsmaður og öflugur leiðtogi

Vissulega er stétt blaða- og fréttamanna býsna fjölbreytileg, sumir vilja meina að hún sé nokkuð skrautleg, en líklega er fágætt meðal blaðamanna að vera menntaður búfræðingur og bókmenntafræðingur, auk meistaraprófs í blaða- og fréttamennsku. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 961 orð | 1 mynd

Guðný Pétursdóttir

Guðný Ingigerður Pétursdóttir fæddist í Reykjavik 28. febrúar 1955. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Ingunn Ólafsdóttir, f. 25.8. 1928, d. 18.1. 2007, og Pétur Þorgilsson, f. 27.4. 1928, d. 14.1. 2001. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 510 orð | 1 mynd

Helga Hafsteinsdóttir

Helga Hafsteinsdóttir fæddist 5. júlí 1967. Hún lést 14. apríl 2019. Útför Helgu fór fram 2. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 254 orð | 1 mynd

Höskuldur Sveinsson

Höskuldur Sveinsson fæddist 26. júlí 1954. Hann lést 25. apríl 2019. Útför Höskuldar fór fram 10. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1157 orð | 1 mynd | ókeypis

Ingveldur Geirsdóttir

Ingveldur Geirsdóttir fæddist hinn 19. nóvember 1977 á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut hinn 26. apríl 2019. Foreldrar hennar eru Geir Ágústsson, f. 11.1. 1947, og Margrét Jónína Stefánsdóttir, f. 19.8. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 6528 orð | 6 myndir

Ingveldur Geirsdóttir

Ingveldur Geirsdóttir fæddist 19. nóvember 1977 á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 26. apríl 2019. Foreldrar hennar eru Geir Ágústsson, f. 11.1. 1947, og Margrét Jónína Stefánsdóttir, f. 19.8. 1948. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 5287 orð | 1 mynd

Kristín Einarsdóttir

Kristín Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 1. maí 1924. Hún lést í Reykjavík 1. maí 2019. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson, steinsmiður í Reykjavík, f. 30. júní 1858, d. 23. nóv. 1930, og Sigfríður Gestsdóttir, f. 23. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 211 orð | 1 mynd

Kristín Óskarsdóttir

Kristín Óskarsdóttir fæddist 16. júlí 1981. Hún lést 24. apríl 2019. Útförin fór fram 6. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 689 orð | 1 mynd

Magnús Ingólfsson

Magnús Ingólfsson fæddist á Sandfellshaga í Öxarfirði 24. september 1940. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 27. apríl 2019. Foreldrar hans voru Ingólfur Kristjánsson, f. 8.9. 1889, d. 9.1. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 2490 orð | 1 mynd

Margrét Guðrún Kristjánsdóttir

Margrét Guðrún Kristjánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 3.6. 1931. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5.5. 2019. Faðir var Kristján Benediktsson, f. 3.3. 1896, d. 6.7. 1974. Móðir var Þóra Guðlaug Jónsdóttir, f. 25.11. 1894, d. 24.3. 1970. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 469 orð | 1 mynd

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson fæddist 14. febrúar 1983. Hann lést 6. apríl 2019. Útförin fór fram í kyrrþey 15. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 532 orð | 1 mynd

Snædís Gunnlaugsdóttir

Snædís Gunnlaugsdóttir fæddist 14. maí 1952. Hún lést 22. október 2018. Bálför Snædísar fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2019 | Minningargreinar | 3985 orð | 1 mynd

Stefán Már Haraldsson

Stefán Már Haraldsson fæddist í Reykjavík 9. júlí 1980. Hann lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 21. apríl 2019. Foreldrar Stefáns eru Helga Steingerður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 187 orð | 1 mynd

Festa kaup á Pappír hf.

Fyrirtækið Umbúðir & Ráðgjöf hefur fest kaup á Pappír hf. Meira
14. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 133 orð | 1 mynd

Seðlabankaskýrsla frestast enn

Seðlabanki Íslands hefur greint frá því að boðuð skýrsla á hans vegum um neyðarlánið sem bankinn veitti Kaupþingi í október 2008 upp á 500 milljónir evra frestist um a.m.k. 10 daga frá áður áætlaðri birtingu. Þann 30. Meira
14. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 582 orð | 2 myndir

Þúsundir náðu í þjónustuappið Noona á einni viku

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nálægt þrjú þúsund manns hafa náð í app markaðstorgsins Noona á aðeins einni viku, en með appinu getur almenningur bókað tíma hjá 100 ólíkum þjónustufyrirtækjum. Meira

Fastir þættir

14. maí 2019 | Fastir þættir | 176 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 Rd7...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 Rd7 8. Be2 g6 9. O-O De7 10. Hb1 Bg7 11. cxd5 exd5 12. b4 b5 13. a4 a6 14. a5 O-O 15. Ra2 Rf6 16. Re5 Bb7 17. Hc1 Hac8 18. Rd3 Re4 19. Rc3 Rd6 20. Kh1 h5 21. He1 Hfe8 22. Bf1 Dh4 23. Meira
14. maí 2019 | Í dag | 119 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
14. maí 2019 | Árnað heilla | 99 orð | 1 mynd

Elín Kristófersdóttir

70 ára Elín er fædd í Ytri-Njarðvík en flutti til Hafnarfjarðar tíu ára og býr þar. Hún er hætt að vinna en starfaði við verslun og þjónustu og við umönnun á Sólvangi og Hrafnistu. Maki : Einar Sigursteinsson, f. 1950, kerfisfræðingur hjá Isavia. Meira
14. maí 2019 | Í dag | 228 orð

Fíll með rana og kúadellur á Svalbarðsströnd

Helgi R. Einarsson yrkir „Morgunn í Dresden“: Himinninn fagur og fríður, morgunnmaturinn bíður. eitthvað hjá mér og einnig hjá þér ekki við einteyming ríður. Meira
14. maí 2019 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

Fæðingarsársauki óbærilegur

Útvarpsmaðurinn Jón Axel sagði í síðustu viku að hann hefði oft velt því fyrir sér hvernig tilfinning það væri að fæða barn. Kristín Sif tók hann á orðinu og mætti með tæki sem framkallar samskonar sársauka og bauð honum að prófa. Meira
14. maí 2019 | Árnað heilla | 906 orð | 3 myndir

Glaðværðin alltumlykjandi

Karl Kristján Sigurðsson fæddist 14. maí 1918 á Ísafirði, nánar tiltekið í húsi sem kallast Rómaborg og tilheyrir í dag Sundstræti. Þegar Kalli var á fyrsta ári flutti fjölskyldan út í Hnífsdal en þar hefur hann búið stærstan hluta ævi sinnar. Meira
14. maí 2019 | Í dag | 48 orð

Málið

Sé samanburður „ekki markverður“ er hann ekki merkilegur , ekki þess virði að honum sé veitt athygli, óþarfi að bera það saman sem borið var saman. En meiningin var að samanburðurinn væri ekki marktækur , þ.e. Meira
14. maí 2019 | Árnað heilla | 87 orð | 1 mynd

Sigríður Eiríka Jónsdóttir

60 ára Sigríður er fædd í Ytri-Njarðvík, ólst upp í Keflavík, bjó lengi á Suðureyri en býr núna í Ytri-Njarðvík. Hún hefur verið dagmóðir frá 1996, en vann ýmis störf fram að því. Maki : Ólafur Reynir Svavarsson, f. 1952, fyrrverandi sjómaður. Meira
14. maí 2019 | Fastir þættir | 166 orð

Verðugt viðfangsefni. S-Allir Norður &spade;4 &heart;Á832 ⋄43...

Verðugt viðfangsefni. S-Allir Norður &spade;4 &heart;Á832 ⋄43 &klubs;DG10987 Vestur Austur &spade;DG973 &spade;865 &heart;D76 &heart;10954 ⋄K102 ⋄G8765 &klubs;32 &klubs;4 Suður &spade;ÁK102 &heart;KG ⋄ÁD9 &klubs;ÁK65 Suður spilar 6G. Meira

Íþróttir

14. maí 2019 | Íþróttir | 32 orð | 1 mynd

Austurríki Undanúrslit, annar leikur: West Wien – Alpla Hard 29:22...

Austurríki Undanúrslit, annar leikur: West Wien – Alpla Hard 29:22 • Viggó Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir West Wien, Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 og Guðmundur Hólmar Helgason 1. *Staðan er jöfn,... Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 849 orð | 1 mynd

Byrja titilvörnina af krafti

Keflavík/Kórinn/Árbær Jóhann Ingi Hafþórsson Bjarni Helgason Guðmundur Hilmarsson Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks unnu sannfærandi 3:0-útisigur á Keflavík í 3. umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi, Pepsi Max-deildinni. Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 788 orð | 3 myndir

Er krísa á Hlíðarenda?

3. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ekki þarf að eyða mörgum orðum í það sem hefur komið mest á óvart í fyrstu þremur umferðum úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Frakkland JL Bourg – Nanterre 75:70 • Haukur Helgi Pálsson...

Frakkland JL Bourg – Nanterre 75:70 • Haukur Helgi Pálsson lék í 29 mínútur fyrir Nanterre,skoraði ekki stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 531 orð | 2 myndir

Fremsta sóknarliðið sækir besta varnarliðið heim

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Klukkan 18.30 í kvöld verður flautað til fyrsta úrslitaleiks Hauka og Selfoss um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla á heimavelli Hauka, Schenker-höllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 172 orð

KEFLAVÍK – BREIÐABLIK 0:3 HK/VÍKINGUR – SELFOSS 0:1 FYLKIR – KR 2:1

Keflavík – Breiðablik 0:3 0:1 Agla María Albertsdóttir 38.. 0:2 Hildur Antonsdóttir 54. 0:3 Berglind Björg Þorvaldsd. 72. Gul spjöld Natasha, Þóra Kristín (Keflavík), Heiðdís (Breiðabliki) MM Agla María Albertsdóttir (Breið. Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 34 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Origo-völlur: Valur...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Origo-völlur: Valur – Stjarnan 19.15 Mjólkurbikar kvenna, 2. umferð: Eimskipsvöllur: Þróttur R. Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 233 orð | 2 myndir

* Orri Freyr Gíslason , fyrirliði handknattleiksliðs Vals, hefur ákveðið...

* Orri Freyr Gíslason , fyrirliði handknattleiksliðs Vals, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Vals í gær. Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 880 orð | 3 myndir

Óstöðvandi eftir Íslandsför

Man. City Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er erfiðasti titill sem ég hef unnið á ferlinum. Sá langerfiðasti,“ sagði Pep Guardiola til að undirstrika hve lítið mátti út af bera þegar Manchester City varð Englandsmeistari á... Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild kvenna HK/Víkingur – Selfoss 0:1 Keflavík &ndash...

Pepsi Max-deild kvenna HK/Víkingur – Selfoss 0:1 Keflavík – Breiðablik 0:3 Fylkir – KR 2:1 Staðan: Breiðablik 33009:19 Valur 22008:26 Stjarnan 22002:06 Þór/KA 32017:66 Fylkir 32014:46 HK/Víkingur 31021:23 ÍBV 31023:53 Selfoss 31022:53... Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 46 orð | 1 mynd

Sjö marka heimasigur

Viggó Kristjánsson átta góðan leik með West Wien í gærkvöldi þegar liðið vann Alpla Hard, 29:22, í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik. Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Vill aðstoða KR í keppninni við Val

Körfuknattleiksliði KR í kvennaflokki barst mikill liðsstyrkur í gær þegar landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir skrifaði undir eins árs samning við félagið. Meira
14. maí 2019 | Íþróttir | 300 orð | 1 mynd

Það er gaman að sjá hversu fljót Dagný Brynjarsdóttir hefur verið að...

Það er gaman að sjá hversu fljót Dagný Brynjarsdóttir hefur verið að stimpla sig aftur inn í lið Orlando Pride í Bandaríkjunum. Meira

Ýmis aukablöð

14. maí 2019 | Blaðaukar | 795 orð | 8 myndir

„Ég hef alltaf elskað Eurovision!“

Fjölmargir kannast við skemmtikraftinn og hárgreiðslumanninn Skjöld Eyfjörð sem rak lengi hárstofuna Skjöldur 101 í miðborginni og kom reglulega fram í skemmtilegum blaðaviðtölum. Margrét Hugrún Gústavsdóttir margret.hugrun@gmail.com Meira
14. maí 2019 | Blaðaukar | 427 orð | 5 myndir

„Við verðum að vera á Íslandi 18. maí ef við vinnum“

Poppstjarnan Friðrik Ómar Hjörleifsson tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins hérlendis í febrúar með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Þótt lagið hafi ekki komist áfram er Friðrik Ómar samt kominn til Tel Aviv. Marta María | mm@mbl.is Meira
14. maí 2019 | Blaðaukar | 900 orð | 3 myndir

Gluggi inn í menningu og mannlíf Evrópu

Í nærri hálfa öld hefur Sverrir Gestsson fylgst mög vel með Eurovision og stofnaði á sínum tíma Félag forfallinna Eurovision-aðdáenda. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
14. maí 2019 | Blaðaukar | 733 orð | 5 myndir

Hið fullkomna Eurovision-partí

Hvernig er hið fullkomna Eurovision-partí? Eigum við að halda okkur við grillaðar pylsur og Haribo í risaskál á stofuborðinu eða taka þetta upp á næsta level? Margrét Hugrún Gústavsdóttir | margret.hugrun@gmail.com Meira
14. maí 2019 | Blaðaukar | 1195 orð | 6 myndir

Hýra söngkeppnin

Allt frá því Páll Óskar hristi upp í keppninni og Dana International kom, sá og sigraði hefur hinsegin fólk orðið æ sýnilegra í Eurovision. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
14. maí 2019 | Blaðaukar | 503 orð | 1 mynd

Myndi syngja hádramatíska ballöðu og nota öfluga vindvél

Þúsundþjalasmiðurinn og fjöllistakonan Díana Omel er rosalegur Eurovision-aðdáandi. Hún elskar búningana, menningarheimana og að eigin sögn, þetta snarruglaða „show“ sem er í kring um þessa margrómuðu (og ekki) keppni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.