Greinar miðvikudaginn 26. júní 2019

Fréttir

26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 236 orð

1.300 færri nýttu sér næturakstur Strætó

Tæplega 1.300 færri farþegar nýttu sér næturakstur Strætó bs., svokallaðan næturstrætó, á fyrstu fimm mánuðum þessar árs en í fyrra. Mest var fækkunin í maí, eða fækkun um 511 farþega. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Ásgeir Pétursson sýslumaður og bæjarfógeti

Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og bæjarfógeti í Kópavogi, lést 24. júní sl. á 98. aldursári. Ásgeir fæddist 21. mars 1922 í Reykjavík. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

„Vildum óska að hún hefði aldrei komið“

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Listaverkið „Orbis et Globus“, átta tonna steinkúla sem hefur verið kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey síðan haustið 2017 hefur verið milli tannanna á fólki í bænum frá því hún var færð á eyjuna. Þetta staðfestir Guðrún Inga Hannesdóttir sem situr í hverfisráði Grímseyjar en mikil umræða skapaðist um kúluna, sem var vinningstillaga Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn, á íbúafundi sem haldinn var snemma í mánuðinum. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Benedikt nýr bankastjóri Arion banka

Stjórn Arion banka hefur ráðið Benedikt Gíslason verkfræðing í starf bankastjóra. Benedikt hefur umfangsmikla reynslu af störfum á íslenskum fjármálamarkaði, m.a. með setu í stjórn Kaupþings og Arion og í starfshópi um afnám... Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 221 orð | 2 myndir

Biskup flytur í Katrínartún

Biskupsstofa hefur tekið á leigu fasteignina Katrínartún 4, 3. hæð, í Reykjavík. Eignin er staðsett á Höfðatorgi. Stefnt er að því að flytja í nýja húsnæðið í haust. Meira
26. júní 2019 | Erlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Boris rauf loksins þögnina í gær

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Tilkynnt verður hver tekur við af Theresu May og sest í forsætisráðherrastólinn í Bretlandi 23. júlí næstkomandi. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Duran Duran í góðu stuði í Laugardalshöll

Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran virtust engu hafa gleymt þegar þeir stigu á svið Laugardalshallar í gærkvöldi. Á meðal fyrstu laga sem hljómuðu á tónleikum sveitarinnar voru A View To A Kill og The Wild Boys sem lengi hafa notið vinsælla. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Frederiksen nýr forsætisráðherra Dana

Mette Frederiksen, formaður jafnaðarmanna, er nýr forsætisráðherra Danmerkur. Hún mun leiða minnihlutastjórn flokks síns, sem studd verður af þingmönnum Einingarlistans, Sósíalíska þjóðarflokksins og Radikale Venstre. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 265 orð

Funda stíft með risunum

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn Icelandair Group stefna að því að ljúka viðræðum við Airbus og Boeing um framtíðarskipan flugvélaflota félagsins fyrir lok septembermánaðar. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Færri bóka sólarlandaferðir á síðustu stundu

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sólskinsveðrið í júní hefur áhrif á sölu sumarferða og hafa færri bókað ferðir til sólarlanda á síðustu stundu í ár en í fyrra, að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns Úrvals-Útsýnar. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Hagaskóli lagfærður

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við erum að bregðast við lélegum loftgæðum í átta stofum í Hagaskóla og minnka koltvísýring í þeim. Undirbúningur þeirra framkvæmda hófst í byrjun júní. Meira
26. júní 2019 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Herlögregla skaut fimm háskólanema

Herlögregla í Hondúras skaut og slasaði að minnsta kosti fimm háskólanema á mánudag vegna mótmælaaðgera stúdentanna. Hundruð nemenda við Þjóðarháskóla Hondúras (e. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Hittust eftir hálfa öld

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Hlutfall reiðufjár sjaldan hærra

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall reiðufjár í umferð á Íslandi var í fyrra um 2,3 prósent af landsframleiðslu. Það er næstum sama hlutfall og árið 2017 og það annað hæsta á Íslandi frá árinu 1973. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Hægir á rennsli í miðlunarlónin

Vorleysingar á vatnasviðum afl- stöðva Landsvirkjunar á hálendinu komu snemma í ár. Seinni hluta apr- ílmánaðar hækkaði talsvert í miðl- unarlónum og var staðan þá með allra besta móti. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Ísland trónir á toppnum í verðlagi

Á Íslandi var á síðasta ári hæst verðlag miðað við meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Verðlagið hér á landi var 56% ofan meðaltals ESB-ríkjanna. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Evrópu, Eurostat, fyrir árið 2018. Meira
26. júní 2019 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Komu heil á húfi úr geimferðinni

Fyrsta áhöfnin til að halda til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að geimskot misheppnaðist í október lenti heilu og höldnu á jörðinni í gær. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Kærir kosningaúrskurð til ráðuneytis

Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninga sem fram fóru 26. maí 2018, hefur verið vísað frá á þeim forsendum að kærufrestur hafi verið liðinn. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 358 orð | 2 myndir

Listamenn hafa stigið fyrstu skrefin í Kópavogi

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Salka Sól Eyfeld, söng- og leikkona, er ein af þeim sem valin var til þess að taka þátt í verkefni sem nefnt er Skapandi sumarstörf í Kópavogi 2010. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Mikill hugur í þátttakendum í hjólreiðakeppni

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hófst í gærkvöldi í Reykjavík með því að keppendur í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað en þeir hjóla hringinn í kringum landið. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Mjaldrarnir við góða heilsu

Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá nærðust vel um helgina og hafa það gott í umönnunarlauginni í Vestmannaeyjum. Nú búa þjálfarar mjaldranna þá undir nýjar aðstæður í Klettsvík í Vestmannaeyjum, þar sem sjórinn er kaldari en þeir hafa vanist. Meira
26. júní 2019 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Munu falla frá fleiri skuldbindingum

Íranar munu þann 7. júlí falla frá fleiri skuldbindingum en þeir höfðu tilkynnt um tengdum kjarnorkusamkomulagi þeirra sem gert var árið 2015. Frá þessu var greint í gær en Íranar höfðu 8. maí sl. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Ósk um úttekt sofnaði í nefnd

Tillaga til þingsályktunar um að flýta óháðri úttekt á Landeyjahöfn, sem allir þingmenn Suðurkjöræmis fluttu, fékk ekki afgreiðslu fyrir þingfrestun. Tillagan var lögð fram á Alþingi í maí sl. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

RAX

Taktar Það vantaði ekki tilþrifin þegar knattspyrnumenn framtíðarinnar létu til sín taka á Norðurálsmótinu á Akranesi um liðna helgi. Þangað mæta um 1.500 keppendur... Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Ráðist verður í frekari hagræðingu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýr forstjóri Íslandspósts segir að stjórnendur einbeiti sér að því að taka til í rekstri fyrirtækisins, ekki síst yfirbyggingu. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Reyna aftur við Belgíu

Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísafirði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin í brotajárn, þurftu að snúa við í fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni. Þau voru þá komin fyrir Straumnes. Skipin komu til Ísafjarðar í gærmorgun. Meira
26. júní 2019 | Erlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Rússar aftur á Evrópuuþingið

Rússum var í gær veitt full aðild á ný að þingi Evrópuráðsins. Höfðu þeir síðastliðin fimm ár verið án kosningaréttar eftir að hafa verið sviptir honum í kjölfar innlimunar þeirra á Krímskaga. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Segir veginn skemmdan

Vegur var loks lagður að Þverárkoti við rætur Esju snemma í vor en nú segir dóttir ábúandans, Kolbrún Anna Sveinsdóttir, að illa hafi verið gengið frá veginum og Vegagerðin beinlínis skemmt hann þegar starfsfólk hennar ætlaði að ganga frá veginum. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 593 orð | 2 myndir

Skotar sýna klærnar við Rockall-svæðið

Baksvið Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Niðurstaða þjóðaratkvæðis Breta um útgöngu eða veru Bretlands í Evrópusambandinu virðist aftur hafa gert Hatton Rockall-svæðið að þrætuepli. Eru það nú Skotar og Írar sem deila mjög um fiskveiðar þar, en svæði þetta má finna suður af Íslandi og vestan Bretlandseyja. Segja skoskir ráðamenn írska sjómenn nú mega búast við handtöku haldi þeir veiðum sínum áfram innan 12 mílna landhelgi við Rockall-klettinn. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Aukning hefur orðið á varpi skúms á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafellssýslu á meðan töluverð fækkun hefur orðið á varpi á Breiðamerkursandi. Þetta staðfestir dr. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Slípa burt ummerkin

Ráðist verður í viðgerðir á Helgafelli fyrir ofan Hafnarfjörð fljótlega, en í berg fjallsins voru ristar stórar áletranir og myndir af getnaðarlimum fyrr í júní. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Stjórn LV svarar FME í dag

Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) vinnur að því að svara fyrirspurnum Fjármálaeftirlitsins (FME) varðandi útskiptingu VR á sínum fjórum stjórnarmönnum. Meira
26. júní 2019 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Verðlag á Íslandi hæst í Evrópu

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samanburður á neysluútgjöldum heimila í löndum Evrópu sýnir að verðlag á Íslandi er hæst. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Evrópu, Eurostat, fyrir síðasta ár. Meira

Ritstjórnargreinar

26. júní 2019 | Leiðarar | 721 orð

Erfiði er eitt, erindi annað

Óskhyggjan er oft á ferðinni. Jafnvel á hinum stærstu sviðum mannlífsins Meira
26. júní 2019 | Staksteinar | 163 orð | 2 myndir

Þarf dulsálfræðing

Ekki er langt síðan þriggja manna þingflokkur fékk vinnustaðasálfræðing til að ná utan um stjórnmálalegan ágreining. Flokkur, sem vildi segja íslenskri þjóð eitt „áður en ég dey“ setti fullveldið í öndvegi alls þess sem vert væri að berjast fyrir. Þau fögru fyrirheit voru seld ódýrt fyrir ráðherrastóla vorið 2009. Páll Vilhjálmsson skrifar: Meira

Menning

26. júní 2019 | Hönnun | 182 orð | 1 mynd

Bakgrunnur varð að fatahengi

Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Meira
26. júní 2019 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd

Cardi B sigursæl á BET-verðlaunum

Hipphopp-tónlistarkonan Cardi B hlaut tvenn verðlaun á bandarísku BET-verðlaunahátíðinni sem haldin var á sunnudag. Meira
26. júní 2019 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Krantz látin

Judith Krantz er látin, 91 árs að aldri. Krantz fæddist í New York árið 1928 og hóf ekki að skrifa skáldsögur fyrr en hún varð fimmtug. Meira
26. júní 2019 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Mókrókar leika á Múlanum í kvöld

Sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans, Jazz með útsýni , heldur áfram göngu sinni á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Þá kemur fram hljómsveitin Mókrókar sem landaði öðru sæti í Músíktilraunum í fyrra. Meira
26. júní 2019 | Tónlist | 82 orð | 1 mynd

Schola Cantorum á hádegistónleikum

Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, heldur hádegistónleika í kirkjunni kl. 12 alla miðvikudaga frá 19. júní til 28. ágúst í sumar, að undanskildum 18. júlí. Meira
26. júní 2019 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Segir verkin enn þá góð

Enska leikkonan Judi Dench segir að þrátt fyrir að hún fordæmi hegðun og brot framleiðandans Harvey Weinstein og leikarans Kevin Spacey þá hafi hún áhyggjur af því að verk þeirra gleymist, að því er fram kemur á vef dagblaðsins Guardian . Meira
26. júní 2019 | Myndlist | 686 orð | 1 mynd

Tenging við að fara úr skónum

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Míní-míní múltíversa er heiti sýningarinnar sem Ragnheiður Káradóttir myndlistarkona er að setja upp í D-sal Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsi og verður opnuð annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20. Hún er 38. listamaðurinn sem er boðið að setja upp í salnum sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni og á sýningunni kveðst hún kanna mörk á milli hins manngerða og náttúrulega. Meira
26. júní 2019 | Tónlist | 470 orð | 2 myndir

Vilja valdefla ungt tónlistarfólk

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Mikið líf var í Iðnó á dögunum þegar nokkrar þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem náðu langt í síðustu Músíktilraunum hittu og léku fyrir lykilaðila í íslensku tónlistarlífi. Meira

Umræðan

26. júní 2019 | Pistlar | 428 orð | 1 mynd

Af okkar Pósti

Í gær var kynnt fyrir Alþingi ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Um er að ræða stjórnsýsluúttekt sem Ríkisendurskoðun var falið að framkvæma að beiðni fjárlaganefndar. Meira
26. júní 2019 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Ferðaþjónustan er afæta á þjóðfélaginu

Eftir Guðvarð Jónsson: "Réttara væri að ferðamenn greiddu veggjald sem stæði undir því álagi sem milljónir ferðamanna valda." Meira
26. júní 2019 | Aðsent efni | 930 orð | 3 myndir

Við þurfum að stíga á bremsuna

Eftir Óla Björn Kárason: "Það dugar þingmönnum ekki lengur að vísa til þess að þeir ætli að tryggja „nægilega“ fjármuni til að reka sameiginlegt velferðar- og menntakerfi." Meira
26. júní 2019 | Aðsent efni | 992 orð | 5 myndir

Þungar ávirðingar

Eftir Birnu Jónsdóttur, Reyni Arngrímsson, Stein Jónsson, Þorbjörn Jónsson og Þórarin Guðnason: "Atvinnurógur getur haft alvarlegar afleiðingar. Í þessu tilfelli kemur hann beint úr æðstu valdastöðum heilbrigðiskerfisins. Það eykur enn frekar á alvöru málsins." Meira

Minningargreinar

26. júní 2019 | Minningargreinar | 1506 orð | 1 mynd

Gréta Sigríður Haraldsdóttir

Gréta Sigríður Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1939. Hún lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 6. júní 2019. Foreldrar hennar voru Helga Guðrún Jakobsdóttir frá Blönduósi, f. 24. desember 1915, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
26. júní 2019 | Minningargreinar | 2795 orð | 1 mynd

Helga Loftsdóttir

Helga Loftsdóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1939. Hún lést á Vífilsstöðum 19. júní 2019. Foreldrar hennar eru Laufey Einarsdóttir, f. 4. júlí 1909, d. 9. október 1991, og Loftur Georg Jónsson, f. 20. september 1902, d. 20. febrúar 1969. Meira  Kaupa minningabók
26. júní 2019 | Minningargreinar | 988 orð | 1 mynd

Jón Friðrik Möller

Jón Friðrik Möller píanóleikari fæddist í Reykjavík 29. desember 1939. Hann lést 18. júní 2019. Foreldrar hans voru Tage Möller, kaupmaður og tónlistarmaður, og Margrét Jónsdóttir Möller húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
26. júní 2019 | Minningargreinar | 1071 orð | 1 mynd

Rúnar Heiðmar Guðmundsson

Rúnar Heiðmar Guðmundsson fæddist 11. mars 1972. Hann lést 8. júní 2019. Útför hans fór fram frá Akureyrarkirkju 25. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók
26. júní 2019 | Minningargreinar | 968 orð | 1 mynd

Sigríður Sigurbjörnsdóttir

Sigríður Sigurbjörnsdóttir fæddist í Hafnarfirði 28. ágúst 1934. Hún lést á Landakotsspítala 27. maí 2019. Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Magnússon, rakari, f. 2. október 1910, d. 20. september 1994, og Gunnþórunn Egilsdóttir, kaupmaður, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
26. júní 2019 | Minningargreinar | 1049 orð | 1 mynd

Sjöfn Guðmundsdóttir

Sjöfn Guðmundsdóttir fæddist 22. ágúst 1935 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum 14. júní 2019. Útför Sjafnar fór fram frá Seltjarnarneskirkju 25. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

26. júní 2019 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2 Be7 5. Bg2 d5 6. Rf3 O-O 7. O-O...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2 Be7 5. Bg2 d5 6. Rf3 O-O 7. O-O Rbd7 8. Dc2 c6 9. Hd1 b6 10. Bf4 Ba6 11. Rbd2 Rh5 12. Be3 Bd6 13. Hac1 De7 14. Bg5 f6 15. Be3 Hfc8 16. Da4 Bb7 17. cxd5 exd5 18. Re1 g6 19. Rd3 Rg7 20. Bh3 Re6 21. Rf3 a5 22. Meira
26. júní 2019 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
26. júní 2019 | Í dag | 262 orð

Af bullyrðingu og fögru mannlífi

Og Sigurlín Hermannsdóttir orti á Leir um „orðræðuna“ á Alþingi: Fæðist oft ein og ein fullyrðing, ef fegruð er kallast má gullyrðing ef ei er að marka hvað menn eru þjarka ég býst við að þar fari bullyrðing. Meira
26. júní 2019 | Fastir þættir | 171 orð

Gott útspil. N-AV Norður &spade;102 &heart;93 ⋄98643 &klubs;KG86...

Gott útspil. N-AV Norður &spade;102 &heart;93 ⋄98643 &klubs;KG86 Vestur Austur &spade;ÁG43 &spade;D9765 &heart;10876 &heart;G54 ⋄10 ⋄72 &klubs;9754 &klubs;Á102 Suður &spade;K8 &heart;ÁKD2 ⋄ÁKDG5 &klubs;D3 Suður spilar 3G. Meira
26. júní 2019 | Í dag | 211 orð | 1 mynd

Hin margslungna og slæga Anna

Danska framhaldsþætti hef ég í hávegum, ef þeir eru góðir, sem gjarnan er tilfellið. Ég horfði með mikilli áfergju á fyrstu tvær seríurnar af dönsku þáttunum um svakalegu svikamillurnar (Bedrag) og nú er sú þriðja langt gengin. Meira
26. júní 2019 | Árnað heilla | 539 orð | 4 myndir

Í yndisskógi með miklu fuglalífi

Svanhildur Þorgilsdóttir er fædd 26. júní 1939 í gamla torfbænum á Þverá í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu, í stofu bæjarins þar sem Kaupfélag Þingeyinga var stofnað árið 1882. Árið 1948 flutti fjölskyldan að Daðastöðum í Reykjadal. Meira
26. júní 2019 | Í dag | 49 orð

Málið

Bitbein er deiluefni . Að vera eða verða bitbein einhverra er að verða það sem deilt er um : „Í skilnaðarmálum verður heimilishundurinn ósjaldan bitbein hjónanna. Meira
26. júní 2019 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

Reykjavík Vilgeir Svan Gunnarsson fæddist 6. desember 2018 kl. 22.53 í...

Reykjavík Vilgeir Svan Gunnarsson fæddist 6. desember 2018 kl. 22.53 í Reykjavík. Hann vó 4.076 g við fæðingu og var 55 cm að lengd. Foreldrar hans eru Gunnar Ingi Valgeirsson og Ragnhildur Rún Vilmundardóttir... Meira
26. júní 2019 | Árnað heilla | 66 orð | 1 mynd

Silja Dögg Ósvaldsdóttir

50 ára Silja er Reykvíkingur og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands: Hún á og rekur bókhaldsstofuna Fast land. Maki : Valgeir Magnússon, f. 1968, stjórnarformaður hjá Pipar\TBWA auglýsingastofu. Börn : Hildur Eva, f. 1991, og Gunnar Ingi, f. 1993. Meira
26. júní 2019 | Í dag | 92 orð | 1 mynd

Versta ábreiðan

Á þessum degi árið 2008 birti Total Guitar-tímaritið niðurstöður könnunar um bestu og verstu ábreiður allra tíma. Celine Dion átti þá verstu og var hún af laginu „You Shook Me All Night Long“ eftir AC/DC. Meira
26. júní 2019 | Árnað heilla | 78 orð | 1 mynd

Örn Aanes Gunnþórsson

40 ára Örn er Selfyssingur og er bifvélavirki og þjóðfræðingur að mennt. Hann er vélaeftirlitsmaður hjá Vinnueftirliti ríkisins. Hann er einnig starfandi tónlistarmaður. Maki : Þórhildur Edda Sigurðardóttir, f. 1984, mannfræðingur. Börn : Sindri Þór, f. Meira

Íþróttir

26. júní 2019 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Antetokounmpo valinn bestur

Gríski framherjinn Giannis Antetokounmpo eða „Gríska undrið“ eins og hann er jafnan kallaður hefur verið útnefndur besti leikmaðurinn í NBA-deildinni í körfuknattleik á nýafstaðinni leiktíð. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd

„VAR þetta mark?“ spurði ég sambýliskonu mína sem var að...

„VAR þetta mark?“ spurði ég sambýliskonu mína sem var að gefa sex mánaða gömlum syni okkar að borða og hafði ekki litið á sjónvarpsskjáinn í gott korter. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Elvar Már samdi við Borås Basket

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Borås Basket. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 262 orð | 2 myndir

Evrópuþjóðir taka völdin

HM í Frakklandi Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Bandaríkin verða eina þjóðin utan Evrópu í 8-liða úrslitum HM kvenna í fótbolta sem hefjast annað kvöld. Það er algjört einsdæmi í sögu mótsins og gæti hjálpað íslenska landsliðinu í framtíðinni. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Heldur sigurganga Víkinga áfram?

Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast í kvöld þegar ÍBV og Víkingur eigast við á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum þar sem flautað verður til leiks klukkan 18. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 706 orð | 2 myndir

Heldur uppi lögum og reglu innan og utan vallar

Handbolti Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Ég tek við mjög góðu búi, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Grímur Hergeirsson í samtali við Morgunblaðið, en hann var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss í handknattleik sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í vor. Grímur samdi til tveggja ára. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Inkasso-deild kvenna Þróttur R – ÍA 3:0 Linda Líf Boama 9., Lauren...

Inkasso-deild kvenna Þróttur R – ÍA 3:0 Linda Líf Boama 9., Lauren Wade 28., 57. Haukar – FH 1:2 Elín Björg Símonardóttir 70. – Selma Dögg Björgvinsdóttir 42., Birta Georgsdóttir 68. Staðan: Þróttur R. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 795 orð | 3 myndir

Keflavík er á allra vörum

7. umferð Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Ef einhver var enn að efast um að aðeins tveggja liða barátta yrði um Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í ár verður sá hinn sami sennilega að láta af þrjóskunni. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Hásteinsvöllur: ÍBV...

KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Hásteinsvöllur: ÍBV – Víkingur 18.00 Inkasso-deild karla: Framvöllur: Fram – Þróttur R 19.15 Inkasso-deild kvenna: Hertz völlur: ÍR – Fjölnir 19.15 Kópavogsv. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Linda og Wade sáu um ÍA í toppslagnum

Þróttur R. vann öruggan 3:0-sigur á ÍA í toppslag í 1. deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Þar með skilja fjögur stig liðin að þegar þau hafa leikið þriðjung leikja sinna í sumar en Þróttur er með 15 stig á toppnum. FH skaut sér upp í 2. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Lovísa samdi við Hauka til eins árs

Haukar staðfestu í gær frétt mbl.is frá því í apríl, þegar félagið greindi frá því á fréttamannafundi að Lovísa Björt Henningsdóttir muni leika með Haukum á næstu leiktíð. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 201 orð | 3 myndir

*Markvörðurinn Patrik Gunnarsson skrifaði í gær undir nýjan fjögurra ára...

*Markvörðurinn Patrik Gunnarsson skrifaði í gær undir nýjan fjögurra ára samning við enska B-deildarliðið Brentford. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 198 orð | 3 myndir

*Miðvörðurinn Teitur Magnússon skrifaði í gær undir tveggja ára samning...

*Miðvörðurinn Teitur Magnússon skrifaði í gær undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið OB. Teitur er 18 ára gamall en hann kemur til félagsins frá FH í Hafnarfirði þar sem hann er uppalinn. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Mæta Svíum í tveimur leikjum

Íslenska karlandsliðið í handknattleik mætir Svíum í tveimur vináttuleikjum í október en þeir eru liður í undirbúngi liðsins fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Svíþjóð, Noregi og Austurríki í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Kristianstad 25. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 304 orð | 3 myndir

Valdimar með nýtt piltamet

Frjálsar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is FH-ingurinn Valdimar Hjalti Erlendsson sló piltamet sitt í kringlukasti þegar hann fagnaði sigri í flokki 19 ára og yngri á Vormóti ÍR á Laugardalsvelli í gærkvöld. Mótið fór þá fram í 77. sinn. Meira
26. júní 2019 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Þráinn í dönsku deildina

Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið Bjerringbro-Silkeborg til eins ár en félagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær. Meira

Viðskiptablað

26. júní 2019 | Viðskiptablað | 426 orð | 2 myndir

Aðgangur að fjármagni verði háður samfélagsábyrgð

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Framúrskarandi samfélagsskýrslur eru taldar vera ein forsenda þess að bandaríski hlutabréfamarkaðurinn haldi leiðandi stöðu sinni á heimsvísu. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 820 orð | 3 myndir

„Samkeppni sem þarf að taka alvarlega“

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hvað ef hægt væri að ýta á takka á vél og hreinlega prenta út vænt hnakkastykki eða flak? Tækni sem sumir segja að sé rétt handan við hornið gæti kippt fótunum undan íslenskum sjávarútvegi. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 211 orð | 1 mynd

Epal hagnaðist um 92 milljónir króna 2018

Hönnun Hönnunarverslunin Epal, sem er með höfuðstöðvar í Skeifunni 6 og útibú í Hörpunni, Kringlunni og á Laugavegi, hagnaðist í fyrra um 92 milljónir króna. Það er 11% aukning frá fyrra ári, þegar hagnaður fyrirtækisins nam rúmum 83 milljónum. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 176 orð | 1 mynd

Falleg fortíð og framtíð mætast

Ökutækið Eins sniðugir og rafmagnsbílar eru, þá má deila um hvort þeir séu sérstaklega falleg ökutæki. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 2774 orð | 2 myndir

Flókin leikjafræði við lausn á flotamálum Icelandair

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Enn á ný stendur Icelandair Group á tímamótum. Fyrir liggur að stjórnendur fyrirtækisins þurfa að ákvarða flotastefnu þess til komandi ára. Þar skiptir öllu að stíga rétt skref og fumlaus. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 362 orð

Frjáls viðskipti og ekki

Frelsi í viðskiptum er ein grunnforsenda þess að þau vaxi og dafni. Íhlutun af hálfu hins opinbera eða þeirra sem ekki eiga beinna hagsmuna að gæta í þeim viðskiptum sem eiga sér stað á hverjum tíma dregur úr þeim jákvæðu áhrifum sem þau geta haft. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 211 orð

Gagnslaus stofnun?

Stefán E. Stefánsson ses@mbl. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 120 orð | 1 mynd

Ganga frá samningi von bráðar

Veitingageirinn Tveir aðilar koma til greina sem nýir rekstraraðilar að nýbyggingunni við Klapparstíg þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. Þetta staðfestir Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Þingvangs. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 259 orð | 2 myndir

Gætu pantað 50 Airbus-þotur á einu bretti

Icelandair hyggst ganga frá samningum við Boeing eða Airbus fyrir lok septembermánaðar. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 176 orð | 1 mynd

Hagfræðilexíur rokkaranna

Bókin Það orðspor fer af hagfræðingum að þeir séu tiltölulega litlausir og uni sér best inni í dimmum kompum þar sem þeir geta dundað sér í friði með Excel-skjöl sín og skruddur. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 124 orð | 2 myndir

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands síðdegis í gær var ísjakinn um 28 sjómílur norðvestur af Horni á Hornströndum. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 628 orð | 1 mynd

Kolefnisjöfnun allra tvinnbíla Toyota

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Toyota á Íslandi skrifaði nýverið undir samning þar sem kveðið er á um kolefnisjöfnun allra nýrra tvinnbifreiða fyrirtækisins. Með þessu vilja forsvarsmenn þess halda áfram að vera leiðandi í umhverfismálum hér á landi. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 808 orð | 4 myndir

Margar ástæður að baki veikingu

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Styrkjandi áhrif af komum ferðamanna yfir sumarmánuðina eru mögulega ekki enn komin fram og óvæntur samdráttur varð í erlendum nýfjárfestingum í ríkisskuldabréfum. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 575 orð | 1 mynd

Má nýta þekkingu, sem aflað er, í þágu nýs vinnuveitanda?

... hefur orðið vart við að sett séu sérstök samkeppnisákvæði í ráðningarsamninga, þar sem starfsmaður gengst undir bann við því að hefja starf hjá keppinaut eða aðila á sama eða sambærilegum markaði, í tiltekinn tíma, stundum að viðlögðum sektum. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 25 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Tölvutek hættir rekstri Rekinn ef þú hlýðir ekki Ragnari Þór Gjafakort líklega tapað fé Nýtt húsnæði Tölvuteki að falli Íbúi í skýjunum með nýjan... Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 202 orð | 2 myndir

Mun fylla alla sali hallarinnar

Sjávarútvegssýningin „Sjávarútvegur 2019“ verður haldin í Laugardalshöll í haust, en sýningin var síðast haldin árið 2016. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 15 orð | 1 mynd

Smærri vélar til Manchester

Icelandair mun í sumar nýta flugvélar úr innanlandsflugi Air Iceland Connect til Manchester og... Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 799 orð | 1 mynd

Taka líbrunni ekki opnum örmum

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Seðlabankar og alþjóðlegar fjármálastofnanir eru á tánum vegna fyrirhugaðrar rafmyntar Facebook og samstarfsaðila samfélagsmiðilsins. Ef líbran næði mikilli útbreiðslu gæti hún veikt tök stjórnvalda á eigin peningamörkuðum og torveldað hagstjórn í niðursveiflum. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 159 orð | 1 mynd

Til að vita hvaða umsækjendur ætti að varast

Forritið Eitt erfiðasta og um leið afdrifaríkasta verkefni stjórnenda er að ráða til sín gott fólk. Fara þarf rækilega í saumana á starfsumsóknum, ræða við meðmælendur og reyna að mæla út umsækjandann í viðtali. En hvað svo? Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 230 orð | 1 mynd

ÚR kaupir fiskiskip frá Grænlandi

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur gengið frá kaupum á grænlenska fiskiskipinu Aja Aaju, sem smíðað var árið 1988. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 559 orð | 2 myndir

Vanhugsaður sykurskattur

Landlæknisembættið viðurkennir að tölur um sykurneyzlu séu gamlar og fé skorti til að gera haldbærar kannanir á mataræði. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 760 orð | 1 mynd

Vísitala samfélagslegrar ábyrgðar á uppleið

Greina má mikinn áhuga á starfsemi Kolviðar og undanfarið hafa samningar náðst við fjölda fyrirtækja um að kolefnisjafna starfsemi þeirra að hluta eða að öllu leyti. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 222 orð | 1 mynd

Yfir 1.000 sæti í boði á Granda

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Auglýst verður eftir rekstraraðilum fyrir veitingastað í uppgert húsnæði Slysavarnafélagsins á Granda í lok sumars. Meira
26. júní 2019 | Viðskiptablað | 318 orð | 1 mynd

Þurrkar minnka tekjur veiðihúsa

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þurrkatímabilið sem staðið hefur hér á landi í maí og júní hefur haft slæm áhrif á veiði í helstu veiðiám landsins, og veiðihúsin verða af tekjum vegna þessa. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.