Greinar föstudaginn 9. ágúst 2019

Fréttir

9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 601 orð | 1 mynd

100 ára gömul og telur annríki lykilinn að langlífi

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Guðrún Magnúsdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag en hún fæddist 9. ágúst 1919 í Árnessýslu. Foreldrar hennar voru Magnús Árnason bóndi, hreppstjóri og fjallkóngur í bænum Flögu í Árnessýslu, og Vigdís Stefánsdóttir. Er hún næstelst af níu systkinum sem öll eru nú látin. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 214 orð

Annir hjá lögreglu og sjúkraliði

Fjórir einstaklingar voru í fólksbíl sem lenti í árekstri við olíuflutningabíl á Suðurlandsvegi í gær. Tveir þeirra voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er talið að áverkar þeirra séu lífshættulegir. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi var 3,3% í júní

Skráð atvinnuleysi var að meðaltali 4,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þá var atvinnuleysi 3,3% í júní, en samtals voru 6.800 atvinnulausir í mánuðinum samkvæmt árstíðaleiðréttingu. Það er um 1,5% minna en í maí. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Sú breska Ein þekktasta flugvél seinna stríðs, Supermarine Spitfire, á Reykjavíkurflugvelli í gær eftir flug frá norðurströnd Skotlands. Yfir 20.000 eintök voru framleidd á árunum... Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 74 orð

Barnadagur í Viðey

Fjölbreytt dagskrá verður í Viðey nk. sunnudag á svonefndum barnadegi. Frá kl. 13-16 verða ýmsar uppákomur. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Beittu hlerun 40% oftar

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Lögregluembættið á Suðurnesjum og lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu drógu í rúmt ár að svara bréfi ríkissaksóknara sem báðum embættum var skylt að svara. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 90 orð

Bréf Icelandair hafa lækkað um 13,3% á einni viku

Icelandair Group lækkaði um 1,35% í Kauphöll Íslands í gær í 70 milljóna króna viðskiptum. Stendur gengi félagsins nú í 8,05 krónum á bréfið. Eftir lokun markaðar hinn 1. Meira
9. ágúst 2019 | Innlent - greinar | 267 orð | 5 myndir

Engar feilnótur í Hertfordshire

Er hægt að endurnýja hús þannig að öll frumeinkenni haldi sér? Svarið er já eða alla vega í tilfelli húss nokkurs sem arkitektinn Jørn Utzon hannaði í Englandi 1961. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 362 orð | 2 myndir

Enski boltinn fer af stað í dag

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Fyrsti leikur vetrarins í enska boltanum verður leikinn á Anfield, heimavelli Liverpool, seinna í dag. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Forystan einangruð í afstöðunni

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þessi söfnun hefur farið margfalt betur af stað en ég átti nokkurn tímann von á í upphafi. Minn boðskapur er afskaplega stuttur – ég er ekki að þessu til að klekkja á nokkrum manni. Ég er að þessu til þess að fá fram vilja sjálfstæðismanna og um leið einhverja vitræna niðurstöðu í þetta ömurlega mál sem er að eyðileggja flokkinn,“ segir Jón Kári Jónsson, formaður félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, í samtali við Morgunblaðið. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 1495 orð | 6 myndir

Grátlegar skemmdir á landinu

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er grátlegt að sjá þessar skemmdir á landinu. Þær eru mannanna verk. Svona landnýting ber ekki vott um samfélagslega ábyrgð,“ segir Jóhann Kristjánsson, áhugamaður um landgræðslu. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Grænkerar flykkjast í Hafnarfjörðinn

Samtök grænkera á Íslandi munu halda sína árlegu hátíð, Vegan Festival, á Thorsplani í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag. Á svæðinu verða matarvagnar með fjölbreyttan skyndimat og annað til sölu. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 187 orð

Hagnaður milljarði minni í ár

Arion banki hagnaðist um 2,1 milljarð króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2019, samanborið við 3,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 556 orð | 2 myndir

Hjólar 620 km yfir hálendið

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Í augnablikinu finnst mér þetta góð hugmynd en það gæti breyst á næstu dögum,“ segir Óskar Þór Guðmundsson, lögreglumaður og hjólreiðakappi, sem ætlar að hjóla yfir hálendið frá heimili sínu í Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur þar sem hann mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst. Hann hleypur og hjólar til styrktar Samhjálp. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Hvítlauksristaðir humarhalar

Humar er herramannsmatur og hér gefur að líta uppskrift sem er í senn afskaplega örugg og bragðgóð. Með hráefni eins og humar ber að vanda til verka og passa upp á að ofelda hann hvorki né eyðileggja með einhverri vitleysu. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 616 orð | 4 myndir

Í kjölfar Forn-Egypta um Svartahaf

Sviðsljós Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Voru Egyptar til forna færir um að sigla bátum til langferða sem ofnir voru saman úr votlendisplöntum af grasætt? Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Jarðakaup útlendinga meðal aðalumræðuefna

Eitt aðalumræðuefnanna á fundi ríkisstjórnarinnar í Mývatnssveit í gær voru jarðakaup útlendinga. Sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is í gær að þó hafi ekki einungis verið rætt um uppkaup á landi. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 1057 orð | 5 myndir

Jarðarberin breiðast út á ný

Viðtal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Utan alfaraleiðar, ofan við skógræktina í Esjuhlíðum, má sjá rauð ber sem líta út eins og villt jarðarber. Ofar í hlíðinni má finna slík ber í snarbröttum skriðum innan um hávaxnari gróður. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 901 orð | 3 myndir

Landtenging kostar milljarða

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Af og til sprettur upp umræða um mengun frá skipum. Hún er talsvert mikil enda brennir nær allur skipafloti heimsins jarðefnaeldsneyti. Margoft hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að koma upp búnaði til að tengja skipin við raforkukerfi landsins þegar þau eru í höfn svo draga megi úr mengun. Sumir halda að aðeins þurfi að „stinga í samband“. En málið er ekki svo einfalt. Um borð í stærstu skipunum eru allt að 7.000 manns, farþegar og áhöfn, eða eins og í fjölmennum kaupstað. Raforkuþörfin er því gríðarleg. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 560 orð | 4 myndir

Loftslagsskógurinn verði skjól borgar

BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kolefnisbinding og að skapa byggð á höfuðborgarsvæðinu skjól fyrir austlægum áttum er helsti ávinningur þess að hefja stórfellda skógrækt á Mosfellsheiði, eins og nú er í undirbúningi. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Lón Landsvirkjunar fara á yfirfall

Miðlunarlón Landsvirkjunar á hálendinu eru að fyllast um þessar mundir. Hálslón og Þórisvatn eru þegar orðin full og núna vantar um 70 sm á að Blöndulón fyllist. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Lúxusmatur undir sjávarmáli

Fyrsta neðansjávarveitingastað Evrópu er að finna í Noregi en hann er á einum syðsta punkti landsins og þykir mikið meistarastykki. Staðurinn ber nafnið Under på Lindesnes. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 601 orð | 6 myndir

Lækkun olíuverðs styður við viðskiptakjörin

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir hækkandi verð sjávarafurða og lækkandi olíuverð styðja viðskiptakjör þjóðarinnar. Þá styðji lægri olíukostnaður við ferðaþjónustuna. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Mál FEB á borð borgarstjórnar

Borgarstjórn mun líklega taka fyrir mál kaupenda íbúða á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) eftir sumarfrí, að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Milljarða kostar að tengja skip

Ef tengja á erlend skemmtiferðaskip í Sundahöfn í Reykjavík við íslenska raforkukerfið þarf að setja upp búnað sem kostar milljarða króna. Þá er landtenging talin mun dýrari fyrir skipin en framleiðsla raforku um borð í þeim með jarðefnaeldsneyti. Meira
9. ágúst 2019 | Innlent - greinar | 208 orð | 2 myndir

Ný útgáfa af „Ég er eins og ég er“

Í tilefni af 20 ára afmæli Hinsegin daga var ákveðið að gera nýja útgáfu af laginu sem allir þekkja, „Ég er eins og ég er“. Það var Pálmi Ragnar Ásgeirsson í StopWaitGo sem stýrði framleiðslunni á nýju útgáfunni og fékk hann til liðs við sig söngvarann Aaron Ísak. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 389 orð | 2 myndir

Óþekkt furðudýr fannst á Kötlugrunni

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óþekkt dýr sást á Kötlugrunni, suður af landinu, í ellefu daga löngum leiðangri hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar um mánaðamót júní og júlí. Dýrið er ljósfjólublátt að lit og um tíu sentimetrar í þvermál. Meira
9. ágúst 2019 | Erlendar fréttir | 888 orð | 1 mynd

Pútín leiðtogi Rússa til æviloka?

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Í dag eru tuttugu ár liðin frá því Vladimír Pútín Rússlandsforseti komst til valda í Moskvu og þótt hann geti gegnt forsetaembættinu í fimm ár til viðbótar er þegar hafin umræða í landinu um hvernig hann geti haldið völdunum enn lengur. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Ragnar S. Halldórsson

Ragnar S. Halldórsson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Íslenska álfélagsins, lést á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn miðvikudag, 7. ágúst, 89 ára að aldri. Ragnar var fæddur í Reykjavík 1. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 226 orð

SGS vísar deilunni til Félagsdóms

Formannafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) samþykkti á fundi sínum í gær að sambandið myndi höfða mál gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir Félagsdómi þar sem látið verður reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að... Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Sigurjón Jóhannesson

Sigurjón Jóhannesson, fyrrverandi skólastjóri á Húsavík, lést 6. ágúst á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri, 93 ára að aldri. Sigurjón fæddist 16. apríl 1926, sonur hjónanna Jóhannesar Guðmundssonar kennara og Sigríðar Sigurjónsdóttur. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 114 orð

Skákmót í Árbæjarsafni á sunnudaginn

Árlegt skákmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram í Árbæjarsafni sunnudaginn 11. ágúst nk. og hefst klukkan 14. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Strætisvagn til heiðurs baráttufólki

Strætó hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í Hinsegin dögum og Gleðigöngunni, og er engin breyting á því í ár eins og sjá má. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Syngja fyrir heiminn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Feðgin úr Landeyjum leika og syngja fyrir fólk víða úr veröldinni sem nú er samankomið á heimsmeistaramóti íslenskra hestsins sem þessa dagana er haldið í Berlín í Þýskalandi. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 122 orð | 2 myndir

Tveimur vikum fyrr á ferðinni

Hin árlega haustjógúrt Örnu er komin í verslanir en það þykir tíðindum sæta þar sem jógúrtin, sem unnin er úr íslenskum aðalbláberjum, er tveimur vikum fyrr á ferðinni en venjulega. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Töskuverðið tvöfaldað

Um mánaðamótin síðustu hækkaði Air Iceland Connect verð á ýmissi aukaþjónustu. Í fésbókarhópnum Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun er vakin athygli á því að gjald fyrir tösku hafi tvöfaldast, farið úr 1.600 krónum í 3.200 krónur. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 330 orð

Vaxið um 570 milljarða

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 91 milljarð króna í júnímánuði og stóðu heildareignir þeirra af þeim sökum í 4.700 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Vestaravatn að hverfa eftir langvarandi þurrk

Ómótstæðilegur svipur litbrigða jarðar blasir við þegar flogið er í síðsumarblíðu yfir dalverpi, tjarnir og vötn á Suðurlandi. Meira
9. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Villt jarðarber vaxa í Esjuhlíðum

Utan alfaraleiðar, ofan við skógræktina í Esjuhlíðum, má sjá rauð ber sem líta út eins og villt jarðarber. Ofar í hlíðinni má finna slík ber í snarbröttum skriðum innan um hávaxnari gróður. Meira
9. ágúst 2019 | Innlent - greinar | 139 orð | 3 myndir

Ævintýraferð til Bandaríkjanna

Margir hafa saknað Kristínar Sifjar úr morgunþættinum Ísland vaknar á K100 undanfarið en Stína, eins og hún er alltaf kölluð, hefur verið í mikilli ævintýraför í Bandaríkjunum. Meira

Ritstjórnargreinar

9. ágúst 2019 | Leiðarar | 217 orð

Batamerki í samskiptum

Tyrkir og Bandaríkjamenn semja um Kúrda í Sýrlandi Meira
9. ágúst 2019 | Staksteinar | 194 orð | 2 myndir

Fréttaskot út í bláinn

Þeir fréttaskýrendur sem hrapa að niðurstöðum gætu skilið fólk eftir með þá grófu mynd að í Bandaríkjunum væru repúblikanar sem heild með almennri byssueign en demókratar á móti. Meira
9. ágúst 2019 | Leiðarar | 422 orð

Löng valdatíð

Pútín hefur ráðið ríkjum í Rússlandi í tuttugu ár og staða hans er enn sterk Meira

Menning

9. ágúst 2019 | Menningarlíf | 2242 orð | 4 myndir

Áhugaverðar sögur loða við allt

Viðtal Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
9. ágúst 2019 | Tónlist | 43 orð | 1 mynd

Hamingjan við hafið nær hápunkti sínum

Hamingjan við hafið nefnist ný bæjar- og fjölskylduhátíð í Þorlákshöfn sem hófst á þriðjudaginn og lýkur á sunnudag. Meira
9. ágúst 2019 | Bókmenntir | 166 orð | 1 mynd

Handrit Franz Kafka loksins komin í safnið

Því var fagnað í Tel Aviv á miðvikudag að síðustu skjöl og handriti rithöfundarins Franz Kafka hafa verið afhent Landsbókasafni Ísraels til varðveislu. Meira
9. ágúst 2019 | Tónlist | 1231 orð | 3 myndir

Lífrænn suðupottur

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ást, pólitík, fordómar og frelsi eru meðal yrkisefna Bubba Morthens á 33. hljóðversskífu hans, Regnbogans stræti, sem kemur út í dag. Bubbi fagnar útgáfunni með hófi í Lucky Records við Rauðarárstíg í dag kl. 17 og mun bæði árita plötuna og taka nokkur lög. Meira
9. ágúst 2019 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Mikael Máni og Lilja María í Mengi

Systkinin Mikael Máni Ásmundsson og Lilja María Ásmundsdóttir skipa dúóið Innri felustaður og koma þau fram í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld, föstudag, kl. 21. Meira
9. ágúst 2019 | Myndlist | 65 orð | 1 mynd

Plan-B í Borgarnesi

Plan-B samtímalistahátíðin hófst í Borgarnesi í gær en á henni er sjónum beint að samtímalist og samtali milli ólíkra miðla. Hátíðin stendur yfir til og með 11. ágúst og meðal viðburða er opnun sýningar í dag kl. Meira
9. ágúst 2019 | Myndlist | 130 orð | 1 mynd

Skrúður Lilýjar Erlu í SÍM-salnum

Skrúður er heiti sýningar sem Lilý Erla Adamsdóttir opnar í sal SÍM hússins, Hafnarstræti 16, í dag, föstudag, klukkan 17. Í tilkynningu segir að í óhlutbundnum verkum skapi Lilý samtal milli lita og áferðar. Meira
9. ágúst 2019 | Tónlist | 653 orð | 2 myndir

Ætlar enn að verða kóngur klár

Leikstjóri: Jon Favreau. Handrit: Jeff Nathanson. Aðalhlutverk: Donald Glover, Seth Rogen, Chiwetel Ejiofor, Alfred Woodard, Billy Eichner, John Kani, John Oliver, Beyoncé Knowles-Carter og James Earl Jones. Bandaríkin, 2019. 118 mínútur. Meira

Umræðan

9. ágúst 2019 | Aðsent efni | 340 orð | 1 mynd

Bæn fyrir umhverfi okkar, náttúru og loftslagi

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Takk fyrir þau óendanlegu forréttindi að fá að vera hluti af þessari stórfenglegu náttúru og fá að kallast þín börn. Það er sannarlega mikil blessun." Meira
9. ágúst 2019 | Aðsent efni | 986 orð | 1 mynd

Fundur Trumps og áhrif Íslands

Eftir Björn Bjarnason: "Í öllu tilliti skiptir þessi leiðtogafundur okkur Íslendinga miklu. Sögulegu og landfræðilegu tengslin eru skýr." Meira
9. ágúst 2019 | Aðsent efni | 525 orð | 1 mynd

Héraðsdómari ritar greinar

Eftir Einar S. Hálfdánarson: "Dómarinn ritaði grein um EES-samninginn meðan eiginkonan reimaði á sig skó. Það er ekki til eftirbreytni." Meira
9. ágúst 2019 | Pistlar | 407 orð | 1 mynd

Siðareglur, tjáningarfrelsi og friðhelgi

Hinn 7. ágúst sl. birtist dómsniðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins Sigurjónssonar gegn Háskólanum í Reykjavík. Umrætt mál og dómurinn er fyrir margar sakir mjög áhugaverður. Meira

Minningargreinar

9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 3094 orð | 1 mynd

Anna Vignis

Anna Vignis fæddist í Sigríðarstaðakoti í Flókadal í Fljótum 16. ágúst 1935. Hún lést 29. júlí 2019. Foreldrar hennar eru Sigrún Stefánsdóttir húsmóðir, f. 5. ágúst 1916, d. 19. janúar 2006, og Vignir Eðvaldsson hringjari, f. 11. júní 1907, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 1270 orð | 1 mynd

Benedikt Hermannsson

Benedikt Hermannsson fæddist 15. mars árið 1924 í Hvítadal í Dalasýslu. Hann lést 20. júlí 2019 á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Foreldrar hans voru Hermann Ingimundarson og Jónína Magnúsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 1997 orð | 1 mynd

Guðni Gústafsson

Guðni Gústafsson fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1939. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. júlí 2019. Foreldrar hans voru Gústaf A. Pálsson, f. 7.11. 1896, d. 9.2. 1947, múrari í Grindavík, og Guðbjörg Guðný Guðlaugsdóttir, f. 13.10. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 2562 orð | 1 mynd

Gunnhildur Vala Hannesdóttir

Gunnhildur Vala Hannesdóttir fæddist 3. ágúst 1987. Hún lést 26. júlí 2019. Útför Gunnhildar fór fram 7. ágúst 2019. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 1943 orð | 1 mynd

Hafdís Hannesdóttir

Hafdís Hannesdóttir fæddist 19. febrúar 1950. Hún lést 24. júlí 2019. Útför Hafdísar fór fram 2. ágúst 2019. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1583 orð | 1 mynd | ókeypis

Hafdís Hannesdóttir

Hafdís Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1950. Hún lést á Landspítalanum 24. júlí 2019. Foreldrar hennar eru Hannes Þórólfsson, f. í Litlu-Ávík í Árneshreppi 9. des. 1922, d. 24. nóv. 1990, lögregluþjónn, og Guðrún Kjartansdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 117 orð | 1 mynd

Hans Jón Þorvaldsson

Hans Jón Þorvaldsson fæddist 30. ágúst 1933. Hansi lést 13. júlí 2019. Útför Hansa fór fram 20. júlí 2019. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 1156 orð | 1 mynd

Hörður Guðmundsson

Hörður Guðmundsson fæddist 16. febrúar 1929. Hann lést 26. júlí 2019. Útför Harðar fór fram 8. ágúst 2019. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 814 orð | 1 mynd

Margrét Friðriksdóttir

Margrét Friðriksdóttir fæddist 9. desember 1920. Hún lést 23. júlí 2019. Útför Margrétar fór fram 7. ágúst 2019. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 1855 orð | 1 mynd

Málfríður B. Jónsdóttir

Málfríður B. Jónsdóttir (Fríða) fæddist á Arnarstöðum í Presthólahreppi í N-Þingeyjarsýslu 12. apríl 1928. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 16. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Guðrún Antonía Jónsdóttir frá Núpi á Berufjarðarströnd, f. 3. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 4625 orð | 1 mynd

Páll Magnús Pálsson

Páll Magnús Pálsson fæddist á Selfossi 12. nóvember 1968. Hann lést 31. júlí 2019. Foreldrar hans voru Vilborg Sigurjónsdóttir, f. 8.11. 1930, d. 4.11. 2010, og Páll Magnússon, f. 27.11. 1922, d. 8.3. 1998. Systkini hans eru: Guðlaug, f. 11.5. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 1635 orð | 1 mynd

Sigurður Magnason

Sigurður Magnason fæddist 1. maí 1969. Hann lést 21. júlí 2019. Útför Sigurðar fór fram 8. ágúst 2019. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2019 | Minningargreinar | 758 orð | 1 mynd

Sigurður Sævar Ketilsson

Sigurður Sævar Ketilsson fæddist 28. maí 1944. Hann lést 29. júlí 2019. Útför Sigurðar fór fram 7. ágúst 2019. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. ágúst 2019 | Viðskiptafréttir | 87 orð | 1 mynd

Gengi bitcoin heldur áfram að hækka

Verð á rafmyntinni bitcoin hefur hækkað umtalsvert undanfarna daga. Segja má að verðið hafi byrjað að hækka fyrr í þessari viku þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að settur hefði verið 10% skattur á vörur fluttar inn til landsins frá Kína. Meira
9. ágúst 2019 | Viðskiptafréttir | 393 orð | 2 myndir

Réttlætismál sem hefur víðtæk áhrif

Baksvið Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Kauphöll Íslands efndi til opnunarbjölluhátíðar í gærdag í tilefni af 20 ára afmæli Hinsegin daga sem hófust á hádegi í gær. Meira
9. ágúst 2019 | Viðskiptafréttir | 466 orð | 2 myndir

Tónleikar Ed Sheeran skili um einum milljarði króna

Baksvið Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Heildartekjur vegna tónleika stórstjörnunnar Ed Sheeran hér á landi um komandi helgi nema um einum milljarði króna. Tónleikarnir fara fram á Laugardalsvelli og von er á miklum fjölda fólks. Meira

Daglegt líf

9. ágúst 2019 | Daglegt líf | 648 orð | 2 myndir

Starf tækifæranna

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er 100 ára. Fagleg umræða og fjölskylduhátíð í Árbæjarsafni á fimmtudag í næstu viku, 15. ágúst. Meira

Fastir þættir

9. ágúst 2019 | Fastir þættir | 178 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. a4 c5 16. d5 c4 17. Bg5 h6 18. Be3 Rc5 19. Dd2 h5 20. Rg5 Bg7 21. f4 exf4 22. Bxf4 De7 23. Meira
9. ágúst 2019 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Erna Hrönn Skemmtileg tónlist og létt spjall með Ernu alla virka daga á K100. Meira
9. ágúst 2019 | Í dag | 187 orð | 1 mynd

Áreynslulausar öfgaskoðanir

Enginn hörgull er á lélegum skoðunum og með tilkomu netsins hefur orðið æ auðveldara að stíga út fyrir hinn margþvælda þægindaramma, víkka sjóndeildarhringinn og hlusta á þvaður. Meira
9. ágúst 2019 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Fæðingardagur stórstjörnu

Tónlistarundrið Whitney Houston fæddist á þessum degi árið 1963 í Newark í New Jersey. Hún hét fullu nafni Whitney Elizabeth Houston og ólst upp með miklar söngkonur í kringum sig. Meira
9. ágúst 2019 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup

Leó Svanur Ágústsson og Gyða Kristjana Guðmundsdóttir eiga 50 ára brúðkaupsafmæli. Þau giftu sig í Ísafjarðarkirkju 9. ágúst 1969 og verða stödd á Torrevieja á Spáni á... Meira
9. ágúst 2019 | Árnað heilla | 90 orð | 1 mynd

Ingvar Guðjónsson

50 ára Ingvar er Grindvíkingur og hefur búið þar alla tíð ef frá eru talin nokkur ár í Reykjavík í skóla. Hann er skipstjórnarmenntaður. Ingvar var framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur í 11 ár. Meira
9. ágúst 2019 | Í dag | 62 orð

Málið

Að bíða e-s ekki (eða aldrei ) bætur þýðir: að ná sér ekki, jafna sig ekki eftir e-ð : „Hann varð fyrir bíl og beið þess aldrei bætur.“ Bíða merkir hér fá , öðlast . Stundum sést og heyrist að „bera“ e-s ekki bætur. Meira
9. ágúst 2019 | Í dag | 257 orð

Pottþétt viðskiptahugmynd og djákninn á Myrká

Davíð Hjálmar í Davíðshaga skrifar í Leirinn: „Landsmenn þekkja söguna af djáknanum á Myrká og skuggaleg örlög hans. Hitt vita færri að djákni útbjó dilkakjötsrétti fyrir sælkera. Meira
9. ágúst 2019 | Árnað heilla | 702 orð | 4 myndir

Smitaðist ung af viðskiptaáhuga

Liv Bergþórsdóttir er fædd í Reykjavík 9. ágúst 1969, fyrsta barn foreldra sinna þeirra Bergþórs Konráðssonar og Hildar Bjargar Halldórsdóttur. Hún er skírð í höfuðið á ömmu sinni Liv Ellingsen og er því með norskt blóð í æðum. Meira
9. ágúst 2019 | Árnað heilla | 82 orð | 1 mynd

Sólrún Ársælsdóttir

40 ára Sólrún er fædd og uppalin á Álftanesi og býr þar nú. Starfar sem hárgreiðslukona á Flóka í Hafnarfirði. Hefur sveinspróf frá 2002 í hárgreiðslu. Meistari frá 2003. Hún er þá með B.Ed-gráðu frá Háskóla Íslands frá 2010. Meira

Íþróttir

9. ágúst 2019 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

„Bless, íslenski prinsinn minn“

Birkir Bjarnason komst í gær að samkomulagi við Aston Villa um riftun samnings íslenska landsliðsmannsins við enska knattspyrnufélagið. Birkir lék með Villa í tvö og hálft ár en liðið komst upp í úrvalsdeild í vor. Hann getur nú valið sér nýtt félag. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 29 orð | 1 mynd

EM U16 karla B-deild í Svartfjallalandi: C-riðill, fyrsta umferð: Sviss...

EM U16 karla B-deild í Svartfjallalandi: C-riðill, fyrsta umferð: Sviss – Ísland 65:76 Hvíta-Rússland – Danmörk 77:83 Úkraína – Svartfjallaland 78:84 *Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í annarri umferð í... Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 34 orð | 1 mynd

EM U17 kvenna B-deild á Ítalíu: A1-riðill: Ísland – Kósóvó 27:19...

EM U17 kvenna B-deild á Ítalíu: A1-riðill: Ísland – Kósóvó 27:19 Tékkland – Tyrkland 33:20 *Lokastaðan: Ísland 8, Tékkland 6, Ísrael 4, Tyrkland 2, Kósóvó 0. *Ísland leikur við Pólland í undanúrslitum á... Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Evrópudeild karla 3. umferð, fyrri leikir: Bröndby – Braga 2:4...

Evrópudeild karla 3. umferð, fyrri leikir: Bröndby – Braga 2:4 • Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Brøndby. Astana – Valletta 5:1 • Rúnar Már Sigurjónsson skoraði 2 mörk fyrir Astana og lék allan leikinn. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

GOLF Annar hringurinn á Íslandsmótinu er leikinn á Grafarholtsvelli í...

GOLF Annar hringurinn á Íslandsmótinu er leikinn á Grafarholtsvelli í dag og spilað er frá átta að morgni fram yfir kl. 20 í kvöld. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 221 orð | 2 myndir

* Jóhann Berg Guðmundsson eignaðist nýjan liðsfélaga hjá Burnley í gær...

* Jóhann Berg Guðmundsson eignaðist nýjan liðsfélaga hjá Burnley í gær þegar enska knattspyrnufélagið fékk miðjumanninn Danny Drinkwater að láni frá Chelsea. Lánssamningurinn gildir fram í janúar. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 70 orð | 2 myndir

KEFLAVÍK – SELFOSS 0:2

0:1 Grace Rapp 11. 0:2 Karitas Tómasdóttir 51. Gul spjöld Natasha Anasi, Katla María Þórðardóttir og Sophie Groff (Keflavík), Karitas Tómasdóttir (Selfossi). Rauð spjöld Karitas Tómasdóttir (Selfossi) á 68. mínútu (annað gult spjald). Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Kolbeinn hetja AIK í Moldóvu

Kolbeinn Sigþórsson var í aðalhlutverki í góðum 2:1-útisigri AIK á Sherfiff frá Moldóvu í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær. Kolbeinn átti stóran þátt í sjálfsmarki Sheriff á 12. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 521 orð | 3 myndir

Nokkur undir 70 höggum á fyrsta degi

Í Grafarholti Kristján Jónsson kris@mbl.is Saga Traustadóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG léku best í kvennaflokki á fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi í Grafarholtinu í gær. Léku þær á 69 höggum. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – Selfoss 0:2 Staðan: Breiðablik...

Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – Selfoss 0:2 Staðan: Breiðablik 13112043:1235 Valur 12111044:834 Selfoss 1371517:1522 Þór/KA 1363424:2021 Fylkir 1251615:2516 Stjarnan 1241711:2413 ÍBV 1240821:3112 Keflavík 1331921:2810 KR 1231812:2510 HK/Víkingur... Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Rúnar var öflugur í Evrópuleik

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í aðalhlutverki hjá Astana, meistaraliði Kasakstan, þegar það fór langt með að tryggja sér sæti í umspilinu fyrir Evrópudeildina. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Rykið er að setjast eftir moldviðrið á leikmannamarkaðnum í enska...

Rykið er að setjast eftir moldviðrið á leikmannamarkaðnum í enska fótboltanum en í gær rann út sá tími sem liðin í tveimur efstu deildunum höfðu til að kaupa sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 125 orð

Selfoss kom sér upp í verðlaunasæti

Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Selfoss er kominn upp í þriðja sæti Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu, en liðið sótti þrjú stig til Keflavíkur í 13. umferðinni í gærkvöld með 2:0-sigri. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 356 orð | 2 myndir

Skýr skilaboð í liðsvalinu

EM 2021 Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 770 orð | 4 myndir

Snerist við á sólarhring

15. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar allt stefndi í að keppnin um sæti tvö til ellefu í úrvalsdeild karla í fótbolta færi endanlega í einn hnút, eftir ótrúlega þróun úrslita í júlímánuði, snerist dæmið við á rúmum sólarhring þegar 15. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 1045 orð | 2 myndir

Tveggja turna tal á ný?

England Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Liðin sem léku til úrslita í Meistaradeild Evrópu, liðin sem léku til úrslita í Evrópudeildinni, og liðin tvö sem háðu ævintýralegt kapphlaup um enska meistaratitilinn, verða öll í eldlínunni þegar enska úrvalsdeildin hefst með látum nú um helgina. Evrópumeistarar Liverpool og nýliðar Norwich ríða á vaðið á Anfield í kvöld, Englandsmeistarar Manchester City sækja West Ham heim í hádeginu á morgun og á sunnudag mætast Manchester United og Chelsea á Old Trafford, svo nokkrir leikir séu nefndir. Meira
9. ágúst 2019 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Valdís Þóra er í ágætri stöðu

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir lék í gær fyrsta hringinn á pari á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram við North Berwick í Skotlandi. Valdís lék á 71 höggi og er í 71.-92. sæti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.