Greinar miðvikudaginn 9. október 2019

Fréttir

9. október 2019 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

2.500 á biðlista eftir prófunarútgáfu

Hjálmar Gíslason, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins GRID, segir við ViðskiptaMoggann að fyrirtækið geti, gangi áætlanir þess eftir, aflað árstekna upp á 10-15 milljarða króna á næstu 7-10 árum. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 609 orð | 2 myndir

Aukin óvissa ríkir um stöðu efnahagsmála

Sviðsljós Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stjórnvöld eru skuldbundin til að uppfylla afkomuregluna, en hún segir til um að yfir fimm ára tímabil skuli afkoma hins opinbera ávallt vera jákvæð og árlegur rekstrarhalli má ekki vera yfir 2,5% af VLF. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 445 orð | 1 mynd

Á flugi með Baldri

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Baldur Sveinsson hefur skráð flugsögu Íslands með ljósmyndum í áratugi, gefið út fjölda ljósmyndabóka og nú hefur Mál og menning sent frá sér bókina Flugvélar á Íslandi gamlar og nýjar, 400 síðna vandaða bók í stóru broti eftir hann. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Brutu ekki lög um atvinnuréttindi útlendinga

Landsréttur staðfesti 4. október dóm Héraðsdóms Austurlands þess efnis að einkahlutafélag og eigandi og forsvarsmaður þess hefðu ekki brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 12 orð | 1 mynd

Eggert

Seppi Ferfættur borgari leyfði ljósmyndara að trufla sig örstutt í amstri... Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Fallegir litir og litaafbrigði í kvöldsólinni í Krýsuvík

Seltún er eitt helsta hverasvæðið í Krýsuvík og þar er hægt að ganga á milli leirhvera og gufuhvera og sjá gufustróka stíga til himins. Leirinn er síbreytilegt listaverk sem skartar grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir... Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Kolefnisjafna bílaflotann

Bylting er að verða í tækniþróun í fóðurframleiðslu með tilkomu nýs íblöndunarefnis í fóður fyrir jórturdýr, að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Lýsa áhyggjum af mengunarvörnum

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fjölmargar athugasemdir bárust við lýsingu skipulagsáforma á jörðunum Leyni 2 og 3 í Landsveit. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Máta nýja Herjólf í vetraraðstæður

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Okkar fyrsti kostur er alltaf Landeyjahöfn og um leið og við fáum það umhverfi sem til þarf siglum við þangað. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 363 orð

Nauðgaði syni sínum ítrekað

Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn barnungum syni sínum. Brotin framdi maðurinn á árunum 1996 til 2003 þegar sonur hans var fjögurra til ellefu ára. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Óttast afleiðingar innrásar í Sýrland

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af þeirri ákvörðun Tyrkja að ráðast inn í norðurhluta Sýrlands. Innrásin geti haft áhrif á heimsvísu, þá helst ef hryðjuverkasamtökin Ríki íslams spretta aftur upp. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Rólað á móti sól í haustblíðunni

Morgunsólin lék við börn úr leikskólanum Krógabóli á Akureyri þegar þau fengu sér göngutúr í gær og komu við á leikvelli í grenndinni. Rólan er alltaf eftirsótt og vegasaltið einnig. Meira
9. október 2019 | Erlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Segja undirbúningi innrásar í N-Sýrland lokið

Stjórnvöld í Tyrklandi sögðu í gær að her landsins hefði lokið undirbúningi fyrirhugaðrar innrásar í norðurhluta Sýrlands eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að flytja bandaríska hermenn frá landamærunum og greiða þannig fyrir því að Tyrkir... Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 125 orð

Sjö mánaða fangelsi í Noregi

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var nýverið dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi í Sogni og Firðafylki í Noregi fyrir auðkennisþjófnað, skjalafals og fjársvik sem hann framdi í sumar. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Skelfilegt að láta börnin hristast á vegi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Skólabíll fer tvisvar á dag með börn í og úr skóla og einnig með börn í sund niður á Stokkseyri. Það er skelfilegt að láta börnin hristast í þessu alla daga,“ segir Margrét Jónsdóttir, bóndi í Syðra-Velli í Flóahreppi, þegar hún er spurð um ástand Hamarsvegar sem hún býr við. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur tekið undir lýsingu hennar og tveggja annarra sveitarstjórnarfulltrúa á ástandi malarvega og gert áskorun þeirra um úrbætur að sinni. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Skilorð vegna ræktunar

Tveir karlar og ein kona voru í gær dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ræktun kannabiss og vörslu marijúana í Þykkvabæ sem ætlað var til sölu og dreifingar. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Spáir áframhaldandi hlýju og mildu lofti

Bjart og milt veður var yfir borginni í gær og logn við Elliðaárósa. Spáð er áfram björtu og stiltu veðri sunnan- og austanlands í dag og á fimmtudag. Hiti mun ná allt að 10 stigum en kólna mun eftir því sem líður á vikuna. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 300 orð

Starfshópur skoði öryggi barna í skólum borgarinnar

Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu um að fela sviðsstjóra skóla- og frístundaráðs að setja af stað starfshóp um öryggi barna í skóla- og frístundastarfi... Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Stórsigur á óboðlegum velli

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er skrefi nær Evrópumótinu í Englandi sem fram fer 2021, eftir 6:0-stórsigur á Lettlandi við afar krefjandi aðstæður í Liepaja í gærkvöld. Keppnisvöllurinn var svo illa farinn að hann gat vart talist boðlegur. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Sveitarfélög segjast tapa milljörðum

Ætla má að útsvarstekjutap Reykjavíkurborgar vegna skattfrjálsrar greiðslu séreignarsparnaðar inn á fasteignalán nemi alls u.þ.b. 4,5 til 5 milljörðum á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2021. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 194 orð

Takmarkar útlán banka

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir fjárfesta hafa sýnt sértryggðum skuldabréfum takmarkaðan áhuga undanfarið. Það skerði svigrúm banka til að fylgja grunnvöxtum við útgáfu íbúðalána. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Tígultáti af ætt kardínála sást hér

Fuglaáhugamenn glöddust um helgina þegar spörfuglinn tígultáti sást hér á landi, en hann er afar sjaldgæfur í Evrópu. Fuglinn hefur að öllum líkindum borist hingað með lægðagangi helgarinnar sem hefur feykt honum úr vesturvegi hingað til lands. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

Tígultáti gladdi fuglaáhugamenn

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjaldgæfur tígultáti barst til landsins frá Ameríku á mánudaginn og var hann merktur í trjálundi við Seltjörn á Reykjanesskaga. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 122 orð

Tíu dagar í gæsluvarðhaldi

Karlmaður á fertugsaldri var í gær úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á ætluðu kynferðisbroti, líkamsárás og heimilisofbeldi mannsins gegn unnustu sinni. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Tólf ára gömul gjöf tekin í notkun

Guðlaugur J. Albertsson gullialla@simnet.is Safnaðarheimili Patreksfjarðarkirkju var vígt við hátíðlega athöfn síðastliðinn sunnudag. Að lokinni messu í kirkjunni vígði Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, húsið til almenns safnaðarstarfs. Meira
9. október 2019 | Erlendar fréttir | 831 orð | 2 myndir

Undirbúa að kenna hver öðrum um

Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 272 orð | 2 myndir

Vel að verðlaununum komnir

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tveir bandarískir vísindamenn og einn Breti fá Nóbelsverðlaun í líf- og læknisfræði í ár. Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar tilkynnti það á blaðamannafundi í Stokkhólmi í fyrradag. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 524 orð | 2 myndir

Vitnar um óhagkvæmt bankakerfi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vaxtamunur stóru bankanna þriggja hefur haldist um 3% síðustu ár. Munurinn er um tvölfalt meiri en á árunum fyrir efnahagsáfallið. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 431 orð | 2 myndir

Það tilheyrir haustinu að taka slátur

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta var ekkert mál, ég er vön að vinna hratt. Mér finnst rosalega gaman að gera þetta. Það tilheyrir haustinu að taka slátur,“ sagði Dóra Steindórsdóttir, sem bráðum verður 85 ára. Meira
9. október 2019 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Öll miðlunarlón á hálendinu full

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í upphafi nýs vatnsárs Landsvirkjunar eru öll miðlunarlón á hálendinu full. Meira

Ritstjórnargreinar

9. október 2019 | Leiðarar | 267 orð

Erfðafjárskattur lækki

Ekki er ástæða til að flækja skattkerfið meira en orðið er Meira
9. október 2019 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Er hagkvæmt að fjölga stofnunum?

Þegar Píratar buðu fyrst fram átti flokkurinn að vera öðruvísi en þeir sem fyrir voru og margir kjósendanna töldu að honum væri ætlað að hrista upp í kerfinu og horfa á viðfangsefni stjórnmálanna ferskum augum. Þetta hefur ekki gengið eftir. Meira
9. október 2019 | Leiðarar | 394 orð

Jákvæð eignamyndun

Almenningur hefur bætt eiginfjárstöðu sína verulega Meira

Menning

9. október 2019 | Bókmenntir | 559 orð | 2 myndir

100 ljóð eftir Geirlaug

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl. Meira
9. október 2019 | Hugvísindi | 94 orð | 1 mynd

Fjalla um rostunga til forna við Ísland

Fyrsta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður haldið í kvöld kl. 20 í sal safnaðarheimilis Neskirkju. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, og Bjarni F. Meira
9. október 2019 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Friðarsúlan tendruð

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í 13. sinn í kvöld kl. 20. 9. október er fæðingardagur Johns Lennons og mun Friðarsúlan varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur hans. Dagskrá hefst í Viðey kl. 17.45 og stendur yfir til 21.30. Meira
9. október 2019 | Kvikmyndir | 193 orð | 1 mynd

Jókerinn sló miðasölumet

Kvikmyndin Joker , eða Jókerinn , var frumsýnd hér á landi föstudaginn 4. október og sáu hana rúmlega 14 þúsund manns yfir frumsýningarhelgi, að forsýningum á fimmtudagskvöldi meðtöldum. Meira
9. október 2019 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Sagnakaffi með Bjartmari í kvöld

Þannig týnist tíminn er yfirskrift sagnakaffis sem boðið verður upp á í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Bjartmar Guðlaugsson, tónlistar- og myndlistarmaður, kemur fram og sögur með sínu lagi. Meira
9. október 2019 | Tónlist | 49 orð | 1 mynd

Sigurbjörn les upp trúarljóð sín

Ljóð og ljúfir tónar verða á boðstólum í Bústaðakirkju í hádeginu í dag frá kl. 12 til 12.30. Sigurbjörn Þorkelsson mun flytja nokkur trúarljóða sinna og Jónas Þórir píanóleikari og Laufey Geirlaugsdóttir söngkona sjá um tónlistarflutning. Meira
9. október 2019 | Bókmenntir | 286 orð | 3 myndir

Skyldleiki blindar sýn

Eftir Anders Roslund og Stefan Thunberg. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Veröld 2019. Kilja, 540 bls. Meira
9. október 2019 | Myndlist | 110 orð

Smáatriði Grænlands í Alliance

Myndlistarsýning Bénédicte Klène, Les Petits Riens du Groenland eða Smáatriði Grænlands , verður opnuð í kvöld kl. 18 í húsnæði Alliance Française í Tryggvagötu 8, 2. hæð, í miðbæ Reykjavíkur. Meira
9. október 2019 | Leiklist | 949 orð | 2 myndir

Þar sem enginn þekkir mann

Eftir: Marc Camoletti. Íslenskun: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson. Leikmynd: Petr Hlousek. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir: Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson. Meira

Umræðan

9. október 2019 | Pistlar | 414 orð | 1 mynd

Brýnt afnám óhæfilegra skerðinga

Löngu er ljóst að skerðingar á bótum almannatrygginga fara fram úr öllu hófi. Meira
9. október 2019 | Aðsent efni | 903 orð | 1 mynd

Ekki skjól fyrir þyngri byrðar

Eftir Óla Björn Kárason: "Sé tilgangurinnað baki grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun liggur það í hlutarins eðli að þeir skili æ minni tekjum eftir því sem árin líða." Meira
9. október 2019 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Geðhjálp í fjörutíu ár

Eftir Einar Þór Jónsson: "Við eigum að normalísera geð og fjölbreytileika. Okkur farnast best þegar við umvefjum hvert annað á vegferðinni til betri líðanar." Meira

Minningargreinar

9. október 2019 | Minningargreinar | 2607 orð | 4 myndir

Haraldur Sveinsson

Haraldur Sveinsson fæddist í Reykjavík 15. júní 1925. Hann lést í Brákarhlíð í Borgarnesi 21. september 2019. Foreldrar hans voru Sveinn M. Sveinsson, forstjóri Völundar, f. 17. október 1891, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1273 orð | 1 mynd | ókeypis

Haraldur Sveinsson

Haraldur Sveinsson fæddist í Reykjavík 15. júní 1925. Hann lést í Brákarhlíð í Borgarnesi 21. september 2019.Foreldrar hans voru Sveinn M. Sveinsson, forstjóri Völundar, f. 17. október 1891, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2019 | Minningargreinar | 1068 orð | 1 mynd

Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir

Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir fæddist í Hörgsholti í Miklaholtshreppi 5. ágúst 1927. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 29. september 2019. Foreldrar Ingibjargar voru Anna Björnsdóttir frá Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði, f. 23. feb. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2019 | Minningargreinar | 1545 orð | 1 mynd

Katrín Guðmundsdóttir

Katrín Guðmundsdóttir fæddist 19. maí 1921 í Selinu í Skaftafelli í Öræfasveit. Hún lést 24. september 2019 á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík. Foreldrar Katrínar voru Guðmundur Bjarnason, f. 1888, d. 1981, og Sigríður Gísladóttir, f. 1897, d. 1979. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2019 | Minningargrein á mbl.is | 2004 orð | 1 mynd | ókeypis

Ólafur Jón Einarsson

Ólafur Jón Einarsson fæddist í Reykjavík 10. september 1950. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. september 2019.Foreldrar hans voru Einar Ólafsson frá Keflavík, f. 12.11. 1912, og Liss Mudie Ólafsson frá Kaupmannahöfn, f. 30.12. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2019 | Minningargreinar | 1725 orð | 1 mynd

Ólafur Jón Einarsson

Ólafur Jón Einarsson fæddist í Reykjavík 10. september 1950. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. september 2019. Foreldrar hans voru Einar Ólafsson frá Keflavík, f. 12.11. 1912, og Liss Mudie Ólafsson frá Kaupmannahöfn, f. 30.12. 1924. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2019 | Minningargreinar | 741 orð | 1 mynd

Perla Dís Bachmann Guðmundsdóttir

Perla Dís Bachmann Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 2000. Hún lést í Reykjavík 22. september 2019. Móðir hennar er Kristín Birta Bachmann Egilsdóttir, f. 28. desember 1975 í Reykjavík, stjúpfaðir Helgi Valur Einarsson, f. 20. september 1969. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2019 | Minningargreinar | 1603 orð | 1 mynd

Sjöfn Ísaksdóttir

Sjöfn Ísaksdóttir fæddist í Svalbarði á Grenivík 9. janúar 1938. Hún lést á Hrafnistu Boðaþingi 27. september 2019. Sjöfn var dóttir hjónanna Ísaks Vilhjálmssonar, f. 1906, d. 1986, og Ölmu Oddgeirsdóttur, f. 1907, d. 2004. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2019 | Minningargreinar | 1136 orð | 1 mynd

Svava Eiríksdóttir

Svava Eiríksdóttir fæddist á Helgastöðum í Biskupstungum 28. nóvember 1943. Hún lést á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands 28. september 2019. Foreldrar Svövu voru þau Eiríkur Jónsson bóndi og Ólafía Guðmundsdóttir húsfreyja. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

9. október 2019 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rdb5 d6 7. Bf4...

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rdb5 d6 7. Bf4 e5 8. Bg5 a6 9. Ra3 Be6 10. Rc4 b5 11. Bxf6 Dxf6 12. Rxd6+ Bxd6 13. Dxd6 Rd4 14. 0-0-0 Hd8 15. Da3 Hb8 16. Rd5 Bxd5 17. exd5 Dxf2 18. Bd3 Dxg2 19. Dc5 Dg5+ 20. Kb1 Dd8 21. Meira
9. október 2019 | Í dag | 277 orð

Af áttæringi og úr Steingrímsfirði

Hér á árum áður voru áttæringar kallaðir byrðingar. Meira
9. október 2019 | Árnað heilla | 820 orð | 3 myndir

Augnablik ummyndunar

Hekla Dögg Jónsdóttir fæddist 9. október 1969 í Reykjavík. Fram að tveggja og hálfs árs aldri átti hún heima með foreldrum sínum og systur í Kaupmannahöfn. Meira
9. október 2019 | Fastir þættir | 170 orð

Á hnjánum. N-AV Norður &spade;32 &heart;K4 ⋄ÁK10942 &klubs;ÁKD...

Á hnjánum. N-AV Norður &spade;32 &heart;K4 ⋄ÁK10942 &klubs;ÁKD Vestur Austur &spade;D875 &spade;KG1096 &heart;D62 &heart;Á75 ⋄7653 ⋄DG &klubs;87 &klubs;1093 Suður &spade;Á4 &heart;G10983 ⋄8 &klubs;G6542 Suður spilar 3G. Meira
9. október 2019 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Endurbætt myndband

Árið 1985 var myndband við lagið „Living On My Own“ stranglega bannað af eiganda útgáfufyrirtækis Freddies Mercurys. Meira
9. október 2019 | Árnað heilla | 87 orð | 1 mynd

Guðlaugur Birkir Sveinsson

60 ára Birkir ólst upp á Seltjarnarnesi og í Garðabæ og býr á Álftanesi. Hann er húðsjúkdómalæknir að mennt og er einn eigenda og stofnenda Húðlæknastöðvarinnar. Maki : Friðbjörg Kristmundsdóttir, f. Meira
9. október 2019 | Árnað heilla | 68 orð | 1 mynd

Guðrún Elsa Helgadóttir

40 ára Guðrún er Skagstrendingur og hefur búið á Skagaströnd alla tíð fyrir utan framhaldsskóla- og háskólaárin. Hún er kennari að mennt og er aðstoðarskólastjóri í Höfðaskóla. Maki : Arnar Ólafur Viggósson, f. Meira
9. október 2019 | Í dag | 201 orð | 1 mynd

Ingalls-fjölskyldan, pabbahelgar og klósett

Á fyrri hluta 9. áratugarins sást vart nokkur maður á almannafæri á milli klukkan 16 og 17 á sunnudögum. Þá var Húsið á sléttunni nefnilega á dagskrá. Meira
9. október 2019 | Í dag | 53 orð

Málið

Sögnin að heyja – ekki heyskaparorðið, heldur í merkingunni framkvæma , gera e-ð : heyja stríð t.d., – vill bögglast í meðförum. Um baráttukonu var sagt: „hún heygir harða baráttu. Meira
9. október 2019 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

Mosfellsbær Alex Helgi Hjaltalín fæddist 22. janúar 2019 kl. 8.43 á...

Mosfellsbær Alex Helgi Hjaltalín fæddist 22. janúar 2019 kl. 8.43 á Landspítalanum við Hringbraut. Hann vó 4.160 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Guðmundur Helgi Hjaltalín og Jóhanna María Ríkharðsdóttir... Meira

Íþróttir

9. október 2019 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Aron Einar fór í aðgerð á ökkla í gær

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu gekkst undir aðgerð á Aspetar-sjúkrahúsinu í Katar í gær en Aron varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla í leik með Al Arabi um síðustu helgi. „Þessi litla aðgerð gekk vel. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 210 orð | 3 myndir

* Bjarki Már Elísson , landsliðsmaður í handknattleik, er einn fjögurra...

* Bjarki Már Elísson , landsliðsmaður í handknattleik, er einn fjögurra leikmanna sem tilnefndir eru í kjöri á besta leikmanni septembermánaðar í þýsku 1. deildinni. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Ekkert nægilega spennandi komið upp ennþá

„Það eru einhverjar þreifingar búnar að eiga sér stað en ekkert sem hefur verið nægilega spennandi í hreinskilni sagt,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í gær. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Förum mjög sáttar frá þessum leik

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur því þær þétta vörnina vel. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 48 orð

Halldór fylgir Óskari eftir

Halldór Árnason verður áfram aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar á næstu leiktíð, en eftir að hafa stýrt Gróttu upp í úrvalsdeild karla í fótbolta eru þeir teknir við liði Breiðabliks. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 34 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss 18:30 Ásvellir: Haukar – FH 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Haukar – Keflavík 18:30 Skallagrímur – Grindavík 19:15 Valur... Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

Kynþáttaníðið frá aðila undir lögaldri

„Þessi einstaklingur sem er grunaður um að hafa verið með kynþáttaníð í garð Rochfords er undir lögaldri,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í ítarlegu viðtali um kynþáttaníðsmál í körfuboltaleik Sindra og Hamars á Hornafirði um... Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Mbappé ekki með Frökkum til Íslands

Kylian Mbappé, einn besti knattspyrnumaður heims, verður ekki með heimsmeisturum Frakka þegar þeir sækja Ísland heim í undankeppni EM í fótbolta á föstudag. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 623 orð | 4 myndir

Mikilvæg markasúpa úr drullupollinum

EM 2021 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Hver veit nema mark Margrétar Láru Viðarsdóttur, á fimmtu mínútu uppbótartíma, í 6:0-sigrinum á Lettlandi í gær skili Íslandi á EM í Englandi 2021? Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Fjölnir – Fram 25:29 Staðan: ÍR 5500160:13310 ÍBV...

Olísdeild karla Fjölnir – Fram 25:29 Staðan: ÍR 5500160:13310 ÍBV 4400107:948 Haukar 4400101:898 Afturelding 5401133:1228 Selfoss 4211116:1175 KA 5203137:1364 FH 4202103:1024 Valur 5113120:1203 Fjölnir 5113127:1433 Fram 5104111:1212 Stjarnan... Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 604 orð | 2 myndir

Risaleikir í nóvember?

Fótbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er aftur kominn í landsliðshópinn en liðið æfði á Laugardalsvelli í gærmorgun. Framundan eru leikir gegn heimsmeisturunum frá Frakklandi og Andorra í undankeppni EM. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

Samferða Spáni sem vann riðilinn

Ísland tapaði 3:0 fyrir Spáni í leiknum um efsta sæti undanriðils liðanna fyrir EM U19-landsliða kvenna í fótbolta á Hlíðarenda í gær. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 969 orð | 2 myndir

Sorglegt að þurfa að ræða kynþáttaníð árið 2019

Körfubolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Hvorki ég né Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður KKÍ, urðum vör við eitthvað óeðlilegt í stúkunni á Hornafirði á föstudaginn síðasta,“ sagði Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardalnum í gær. Hannes og Guðbjörg voru bæði á Hornafirði á föstudaginn síðasta til að fylgjast með leik Sindra og Hamars í fyrstu umferð 1. deildar karla en Kinu Rochford, leikmaður Hamars, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Svíþjóð – Slóvakía 7:0 Kosovare...

Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Svíþjóð – Slóvakía 7:0 Kosovare Asllani 26., Lina Hurtig 30., Linda Sembrant 35., Nathalie Björn 60., Stina Blackstenius 65., 68., Fridolina Rolfö 90. Lettland – Ísland 0:6 Fanndís Friðriksdóttir 17., 45. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Var sýnd þolinmæði hjá Augsburg

Alfreð Finnbogason, landsliðsmiðherji í knattspyrnu, segist vera vel á sig kominn um þessar mundir þótt meiðsli hafi herjað talsvert á hann síðustu árin. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Þó að það sé auðvitað eðlilegt í okkar litla íþróttasamfélagi þá finnst...

Þó að það sé auðvitað eðlilegt í okkar litla íþróttasamfélagi þá finnst mér leiðinlegt hve erlendir leikmenn staldra oft stutt við hérna. Meira
9. október 2019 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Þungu fargi létt af Fram

Framarar náðu í fyrstu stig sín á leiktíðinni í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöld þegar þeir unnu Fjölni í spennandi leik í Grafarvogi, 29:25. Meira

Viðskiptablað

9. október 2019 | Viðskiptablað | 2618 orð | 2 myndir

Að hámarka árangurinn

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Miklar breytingar standa fyrir dyrum hjá Fóðurblöndunni sem framleiðir fóður fyrir innanlandsmarkað og selur auk þess áburð og rekstrarvörur. Félagið leitar nú að nýjum stað fyrir starfsemina, því farið er að þrengja að henni í Korngörðum, þar sem hún hefur verið frá árinu 1984. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 278 orð | 1 mynd

Dregur til tíðinda 15. október

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá aðilunum tveimur sem hyggjast hefja flugrekstur á næstu vikum hér á landi, og ganga undir vinnuheitunum WAB og WOW 2. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 90 orð

Ekki lægra síðan 2012

Hlutabréf Gengi Icelandair Group lækkaði enn frekar í gærdag í kauphöll, eða um 4,61% í 62 milljóna króna viðskiptum. Hefur gengið ekki verið jafn lágt síðan fyrri hluta árs 2012. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 434 orð | 1 mynd

Ekki nægur þorskur á fiskmörkuðum

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Um 9% minna magn af fiski rataði á fiskmarkaðina í september á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Á móti hefur verð hækkað. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 905 orð | 1 mynd

Fjártæknin bítur í skottið á bönkunum

Ásgeir Ingvarsson Skrifar frá Amman ai@mbl.is Útlit er fyrir að störfum í bankageiranum fækki um 60.000 á þessu ári, og því er spáð að bandarískir bankar losi sig við 200.000 starfsmenn á komandi áratug. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 220 orð | 2 myndir

Fjórir staðir koma til greina

Framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar segir að flutningur verksmiðjunnar virðist óumflýjanlegur. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 789 orð | 1 mynd

Fundu viðskiptatækifæri í rafíþróttum

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Rekstrarmódel Rafíþróttaskólans er svipað og hjá CrossFit og hugmyndin sú að eiga í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélög um skipulagt æfingastarf í rafíþróttum. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 567 orð | 1 mynd

Gjafsókn

Til þess að einstaklingar geti hlotið gjafsókn þurfa þeir að sækja um hana til dómsmálaráðuneytisins, en ráðuneytið aflar umsagnar gjafsóknarnefndar áður en afstaða er tekin til umsóknarinnar. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 604 orð | 1 mynd

Helstu netógnir sem steðja að fyrirtækjum í dag

Mikill hluti þeirra netárása sem heppnast er vegna mannlegra mistaka. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 247 orð

Ísland á EM

Pétur Hreinsson peturh@mbl. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 334 orð | 1 mynd

Kókflöskur úr plasti úr hafinu

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Coca-Cola í Vestur-Evrópu hefur sett sér markmið um að stórauka nýtingu endurunnins plasts. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 514 orð | 1 mynd

Langar að gera starfsemi fyrirtækisins fjölbreyttari

Rekstur Ondrejs Smakals hér á landi hefur alls ekki gengið þrautalaust fyrir sig, enda hafa bæði stjórnmálamenn og ýmsar stofnanir sterkar skoðanir á starfsemi smálánafyrirtækja og hart deilt um hvar rammi laganna á að liggja. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 18 orð | 1 mynd

Líkur á mikilli skuldaaukningu

Skuldir Bretlands verða þær mestu síðan á 7. áratug síðustu aldar vegna Brexit skv. Institute for Fiscal... Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 139 orð | 1 mynd

Lækkað verðmat

Verðmat Ráðgjafafyrirtækið Capacent lækkar verðmat sitt á Eimskipafélagi Íslands um 3% frá síðasta verðmati í júlí. Nýlegt verðmat Capacent á Eimskipafélaginu er þó 20% hærra en markaðsgengi félagsins og hljóðar verðmatsgengið upp á 210 kr. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 219 orð | 1 mynd

Með góða yfirsýn yfir öll verkefnin

Forritið Gott verkefnastjórnunarforrit er gulli betra. Þeir sem reynt hafa vita að það er þrautin þyngri að halda utan um hóp fólks sem keppist við að ljúka stóru verkefni. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 18 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Siðferðislega rangt að geyma fé... Gleðifréttir fyrir íslenskan fótbolta Tvær lögmannsstofur sameinast... Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 253 orð | 1 mynd

Mikil sérhæfing er ekki alltaf til góðs

Bókin Hvert sem litið er í atvinnulífinu virðist oft eins og þeim reiði best af sem hafa náð að sérhæfa sig mest. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 189 orð | 1 mynd

Minni samdráttur í bílasölu

Bílasala Bílasala í september dróst saman um 23,5% samkvæmt gögnum frá Bílgreinasambandinu. Er það minni samdráttur en hefur verið í bílasölu á árinu sem hefur dregist saman 38,4% frá janúar til september, miðað við sama tímabil í fyrra. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 599 orð | 1 mynd

Mögulegur notendahópur telur hundruð milljóna

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is GRID gæti á næstu 7-10 árum aflað árstekna upp á 10-15 milljarða króna, gangi áætlanir fyrirtækisins eftir að sögn stofnanda. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 796 orð | 2 myndir

Netverslun kallar á nýjar áherslur

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Stöðugleiki í magni og gæðum er meðal þess sem getur veitt íslenskum fiski forskot í netverslun. Fyrirtækin í greininni gætu þurft að snúa bökum saman á þessum nýja markaði. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 375 orð

Nýsköpun án atbeina ríkis

Sköpunarstarf á sér víðar stað en í listum og menningu. Það er einnig samofið menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu þar sem vísindum fleygir fram þegar skapandi hugsun í bland við reynslu fær sín notið. Hið sama á við um viðskiptalífið. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 131 orð | 1 mynd

Sjá um rekstur íbúafélaga hjá Bjargi

Rekstrarumsjón Eignaumsjón hf. og Bjarg íbúðafélag hafa gert með sér samkomulag um að Eignaumsjón annist rekstrarumsjón íbúafélaga sem starfrækt verða í fjölbýlishúsum á vegum Bjargs. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 278 orð | 1 mynd

Skoða þurfi lagaumhverfi fiskmarkaða

Fiskvinnsla Enn á eftir að afla frekari upplýsinga í þeim tilgangi að kortleggja hvað veldur því að fiskur er í auknum mæli fluttur óunninn úr landi og hvort eitthvað sé hægt að gera til að sporna við því, segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður... Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 128 orð | 2 myndir

Smokkar og hátíska mætast

Fyrir heilsuna Eins og þeir gera mikið gagn, þá eru smokkar ekkert sérstaklega aðlaðandi vara. Þeir fást við afgreiðsluborðið í næstu kjörbúð eða apóteki, koma yfirleitt í litríkum en óspennandi umbúðum og ekki meira í þá lagt en hvern annan... Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 254 orð | 1 mynd

Veðja á rækjuvinnslu á Hólmavík

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Samherji hefur komið inn í rekstur Hólmadrangs og telja forsvarsmenn Samherja reksturinn henta vel í samsteypuna. Meira
9. október 2019 | Viðskiptablað | 141 orð | 1 mynd

Vettan gerð enn flottari með því að taka þakið

Ökutækið Í sumar svipti Chevrolet hulunni af nýrri Corvettu, og óhætt að segja að bílaáhugafólk haldi vart vatni yfir þessum sportbíl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.