Greinar mánudaginn 21. október 2019

Fréttir

21. október 2019 | Innlendar fréttir | 643 orð

30 milljónir í jafnlaunavottun

Guðni Einarsson Ragnhildur Þrastardóttir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það sé sérstakt að sjá Reyni Arngrímsson, formann Læknafélags Íslands, segja að spítalinn sé að hygla einstökum stéttum. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Áhersla á kristniboð, heilsugæslu og skólastarf í 90 ár

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) er 90 ára á þessu ári. Af því tilefni var efnt til hátíðarsamkomu í Lindakirkju í gær. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 186 orð

Álagsgreiðslur verða aflagðar

Fleiri tugir rúma eru lokaðir á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, að sögn Páls Matthíassonar forstjóra. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir

„Algjörlega óboðlegt að loka“

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Þetta er mjög alvarlegt mál finnst okkur. Borgaryfirvöld ganga enn og aftur of hart fram í því að hindra aðgang ferðamanna að miðborginni,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, í samtali við Morgunblaðið um safnstæði fyrir rútubíla í Reykjavík, en tveimur slíkum stæðum, við Traðarkot og við Safnahús, hefur verið lokað frá því að framkvæmdir við Hverfsigötu hófust, segir Kristófer. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Beittu sínum bestu brögðum

Þeir þustu um gólfið og tókust á loft, Ýmir Darri Hreinsson og Einar Ingi Jóhannsson, þegar þeir sóttu hvor að öðrum í viðureign sinni um helgina. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Borgaryfirvöld gangi of hart fram

„Borgaryfirvöld eru enn og aftur að ganga of hart fram í því að hindra aðgang ferðamanna að borginni,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG, Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu, í samtali við Morgunblaðið vegna ákvörðunar um að halda... Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 166 orð

Drög að reglugerð um selveiðibann

Drög að reglugerð um bann við selveiðum var birt í Samráðsgátt stjórnvalda á föstudaginn. Veiðibannið mun gilda um allar selategundir, þar með talið bæði landsel og útsel hér við land. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 60 orð

Ekki verði þaggað niður í fagstéttum

Læknar og hjúkrunarfræðingar gagnrýna tillögur um að leggja niður læknaráð og hjúkrunarráð á heilbrigðisstofnunum sem fram koma í frumvarpsdrögum heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Fuglar fái meiri frið við Vífilsstaðavatn

Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur samþykkt tillögu um að varptími í friðlandinu við Vífilsstaðavatn verði lengdur. Á varptíma er hundum bannaður aðgangur í friðlandinu en utan varptímans eru hundar aðeins leyfðir í taumi. Meira
21. október 2019 | Erlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Funda ekki á hótelum Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipt um skoðun og ætlar ekki að halda næsta leiðtogafund G7-ríkjanna á golfvöllum sínum í Flórída. Með þessu hefur Trump vent sínu kvæði í kross frá því sl. fimmtudag. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 623 orð | 2 myndir

Gagnrýna tillögur um breytta yfirstjórn

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Hari

Átök Íslandsmeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fór fram í Laugardalshöll um helgina. Ýmis heljarmenni tókust á, þeirra á meðal Benedikt Þorgeirsson og Jhoan Salinas, sem hér eigast... Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Heimþrá í Norræna húsinu í kvöld

Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir F. Schubert, J. Brahms, F. Mendelssohn, R. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Hverfi borgar verði sjálfbærar einingar

Hægja þarf á þéttingu byggðar í rótgrónum hverfum en auka í hverfum sem þola betur meiri fjölgun íbúa. Nýta þarf innviði sem eru til staðar í borginni til að stuðla að nýsköpun með því að rækta samspil athafnalífs, menntunar og stjórnsýslu. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Jarðamörk sýnd á korti Loftmynda

„Rjúpnaveiðitímabilið byrjar 1. nóvember og þá fer fjöldi fólks á fjöll. Við höfum orðið vör við það á þessum árstíma að menn eru að spyrja hver eigi land sem þeir vilja veiða á og hvort þar séu bönn eða takmarkanir í gildi. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Krefjast rannsóknarnefndar

Þrjár ályktanir voru samþykktar og einni var vísað til málefnanefnda á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fór í Austurbæ á laugardag. Meira
21. október 2019 | Erlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Lengsta farþegaflug sögunnar

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Flug ástralskrar Qantas-farþegaþotu sem lenti í Sydney í gærmorgun markar tímamót í flugsögunni. Hún hóf sig á loft í New York 19 klukkustundum og 16 mínútum áður. Er það lengsta viðstöðulausa farþegaflug sögunnar. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 530 orð | 2 myndir

Loftslagsmálin „stóru málin“

Teitur Gissurarson teitur@mbl. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Lúkas er lífsbjörgin

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lúkas er þarfaþing og hefur oft bjargað mannslífum,“ segir Gunnar Baldursson sjúkraflutningamaður í Grindavík. „Í raun hefur þetta tæki markað algjör straumhvörf í starfi okkar sem sinnum sjúkraflutningum úti á landi. Sjúkling sem fer í hjartastopp er hægt að byrja að hnoða strax á vettvangi og því er haldið áfram viðstöðulaust 120 sinnum á mínútu eða þar til hjartað er farið að slá reglulega og öndun orðin eðlileg. Sjúkraflutningur af Suðurnesjum inn til Reykjavíkur tekur um það bil hálftíma og það segir sig sjálft að enginn hnoðar sjúkling svo lengi án hlés.“ Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Óraunhæf og blygðunarlaus barátta

Að kennarar beiti sér gegn skólameistara vegna þess að hann féllst ekki á kröfur kennara um efni stofnanasamnings, án þess að þeir hafi sjálfir neytt úrræða sem þeim eru ákveðin í kjarasamningi, sýnir blygðunarlausa hagsmunabaráttu þar sem persóna... Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 646 orð | 1 mynd

Óþekktar áskoranir

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mikilvægi kennarastarfsins verður sífellt meira,“ segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands. „Hvar eiga börnin sem verða í fullu fjöri árið 2100 að læra allt sem þau þurfa á að halda í framtíðinni? Hver á að kenna þeim fordómaleysi, skapandi og jafnframt gagnrýna hugsun, að takast á við sérhvert verkefni með fjölbreyttar aðferðir að leiðarljósi? Hvar eiga þau að temja sér þrautseigju og þjálfa samvinnu ef ekki í skólum undir leiðsögn kennara?“ Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Samkvæmisdansinn tekinn í Smáranum

Dansað var í takt með tilfinningu góðri á Opna dansmótinu sem haldið var í Smáranum í Kópavogi í gær, sunnudag, á vegum dansfélaganna sem starfandi eru þar í bæ. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 824 orð | 3 myndir

Sendiherra í suðupotti Evrópu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ísland á mikilli velvild að mæta í Þýskalandi og tengslin milli þeirra tveggja þjóða sem löndin byggja eru sterk,“ segir María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Berlín. Hún tók við starfinu síðsumars og afhenti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, trúnaðarbréf sitt 11. september síðastliðinn. Margt hefur svo verið í deiglunni á vettvangi sendiráðsins í Berlín að undanförnu. Þar er skemmst að minnast þess að síðastliðinn fimmtudag, 17. október, hófust hátíðahöld í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá opnun norræna sendiráðssvæðisins í Berlín. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 326 orð

Skorti „betri vöktun í stjórnkerfinu“

Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Sporður flytur á Borgarfjörð eystra

Ekki er rétt sem sagði í Morgunblaðinu á laugardag að harðfiskverkunin Sporður hf. á Eskifirði hefði hætt starfsemi. Atli Börkur Egilsson, einn eigenda Sporðs hf. og starfsmaður fyrirtækisins, sagði að ætlunin hefði verið að hætta starfseminni. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Stormur og hríðarhraglandi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Veðrabrigði eru nú fram undan og hefur Veðurstofan gefið út gula stormviðvörun fyrir austanvert landið. Gildir hún á svæðinu frá Seyðisfirði suður á Mýrdalssand. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Um 450 jarðskjálftar

Um 450 jarðskjálftar höfðu orðið í Öxarfirði um kl. 21.30 í gærkvöld frá því að jarðskjálftahrina hófst þar seinnipartinn á laugardag. Tveir þeir stærstu voru 3,2 stig og urðu í gær kl. 11.03 og 19.19. Flestir voru á bilinu 1,0-2,0 stig. Meira
21. október 2019 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Þorlákur Halldórsson kjörinn nýr formaður Landssambands smábátaeigenda

Þorlákur Halldórsson, sjómaður í Grindavík, var kjörinn formaður Landssamtaka smábátaeigenda á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í síðustu viku. Meira
21. október 2019 | Erlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Ætla sér út 31. október

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Þrátt fyrir áfall í þinginu í London í fyrradag er það áfram óbilandi markmið bresku stjórnarinnar að fá nýjan samning um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) samþykktan nú í vikunni. Meira

Ritstjórnargreinar

21. október 2019 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

„Skúrkarnir“ og „umburðarlyndið“

Dr. Zoe Strimpel, dálkahöfundur Sunday Telegraph sem ritað hefur bækur um samskipti kynjanna, fjallaði í dálki sínum um helgina um „umburðarlyndi“ hinna „frjálslyndu“ og hættuna sem frelsi einstaklingsins stafar af því hve langt er gengið í að þvinga alla hugsun og hegðun í sama farveg. Meira
21. október 2019 | Leiðarar | 291 orð

Skaðræðisverk

Mervyn King gagnrýndi hversu langt væri gengið í að tefja útgöngu úr ESB Meira
21. október 2019 | Leiðarar | 337 orð

Traustið vantar

Boeing hefur enn ekki endurunnið traust almennings – og ætti það traust ekki skilið Meira

Menning

21. október 2019 | Tónlist | 928 orð | 2 myndir

Ákall eftir opnum faðmi Íslendinga

Viðtal Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þessi bók fjallar um sinnuleysi okkar og oft á tíðum skort á kærleika, samkennd og samúð. Meira
21. október 2019 | Bókmenntir | 377 orð | 3 myndir

Dansað á línunni

Eftir Evu Björgu Ægisdóttur. Veröld gefur út, 366 bls. innb. Meira
21. október 2019 | Kvikmyndir | 690 orð | 2 myndir

Hver eru sníkjudýrin?

Leikstjórn og handrit: Bong Joon-ho. Kvikmyndataka: Hong Kyung-pyo. Klipping: Yang Jin-mo. Aðalhlutverk: Song Kang-ho, Lee Sun-kyun, Cho Yeo-jeong, Choi Woo-shik, Park So-dam. 132 mín. Suður-Kórea, 2019. Meira
21. október 2019 | Kvikmyndir | 86 orð | 1 mynd

La Belle Époque opnunarmyndin

Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í tuttugasta sinn á næsta ári og að þessu sinni í Bíó Paradís. Kvikmyndahúsið, Alliance Française og franska sendiráðið á Íslandi munu í samvinnu sýna úrval franskra kvikmynda í Bíó Paradís frá 23. janúar til 2. Meira
21. október 2019 | Myndlist | 84 orð | 1 mynd

Málþing haldið um byggingarlist

Danska sendiráðið á Íslandi og Listaháskóli Íslands efna til málþings um varðveislu sögulegra bygginga og byggingarsögu Hverfisgötunnar í Safnahúsinu á morgun, þriðjudaginn 22. Meira

Umræðan

21. október 2019 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Átaks er þörf nú sem aldrei fyrr

Eftir Sigurð Pál Jónsson: "Í dag eru flest fíkniefni ólögleg fyrir utan áfengi og svo eru lyfseðilsskyld lyf misnotuð og í raun mörg hver fíkniefni." Meira
21. október 2019 | Pistlar | 404 orð | 1 mynd

Full Evrópuaðild væri heillaspor

Sjálfstæðisflokkurinn náði lágpunkti árið 2013 þegar landsfundur samþykkti ályktun um að Evrópusambandinu yrði gert að loka upplýsingaskrifstofu sinni hér á landi. Meira
21. október 2019 | Aðsent efni | 588 orð | 1 mynd

Getur verið að gott skipulag sé lykillinn?

Eftir Gest Ólafsson: "Við Íslendingar eigum heimtingu á faglega unnu skipulagi til að geta nálgast heimsmarkmið SÞ." Meira
21. október 2019 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Greinargóð svör án spurningar

Eftir Elías Elíasson: "Við þurfum að gæta að frelsi okkar til að ráða orkulindunum á sama hátt og auðlindum sjávar." Meira
21. október 2019 | Aðsent efni | 592 orð | 1 mynd

Hvers vegna er iðn- og starfsnám ekki öflugra hér á landi?

Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur: "Sjálfstæðismenn, vinstri græn og framsóknarmenn hafa lagt aðaláhersluna á bóklegt nám á kostnað iðn- og verknáms." Meira
21. október 2019 | Aðsent efni | 721 orð | 1 mynd

Silfra og UNESCO

Eftir Jónas Haraldsson: "... það yrði okkur Íslendingum til hneisu um víða veröld færi það svo að Þingvellir yrðu felldir út af heimsminjaskrá UNESCO." Meira
21. október 2019 | Aðsent efni | 138 orð | 1 mynd

Spurning til Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur

Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún: "Þar sem engin svör hafa borist við spurningu minni sný ég mér hér með milliliðalaust til þín." Meira

Minningar- og afmælisgreinar

21. október 2019 | Minningargreinar | 488 orð | 1 mynd

Bryndís Kristjánsdóttir

Bryndís Kristjánsdóttir fæddist 17. ágúst 1922. Hún lést 12. september 2019. Útför Bryndísar fór fram 8. október 2019. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2019 | Minningargreinar | 580 orð | 1 mynd

Halla Gunnlaugsdóttir

Halla Gunnlaugsdóttir fæddist á Akureyri 18. desember 1938. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 9. október 2019. Foreldrar hennar voru Anna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 10.4. 1908, d. 24.10. 1968 og Gunnlaugur Markússon pípulagningameistari, f. 11.1. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2019 | Minningargreinar | 2999 orð | 1 mynd

Jóna Halldóra Bjarnadóttir

Jóna Halldóra Bjarnadóttir frá Hóli í Bolungarvík fæddist 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 9. október 2019. Foreldrar hennar voru Kristín Ingimundardóttir, f. 1878, d. 1974, og Bjarni Bárðarson, f. 1878, d. 1957. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2019 | Minningargreinar | 1835 orð | 1 mynd

Ragnar Geir Guðjónsson

Ragnar Geir Guðjónsson fæddist 18. ágúst 1951. Hann lést 2. október 2019. Foreldrar hans voru Rakel Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 19. ágúst 1925, d. 20. maí 2012, og Júlíus Óskar Halldórsson, f. 29. júlí 1924, d. 27. júní 2014. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2019 | Minningargreinar | 2178 orð | 1 mynd

Sigríður Eysteinsdóttir

Sigríður Eysteinsdóttir fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1933. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 8. október 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Eysteinn Jónsson, f. 13. nóvember 1906, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2019 | Minningargreinar | 1969 orð | 1 mynd

Þorbjörg Kristjánsdóttir

Þorbjörg Kristjánsdóttir fæddist 7. desember 1949 í Reykjavík. Hún lést í Reykjavík 10. október 2019. Foreldrar hennar voru Kristján Kristjánsson, hljómsveitarstjóri (KK-sextettinn) og kaupmaður í Reykjavík, f. 5. sept. 1925 í Syðstakoti á Miðnesi, d.... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. október 2019 | Viðskiptafréttir | 108 orð | 1 mynd

Aramco bíður átekta

Ríkisolíufélag Sádi-Arabíu, Saudi Aramco, mun fresta skráningu á hlutabréfamarkað þangað til rekstrartölur þriðja ársfjórðungs liggja fyrir. Meira
21. október 2019 | Viðskiptafréttir | 886 orð | 3 myndir

Til marks um viðvaningshátt

Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eins og Morgunblaðið fjallaði um í síðustu viku er Ísland komið á „gráan lista“ eftirlitsstofnunarinnar FATF, sem vaktar hversu vel þjóðir heims reyna að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samtökin höfðu bent á 51 ágalla í peningaþvættisvörnum Íslands og var búið að bregðast við nær öllum, en þrír stóðu þó enn út af að mati FATF. Meira
21. október 2019 | Viðskiptafréttir | 68 orð | 1 mynd

Vill ekki sjá líbruna

Olaf Scholz , fjármálaráðherra Þýskalands, ítrekaði á föstudag að hann myndi vilja koma í veg fyrir að rafmyntin líbra verði að veruleika. Scholz lét þessi ummæli falla í Washington, þar sem hann sótti fundi AGS og Alþjóðabankans. Meira

Fastir þættir

21. október 2019 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 cxd5 4. Rc3 Rf6 5. Bf4 a6 6. e3 e6 7. Hc1 Rc6...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 cxd5 4. Rc3 Rf6 5. Bf4 a6 6. e3 e6 7. Hc1 Rc6 8. Bd3 h6 9. h3 Bd7 10. Rf3 Hc8 11. 0-0 Ra5 12. Meira
21. október 2019 | Árnað heilla | 92 orð | 1 mynd

Axel Kristinsson

60 ára Axel er Reykvíkingur, ólst upp í Gerðunum og býr þar enn. Hann er sagnfræðingur frá HÍ og er sjálfstætt starfandi. Hann sendi á siðasta ári frá sér bókina Hnignun, hvaða hnignun? Meira
21. október 2019 | Árnað heilla | 664 orð | 4 myndir

Létt að fara af gangstéttinni

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir fæddist 21. október 1969 á Selfossi, í svefnherbergi foreldra sinna á æskuheimilinu. Hún ólst þar upp að mestu leyti, með viðkomu í Reykjavík og á Kvíabryggju í Grundarfirði meðan faðir hennar var þar forstöðumaður. Meira
21. október 2019 | Í dag | 63 orð

Málið

Að manna sig er að herða sig . Talað er um að manna sig upp í e-ð : manna sig upp í að bera fram bónorð, manna sig upp í að biðja ógnvekjandi matráð um auka-kjötbollu. Að „mana“ sig upp í það er á misskilningi byggt. Meira
21. október 2019 | Í dag | 95 orð | 1 mynd

Meira rokk og ról

Írski söngvarinn Niall Horan, sem áður var meðlimur strákasveitarinnar One Direction, gaf út nýtt lag fyrir skömmu sem ber heitið „Nice to Meet Ya“. Þar syngur hann um stelpu sem erfitt er að nálgast, sem er víst sönn saga. Meira
21. október 2019 | Í dag | 276 orð

Sparið vatnið og gætið hófs

Davíð Hjálmar í Davíðshaga skrifar í Leirinn að norski vatnsforstöðumaðurinn hvetji menn til að bruðla ekki með vatn. Ýmislegt megi gera til sparnaðar, t.d. sé tilvalið að bursta tennurnar og gera fleira smálegt í sturtu. Meira
21. október 2019 | Árnað heilla | 77 orð | 1 mynd

Vignir Már Lýðsson

30 ára Vignir er Reykvíkingur og ólst upp í Neðra-Breiðholti og býr þar enn. Hann er hagfræðingur og tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og er annar stofnenda og framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Leiguskjóls. Meira
21. október 2019 | Fastir þættir | 170 orð

Vond blanda. N-AV Norður &spade;K874 &heart;6 ⋄KDG4 &klubs;ÁK94...

Vond blanda. N-AV Norður &spade;K874 &heart;6 ⋄KDG4 &klubs;ÁK94 Vestur Austur &spade;6 &spade;Á3 &heart;G8752 &heart;ÁD943 ⋄Á1053 ⋄8 &klubs;G53 &klubs;D10872 Suður &spade;DG10952 &heart;K10 ⋄9762 &klubs;6 Suður spilar 4&spade;. Meira

Íþróttir

21. október 2019 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

701. markið hjá Ronaldo

Meistararnir í Juventus eru með eins stigs forskot á Inter í toppsæti ítölsku A-deildarinnar en bæði lið fögnuðu sigri um helgina. Juventus lagði Bologna 2:1 þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sitt 701. mark á ferlinum þegar hann kom Juventus yfir. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Aalesund komið upp

Íslendingaliðið Aalesund tryggði sér í gær sæti í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið vann 1:0-sigur gegn Tromsdalen. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Alfreð opnaði markareikninginn

Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu á laugardaginn þegar hann tryggði Augsburg 2:2 jafntefli gegn meisturunum í Bayern München á heimavelli. Alfreð kom inn á á 68. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Börsungar komnir á toppinn

Barcelona og Real Madrid höfðu sætaskipti í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Börsungar eru komnir í toppsætið, eru stigi á undan erkifjendum sínum. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Ejub til Stjörnunnar

Knattspyrnuþjálfarinn Ejub Purisevic hefur samið við Stjörnuna um að gerast þjálfari í barna- og unglingastarfi félagsins. Hann mun verða aðalþjálfari þriðja flokks karla sem og stýra hæfileikamótun í 2. til 4. flokki. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

England Everton – West Ham 2:0 • Gylfi Þór Sigurðsson kom inn...

England Everton – West Ham 2:0 • Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á á 87. mínútu og skoraði síðara markið fyrir Everton. Leicester – Burnley 2:1 • Jóhann Berg Guðmundsson hjá Burnley er frá keppni vegna meiðsla. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Flottur hálftími hjá Sveini Aroni

Sveinn Aron Guðjohnsen átti heldur betur góðan hálftíma með Spezia í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Sveinn Aron kom inn á á 60. mínútu þegar Spezia var 1:0 undir á móti Pescara en Sveinn breytti heldur betur gangi leiksins. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 603 orð | 3 myndir

Fram nýtti brotalamir Stjörnunnar

Handbolti Ívar Benediktsson Guðmundur Tómas Sigfússon Fram kom í veg fyrir að Stjarnan jafnaði metin við Val í efsta sæti Olísdeildar kvenna á laugardaginn þegar Safamýrarliðið varð fyrst liða til þess að leggja Stjörnuna á leiktíðinni, 28:25, í... Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 571 orð | 2 myndir

Glódís Perla Svíþjóðarmeistari sem lifir í núinu

Fótbolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Við hefðum getað klárað þetta um síðustu helgi en það var mjög sætt að ná að klára núna,“ sagði kampakát Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að hún varð sænskur meistari í fyrsta skipti með Rosengård í gær. Glódís lék allan leikinn með liðinu í 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Vittsjö. Þegar einni umferð er ólokið er Rosengård með fjögurra stiga forskot á Gautaborg. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Guðlaugur Victor hetjan

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson reyndist hetja Darmstadt í 1:0 útisigri liðsins gegn St. Pauli í í þýsku B-deildinni í knattspyrnu um helgina. Guðlaugur Victor skoraði sigurmarkið með skalla á 80 mínútu. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Olísdeild kvenna Afturelding – HK 21:24 Fram – Stjarnan...

Olísdeild kvenna Afturelding – HK 21:24 Fram – Stjarnan 28:25 ÍBV – Haukar 18:21 Staðan: Valur 5500143:10110 Fram 5401143:1058 Stjarnan 5401128:1068 HK 5212128:1305 KA/Þór 5203127:1444 ÍBV 511396:1203 Haukar 5104107:1282 Afturelding... Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Ragnars var sárt saknað

Ragnars Sigurðssonar var sárt saknað í liði Rostov þegar liðið sótti Zenit Petersburg heim í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Rosaleg spenna í Svíþjóð

Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt af mörkum AIK þegar liðið burstaði Falkenberg 5:1 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Kolbeinn var í byrjunarliði AIK en var skipt af velli á 76. mínútu. AIK lék manni fleiri í 80. mínútur. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 560 orð | 2 myndir

Sigurganga Liverpool stöðvuð á Old Trafford

England Kristófer Kristjánsson kristofer@mbl.is Manchester United stöðvaði sigurgöngu Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær er liðin urðu að sættast á jafntefli á Old Trafford, 1:1. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Thomas fagnaði sigri

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas fagnaði sigri á CJ Cup-mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi sem lauk í S-Kóreu í gær. Þetta var í annað sinn á þremur árum sem Thomas fer með sigur af hólmi á þessu móti en hann endaði á 20 höggum undir pari. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 321 orð | 1 mynd

Þýskaland Augsburg – Bayern München 2:2 • Alfreð Finnbogason...

Þýskaland Augsburg – Bayern München 2:2 • Alfreð Finnbogason kom inn á á 68. mín. í liði Augsburg og skoraði síðara markið. Frankfurt – Wolfsburg 0:3 • Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan tímann með Wolfsburg og lagði upp eitt mark. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Þýskaland Bergischer – Göppingen 25:25 • Arnór Þór Gunnarsson...

Þýskaland Bergischer – Göppingen 25:25 • Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson 3. Balingen – Füchse Berlín 31:30 • Oddur Grétarsson skoraði 8 mörk fyrir Balingen. Meira
21. október 2019 | Íþróttir | 429 orð | 2 myndir

Ætlum okkur að fara alla leið

Meistaradeildin Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.