Greinar föstudaginn 17. janúar 2020

Fréttir

17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

17 dómarar dæma í landsréttarmálinu

Upplýsingar um hvaða dómarar munu dæma í svonefndu landsréttarmáli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hafa borist málsaðilum. Verður málið tekið fyrir í yfirrétti 5. febrúar. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 569 orð | 2 myndir

17 dómarar dæma mál Íslands

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Málsaðilar í svonefndu landsréttarmáli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) hafa fengið upplýsingar um hvaða dómarar munu dæma málið, sem tekið verður fyrir í yfirrétti 5. febrúar næstkomandi. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

200 Íslendingar í höllinni

„Við tökum fagnandi hverri sálu sem styður íslenska landsliðið,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ. Keppni í milliriðli tvö á EM í handbolta í Malmö hefst í dag þegar Ísland mætir Slóveníu klukkan 15. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

90 þúsund kr. hækkun á næstu tveimur árum

Í nýjum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Sambands íslenskra sveitarfélaga er kveðið á um að laun hækki um 90 þúsund frá 1. janúar sl. til 1. janúar 2022 og ári síðar hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Auður og Floni á toppnum

Tónlistarmaðurinn Floni átti vinsælustu íslensku plötu ársins 2019, Floni 2, samkvæmt ársuppgjöri Tónlistans. Tónlistinn heldur utan um spilun á Spotify og sölu á geisladiskum og vínylplötum í helstu verslunum. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 163 orð

Átakshópur um bráðamóttökuna

Skipa á átakshóp til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 1589 orð | 7 myndir

„Sluppum með skrekkinn“

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég fagna því hversu vel varnarvirkin á Flateyri virkuðu og í þetta skiptið sluppum við með skrekkinn. Við sem þjóð myndum aldrei fyrirgefa okkur ef það yrðu slys á stöðum sem enn eru óvarðir og við með ofanflóðasjóð bólginn af peningum,“ segir Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í ofanflóðasjóði, fyrrverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meira
17. janúar 2020 | Erlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Big Ben verður þögull

Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að ekki væru heimildir í breskum lögum fyrir því að afla fjár fyrir ríkið með svonefndri hópfjármögnun. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 816 orð | 4 myndir

Bylgjan frá flóðinu allt að sex metra há

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flóðbylgjan sem skall á Suðureyri kl. 23.06 þann 14. janúar gæti hafa verið um sex metra há, að mati Þorleifs Kristjáns Sigurvinssonar, hafnarvarðar á Suðureyri. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 143 orð

Dýpkun við Sundabakka á Ísafirði

Hafnir Ísafjarðarbæjar áforma frekari uppbyggingu á Sundabakka. Fyrirhugað er að lengja Sundabakkann um 300 metra og dýpka framan við bakkann niður á allt að 11 metra. Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum og hefur matsáætlun verið lögð fram. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Ein íslensk mynd á listanum

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Aðeins ein íslensk kvikmynd rataði inn á listann yfir þær 20 tekjuhæstu í kvikmyndahúsum hér á landi á síðasta ári. Það var kvikmyndin Agnes Joy sem rúmlega tólf þúsund manns sáu. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Fjárhagstjónið enn ómetið

Rósa Margrét Tryggvadóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Hallur Már, Sigurður Bogi Sævarsson, Guðni Einarsson, Helgi Bjarnason. Snjóflóðin sem féllu á Flateyri að kvöldi þriðjudags eru með allra stærstu flóðum í heiminum sem fallið hafa á varnargarða. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Fluttir í nýja slökkvistöð við Húsavíkurhöfn

„Þetta er eins og að fara úr torfkofa í höll,“ segir Rúnar Traustason, varðstjóri hjá Slökkviliði Norðurþings. Slökkviliðið hefur nú flutt inn í nýja og sérhannaða slökkvistöð sem byggð var við Húsavíkurhöfn. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Flýta sér hægt og koma heilir heim

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eftir að hafa verið í viðbragðsstöðu í um 45 ár getur Þráinn Ólafsson loks lokað á útkallssímann. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 125 orð

Forseti Íslands heimsækir Ísrael

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heldur í opinbera heimsókn til Ísraels dagana 22. og 23. janúar í boði Reuven Rivlin, forseta Ísraels. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 607 orð | 2 myndir

Færri kranar og minna flutt til landsins

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ýmsar vísbendingar eru um minnkandi umsvif á byggingarmarkaði. Þannig hefur magn innflutnings byggingarhráefna minnkað á umliðnum mánuðum og launþegum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur fækkað. Meira
17. janúar 2020 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Hvatti Írana til að standa við sitt

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hvatti í gær Írana til þess standa við skuldbindingar sínar samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu frá árinu 2015, en Borrell fundaði með Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, í Nýju Delí, höfuðborg... Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Kvikmyndadagar í Norræna húsinu

Kvikmyndadagarnir Nordisk Film Fokus eru haldnir í dag og á morgun, að þessu sinni í samstarfi við Reykjavík Feminist Film Festival. Frítt er inn á allar myndir og viðburði Nordisk Film Fokus, en bóka þarf miða á vef Norræna hússins. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Mesta atvinnuleysi frá marsmánuði 2014

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atvinnuleysi í síðasta mánuði nýliðins árs mældist 4,3% á landinu öllu og jókst um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 833 orð | 3 myndir

Minnast atburðanna og sýna stuðning

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mikil þörf fyrir slíkar samverustundir. Fólk styður hvert annað og minnist hörmunganna og einnig þess sem gott hefur verið gert,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson, fyrrverandi oddviti á Flateyri. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 570 orð | 3 myndir

Nemendur sendir heim ef kennarar eru veikir

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta var mikið áfall fyrir alla í ráðinu. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 413 orð | 2 myndir

Óbreytt veglína flýtir framkvæmdum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í skoðun er að halda sömu veglínu og nú er við breikkun Reykjanesbrautar við Straumsvík, í stað þess að leggja nýjan veg talsvert sunnar eins og áformað hefur verið. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Parið talið hafa orðið úti

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, telur að kona og karl sem fundust látin á Sólheimasandi um og eftir hádegi í gær hafi orðið úti. Dánarorsök mun þó ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni krufningu. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 19 orð | 1 mynd

RAX

Snjór Ekki skortir verkefni fyrir snjómoksturstæki á Vestfjörðum. Í gær var mokað í gegnum snjóflóð í Skötufirði í... Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Senda nemendur heim vegna forfalla

Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, segir að skólastjórnendur þurfi að grípa til þess örþrifaráðs að senda nemendur heim ef kennarar forfallist. Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 1101 orð | 2 myndir

Þakklát fyrir að vera hér í dag

Arnar Þór Ingólfsson Hallur Már „Ég man eftir því að vera komin á börurnar og þegar verið var að taka mig út í bíl,“ sagði Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára gömul stúlka sem bjargað var úr snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld, í... Meira
17. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Æskuverk Rakhmanínov og Gubaidulina

Á þrennum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) í vetur verður teflt saman verkum tveggja rússneskra meistara, þeirra Sergejs Rakhmanínov og Sofiu Gubaidulina. Fyrstu tónleikarnir verða í Norðurljósum Hörpu í dag kl. Meira
17. janúar 2020 | Erlendar fréttir | 587 orð | 1 mynd

Öldungadeildin tekin við

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

17. janúar 2020 | Staksteinar | 249 orð | 1 mynd

Hvenær útrýmir maður fugli?

Ólafur Bjarni Andrésson skrifar eftirtektarverða grein, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar rekur hann hvernig reynt hefur verið að persónugera drápið á síðasta geirfuglinum og skella sökinni á Ketil Ketilsson forföður hans. Meira
17. janúar 2020 | Leiðarar | 274 orð

Refskákin að klárast

Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu loksins á miðvikudag að senda ákærur sínar til embættismissis á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta til öldungadeildarinnar, mánuði eftir að þær voru samþykktar. Öldungadeildin þarf nú að rétta í málinu og er gert ráð fyrir að það taki fimm vikur hið minnsta. Meira
17. janúar 2020 | Leiðarar | 378 orð

Sterk vísbending um framhaldið

Ein spurning sem öðru hvoru hefur skotið upp kollinum síðustu ár er hvað Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst gera þegar yfirstandandi kjörtímabil hans rennur út 2024 því að samkvæmt stjórnarskrá Rússlands má hann ekki sækjast eftir embættinu fyrr en 2030. Þá verður hann 78 ára gamall. Meira

Menning

17. janúar 2020 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Áminning um dýrmæti handboltans

Loksins eru þessar tvær vikur á hverju ári gengnar í garð þar sem höfundur ljósvakans hefur ástæðu til að nota skylduáskriftina sína að Ríkisútvarpinu. Meira
17. janúar 2020 | Kvikmyndir | 54 orð

Femínísk kvikmyndahátíð hafin

Femínísk kvikmyndahátíð hófst í Bíó Paradís í gær og stendur fram á sunnudag. Kvikmyndasýningar hátíðarinnar verða bæði þar og í Norræna húsinu og er um fjölbreytilegar myndir að ræða. Samkvæmt heimasíðu hátíðarinnar, rvkfemfilmfest. Meira
17. janúar 2020 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Houston, Nine Inch Nails og T-Rex í Frægðarhöllina

Dægurlagasöngkonan vinsæla Whitney Houston, sem lést fyrir átta árum 48 ára gömul, hefur verið kjörin inn í Frægðarhöll rokksins í Bandaríkjunum. Hin árlega hátíð í Rokkhöllinni í Cleveland, þar sem nýkjörnir meðlimir eru teknir inn, verður haldin 2. Meira
17. janúar 2020 | Leiklist | 1321 orð | 4 myndir

Notar og misnotar tjáningarfrelsið

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Nýtt íslenskt leikrit, Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, verður frumsýnt í kvöld á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Meira
17. janúar 2020 | Myndlist | 626 orð | 3 myndir

Óljóst eðli ljósmyndunar

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sýningin Afrit verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í kvöld, föstudag, klukkan 19 og er hún hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020 sem stendur yfir þessa dagana. Meira

Umræðan

17. janúar 2020 | Aðsent efni | 246 orð | 1 mynd

Afrekssveit Íslands bjargar mannslífum

Eftir Guðna Ágústsson: "Þessi magnaði englaher björgunarsveitanna fer út í veðrin og stormana með áform um að bjarga lífi." Meira
17. janúar 2020 | Pistlar | 455 orð | 1 mynd

Ekki segja neitt

Nú er tveir mánuðir síðan sjónvarpið fjallaði um meint afbrot íslensks fyrirtækis í Afríku. Ekki er of djúpt í árinni tekið að segja að þjóðin hafi verið slegin eftir þáttinn. Meira
17. janúar 2020 | Aðsent efni | 948 orð | 1 mynd

Fjárhagslegt frelsi og frelsi þjóðar

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Ef ekki eru hvatar til frjáls sparnaðar veit enginn eyðsluna fyrr en öll er. Þá er frelsið farið og komið helsi í stað frelsis." Meira
17. janúar 2020 | Velvakandi | 98 orð | 1 mynd

Hvers vegna ekki Jónas?

Jónas Hallgrímsson gaf okkur fjölmörg nýyrði. Kvæðið Ferðaalok orti hann undir lok sinnar skömmu ævi. Í upphafi þess kvæðis sameinast skáldið og náttúrufræðingurinn: „Ástarstjörnu, yfir Hraundranga, skýla nætur-ský, hló hún á himni“... Meira
17. janúar 2020 | Aðsent efni | 716 orð | 2 myndir

Stefna Landspítalans – á hverra ábyrgð?

Eftir Reyni Arngrímsson: "Átaksverkefni kalla á meiri nýtingu sjúkrarúma og hjúkrunarþjónustu umfram getu Landspítalans. Þetta hefur bitnað á bráðveikum og öllum spítalanum." Meira

Minningargreinar

17. janúar 2020 | Minningargreinar | 226 orð | 1 mynd

Arnhildur Jónsdóttir

Arnhildur Jónsdóttir fæddist 20. febrúar 1931. Hún lést 26. desember 2019. Útförin fór fram 10. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 526 orð | 1 mynd

Ágústa Þuríður Gísladóttir

Ágústa Þuríður Gísladóttir fæddist 4. apríl 1918. Hún lést 28. desember 2019. Útför Ágústu var gerð 8. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 350 orð | 1 mynd

Ásta Sigríður Þorleifsdóttir

Ásta Sigríður Þorleifsdóttir fæddist 25. júlí 1921. Hún lést 17. desember 2019. Útför Ástu Sigríðar fór fram 6. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 610 orð | 1 mynd

Bárður Árni Steingrímsson

Bárður Árni fæddist í Reykjavík 5. apríl 1945. Hann lést hinn 27. desember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar Bárðar Árna voru Steingrímur Benedikt Bjarnason, f. 8. apríl 1918, d. 29. október 1994, og Þóra Kristín Kristjánsdóttir, f. 28. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 528 orð | 1 mynd

Berglind Rósa Jósepsdóttir

Berglind Rósa Jósepsdóttir fæddist 28. janúar 1986. Hún lést 30. desember 2019. Útför Berglindar fór fram 11. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 1517 orð | 1 mynd

Einar Jónsson

Einar Jónsson fæddist 16. apríl 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði á nýársdag 2020. Einar var sonur hjónanna Jóns M. Júlíussonar og Solveigar Kristjánsdóttur á Munkaþverá í Eyjafirði og þar ólst hann upp. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 380 orð | 1 mynd

Elín Jónsdóttir

Halldóra Elín Jónsdóttir fæddist 10. október 1928. Hún lést 26. desember 2019. Útför Elínar fór fram 7. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 844 orð | 1 mynd

Friðrik Jóhann Stefánsson

Friðrik Jóhann Stefánsson fæddist í Reykjavík 9. desember 1927. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. janúar 2020. Foreldrar Friðriks voru hjónin Kristín Sigurðardóttir, f. 28. ágúst 1893, d. 21. mars 1962, og Stefán Jóhann Jóhannsson, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 326 orð | 1 mynd

Gíslína Þórarinsdóttir

Gíslína Þórarinsdóttir, alltaf kölluð Didda, fæddist 3. mars 1928. Hún lést 29. desember 2019. Útför Diddu fór fram 8. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 936 orð | 1 mynd

Grímur Örn Haraldsson

Grímur Örn Haraldsson fæddist í Reykjavík 18. desember 1938. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 8. janúar 2020. Foreldrar hans voru Pálína Þorkelsdóttir, f. 21. júlí 1922, d. 13. mars 1998, og Haraldur S. Guðmundsson, f. 9. janúar 1917, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 2561 orð | 1 mynd

Guðbjörg Bergs

Guðbjörg Bergs fæddist í Reykjavík 3. október 1951. Hún lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans 9. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Lís Bergs, (fædd Eriksen) f. 9. október 1917, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 1951 orð | 1 mynd

Guðmundur Gústafsson

Guðmundur Gústafsson fæddist í Reykjavík 8. mars 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 8. janúar 2020. Foreldrar Guðmundar voru Gústaf Þórðarson forstjóri, f. 4. ágúst 1910, d. 19. október 1979, og Helga Snæbjörnsdóttir húsmóðir, f. 3. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 1652 orð | 1 mynd

Hörður Einarsson

Hörður Einarsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík hinn 30. ágúst 1952. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 24. desember 2019. Foreldrar hans voru Einar Jónsson, f. 28. mars 1926, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 667 orð | 1 mynd

Jakob Unnar Bjarnason

Jakob Unnar Bjarnason fæddist 5. desember 1952. Hann lést 5. janúar 2020. Útför Jakobs Unnars fór fram 15. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 1121 orð | 1 mynd

Jón Traustason

Jón Traustason fæddist 18. ágúst 1925 á Kirkjubóli í Staðarsveit í Strandasýslu. Hann lést á líknardeild Landspítalans 10. janúar 2020. Foreldrar hans voru Trausti Sveinsson, f. 1898, d. 1941, og Hólmfríður Jónsdóttir, f. 1901, d. 1993. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 1777 orð | 1 mynd

Kristín G. Lárusdóttir

Kristín G. Lárusdóttir, húsmóðir og verslunarkona, fæddist í Reykjavík 19. september 1943. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Hjördís Pálsdóttir, húsmóðir og fiskverkakona, f. 13.1. 1918 í Reykjavík, d. 8.2. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 1941 orð | 1 mynd

Kristín J. Ármann

Kristín Jóna Jensdóttir Ármann fæddist í Hafnarfirði 13. september 1923. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. desember 2019. Foreldrar hennar voru Jens Guðni Jónsson skipstjóri, f. 17. ágúst 1892, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 1927 orð | 1 mynd

Kristrún Skúladóttir

Kristrún Skúladóttir var fædd 1. júní 1929 í Reykjavík. Hún lést 8. janúar 2020 á taugadeild Landspítalans í Fossvogi. Foreldrar hennar voru hjónin Skúli Símon Eggertsson rakarameistari, f. 8. september 1905, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 326 orð | 1 mynd

Ragnar Gunnlaugsson

Ragnar Gunnlaugsson fæddist 26. febrúar 1949. Hann lést 30. desember 2019. Útför Ragnars fór fram 10. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 2576 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Ólafsdóttir

Sigurbjörg Ólafsdóttir fæddist 12. desember 1923 í Hlíð undir Eyjafjöllum. Hún lést eftir stutta dvöl á hjúkrunarheimili Hrafnistu Laugarási 8. janúar 2020. Foreldrar Sigurbjargar voru Ólafur Ólafsson, f. 8.8. 1873, d. 8.4. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 392 orð | 1 mynd

Sævar Pálsson

Sævar Pálsson fæddist 10. ágúst 1954. Hann lést 19. nóvember 2019. Útför Sævars fór fram 3. desember 2019. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2020 | Minningargreinar | 2360 orð | 2 myndir

Örn Friðrik Clausen

Örn Friðrik Clausen fæddist 13. júlí 1951 í Reykjavík. Hann lést 6. janúar 2020 á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar hans: hjónin Þóra Hallgrímsson, f. 1930, og Haukur Clausen, f. 1928, d. 2003. Þau skildu. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. janúar 2020 | Viðskiptafréttir | 1245 orð | 3 myndir

Hótel Helgafell risið á Spáni

Viðtal Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Við setjumst niður yfir rjúkandi heitum kaffibolla sem Ómar Þór Ómarsson hefur galdrað fram úr stórri kaffivél af ítalskri gerð. Meira

Fastir þættir

17. janúar 2020 | Fastir þættir | 176 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. Dc2 dxc4 7. e4 c5 8...

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. Dc2 dxc4 7. e4 c5 8. Bf4 a6 9. Bxc4 b5 10. Bb3 cxd4 11. Hd1 Rc6 12. 0-0 Hc8 13. e5 Rh5 14. Be3 Dc7 15. Rxd4 Rxd4 16. Bxd4 Rf4 17. f3 Bc5 18. Df2 0-0 19. Hfe1 Rg6 20. f4 Bxd4 21. Hxd4 Hfd8 22. Meira
17. janúar 2020 | Árnað heilla | 587 orð | 4 myndir

Gaf út örsagnasafn í fyrra

Þóra Jónsdóttir fæddist 17. janúar 1925 á Bessastöðum á Álftanesi. Aftakaveður var þann dag – líkt og verið hefur nú undanfarið – svo þakplötur fuku af íbúðarhúsinu og skip fórust. Meira
17. janúar 2020 | Árnað heilla | 73 orð | 1 mynd

Hjörtur Leonard Jónsson

60 ára Hjörtur ólst upp í Garði í Kelduhverfi en býr í Reykjavík. Hann er starfsmaður vegaþjónustu N1. Hjörtur hefur verið í Sniglunum, bifhjólasamtökum lýðveldisins, frá upphafi og hefur skrifað mikið og barist fyrir málefnum mótorhjólamanna. Meira
17. janúar 2020 | Árnað heilla | 72 orð | 1 mynd

Hjörvar Sigurðsson

30 ára Hjörvar er Hvolsvellingur og hefur alla tíð búið á Hvolsvelli. Hann er með sveinspróf í smíði frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og er að læra byggingariðnfræði í Háskólanum í Reykjavík. Maki : Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir, f. Meira
17. janúar 2020 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

Hvolsvöllur Ýmir Rökkvi Hjörvarsson fæddist 14. október 2019 kl. 16.38 á...

Hvolsvöllur Ýmir Rökkvi Hjörvarsson fæddist 14. október 2019 kl. 16.38 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann vó 3.855 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Hjörvar Sigurðsson og Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir... Meira
17. janúar 2020 | Í dag | 242 orð

Limrur frá Limerick og fleira gott

Ég hef fengið nýárskveðjur frá Herði Þorleifssyni og gott bréf: „Ég les alltaf Vísnahorn og hef gaman af. Í maí 2014 fór Öldungadeild lækna til Manar og Írlands. Komum til Limerick þar sem Shannon-fljót rennur til sjávar. Meira
17. janúar 2020 | Í dag | 56 orð

Málið

Kúm hefur fækkað eitthvað á höfuðborgarsvæðinu en bregður enn fyrir úti á landi. Hér er ekki ætlunin að saka neinn um neitt, en fyrir getur komið að mjaltatími verði óreglulegur um sinn. Meira
17. janúar 2020 | Í dag | 60 orð | 1 mynd

Survivor fagnar tímamótum

Þættirnir Survivor ætla að sýna tímamótaþátt í tilefni þess að þættirnir hafa verið sýndir í 20 ár. 40 bestu augnablikin verða sýnd og survivor-þátttakendurnir, tekið verður saman í þátt sem sýndur verður hinn 5. febrúar næstkomandi. Meira

Íþróttir

17. janúar 2020 | Íþróttir | 431 orð | 3 myndir

* Birkir Bjarnason , landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, mun gangast...

* Birkir Bjarnason , landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, mun gangast undir læknisskoðun hjá ítalska A-deildarfélaginu Brescia í dag, en það var Sky Sports sem greindi frá þessu í gær. Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla KR – Fjölnir 96:83 Valur – ÍR 75:85...

Dominos-deild karla KR – Fjölnir 96:83 Valur – ÍR 75:85 Njarðvík – Keflavík 85:97 Staðan: Keflavík 141131252:114222 Stjarnan 131121215:107522 Tindastóll 13941152:108618 Njarðvík 14861179:107516 KR 13851091:107316 Haukar 13761156:112414... Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

EM karla 2020 MILLIRIÐILL I, Vín: Spánn – Tékkland 31:25 Króatía...

EM karla 2020 MILLIRIÐILL I, Vín: Spánn – Tékkland 31:25 Króatía – Austurríki 27:23 Hvíta-Rússland – Þýskaland 23:31 Staðan: Spánn 220064:514 Króatía 220058:464 Þýskaland 210157:562 Austurríki 210155:562 Tékkland 200254:630... Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 388 orð | 4 myndir

Fjórði ættliðurinn lék gegn Kanada

Fótboltaætt Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar Stefán Teitur Þórðarson frá Akranesi kom inn á sem varamaður hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í sigurleiknum gegn Kanada, 1:0, í Irvine í Kaliforníu í fyrrinótt var það söguleg stund. Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Ak.: Þór Ak...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Ak.: Þór Ak. – Þór Þ 18.30 Mustad-höll: Grindavík – Haukar 18.30 MG-höllin: Stjarnan – Tindastóll 20.15 1. deild karla: VHE-höllin: Höttur – Selfoss 19. Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 716 orð | 2 myndir

Lið á mikilli siglingu

EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Andstæðingur dagsins á EM karla í handknattleik í Malmö er Slóvenía. Jafnframt er leikurinn sá fyrsti hjá Íslandi í milliriðli II í mótinu. Þar hefja Slóvenar leik með tvö stig en Íslendingar ekkert. Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Sneru leiknum sér í vil

ÍR vann tíu stiga endurkomusigur gegn Val á Hlíðarenda í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í 14. umferð deildarinnar í gær. Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Sterk byrjun skilaði sigri

Íslandsmeistarar KR í körfuknattleik fóru mikinn í fyrsta leikhluta þegar liðið vann þrettán stiga sigur gegn nýliðum Fjölnis í úrvalsdeild karla, Dominos-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í 14. umferð deildarinnar í gær. Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Stórsigur og fullt hús í riðlinum

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Strákarnir í 20 ára landsliði Íslands í íshokkí unnu stórsigur á Nýsjálendingum, 10:1, í lokaleik sínum í riðlakeppni 3. deildar heimsmeistaramótsins í þessum aldursflokki í Búlgaríu í gær. Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Vináttulandsleikur karla Kanada – Ísland 0:1 Leikið í Irving...

Vináttulandsleikur karla Kanada – Ísland 0:1 Leikið í Irving, Kaliforníu: 0:1 Hólmar Örn Eyjólfsson 21. Lið Íslands : (4-4-2) Mark : Hannes Þór Halldórsson. Meira
17. janúar 2020 | Íþróttir | 561 orð | 4 myndir

Vörn og hittni Keflvíkinga vó þungt

Í Njarðvík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Þriðja viðureign risana úr Reykjanesbæ í vetur var háð í Njarðtaks-Gryfju þeirra Njarðvíkinga í gærkvöldi þegar heimamenn mættu Keflavík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.