Greinar föstudaginn 21. febrúar 2020

Fréttir

21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 87 orð

24 sýni hafa verið rannsökuð hér á landi

Alls hafa nú 24 sýni verið rannsökuð af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans vegna viðbúnaðar gegn kórónuveirunni COVID-19. Reyndust þau öll neikvæð. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 125 orð

7.900 undirskriftir komnar

Um 7.900 manns höfðu í gærkvöldi skrifað nafn sitt á undirskriftalista Hollvinasamtaka Elliðaárdals og mótmælt breytingum á deiliskipulagi við Stekkjarbakka í Reykjavík. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Arnaldur á toppnum í Frakklandi

„Vinsældir Arnaldar í Frakklandi hafa verið og eru með algerum ólíkindum. Það er magnað að sjá viðtökurnar í hvert sinn sem ný bók er gefin út,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Meira
21. febrúar 2020 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Árásin knúin áfram af kynþáttahyggju

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Angela Merkel Þýskalandskanslari fordæmdi í gær „eitur“ rasisma og haturs, eftir að níu manns voru skotnir til bana í þýsku borginni Hanau í fyrrakvöld. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

BSRB ætlar í verkfall 9. mars

Verkföll BSRB sem ná til um 15.400 manns sem sinna í almannaþjónustu hefjast 9. mars náist samningar ekki fyrir þann tíma. Alls 87,6% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu samþykktu boðun verkfalls og lágu niðurstöður fyrir undir hádegi í gær. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

Eggert

Reykjavík Kuldaboli er í stuði þess dagana og bítur fast. Tjörnin er ísilögð og leiðin úr skólanum er börnum... Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 73 orð

Einn slasaðist í fjögurra bíla árekstri

Einn farþegi slasaðist lítils háttar í fjögurra bíla árekstri í Melasveit milli Akraness og Borgarness í fyrrakvöld. Hann dvelur nú á Heil-brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Endurheimt svæði friðuð við Hítará

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hrygningar- og uppeldissvæði fyrir lax í Hítará á Mýrum skertust um tæplega 34% við berghlaupið sem féll úr Fagraskógarfjalli í byrjun júlí 2018 og stíflaði farveg Hítarár. Einnig lokuðust veiðistaðir. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 314 orð

Fá bætur ytra í þrjá mánuði

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun gaf í fyrra út 1.427 leyfi til að fara í atvinnuleit til EES-landa í allt að þrjá mánuði og fá atvinnuleysisbætur greiddar frá Íslandi á meðan. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Fjögur lítil einbýli til að auka fjölbreytni í búsetuúrræðum

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem í felst að bætt er við íbúðarhúsalóð á svæði þar sem húsið Byrgi stendur. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Flytur tónlist um innra landslag sjálfsins

Tónlistarkonan Adda kemur fram á tónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld og hefjast þeir klukkan 21. Adda er sögð spila tónlist sem á sér rætur í hetju- og andhetjuleiðangri hennar um innra landslag sjálfsins. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Gekk berserksgang hjá úrsmið í Keflavík

Karlmaður var handtekinn í verslun úrsmiðsins Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í hádeginu í gær eftir að hafa reynt að ræna búðina. Samkvæmt upplýsingum mbl. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Gleðin skín á vonarhýrri brá á Hrafnistu

Dægurflugur sveimuðu um sali á Hrafnistu við Laugarás í Reykjavík í gær á tónleikum stórsöngvaranna Kristjáns Jóhannssonar og Geirs Ólafssonar. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Hestarnir eru á húsi en fá tugguna úti

Þótt daginn sé vel farið að lengja er enn víða kuldalegt yfir að líta svo hafa þarf hesta á húsi. Margir hestamenn sleppa klárunum þó út yfir daginn og gefa tugguna þar. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 523 orð | 4 myndir

Innspýtingin verður að skila arði

Baldur Arnarson Þorsteinn Ásgrímsson Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að með örvandi aðgerðum og arðbærum innviðafjárfestingum geti ríkissjóður brugðist við efnahagslægðinni og um leið stuðlað að aukinni spurn eftir... Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Landið hækkað um 5 cm

Dregið hefur úr landrisi við fjallið Þorbjörn í Grindavík en landið rís enn. Í gær mældist landrisið um 5 sentimetrar frá því jarðskjálftahrinan hófst í janúar. Jarðskjálftavirkni mælist enn á Reykjanesi. Færri skjálftar eru þó við Grindavík. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir

Mun minna tjón í föstudagsóveðrinu

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt tjón á innviðum samfélagsins hafi verið mun minna í febrúaróveðrinu en óveðrinu í desember lítur út fyrir að meira tjón hafi orðið hjá einstaklingum í febrúar. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 719 orð | 3 myndir

Nærri 1.300 milljarðar í laun

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Skattframtöl ársins 2019 bera vitni um mikinn uppgang árið 2018. Þetta kemur fram í yfirliti Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í Tíund, blaði Ríkisskattstjóra. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Ríkið skapi viðspyrnu

Ef gefa á hagkerfinu innspýtingu til að sporna gegn samdrætti í efnhagslífinu er mikilvægt að velja fjárfestingarverkefni sem skila samfélaginu raunverulegum arði. Meira
21. febrúar 2020 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Sanders eykur forskotið

Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru flestir á því að Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, hafi komið illa undan kappræðum forsetaefna Demókrataflokksins, sem fram fóru í Las Vegas í Nevada-ríki í fyrrinótt. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 125 orð

SFS með fund um gagnsæi í sjávarútvegi

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) efna til opins fundar um gagnsæi í sjávarútvegi miðvikudaginn 26. febrúar. Fundurinn markar upphaf fundaraðar SFS, Samtal um sjávarútveg, en fjórir fundir verða haldnir. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Sitjum ekki við sama borð

Fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) gagnrýndi á fundi í Genf í vikunni að Evrópusambandsríkin legðu tolla á íslenskan fisk á meðan önnur ríki fengju tollfrjálsan aðgang fyrir sínar sjávarafurðir. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Skipuð forstjóri HSV til fimm ára

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til næstu 5 ára. Jóhanna Fjóla hefur gegnt embætti forstjóra stofnunarinnar um skeið. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Slógu í gegn í Stuttgart

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenska kokkalandsliðið kom gulli slegið til landsins síðdegis í gær eftir frækilegan árangur á Ólympíuleikum matreiðslumanna í Stuttgart í Þýskalandi um helgina. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Sorpa verður alltaf gjaldfær

Gjaldfærni Sorpu bs. er alltaf tryggð þó að til þess geti komið að sveitarfélögin sem að fyrirtækinu standa geti þurft að leggja því til fjármuni svo reksturinn haldist gangandi. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Sorpið safnast upp í tunnum íbúanna

Ekki höfðu borist margar kvartanir í gær vegna skorts á sorphirðu í Reykjavík, að sögn Sigríðar Ólafsdóttur, rekstrarstjóra sorphirðu hjá Reykjavíkurborg. Sorp er ekki hirt vegna verkfalls Eflingar. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 282 orð

Verkfallið hár veggur að komast yfir

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Baráttuviljinn í verkfallinu er enn til staðar meðal okkar fólks og samstaðan er alveg afdráttarlaus. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 546 orð | 3 myndir

Verkfall truflar kennslu í skólum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nemendur 8. og 9. bekkjar Réttarholtsskóla eru boðaðir á fundi í skólanum kl. 10 og 11 í dag. Þar munu umsjónarkennarar kynna hvernig fyrirkomulag kennslu verður. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 768 orð | 4 myndir

Vonbrigði, en brýnt að vakta loðnu áfram

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrstu niðurstöður Hafrannsóknastofnunar og fimm veiðiskipa í loðnumælingum í vikunni hafa dregið úr líkum á ráðgjöf um að heimila loðnuveiðar. Reyndar hefur minna mælst en í leiðangri í byrjun mánaðarins. Meira
21. febrúar 2020 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Vor og haf hjá Sinfóníunni í Eldborg í kvöld

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur snúið aftur úr tónleikaferð um Bretland þar sem hún kom fram á átta tónleikum við mjög góðar viðtökur. Sveitin heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, föstudag, undir stjórn hins finnska Hannu Lintu. Meira

Ritstjórnargreinar

21. febrúar 2020 | Leiðarar | 661 orð

Ekki byrjaði það vel

Fyrstu kappræðurnar benda ekki til að Bloomberg ógni Sanders – eða Trump – að ráði Meira
21. febrúar 2020 | Staksteinar | 200 orð | 2 myndir

Spyr spjörunum úr

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata er mesti fyrirspyrjandi Alþingis og þótt víðar væri leitað. Meira

Menning

21. febrúar 2020 | Myndlist | 762 orð | 1 mynd

„Ég er himinlifandi“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistarmaðurinn Guðjón Ketilsson hlaut í gær Íslensku myndlistarverðlaunin 2020 fyrir sýningu sína Teikn sem haldin var í fyrra í Listasafni Reykjanesbæjar. Meira
21. febrúar 2020 | Tónlist | 245 orð | 1 mynd

Einu sinni var í Hannesarholti

Gunnar Kvaran sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hannesarholti á sunnudaginn kemur kl. 16 til heiðurs John A. Speight vegna 75 ára afmælis hans í næstu viku. Meira
21. febrúar 2020 | Bókmenntir | 321 orð | 1 mynd

Lifandilífslækur og Kláði tilnefnd fyrir Íslands hönd

Skáldsagan Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson og smásagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg hafa verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt í gær. Meira
21. febrúar 2020 | Fjölmiðlar | 182 orð | 1 mynd

Málin leyst úr hjólastól

Góðir sakamálaþættir hitta alltaf í mark. Á Stöð2 er verið að sýna bresku sakamálaþættina Silent Witness, sem fjalla um liðsmenn réttarrannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Meira
21. febrúar 2020 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

Popparar troða upp með Sinfó

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun eiga stefnumót við nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins á tvennum tónleikum í Eldborg 16. og. 17. apríl. Meira
21. febrúar 2020 | Leiklist | 160 orð | 1 mynd

Sviðssetning sjálfsins

The Brogan Davison Show nefnist sýning sem sviðslistahópurinn Dance for me sýnir í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Höfundur og flytjandi er Brogan Davison en um dramatúrgíu sá Pétur Ármannsson. Meira
21. febrúar 2020 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Tríó Rebekku Blöndal í Friðheimum

Tríó Rebekku Blöndal kemur fram á djasstónleikum í Friðheimum í Reykholti í kvöld, föstudagskvöld, og hefjast þeir kl. 20. Í tilkynningu segir að tónleikarnir verði á ljúfum og notalegum nótum. Meira

Umræðan

21. febrúar 2020 | Aðsent efni | 368 orð | 1 mynd

Braggast borgin?

Eftir Eyþór Arnalds: "Yfirferð borgarlögmanns mun litlu bæta við nema hann vísi málinu áfram." Meira
21. febrúar 2020 | Velvakandi | 146 orð | 1 mynd

Dýravernd

Dýraverndunarsamband Íslands hefur mörg undanfarin ár verið spurt að því hvort ekki ætti að skylda útigangshrossaeigendur til að reisa þeim skjólveggi, hólfaða og með þaki vegna úrkomu sem frýs oft á baki hestanna og myndast þá kýli með vondum... Meira
21. febrúar 2020 | Aðsent efni | 1008 orð | 1 mynd

Norðmenn draga upp ógnarmynd í norðri

Eftir Björn Bjarnason: "Landfræðilega og pólitískt á ógnarmyndin sem norska leyniþjónustan dregur upp af umsvifum Rússa beint erindi við Íslendinga." Meira
21. febrúar 2020 | Aðsent efni | 506 orð | 1 mynd

Skjótur til sátta

Eftir Auðbjörgu Reynisdóttur: "Öryggi sjúklinga verður til í samvinnu okkar allra með heilbrigðisstarfsmönnum og við verðum að taka virkan þátt í því." Meira
21. febrúar 2020 | Aðsent efni | 449 orð | 1 mynd

Öryggi í öndvegi

Karl Gauti Hjaltason: "Flestir þeirra sem hafa notið þjónustu leigubifreiða hér á landi vita að þeir geta treyst bæði bílstjórunum og bifreiðum þeirra. Ef eitthvað kemur upp á geta þeir leitað til stöðvarinnar og borið upp erindi sín eða kvartanir, t.d." Meira

Minningargreinar

21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 1693 orð | 1 mynd

Bára Ágústsdóttir

Bára Ágústsdóttir fæddist í Grindavík 7. ágúst 1940. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 10. febrúar 2020, eftir skammvinn veikindi. Foreldrar Báru voru Matthildur Sigurðardóttir húsmóðir, f. á Akrahóli í Grindavík 1. júní 1914, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 899 orð | 1 mynd

Gísli Ragnar Sigurðsson

Gísli Ragnar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 19. september árið 1943. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Sigurður Elías Eyjólfsson, f. 1911, d. 2004 og Ragnhildur Sigurjónsdóttir, f. 1918, d. 2009. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 1656 orð | 1 mynd

Guðríður Árnadóttir

Guðríður Árnadóttir fæddist í Reykjavík 22. október 1930. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 14. febrúar 2020. Foreldrar Guðríðar voru Sigurborg Þórkatla Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 7. sept. 1894 á Brimilsvöllum, Snæfellsnesi, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 2460 orð | 1 mynd

Gunnar Jónasson

Gunnar Jónasson fæddist á Rifkelsstöðum í Eyjafjarðarsveit 16. ágúst 1939. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 11. febrúar 2020. Hann var sonur hjónanna Þóru Kristjánsdóttur og Jónasar Halldórssonar. Systkini hans eru Marselína, f. 1933, Kristján, f. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 2457 orð | 1 mynd

Hjálmar Freysteinsson

Hjálmar Freysteinsson fæddist í Vagnbrekku í Mývatnssveit 18. maí 1943. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 6. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Freysteinn Jónsson, f. 17. maí 1903, d. 24. júní 2007, og Guðbjörg Helga Hjálmarsdóttir, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 2256 orð | 1 mynd

Júlíus G. Bjarnason

Júlíus G. Bjarnason fæddist í Reykjavík 20. september 1939. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. febrúar 2020. Foreldrar Júlíusar voru frá Suðurnesjum, þau Ragnheiður Þóra Kristín Eiríksdóttir, f. 8. mars 1915, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 472 orð | 1 mynd

Margrét Jóna Jónasdóttir

Margrét Jóna Jónasdóttir fæddist í Vetleifsholti í Ásahreppi 15. nóvember 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 14. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Kristjánsson, f. 19.5. 1894 í Stekkholti, Biskupstungum, d. 4.12. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 1919 orð | 1 mynd

Óskar Veturliði Grímsson

Óskar Veturliði Grímsson fæddist 11. apríl 1934 í Kollsvík, Rauðasandshreppi í V-Barðastrandarsýslu. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 12. febrúar 2020. Foreldrar hans voru hjónin María Jónsdóttir húsmóðir, f. 11.4. 1893, d. 1.11. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 2734 orð | 1 mynd

Sölvi Jónsson

Sölvi Jónsson fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1975. Hann lést 9. febrúar 2020. Foreldrar hans eru Jón Hjaltalín Stefánsson, f. 5. janúar 1945, og Birna Kjartansdóttir, f. 19. febrúar 1949. Systkini Sölva eru Kjartan Jónsson, f. 24. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2020 | Minningargreinar | 1072 orð | 1 mynd

Þórdís Todda Ólafsdóttir

Þórdís Todda Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1936. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu Boðaþingi 10. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Sólrún Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1915 í Reykjavík, d. 11. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. febrúar 2020 | Viðskiptafréttir | 202 orð | 1 mynd

Hagnaður Símans ríflega 3 milljarðar

Hagnaður Símans nam 3.070 milljónum króna. Jókst hagnaðurinn verulega frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam einungis 282 milljónum króna. Það rekstrarár litaðist mjög af stórri virðisrýrnun í bókum félagsins upp á tæpa þrjá milljarða króna. Meira
21. febrúar 2020 | Viðskiptafréttir | 123 orð | 1 mynd

Mikil aukning framboðs gistirýma á hótelum

Framboð gistirýmis á hótelum hefur aukist mikið að undanförnu og í desember sl. voru 9% fleiri herbergi í boði en í sama mánuði ári fyrr. Þetta kemur fram í skammtímahagvísum ferðaþjónustu í febrúar, sem Hagstofa Íslands birti í gær. Meira
21. febrúar 2020 | Viðskiptafréttir | 627 orð | 2 myndir

Mjög jákvætt útspil

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira
21. febrúar 2020 | Viðskiptafréttir | 102 orð | 1 mynd

Umhverfisvænt ál á markað

Noruðrál hefur kynnt til sögunnar nýja vörulínu sem fyrirtækið nefnir Natur-Al og er það skráð vörumerki. Þar er um að ræða ál sem er rekjanlegt frá upphafi til enda framleiðsluferlisins og vottað af óháðum aðilum. Meira

Fastir þættir

21. febrúar 2020 | Fastir þættir | 183 orð | 1 mynd

1. Rf3 d6 2. d4 Bg4 3. c4 g6 4. Rc3 Bg7 5. e3 c5 6. Be2 Rc6 7. d5 Ra5 8...

1. Rf3 d6 2. d4 Bg4 3. c4 g6 4. Rc3 Bg7 5. e3 c5 6. Be2 Rc6 7. d5 Ra5 8. Rd2 Bxe2 9. Dxe2 Rf6 10. 0-0 0-0 11. Hd1 Rd7 12. Hb1 a6 13. a3 Bxc3 14. bxc3 He8 15. e4 e5 16. Rf1 Dh4 17. g3 Dh3 18. Be3 f5 19. exf5 gxf5 20. f3 f4 21. Bf2 e4 22. fxe4 Re5 23. Meira
21. febrúar 2020 | Árnað heilla | 617 orð | 3 myndir

Hlaut gullmerki HSÍ, GSÍ og ÍSÍ

Gunnar Kristinn Gunnarsson er fæddur 21. febrúar 1950 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum, á Tómasarhaga og Reynimel. Gunnar var í sveit í Borgarfirði, fyrst að Hurðarbaki í Reykholtsdal og síðar á Auðsstöðum í Hálsasveit. Meira
21. febrúar 2020 | Í dag | 298 orð

Limruskáld kvatt

Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri, er til moldar borinn í dag. Þegar Friðriki Steingrímssyni barst fregnin um lát hans orti hann: Sáran finn ég söknuðinn, sorgir hugann þvinga. Nú er fallinn frændi minn, fremstur hagyrðinga. Meira
21. febrúar 2020 | Í dag | 43 orð

Málið

Iðrandi gróðafíkill gæti e.t.v. fallist á að fyrir hrun hefðu bankarnir verið „gróðastíur“. Gróðrarstía þýðir hins vegar „kjörlendi [...] fyrir útbreiðslu og fjölgun“ (ÍO). Meira
21. febrúar 2020 | Árnað heilla | 97 orð | 1 mynd

Sigríður Heimisdóttir

50 ára Sigga Heimis er borinn og barnfæddur Seltirningur og býr á Seltjarnarnesi. Hún er með BA-gráðu í iðnhönnun frá Istituto Europeo di Design í Mílanó og meistaragráðu í iðnhönnun frá Domus Academy í Mílanó. Meira
21. febrúar 2020 | Í dag | 56 orð | 1 mynd

Snoop Dogg biðst afsökunar

Rapparinn Snoop Dogg hefur beðið fréttakonuna Gayle King afsökunar eftir að hann fór hátt um það hvað honum fannst um viðtal hennar við Kobe Bryant. Meira
21. febrúar 2020 | Árnað heilla | 91 orð | 1 mynd

Snorri Finnlaugsson

60 ára Snorri ólst upp á Arnarstöðum í Flóa en býr á Möðruvöllum í Hörgársveit. Hann er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og tók diplóma í opinberri stjórnun og stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Snorri er sveitarstjóri í Hörgársveit. Meira

Íþróttir

21. febrúar 2020 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Bjarki skoraði tíu gegn Löwen

Bjarki Már Elísson er kominn með ellefu marka forskot á Hans Óttar Lindberg hjá Füchse Berlín í einvíginu um markakóngstitilinn í þýska handboltanum. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 354 orð | 2 myndir

Ensku liðin eru í góðri stöðu

Evrópudeildin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ensku liðin þrjú geta verið ánægð með framgöngu sína í fyrri leikjum 32ja liða úrslita Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöld. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

Evrópudeild UEFA 32ja liða úrslit, fyrri leikir: Wolfsburg – Malmö...

Evrópudeild UEFA 32ja liða úrslit, fyrri leikir: Wolfsburg – Malmö 2:1 • Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli hjá Malmö á 22. mínútu. FC K ø benhavn – Celtic 1:1 • Ragnar Sigurðsson lék í 86 mínútur með FC København. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Forkeppni HM 2023 karla B-riðill: Kósóvó – Ísland 80:78 Slóvakía...

Forkeppni HM 2023 karla B-riðill: Kósóvó – Ísland 80:78 Slóvakía – Lúxemborg 73:65 Staðan: Slóvakía 11073:652 Kósóvó 11080:782 Ísland 10178:800 Lúxemborg 10165:730 *Á sunnudag leikur Ísland við Slóvakíu og Lúxemborg við Kósóvó. 1. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Forseti París SG ákærður

Nasser Al-Khelaifi, auðjöfur frá Katar og forseti franska knattspyrnufélagsins París SG, og Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA á árunum 2013 til 2015, hafa verið ákærðir af svissneskum saksóknurum í kjölfarið á rannsókn þeirra á úthlutun... Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 315 orð | 3 myndir

* Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir léku í nótt annan...

* Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir léku í nótt annan hringinn á Australian Ladies Classic, fyrsta móti ársins á Evrópumótaröð kvenna í golfi. Á mbl.is/sport/golf má sjá hvernig þeim gekk og hvort þær komust í gegnum niðurskurðinn. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Origo-höllin: Valur U...

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Origo-höllin: Valur U – Grótta 19.30 Víkin: Víkingur – Þróttur 20 TM-höllin: Stjarnan U – FH U 20 Dalhús: Fjölnir U – Þór Ak 20.30 1. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 538 orð | 4 myndir

Hittnin brást í Pristína

HM 2023 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola naumt 78:80-tap fyrir Kósóvó ytra í fyrsta leik sínum í forkeppni HM 2023 í gærkvöld. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Jóhann Berg er leikfær á morgun

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður í leikmannahópi Burnley á morgun er lið hans fær Bournemouth í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfesti Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, á blaðamannafundi í gær. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Martin magnaður í Pétursborg

Martin Hermannsson fór á kostum með Alba Berlín í Evrópudeildinni í körfuknattleik, Euroleague, á meðan félagar hans í landsliðinu voru í baráttunni í Kósóvó. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Náði besta árangri Íslendings

Snorri Einarsson náði í gær besta árangri íslensks skíðagöngumanns frá upphafi þegar hann hafnaði í 18. sæti á móti í Ski Tour-mótaröðinni í Meråker í Noregi. Hún er hluti af heimsbikarmótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Reikna með Kolbeini fljótlega

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur misst mikið úr undanfarnar vikur með sænska liðinu AIK vegna meiðsla og veikinda. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Þýskaland RN Löwen – Lemgo 29:29 • Alexander Petersson...

Þýskaland RN Löwen – Lemgo 29:29 • Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyrir Löwen og Ýmir Örn Gíslason eitt. Kristján Andrésson þjálfar liðið. • Bjarki Már Elísson skoraði 10 mörk fyrir Lemgo. Meira
21. febrúar 2020 | Íþróttir | 438 orð | 2 myndir

Ætlar sér stóra hluti með Vålerenga í Noregi

Noregur Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, tók stórt skref upp á við í vikunni er hún samdi við norska félagið Vålerenga en hún kemur þangað frá Djurgården í Svíþjóð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.