Greinar miðvikudaginn 11. mars 2020

Fréttir

11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 347 orð | 2 myndir

3.000 starfsmenn FAO í Róm sendir heim í gær

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Skrifstofan hér er orðin tóm og á næstunni eða þar til annað verður ákveðið sinnir starfsfólk hér verkefnum sínum að heiman enda flestir með tölvutengingar til slíks. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

„Ég er mjög fegin að þetta sé búið“

Þór Steinarsson thor@mbl.is Samninganefndir Félags fréttamanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í gærkvöldi kjarasamning vegna starfsmanna félagsins hjá Ríkisútvarpinu, RÚV. Meira
11. mars 2020 | Erlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Brigsla ráðherra um fálmkennda baráttu

Heilbrigðisráðherra norska Hægriflokksins, Bent Høie, liggur undir ámæli fyrir fálmkennda og sundurlausa baráttu við kórónuveiruna, en rúmlega 250 manns hafa nú greinst með veiruna í Noregi. „Við upplifum algjöran skort á heilsteyptri stjórnun. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Eagles á stall í Eyjum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rokkhljómsveitin The Eagles hefur notið mikilla vinsælda víða um heim frá stofnun hennar 1971. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Eggert

Sprettur Æ fleiri stunda hlaup sér til gleði og heilsubótar. Í ljósaskiptunum er fínt að fara út og taka sprettinn því lífið heldur alltaf áfram hvað sem á dynur, samanber fréttir síðustu... Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 127 orð

Eignasafnið rýrnað um tugi milljarða

Eignasafn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE) hefur rýrnað um 4 til 5 prósent á þessu ári vegna erfiðleika á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis. Þetta kom fram í máli Guðmundar Þ. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 230 orð

Fyrsta þriðja stigs smitið staðfest

Fyrsta þriðja stigs smit kórónuveirunnar hér á landi var staðfest í gær, en um er að ræða maka einstaklings sem hafði sjálfur smitast eftir að hafa verið í samskiptum við fólk sem var nýkomið frá Ítalíu. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 532 orð | 2 myndir

Gæti stuðlað að vaxtalækkun

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar sem nú breiðist út um veröldina. Ljóst þyki að faraldurinn hafi áhrif á stöðu ríkissjóðs. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Losað um klakaböndin

Verktakar unnu að því í liðinni viku að brjóta klaka við inntakslón Gönguskarðsárvirkjunar ofan við Sauðárkrók. Var það gert til að auka flæði um virkjunina, sem hefur fengið að kenna á vetrarhörkunum undanfarnar vikur og mánuði. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 461 orð | 1 mynd

Lægstu laun hækka mest

Ómar Friðriksson Erla María Markúsdóttir Nýir kjarasamningar sem samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu í fyrrinótt kveða á um að starfsmenn á lægstu launum fái sérstakar launahækkanir sem eru umfram þær 90 þúsund kr. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Meðalhófs ekki gætt

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi á fimmtudag í síðustu viku úr gildi þrjár ákvarðanir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja frá því í ágúst og september 2018 um að fjarlægja númerslausar bifreiðar af einkalóðum við Strandgötu, Hlíðargötu og... Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Minni umferð bendir til minni umsvifa

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði dróst saman um tæpt prósent og hefur ekki dregist meira saman síðan á árinu 2011 í þessum mánuði. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar. Meira
11. mars 2020 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Mótmæla fangelsun bloggara í Víetnam

Blaðamenn án landamæra (RSF) og fleiri mannréttindasamtök fordæma tíu ára fangelsisdóm víetnamska bloggarans og útvarpsmannsins Truong Duy Nhat sem kveðinn var upp í Hanoi, höfuðborg Víetnam, í fyrradag. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 203 orð

Mæta neikvæðum áhrifum

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir sem ráðist verður í til þess að mæta þeim neikvæðu áhrifum sem fyrirséð er að kórónuveirufaraldurinn muni hafa á efnahaginn. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 482 orð | 1 mynd

Ræða farþegaferju frá Þorlákshöfn

Guðni Einarsson Hallur Már „Við höfum átt í viðræðum við innlenda og erlenda aðila sem hafa lýst áhuga á að taka upp vikulegar farþegasiglingar á milli Þorlákshafnar, hafnar í Bretlandi og hafnar á meginlandi Evrópu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. Hann sagði tekið mið af skipi eins og Norrænu í þessu samhengi og yrði um að ræða blöndu af farþega- og vöruflutningum. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 57 orð

Samherji eignast yfir 30% í Eimskip

Eimskipafélagið sendi í gærkvöldi frá sér flöggunartilkynningu vegna viðskipta Samherja Holding ehf. með hlutabréf í félaginu, sem leiddu til þess að hlutur Samherja fór yfir 30%. Er Samherja því skylt að gera öllum hluthöfum Eimskipa yfirtökutilboð... Meira
11. mars 2020 | Erlendar fréttir | 502 orð | 2 myndir

Snjalltækjanjósnir í blóma á meðan fólk er heima hjá sér

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Sumt starfsfólk beðið um að vinna heima

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ýmsar opinberar stofnanir og fyrirtæki hafa gert umtalsverðar varúðarráðstafanir til að verja mikilvæga starfsemi vegna kórónuveirunnar. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Telja að um tímabundið ástand sé að ræða

Hallur Már Þór Steinarsson Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist trúa því að um tímabundið ástand sé að ræða og þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í til að mæta efnahagslegum áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar muni gagnast til að... Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Telur útboð ekki samrýmast ályktun

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið setur meðal annars þau skilyrði fyrir þátttöku í útboði á úttekt á Landeyjahöfn að úttektin kosti ekki meira en 8 milljónir. Meira
11. mars 2020 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Uggandi um framtíð flugfélagsins

Suðurkóreska flugfélagið Korean Air sendi starfsfólki sínu orðsendingu í gær þar sem fram kom að blikur væru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins og forsvarsmenn félagsins gætu ekki lofað því að það kæmist gegnum brimskaflinn. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Undirbúa nýjan loðnuleiðangur

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ákveðið er að senda loðnuskipið Kap VE til loðnuleitar og rannsókna. Það verður 4. loðnuleiðangurinn í vetur. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 547 orð | 2 myndir

Varlega verði farið í friðun báta og skipa

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í þingsályktunartillögu er lagt til að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og geri tillögur að úrbótum. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Vinsamlega sprittið hendur

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru ekki undanþegnir þeim almennu varúðarreglum sem sóttvarnayfirvöld hafa ráðlagt vegna nýju kórónuveirunnar. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Vonar að hann losni

Helgi Bjarnason Jóhann Ólafsson Fyrsti Íslendingurinn sem smitaðist af kórónuveirunni vonast til að losna úr einangrun á morgun, fimmtudag, þegar niðurstöður rannsókna á sýni sem tekið verður við fyrirhuguð lok einangrunar liggur fyrir. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Yfirveguð í ókyrrð flugsins

Í alþjóðlegum flugrekstrarheimi þekkja flestir hana undir nafninu Nina Jonsson en hún var skírð Jónína Ósk Sigurðardóttir. Hún hefur lengst af búið í Bandaríkjunum og á að baki þriggja áratuga reynslu af flotastjórnun stærstu flugfélaga í heimi. Meira
11. mars 2020 | Innlendar fréttir | 317 orð | 3 myndir

Ævintýralegur afli Steinunnar SH

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta var einstakur róður og aflinn alveg ævintýralega mikill,“ segir Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Ólafsvíkurbátnum Steinunni SH 167. Túrinn hjá Brynjari og áhöfn hans verður lengi í minnum hafður, en á mánudaginn komu þeir í land með alls 84,2 tonn af fiski. Aflinn fékkst í dragnót og var að megninu til þorskur, hver fiskur gjarnan 5-7 kg og þaðan af stærri. Meira

Ritstjórnargreinar

11. mars 2020 | Leiðarar | 256 orð

Dómgreindarleysið svíkur ekki

Í neyðarástandi er skriffinnska og reglufargan ekki dyggð, öðru nær Meira
11. mars 2020 | Leiðarar | 361 orð

Samningar takast

Það er ótækt að standa í verkföllum ofan í baráttuna við kórónuveiruna Meira
11. mars 2020 | Staksteinar | 218 orð | 2 myndir

Sósíalistar sækja að eldri borgurum

Um sex ár eru frá því að Gunnar Smári Egilsson kynnti stofnun Fylkisflokksins, sem átti að tryggja inngöngu Íslands í Noreg. Þremur árum síðar fékk þessi „stofnandi“ Fylkisflokksins sem aldrei varð nýja hugmynd, ekki síður galna. Þá blés hann til stofnfundar Sósíalistaflokksins og taldi ekki fullreynt með þá verstu helstefnu stjórnmálanna. Meira

Menning

11. mars 2020 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

Bólfélagar í röðum í stórborginni

Það vantar hvorki bólfélagana né bólfimina hjá stöllunum Carrie, Miröndu, Charlotte og Samönthu í Sex and the City sem nú eru endursýndir á stöð2 maraþon. Meira
11. mars 2020 | Tónlist | 561 orð | 2 myndir

Fjarstödd nærvera

Páll Ísólfsson: Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar. Sibelius: Fiðlukonsert. Mahler: Sinfónía nr. 1. Augustin Hadelich fiðla og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Fimmtudaginn 5.3. kl. 19.30. Meira
11. mars 2020 | Tónlist | 196 orð | 2 myndir

Jasmin og Janus með tvennu

Færeysku tónlistarverðlaunin voru afhent um nýliðna helgi og hlutu tónlistarmennirnir Jasmin og Janus Ramsussen tvenn verðlaun hvort. Meira
11. mars 2020 | Bókmenntir | 1070 orð | 1 mynd

Kapítalisminn skapar kaos

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við munum ræða hvernig við sem listamenn getum miðlað óréttlæti og kúgun samfélagsins og hvernig nota megi listina í pólitískum tilgangi,“ segir danski rithöfundurinn Jonas Eika um samtal þeirra Ísoldar Uggadóttur kvikmyndaleikstjóra sem fram fer undir merkjum Höfundakvölds í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Danski rithöfundurinn Hanne Viemose stýrir umræðum sem fara fram á ensku. Streymt verður frá viðburðinum á vef Norræna hússins en aðgangurinn er ókeypis. Meira
11. mars 2020 | Tónlist | 52 orð | 1 mynd

Leikur þriðja píanókonsert Rakhmanínovs

Kunnur rússneskur píanóleikari, Olga Kern, leikur hinn vinsæla þriðja píanókonsert eftir Sergej Rakhmanínov á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld. Meira
11. mars 2020 | Hönnun | 171 orð | 1 mynd

Óperuhúsinu í Sydney lokað vegna viðgerða

Nú þegar fimmtugsafmæli óperuhússins í Sydney, eins af táknmyndum Ástralíu nálgast, hefur húsinu verið lokað vegna viðhalds í fyrsta skipti síðan það var tekið í notkun árið 1973. Er áætlað að lokunin vari í tvö ár hið minnsta. Meira

Umræðan

11. mars 2020 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

Enn um grænu skírteinin

Eftir Helga Jóhannesson: "Virkur markaður með grænu skírteinin er leið til að fá verðmæti fyrir græna þátt orkuvinnslunnar." Meira
11. mars 2020 | Aðsent efni | 493 orð | 1 mynd

Er menningarsalur Suðurlands að verða að veruleika?

Eftir Kjartan Björnsson: "Hollvinasamtök menningarsalar Suðurlands og áhugafólk um menningu eygja nú tækifæri á því að draumarnir verði að veruleika." Meira
11. mars 2020 | Aðsent efni | 594 orð | 1 mynd

Matvælaframleiðsla í stórum stíl

Eftir Ara Trausta Guðmundsson: "Öflug matvælaframleiðsla til útflutnings á að vera markmið og eitt helsta keppikefli samfélagsins, samhliða kolefnishlutlausu landi fyrir 2040." Meira
11. mars 2020 | Aðsent efni | 318 orð | 1 mynd

Ný lyfjalög og frjáls sala lausasölulyfja

Eftir Vilhjálm Árnason: "Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpi til lyfjalaga sem heimilar frjálsa sölu lausasölulyfja." Meira
11. mars 2020 | Pistlar | 380 orð | 1 mynd

Spýtum í lófana – samt ekki strax

Í Morgunblaði gærdagsins birtist ágæt grein eftir menntamálaráðherra, en ráðherrann hefur verið hálfgerður undanfari ríkisstjórnarinnar hvað upplýsingar um efnahagsmál varðar. Meira
11. mars 2020 | Aðsent efni | 823 orð | 1 mynd

Sterk staða í mótbyr

Eftir Óla Björn Kárason: "Til skemmri og lengri tíma er verkefni stjórnvalda í senn einfalt og flókið: Að hleypa súrefni inn í atvinnulífið og létta undir með heimilunum." Meira

Minningargreinar

11. mars 2020 | Minningargreinar | 3128 orð | 1 mynd

Gísli Eyjólfsson

Gísli Eyjólfsson fæddist í Reykjavík 1. mars 1932. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 25. febrúar 2020. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Gíslason, verkamaður frá Vötnum í Ölfusi, f. 12.8. 1900, d. 16.9. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2020 | Minningargreinar | 3106 orð | 1 mynd

Halldóra Elísabet Kristjánsdóttir

Halldóra Elísabet Kristjánsdóttir, deildarstjóri sérkennslu, fæddist í Reykjavík hinn 25. júní 1944. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. feb. 2020. Foreldrar hennar voru Kristín Geirsdóttir húsmóðir, fædd 3. jan. 1908, d. 3. nóv. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2020 | Minningargreinar | 4498 orð | 1 mynd

Steinvör V. Þorleifsdóttir

Steinvör Valgerður Þorleifsdóttir fæddist 24. september 1963 á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru Þorleifur Kjartan Kristmundsson prestur, f. 12.6. 1925, d. 4.6. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

11. mars 2020 | Árnað heilla | 77 orð | 1 mynd

Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir

60 ára Freyja er frá Stokkseyri en býr í Kópavogi. Hún er kennari að mennt frá Kennaraháskólanum og lýðheilsufræðingur frá Háskóla Íslands. Freyja sinnir sérkennslu í Árbæjarskóla. Maki : Friðrik Jósafatsson, f. 1962, rekstrarfræðingur hjá Iðnvélum. Meira
11. mars 2020 | Árnað heilla | 686 orð | 3 myndir

Fjölbreytt störf í þágu menningar

Signý Pálsdóttir er fædd 11. mars 1950 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum í hópi átta systkina, fyrst á Kvisthaga og síðan í Skerjafirði. „Við systkinin erum náin enda fædd á tæpra 13 ára tímabili. Við vorum að jafnaði send í sveit eftir síðasta skóladag og komum ekki aftur fyrr en skólar hófust að hausti.“ Signý dvaldi í sveit frá 6 ára aldri, fyrst fjögur sumur í aldargömlum torfbæ á Hurðarbaki á Ásum, síðan á Hofi í Vatnsdal, þá á Fitjum í Skorradal og 12 ára aftur á Hurðarbaki. Við tók svo margvísleg sumarvinna svo sem í síld, á keramikverkstæði, sjúkrahúsum og hótelum. Meira
11. mars 2020 | Árnað heilla | 82 orð | 1 mynd

Ingi Rafn Sigurðsson

40 ára Ingi Rafn er frá Hellum í Bæjarsveit í Borgarfirði en býr í Reykjavík. Hann er með diplóma í viðskiptafræði frá HÍ og er einn stofnenda og framkvæmdastjóri Karolina Fund. Meira
11. mars 2020 | Í dag | 52 orð

Málið

Það þyrfti nokkra íþrótt til að rangbeygja síðasta orðið hér: „Við munum berjast til síðasta blóðdropa“, því sá dropi er eins í þágufalli og eignarfalli – og er auk þess karlkyns. Meira
11. mars 2020 | Í dag | 260 orð

Skafhríðargæra, brottfararljóð og morgunstund

Það hefur löngum verið snjóþungt á Ólafsfirði enda var við því að búast að Þórir Jónsson skrifaði í Leirinn á sunnudag: „Orðinn dauðleiður á endalausum snjómokstri til að geta gengið um dyr“: Enn í dag ég moka má mjallarfjanda þennan en eins... Meira
11. mars 2020 | Fastir þættir | 138 orð | 1 mynd

Staðan kom upp í aðalflokki alþjóðlegs móts sem lauk fyrir skömmu í...

Staðan kom upp í aðalflokki alþjóðlegs móts sem lauk fyrir skömmu í Kragerö í Noregi. Úkraínski alþjóðlegi meistarinn Júlía Osmak (2.394) hafði svart gegn Armenanum Mamikon Gharibyan (2.405) . 57.... gxh6+?? svartur hefði haldið jafntefli eftir 57.... Meira
11. mars 2020 | Í dag | 53 orð | 1 mynd

Verður Coachella aflýst?

Nú er byrjað að aflýsa tónlistahátíðum í Bandaríkjunum, hátíðinni SXSW í Texas og Ultra electronic music festival í Miami hefur verið aflýst, en spurningin er hvort Coachella verði einnig aflýst. Coachella-hátíðin á að fara fram 10. Meira

Íþróttir

11. mars 2020 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Djurgården ræddi við Kára

Bosse Anderson, íþróttastjóri sænska knattspyrnufélagsins Djurgården, staðfesti í gær við sænska netmiðilinn Fotbollskanalen að hann hefði rætt við íslenska landsliðsmanninn Kára Árnason. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 252 orð | 3 myndir

*Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson skrifaði í gær undir...

*Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við ÍBV og mun hann ganga í raðir félagsins fyrir næstu leikíð. Ásgeir, sem er fæddur árið 1999, hefur allan ferilinn spilað með Val. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – ÍR 18.30 Framhús: Fram – Stjarnan 19.30 Origo-höllin: Valur – HK 19.30 Kaplakriki: FH – KA 19. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Henderson getur spilað í kvöld

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur náð sér af meiðslum og getur spilað með liðinu í kvöld þegar það tekur á móti Atlético Madrid í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta á Anfield. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 276 orð | 1 mynd

Jón Axel í fremstu röð í deildinni

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er í hópi þeirra sem verðlaunaðir eru fyrir frammistöðu sína með Davidson Wildcats í Atlantic 10 háskóladeildinni í Bandaríkjunum, en keppni þar lauk síðustu nótt og úrslitakeppnin hefst á... Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla A-deild, 1. riðill: KR – Leiknir R. 4:3 Arnþór...

Lengjubikar karla A-deild, 1. riðill: KR – Leiknir R. 4:3 Arnþór Ingi Kristinsson 25., Ægir Jarl Jónasson 30., Tobias Thomsen 75., Kennie Chopart 86. – Sólon Breki Leifsson 70., Sævar Atli Magnússon 77.(víti), 84. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Ragnar mættur til Tyrklands

Útlit er fyrir að Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, geti leikið með FC Köbenhavn gegn Istanbul Basaksehir í Evrópudeildinni annað kvöld. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 618 orð | 1 mynd

Styttist í íslenskt áhorfendabann?

Kórónuveiran Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Áhrif kórónuveirunnar á íþróttaviðburði í Evrópu aukast dag frá degi. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

Svíþjóð Kristianstad – Sävehof 32:20 • Teitur Örn Einarsson...

Svíþjóð Kristianstad – Sävehof 32:20 • Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guðmundsson 3. • Ágúst Elí Björgvinsson varði 4 skot í marki Sävehof. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 297 orð | 2 myndir

Tottenham átti ekki möguleika

Meistaradeild Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Leipzig átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Tottenham, 3:0, er liðin mættust í annað skipti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Tryggvi áfram í Meistaradeild

Tryggvi Snær Hlinason og samherjar hans í spænska liðinu Zaragoza eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í körfubolta eftir nauman 90:88-útisigur á Lietkabelis frá Litháen í öðrum leik liðanna í gærkvöld. Meira
11. mars 2020 | Íþróttir | 495 orð | 4 myndir

Öllu betra gegn Úkraínu

Landsliðið Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Besta frammistaða íslenska kvennalandsliðsins á Pinatar-mótinu á Spáni var í lokaleiknum gegn Úkraínu í gær. Meira

Viðskiptablað

11. mars 2020 | Viðskiptablað | 923 orð | 1 mynd

Allir tapa ef ekki næst sátt

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í mörg ár hafa fiskveiðiþjóðir í Norðaustur-Atlantshafi reynt árangurslaust að ná samkomulagi um stjórnun sameiginlegra stofna. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 357 orð

Alltaf úr óvæntri átt

Okkar kynslóð hefur ekki lifað neina mikla styrjöld, enga mikla kreppu. Okkar stríð er andlegs eðlis. Okkar kreppa er okkar eigið líf. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 970 orð | 1 mynd

Bankarnir brenna í Beirút

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Í þrjátíu ár hefur vandi Líbanons vaxið jafnt og þétt og stendur landið núna frammi fyrir ókleifu skuldafjalli, grútspilltri stjórnsýslu og gjaldmiðli sem er löngu búinn að missa alla tengingu við veruleikann. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 348 orð | 1 mynd

Borgun herðir viðskiptaskilmála

Baldur Arnarson Stefán E. Stefánsson Fyrirtæki í ferðaþjónustu barma sér undan því að kortafyrirtækið Borgun herði nú á viðskiptaskilmálum, beint ofan í mjög erfiðar aðstæður á markaðnum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 627 orð | 2 myndir

Endurnýjun smærri báta hafin

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Víkingbátar stefna á frekari sókn og er stefnt að smíði þriggja til fjögurra stærri plastbáta á næstu tveimur árum. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 646 orð | 1 mynd

Fjarvinna kallar á skýrar leikreglur

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Margir kunna að meta sveigjanleikann og vinnufriðinn sem fæst með fjarvinnu en bæði stjórnendur og starfsmenn þurfa að temja sér rétt vinnubrögð. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 215 orð

Frelsi og fátækt

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrir 15 árum kom út bókin Endalok fátæktar eftir hagfræðinginn Jeffrey D. Sachs. Færði hann rök fyrir því að útrýma mætti sárri fátækt á 20 árum, fyrir árslok 2025. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 2736 orð | 1 mynd

Hefur keypt og selt yfir eitt þúsund þotur

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í tæpa þrjá áratugi hefur Jónína Ósk Sigurðardóttir, eða Nina Jonsson eins og hún er oftast kölluð, gegnt ábyrgðarmiklum störfum á vettvangi stærstu flugfélaga heims. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 430 orð | 1 mynd

Hræðsla við sjóðfélagalýðræði

Eindreginn vilji síðasta ársfundar um virkara sjóðfélagalýðræði er að engu hafður. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 50 orð | 1 mynd

HversdagsKoenigsegg

Farartækið Skyldi lesendum hafa þótt sportbílar Koenigsegg helst til ópraktískir þá er sá vandi úr sögunni með nýja sportbílnum Gemera. Þetta 1.700 hestafla tryllitæki er nefnilega ekki með tvö sæti heldur fjögur og ágætis farangursrými að auki. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 318 orð | 1 mynd

Indælt eyjaviskí og Krúnuleikarnir

Hver man ekki eftir hinum litríka Marbury lávarði, sendiherra Breta, sem sífellt gerði forseta Bandaríkjanna gráhærðari í þáttunum um Vesturálmuna (The West Wing)? Hann drakk að sjálfsögðu viskí eins og aðrir góðir menn. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 12 orð | 1 mynd

Lopapeysan vernduð

Íslenska lopapeysan er nú skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til... Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 263 orð | 2 myndir

MAX-vélarnar munu fara aftur í loftið

Sennilega verða Boeing 737-MAX-vélar Icelandair teknar í gagnið á síðari hluta þessa árs. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 603 orð | 1 mynd

Meðul fyrir lasið atvinnulíf

Heimsfaraldurinn eykur enn á niðursveifluna í þjóðarbúskapnum og ætla má að draumurinn um mjúka lendingu sé úti. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 24 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Öllum Vínbúðunum verður lokað Stellan á risaútsölu í Vínbúðunum Fljúga tómum vélum til að halda í... Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 791 orð | 1 mynd

Mikill samdráttur er í fluginu

Baldur Arnarson Gunnlaugur S. Ólafsson Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á farþegaflug um heim allan. Spurningin er hversu mikil áhrifin verða á Íslandi. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 726 orð | 1 mynd

Mætti lækka launatengd gjöld og fasteignaskatta tímabundið

Að mati Halldórs hjá Capacent mætti laða betur til landsins erlenda fjárfestingu með því t.d. að bæta upplýsingagjöf og gera regluverkið aðgengilegra. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 688 orð | 1 mynd

Omer Riza og olíurisar

Manchester City hefur farið fram á að þátttökubanninu verði frestað þar til málinu hefur verið áfrýjað. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 145 orð | 2 myndir

Róðrarlagið háð viðvörunum Vegagerðarinnar

„Það er bara bræla. Bræla, bræla, bræla. Það er ekkert þarna á milli. Þetta eru ekki einu sinni sex til átta metrar, það eru bara fimmtán eða tuttugu. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 230 orð | 1 mynd

Sagan er mótuð af sköttum

Bókin Það er við hæfi, nú þegar landsmenn eru að leggja lokahönd á skattframtölin sín, að fjalla um nýlega bók Dominics Frisby; Daylight Robbery: How Tax Shaped Our Past and Will Change Our Future. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 262 orð | 1 mynd

Staðan á Ítalíu hefur ekki áhrif á félagið

Ferðaþjónusta Enn stendur til að ítalska flugfélagið Neos þjónusti Heimsferðir og er ekki talið að ástandið sem skapast hefur á Ítalíu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hafi í för með sér miklar breytingar fyrir starfsemi Heimsferða, að sögn Tómasar J. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 275 orð | 1 mynd

Stíflaðar flutningaleiðir

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Mikill samdráttur hefur orðið í flutningum um allan heim vegna kórónuveirunnar. Málið hefur keðjuverkandi áhrif. Meira
11. mars 2020 | Viðskiptablað | 752 orð | 1 mynd

Tækifæri til að prófa ný vinnubrögð

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir mikilvægt að fjarvinna fari fram í góðu samráði við maka og börn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.