Greinar þriðjudaginn 17. mars 2020

Fréttir

17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 259 orð | 2 myndir

Algjör óvissa og sala ferða stopp

„Staðan er mjög óljós og við að vinna úr aðstæðum sem breytast mjög hratt,“ segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar. Meira
17. mars 2020 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Bandaríkjamenn yfirgefa þrjú vígi

Bandarískir hermenn eru á förum frá al-Qaim-herstöðinni í Írak og tveimur til þar í landi á næstu vikum. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

„Berum samfélagslega ábyrgð“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta eru fordæmalausir tímar en við verðum bara að fikra okkur áfram,“ segir Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla í Kópavogi. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Endurtaka þurfti boðun um vinning

„Fyrirgefðu, viltu segja mér þetta aftur,“ sagði Maríanna Sigurðardóttir áskrifandi við útvarpsmenn á K100 í gærmorgun þegar hún fékk þau tíðindi að hafa unnið nýjan Samsung-síma í Happatölu Morgunblaðsins og Samsung. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Evrópa verði að mestu lokuð í einn mánuð

„Þetta eru mikil tíðindi og bar mjög brátt að,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við mbl. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Framkvæmt fyrir 500 milljónir kr.

Alls verða sextán lóðir við leik- og grunnskóla Reykjavíkurborgar ýmist endurgerðar eða lagfærðar í ár fyrir samtals 500 milljónir. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og að þeim ljúki í ágúst. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 590 orð | 3 myndir

Fyrri reynsla af SARS geti útskýrt mun milli heimsálfa

Fréttaskýring Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tilfellum kórónuveirufaraldursins virðist fjölga nokkuð hægar í Asíu en í Evrópu, samkvæmt tveimur fréttaskýringum breska blaðsins Daily Telegraph, sem birtust um helgina. Er þar fjallað um þann mun sem virðist vera á milli þessara tveggja heimsálfa og hvaða ástæður geti legið þar að baki. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Í hnút og óvissa um næsta fund

Kjaradeila Eflingar og sveitarfélaganna í nágrenni Reykjavíkur er í hnút. Sáttafundur sem haldinn var í gær var árangurslaus og er óvíst hvenær fundað verður næst í deilunni. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Loka þurfti Illugastöðum vegna snjóa

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Í fyrsta sinn í ríflega hálfrar aldar sögu orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum í Fnjóskadal þurfti að loka svæðinu um liðna helgi vegna gríðarlegra snjóa. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 597 orð | 1 mynd

Minna starfshlutfall á móti öldu atvinnuleysis

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ljóst er að atvinnuleysi mun fara vaxandi á næstunni og aukast meira á komandi mánuðum en Vinnumálastofnun ætlaði fyrir aðeins fáeinum vikum, að sögn Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun. Meira
17. mars 2020 | Erlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Nýtt bóluefni prófað í Seattle

Fyrstu prófanir bóluefnis gegn kórónuveirunni voru ráðgerðar í Seattle í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðartíma vestanhafs. Meira
17. mars 2020 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Olíuverð ekki lægra síðan í janúar 2016

Upp úr hádegi í gær hafði norska úrvalsvísitalan fallið um tíu prósent, ekki síst vegna ört lækkandi olíuverðs, en verð olíutunnunnar stóð þá í 30,54 dölum, aðeins 80 sentum meira en það varð lægst í síðasta olíuverðhruni, 29,74 dalir í janúar 2016. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 938 orð | 2 myndir

Rannsóknum ber ekki saman

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl. Meira
17. mars 2020 | Erlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Sagði lífstilgang fatlaðra engan

Þrítugur Japani, Satoshi Uematsu, var í gær dæmdur til dauða í héraðsdómi í Yokohama í Japan fyrir fjöldamorð árið 2016. Uematsu gekk þá berserksgang á Tsukui Yamayuri-en, dvalarheimili fyrir fatlaða skammt frá Tókýó, og stakk 19 vistmenn til bana. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Sandlóur á bakpokaferðalagi

Sandlóur með dægurrita sem þær fengu á Vestfjörðum síðasta sumar hafa undanfarið sést á Spáni, Portúgal og Frakklandi á ferðalagi sínu um vesturströnd Evrópu. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

Smalar snarpir í skíðagöngu

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sauðfjárbændur á Ströndum hafa vakið athygli í keppni í skíðagöngu. Nokkrir þeirra tóku þátt í nýafstaðinni Vasagöngu í Svíþjóð og var fremsti Íslendingurinn í göngunni í hópi Strandamanna. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Sundlaugarnar verða opnar um sinn

Sundlaugar í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu verða opnar þrátt fyrir samkomubannið. Gufu- og eimböð verða lokuð og stöku pottar í nokkrum sundlaugum verða lokaðir ásamt rennibrautum. Þetta kom fram í tilkynningu borgaryfirvalda í gær. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 238 orð

Taka aðstæðunum af æðruleysi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Foreldrar skilja þessar aðstæður mjög vel. Ég hef skynjað mikið þakklæti fyrir að skólanum verði haldið opnum,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Breiðholtsskóla. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Talið í Bónusbúð og viðskiptavinum gert að sótthreinsa hendurnar

„Þetta hefur allt gengið að óskum og flestir hafa brugðist vel við breyttum aðstæðum og kröfum á þessum óvenjulegu tímum sem nú eru uppi,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í verslun Bónuss í Skeifunni í Reykjavík. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 445 orð | 1 mynd

Tvöfalt fleiri greina nú sýnin

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Eins og staðan er í dag hefur þetta gengið með samheldni starfsmanna. En það er mikið að gera,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala Íslands. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Upplýsi um daginn sem ísa leysi

Matvælastofnun krefst þess að Bjarni Óskarsson á Völlum í Svarfaðardal svari hvenær hann tæmi tjörn við bæ sinn þar sem hann elur bleikjur til einkanota. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd

Vilja virkja vind á Mosfellsheiði

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hafið er mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs á Mosfellsheiði innan sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps og Ölfuss. Garðurinn yrði reistur í áföngum og gæti orðið allt að 200 megavött. Zephyr Iceland ehf. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Vont veður á Vestfjörðum

Veður var orðið mjög vont á Vestfjörðum í gærkvöldi og leit út fyrir að slæmar spár fyrir svæðið væru að ganga eftir. Þar var norðaustan stormur með talsverðri snjókomu og búist við miklum skafrenningi og lélegu skyggni. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Þjónusta breytist vegna veirunnar

Margs konar þjónusta breytist vegna kórónuveirunnar og samkomubannsins sem tók gildi í gær. Meira
17. mars 2020 | Innlendar fréttir | 695 orð | 3 myndir

Þórishólar teknir niður að hluta

Úr bæjarlífinu Sigmundur Sigurgeirsson Selfossi Framkvæmdir við grunninn að nýju hjúkrunarheimili austan við sjúkrahúsið á Selfossi standa yfir og ljóst er að verkið er umfangsmeira en upprunalega var ætlað og holan undir sökklana orðin nokkuð stór. Meira

Ritstjórnargreinar

17. mars 2020 | Staksteinar | 194 orð | 1 mynd

Ekki er sama hver skellir í lás

Þegar forseti Bandaríkjanna ákvað fyrir fáeinum dögum að loka fyrir ferðir frá stærstum hluta Evrópu, þar með talið frá Íslandi, til Bandaríkjanna, hófst sérkennileg umræða með einkennilegum viðbrögðum. Þetta fór ekki aðeins af stað hér á landi heldur einnig á æðstu stöðum innan Evrópusambandsins. Meira
17. mars 2020 | Leiðarar | 713 orð

Staðan snúin en markmiðin ljós

Vágesturinn í mynd kórónuveiru er yfirstíganlegur. Það er ástæðulaust að halda annað Meira

Menning

17. mars 2020 | Fjölmiðlar | 232 orð | 1 mynd

Halló, Dolly!

Kántrísöngkonan Dolly Parton er viðfangsefni mjög fróðlegra og vel gerðra hlaðvarpsþátta Jad nokkurs Abumrad sem nefnast Dolly Parton's America, eða Ameríka Dolly Parton. Meira
17. mars 2020 | Menningarlíf | 191 orð | 1 mynd

Hinn ögrandi P-Orridge allur

Breski gjörninga- og tónlistamaðurinn sem tók upp listamannsnafnið Genesis P-Orridge er látinn, sjötugur að aldri. Dánarmeinið var hvítblæði. Meira
17. mars 2020 | Bókmenntir | 1300 orð | 10 myndir

Sótt í sögur af sótt og plágum

Af bókum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta eru einstakir tímar. Og munu verða efni í sögur. Veirufaraldur berst um heimsbyggðina og landamærum er lokað, ferðir leggjast af og fólk læsir að sér. Er líka hvatt til að forðast aðra vegna smithættu. Meira
17. mars 2020 | Kvikmyndir | 100 orð | 1 mynd

Sögulega lítil bíóaðsókn

Bíóaðsókn í Bandaríkjunum náði nýjum lægðum um nýliðna helgi, að því er fram kemur á vef dagblaðsins New York Times, og er ástæðan að sjálfsögðu útbreiðsla kórónuveirunnar. Flest kvikmyndahús voru opin en aðeins selt í annað hvert sæti. Meira
17. mars 2020 | Kvikmyndir | 866 orð | 2 myndir

Verkfæri húsbóndans

Leikstjórn og handrit: Leigh Whannell. Kvikmyndataka: Stefan Duscio. Klipping: Andy Canny. Aðalhlutverk: Elisabeth Moss, Aldis Hodge, Storm Reid, Harriet Dyer, Michael Dorman, Oliver Jackson-Cohen. 124 mín. Bandaríkin, 2020. Meira

Umræðan

17. mars 2020 | Aðsent efni | 349 orð | 1 mynd

Dásamleg forréttindi

Eftir Gunnar Björnsson: "Afstaðan “kristindómur og eitthvað annað“." Meira
17. mars 2020 | Aðsent efni | 855 orð | 1 mynd

Hremmingar fyrrum á Þingvallasvæðinu

Eftir Ómar G. Jónsson: "Hættulegar sprungur blöstu stundum grængolandi og ógnandi við ferðalöngum þegar farið var um ísinn á vatninu." Meira
17. mars 2020 | Aðsent efni | 649 orð | 1 mynd

Hugleiðingar um mannanöfn

Eftir Þorstein Sæmundsson: "Nýtt frumvarp um mannanöfn er alvarleg aðför að íslenskri nafnahefð." Meira
17. mars 2020 | Aðsent efni | 1022 orð | 3 myndir

Legsteinar á Húsafelli

Eftir Þór Magnússon: "Steinarnir eru höggnir heima á Húsafelli. Þekktustu steinsmiðirnir eru Jakob, sonur Snorra prests Björnssonar, og synir Jakobs, Gísli og Þorsteinn." Meira
17. mars 2020 | Aðsent efni | 428 orð | 1 mynd

Óvissa af völdum manna eða náttúru

Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur: "Í ljósi þess sem nú er að gerast ættu stjórnvöld að íhuga hvaða hlutverk þau hafa ætlað íslenskum sjávarútvegi." Meira
17. mars 2020 | Pistlar | 410 orð | 1 mynd

Samkomubann

Í lok síðustu viku kynnti ég ákvörðun mína um að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur í fjórar vikur, frá og með 16. mars. Meira
17. mars 2020 | Aðsent efni | 1012 orð | 3 myndir

Úthérað og grennd eru efniviður í glæsilegt náttúru- og sögusvæði

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Svæði þar sem hver bújörð var setin fyrir einni öld eða aðeins fáeinum áratugum hafa breyst í eyðibyggðir sem helst eru heimsóttar af ferðamönnum." Meira

Minningargreinar

17. mars 2020 | Minningargreinar | 2525 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Viðar Júlíusson

Aðalsteinn Viðar Júlíusson, jafnan kallaður Alli, fæddist á Oddeyrargötu 24 á Akureyri 4. mars 1944. Hann lést 3. mars 2020 á líknardeild LHS í Kópavogi. Faðir hans var Jakob Júlíus Jóhannesson, innheimtumaður á Akureyri. Meira  Kaupa minningabók
17. mars 2020 | Minningargreinar | 279 orð | 2 myndir

Fylkir Þórisson

Fylkir Þórisson fæddist 8. október 1941. Hann lést 23. febrúar 2020. Útför Fylkis fór fram 6. mars 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. mars 2020 | Minningargreinar | 247 orð | 1 mynd

Gerhard Deckert

Gerhard Deckert fæddist í Vínarborg 10. ágúst 1941. Hann lést 16. febrúar 2020 í Bad Tatzmannsdorf í Austurríki. Fyrri kona Gerhards var Ingrid Csaslavsky. Börn þeirra eru Zeno og Claudia. Gerhard kvæntist seinni konu sinni, Hrefnu Hjaltadóttur 12. Meira  Kaupa minningabók
17. mars 2020 | Minningargreinar | 380 orð | 1 mynd

Gísli Kristjánsson

Gísli Kristjánsson fæddist 21. janúar 1928. Hann lést 28. febrúar 2020. Gísli var jarðsunginn 7. mars 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. mars 2020 | Minningargreinar | 329 orð | 1 mynd

Ragnar Bjarnason

Ragnar Bjarnason fæddist 22. september 1934. Hann lést 25. febrúar 2020. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira  Kaupa minningabók
17. mars 2020 | Minningargreinar | 1064 orð | 1 mynd

Sigríður Júlíusdóttir

Sigríður Júlíusdóttir fæddist 16. ágúst 1930 á Siglufirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi Reykjanesbæ 7. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru Júlíana Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 25.6. 1912, d. 6.4. 1999, og Jóhann Júlíus Einarsson, f. 15.5. Meira  Kaupa minningabók
17. mars 2020 | Minningargreinar | 343 orð | 1 mynd

Sólveig Hulda Jónsdóttir

Sólveig Hulda Jónsdóttir fæddist 1. ágúst 1934. Hún lést 20. febrúar 2020. Útför Sólveigar fór fram 12. mars 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. mars 2020 | Minningargreinar | 1588 orð | 1 mynd

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Svanfríður Guðrún Gísladóttir þroskaþjálfi, síðast til heimilis að Smyrlaheiði 42 í Hveragerði, fæddist á Grund í Súðavík 4. ágúst 1945. Hún lést á Landspítalanum 4. mars 2020. Foreldrar hennar voru Guðríður Halldórsdóttir, f. 1920, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. mars 2020 | Viðskiptafréttir | 191 orð

1,8 milljarða hagnaður af rekstri Varðar

Hagnaður Varðar nam 1,8 milljörðum króna á árinu 2019 en var 1,2 milljarðar árið 2018 og því hækkaði hann um 46% milli ára, að því er fram kemur í afkomutilkynningu félagsins. Meira
17. mars 2020 | Viðskiptafréttir | 274 orð | 1 mynd

Hleypa inn í opin hús í áföngum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum farið yfir málið. Lendingin er sú að vera með opin hús en að fólki verði gert að bóka skoðun áður. Þannig má tryggja að við tökum ekki við mörgum í einu,“ segir Þórarinn M. Meira
17. mars 2020 | Viðskiptafréttir | 602 orð | 2 myndir

Hlutabréfamarkaðir enn í frjálsu falli víða um heim

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku skarpa dýfu við opnun í gær. Voru viðskipti í Kauphöllinni í New York stöðvuð í 15 mínútur eftir að ljóst varð í hvað stefndi en með því reyndu forsvarsmenn Kauphallarinnar í þriðja sinn á sex dögum að ná skjálftanum úr markaðnum og koma í veg fyrir upplausnarástand. Aðgerðin hafði ekki tilætluð áhrif og féll S&P500-vísitalan um 11,98% og er það mesta fall sem orðið hefur á henni frá hruninu í október 1987. Meira

Fastir þættir

17. mars 2020 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Bf4 b6 3. Rc3 Bb7 4. Dd3 d5 5. Dh3 e6 6. e3 a6 7. g4 Bd6 8...

1. d4 Rf6 2. Bf4 b6 3. Rc3 Bb7 4. Dd3 d5 5. Dh3 e6 6. e3 a6 7. g4 Bd6 8. Rge2 De7 9. Hg1 Bxf4 10. Rxf4 g6 11. Bd3 Rfd7 12. 0-0-0 c5 13. Hge1 c4 14. Bf1 b5 15. e4 Dg5 16. Dg3 b4 17. Meira
17. mars 2020 | Í dag | 42 orð | 1 mynd

Halsey hugar að nýrri plötu

Halsey hugar nú að nýrri plötu og langar að hafa hana í sama tón og lagið Experiment On Me sem hún samdi með bresku hljómsveitinni Bring Me the Horizon. Halsey, sem er 25 ára, segist vera ástfangin af því hvernig lagið... Meira
17. mars 2020 | Árnað heilla | 75 orð | 1 mynd

Heiðdís Björnsdóttir

40 ára Heiðdís fæddist á Akureyri, ólst upp í Gerðunum í Reykjavík en býr í Kópavogi. Hún er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Ölgerðinni. Maki : Þorvaldur Gísli Kristinsson, f. Meira
17. mars 2020 | Í dag | 283 orð

Langs og þvers og í sóttkví

Eins og við er að búast endurspegla yrkisefni hagyrðinga mannlífið á hverjum tíma, – eða eins og Davíð Hjálmar í Davíðshaga segir á Leirnum: „Tveggja-metra-fjarlægðar-reglan getur haft veruleg áhrif á mannleg samskipti“: Eftir bras og... Meira
17. mars 2020 | Í dag | 64 orð

Málið

Að söðla merkir að setja söðul eða hnakk á hest og að söðla um er að skipta um , t.d. skoðun. Að sölsa , sölsa e-ð undir sig, er haft um að komast yfir e-ð , „ná e-u með yfirgangi eða brögðum“ (ÍO). Meira
17. mars 2020 | Árnað heilla | 475 orð | 4 myndir

Skákað í skjóli trjánna

Guðfinnur Rósinkranz Kjartansson er fæddur 17. mars 1945 á Ísafirði og ólst þar upp. Hann gekk í barna- og gagnfræðaskóla Ísafjarðar og seinna í Iðnskóla Ísafjarðar þar sem hann nam ljósmyndun. Meira
17. mars 2020 | Árnað heilla | 74 orð | 1 mynd

Þorsteinn Fjalar Þráinsson

60 ára Þorsteinn er fæddur og uppalinn í Reykjavík en býr á Ísafirði. Hann er matreiðslumaður að mennt en vinnur hjá Hampiðjunni við skoðun á björgunarbátum. Maki : Sigurrós Eva Friðþjófsdóttir, f. 1958, danskennari við Grunnskólann á Ísafirði. Meira

Íþróttir

17. mars 2020 | Íþróttir | 353 orð | 3 myndir

Á þessum degi

17. mars 1965 Frétt í Morgunblaðinu: Íslenzk knattspyrnuyfirvöld fengu beiðni um það að tilnefna dómara á leik Svíþjóðar og Kýpur, en leikur þessi er liður í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem lýkur 1966. Leikur þessi verður í Svíþjóð 5. maí. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Bestur í fyrsta mánuði sínum

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið útnefndur besti leikmaður febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Búa sig undir að spila áfram

Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir að óvissa sé með framhaldið á deildakeppninni í Tyrklandi, en hann skoraði fyrir Yeni Malatyaspor í leik á sunnudaginn eins og áður hefur komið fram. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Ef ég mætti ráða öllu í einn dag.... Þá myndi ég gefa frí í íslensku...

Ef ég mætti ráða öllu í einn dag.... Þá myndi ég gefa frí í íslensku vetrardeildunum og mótunum sem ólokið er á yfirstandandi tímabili, allt til 1. ágúst. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 727 orð | 2 myndir

Eins og um síðasta leik væri að ræða

Bretland Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Frestunin góð fyrir Jóhann?

Andy Jones, blaðamaður hjá The Athletic, telur að frestun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu til 4. apríl hið minnsta muni gera Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni og leikmanni Burnley, afar gott. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Liverpool með dýrmætasta liðið

Liverpool er dýrmætasta knattspyrnulið Evrópu í dag samkvæmt útreikningum greiningarstofunnar CIES Football Observatory. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Rúnar er fastur í Nur-Sultan

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, má ekki yfirgefa Nur-Sultan, höfuðborg Kasakstan, næstu átta dagana. Félag hans, Astana, hefur bannað leikmönnum sínum að fara til heimkynna sinna og eiga þeir að æfa sjálfir næstu átta dagana. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 765 orð | 1 mynd

Sagt að hafa engar áhyggjur

Rússland Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Sænska handboltanum lokið

Ekki verður meira leikið í sænska handboltanum á leiktíðinni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Sænska handknattleikssambandið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

Umspilinu og EM 2020 væntanlega frestað

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Leik Íslands og Rúmeníu og öðrum umspilsleikjum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram eiga að fara dagana 26. og 31. Meira
17. mars 2020 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Þrjár lausnir koma til greina

NBA-körfuboltadeildin í Bandaríkjunum byrjar í fyrsta lagi aftur í júní, en henni var frestað um óákveðinn tíma í síðustu viku. ESPN í Bandaríkjunum greindi frá. Meira

Bílablað

17. mars 2020 | Bílablað | 19 orð

» Á RAM 3500 var Logi Bergmann gripinn löngun til að taka til hendinni...

» Á RAM 3500 var Logi Bergmann gripinn löngun til að taka til hendinni og rífa niður girðingu... Meira
17. mars 2020 | Bílablað | 717 orð | 3 myndir

Bíll sem kallar á framkvæmdir

Á RAM 3500 má eiga yndislega og einstaklega ameríska akstursupplifun. Breytta útgáfan er á marga vegu mýkri og þægilegri. Meira
17. mars 2020 | Bílablað | 319 orð | 1 mynd

Dekkjamengun þúsund sinnum verri

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að losun dekkja í akstri geti verið miklu meiri og verri en sú mengun sem kemur út um púströrið á bíl. Við rannsóknina var brúkaður vinsæll fjölskylduhlaðbakur á splunkunýjum og rétt loftfylltum dekkjum. Meira
17. mars 2020 | Bílablað | 434 orð | 8 myndir

Fær fiðring þegar hann sér fallega bíla

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar kemur að því að velja bíl fyrir heimilið þarf Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, að finna rétta meðalveginn á mill þess að vera rappari og að vera góður og grandvar heimilisfaðir. Meira
17. mars 2020 | Bílablað | 763 orð | 1 mynd

Gaman að sjá viðbrögðin hjá þeim sem prófa

Fyrsta sending nýrra Tesla-bifreiða kom til landsins fyrir skemmstu og er greinilegt að Íslendingar ætla að taka þessum merkilegu rafbílum opnum örmum. Meira
17. mars 2020 | Bílablað | 185 orð | 1 mynd

Jesko Absolut nær 530 km hraða

Sænski bílsmiðurinn Koenigsegg ætlaði að frumsýna tvo ofurhraðskreiða bíla á sýningunni í Genf sem blásin var af nokkrum dögum fyrir opnun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Meira
17. mars 2020 | Bílablað | 15 orð | 1 mynd

Mikil mengun vegna dekkja

Ný rannsókn bendir til að dekkjaslit kunni að menga andrúmsloftið mun meira en bílvélin. Meira
17. mars 2020 | Bílablað | 11 orð | 1 mynd

Rapparar standast ekki flotta bíla

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti lætur sig dreyma um Lamborghini-sportbíl með rafmótor. Meira
17. mars 2020 | Bílablað | 11 orð | 1 mynd

Salan hjá Tesla fer vel af stað

Reynsluakstursbílarnir fóru létt með íslenskt vetrarveður og pantanir streyma inn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.