Greinar mánudaginn 18. maí 2020

Fréttir

18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Allt í einu eitthvað sem hefur ekki sést í áratugi

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Talsvert mikinn hafís er að finna djúpt fyrir norðan land en um er að ræða ís sem nær til eyjunnar Jan Mayen, að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, dósents í landfræði við Háskóla Íslands. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Alþjóðlegi safnadagurinn í dag

„Söfn eru jöfn: Fjölbreytni og þátttaka allra 2020“ er þemað hérlendis á alþjóðlega safnadeginum sem haldinn er í dag. Í ljósi kórónuveirufaraldursins eru söfn hvött til að nota stafrænar lausnir til að fagna deginum. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Dýrðardagar Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og margir hafa nýtt sér tækifærið til útiveru. Þessi tvö nutu lífsins í hjólatúr úti við Gróttu á... Meira
18. maí 2020 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Bannað verði að brenna fána ESB

Sambandsþing Þjóðverja samþykkti fyrir helgi útvíkkun á hegningarlögum sínum. Þegar ný lög taka gildi getur það varðað allt að þriggja ára fangelsi að svívirða með einum eða öðrum hætti fána Evrópusambandsins, til dæmis með því að brenna hann. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

„Bíða á kantinum“ ef illa fer

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi

Númer 33 og ómerktur víluðu ekki fyrir sér að ná góðri æfingu við Nauthólsvík á föstudaginn. Fimleikahringirnir virðast gera ráð fyrir að notendur séu lægri í loftinu en þeir eru sem hér reyna að gera sér þá að góðu. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Ekki þörf á farsóttarhúsinu

Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hefur verið lokað. Þetta segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hússins, í samtali við Morgunblaðið. Voru síðustu gestir útskrifaðir á miðvikudag og er ekki lengur talin þörf á að hafa húsið opið. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 266 orð | 2 myndir

Endanlegur kostnaður um 6,1 milljarður

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um miðjan næsta mánuð er áformað að taka nýja gas- og jarðgerðarstöð SORPU í notkun í Álfsnesi. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 212 orð | 2 myndir

Fjarfundabúnaður eykur alþjóðasamskipti

Fjarfundabúnaður hefur reynst þingmönnum ágætlega á tímum kórónuveiru og hefur aukin notkun slíks búnaðar jafnvel auðveldað samskipti við erlenda kollega, að sögn Sigríðar Á. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Gjaldþrotabeiðnum fækkar á milli ára

Færri beiðnir um gjaldþrotaskipti hafa verið lagðar fram það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem dómstjórar Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness tóku saman fyrir Morgunblaðið. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 382 orð | 3 myndir

Hætta á að áhrif veiru verði langvinn

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Óhefðbundinn vetur í grunnskólum vegna heimsfaraldurs, verkfalla og fárviðra hefur verið grunn- og framhaldsskólanemendum erfiður og komið verst niður á þeim sem eiga veikt bakland. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Íbúar í 25 hverfum fengið að borða

Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Selfoss, Reykjanesbær, Hafnarfjörður og í gær Akranes. Götubiti á hjólum hefur komið við í 25 hverfum síðan í lok mars við fögnuð íbúa á hverjum stað og sumarið er rétt að byrja. Meira
18. maí 2020 | Erlendar fréttir | 836 orð | 2 myndir

Keppt um auðlindir tunglsins

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríska geimferðastofnunin NASA kynnti á föstudaginn áætlanir sínar um að gera tvíhliða samninga við önnur ríki um samvinnu við að koma upp fótfestu á tunglinu, sem aftur muni aðstoða við að koma fyrsta manninum til Mars. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Kerling tók vel á móti Guðna

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, naut sín í siglingu út í Drangey í Skagafirði um helgina. Hér sést hann um borð í Hafsól með börnum sínum tveimur, Sæþóri Peter og Eddu Margréti, og leiðsögumanni, Helga Rafni Viggóssyni. Meira
18. maí 2020 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Kínverski sendiherrann fannst látinn

Sendiherra Kínverja í Ísrael, Du Wei að nafni, fannst látinn á heimili sínu um helgina í Herzliya, rétt utan við Tel Aviv. Ekkert fannst á vettvangi sem benti til að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti, sagði á vef breska ríkisútvarpsins. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Landsliðskona gengin til liðs við bikarmeistara Skallagríms

„Þetta er lítill bær og allir einhvern veginn inni í þessu, ef leikir vinnast þá vita allir af því. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Lárus Sigfússon

Lárus Sigfússon er látinn, 105 ára að aldri. Hann lést 13. maí síðastliðinn. Lárus var undanfarin ár elstur íslenskra karla og næstelstur Íslendinga. Lárus fæddist á Stóru-Hvalsá í Strandasýslu 5. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Leigan hækkuð þegar staðnum var lokað

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum ekki átt annarra kosta völ en að fallast á þessar hækkanir. Spurningin sem við höfum staðið frammi fyrir er hvort við viljum setja félagið í þrot eða borga það sem þeir fara fram á. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Lækkanir skili sér of hægt

Koma verða fram aðgerðaáætlanir frá Seðlabanknum til að bregðast við því hversu hægt stýrivaxtalækkanir skila sér til einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Þetta segir Árni Sigurjónsson, nýkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 79 orð

Minni áfengisneysla í samkomubanninu

„Þegar við höfum tekið tillit til söluhruns á hótel- og veitingamarkaði þá sjáum við að áfengissala er minni í ár en í fyrra. Við höfum líka reynt að meta neysluna hjá Íslendingum. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 556 orð | 2 myndir

Mælt við miðju lands

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Snjóþykkt á Hofsjökli eftir nýliðinn vetur er talsvert undir meðallagi, skv. niðurstöðum mælinga vísindamanna Veðurstofu Íslands. Jökullinn nær yfir 1.150 m hæðarbil og er snjósöfnun mest í efstu hjöllum. Í 800 m hæð er snjóþykkt við vetrarlok oftast 1–2 metrar en meðaltalið á hábungu jökulsins í tæplega 1.800 m hæð er 6,5 metrar. Að þessu sinni mældist snjóþykktin þar 5,7 m, sem er talsvert undir meðallagi, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Ný stúka farin að taka á sig mynd

„Þetta er komið langleiðina og verður klárt fyrir fyrsta leik í móti,“ segir Gunnlaugur Jónsson, íþrótta- og verkefnastjóri Íþróttafélagsins Gróttu. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 164 orð

Olíumengaður jarðvegur í Elliðaárdal

Verktaki á vegum Veitna kom niður á mannvirki í jörðinni sem ekki var vitað af við framkvæmdir í Elliðaám í vikunni. Þetta var nánar til tekið við Rafstöðvarveg, skammt frá lagnastokknum sem liggur neðarlega í dalnum. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Opnun veitir fyrirtækjum andrými

„Þetta einfaldar málið og gerir fyrirtækjum nú kleift að afhenda þjónustuna. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 454 orð | 4 myndir

Ómetanlegt framlag

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir nokkrum árum kom út í Austurríki bók eftir Moniku Luise Gschiel um Pál Pampichler Pálsson, trompetleikara, stjórnanda, tónskáld og kennara. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Réðust í miklar endurbætur

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við höfum nýtt lokunina til að fara í nauðsynlegt viðhald. Það var fjölmargt sem setið hafði á hakanum í lengri tíma og nú gafst tækifæri til að sinna því,“ segir Björn Leifsson, eigandi World... Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 707 orð | 1 mynd

Saka fasteignafélag um „hrottaskap“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil óánægja er meðal margra eigenda og rekstraraðila veitinga- og skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur með samskipti sín við fasteignafélög sem þau leigja húsnæði af. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 725 orð | 2 myndir

Samdráttur í áfengissölu allt að 90 prósent

Baksvið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Miklar breytingar hafa orðið á sölu áfengis á síðustu vikum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Samkomubann og lokun landamæra hafa breytt neyslu og hegðun landsmanna. Meira
18. maí 2020 | Erlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Samtöl gætu verið helsta smitleiðin

COVID-19 smitast ekki aðeins á milli manna þegar þeir hósta og dreifa þannig sýklum, heldur einnig einfaldlega við að tala. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Smitlaus helgi

Engin ný smit kórónuveiru voru tilkynnt um helgina og var því nýtt smit síðast greint 12. maí síðastliðinn. Tilkynnt var um að samtals 656 sýni hefðu verið tekin um helgina, flest hjá Íslenskri erfðagreiningu. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Taka ekki afstöðu til áhrifa á komandi hlutafjárútboð

Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hittust á óformlegum vinnufundi í gær í húsakynnum ríkissáttasemjara. Ekki var um formlegan sáttafund að ræða heldur vettvang fyrir minni hópa til að koma saman og finna sameiginlega fleti. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Tvöföldun vegar ekki einfalt mál

Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar á 3,2 km kafla frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi hefur gengið vel undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir kórónuveirufaraldur. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 214 orð

Vandinn ekki á förum

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Vandinn sem kórónuveiran hefur skapað nemendum grunn- og framhaldsskóla hverfur ekki á þessu skólaári og mun fylgja nemendum inn í næsta skólaár, að sögn Þorsteins Sæberg, formanns Skólastjórafélags Íslands. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Vilja kaupa Kaffivagninn á Granda

Snorri Másson snorrim@mbl.is Fasteignafélagið Salteyri ehf. hefur gert eigendum Kaffivagnsins á Granda tilboð í húsnæði veitingastaðarins, sem eigendur íhuga nú að ganga að. Meira
18. maí 2020 | Innlendar fréttir | 126 orð

Þyrla varði nóttinni á Sandskeiði eftir bilun

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var við æfingar nálægt Sandskeiði á laugardaginn þegar viðvörunarljósið fór að blikka vegna bilunar í aðalsmurkerfi. Henni var lent á flugvellinum við Sandskeið í kjölfarið. Meira

Ritstjórnargreinar

18. maí 2020 | Leiðarar | 411 orð

ESB ritskoðar sig aftur

Hvers vegna heldur ESB áfram að láta undan þrýstingi Kínverja? Meira
18. maí 2020 | Staksteinar | 199 orð | 1 mynd

Hver hefði trúað því?

Ívar Pálsson furðar sig á því í pistli á blog.is að „afturhaldskommahluti VG, sem er kannski studdur 7% kjósendanna,“ skuli geta komið í veg fyrir „að varnarbandalagið NATO byggi varanlega hafnaraðstöðu og fleira fyrir fjölda milljarða króna, skapi störf hér og tryggi betur stöðu Íslands í eftirliti og vörnum Norður- Atlantshafsins.“ Meira
18. maí 2020 | Leiðarar | 178 orð

Óþarfi að fara í vörn

Allir ættu að sameinast í baráttu gegn auknu eftirliti og skrifræði Meira

Menning

18. maí 2020 | Myndlist | 154 orð | 1 mynd

Afmælissýning Íslenskrar grafíkur

Félagið Íslensk grafík fagnar nú 50 ára afmæli og í tilefni þess var á laugardag opnuð sýning á verkum 46 félagsmanna í Norræna húsinu. Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir. Sýningin stendur til 9. ágúst og er aðgangur ókeypis. Meira
18. maí 2020 | Tónlist | 585 orð | 2 myndir

„Óvenjulegar lausnir“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir. Meira
18. maí 2020 | Bókmenntir | 1108 orð | 3 myndir

Ljósi brugðið í VG-skúmaskot

Eftir Pétur Hrafn Árnason, Vinstrihreyfingin – grænt framboð gefur út, Rvk. 2019. 347 bls. Meira
18. maí 2020 | Fólk í fréttum | 283 orð | 3 myndir

Páll, Jesús og plötusafn Þráins

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs og formaður Karlakórs Reykjavíkur, mælir með verkum til að njóta innan veggja heimilisins á tímum kórónuveirufaraldurs. „Páll Pampichler Pálsson varð 92 ára á laugardaginn. Meira

Umræðan

18. maí 2020 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Betur vinnur vit en strit

Eftir Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur: "Greinin fjallar um skreið og möguleika á því að hefja vöruskipti við Nígeríumenn, þ.e olía í skiptum fyrir skreið." Meira
18. maí 2020 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Eru sjávarútvegsfyrirtækin of stór?

Eftir Svan Guðmundsson: "Aflahlutdeild er úthlutað á 466 skip hér við land sem landa á 66 hafnir. Að sölu dagvöru standa að mestu tveir til þrír aðilar" Meira
18. maí 2020 | Aðsent efni | 654 orð | 1 mynd

Íslensk skógrækt er verðmætasköpun og snjöll atvinnugrein

Eftir Albert Þór Jónsson: "Nýsköpun og snjallar hugmyndir sem tengjast skógrækt eru margar og því mikilvægt að hefja þessa mikilvægu vegferð í skógrækt fyrir Ísland og Íslendinga." Meira
18. maí 2020 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Mannréttindi og sjaría

Eftir Hauk Ágústsson: "Hvert stefnir í mannréttindamálum" Meira
18. maí 2020 | Aðsent efni | 713 orð | 1 mynd

Óöryggi rotvarnarefnis sálarinnar

Eftir Sigurð Sigurðsson: "Stjórnvöld töldu að kraftur og áræðni, djörfung og hugrekki væru rotvarnarefni sálarinnar sem verðu menn gegn spillingu, freistingu og hópþrýstingi." Meira
18. maí 2020 | Aðsent efni | 384 orð | 1 mynd

Smitandi kærleikur

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Kærleikurinn sigrar allt. Leyfum honum að smitast frá hjarta til hjarta svo hann verði til að veita okkur varanlega lífsfyllingu og hamingju." Meira
18. maí 2020 | Pistlar | 393 orð | 1 mynd

Spurningar vakna um stöðu Sjálfstæðisflokksins

Sú staða er nú uppi að Vinstri grænir hafa komið í veg fyrir framkvæmdir við varnarmannvirki án rökstuðnings. Meira
18. maí 2020 | Aðsent efni | 615 orð | 1 mynd

Vegið að lýðræði

Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "Þess vegna munum við benda á það og andmæla í hvert sinn sem menn stíga fram sem vilja setja lýðræðið í sóttkví og alþjóðasamstarf á ís." Meira

Minningargreinar

18. maí 2020 | Minningargreinar | 1767 orð | 1 mynd

Bjarni Baldursson

Bjarni Baldursson fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 14. febrúar 1957. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. maí sl. Foreldrar Bjarna voru Sigríður Salvarsdóttir, f. 17.5. 1925, d. 1.3. 2013, og Baldur Bjarnason, f. 9.11. 1918, d. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2020 | Minningargreinar | 676 orð | 1 mynd

Hörður Sævar Símonarson

Hörður Sævar Símonarson fæddist 27. mars 1942 í Reykjavík. Hann lést 9. maí 2020 á Líknardeildinni í Kópavogi eftir skammvinn veikindi. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þ. Kristjánsdóttir frá Hnífsdal, fædd 29. desember 1921, látin 27. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2020 | Minningargreinar | 395 orð | 1 mynd

Kristjana Jónsdóttir

Kristjana Jónsdóttir fæddist 29. desember 1923. Hún lést 4. maí 2020. Útför Kristjönu fór fram 14. maí 2020. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2020 | Minningargreinar | 187 orð | 1 mynd

Ragnhildur Haraldsdóttir

Ragnhildur Haraldsdóttir fæddist 22. júní 1939. Hún lést 20. apríl 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2020 | Minningargreinar | 2171 orð | 1 mynd

Sigrún Elín Einarsdóttir

Sigrún Elín Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1951. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi 7. maí 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Halldórsson, f. 2. júní 1923, d. 2007 og Sigrún Bjarnadóttir, f. 11. apríl 1928, d. 2013. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2020 | Minningargreinar | 1071 orð | 1 mynd

Þórunn G. Þorsteinsdóttir

Þórunn G. Þorsteinsdóttir fæddist á Efri-Vindheimum, Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 22. október 1936. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 3. maí 2020. Foreldrar Þórunnar voru Þorsteinn Steinþórsson, f. 19. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 724 orð | 2 myndir

„Hagsmunamál að bankakerfið sé skilvirkt“

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það hefur vakið athygli hversu hægt stýrivaxtalækkanir skila sér til fyrirtækjanna og almennings í landinu og ýmsar skýringar verið gefnar á því. Meira
18. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 518 orð | 1 mynd

Þurfa að styðja og efla starfsfólkið

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur reynt mikið á íslenskt atvinnulíf. Hjá flestum fyrirtækjum hafa smitavarnaaðgerðir valdið töluverðri röskun á daglegum rekstri og sums staðar hefur þurft að grípa til uppsagna. Meira

Fastir þættir

18. maí 2020 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rf3 d6 4. c3 Rd7 5. Bd3 e5 6. 0-0 Re7 7. dxe5 dxe5...

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rf3 d6 4. c3 Rd7 5. Bd3 e5 6. 0-0 Re7 7. dxe5 dxe5 8. Bg5 h6 9. Be3 0-0 10. Ra3 Rc6 11. Bb5 De7 12. Bxc6 bxc6 13. Rd2 f5 14. f3 Rc5 15. Rb3 Re6 16. Dd2 Ba6 17. c4 fxe4 18. fxe4 Dh4 19. Dd7 Rf4 20. Hf2 Had8 21. Dxc6 Bc8 22. Meira
18. maí 2020 | Árnað heilla | 69 orð | 1 mynd

Halla Hjördís Eyjólfsdóttir

40 ára Halla er úr Mosfellsbæ en býr í Hveragerði. Hún er leikskólakennari á leikskólanum Undralandi í Hveragerði. Maki : Guðmundur Ragnar Kristjánsson, f. 1974, nemi í pípulagningum hjá Súperlögnum á Selfossi. Synir : Alexander, f. 2002, Viktor, f. Meira
18. maí 2020 | Fastir þættir | 164 orð

Heiðarleiki. N-Allir Norður &spade;DG8 &heart;Á10762 ⋄Á93...

Heiðarleiki. N-Allir Norður &spade;DG8 &heart;Á10762 ⋄Á93 &klubs;104 Vestur Austur &spade;72 &spade;654 &heart;85 &heart;DG94 ⋄DG1084 ⋄65 &klubs;K963 &klubs;D875 Suður &spade;ÁK1093 &heart;K3 ⋄K72 &klubs;ÁG2 Suður spilar 6&spade;. Meira
18. maí 2020 | Í dag | 56 orð

Málið

Að byrla er m.a. að blanda eða gefa inn : byrla e-m eitur . Nú sést orðasambandið stundum aflimað: „Henni var byrlað á veitingastað. Meira
18. maí 2020 | Árnað heilla | 641 orð | 4 myndir

Með tónlist og sjómennsku í blóðinu

Ingimar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1945. Hann ólst upp á Bjarnarstíg til 10 ára aldurs og flutti svo í Eskihlíð. Meira
18. maí 2020 | Í dag | 285 orð

Stoltur fjáreigandi og óínáanlegur

Helgi R. Einarsson skrifar mér: „Það vill svo til að fyrir tæpu ári fékk ég gimbur í afmælisgjöf og var að hitta hana nú í sauðburði. Á Vopnafirði á ég á, sem á sér engan líka. Það er alveg af og frá að eigi margir slíka. Meira
18. maí 2020 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

Tölvuleikja-amma slær í gegn

Dj Dóra Júlía sagði í ljósa punktinum á K100 frá einni öflugri ömmu að nafni Michelle Statham sem spilar tölvuleiki á borð við Call of Duty í beinni útsendingu frá kjallara barnabarns síns. Meira
18. maí 2020 | Árnað heilla | 72 orð | 1 mynd

Þorgerður Hafsteinsdóttir

50 ára Þorgerður er Hafnfirðingur og er hársnyrtir og eigandi snyrti- og hárgreiðslustofunnar Gallerí útlit. Maki : Björn Þorfinnsson, f. 1967, bifreiðasmiður og á og rekur Versus bílaréttingar og -málun. Synir : Þórhallur, f. 1988, Arnór, f. Meira

Íþróttir

18. maí 2020 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Átta sömdu við Þór á Akureyri

Átta leikmenn skrifuðu undir samning við handknattleikslið Þórs á Akureyri um helgina en liðið leikur í úrvalsdeildinni, Olísdeildinni, á komandi leiktíð. Markvörðurinn Jovan Kukobat kom frá KA og Karolis Stropus kom frá Aftureldingu. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 162 orð | 2 myndir

Á þessum degi

18. maí 1987 Íslendingar koma heim með 27 gullverðlaun frá Smáþjóðaleikunum í Mónakó, þar af 22 í sundi. Ragnheiður Runólfsdóttir er sigursælasti keppandi leikanna en hún vann til sjö gullverðlauna og setti þrjú Íslandsmet. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Einn Íslendingur kom við sögu

Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson, sem leikur með B-deildarliði Darmstadt, var eini Íslendingurinn sem var á skýrslu í Þýskalandi um helgina þegar 1. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Fimmti sigur BATE í röð

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með hvítrússneska knattspyrnuliðinu BATE þegar liðið vann öruggan heimasigur gegn Slutsk í úrvalsdeildinni þar í landi um helgina. Leiknum lauk með 3:0-sigri BATE sem var að vinna sinn fimmta deildarleik í röð. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Frá Njarðvík til Grindavíkur

Körfuknattleikskappinn Kristinn Pálsson er genginn til liðs við Grindavík en þetta kom fram á Facebook-síðu félagsins um helgina. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Landsliðskona á Selfoss

Knattspyrnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin til liðs við Selfoss en þetta var tilkynnt um helgina. Anna Björk, sem er þrítug, kemur til félagsins frá hollenska úrvalsdeildarfélaginu PSV þar sem hún hefur leikið frá árinu 2019. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 437 orð | 3 myndir

* Leroy Sané , sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City...

* Leroy Sané , sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, mun yfirgefa félagið í sumar en þetta fullyrti Roman Weidenfeller , fyrrverandi markvörður Borussia Dortmund, í samtali við þýska fjölmiðla á dögunum. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Liðsstyrkur í Grafarvoginn

Körfuknattleiksdeild Fjölnis samdi við tvo nýja leikmenn á dögunum en liðið er nýliði í úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildinni, á næstu leiktíð. Sara Diljá Sigurðardóttir samdi við félagið en hún er uppalin hjá Fjölni. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 826 orð | 2 myndir

Maraþon í Mosfellsbæ

Golf Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Andri Þór Björnsson fögnuðu sigri á ÍSAM-mótinu á heimslistamótaröðinni í golfi á Hlíðavelli um helgina. Allir sterkustu atvinnukylfingar Íslands voru mættir til leiks, sem og efnilegir áhugamannakylfingar. Spennan var mikil í karlaflokki og enn meiri í kvennaflokki þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á sjöttu holu í bráðabana. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Meistaradeildin klárast í sumar

Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, fullyrðir að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin muni klárast í sumar en margar deildarkeppnir í Evrópu stefna á endurkomu á næstu vikum eftir kórónuveirufaraldurinn. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 609 orð | 2 myndir

Mikil stemning í Borgarnesi

Körfubolti Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Körfuknattleikskonan Embla Kristínardóttir er gengin til liðs við bikarmeistara Skallagríms og mun hún því leika listir sínar í Borgarfirðinum í Dominos-deildinni næsta vetur. Meira
18. maí 2020 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Þýskaland Augsburg – Wolfsburg 1:2 • Alfreð Finnbogason lék...

Þýskaland Augsburg – Wolfsburg 1:2 • Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg vegna meiðsla. Düsseldorf – Paderborn 0:0 • Samúel Kári Friðjónsson lék ekki með Paderborn vegna meiðsla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.