Greinar þriðjudaginn 2. júní 2020

Fréttir

2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

655 samningafundir í Karphúsinu á einu ári

Stórar samningalotur ollu miklu annríki hjá embætti Ríkissáttasemjara í fyrra, á ári Lífskjarasamninganna og nokkurra harðra kjaradeilna. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 568 orð | 2 myndir

„Nú byrjar lífið upp á nýtt, eftir Covid“

Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú er sumarið komið. Nú byrjar lífið upp á nýtt, eftir Covid,“ sagði Stefán Sigurðsson kátur þegar hann hafði landað fyrsta laxi sumarsins, spengilegri stórri hrygnu, við Urriðafoss í Þjórsá um hálfáttaleytið í gærmorgun. Þjórsá var bólgin og skoluð en laxar höfðu verið að sýna sig þar síðustu daga og voru því greinilega mættir. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Ekkert mat, engin þátttaka

Þrátt fyrir að reglugerðarbreyting vegna barna sem þurfa meðferð við skarði í vör og/eða gómi hafi tekið gildi 1. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 73 orð

Eldri maður lést í Sundhöll Selfoss

Eldri karlmaður lést við sundiðkun í Sundhöllinni á Selfossi skömmu fyrir hádegi í gær, að því er fram kemur í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi. Sjúkralið og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Engin óhöpp í umferðinni

Töluverð umferð var inn til Reykjavíkur í gær og þyngdist eftir því sem leið á daginn. Að sögn lögreglu gekk hún þó smurt fyrir sig og kom ekkert teljandi upp á. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Fagnar 103 árunum heima á Hlíðarvegi

Helga Guðmundsdóttir frá Bolungarvík varð 103 ára 17. maí, skömmu eftir að hún jafnaði sig á COVID-19, elst Íslendinga sem hafa fengið sjúkdóminn. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 565 orð | 3 myndir

Fá vopn í hendurnar gegn kennitöluflakki

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tímamótaskref verður stigið í aðgerðum gegn kennitöluflakki og misnotkun á hlutafélagaforminu verði frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti samþykkt fyrir sumarleyfi þingmanna. Góðar líkur eru taldar á að svo verði, en verkalýðshreyfingin hefur um árabil barist fyrir því að komið verði böndum á kennitöluflakkið. ASÍ og Samtök atvinnulífsins náðu samstöðu um þetta mál árið 2017 og hafa staðið saman að tillögum um aðgerðir til að stöðva kennitöluflakk í atvinnurekstri. Þau skila nú sameiginlegri umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarpið. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fjölgi ekki uppsögnum

Forsætisráðherra vonast til þess að ný lög um framlengda hlutabótaleið og stuðning við greiðslu launa á uppsagnarfresti verði ekki til þess að margir færi sig úr fyrrnefndu úrræði yfir í hið síðarnefnda. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 651 orð | 2 myndir

Fyrirspurnir Björns Leví 114 í vetur

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata hefur lagt fram 114 fyrirspurnir til ráðherra það sem af er 150. löggjafarþinginu. Þar með eru fyrirspurnir Björns Leví orðnar 340 frá því að hann settist fyrst á Alþingi. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 150 orð

Hefur lagt fram 340 fyrirspurnir

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram samtals 340 fyrirspurnir til ráðherra síðan hann settist fyrst á þing árið 2014. Hann hefur nú skotist rækilega fram úr Jóhönnu Sigurðardóttur sem átti fyrra met, 255 fyrirspurnir. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

Heimilin eiga sjö þúsund milljarða

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Eignir heimilanna á Íslandi jukust í fyrra um tæpa 200 milljarða króna og voru komnar í 7.165 milljarða um seinustu áramót. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Hækkar mest 17,8%

Fasteignamat íbúða hækkar mest í Akrahreppi, eða um 17,8%, á milli áranna 2020 og 2021 ef litið er til einstaka bæjarfélaga, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021, sem birta á í dag. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 14 orð | 1 mynd

Íris Jóhannsdóttir

Kjarvalsstaðir Margir lögðu leið sína á sýningu verka eftir börn um náttúruna á... Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Kallar út herlögreglu

Snorri Másson Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í Rósagarði Hvíta hússins í gærkvöldi að hann hygðist virkja bæði herlið og borgara í landinu til þess að koma böndum á óeirðirnar sem fylgt hafa mótmælunum í... Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Karlmaður á áttræðisaldri lést í Laxá

73 ára karlmaður lést í Laxá í Aðaldal á sunnudagskvöld og fannst þar laust eftir klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Maðurinn hét Árni Björn Jónasson, en hans hafði verið leitað þegar hann skilaði sér ekki til baka úr veiði. Meira
2. júní 2020 | Erlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Komnir heilu og höldnu um borð

Bandarísku geimfararnir Bob Behnken og Doug Hurley komust heilu og höldnu um borð í alþjóðlegu geimstöðina á sunnudagskvöldið, en þeim var skotið á loft á laugardagskvöldið um klukkan sjö að íslenskum tíma. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 316 orð | 2 myndir

Lítið farið út úr húsi í 90 daga

Kári Emil Helgason, hönnuður hjá Audible í New York, hefur lítið farið út úr húsi síðustu 90 daga eða svo. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Mest hækkun á Vestfjörðum

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fasteignamat hækkar mest á milli ára á Vestfjörðum ef litið er til landsvæða, eða um 8,2% samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021. Mest lækkar fasteignamatið á Suðurnesjum, eða um 0,5%. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 578 orð | 1 mynd

Myndin er að skýrast

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar við horfum hér yfir Austurstrætið eru sárafáir á ferli. Í búðunum er rólegt og verið að opna veitingahúsin eftir lokanir. Fyrir fáum mánuðum var hér iðandi mannlíf og fólk alls staðar að úr heiminum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nýr þingmaður Viðreisnar. „Einmitt við þessar aðstæður sjáum við hvað fjölþjóðleg samskipti eru okkur mikilvæg; að stefnur og straumar mætist. Það sama á við um þjóðir og okkur mannfólkið, sem vegnar best þegar við njótum samskipta við aðra.“ Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 545 orð | 2 myndir

Neistinn í Grundarfirði orðinn að báli

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Betra seint en aldrei, segir máltækið og það á vel við um Pétur Jósefsson, sem nýlega gaf út bókina Ekki skýhnoðri á himni og er langt kominn með aðra bók, sem væntanleg er síðar á árinu, jafnvel í kringum 83 ára afmæli hans í sumar. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 560 orð | 1 mynd

Ný reglugerð hindrun fyrir börn með skarð

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Börn sem hafa nú þegar hafið meðferð vegna skarðs í vör eða klofins góms og fengið meðferð sína niðurgreidda af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) sjá nú fram á að fá ekki meðferð sína niðurgreidda fyrr en tannlæknadeild Háskóla Íslands hefur tök á að meta að meðferðin sé nauðsynleg og tímabær. Er þetta vegna nýrrar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Röð út úr dyrum í Húsdýragarðinum um helgina

Börn og fullorðnir streymdu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn um helgina og var röð út úr dyrum sem var búin að endast meira og minna allan daginn þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi Stefánsdóttur, vaktstjóra í miðasölunni, seinni partinn í gær, en 400... Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Stórar veggmyndir verða á nýju hóteli

Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til þess að stórar veggmyndir verði málaðar á veggi nýja Center Hótel Granda, sem verið er að byggja á Héðinsreitnum í Reykjavík. Veggmyndir hafa verið á húsunum við Seljaveg um margra ára skeið. Meira
2. júní 2020 | Erlendar fréttir | 654 orð | 2 myndir

Táragasi beitt við Hvíta húsið

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ekkert lát virðist vera á reiði meðal Bandaríkjamanna vegna morðsins á George Floyd, en rúm vika er nú liðin frá því að hann lést í samskiptum sínum við lögregluna í Minneapolis. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 498 orð | 2 myndir

Uppsagnir óhjákvæmilegar

Forsætisráðherra segir að það sé ekki vilji ríkisstjórnarinnar að fyrirtæki ráðist í uppsagnir í stað þess að nýta sér hlutabótaleiðina áfram. Það sé þó í sumum tilvikum óhjákvæmilegt. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Vonar að SA sjái ljósið

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Samtök atvinnulífsins (SA) og Norðurál höfnuðu kröfu Verkalýðsfélag Akraness um kjarasamninga á grundvelli lífskjarasamnings, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Meira
2. júní 2020 | Innlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Ætla að koma inn á markaðinn af fullum krafti

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við ætlum að ná tökum á höfuðborgarsvæðinu. Þar ætlum við jafnframt að keppa af fullum þunga við stærri aðila á markaðnum,“ segir Jörgen Þór Þráinsson, framkvæmdastjóri HP Gáma. Meira

Ritstjórnargreinar

2. júní 2020 | Leiðarar | 652 orð

Brýnar og alvarlegar spurningar

Réttlát reiði réttlætir ekki ofbeldi og skemmdarverk Meira
2. júní 2020 | Staksteinar | 226 orð | 1 mynd

Kemur illa við ýmsa

Bókin Afnám haftanna: Samningar aldarinnar? eftir Sigurð Má Jónsson er athyglisverð samantekt um þessa mikilvægu atburði. Áður hefur sami höfundur ritað bókina Icesave-samningarnir: Afleikur aldarinnar? og er líklega óhætt að draga þá ályktun af bókunum að hann svari báðum spurningum játandi. Meira

Menning

2. júní 2020 | Bókmenntir | 1493 orð | 3 myndir

Draumadagbók Sæmundar Hólm

Bókarkafli Í Draumadagbók sinni lýsir Sæmundur Hólm, myndlistarmaður og prestur á Helgafelli á Snæfellsnesi á átjándu öld, draumum sínum árið 1794 en þar birtust tíðum andstæðingar hans á Helgafellsárum, þótt oftar dreymdi hann bernsku sína og... Meira
2. júní 2020 | Menningarlíf | 122 orð | 4 myndir

Helgi Þorgils Friðjónsson hélt upp á 40 ára afmæli Gangsins með opnun...

Helgi Þorgils Friðjónsson hélt upp á 40 ára afmæli Gangsins með opnun sýningar fyrir helgi. Gangurinn er gallerí sem Helgi hefur rekið á heimili sínu og vinnustofu að Brautarholti 8 allt frá því Hreinn Friðfinnsson sýndi þar fyrstur í janúar árið 1980. Meira
2. júní 2020 | Leiklist | 96 orð | 1 mynd

Lotta frumsýnir Bakkabræður

Leikhópurinn Lotta frumsýnir á Lottutúni í Elliðaárdalnum á morgun kl. 18 fjölskyldusöngleik byggðan á þjóðsögunum um Bakkabræður. Meira

Umræðan

2. júní 2020 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Atvinna eða ekki atvinna

Eftir Hjálmar Magnússon: "Við ættum ekki að búast við því að það verði einhver stöðnun í framförum á plánetu okkar þegar okkar kynslóð kveður þessa jörð." Meira
2. júní 2020 | Aðsent efni | 727 orð | 1 mynd

Barnaverndarstofa í aldarfjórðung

Eftir Braga Guðbrandsson: "Barnaverndarstofa var afsprengi vakningar um réttindi barna sem varð í kjölfar samþykktar Barnasáttmálans og fullgildingar hans hérlendis." Meira
2. júní 2020 | Aðsent efni | 812 orð | 1 mynd

COVID og atvinnuleysi

Eftir Holberg Másson: "Síðustu fimm ár hafa Íslendingar offjárfest í ýmsum greinum ferðaþjónustunnar, vanfjárfest í flugþjónustu og almennt vanfjárfest í nýsköpun." Meira
2. júní 2020 | Aðsent efni | 403 orð | 1 mynd

Enn af rusli í Sorpu

Eftir Örn Þórðarson: "Það er ekki gott að velta sífellt auknum kostnaði yfir á útsvarsgreiðendur, hækkanir á gjaldskrám gætu haft neikvæð áhrif á áhuga borgarbúa á umhverfis- og endurvinnslumálum." Meira
2. júní 2020 | Aðsent efni | 312 orð | 1 mynd

Laugavegurinn og lokunaráráttan

Eftir Vigdísi Hauksdóttur: "Hún hefði alveg eins getað sagt að Reykvíkingar væru illa upplýstir og jafnvel illa gefnir. Í það minnsta „þyrftu þeir meiri fræðslu“" Meira
2. júní 2020 | Pistlar | 465 orð | 1 mynd

Nei, nei og aftur nei

Liðin vika í þinginu var stórmerkileg. Þar voru samþykkt lög um uppsagnir þar sem ríkið hjálpar fyrirtækjum að segja upp fólki og halda því í vinnu á launum frá ríkinu í uppsagnarfresti. Meira
2. júní 2020 | Aðsent efni | 516 orð | 1 mynd

Um talnalæsi Miðbæjarfélagsins og umfjöllun Morgunblaðsins

Eftir Pál Tómas Finnsson: "Í greininni Höfuðborgarbúar gegn lokunum í Morgunblaðinu 28. maí eru settar fram rangar niðurstöður um viðhorf til göngugatna í miðborg Reykjavíkur." Meira
2. júní 2020 | Aðsent efni | 539 orð | 1 mynd

Vegið að Laugaveginum

Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Án fjölbreytts framboðs verslana á Laugaveginum mun gatan verða eyðilegur og hráslagalegur minnisvarði um enn ein skipulagsmistök þessa meirihluta." Meira

Minningargreinar

2. júní 2020 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

Anna Guðrún Jóhannesdóttir og Jónas Aðalsteinsson

Foreldrar mínir, hjónin Anna Guðrún Jóhannesdóttir og Jónas Aðalsteinsson, hefðu bæði orðið 100 ára á þessu ári. Anna Guðrún, f. 2. júní 1920, d. 21. maí 1995, var frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Jónas, f. 2. mars 1920, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2020 | Minningargreinar | 2121 orð | 1 mynd

Einar Andrésson

Einar Andrésson fæddist í Reykjavík 18. apríl 1953. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 15. maí 2020. Foreldrar hans voru hjónin Andrés Ingibergsson rakari og sjúkraliði, f. 26.1. 1924, d. 30.6. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2020 | Minningargreinar | 897 orð | 1 mynd

Kristín Bjarnadóttir

Kristín Bjarnadóttir fæddist 5. janúar 1925 á Völlum í Vallhólmi, Skagafirði. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 24. maí 2020. Foreldrar Kristínar voru Sigurlaug Jónasdóttir, f. 8.7. 1892, d. 13.10. 1982, og Bjarni Halldórsson, f. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2020 | Minningargreinar | 1316 orð | 1 mynd

Kristmundur Ingimarsson

Kristmundur Ingimarsson fæddist á Sauðárkróki 24. ágúst 1966. Hann lést á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð 7. maí 2020. Foreldrar hans voru þau Karl Ingimar Vilhjálmsson, f. 1.0. 1945 og Guðrún Kristmundsdóttir, f. 22.7. 1948. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2020 | Minningargreinar | 1118 orð | 1 mynd

Páll Björnsson

Páll Björnsson fæddist að Kálfafellskoti, Fljótshverfi V-Skaftafellssýslu 18. nóv. 1932. Hann lést á líknardeild Landspítalans 26. maí 2020 eftir stutta sjúkdómslegu. Hann var sonur hjónanna Björns Stefánssonar, bónda og landpósts, f. 30. sept. 1896, d. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2020 | Minningargreinar | 1417 orð | 1 mynd

Snjólaug Filippía Þorsteinsdóttir

Snjólaug Filippía Þorsteinsdóttir fæddist í Hríseyjarkauptúni í Hríseyjarsókn, Eyjafjarðarprófastdæmi, 1. apríl 1931. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 24. maí 2020. Meira  Kaupa minningabók
2. júní 2020 | Minningargreinar | 559 orð | 1 mynd

Steinunn K. Theodórsdóttir

Steinunn K. Theodórsdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1932. Hún andaðist þriðjudaginn 19. maí 2020. Foreldrar hennar voru Theodór Jakobsson skipamiðlari, 1890-1942, og kona hans Kristín Pálsdóttir, 1898-1940. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. júní 2020 | Viðskiptafréttir | 745 orð | 3 myndir

Básarnir munu snúa aftur

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn mun sennilega breyta ásýnd vinnustaða og gæti hönnun skrifstofurýma þurft að taka allt aðra stefnu þar sem lágmörkun smithættu verður höfð að leiðarljósi. Meira
2. júní 2020 | Viðskiptafréttir | 272 orð | 1 mynd

Össur lýkur kaupum á College Park Industries

Eftir langt skoðunarferli hafa bandarísk samkeppnisyfirvöld lagt blessun sína yfir kaup Össurar hf. á stoðtækjaframleiðandanum College Park Industries. Meira

Fastir þættir

2. júní 2020 | Fastir þættir | 173 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d3 Rf6 6. d4 d5 7. h3 Bd6...

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d3 Rf6 6. d4 d5 7. h3 Bd6 8. Bd3 0-0 9. 0-0 He8 10. Rc3 c6 11. Bg5 Rbd7 12. He1 Hxe1+ 13. Dxe1 Rf8 14. Re2 h6 15. Bf4 Bxf4 16. Rxf4 Db6 17. b3 Bd7 18. Dd2 He8 19. Re5 Bc8 20. He1 Dc7 21. c4 dxc4 22. Meira
2. júní 2020 | Í dag | 290 orð

Af fugli og lúpínu í sunnanátt

Davíð Hjálmar Haraldsson orti á Leir á miðvikudag: Syngur mér fugl í sunnanátt, sól vermir fjallaskörðin, lúpínan opnar auga blátt: Aftur er vor um fjörðinn. Meira
2. júní 2020 | Árnað heilla | 797 orð | 4 myndir

„Hef lært að þekkja þjóð mína“

Þorgeir Ástvaldsson er fæddur 2. júní 1950 í Reykjavík og ólst upp í Laugardalnum. „Tengslin voru mjög sterk við sveitina í Dölunum, en foreldrar mínir voru þaðan. Meira
2. júní 2020 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Friðsemd Thorarensen

40 ára Friðsemd ólst upp á Hellu en býr í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á hjartaþræðingu Landspítalans. Maki : Aðalsteinn Heimir Jóhannsson, f. 1973, vinnur á fyrirtækjasviði hjá TM. Foreldrar : Friðsemd Hafsteinsdóttir, f. Meira
2. júní 2020 | Í dag | 86 orð | 1 mynd

Fyrsti kóalabjarnarungi vorsins er fæddur

Heimurinn batnandi fer og hægt og rólega er að birta til en mikil gleðitíðindi voru að koma frá Ástralíu. Meira
2. júní 2020 | Árnað heilla | 69 orð | 1 mynd

Halla Þuríður Stephensen

60 ára Halla ólst upp í Hafnarfirði en býr í Reykjavík. Hún er grunnskólakennari og kennir við Laugarnesskóla. Maki : Sævar Magnússon, f. 1959, skrifstofumaður hjá Festi. Börn : Magnús Dagur Sævarsson, f. 1987, Ísak Óli Sævarsson, f. Meira
2. júní 2020 | Í dag | 63 orð

Málið

Svolítill munur er á því að eitthvað komi upp og að eitthvað komi upp á . Ef aðstæður breytast er stundum sagt að ný staða sé komin upp . E-ð kemur upp á er haft um það ef e-ð ber við annað en vant er . Meira

Íþróttir

2. júní 2020 | Íþróttir | 60 orð

Á þessum degi

2. júní 1983 Einar Vilhjálmsson setur Íslandsmet í spjótkasti þegar hann kastar 89,98 metra í undankeppni bandaríska háskólameistaramótsins í frjálsíþróttum. Kastið er það fimmta lengsta í heiminum á þeirri stundu. 2. Meira
2. júní 2020 | Íþróttir | 880 orð | 2 myndir

„Þessir gömlu karlar líta mjög vel út“

KR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Akureyringurinn Atli Sigurjónsson er spenntur og klár í slaginn þegar Íslandsmótið í fótbolta fer af stað á nýjan leik síðar í mánuðinum. Atli kom fyrst til KR frá Þór 2012 og varð Íslandsmeistari með liðinu ári síðar. Árin 2015 og 2016 lék hann með Breiðabliki en sneri aftur til KR árið 2017 og varð Íslandsmeistari með liðinu í annað sinn síðasta sumar. Hann segir meistarana klára í slaginn og er Atli sjálfur sérstaklega spenntur fyrir því að leika knattspyrnu fyrir framan áhorfendur á nýjan leik. Meira
2. júní 2020 | Íþróttir | 694 orð | 2 myndir

Fylkiskonur vilja bæta besta árangur Árbæinga

Fylkir Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, er á leiðinni í fjórða tímabil sitt í Árbænum en á tíma hennar þar hafa skipst á skin og skúrir. Meira
2. júní 2020 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Helena ber barn undir belti

Helena Sverrisdóttir, lykilleikmaður Vals og íslenska landsliðsins í körfuknattleiks, ber barn undir belti og er því ekki til stórræðanna á körfuboltavellinum næstu mánuðina. Greindi hún frá tíðindunum á Instagram um helgina. Meira
2. júní 2020 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Hópurinn aldrei jafn sterkur

Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir er á leið inn í tólfta tímabil sitt hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad. Liðið hafnaði í 7. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Meira
2. júní 2020 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Hanna til ÍBV

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur ákveðið að snúa heim úr atvinnumennsku í Frakklandi. Hrafnhildur samdi í gær við ÍBV um að leika með liðinu á Íslandsmótinu næsta vetur. Meira
2. júní 2020 | Íþróttir | 443 orð | 3 myndir

* Jón Axel Guðmundsson , landsliðsmaður í körfubolta, var valinn...

* Jón Axel Guðmundsson , landsliðsmaður í körfubolta, var valinn íþróttamaður ársins hjá Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum. Meira
2. júní 2020 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Ragnar verður á Ásvöllum

Haukar hafa styrkt sig fyrir frákastabaráttuna á næsta keppnistímabili á Íslandsmótinu í körfuknattleik og samið við miðherjann hávaxna Ragnar Nathanaelsson. Meira
2. júní 2020 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Samvinnan er oft vanmetinn þáttur í fótboltanum að mati Atla

„Það er klár plús að leikmannahópurinn er mjög svipaður. Leikmenn ná mjög vel saman og það er oft vanmetinn hluti fótboltans. Það er mikilvægara en að hafa marga góða einstaklinga. Meira
2. júní 2020 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Þýskaland Hertha Berlín – Augsburg 2:0 • Alfreð Finnbogason...

Þýskaland Hertha Berlín – Augsburg 2:0 • Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg vegna meiðsla. Paderborn – Dortmund 1:6 • Samúel Kári Friðjónsson lék ekki með Paderborn vegna meiðsla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.