Greinar föstudaginn 5. júní 2020

Fréttir

5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Afeitrunardeild fyrir ungmenni

Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni í vímuvanda var opnuð á fíknigeðdeild Landspítala í vikunni. „Við teljum að þetta sé fyrsta deild sinnar tegundar innan heilbrigðiskerfisins. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

Bangsi jákvæð hvunndagshetja á Hvammstanga

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Minningarskilti um Björn Þóri Sigurðsson, Bangsa eins og hann var gjarnan nefndur, verður afhjúpað á Hvammstanga á sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní næstkomandi. Athöfnin hefst með messu á Bangsatúni kl. 13.00 þar sem sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, þjónar og prédikar. Kirkjukór Hvammstanga syngur undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista. Að lokinni messu verður minningarskiltið afhjúpað og síðan verður boðið upp á veitingar undir bláhimni. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

„Þetta var rosalega gaman“

„Þetta var fyrsti laxinn minn – og þetta var rosalega gaman! Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

„Önnur verkefni taka nú við“

„Hrókurinn er að svífa inn í sólarlagið. Við erum að þakka fyrir okkur eftir þessi 22 ár, en við erum ekki hættir og við taka önnur og jafnvel enn meira spennandi verkefni,“ sagði Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Bjartsýni ríkir um mikla sölu á ís í sumar

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Íssala hefur gengið vonum framar það sem af er ári. Þetta segir Pálmi Jónsson, framkvæmdastjóri Emmessíss, í samtali við Morgunblaðið. Fram til þessa nemur aukning í sölu á boxís um 43% milli ára. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 370 orð | 3 myndir

Efling krefst sjálfstæðs samnings

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Efling stéttarfélag leggur áherslu á að gerður verði sjálfstæður kjarasamingur við félagsfólk sem vinnur hjá skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Eggert

Á beit Það er fallegt um að litast í guðsgrænni náttúrunni eins og sjá mátti í gær við Laxá í Kjós þar sem hestar voru á beit í mestu makindum við... Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 90 orð

Einstaklingum í sóttkví fjölgar um 101

Ekkert nýtt smit kórónuveirunnar greindist hér á landi á sólarhringnum frá 3. til 4. júní en hins vegar hefur einstaklingum í sóttkví fjölgað um rúmlega eitt hundrað. Þetta kemur fram á vefsíðunni covid.is. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 218 orð

Engin annarleg sjónarmið hjá bænum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Annmarkar voru á skipulagsferli og við útgáfu byggingarleyfa Reykjanesbæjar vegna kísilvers United Silicon hf. í Helguvík. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 284 orð

Fjögur banaslys á 16 árum

„Auðvitað reikar hugurinn alltaf þangað og það kemur inn í umræðuna þegar leitað er skýringa á orsök slyssins,“ segir Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 560 orð | 2 myndir

Fjölmargar aðgerðir vegna óveðurs 2019

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Forsætisráðherra hefur samkvæmt beiðni nokkurra þingmanna lagt fram á Alþingi skýrslu um aðdraganda og afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið 9. til 11. desember í fyrra, viðbúnað og úrbætur. Meira
5. júní 2020 | Erlendar fréttir | 93 orð

Fjölskyldan vonar að lausn sé í sjónmáli

Fjölskylda Madeleine McCann sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnaði því að nýjar vísbendingar væru komnar fram í málinu, en lögregluyfirvöld í Þýskalandi og Bretlandi tilkynntu í fyrradag að þau hefðu grunaðan 43 ára gamlan Þjóðverja, sem nú... Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 345 orð | 2 myndir

Framkvæmdir á fullt

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góður skriður er nú kominn á framkvæmdir við breikkun og endurbætur á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Geta nú fylgst með hverju skrefi sjúklinga

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 507 orð | 4 myndir

Háskólasetri á Laugarvatni lokað

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Háskóli Íslands hefur sagt sig frá samningi við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um starfsemi og rekstur rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál og þéttbýlisseturs sem höfðu aðsetur á Laugarvatni. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Innbrot í tölvukerfi RB

Tilraun var í gær gerð til innbrots í tölvukerfi Reiknistofu bankanna, en að sögn Ragnhildar Geirsdóttur, forstjóra RB, eru engin merki um að árásin hafi haft áhrif á kerfi RB eða upplýsingar sem geymdar eru hjá fyrirtækinu Ekki beint að RB sérstaklega... Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Í nógu að snúast fyrir opnun Bláa lónsins 19. júní

Líða fer að opnun fjölsóttasta ferðamannastaðar Íslands, Bláa lónsins við Svartsengi. Það er í nógu að snúast við undirbúning opnunarinnar þessa dagana en stefnt er að opnun hinn 19. júní næstkomandi eftir rúmlega þriggja mánaða lokun. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 534 orð | 2 myndir

Kjósa ódýr léttvín og Víking í dós

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á áfengi jókst um 3% í Vínbúðunum á síðasta ári í lítrum talið. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu ÁTVR. Vínbúðir eru nú 51 talsins um allt land. Það þýðir að 5. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Kristján Hólm Óskarsson skipstjóri

Kristján Hólm Óskarsson skipstjóri lést í Hamborg í Þýskalandi 6. maí síðastliðinn, níræður að aldri. Kristján fæddist á Siglufirði 28. júní 1929, sonur Óskars Sveinssonar, sjómanns og verkamanns, og fyrri konu hans, Guðlaugar Sveinsdóttur húsfreyju. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Lokamótið verður haldið utanhúss

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum hefur ákveðið að halda lokamót deildarinnar laugardaginn 20. júní. Verður það á Selfossi sem liður í Íslandsmóti barna og unglinga sem hestamannafélagið Sleipnir heldur þessa helgi. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Missti lífsviljann eftir röð áfalla

Þegar Tinna Aðalbjörnsdóttir var að niðurlotum komin vegna neyslu og ofbeldis reyndi hún að hengja sig með belti úr Burberry-kápu. Hún hafði misst lífsviljann eftir röð áfalla sem hófst þegar hún var aðeins þriggja ára gömul. Meira
5. júní 2020 | Erlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Mótmæltu þrátt fyrir bannið

Þúsundir mótmælenda komu saman í Hong Kong í gær til þess að minnast þess að 31 ár var þá liðið frá því að kínversk stjórnvöld brutu á bak aftur stúdentamótmælin á Torgi hins himneska friðar með valdi. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Ópal til heimahafnar eftir langa siglingu

Skonnortan Ópal kom til heimahafnar á Húsavík í fyrrakvöld eftir vikulanga siglingu frá Reykjavík. Í ferðinni, sem var í samvinnu við samtökin Ocean Missions, var m.a. farið í land á Hornströndum og tínt upp rusl. Meira
5. júní 2020 | Erlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Segir Trump reyna að sundra þjóðinni

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, gagnrýndi forsetann harðlega í fyrrinótt og sakaði hann um að sá vísvitandi fræjum misklíðar í bandarískt samfélag. Meira
5. júní 2020 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Sendiherramálið sagt ófullbúið

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þau sjónarmið eru uppi að málið sé ekki fullbúið. Það þarf að vinna það meira,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Drög að frumvarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um breytingar á lögum um utanríkisþjónustu hafa verið til umræðu. Meðal breytinga sem þar má finna eru nýjar reglur um skipan sendiherra auk reglna um að slíkar stöður verði auglýstar. Meira

Ritstjórnargreinar

5. júní 2020 | Leiðarar | 672 orð

Auðlind nýtt í sátt við umhverfi og þjóðarhag

Hörð erlend samkeppni kallar á heilbrigt rekstrarumhverfi íslensks sjávarútvegs Meira
5. júní 2020 | Staksteinar | 233 orð | 1 mynd

Skemmdarverk

Ívar Pálsson, íbúi í Skerjafirði, skrifar: „Skuldaævintýraæði Dags & Co í Reykjavíkurborg færist nú á nýtt stig, þar sem til stendur að troða 3.000 manna byggð í aflokaðan flugvallarkrikann. Sá Ísafjörður ídealistanna, með allt sitt bílastæðaleysi, þröngar götur og fimm hæða skuggavarpsblokkir, á að rísa í óþökk þeirrar byggðar sem fyrir er og bætir við fjórfalt fjölmennari borgarhluta en notar sömu götuna inn og út úr Skerjafirði, með margföldun umferðar. Meira

Menning

5. júní 2020 | Bókmenntir | 252 orð | 2 myndir

45 margvísleg verkefni styrkt

Í aukastyrkúthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta vegna veirufaraldursins voru 36 milljónir króna veittar til 45 verkefna af margvíslegum toga. Meira
5. júní 2020 | Myndlist | 161 orð | 1 mynd

Andartaks lotning á Mokka

Stella Önnudóttir Sigurgeirsdóttir opnaði 4. júní sl. sýningu á Mokka með yfirskriftinni Andartaks lotning. Er það ellefta einkasýning Stellu sem hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér á landi og erlendis. Meira
5. júní 2020 | Bókmenntir | 941 orð | 1 mynd

„Að taka tilfinningalega áhættu“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Megnið af ljóðunum skrifaði ég á síðastliðnu ári,“ segir Arndís Þórarinsdóttir, sem nýverið sendi frá sér Innræti sem er fyrsta ljóðabók hennar. Meira
5. júní 2020 | Myndlist | 113 orð | 1 mynd

Fjórar sýningar opnaðar í Duus

Sumardagskrá Duus Safnahúsa hefst í dag kl. 18 með opnun fjögurra sýninga. Í Byggðasafni Reykjanesbæjar verður opnuð sýningin Hlustað á hafið sem fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við hafið umhverfis Reykjanesið. Meira
5. júní 2020 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

Hverju skal til skila haldið?

Í Ríkissjónvarpinu hefur undanfarið verið á dagskrá þáttaröð sem nefnist Joanna Lumley og silkileiðin. Þar fer leikkonan eins og nafnið gefur til kynna gömlu silkileiðina, fjallar um viðkomustaði, sögu þeirra og menningu. Um daginn var hún stödd í Íran. Meira
5. júní 2020 | Leiklist | 53 orð | 5 myndir

Leikhópurinn Lotta frumsýndi fjölskyldusöngleikinn Bakkabræður eftir...

Leikhópurinn Lotta frumsýndi fjölskyldusöngleikinn Bakkabræður eftir Önnu Bergljótu Thorarensen í leikstjórn Þórunnar Lárusdóttur á Lottutúni í Elliðaárdalnum í gær. Meira

Umræðan

5. júní 2020 | Pistlar | 419 orð | 1 mynd

Biturleikinn er vondur ferðafélagi

Fjölmiðlar eru afar mikilvægir í lýðræðislegri umræðu. Vönduð fjölmiðlaumfjöllun er hvort tveggja upplýsandi sem og hugvekjandi en að sama skapi getur óvönduð fjölmiðlaumfjöllun beinlínis verið meiðandi og afvegaleiðandi. Meira
5. júní 2020 | Aðsent efni | 974 orð | 1 mynd

Er sparifé frjáls gæði annarra?

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Stundum má ætla það að sparifé annars fólks sé frjáls gæði fyrir þá sem ekki eru skráðir eigendur þess sparifjár." Meira

Minningargreinar

5. júní 2020 | Minningargreinar | 3994 orð | 1 mynd

Ágúst Guðmundsson

Ágúst Guðmundsson fæddist í Djúpavík á Ströndum 16. júní 1942. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar 23. maí 2020. Foreldrar hans voru Guðmundur Pétur Ágústsson, f. 11. desember 1912, d. 30. október 1997 og Ester Lára Magnúsdóttir, f. 29. apríl 1917, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2020 | Minningargreinar | 1191 orð | 1 mynd

Hulda Kristín Vatnsdal

Hulda Kristín Vatnsdal fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1958. Hún lést á Landspítalanum 24. maí 2020. Foreldrar hennar voru Gissur Þorvaldsson, f. 1.9. 1929, d. 22.11. 2018 og Jensína Fanney Vatnsdal Karlsdóttir, f. 23.10. 1931, d. 23.10. 1971. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2020 | Minningargreinar | 7651 orð | 1 mynd

Höskuldur Jónsson

Höskuldur Jónsson fæddist á Mýri í Súðavíkurhreppi 9. ágúst 1937. Hann lést á Kanaríeyjum 19. mars 2020. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra María Kristjánsdóttir, f. 1892, d. 1944 og Jón Guðjón Kristján Jónsson, f. 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2020 | Minningargreinar | 2044 orð | 1 mynd

Jóhanna Kristín Hauksdóttir

Jóhanna Kristín Hauksdóttir fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1948. Hún lést á Landspítalanum 23. maí 2020. Foreldrar hennar voru Arndís Kr. Magnúsdóttir, fædd árið 1927, lést 2019 og Haukur Dan Þórhallsson, fæddur árið 1923. Haukur lést árið 2011. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2020 | Minningargreinar | 846 orð | 1 mynd

Margrét Helena Högnadóttir

Margrét Helena Högnadóttir fæddist 19. október 1939 í Bergen, Noregi. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. maí 2020. Foreldrar hennar voru Högni Kristófersson, bóndi í Mið-Dal, f. 18.4. 1896, d. 1.2. 1969, og Anny Hermansen, f. 12.4. 1918, d. 25.11. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2020 | Minningargreinar | 1260 orð | 1 mynd

Sigurður Ingi Hjálmarsson

Sigurður fæddist á Felli í Kollafirði á Ströndum 18. mars 1935. Hann lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi 27. maí 2020. Foreldrar hans voru þau Hjálmar Björn Jónsson bóndi frá Kollafjarðarnesi, f. 14. júlí 1910, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2020 | Minningargreinar | 962 orð | 1 mynd

Sigurður Richardsson

Sigurður Richardsson fæddist í Reykjavík 17. júní 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 27. maí 2020. Foreldrar Sigurðar voru Louisa Norðfjörð Sigurðardóttir, f. 15.2. 1892, d. 14.1. 1953 og Richard Eiríksson, f. 4.5. 1886, d. 30.9. 1971. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. júní 2020 | Viðskiptafréttir | 159 orð | 1 mynd

Eignirnar 904 milljarðar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hrein eign Lífeyrissjóðs verslunarmanna jókst um 155 milljarða í fyrra og var um 868 milljarðar í árslok. Fram kom í máli Guðmundar Þ. Þórhallssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, á ársfundi sl. Meira
5. júní 2020 | Viðskiptafréttir | 123 orð | 1 mynd

PAR Capital selur fleiri hluti í Icelandair Group

Bandaríski fjár-festingasjóðurinn PAR Capital Management heldur áfram að selja hluti sína í Icelandair, en sjóðurinn hefur nú selt tæplega 2% hlut í félaginu. Meira
5. júní 2020 | Viðskiptafréttir | 590 orð | 2 myndir

Stemmdi ekki hjá Stemmu

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefur verið gert, með úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að má úr skrá sínum tilkynningu um hækkun hlutafjár og breytingu á félagaformi ásamt samþykktum hlutafélagsins Stemmu hf. sem sendar voru inn til stofnunarinnar hinn 9. september 2013. Meira

Fastir þættir

5. júní 2020 | Fastir þættir | 190 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Bd3 0-0 7. 0-0...

1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Bd3 0-0 7. 0-0 He8 8. h3 Rbd7 9. a4 a5 10. f4 Rc5 11. Df3 Bf8 12. He1 d5 13. e5 Rfe4 14. Be3 Rxc3 15. bxc3 Bd7 16. c4 Rxd3 17. cxd3 Bb4 18. Hed1 dxc4 19. dxc4 Bc3 20. Ha3 Bxd4 21. Bxd4 De7 22. Meira
5. júní 2020 | Í dag | 268 orð

Af góðum stofnum og konum í jóga

Davíð Hjálmar skrifar á Leir og kallar „Þróun“: „Ég var staddur í einu af gróðurhúsunum í bænum þar sem nokkrar vel fullorðnar konur voru að dreifplanta. Meira
5. júní 2020 | Í dag | 94 orð | 1 mynd

„Ég veit ekki hvort ég mun eiga starfsferil eftir þetta“

Breski leikarinn John Boyega, sem þekktur er meðal annars fyrir leik sinn í nýjustu Star Wars-kvikmyndunum, hefur tekið virkan þátt í mótmælunum sem nú fara fram víða um heim í kjölfar andláts George Floyds í Bandaríkjunum en hann flutti... Meira
5. júní 2020 | Árnað heilla | 79 orð | 1 mynd

Elva Björk Einarsdóttir

40 ára Elva Björk er Vestmannaeyingur, fædd þar og uppalin. Hún er verkstjóri hjá Leo Seafood og þjónn á Einsa kalda. Maki : Hörður Þór Harðarson, f. 1978, bílstjóri hjá Leo Seafood. Börn : Birta Líf Jóhannsdóttir, f. 2000, Hekla Sól Jóhannsdóttir, f. Meira
5. júní 2020 | Árnað heilla | 85 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir

50 ára Hrafnhildur er frá Hvammstanga en býr í Reykjavík. Hún er landfræðingur frá HÍ og er með MSc-gráðu í skipulagsfræði og samgöngum frá HR. Hrafnhildur er ráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Hún er formaður blakdeildar Þróttar Reykjavík. Meira
5. júní 2020 | Árnað heilla | 722 orð | 3 myndir

Kom með margar vinsælar vörur

Sigurður Rúnar Friðjónsson er fæddur 5. júní 1950 í Reykjavík. Hann ólst þar upp og í Búðardal en fluttist síðan með foreldrum sínum í Stykkishólm 15 ára gamall. Meira
5. júní 2020 | Fastir þættir | 162 orð

Kynjamunurinn. V-Allir Norður &spade;ÁG42 &heart;D73 ⋄Á76...

Kynjamunurinn. V-Allir Norður &spade;ÁG42 &heart;D73 ⋄Á76 &klubs;864 Vestur Austur &spade;8 &spade;65 &heart;ÁKG954 &heart;106 ⋄G8 ⋄G10942 &klubs;10752 &klubs;KD93 Suður &spade;KD10973 &heart;82 ⋄K53 &klubs;ÁG Suður spilar 4&spade;. Meira
5. júní 2020 | Í dag | 51 orð

Málið

Maður kvaðst ekki ánægður með að „vera brigslaður við“ það sem hann ætti enga sök á. Þetta skilst – en átti að vera bendlaður . Illt er að vera bendlaður við misferli, þ.e.a.s. Meira

Íþróttir

5. júní 2020 | Íþróttir | 806 orð | 1 mynd

Allir búnir að fella okkur

Grótta Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Grótta kom öllum á óvart í fyrra þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í 1. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 274 orð | 3 myndir

Á þessum degi

5. júní 1975 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vinnur geysilega óvæntan sigur á Austur-Þýskalandi, 2:1, í undankeppni EM á Laugardalsvellinum en austurþýska liðið endaði í 5. sæti á HM ári áður. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Fimm skiptingar

Heimilt verður að setja fimm varamenn inn í leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar tímabilið hefst aftur 17. júní eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Öll félögin samþykktu tillögu þess efnis í dag en reglubreytingin er tímabundin. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Flestar hér heima

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið tuttugu og tvo leikmenn til æfinga en hópurinn mun hittast 15. júní og æfa saman fram að mánaðamótum. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Gæti snúið aftur

Knattspyrnumaðurinn Geoffrey Castillion gæti snúið aftur til Fylkis. Þetta staðfesti Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, í samtali við fótbolta.net í gær. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Hefur ekki þungar áhyggjur af spádómum um gengi liðanna í sumar

„Fólk má spá okkur hvar sem það vill, sagan segir okkur að þessar spár segja lítið. Í fyrra var okkur spáð fjórða sæti og við unnum deildina. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 1. umferð: JÁVERKS-völlur: Selfoss...

KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 1. umferð: JÁVERKS-völlur: Selfoss – Snæfell 19:15 Hertz-völlurinn ÍR – KÁ 19:15 Fagrilundur: Smári – Njarðvík 20 GOLF Golbúðar-mótið hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru og lýkur á sunnudag. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 765 orð | 2 myndir

Komum á óvart

Þróttur Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Knattspyrnukonan Linda Líf Boama verður í brennidepli hjá nýliðum Þróttar á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

Landsliðskona barnshafandi

Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik, er barnshafandi og verður því ekki með deildar- og bikarmeisturum Fram þegar Íslandsmótið hefst í haust. Þórey er annar lykilmaður íslenska landsliðsins og Framara sem á von á barni. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 393 orð | 3 myndir

* Marcus Rashford , framherji enska knattspyrnufélagsins Manchester...

* Marcus Rashford , framherji enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er heill heilsu og hefur jafnað sig af bakmeiðslum sem hafa verið að hrjá hann síðan í janúar. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Nýliðar styrkja sig

Knattspyrnumaðurinn Salko Jazvin er genginn til liðs við Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði en Leiknir verður nýliði í 1. deildinni í sumar. Jazvin er 27 ára gamall Bosníumaður og sóknarmaður að upplagi. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Vigdís setti met

Ekki er sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir ryðguð eftir þær hömlur sem fylgdu kórónuveirunni með tilheyrandi áhrifum á æfingar afreksíþróttafólks. Hún endurheimti í gær Íslandsmetið í sleggjukasti á vormóti Fjölnis og þeytti sleggjunni 62,38 metra. Meira
5. júní 2020 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Werner til London

Timo Werner, framherji þýska knattspyrnufélagsins RB Leipzig, hefur samþykkt að ganga í raðir Chelsea í sumar en Lundúnaliðið ætlar að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Meira

Ýmis aukablöð

5. júní 2020 | Blaðaukar | 1975 orð | 2 myndir

„Byltingin er rétt að byrja!“

Berglind Rós Magnúsdóttir segir að fólk í góðu ástarsambandi eyði talsverðum tíma í að ala hvort annað upp og gefa af sér til hins án þess að ganga of nærri sér. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 1179 orð | 1 mynd

„Ég hef aldrei fundið mig í kvennahreyfingunni“

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir hefur gengið í allskonar störf í gegnum tíðina. Hún sagði upp starfi sínu í sveitinni 15 ára að aldri því henni fannst faðir sinn aðeins of mikil karlremba fyrir sinn smekk. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 966 orð | 10 myndir

„Þarf að hafa óbilandi trú á því sem maður gerir“

Í sex ár hefur Karin Kristjana Hindborg rekið eina framúrstefnulegustu snyrtivöruverslun landsins, Nola. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 554 orð | 1 mynd

Best klædda kennitalan í LÖKE

Fyrir um tveimur áratugum var Tinna Aðalbjörnsdóttir (sem prýðir forsíðu þessa blaðs) ein af dægurstjörnum næturlífsins í miðbæ Reykjavíkur. Hún bar af hvað stíl og smekklegheit varðar og eftir því var tekið. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 94 orð | 7 myndir

Farðu í pils og stuttermabol

Ef það er eitthvað sem getur hresst fataskápinn þinn við í sumar þá eru það litrík pils. Í verslunum landsins er að finna margar útgáfur af síðum, þunnum og víðum pilsum. Pilsum með plíseringum eða rykkingum sem lyfta þér upp! Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 441 orð | 14 myndir

Fullkomnaðu sólkyssta útlitið

Sama hvað hitamælirinn segir þá streyma hlýir litatónar til okkar í öllu sínu veldi. Fullkomnaðu sólkyssta útlitið með snyrtivörum sem fara öllum vel. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 310 orð | 12 myndir

Förðun sem endist allan sólarhringinn

Elín Hanna förðunarfræðingur hjá Urban Decay veit hvernig við eigum að farða okkur í sumar, en í þessa förðun notaði hún vörur frá Urban Decay. Marta María | mm@mbl.is Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 2577 orð | 2 myndir

Hefur alltaf fundið leiðir til að lifa af

Margir þekkja Tinnu Aðalbjörnsdóttur úr heimi tískunnar og kvikmynda. Hún er einn af reyndustu prufuleikstjórum landsins og hefur stýrt fyrirsætukeppnum á borð við Eskimo og Elite til fjölda ára. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 426 orð | 6 myndir

Hefur borðað það sama í morgunmat síðustu 35 árin

Gyða Hlín Björnsdóttir, deildarstjóri Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, nýtur þess að elda góðan mat með vinum og fjölskyldu. Þó að hún elski mat heldur hún sig við það sama á morgnana og hefur gert það lengi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 579 orð | 12 myndir

Hvaða sólarvörn hentar þér?

Húðskemmdir vegna sólargeisla tilheyra síðustu öld og er brúnkan þar með talin. Miðað við allt sem við vitum í dag um skaðsemi útfjólublárra geisla er sólarvörn orðin heilagur hluti af húðumhirðu. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 69 orð | 4 myndir

Hvernig væri að skella sér í dragt?

Það að vera í buxum og jakka í stíl hefur verið að ryðja sér rúms í tískuheiminum síðustu ár en nú er þessi tíska að taka allt yfir. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 124 orð | 1 mynd

Íslenskt rakakrem vinnur til verðlauna á Bretlandi

Íslenska líftæknifyrirtækið Primex vann til verðlauna á dögunum þegar húðvörur fyrirtækisins sem bera nafnið ChitoCare hlutu verðlaun í nokkrum flokkum á verðlaunum Global Makeup Awards UK. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 365 orð | 7 myndir

Lituðu dagkremin sem bæta húðina

Það er alltaf gott að geta gripið í litað dagkrem þegar maður vill eitthvað létt á húðina en jafna húðlitinn á sama tíma. Nýjustu lituðu dagkremin búa yfir tæknilegri formúlum og húðbætandi eiginleikar hafa aukist. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 578 orð | 3 myndir

Myndi aldrei setja kókósolíu á andlitið

Ingunn Sigurpálsdóttir markaðsfulltrúi hjá bpro hugsar sérlega vel um heilsuna, húðina og að lifa í jafnvægi. Marta María | mm@mbl.is Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 816 orð | 9 myndir

Rauður er litur lífsins

Ævintýraleg saga einkennir tískuhúsið Dior? Í tilefni af endurkomu merkisins til Íslands er áhugavert að rifja söguna upp en Krzysztof Nadziejewiec, förðunarsérfræðingur Dior, segir Dior alltaf vera í tísku. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 580 orð | 13 myndir

skotheld ráð til að fullkomna sumarförðunina

Förðunarmeistarinn og skólastjóri Makeup Studio Hörpu Kára, Natalie Kristín Hamzehpour, veit nákvæmlega hvaða brögðum skal beita til þess að taka sumarförðunina skrefinu lengra. Marta María | mm@mbl.is Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 150 orð | 13 myndir

Sláðu um þig í sumarlegum kjól

Ef það er eitthvað sem þú ættir að hleypa inn í líf þitt í sumar þá er það sumarlegur kjóll. Hann þarf ekki að vera dýr eða flókinn, heldur léttur, stór og flaksandi þannig að þú upplifir frelsi sumarsins. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 124 orð | 1 mynd

Vatnsheld og vellyktandi

Það er nauðsynlegt að vera með vatnshelda sólarvörn þegar sundlaugar landsins eru heimsóttar eða þegar þú ákveður að skella þér í sjósund í góða veðrinu. Þá kemur Sun Beauty Protective water SPF 30 og SPF 50 sólarvörnin frá Lancaster að góðum notum. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 124 orð | 1 mynd

Vatnsheld og vellyktandi

Það er nauðsynlegt að vera með vatnshelda sólarvörn þegar sundlaugar landsins eru heimsóttar eða þegar þú ákveður að skella þér í sjósund í góða veðrinu. Þá kemur Sun Beauty Protective water SPF 30 og SPF 50 sólarvörnin frá Lancaster að góðum notum. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 2354 orð | 3 myndir

,,Það á ekkert barn að upplifa það sem ég gerði“

Snæfríður segir konur í mikilli neyslu þurfa aðstoð við að vinna í áföllum sínum. Sjálf var hún beitt kynferðisofbeldi af föður sínum, sem hafði djúpstæð áhrif á líf hennar. Hún fór djúpt í neyslu og leiddist út í vændi. Meira
5. júní 2020 | Blaðaukar | 879 orð | 5 myndir

Þarmaflóran hefur áhrif á húðina

Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifar um þarmaflóruna og mataræði í nýjum pistli. Hún segir að það sé að sjálfsögðu ekki til nein ein töfralausn sem passi fyrir alla. Lára G. Sigurðardóttir | lara@hudin.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.