Greinar miðvikudaginn 17. júní 2020

Fréttir

17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 653 orð | 2 myndir

35 þúsund nota ekki öryggisbelti bíla

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tölur sýna að tæplega 10 prósent Íslendinga, um 35 þúsund manns, nota ekki öryggisbelti í akstri, þótt það sé lagaskylda og talið lífsnauðsynlegt til öryggis í umferðinni. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Alfreð Þorsteinsson borinn til grafar

Útför Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa og stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur, fór fram frá Fossvogskirkju í gær. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson jarðsöng, Gissur Páll Gissurarson söng einsöng og Barbörukórinn söng. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 166 orð

Arnfríður skipuð í Landsrétt á ný

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Arnfríðar Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá 1. júlí næstkomandi. Arnfríður var skipuð dómari við Héraðsdóm Reykjaness 1. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 515 orð | 2 myndir

Áhrifavaldur á besta aldri

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Barðstrendingurinn Friðgerður Björk Friðgeirsdóttir, kölluð Lilla, reyndi fyrir sér sem fyrirsæta í fyrrahaust, leið vel í myndatökum, fékk góð viðbrögð og ætlar að halda áfram á sömu braut. „Ég er orðin 74 ára og fer ekki í fast framtíðarstarf úr þessu en hleyp í þetta í hjáverkum og verð næst í golfgalla,“ segir kylfingurinn, sem er með 28 í forgjöf. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 1024 orð | 3 myndir

„Endrum og sinnum hendir náttúran í okkur krefjandi verkefnum“

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eins og víða annars staðar á landinu var veturinn erfiður í Vestmannaeyjum. Þar þurfti að grípa til sérstaklega strangra smitvarnaaðgerða eftir að hópsmit blossaði upp í þessu smáa samfélagi. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

„Óþægilegt og óþolandi“ bakslag

Að minnsta kosti einn lögreglumaður hefur reynst smitaður af kórónuveirunni eftir að hafa átt í samskiptum við hóp manna frá Rúmeníu sem handtekinn var á föstudag. Tveir þeirra þriggja sem þá voru teknir höndum báru þegar með sér veirusmit. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 134 orð | 2 myndir

Berjast um embætti forseta Íslands

Framboð viðskipta- og hagfræðingsins Guðmundar Franklíns Jónssonar til embættis forseta Íslands kom sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, ekki á óvart. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Bláskel sumarsins senn á veitingahús á Snæfellsnesi

Alls voru um 150 kíló í poka þegar Símon Sturluson í Stykkishólmi vitjaði í fyrsta sinn á þessu vori um eftirtekjuna í bláskeljarækt sinni á Breiðafirði. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Breytt skipulag samþykkt

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það stendur enn til að Krónan opni verslun á Akureyri og við erum spennt að opna,“ segir Hjördís Erla Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 710 orð | 7 myndir

Brunar um á Buick forsetans

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Engir sumartónleikar verða í LSÓ

Tónleikaröðin „Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar“ verður ekki haldin í ár eins og verið hefur undanfarið 31 ár. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 786 orð | 3 myndir

Evrópa opnast á nýjan leik

Fréttaskýring Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Fjöldi ríkja í Evrópu hefur opnað landamæri sín fyrir öðrum Evrópuríkjum, eftir margra mánaða einangrun vegna kórónuveirufaraldursins. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 108 orð | 2 myndir

Fyrstar til að senda þakkir

Þær voru fúsar til að vera fyrstar til að skrifa þakkarkort, ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Gerir ráð fyrir að taka við formennsku

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki gera ráð fyrir öðru en að hann muni taka við formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Gleðilega þjóðhátíð!

Fánar blöktu í leikskólanum Sólborg í Reykjavík í gær í aðdraganda 17. júní þegar útskrift fór fram. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 414 orð | 2 myndir

Hafa mikla breidd í þjónustu við gesti

Páll Scheving og fjölskylda eru lýsandi dæmi um þann drifkraft og athafnasemi sem einkennir Vestmannaeyinga. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 966 orð | 7 myndir

Hlíðin mín fríða

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gilsfjarðarbrúin, sem ekið er yfir þegar komið er úr Saurbæ í Dölum, er eins og rauður dregill sem rúllað er út fyrir konungskomu þegar komið er inn á Vestfjarðakjálkann. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Hverfishátíðir verða haldnar á fjórum stöðum í bænum í dag

Hverfishátíðir verða við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn í Kópavogi milli kl. 14 og 16 í dag, þjóðhátíðardainn 17. júní. Alls staðar er rúmt um gesti þannig að hægt er að tryggja tveggja metra reglu fyrir þá sem það kjósa. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 1369 orð | 1 mynd

Hyggst verja auðlindir Íslands

Viðtal Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Forseti Íslands á að vera öryggisventill íslensku þjóðarinnar á Bessastöðum þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Ingibjörg kjörin formaður

Ingibjörg Sverrisdóttir var kosin formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) með yfirburðum á aðalfundi félagsins í gær. Fráfarandi formaður, Ellert B. Schram, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Í gæsluvarðhald grunaður um árás

Maður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ráðist á konu á heimili hennar miðsvæðis í Reykjavík á mánudag, en árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 13. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Kaflaskipti í bensínsölu á Króknum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Olís hefur tekið í notkun nýja bensínstöð við Borgarflöt á Sauðárkróki, sjálfsafgreiðslustöð undir merkjum ÓB. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Kastað Veiðimaður naut veðurblíðunnar í Laxá í Kjós þegar ljósmyndari átti leið þar um. Flestar laxveiðiár verða opnaðar fyrir mánaðamót og má segja að laxveiðisumarið hefjist formlega í... Meira
17. júní 2020 | Innlent - greinar | 364 orð | 9 myndir

Lykillinn að nota góðar húðvörur

Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, farðaði Tinnu Aðalbjörnsdóttur þegar hún prýddi forsíðu Smartlandsblaðsins. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 645 orð | 3 myndir

Lækkanir í ráðleggingum Hafró

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 187 orð

Nói hyggst leita atbeina dómstóla

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sælgætisgerðin Nói Síríus telur fullreynt að ná samningum við stjórnvöld um að rétta samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda við erlendar sælgætisgerðir. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Nýja rennibrautin verður níu metra há

Ráðist verður í framkvæmdir og endurbætur við Sundmiðstöð Reykjanesbæjar í sumar. Bæjaryfirvöld hafa að undangengnu útboði gengið frá samningum við Sportís ehf. um hönnun og kaup á tveimur nýjum vatnsrennibrautum og stigahúsi. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Opna nýjan stað síðar í júní

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 518 orð | 3 myndir

Saman gegn heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er því miður allt of algengt, það er oft falið og erfitt að átta sig á því. Heimilið nýtur friðhelgi og innan veggja þess geta gerst hlutir sem fara algjörlega framhjá öðrum. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Selja gosið bara í rótgrónum verslunum

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Setja hjólastæði við strætóstöðvar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vonumst til að þetta virki. Við höfum áður sett upp hjólastæði víða um borgina og um leið og þau koma fyllast þau,“ segir Kristinn Jón Eysteinsson, skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Siglir með hollvini til Akraness

Varðskipið Óðinn mun sigla frá Reykjavík til Akraness nk. föstudag. Þar verður skipið til sýnis almenningi. Er þetta einskonar heiðursferð fyrir hollvini Óðins sem Faxaflóahafnir standa fyrir í samvinnu við Akraneskaupstað. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 1408 orð | 2 myndir

Situr lengst í átta ár til viðbótar

Viðtal Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég hef aldrei sett mig í neinar stellingar og tel að mér hafi tekist að gegna þessu embætti á mínum eigin forsendum þannig að fólki líki. Það hefur kannski komið sjálfum mér á óvart hversu mikið ég hef notið þess að hitta fólk um land allt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem senn lýkur fyrsta kjörtímabili sínu í embætti. Nú eru liðin hartnær fjögur ár frá því að Guðni bar sigur úr býtum í forsetakosningunum árið 2016. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Sjálf þjóðhátíðin fellur í skuggann

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Spennan er gríðarleg. Menn eru búnir að bíða lengi eftir þessum merkisdegi,“ segir Gylfi Jens Gylfason, einn eigenda sportbarsins Ölvers í Glæsibæ. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Sjö ára veiðibann taki enda

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að heildarafli í hörpudiski fiskveiðiárið 2020/2021 verði 93 tonn, þar af 62 tonn í Breiðasundi og 31 tonn í Hvammsfirði í Breiðafirði en veiðar á öðrum svæðum í Breiðafirði verði ekki heimilaðar, að því er fram kom er... Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Skimuðu fyrir veirunni á Seyðisfirði

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Skimað var fyrir kórónuveirunni hjá um 80 farþegum sem komu til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Ekki þurfti að taka sýni frá 70 farþegum, en þeir voru ýmist Færeyingar eða Íslendingar að koma frá Færeyjum. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Slitlag á Dettifossveg fyrir haustið

Verktaki vinnur að síðasta áfanga Dettifossvegar. Verkinu á að ljúka á næsta ári. Lengi hefur verið unnið að lagningu nýs vegar að Dettifossi og tengingum við þjóðvegakerfið. Hluti hans var lagður í tveimur áföngum. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Styttist í að norðausturvegur verði með klæðingu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þegar yfirstandandi framkvæmdum við norðausturveg lýkur verður komið bundið slitlag úr Finnafirði til Bakkafjarðar. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Svartur dagur við Laugaveg

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Verslunarmenn við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur hafa nú margir hverjir hengt upp svarta ruslapoka í búðargluggum sínum til að mótmæla götulokunum meirihlutans í borgarstjórn. Voru pokarnir hengdir upp í gærkvöldi ásamt miðum sem ætlað er að vekja athygli almennings á þröngri stöðu kaupmanna. Á miðunum segir: „Er þetta framtíðin?“ og „Er það þetta sem við viljum?“ Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 86 orð

Táknræn mótmæli kaupmanna í miðbæ

„Þetta er framtíð verslana við Laugaveg. Með þessum gjörningi erum við fyrst og fremst að reyna að ná til almennings. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 585 orð | 2 myndir

Tekur enga stund að skjótast til Eyja

Það styttist í að ár verði liðið frá því nýr Herjólfur var tekinn í notkun. „Ferjan kom til landsins 15. júní en þá tók við undirbúnings- og þjálfunartímabil og var nýr Herjólfur settur í rekstur þann 25. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Tók mótorhjólið með í slippinn til Færeyja

Þorgrímur Guðmundsson er vélstjóri á Hoffelli SU-80. Hann tók mótorhjólið með sér þegar skipið sigldi í slipp til Færeyja, sigldi svo aftur til Íslands með Norrænu í gær og er nú kominn heim í frí. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 823 orð | 5 myndir

Uppáhaldsverslanir matgæðinganna

Víða er hægt að gera góð kaup og komast í hráefni sem eru betri en gengur og gerist. Hér er listi yfir þær verslanir sem eru sérlega vinsælar meðal matgæðinga og þeirra sem vilja aðeins það besta. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Víða skemmtanir og blómabíll fer um bæ

Hátíðarhöld á Akureyri í dag, 17. júní, verða með öðru sniði en venjulega. Ekki verður safnast saman í Lystigarðinum eða miðbænum. Þess í stað verður sérstakur blómabíll á ferð um bæinn frá kl. 13 og kl. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Yfir 300 manna bjórhátíð í Eyjum

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Spáin er ekki eins góð og á hátíðinni í fyrra og því höfum við stækkað hátíðartjaldið. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 615 orð | 3 myndir

Þar sem matgæðingar fá valkvíða

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Berglind Sigmarsdóttir segir að með nýrri ferju og tíðari ferðum á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sé engin afsökun lengur fyrir því að heimsækja ekki Vestmannaeyjar. Meira
17. júní 2020 | Innlendar fréttir | 816 orð | 2 myndir

Þjóðhátíð á víð og dreif um bæinn

Úr bæjarlífinu Margrét Þóra Þórsdóttir Eyjafjörður Þjóðhátíðardagur Íslendinga er runninn upp og Akureyringar fagna honum líkt og aðrir landsmenn. Með óhefðbundnu sniði að þessu sinni. Hefð er fyrir samkomum í Lystigarði og miðbæ sem ekki verða nú í ár. Meira

Ritstjórnargreinar

17. júní 2020 | Leiðarar | 724 orð

17. júní

Það heyrist stundum að þjóðhátíðardagurinn 17. júní endurspegli ekki nægilega vel mikilvægustu skref frelsisbaráttunnar. Slík sjónarmið má rökstyðja. En ekki síður hið gagnstæða. Meira
17. júní 2020 | Staksteinar | 176 orð | 1 mynd

Flestir vita svarið

Jón Magnússon fv. alþingismaður ræðir um aðsúg „mótmælenda“ að liðnum tíma í Lundúnum. Meira

Menning

17. júní 2020 | Tónlist | 1279 orð | 2 myndir

„Nú er ég orðinn svakalegur“

VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Vinalegri og afslappaðri mann en Daða Frey Pétursson er varla að finna; manninn sem margir telja ókrýndan sigurvegara Eurovision 2020, keppninnar sem aldrei var haldin. Lag Daða og Gagnamagnsins, „Think About Things“, sló eftirminnilega í gegn bæði hér á landi sem erlendis og með hjálp nets og samfélagsmiðla er Daði nú orðinn ofboðslega frægur. Frægðin hefur þó ekki stigið honum til höfuðs enda má vinsældir hans að miklu leyti þakka hlýlegu viðmóti hans, húmor og grallaraskap. Meira
17. júní 2020 | Myndlist | 771 orð | 2 myndir

Einstakt jafnvægi

En hér er gerð bylting með að blása lífi í þetta mikilvæga augnablik með fagurlegum og þokkafullum hreyfingum og svipbrigðum sem færa efninu léttleika og aukna mannlega tilfinningu. Meira
17. júní 2020 | Tónlist | 328 orð | 2 myndir

Hildur og Veronique tilnefndar

Tólf verk eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir listrænt gildi sitt og þeirra á meðal er tónlist Hildar Guðnadóttur við sjónvarpsþættina Chernobyl og „Lendh“ eftir Veronique Vöku. Meira
17. júní 2020 | Tónlist | 765 orð | 2 myndir

Kemur sér vel á þessum tímum

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Tveimur styrkjum úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara var úthlutað í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar síðdegis í gær. Meira
17. júní 2020 | Leiklist | 1576 orð | 5 myndir

Ljósið í myrkrinu

Eins frábær og tæknin er nær hún samt aldrei til fulls að miðla þeim töfrum sem skapast geta í leikhúsinu í samneytinu og nálægðinni við bæði listafólk og aðra áhorfendur. Meira
17. júní 2020 | Fjölmiðlar | 208 orð | 1 mynd

Meira spænskt takk

Þökk sé algóritma Netflix er ljósvaki nú útsett fyrir ýmiss konar spænskum þáttaröðum á Netflix. Þetta byrjaði allt saman á La Casa de Papel (e. Money Heist) og þegar fjórum þáttaröðum var lokið (halló það var samkomubann! Meira
17. júní 2020 | Myndlist | 91 orð | 1 mynd

Snorri fjallkona

Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson segist verða fjallkona Reykvíkinga í dag og að það verði í fyrsta sinn sem karlmaður gegni því hlutverki. Athöfnin mun fara fram í Pósthússtræti 13 og hefst hún kl 10.45. Meira
17. júní 2020 | Myndlist | 84 orð | 1 mynd

Sýning í Hafnarhúsi um sögu hússins og umbreytingu í listasafn

Sýningin Hafnarhús – pakkhús hugmynda í miðborginni verður opnuð á morgun, 18. júní, kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Meira

Umræðan

17. júní 2020 | Aðsent efni | 746 orð | 1 mynd

17. júní 2020

Eftir Baldur Ágústsson: "Ef þjóð heldur ekki vöku sinni, stendur ekki vörð um það þjóðfélag sem hún vill byggja og veitir þeim aðhald sem stjórna, þá rætist draumurinn ekki." Meira
17. júní 2020 | Aðsent efni | 689 orð | 1 mynd

Að benda á það sem vel er gert og læra af því sem miður fer

Eftir Ásdísi Evu Hannesóttur: "Upphaf Íslandsmóts í knattspyrnu og grein um lífeyrismál, hvað eiga þessi tvö mál sameiginlegt?" Meira
17. júní 2020 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Einkaframtakið er líkt og fleinn í holdi

Eftir Óla Björn Kárason: "Ríkisvaldið er oft mótdrægt einkarekstri, þó það sé ekki alltaf með sama skipulega hættinum og gerist í höfuðborginni. En dæmin eru fyrir hendi." Meira
17. júní 2020 | Aðsent efni | 192 orð | 1 mynd

Ferðakveðja

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Guð lífsins og kærleikans, sáttarinnar, fyrirgefningarinnar og friðarins blessi þig og leiði." Meira
17. júní 2020 | Aðsent efni | 396 orð | 1 mynd

Jón forseti, trú og siðferði

Eftir Hall Hallsson: "Siðferði mannsins er því betra sem þekking á Guði er skírari." Meira
17. júní 2020 | Aðsent efni | 862 orð | 1 mynd

Nokkur orð um umfang og mörk ríkisvaldsins

Eftir Lovísu Líf Jónsdóttur: "Enski 17. aldar heimspekingurinn John Locke hafði þær hugmyndir uppi að borgararnir ættu beinlínis kröfu til uppreisnar gegn ríkinu þegar það væri hætt að þjóna hlutverki sínu." Meira
17. júní 2020 | Pistlar | 406 orð | 1 mynd

Reiðarslag í fiskveiðistjórnun

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er mikið áfall. Fiskifræðingar ráðleggja að þorskkvótinn verði minnkaður um sex prósent, úr 272.593 tonnum í 256.593 tonn. Þorskstofninn virðist í frjálsu falli. Meira
17. júní 2020 | Velvakandi | 132 orð | 1 mynd

Um sameiningar útibúa og heilsugæslustöðva

Nú þegar sameining útibúa Landsbankans í Vesturbæ og Miðbæ hefur orðið að veruleika, og öllum virðist vel líka, þá velti ég því fyrir mér, hvernig stóð á því, að heilsugæslustöðin hér í Vesturbænum var ekki heldur sameinuð stöðinni í Miðbænum frekar en... Meira
17. júní 2020 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Varðveisla lýðveldisins

Eftir Viðar Guðjohnsen: "Tilfinningar landsmanna til ættjarðarinnar og varðveislu hinna viðkvæmu auðlinda og þjóðareinkenna rista djúpt." Meira

Minningargreinar

17. júní 2020 | Minningargreinar | 1873 orð | 1 mynd

Alfreð Þór Þorsteinsson

Alfreð Þór Þorsteinsson fæddist 15. febrúar 1944. Hann lést 27. maí 2020. Útför Alfreðs fór fram 16. júní 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. júní 2020 | Minningargreinar | 643 orð | 1 mynd

Hans Lórents Óskarsson

Hans Lórents Óskarsson fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1937. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri hinn 30. maí 2020. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 16. apríl 1914, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
17. júní 2020 | Minningargreinar | 1874 orð | 1 mynd

Róbert Róbertsson

Róbert Róbertsson fæddist í Reykjavík 27. maí 1943. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Boðaþingi 1. júní 2020. Móðir hans var Erna Ingólfsdóttir, f. 1924, d. 2003. Hálfsystkini Róberts sammæðra eru Vincent, Mike og Lilja. Hinn 5. Meira  Kaupa minningabók
17. júní 2020 | Minningargreinar | 273 orð | 1 mynd

Sigurður Richardsson

Sigurður Richardsson fæddist 17. júní 1932. Hann lést 27. maí 2020. Útför Sigurðar fór fram 5. júní 2020. Meira  Kaupa minningabók
17. júní 2020 | Minningargreinar | 1374 orð | 1 mynd

Sveinn Pétur Kjartansson

Sveinn Pétur Kjartansson fæddist 17. júní 1941 á Landspítalanum. Hann lést 5. apríl 2020 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Móðir: Borghildur Pétursdóttir húsfreyja, f. 2. nóv. 1917, d. 22. feb. 1995. Faðir: Kjartan Sveinsson skjalavörður, f. 16. mars 1901, d. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

17. júní 2020 | Daglegt líf | 960 orð | 2 myndir

Allir geta verið til fyrirmyndar

Hvatningarátakið Takk fyrir að vera til fyrirmyndar fer af stað í dag og þá getur fólk sent sérútbúin þakkarbréf eða -kort hverjum sem þeim finnst eiga slíkt skilið fyrir að vera til fyrirmyndar. Meira

Fastir þættir

17. júní 2020 | Fastir þættir | 178 orð | 1 mynd

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. Be2 cxd4 7. cxd4 Rge7...

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. Be2 cxd4 7. cxd4 Rge7 8. Ra3 Rf5 9. Rc2 Bd7 10. 0-0 Hc8 11. Kh1 Ra5 12. b3 Bb5 13. Bb2 Rc6 14. h3 a6 15. g4 Rfe7 16. Kg2 Rg6 17. Kg3 h5 18. Bxb5 Dxb5 19. Dd2 Be7 20. Hac1 Da5 21. Dxa5 Rxa5 22. Meira
17. júní 2020 | Árnað heilla | 67 orð | 1 mynd

Ásdís Braga Guðjónsdóttir

30 ára Ásdís ólst upp á Staðastað í Staðarsveit en býr í Reykjavík. Hún er læknir að mennt frá Háskóla Íslands en er í fæðingarorlofi. Maki : Þorgeir Orri Harðarson, f. 1988, læknir á Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi. Börn: Kristrún, f. 2016, og Már, f. Meira
17. júní 2020 | Fastir þættir | 170 orð

Betrumbót. S-Allir Norður &spade;ÁKG &heart;G6 ⋄97432 &klubs;942...

Betrumbót. S-Allir Norður &spade;ÁKG &heart;G6 ⋄97432 &klubs;942 Vestur Austur &spade;D73 &spade;5 &heart;D92 &heart;1087543 ⋄KD8 ⋄65 &klubs;DG103 &klubs;Á865 Suður &spade;1098642 &heart;ÁK ⋄ÁG10 &klubs;K7 Suður spilar 4&spade;. Meira
17. júní 2020 | Í dag | 324 orð

Bláir eru dalir þínir

Kvæðabók Hannesar Péturssonar kom út þegar ég var í 3. bekk í menntaskóla og var á hvers manns vörum. Við menntskælingarnir skeggræddum bókina og fórum með hendingar eins og: Veistu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi. Meira
17. júní 2020 | Árnað heilla | 75 orð | 1 mynd

Dóra Gerður Stefánsdóttir

60 ára Dóra Gerður er fædd og uppalin í Neskaupstað en býr á Seltjarnarnesi. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og vinnur hjá Corpus Medica í Kópavogi. Maki : Bjarni Valtýsson, f. 1957, læknir. Börn : Sigríður Ósk, f. 1983, Kristín Jóna, f. Meira
17. júní 2020 | Árnað heilla | 986 orð | 3 myndir

Elskar rökræður um þjóðmál

Rakel Sveinsdóttir er fædd 17. júní 1970 á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Fram á annað ár bjó Rakel á Suðureyri, eða þar til hún og móðir hennar fluttust til Stykkishólms, þaðan sem stjúpfaðir hennar er. Meira
17. júní 2020 | Í dag | 98 orð | 1 mynd

Faraldurinn hafði áhrif á matarhefðir

Rakel Garðarsdóttir, talsmaður samtakanna Vakandi, sem leggja áherslu á vitundarvakningu um sóun matvæla, segir kórónuveirufaraldur hafa haft töluverð áhrif á neyslumenningu og matarhefðir fólks bæði hérlendis og erlendis í morgunþættinum Ísland vaknar. Meira
17. júní 2020 | Fastir þættir | 232 orð | 3 myndir

Leggja leið sína til Eyja

Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands. Á föstudaginn verður öll dagskráin í beinni frá Vestmannaeyjum. Meira
17. júní 2020 | Í dag | 38 orð

Málið

Orð dagsins: sögnin að mjaðvængjast , ‘snúast í kringum hænurnar og stíga í vænginn (um hana), snúast kringum kvenfólk (um karlmenn)'. Upp úr Orðsifjabók. Við skulum hlaupa yfir ættfærsluna, nema hvað orðið er „e.t.v. Meira
17. júní 2020 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Reykjavík Már Þorgeirsson er fæddur 14. september 2019 kl. 10.38. Hann...

Reykjavík Már Þorgeirsson er fæddur 14. september 2019 kl. 10.38. Hann vó 3.608 g og var 50 cm að lengd. Foreldrar hans eru Ásdís Braga Guðjónsdóttir og Þorgeir Orri Harðarson... Meira

Íþróttir

17. júní 2020 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Aftur af stað eftir hundrað daga hlé

Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í nákvæmlega eitt hundrað daga fara fram í dag og kvöld. Síðast var leikið 9. Meira
17. júní 2020 | Íþróttir | 367 orð | 3 myndir

* Emil Hallfreðsson og samherjar hans í Padova eiga að hefja umspil um...

* Emil Hallfreðsson og samherjar hans í Padova eiga að hefja umspil um sæti í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu 1. júlí. Meira
17. júní 2020 | Íþróttir | 775 orð | 3 myndir

Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér í fótboltanum

1. umferð Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson fór á kostum fyrir ÍA og skoraði tvö glæsileg mörk þegar liðið vann 3:1-sigur gegn KA í 1. Meira
17. júní 2020 | Íþróttir | 25 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 2. deild karla: Akraneshöll: Kári – Selfoss 16 Enski...

KNATTSPYRNA 2. deild karla: Akraneshöll: Kári – Selfoss 16 Enski boltinn á Síminn Sport 17.00 Aston Villa – Sheffield United 19. Meira
17. júní 2020 | Íþróttir | 212 orð | 2 myndir

* Matthías Vilhjálmsson og samherjar í Óslóarliðinu Vålerenga fengu...

* Matthías Vilhjálmsson og samherjar í Óslóarliðinu Vålerenga fengu óskabyrjun á keppnistímabilinu í norsku knattspyrnunni í gærkvöld þegar þeir lögðu Sarpsborg að velli, 1:0, á útivelli í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Meira
17. júní 2020 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Noregur Aalesund – Molde 1:4 • Davíð Kristján Ólafsson lék...

Noregur Aalesund – Molde 1:4 • Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Aalesund og Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Daníel Leó Grétarsson á 58. mínútu. Meira
17. júní 2020 | Íþróttir | 920 orð | 2 myndir

Portúgalar og Litháar hafa reynst okkar liði erfiðir

EM 2022 Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland verður í riðli með Portúgal, Litháen og Ísrael í undankeppni EM karla í handknattleik árið 2022 en dregið var í gær. Meira
17. júní 2020 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Tryggði titilinn með 46. markinu á tímabilinu

Bayern München tryggði sér í gærkvöld sinn áttunda meistaratitil í röð í þýsku knattspyrnunni með því að sigra Werder Bremen 1:0 á útivelli. Rétt einn ganginn var Robert Lewandowski á ferðinni og skoraði sigurmarkið á 43. Meira
17. júní 2020 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Ætlar ekki að spila á Íslandi

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur fengið tvö tilboð frá frönskum félögum og hefur einnig rætt við tvö spænsk félög. Hann er laus undan samningi við UNICS Kazan í Rússlandi eins og áður hefur komið fram. Meira

Viðskiptablað

17. júní 2020 | Viðskiptablað | 133 orð | 1 mynd

400% söluaukning í heitum pottum í ár

Plastiðnaður Sala á heitum pottum hjá plastfyrirtækinu Borgarplasti í Mosfellsbæ, hefur margfaldast á þessu ári. Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, seldust 23 pottar allt árið í fyrra, en nú í ár hafa 120 pottar selst. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 550 orð | 1 mynd

Að skipta því sem ekki er til

Engar forsendur eru til þess að til ófriðar komi á vinnumarkaði í haust eða vetur. Það mun einungis dýpka kreppuna, fjölga þeim sem missa vinnuna og seinka efnahagsbatanum. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 394 orð | 1 mynd

Bragðbætt með sex japönskum jurtum

Gaman er að sjá að japanskt áfengi er farið að sjást ögn oftar á íslenskum markaði. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 281 orð

Hart með húsnæðið

Nú hefur norska fyrirtækið Fredensborg AS eignast nær allt hlutafé í Heimavöllum. Þar með lýkur stuttri og fremur sneypulegri þátttöku fyrirtækisins á íslenskum hlutabréfamarkaði. Segja má að það hafi aldrei náð því flugi sem vonast var eftir. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 129 orð

Hin hliðin

Nám: BA-gráða frá stjórnmála- og hagfræðideild Wasedaháskóla 1984. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 16 orð | 1 mynd

Ísland fellur um eitt sæti

Ísland fellur um eitt sæti á lista IMD-viðskiptaháskólans um samkeppnishæfni ríkja og er í 21.... Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 199 orð | 1 mynd

Kristjánsbakarí segir öllum upp

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á söluna hjá Kristjánsbakaríi á Akureyri. Því hefur verið ráðist í endurskipulagningu. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 176 orð

Krugman og skoðanir

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrir um hálfum öðrum áratug hitti ungur íslenskur menntamaður bandaríska hagfræðinginn Paul Krugman og falaðist eftir viðtali. „Pistlar mínir eru lesnir af hálfri milljón manna. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 576 orð | 1 mynd

MARgar breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti

Í MAR er fjallað um tímamark upplýsingaskyldu og tekinn er af allur vafi um að hún falli saman við það þegar innherjaupplýsingar myndast hjá útgefanda. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 29 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Sex sagt upp hjá Íslenskri ... Vilja losna við 10 MAX-vélar Eiga rétt á endurgreiðslu ef ekki ... Yrði eins og „villta vestrið“ Segir lög brotin með bolta... Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 467 orð | 3 myndir

Met í útlánum óverðtryggðra lána

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásókn í óverðtryggð íbúðalán hefur stóraukist og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra á Íslandi. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 2637 orð | 1 mynd

Nýsköpun í réttu hlutfalli við íhaldssemi besta blandan

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Líklega hafa fá vörumerki á Íslandi jafn vissan sess í þjóðarsálinni og Nói Síríus. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 530 orð | 1 mynd

Reynir að gefa sér góðan tíma til að hugsa

Nýr sendiherra er kominn til starfa hjá japanska sendiráðinu. Hitoshi Ozawa á að baki nærri 40 ára feril hjá utanríkisþjónustu Japans og þykir gaman að spila á gítar í frístundum. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 312 orð

Samkeppnisstaðan skekkt

Finnur segir að samkeppnisstaða íslenskra sælgætisframleiðenda sé ekki góð og að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert það sem í þeirra valdi standi til þess að jafna leikinn. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 368 orð | 1 mynd

Sjóðirnir í myrkri með Icelandair

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Enn ríkir fullkomin óvissa um mögulega þátttöku lífeyrissjóðanna í hlutafjárútboði Icelandair. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 707 orð | 1 mynd

Stefna Kviku fyrir að bæta ekki úr ágöllum á lúxusíbúðum í Garðabæ

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúar í fjölbýlishúsinu Holtsvegi 45 í Urriðaholti í Garðabæ krefjast um 316 milljóna af Kviku banka og fleiri aðilum vegna meintra ágalla á húsinu. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 235 orð | 2 myndir

Sykurneyslan blóraböggull í umræðunni

Nói-Síríus sækir enn fram á markaði þótt orðinn sé hundrað ára gamalt fyrirtæki. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 228 orð | 1 mynd

Velta Spaðans rúmlega milljón krónur á dag

Veitingarekstur Þórarinn Ævarsson, stofnandi Spaðans, segir veltuna hafa verið rúmlega 31 milljón eftir skatt fyrsta mánuðinn í rekstri fyrirtækisins. Þórarinn opnaði pítsustaðinn Spaðann 8. maí sl. í nýju atvinnuhúsnæði á Dalvegi 32b í Kópavogi. Meira
17. júní 2020 | Viðskiptablað | 1271 orð | 1 mynd

Þegar mannauðurinn þverr

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Þegar ástandið í heiminum er skoðað þá myndar hrakandi mannauður rauðan þráð sem birtist bæði í Ríad, London og Atlanta. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.