Greinar föstudaginn 14. ágúst 2020

Fréttir

14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 486 orð | 1 mynd

„Enga burði til að bíða þetta af sér“

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta er búið að vera slagur og nú er verið að bíða og sjá hvernig ástandið kemur til með að þróast,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks í rafiðnaði. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 621 orð | 2 myndir

„Hótel mamma“ er enn vinsælt gistihús

Fréttaskýring Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hótel mamma“ er enn vinsælt gistihús í löndum Evrópu samkvæmt tölum frá Eurostat um fjölda ungs fólks í foreldrahúsum árið 2019. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

„Rosalega flókið verkefni“ fyrir menntaskóla

Fjarkennsla verður viðhöfð að miklu leyti í framhaldsskólum landsins sem hefjast á næstu dögum. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 797 orð | 3 myndir

Deilt á aðgengi verndaðra svæða

Sviðsljós Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Margir ólíkir hópar hafa hagsmuni af umgengni í þjóðgörðum og á friðlendum landsins. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Eggert

Kirkja Glæsilegur hundur í litríku umhverfi varði dyr kirkjunnar á Grund í Eyjafirði þegar ljósmyndara bar að garði. Kirkjan var byggð á árunum 1904 - 1905 og var hún friðuð árið... Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Framkvæmdum miðar vel

Vinnu við endurnýjun hitaveitustofnæðar á gatnamótum Bústaðavegar og Hringbrautar í Reykjavík miðar vel. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 109 orð

Hafa ekki borgað leigu í þrjá mánuði

„Ég stend nú frammi fyrir þeirri fáránlegu spurningu hvort ég eigi að halda áfram að ausa fjármunum inn í eitthvert svarthol til að geta greitt fasteignafélaginu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lagist. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Hálf milljón á mann í bætur í Löke-máli

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir lilja@mbl.is Gunnar Scheving Thorsteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og félagi hans fengu greiddar 550. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Hitamet sumarsins slegið í gær

Hæsti hitinn á Íslandi það sem af er þessu ári mældist í Neskaupstað í gær, en þar náði hitastigið 26,3 gráðum þegar mest lét. Veðurblíðan var ekki mikið síðri á Seyðisfirði, en þar var 26,1 gráðu hiti á tímabili. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 666 orð | 2 myndir

Hjúkrunarstarfsmaður smitaður

Pétur Magnússon Alexander Kristjánsson Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ, sem er í eigu Eirar, eru í sóttkví eftir að starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Hundruðum viðburða frestað

Rétt um fjórðungur einstaklinga í Félagi tæknifólks í rafiðnaði (FÍT) missti vinnuna að fullu eða hluta í vor. Var heimsfaraldri kórónuveiru þar um að kenna. Þetta segir Jakob Tryggvason, formaður FÍT. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 671 orð | 1 mynd

Kennsla fer að stórum hluta fram á netinu

Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Kennsla í framhaldsskólum landsins mun að miklu leyti fara fram á netinu þegar nemendur og kennarar snúa aftur úr sumarfríi á næstu dögum. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Kvennaathvarf opnað á Akureyri

Kvennaathvarf verður opnað á Akureyri 28. ágúst. Fram kemur á vef Akureyrar, að athvarfinu verður ætlað að þjónusta konur og börn sem geta ekki búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Meira
14. ágúst 2020 | Erlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Lést úr svartadauða í Mongólíu

Svartidauði hefur dregið mann til dauða í vesturhluta Mongólíu, að sögn heilbrigðisráðuneytisins í höfuðborginni Ulan Bator. Munu nokkur dæmi um andlát af völdum svartadauða í Mongólíu og grannríkinu Kína á árinu. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 170 orð

Mat sóttvarnalæknis ráði för

Pétur Magnússon petur@mbl.is Stöðugleika þarf í aðgerðum stjórnvalda gegn kórónuveirunni, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem telur að ekki beri að herða og slaka á aðgerðum í sífellu nema brýna nauðsyn beri til. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Metfjöldi nýnema í HR á haustönn

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Um 1.700 nýnemar hefja í haust nám við Háskólann í Reykjavík (HR). Er þar um að ræða nema í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Nokkur umferðaróhöpp í höfuðborginni

Nokkuð var um umferðaróhöpp í Reykjavík í gær en tilkynnt var um umferðaróhapp á milli tveggja ökutækja á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Tveir voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Nýju torfi hlaðið upp utan um gamla skemmu

Vaskir ungir menn frískuðu upp á gamla kartöfluskemmu síðastliðinn miðvikudag þegar þeir hlóðu upp torfi utan um skemmuna sem staðsett er í Grasagarðinum í Reykjavík. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Sænsk seglskúta undi sér vel í Reykjavíkurrigningu

Við Sólfarið í Reykjavík rigndi eins og hellt væri úr fötu í gær. Þó hætti sér þangað kona með regnhlíf að vopni. Úti fyrir Íslandsströndum sigldi sænska seglskútan Gunilla sem kom til Reykjavíkur frá Húsavík. Meira
14. ágúst 2020 | Erlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Sögulegt samkomulag Ísraels og SAF

Pétur Magnússon Ágúst Ásgeirsson Ísraelar og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) hafa náð samkomulagi um að taka upp eðlilegt stjórnmálasamband, að því er Donald Trump Bandaríkjaforseti skýrði frá í gær. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Sökkvi mér stundum fullmikið ofan í þetta

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er farinn að kunna betur og betur við mig í þessu hlutverki. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 159 orð | 2 myndir

Tófum að fjölga og Snorri hefur unnið 74 dýr á árinu

Tófu í Borgarfirði hefur fjölgað mikið að undanförnu og horfir nú til vandræða af þeim sökum, að sögn Snorra Jóhannessonar, bónda og refaskyttu á Augastöðum í Hálsasveit. Á þessu ári hefur hann unnið fjögur greni, öll fremst í Reykholtsdalnum. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Tóku milljarða fjárfestingu í notkun

Nýtt 9.000 fermetra frystihús Samherja á Dalvík var tekið í notkun við formlega athöfn síðdegis í gær og segja eigendur að um sé að ræða eina af fullkomnari vinnslulínum í heimi hvað bolfiskvinnslu varðar. Vinnsla hefst á morgun. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Tvöfalt fleiri vilja endurgreiðslu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil fjölgun hefur verið í beiðnum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu í ár miðað við sama tíma í fyrra. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Vilja nýta lóðirnar betur

Með kaupum á hlut í fyrirtækjunum Gló og Brauði & co. hyggst olíufélagið Skeljungur hasla sér enn frekari völl á markaði sem stuðlar að hollustu. Þetta segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri félagsins, í samtali við Morgunblaðið í dag. Meira
14. ágúst 2020 | Erlendar fréttir | 86 orð

Þúsund handtekin og tveir látnir

Mörg þúsund hafa verið handtekin og að minnsta kosti tveir hafa látist í mótmælum sem brotist hafa út eftir að talið var upp úr kjörkössum í forsetakosningunum í Hvíta-Rússlandi þar sem forsetinn Alexander Lúkasjenkó var yfirlýstur sigurvegari. Meira
14. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Öllu starfsfólki á b5 sagt upp

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hljóta einhverjar viðvörunarbjöllur að hringja þegar langvinsælasti skemmtistaður landsins er kominn í þessa stöðu,“ segir Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðarins b5 í Bankastræti. Meira

Ritstjórnargreinar

14. ágúst 2020 | Staksteinar | 226 orð | 1 mynd

Jimmy Lai

Jimmy Lai er í dag kallaður fjölmiðlamógúll en hann var enginn mógúll þegar hann kom í heiminn fyrir rúmum sjö áratugum. Hann ólst upp í sárri fátækt í Kína en sá tækifæri í frelsinu í Hong Kong og náði miklum árangri í fataframleiðslu. Meira
14. ágúst 2020 | Leiðarar | 736 orð

Pólitísk sanngirni er óljóst hugtak og ekki handfast

Það er bara einn maður í framboði vestra núna og það eru mikil átök á milli hans Meira

Menning

14. ágúst 2020 | Kvikmyndir | 462 orð | 1 mynd

„Allir reiðubúnir að hjálpa til“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tökur hófust í fyrradag á Þingeyri á kvikmynd Elfars Aðalsteins, Sumarljós og svo kemur nóttin , en handrit hennar skrifaði Elfar einnig og byggði á samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar. Meira
14. ágúst 2020 | Bókmenntir | 996 orð | 2 myndir

„Skemmtileg áskorun“

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Það er ekki á hverjum degi sem erlendir rithöfundar gefa út ljóð hér á landi sem þeir hafa ort á íslensku. Það hefur finnski rithöfundurinn Tapio Koivukari gert. Meira
14. ágúst 2020 | Tónlist | 215 orð | 1 mynd

Francesco Donadello starfar með SinfoniaNord

Francesco Donadello, náinn samstarfsmaður tónskáldsins og sellóleikarans Hildar Guðnadóttur, mun brátt starfa með upptökuteymi SinfoniaNord-verkefnisins og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í menningarhúsinu Hofi, en hljómsveitarstjórinn Bjarni Frímann mun... Meira
14. ágúst 2020 | Tónlist | 57 orð | 1 mynd

Karl orgeltríó leikur á lokatónleikum sumardagskrár Múlans

Lokatónleikar sumardagskrár Jazzklúbbsins Múlans fara fram í kvöld kl. 20 í Flóa á jarðhæð Hörpu. Á þeim leikur Karl orgeltríó ásamt söngkonunni Rakel Sigurðardóttur. Meira
14. ágúst 2020 | Fjölmiðlar | 211 orð | 1 mynd

Lýsir sparkinu eins og honum er tamt

Ég hef fyrir löngu áttað mig á því að þau sem taka að sér að lýsa íþróttum í beinum útsendingum eru berskjölduð fyrir alls kyns tuði og gagnrýni. Þau eiga mína samúð. Meira
14. ágúst 2020 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Með tekjur upp á 12 milljarða króna

Hollywood-leikarinn og vöðvatröllið Dwayne Johnson trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir tekjuhæstu leikarana vestanhafs, á fjárhagsárinu sem endaði í júní. Johnson var áður fjölbragðaglímukappi og kallaði sig The Rock. Meira
14. ágúst 2020 | Myndlist | 120 orð | 1 mynd

Viralam til starfa fyrir i8 í New York

Geneva Viralam hefur verið ráðin til i8 gallerísins sem starfsmaður þess í New York. Meira

Umræðan

14. ágúst 2020 | Aðsent efni | 956 orð | 1 mynd

Almannatryggingar og almennar lífeyristryggingar

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Þegar lífeyriskerfi er byggt upp af nokkrum þáttum, þá verður kerfið flókið. Við þetta bætist hugtakið tekjutrygging." Meira
14. ágúst 2020 | Aðsent efni | 353 orð | 1 mynd

Biskup án umboðs

Eftir Halldór Gunnarsson: "Biskup verður að geta tilnefnt dæmi og nöfn, málatilbúnaði sínum til staðfestingar. Geri hann það ekki opinberlega ætti hann að segja af sér." Meira
14. ágúst 2020 | Pistlar | 434 orð | 1 mynd

Ég er ekki rasisti, en...

Þegar lestarspor teygðu fyrst anga sína um sveitir Evrópu urðu margir tortryggnir. Víða snerist almenningsálitið gegn þessu nýja fyrirbæri og margir töldu að lagningin væri samsæri gegn fátæku fólki og voru tortryggnir í garð breytinganna. Meira
14. ágúst 2020 | Aðsent efni | 351 orð | 1 mynd

Taktu nú lagið Lóa

Eftir Hjörleif Hallgríms: "Vil ekki heim einsleitni, yfirgangs og hroka,“ segir Þórdís Lóa." Meira

Minningargreinar

14. ágúst 2020 | Minningargreinar | 2071 orð | 1 mynd

Birna Jónína Benediktsdóttir

Birna Jónína Benediktsdóttir fæddist 20. nóvember 1940. Hún lést 2. ágúst 2020. Foreldrar hennar voru Benedikt Sigfússon, f. 18.8.1920, d. 6.2.1997, og Helga Bjarnadóttir, f. 19.11.1919, d. 7.8.2002. Þau voru bændur í Beinárgerði í Vallarhreppi. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2020 | Minningargreinar | 2099 orð | 1 mynd

Erna Sigrún Hákonardóttir

Erna Sigrún Hákonardóttir fæddist 24. nóvember 1947 á Ísafirði. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 5. ágúst 2020. Foreldrar hennar voru Hákon Guðberg Bjarnason, f. 28.1. 1928, d. 27.10. 2009, og Hulda Rósa Guðmundsdóttir, f. 12.2. 1930, d. 9.5. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2020 | Minningargreinar | 2426 orð | 1 mynd

Eysteinn Bergmann Guðmundsson

Eysteinn Bergmann Guðmundsson verslunarmaður fæddist í Reykjavík 11. september 1941 og lést á lungnadeild Landspítalans 5. ágúst 2020. Foreldrar hans voru Guðmundur Bergmann Björnsson og Gróa Skúladóttir. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2020 | Minningargreinar | 2473 orð | 1 mynd

Gerður Kristín Kristinsdóttir

Gerður Kristín Kristinsdóttir fæddist 3. maí 1941 í Merki við Hamarsfjörð. Hún lést 5. ágúst 2020. Foreldrar hennar voru Kristinn Jóhannsson og Guðný Sigurborg Sigurðardóttir. Gerður giftist Kristjáni Birni Sigurðssyni 1962. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2020 | Minningargreinar | 1695 orð | 1 mynd

Kamilla Guðbrandsdóttir

Kamilla Guðbrandsdóttir fæddist 29. ágúst 1926 í Ólafsvík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 14. júlí 2020. Foreldrar: Guðbrandur J. Guðmundsson, f. 3.1. 1887 í Hjallabúð á Snæfellsnesi, d. 17.8. 1949, og Guðrún Árborg Sigurgeirsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2020 | Minningargreinar | 518 orð | 1 mynd

Kristján Pálsson

Kristján Pálsson fæddist 16. júlí 1945. Hann lést 28. júlí 2020. Útför Kristjáns fór fram 7. ágúst 2020. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2020 | Minningargreinar | 528 orð | 1 mynd

Lára Hafliðadóttir

Lára Hafliðadóttir fæddist 17. desember 1930. Hún lést 7. júlí 2020. Jarðsett verður í Ögurkirkjugarði í dag, þann 14. ágúst 2020. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2020 | Minningargreinar | 992 orð | 1 mynd

Sigurður Ólafsson

Sigurður Ólafsson fæddist á Syðra-Velli í Flóa 19. febrúar 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 28. júlí 2020. Foreldrar hans voru Margrét Steinsdóttir og Ólafur Sveinn Sveinsson. Sigurður var tólfti í röð 16 systkina. Eftir lifa þrjú. Meira  Kaupa minningabók
14. ágúst 2020 | Minningargreinar | 3511 orð | 1 mynd

Wolfgang Edelstein

Dr. Wolfgang Edelstein fæddist í Freiburg í Þýskalandi 15. júní 1929. Hann lést í Berlín 29. febrúar 2020. Faðir hans, dr. Heinz Edelstein (1902-1959), heimspekingur og tónlistarmaður, var stofnandi Barnamúsíkskólans í Reykjavík. Móðir hans, dr. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. ágúst 2020 | Viðskiptafréttir | 521 orð | 3 myndir

Áherslan á frískleika og heilbrigði

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ýmsir ráku upp stór augu þegar tilkynnt var um það eftir lokun markaða á miðvikudag að olíufélagið Skeljungur hefði keypt fjórðungshlut í veitingastaðnum Gló og handverksbakaríinu Brauði & co. Meira
14. ágúst 2020 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Gjaldeyrisforðinn lækkaði um 44,3 milljarða

Vergur gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 964,9 milljörðum króna í lok júlí og hafði lækkað um 44,3 milljarða frá júnímánuði. Meira
14. ágúst 2020 | Viðskiptafréttir | 192 orð | 1 mynd

Reginn hagnast um 95 milljónir

Hagnaður fasteignafélagsins Regins eftir skatta nam 95 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Dróst hann verulega saman frá fyrra ári þegar félagið hagnaðist um ríflega 2,1 milljarð á fyrri árshelmingi. Meira
14. ágúst 2020 | Viðskiptafréttir | 355 orð | 1 mynd

Tesla með algjöra yfirburði á árinu

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ríflega 5.000 fólksbílum er nú ekið um götur Íslands þar sem eini orkugjafinn er rafmagn. Meira

Fastir þættir

14. ágúst 2020 | Fastir þættir | 175 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. c4 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4...

1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. c4 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. 0-0 Rbd7 9. De2 0-0 10. e4 Bg4 11. Hd1 He8 12. h3 Bxf3 13. Dxf3 a5 14. e5 Rd5 15. Re4 Rf8 16. g3 Db6 17. h4 Had8 18. h5 Rd7 19. h6 g6 20. Bg5 Hc8 21. Hac1 Bf8 22. Kg2 Rb4 23. Meira
14. ágúst 2020 | Árnað heilla | 80 orð | 1 mynd

Árni Sæmundsson

50 ára Árni ólst upp á Hvolsvelli, var í námi í Danmörku í fjögur ár en býr í Reykjavík. Hann er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskólanum í Álaborg og er verkefnastjori nýframkvæmda hjá Landsneti. Meira
14. ágúst 2020 | Í dag | 291 orð

Betra að gera illt en ekkert

Miðvikudagurinn rann upp bjartur og fagur í Reykjavík og þegar ég leit út um gluggann vaknaði þessi staka Sigurðar Breiðfjörðs í huga mér: Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum, á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Meira
14. ágúst 2020 | Árnað heilla | 959 orð | 3 myndir

Brallar alls konar með vinnunni

Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran er fædd 14. ágúst 1980 á Landspítalanum kl. 8.03 í keisarafæðingu. Meira
14. ágúst 2020 | Í dag | 52 orð

Málið

Frá því var sagt í frétt að skemmtiferðaskip hefði „komið á land“. Góðfús lesandi vonaði að enginn hefði staðið þar á ströndu, því skipið var sannnefnt ferlíki, meira en hundrað þúsund brúttólestir. Meira
14. ágúst 2020 | Fastir þættir | 165 orð

Rökrétt niðurstaða. S-Allir Norður &spade;KD832 &heart;108 ⋄9842...

Rökrétt niðurstaða. S-Allir Norður &spade;KD832 &heart;108 ⋄9842 &klubs;Á4 Vestur Austur &spade;97 &spade;G1065 &heart;ÁK752 &heart;G963 ⋄D ⋄1076 &klubs;KDG106 &klubs;75 Suður &spade;Á4 &heart;D4 ⋄ÁKG53 &klubs;9832 Suður spilar 3G. Meira
14. ágúst 2020 | Í dag | 105 orð | 1 mynd

Sauma grímur á aldagamla saumavél

DJ Dóra Júlía sagði frá hjónunum Giselle og Darin Williams, sem hafa vakið lukku og athygli undanfarið fyrir grímuframleiðslu, í Ljósa punktinum á K100. Þau sauma grímur á aldagamla saumavél. Meira
14. ágúst 2020 | Árnað heilla | 94 orð | 1 mynd

Þorsteinn Þorsteinsson

60 ára Þorsteinn ólst upp í Reykjavík, bjó um árabil í Svíþjóð og er nú búsettur í Kópavogi. Hann lauk meistaragráðu í hagfræði frá Háskólanum í Lundi og er deildarstjóri samskipta og miðlunar hjá Hagstofu Íslands. Meira

Íþróttir

14. ágúst 2020 | Íþróttir | 1021 orð | 2 myndir

Gef alltaf 110 prósent í allt sem ég geri á vellinum

Skotland Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ísak Snær Þorvaldsson, 19 ára Mosfellingur, gekk á dögunum til liðs við skoska knattspyrnufélagið St. Mirren að láni frá Norwich á Englandi. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 394 orð | 3 myndir

* Heimir Hallgrímsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson...

* Heimir Hallgrímsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson máttu sætta sig við tap í Katar í gær. Al-Arabi heimsótti Al-Sailiya sem hafði betur 1:0 og náði að slíta sig þremur stigum frá Al-Arabi í deildinni. Þar er Íslendingaliðið í 6. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 26 orð | 1 mynd

Houston – Indiana 104:108 Philadelphia – Toronto 121:125...

Houston – Indiana 104:108 Philadelphia – Toronto 121:125 Oklahoma – Miami 116:115 Denver – LA Clippers 111:124 Boston – Washington 90:96 LA Lakers – Sacramento... Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 329 orð | 1 mynd

Íslandsmótið fyrir luktum dyrum

Íslandsmót karla og kvenna í knattspyrnu hefur loks göngu sína á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Pepsí Max deild karla: Meistaravellir: KR – FH 18...

KNATTSPYRNA Pepsí Max deild karla: Meistaravellir: KR – FH 18 Samsungvöllurinn: Stjarnan – Grótta 19:15 Lengjudeild karla: Framvöllur: Fram – ÍBV 18 2. deild karla: Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – KF 18 Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Kolbeinn sneri aftur á völlinn

Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur á fótboltavöllinn er AIK mætti Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Kolbeinn kom inn á sem varamaður í hálfleik en tókst ekki að koma í veg fyrir 0:1-tap á heimavelli. Kolbeinn lék síðast með liðinu 2. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn

Fyrsta tímabil þýska liðsins Leipzig í Meistaradeild Evrópu í fótbolta verður eftirminnilegt en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með 2:1-sigri á Atlético Madrid frá Spáni í gærkvöld. Bandaríski varamaðurinn Tyler Adams skoraði sigurmarkið á 88. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Líst vel á sig í Skotlandi eftir að hafa verið lánaður frá Norwich

„Þetta er búið að vera á borðinu síðan í janúar, þá hafði St. Mirren fyrst áhuga á mér, en þá endaði ég á því að fara til Fleetwood. Þeir sýndu mér svo aftur áhuga fyrir þetta tímabil og ég ákvað að slá til. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit: RB Leipzig – Atlético Madríd...

Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit: RB Leipzig – Atlético Madríd 2:1 *Leipzig áfram í undanúrslit og mætir París Saint-Germain. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 558 orð | 2 myndir

Sýn Ólafs hafði áhrif á ákvörðun Andra Rúnars

Fótbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason færði sig á dögunum frá Þýskalandi til Danmerkur. Gerði hann tveggja ára samning við Esbjerg sem leikur í dönsku b-deildinni í knattspyrnu. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Úr Garðabæ í Kópavoginn

Knattspyrnudeild HK hefur gengið frá lánssamningi við danska miðvörðinn Martin Rauschenberg frá Stjörnunni og verður hann hjá Kópavogsliðinu út tímabilið. Rauschenberg, sem er 28 ára, varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2014. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Víkingar nældu í Örn Inga

Handknattleiksmaðurinn Örn Ingi Bjarkason mun leika með Víkingum úr Reykjavík í B-deildinni næsta vetur. Félagið gaf þetta út í fréttatilkynningu í gær. Meira
14. ágúst 2020 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Þráinn Orri snýr heim til Íslands

Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur gengið til liðs við Hauka og mun hann spila með liðinu á Íslandsmótinu í vetur. Haukar sögðu frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum. Meira

Ýmis aukablöð

14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 480 orð | 1 mynd

Alþjóðlegt samstarf (í bílskúrnum)

Sumarið er tíminn til að endurnýja orkuna og fá nýjar og enn þá betri hugmyndir. Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 866 orð | 2 myndir

„Okkur eru allir vegir færir ef hugsunin er frjó“

Margrét Stefánsdóttir Markaðs- og kynningarstjóri á heilbrigðisvísindasviði HÍ hefur sótt mörg áhugaverð námskeið sem hafa haft mikil áhrif á hana. Hún stefnir á meistaranám í nýsköpun og viðskiptaþróun í haust. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 916 orð | 2 myndir

Geta allir náð góðum tökum á fjarnámi?

Að sögn Helgu Lindar Hjartardóttur er lykilatriði að hjálpa nemendum að sjá hvaða tilgangi námið þjónar. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 611 orð | 6 myndir

Hefur brennandi áhuga á tískusamsteypum og hótelum

Svala Guðmundsdóttir, prófessor og stjórnarformaður MBA-námsins og Viðskiptafræðistofnunar við Háskóla Íslands, segir haustið hennar uppáhalds tíma. Hún hefur áhuga á mörgu, meðal annars hótelum á erlendri grundu og tískusamsteypum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 1112 orð | 2 myndir

Hvað á að læra á tímum farsóttar?

Til að finna rétta stefnu í námi er gott, að sögn Helgu Tryggvadóttur, að byrja á vandaðri sjálfsskoðun Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 621 orð | 2 myndir

Lánþegar gæti sín á umsóknar- og skilafrestum

Minni háttar yfirsjón getur valdið því að námsmenn missi af lánum og undanþágum sem þeir eiga rétt á. Mikilvægt er að þekkja reglur Menntasjóðsins vel og skilja t.d. hvernig viðbótartekjur kunna að skerða framfærslu- og skólagjaldalán. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 921 orð | 2 myndir

Leitin að rétta náminu getur verið langt ferðalag

Þeir sem setja stefnuna á nám erlendis ættu, að sögn Jónínu Kárdal, að gefa sér góðan tíma til að vanda valið og vanda sig við umsóknarferlið. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 2139 orð | 1 mynd

Lítur á kennarastarfið sem listgrein og kennir áfanga um Harry Potter

Ármann Halldórsson, heimspeki- og enskukennari í Versló til fjölda ára, segir að galdurinn á bak við gott nám og góða kennara sé meðal annars áhersla á virka sköpun og almennt stuð. Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 111 orð | 1 mynd

Ómeðvituð hlutdrægni

Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey | Arctic segir að hægt sé að vera með tæran hug eða hug mengaðan af fyrirframákveðnum dómum. Hún kennir fólki að koma auga á hlutdrægni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 818 orð | 1 mynd

Til að leggja drög að mergjuðu hlaðvarpi

Gott hljóð, gott innihald og markviss markaðssetning er lykillinn að árangri, segir Guðmundur Hörður Guðmundsson hlaðvarpssérfræðingur. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 1804 orð | 2 myndir

Þarf að kenna börnum að lesa þegar þau geta talað við ísskápinn?

Það er ekki hægt að segja að afturhaldssemi hrjái Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóra í Laugarnesskóla. Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 836 orð | 2 myndir

Þeir sem vanrækja sjálfbærnina munu sitja eftir

Á nýju námskeiði hjá Opna háskólanum munu Sigurður Markússon og aðrir leiðbeinendur fara í saumana á því hvernig fyrirtæki og stofnanir geta gefið sjálfbærni aukið vægi. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Meira
14. ágúst 2020 | Blaðaukar | 1097 orð | 2 myndir

Þurfa að vanda sig við kynningarbréfið

Þegar sótt er um námsvist við erlenda háskóla er gott ráð að sækja um á mörgum stöðum og geta þá valið úr misgóðum tilboðum um styrki og afslætti. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.