Greinar miðvikudaginn 25. nóvember 2020

Fréttir

25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 245 orð

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Í dag hefst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, jafnt hér á landi og á heimsvísu. Stendur átakið til 10. desember og er því ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Aðventuvagninn heimsækir einangraða hópa

Aðventuvagn Þjóðleikhússins var við Skógarbæ og skemmti heimilismönnum Hrafnistu í sinni fyrstu ferð í vetur í gær. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Allir Íslendingar fái sitt stafræna pósthólf

Allir Íslendingar, fyrirtæki og aðrir lögaðilar, eiga að fá hver fyrir sig sitt eigið stafræna pósthólf sem verði í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Útreiðar Hestamenn og annað útivistarfólk hefur getað nýtt stillt og gott veður að undanförnu, líkt og þessi hestakona gerði í Víðidal í vikunni. Þótt kalt sé í veðri er útiveran hressandi fyrir... Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 60 orð

Á þriðja hundrað þáðu aðstoð í gær

Alls þáðu 230 manns úthlutanir með fjölbreyttum mat og öðrum nauðsynjum frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í gær. Von var á ámóta mörgum eða fleirum í úthlutuninni í dag en samtökin hafa þegar hafið undirbúning fyrir úthlutanir desembermánaðar. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Borgin fjölgar leikskólaplássum

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma í gær að setja á fót þróunarverkefni um inntöku ungbarna í tiltekna leikskóla borgarinnar, þar sem þeir leikskólar sem hafa laus leikskólarými fá heimild til að innrita yngri börn, allt niður í... Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 436 orð | 3 myndir

Fáum vonandi tímalínu á varnir

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Eftir þessa tvo fundi tel ég að Flateyringar séu rólegir yfir vetrinum. Það verða mögulega rýmingar en fólk veit þá hvernig það á að bera sig að. Hér er verið að vinna að undirbúningi snjóflóðavarna. Vonandi fáum við tímalínu um framkvæmdir sem fyrst svo fólk geti áttað sig á stöðunni,“ segir Helena Jónsdóttir, verkefnisstjóri nýsköpunar og þróunar á Flateyri. Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar áætlar að tjón hafnarinnar, einstaklinga og tryggingafélaga vegna snjóflóðsins í janúar nemi eitt til tvö hundruð milljónum króna. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

Greindu níu ný innanlandssmit

Níu innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í fyrradag. Fimm voru í sóttkví við greiningu. Alls höfðu þá 958 sýni verið tekin... Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 269 orð

Hjálparstofnanir finna fyrir aukinni spurn eftir aðstoð

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er brjálað að gera,“ sagði Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, í gær. Þá var 230 úthlutað fjölbreyttum mat og öðrum nauðsynjum. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 438 orð | 2 myndir

Íslenska silfurbergið einstakt í um 250 ár

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Jón Eiríksson Drangeyjarjarl

Jón Eiríksson í Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði, gjarnan nefndur Drangeyjarjarl, lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt, 91 árs að aldri. Jón var fæddur 8. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Jón Kalman og Maríanna Clara ræða um Fjarvera þín er myrkur

Á dagskrá Menningar á miðvikudögum, sem streymt er í viku hverri frá Bókasafni Kópavogs, er í dag samtal Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, bókmenntafræðings og leikkonu, við Jón Kalman Stefánsson rithöfund. Hefst það kl. 12. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Kveður sáttur eftir 40 ár

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er kornungur eða mér líður alla vega þannig. En maður verður víst að pakka saman 65 ára og má ekki einu sinni fljúga á afmælisdaginn,“ segir Tryggvi Jónsson, flugstjóri hjá Air Iceland Connect. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Landhelgisgæslan í þröngri stöðu

Ragnhildur Þrastardóttir Veronika Steinunn Magnúsdóttir Allra leiða verður leitað til að tryggja öryggi, sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er hún var spurð í gær hvort til greina kæmi að leita liðsauka hjá Dönum, ef engar þyrlur... Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 515 orð | 2 myndir

Laun „ekki aðlagast aðstæðum“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að launavísitalan væri að hækka í október, en þessi þróun vekur engu að síður athygli á meðan við búum við svo mikið atvinnuleysi eins og raunin er,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 189 orð

Laun úr takti við aðstæður

„Samanburður við hin norrænu löndin sýnir að við erum með mestu raunlaunahækkun á árinu þrátt fyrir að vera einnig með mesta atvinnuleysið og dræmustu hagvaxtarhorfurnar,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs... Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 495 orð | 3 myndir

Lög um sóttvarnir löguð í ljósi reynslu

Fréttaskýring Guðni Einarsson gudni@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum nr. 19/1997. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Mikið hagræði að notkun rafmagns

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vestmannaeyjaferjan Herjólfur gengur ágætlega fyrir rafmagni. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að umtalsverður sparnaður og hagkvæmni sé af því að sigla fyrir rafmagni í stað dísilolíu. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Óslóartréð skreytt á Austurvelli

Þótt desembermánuður hafi ekki enn gengið í garð hefur miðborg Reykjavíkur verið prýdd jólaljósum víðast hvar og er Austurvöllur þar engin undantekning. Meira
25. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Reiði vegna hörku lögreglu í París

Lögregla í París gekk fram af talsverðri hörku er hún upprætti í fyrrinótt tjaldborg sem heimilislausir innflytjendur höfðu reist. Sló í brýnu milli lögreglunnar og innflytjenda og stuðningsfólks þeirra. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sinfónían tilnefnd til Grammy

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason hafa verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir hljómdisk sinn, Concurrence, í flokknum besti hljómsveitarflutningur. Meira
25. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Takmarka samgang

Sextán sambandslönd Þýskalands hafa orðið sammála leiðbeiningum um samfélagssamgang. Þær verða kynntar á fundi fulltrúa landanna með Angelu Merkel í dag, en reglurnar munu takmarka jólahald. Meira
25. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Tekjur flugsins minnka um 60%

Tekjur áætlunarflugfélaga munu dragast saman um 60% frá í fyrra, allt af völdum kórónuveirunnar, að sögn heimssamtaka áætlunarflugfélaga (IATA). IATA segir að mikil ógn steðji að flugsamgöngum í heild vegna tekjufallsins. Meira
25. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Trump opnar leið fyrir Biden

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki viðurkennt kosningasigur Joes Bidens þó hann hafi samþykkt að undirbúningur á tilfærslu valda til Bidens geti hafist þegar í stað. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Varnir ekki tímasettar

Ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðist verður í framkvæmdir við endurbætur á snjóflóðagörðum fyrir ofan Flateyri og vörnum við höfnina og Flateyrarveg um Hvilftarströnd. Meira
25. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Virkni bóluefnisins Spútnik 95%

Virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V gegn kórónuveirunni er 95%, að sögn vísindamanna sem þróað hafa bóluefnið, sem gefið er í tveimur skömmtum. Rússneskir borgarar þurfa ekki að borga fyrir bólusetningu en hún mun kosta um 10 dollara annars staðar. Meira
25. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Þokast í átt að samkomulagi

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nokkur gangur hefur verið í viðræðum milli Landsvirkjunar og Rio Tinto varðandi endurskoðun þess raforkuverðs sem síðarnefnda fyrirtækið greiðir í tengslum við framleiðslu sína í Straumsvík. Meira

Ritstjórnargreinar

25. nóvember 2020 | Leiðarar | 187 orð

Ábyrgðarlaus fjaðraþjófur

Það er óheppilegt hversu núverandi borgarstjóri er sjálfum sér líkur Meira
25. nóvember 2020 | Leiðarar | 478 orð

Jarðtengingu skortir

Enn berast fréttir af launaþróun sem engin innistæða er fyrir í atvinnulífinu Meira
25. nóvember 2020 | Staksteinar | 198 orð | 1 mynd

Spennandi verk og dýrt

Umræður eru hafnar um nýjan eða mjög endurnýjaðan þjóðarleikvang í Laugardal sem forráðamenn íþróttanna telja að sé fyrir löngu orðinn tímabær. Meira

Menning

25. nóvember 2020 | Myndlist | 92 orð | 1 mynd

Andstæður með 64 verk í Listasal

Vatnslitafélag Íslands hefur opnað sýninguna Andstæður í Listasal Mosfellsbæjar. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Vatnslitafélag Íslands sé nýstofnað og öflugt félag um 200 vatnslitamálara. Meira
25. nóvember 2020 | Fjölmiðlar | 213 orð | 1 mynd

„Glæpsamlegt“ að láta sem lax taki

Annar hver maður og vel það virðist hafa verið að horfa á nýja þáttaröð Krúnunnar, The Crown, á Netflix. Víða er fjallað um heimildir og sannleika og hafa sagnfræðingar bent á að ýmislegt sé skáldað þarna. Meira
25. nóvember 2020 | Menningarlíf | 1171 orð | 2 myndir

Ég er einræningi og ólán

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við þurfum að halda sögu Sigríðar á lofti, hún er þjóðhetja og fyrirmynd sem talar skýrt inn í okkar samtíma, nú þegar fólk er farið að átta sig á hversu miklu máli náttúruvernd skiptir. Sigríður var kvenskörungur og hugsjónakona sem skar sig úr fyrir baráttu sína og þrautseigju. Hún var fædd á nítjándu öld en á þeim tíma var óvenjulegt að kona legði á sig mikið erfiði til að berjast fyrir því sem hún trúði á,“ segir Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur og rithöfundur sem nýlega sendi frá sér sögulegu skáldsöguna Konan sem elskaði fossinn, en þar segir af Sigríði Tómasdóttur í Brattholti sem barðist fyrir nágranna sínum og vini, Gullfossi, þegar til stóð að virkja hann. Meira
25. nóvember 2020 | Myndlist | 99 orð | 1 mynd

Málþingið Fræðamót haldið í dag

Þjóðminjasafn Íslands og Háskóli Íslands standa fyrir málþingi undir yfirskriftinni Fræðamót í dag milli kl. 11.00 og 16.30. Meira
25. nóvember 2020 | Bókmenntir | 525 orð | 3 myndir

Æ sér gjöf til gjalda

Teikningar og texti eftir Peder Madsen. Saga skrifuð af Hans Rancke, Per Vadmand og Henning Kure. Um litun sá Jesper Ejsing. Bjarni Frímann Karlsson þýddi. Iðunn, 2020. Innbundin, 48 bls. Meira

Umræðan

25. nóvember 2020 | Aðsent efni | 756 orð | 1 mynd

Borgarlínan og heilsufar

Eftir Elías Elíasson: "Hjólreiðamenn fá líka sinn skammt, en um einn af hverjum sex nýjum notendum almenningssamgangna kemur úr þeim hópi." Meira
25. nóvember 2020 | Aðsent efni | 368 orð | 1 mynd

Dýrmætur lykill

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Bænin kallar eftir og eflir samstöðu og er dýrmætur og dásamlegur lykill að friði og jafnvægi í huga og hjarta." Meira
25. nóvember 2020 | Aðsent efni | 36 orð | 1 mynd

Röng mynd með grein

Röng mynd birtist með greininni „Bjarni – Gleymdir þú okkur nokkuð?“ eftir Bryndísi Kristjánsdóttur leiðsögumann í blaðinu í gær. Fyrir mistök var sett inn mynd af alnöfnu hennar, einnig leiðsögumanni. Meira
25. nóvember 2020 | Aðsent efni | 1058 orð | 1 mynd

Samantekin ráð gegn Halldóri Laxness

Eftir Halldór Guðmundsson: "Enginn sem les skeyti William Trimble, bandaríska utanríkisráðuneytisins og FBI þarf að velkjast í vafa um að rannsókn á gjaldeyristekjum Halldórs á sér pólitískar rætur ..." Meira
25. nóvember 2020 | Pistlar | 423 orð | 1 mynd

Værum við ekki stolt?

Í hátíðahöldunum 17. júní hallaði forseti lýðveldisins sér að borgarstjóra þar sem þeir sátu á Austurvelli undir styttunni af Jóni Sigurðssyni og spurði: „Hvað heldurðu að það yrði mikið mál að setja styttu af undirrituðum við hliðina á Jóni? Meira
25. nóvember 2020 | Aðsent efni | 1242 orð | 1 mynd

Vörn fyrir launafólk og fyrirtæki

Eftir Óla Björn Kárason: "Líkt og á vellinum eru utanvallarsérfræðingar nauðsynlegir, hitta stundum naglann á höfuðið og veita þegar vel tekst til nauðsynlegt aðhald." Meira

Minningargreinar

25. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1141 orð | 1 mynd

Gunnar Örn Guðsveinsson

Gunnar Örn Guðsveinsson fæddist í Hafnarfirði 3. ágúst 1943. Hann lést á líknardeild Landspítalans 14. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Guðsveinn B. Þorbjörnsson, lögreglumaður í Hafnarfirði, og Ólöf Kristjánsdóttir. Þau eru bæði látin. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1880 orð | 1 mynd

Hrafn Jóhannsson

Hrafn Jóhannsson, byggingatæknifræðingur og skógarbóndi, fæddist í Reykjavík 27. júlí 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans 16. nóvember 2020. Hrafn var sonur hjónanna Jóhanns Kristins Þorsteinssonar, málara og efnafræðings, f. 23. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1280 orð | 1 mynd

Margaret Ross Scheving Thorsteinsson

Margaret Ross Ritter Wolfe fæddist í Williamsport, Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, 18. júlí 1924. Hún lést 13. nóv. 2020. Foreldrar hennar voru Charles Daniel Wolfe kaupsýslumaður, f. 1. apríl 1904, og Caroline Ritter Wolfe, bóndi og ritari, f. 11. jan. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2020 | Minningargreinar | 3179 orð | 1 mynd

Sverrir Ingi Axelsson

Sverrir Ingi Axelsson fæddist í Reykjavík 25. október 1927. Hann lést 8. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Kristín Ketilsdóttir húsmóðir, f. 14. október 1895 í Hvítárholti, Hrunamannahreppi, d. 17. nóvember 1955 í Reykjavík. og Axel Valdimar... Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

25. nóvember 2020 | Fastir þættir | 166 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. 0-0 0-0 5. d4 d6 6. He1 b5 7. c3 Bb7...

1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. 0-0 0-0 5. d4 d6 6. He1 b5 7. c3 Bb7 8. a4 bxa4 9. Dxa4 Rbd7 10. Rbd2 c5 11. e4 cxd4 12. Rxd4 Rc5 13. Dc2 Dc8 14. R2b3 Rfd7 15. Ra5 Ba6 16. Bg5 He8 17. Rdc6 Kf8 18. Dd2 Rd3 19. He3 R7e5 20. Bxe7+ Hxe7 21. Rxe7 Kxe7 22. Meira
25. nóvember 2020 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Andri Valur Pálsson

30 ára Andri Valur fæddist í Keflavík, ólst upp á Stöðvarfirði en býr núna á Egilsstöðum. Andri Valur er vélamaður hjá Yl. Helstu áhugamál hans eru skotveiði, jeppamennska og vélsleðar. Meira
25. nóvember 2020 | Í dag | 113 orð | 1 mynd

„Ég hef haft það betra“

Sólmundur Hólm og Viktoría Hermannsdóttir eiga von á sínu fimmta barni þann 25. maí á næsta ári. Sóli ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum um stækkandi fjölskyldu. Meira
25. nóvember 2020 | Fastir þættir | 174 orð

Góðir siðir. N-NS Norður &spade;Á7 &heart;DG1095 ⋄943 &klubs;ÁDG...

Góðir siðir. N-NS Norður &spade;Á7 &heart;DG1095 ⋄943 &klubs;ÁDG Vestur Austur &spade;532 &spade;G10964 &heart;ÁK &heart;632 ⋄K10876 ⋄G &klubs;843 &klubs;9762 Suður &spade;KD8 &heart;874 ⋄ÁD52 &klubs;K105 Suður spilar 3G. Meira
25. nóvember 2020 | Í dag | 977 orð | 3 myndir

Listræn kvenfélagskona í Flóanum

Halla Aðalsteinsdóttir fæddist 25. nóvember 1935 í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Foreldrar hennar fluttu vestur árinu áður með þrjú eldri systkini Höllu. Aðalsteinn faðir hennar vann að stofnun Reykjanesskóla og var fyrsti skólastjóri skólans árið... Meira
25. nóvember 2020 | Í dag | 49 orð

Málið

Að eiga á brattann að sækja þýðir að mæta mótstöðu ; eiga erfitt uppdráttar; lenda í þrengingum . Þarna er trúlega, segja fróðir menn, nafnorðið bratti , og líkingin dregin af fjallgöngu, ekki lýsingarorðið brattur, og því eru n-in tvö. Meira
25. nóvember 2020 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

Reykjavík Aron Berg Robertasson fæddist 2. janúar árið 2020 á...

Reykjavík Aron Berg Robertasson fæddist 2. janúar árið 2020 á kvennadeild Landspítalans í Reykjavík. Hann vó 3.450 gr. og var 51 sm langur. Aron kom í heiminn kl. 4:55 að morgni. Foreldrar hans eru Robertas Radcenko og Karen Björg Jóhannsdóttir... Meira
25. nóvember 2020 | Árnað heilla | 85 orð | 1 mynd

Rúna Dís Þorsteinsdóttir

30 ára Rúna Dís ólst upp á Akranesi og keypti fyrir nokkrum árum æskuheimilið og býr þar nú. Hún vinnur í Norðurál. Helstu áhugamálin eru fjölskylduferðalög, heimilishundarnir og sjálfsvarnartækni sem hún æfir hjá Tý. Maki : Björn Árnason, f. Meira
25. nóvember 2020 | Í dag | 282 orð

Yrkingarvélin er mikið þing

Á mánudagsmorgun orti Magnús Halldórsson á Boðnarmiði: Föl er sól við fjallaskarð, frerinn geislum stirndur. Ýlir er að ganga í garð, gormánuður fyrndur. Meira

Íþróttir

25. nóvember 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Alingsås vann óvæntan sigur

Sænska liðið Alingsås kom nokkuð á óvart í Evrópudeild karla í handknattleik í gær þegar liðið vann þýska liðið Magdeburg 30:29 í Svíþjóð. Aron Dagur Pálsson leikur með liðinu og átti flottan leik. Skoraði þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 691 orð | 2 myndir

Ákvað að setja handboltann í fyrsta sætið í þetta skipti

Svíþjóð Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Bjarni Ófeigur Valdimarsson ákvað að velja handboltann fram yfir námið þegar hann samdi við sænska úrvalsdeildarfélagið Skövde á dögunum. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Danmörk Bjerringbro/Silkeborg – Skjern 32:26 • Elvar Örn...

Danmörk Bjerringbro/Silkeborg – Skjern 32:26 • Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Skjern. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 379 orð | 2 myndir

Fjögur lið tryggðu sig áfram

Meistaradeildin Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Fjögur lið tryggðu sér í gær sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir af riðlakeppninni. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Freyr hafnaði freistandi tilboði frá Danmörku

Freyr Alexandersson, fráfarandi aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, hafnaði tilboði frá dönsku meisturunum í Midtjylland síðasta vetur. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Guðmundur í 46. sæti á mótaröðinni

Keppnistímabilinu er lokið hjá GR-ingnum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Guðmundur hafnaði í 46. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Hólmar skoraði fyrir Rosenborg

Landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rosenborg í fjögur ár er liðið mátti þola 2:3-tap fyrir Brann í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Hægir á laganáminu til að gerast atvinnumaður hjá Skövde í Svíþjóð

Bjarni Ófeigur Valdimarsson ákvað að velja handboltann fram yfir námið þegar hann samdi við sænska úrvalsdeildarfélagið Skövde á dögunum. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 433 orð | 3 myndir

*Knattspyrnudeild Fjölnis gekk í gær frá samningum við tvo sterka...

*Knattspyrnudeild Fjölnis gekk í gær frá samningum við tvo sterka leikmenn en Dofri Snorrason gerði tveggja ára samning við félagið og Andri Freyr Jónasson þriggja ára samning. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Landsliðið æfir í Austurríki

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóvakíu 26. nóvember og Ungverjalandi 1. desember í síðustu leikjum liðsins í undankeppni EM. Fara báðir leikir fram á útivelli. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Krasnodar – Sevilla 1:2 Rennes...

Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Krasnodar – Sevilla 1:2 Rennes – Chelsea 1:2 Staðan: Chelsea 10 stig, Sevilla 10, Krasnodar 1, Rennes 1. F-RIÐILL: Borussia Dortmund – Club Brugge 3:0 Lazio – Zent St. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Sara leikur gegn Juventus

Fjögur Íslendingalið eru eftir í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu en dregið var til 32-liða úrslita í keppninni í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Meira
25. nóvember 2020 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Verðmiðinn hækkar hratt

Erlendir fjölmiðla þreytast ekki á að fjalla um Skagamanninn unga Ísak Bergmann Jóhannesson og framtíð hans á knattspyrnuvellinum. Mirror fjallaði um það á dögunum að Juventus gæti gert Norrköping tilboð í janúar. Meira

Viðskiptablað

25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 212 orð | 2 myndir

Aldrei séð jafn mikinn kaupmátt á Íslandi

Þegar kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi var útlitið dökkt hjá Húsgagnahöllinni, Dorma og Betra baki. Síðan snerist taflið við. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 352 orð | 2 myndir

And-vottorð

Ef umsækjandi hins vegar hefur einhverjar annarlegar hvatir og vildi villa á sér heimildir, væri auðvitað einfalt mál að falsa eintak stafrænt og senda. Rafræn uppfletting sýslumanns eða annars stjórnvalds hefði hinsvegar þann kost að enginn möguleiki er á milligöngu með fölsun í huga. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 735 orð | 1 mynd

Annir kalla á aukna innviði

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í nýju samkeppnismati OECD eru ýmsar ábendingar um hvað betur mætti fara bæði í rekstri Isavia og Keflavíkurflugvallar. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 203 orð

Bætur og lægstu laun

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðasti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar til að örva hagkerfið hefur eflaust létt mörgum róðurinn sem störfuðu í ferðaþjónustu. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 993 orð | 1 mynd

Eykur þefvísi og dýpkar skilning

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Samkvæmt lýsingu Jóhannesar úr Kötlum er hann með hlálegt og risastórt nef. Svo stórt að hann fær aldrei kvef. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 560 orð | 1 mynd

Íslenskur hlutabréfamarkaður í tísku

Frá upphafi skipulagðra fjármálamarkaða hér á landi hafa innlendum fjárfestum boðist áhættulitlir fjárfestingakostir með jákvæða raunávöxtun. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 222 orð | 1 mynd

Johan Rönning kaupir Varma og vélaverk

Iðnaður Johan Rönning hefur gengið frá kaupum á Varma og vélaverki. Seljandi fyrirtækisins er Nesnúpur hf., systurfélag VHE hf. sem nú er í greiðslustöðvun og leitar nauðasamnings við kröfuhafa sína. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 284 orð | 1 mynd

Lægri arðsemiskrafa opnar leikinn

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Miðað við núverandi arðsemiskröfur ríkissjóðs á hendur Landsvirkjun á fyrirtækið óhægt um vik í samningum við Rio Tinto um lægra raforkuverð. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 25 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Mikið fjármagn að baki pizzarisunum Aðalheiður Ósk ráðin úr hópi 100... Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 15 orð | 1 mynd

Musk orðinn næstríkastur

Elon Musk, stofnandi bílaframleiðandans Tesla, hefur tekið fram úr Bill Gates sem næstríkasti maður... Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 820 orð | 1 mynd

Reiðubúin að hlaupa þegar bóluefni kemur

Undanfarnir mánuðir hafa verið krefjandi fyrir bankageirann og áhugaverðir tímar framundan fyrir Nönnu og samstarfsfólk hennar hjá Landsbankanum. Hverjar eru helstu áskoranir í rekstri þessi misserin? Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 2389 orð | 1 mynd

Sjaldan meiri sala en í faraldrinum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á síðastliðið vor og samkomubann tók gildi á Íslandi varð eigendum Húsgagnahallarinnar, Dorma og Betra baks brugðið og voru þeir uggandi yfir framhaldinu. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 846 orð | 1 mynd

Sóttvarnir komnar til að vera

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ræstingafyrirtækið Sólar er eitt af þeim fyrirtækjum sem fáir verða varir við, enda vinnur það sína vinnu gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Árið 2020 stefnir í að verða tekjuhærra en 2019. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 229 orð | 1 mynd

Umpólun á lánamarkaði

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Bankarnir hafa lánað gríðarlega inn á fasteignamarkaðinn það sem af er ári. Allur þunginn er í óverðtryggðum lánum. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 1236 orð | 1 mynd

Uppeldissaga Apakóngsins

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mexíkóborg ai@mbl.is Á síðustu metrunum í embætti ætlar Trump að herða enn frekar tökin á Kína og gæti farið svo að kínversk félög þurfi að draga sig út úr bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Ekki veitir af að beita Kína þrýstingi enda verður varla mikið lengur tjónkað við ráðamenn í Peking. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 113 orð | 1 mynd

Upplifunaröskjur í stað jólahlaðborða

Gjafir Fyrirtækið Óskaskrín, sem selur öskjur sem innihalda margvíslegar upplifanir, eins og út að borða, dekur eða þyrluflug, hefur þrefaldað jólasölu sína frá því í fyrra. Samt er söluhæsti mánuðurinn, desember, allur eftir. Meira
25. nóvember 2020 | Viðskiptablað | 306 orð

Þvert á allar spár

Elon Musk er ekkert venjulegur maður og það þarf ekki að skyggnast langt yfir feril hans til þess að átta sig á því. Hann er í hópi örfárra einstaklinga sem með hugviti sínu, atorku og útsjónarsemi virðist geta beygt framgang sögunnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.