Greinar laugardaginn 28. nóvember 2020

Fréttir

28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 349 orð | 2 myndir

Alþingi samþykkti lög á verkfallið

Andrés Magnússon Ragnhildur Þrastardóttir Frumvarp um lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna sem voru í verkfalli. Lögin hafa þegar tekið gildi. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Björt jólaljós tendruð í Hafnarfirði

Ljósin á Cuxhaven-jólatrénu voru tendruð í Jólaþorpinu í Hafnarfirði í gærmorgun af Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi, og Gísla Valdimarssyni, formanni vinabæjarfélagsins... Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 329 orð | 3 myndir

Drottningin býður prufukeyrslu

Nú kveður við nýjan tón í Keflavíkurkirkju eftir að nýju og glæsilegu orgeli hefur verið komið þar fyrir. Vinna við lokahandtökin stendur yfir og stutt í að formleg vígsla fari fram. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Gjörbylta aðstæðum barna

Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Frumvörp sem miða að því að gjörbylta aðstæðum barna og fjölskyldna þeirra eru á leið inn í þingið. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Grunnþjónusta við íbúana sé tryggð

„Að í hverju byggðarlagi sé dagvöruverslun er grunnþjónusta. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 902 orð | 4 myndir

Hádegisútvarpið eflt með nýjum þætti

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýr fréttatengdur þáttur á Rás 1, Hádegið , hefur göngu sína næstkomandi þriðjudag, 1. desember. Þátturinn nýi verður á dagskrá alla virka daga milli kl. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Herkúles víkur fyrir Gretti sterka

Icetug hefur í ár selt tvo af öflugum dráttarbátum sínum. Fyrst fór Togarinn til nýrra eigenda og í haust var Grettir sterki einnig seldur. Nafnið hverfur þó ekki úr flotanum, því dráttarbáturinn Herkúles fær nafn Grettis. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Hótel Saga verði elliheimili

Helgi Jóhannesson, eigandi sælgætisgerðarinnar Góu, sem hefur látið sig málefni eldri borgara miklu varða, segir að nú þegar búið sé að loka Hótel Sögu sé upplagt að opna þar elliheimili. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Húsasmiðjan stækkar við sig á Akureyri

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Húsasmiðjan hefur hafið byggingarframkvæmdir við Freyjunes á Akureyri og hyggst flytja starfsemi sína frá Lónsbakka þar sem hún hefur verið um árabil og í nýtt húsnæði í Nesjahverfi. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Jóhann Hjálmarsson rithöfundur

Jóhann Hjálmarsson rithöfundur er látinn, 81 árs að aldri. Jóhann fæddist í Reykjavík 2. júlí 1939 og ólst upp þar og á Hellissandi. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Kvöldroði Keilir laðar til sín linsur ljósmyndaranna, ekki síst að kvöldlagi þegar sólin er að setjast. Fjallið er okkar egypski píramídi norður á norpandi... Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Kvenfélagskonur baka í sólarhring

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kynstrin öll af sörum, marengstertum, kleinum, smákökum og öðru góðgæti eiga nú í morgunsárið að vera tilbúnar eftir næturstarf kvenfélagskvenna. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 682 orð | 3 myndir

Kvótafrumvarp fær góðar viðtökur

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þingmenn meirihlutans í atvinnuveganefnd Alþingis sem Morgunblaðið hefur rætt við virðast nokkuð jákvæðir í garð frumvarps þingmannsins Páls Magnússonar sem hann segir til þess gert að skerpa á gildandi fyrirkomulagi um takmarkanir á eignarhaldi á aflaheimildum. Þetta á einnig við um þingmenn minnihlutans og því sterkar vísbendingar um að frumvarpið fái þinglega meðferð. Þingmennirnir taka allir vel í hugmyndirnar með fyrirvara. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 629 orð | 3 myndir

Laxar raktir til heimakvíar

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Færri strokulaxar úr sjókvíaeldi veiddust í laxveiðiám á þessu ári en síðustu ár, svo staðfest sé. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 280 orð

Meirihluti vill formlegar viðræður

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikill meirihluti íbúa þeirra fimm sveitarfélaga á Suðurlandi sem verið hafa í óformlegum viðræðum um sameiningu eru fylgjandi því að sveitarfélögin taki upp formlegar sameiningarviðræður. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 460 orð | 2 myndir

Mikill kraftur í samfélaginu

Úr bæjarlífinu Albert Eymundsson Höfn Kórónuveirufaraldurinn hefur sín áhrif hér um slóðir eins og annars staðar. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Mótmæla „tilræði“ við villtan lax

Landssamband veiðifélaga mótmælir harðlega áformum Fiskeldis Austfjarða hf. um 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði. Í harðorðri ályktun segir sambandið að eldi á norskum eldislaxi í Seyðisfirði sé „tilræði við villta laxastofna“. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ríkisstjórnin styrkti tíu hjálparsamtök

Ríkisstjórnin ákvað í gær að veita samtals fimm milljónir króna til tíu innlendra hjálparsamtaka. Sú venja hefur skapast að hún styrki slík samtök í aðdraganda jóla. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 357 orð | 2 myndir

Saka Rósu um alvarlegar rangfærslur

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Frumvarpið mun ekki bæta rétt barna heldur auðvelda fullorðnum að smeygja sér í raðir barna til að njóta réttarverndar sem börnum eiga að vera tryggð. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Selja Landsbankahúsið á Selfossi

Samningar voru undirritaðir í gær um kaup Sigtúns þróunarfélags á Landsbankahúsinu við Austurveg á Selfossi. Fjögur tilboð bárust og var tilboð Sigtúns það hæsta, 352 milljónir króna. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 447 orð | 2 myndir

Skagamenn syngja inn jólin daglega

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skagamenn eru komnir í jólagírinn og á hverjum degi frá 1. til 24. desember má hlusta á jólalag dagsins á Facebook ( „Skaginn syngur inn jólin“) og á vefsíðu Skessuhorns (skessuhorn.is). Lögin verða sett inn klukkan níu á morgnana. Einn söngvari eða hópur syngur daglega, en umsjón hafa Ólafur Páll Gunnarsson eða Óli Palli, eins og hann er kallaður, og Hlédís Sveinsdóttir. „Jóladagatalið með Skagamönnum er fyrir alla landsmenn til þess að létta þeim lífið í desember og gera það skemmtilegt,“ segir hann. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Skoðar nýjar tillögur vegna smitfjölda

Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skoðar nú hvort hann þurfi að skila nýjum tillögum um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Spilaði og söng á svellinu sem skipt er í sóttvarnahólf

Flygli var komið fyrir á Nova-svellinu við Ingólfstorg í gærkvöld í tilefni þess að svellið verður opnað almenningi í dag klukkan tólf á hádegi. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Talið að bólusetning sé örugg

„Ég mun ráðleggja öllum mínum skjólstæðingum og kollegum að láta bólusetja sig ef lokauppgjörið úr þriðja fasa prófana verður í lagi. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 891 orð | 4 myndir

Töfraheim-ur jólanna

Sviðsljós Birna G. Konráðsdóttir Borgarfirði Það lætur ekki mikið yfir sér að utan, húsið í gamla bænum í Borgarnesi. Daufur ilmur af greni og ómur af jólalögum gefa þó vísbendingu. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 341 orð | 2 myndir

Undirbúa skráningu laufabrauðshefðar á heimsskrá

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undirbýr tilnefningu íslensku laufabrauðshefðarinnar á skrá Menningarmálastofunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) yfir lifandi hefðir og menningarerfðir mannkyns. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Veislumáltíð fyrir gesti á kaffistofu Samhjálpar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er ótrúlega fallega gert. Við erum mjög þakklát fyrir og hlökkum til að reiða fram matinn,“ segir Jóna Björg Howard, verkefnisstjóri kaffistofu Samhjálpar. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 559 orð | 2 myndir

Þekking á beislun jarðhitans nýtist vel

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Orkustofnun hefur frá 2010, að beiðni utanríkisráðuneytisins, aðstoðað við mótun, framkvæmd, útboð og eftirlit áætlana á sviði endurnýjanlegrar orku í verkefnum uppbyggingarsjóðs EES. Þau hafa verið í Rúmeníu, Ungverjalandi, Asóreyjum, Búlgaríu og Póllandi. Námskeið hafa verið haldin og þekkingu miðlað með heimsóknum hópa. Meira
28. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Örnólfur að hætta sem forsetaritari

Embætti forsetaritara hefur verið auglýst laust til umsóknar. Í samtali við mbl.is staðfestir Örnólfur Thorsson forsetaritari að hann muni hverfa til annarra starfa, eftir 21 ár hjá embættinu. Lýkur hann störfum 1. Meira

Ritstjórnargreinar

28. nóvember 2020 | Staksteinar | 234 orð | 1 mynd

Fals í frumvarpi

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka, hefur í þriðja sinn lagt fram þingmannafrumvarp um breytingu á útlendingalögum hvað varðar aldursgreiningu þegar vafi leikur á að hælisleitandi, sem segist vera barn, sé það í raun. Hún vill leggja af tanngreiningu og taka fólk bara trúanlegt um aldurinn. Þetta væri óskynsamlegt, en það er þó ekkert hjá óheiðarlegum málatilbúnaði þingmannsins, sem laðað hefur frameinhverja harðorðustu umsögn um frumvarp, sem sést hefur, ritaða af þeim fjórum réttartannlæknum, sem annast hafa aldursgreiningar hælisleitenda hér á landi frá upphafi. Meira
28. nóvember 2020 | Reykjavíkurbréf | 1971 orð | 1 mynd

Margar eru myndirnar en sumar vantar

Íslendingurinn telst sennilega góður með sig, þótt vonandi sé of mikið sagt að hann sé roggnari en annarra þjóða menn. Góða hliðin á því einkenni er sú að landinn gerir gjarnan harðar kröfur til sín og frammistöðu sinna manna, sem ætti að vera hollt. Og í þessu þjóðarsjálfsáliti felst auðvitað mikil „áskorun“ svo vinsælasta orð viðtalanna komi við sögu hér. En sem betur fer er þó ekki óravegur í heilbrigt raunsæi og það kemur í ljós í fögnuðinum yfir óvæntum sigri okkar manna. Meira
28. nóvember 2020 | Leiðarar | 293 orð

Ótæpileg sköttunarárátta

Forsjárhyggja er ekki góð og ekki batnar hún þegar hin hvimleiða sköttunarárátta gerist bólfélagi hennar Meira
28. nóvember 2020 | Leiðarar | 372 orð

Velferð barna

Verkefnið er sameiginlegt og það er mikið í húfi Meira

Menning

28. nóvember 2020 | Myndlist | 205 orð | 1 mynd

Aðalheiður opnar sýningu í Kompunni

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag, laugardag, kl. 14. Meira
28. nóvember 2020 | Bókmenntir | 709 orð | 2 myndir

„Alltaf til í að tala um nærbuxur

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er alltaf til í að tala um nærbuxur,“ segir Arndís Þórarinsdóttir kát þegar blaðamaður falast eftir viðtali við hana um nýjustu bók hennar sem nefnist Nærbuxnavélmennið . Meira
28. nóvember 2020 | Menningarlíf | 1101 orð | 1 mynd

Dregur Þórdísi upp úr Drekkingarhyl

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég fékk þessa hugmynd fyrir fjórum árum, að skrifa skáldsögu um eina af þeim átján konum sem var drekkt í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Meira
28. nóvember 2020 | Fjölmiðlar | 218 orð | 1 mynd

Heima um jólin

Þetta skrítna ár hefur liðið hratt og skyndilega er mjög stutt í jólin. Þegar jólahátíðin nálgast er það til siðs á mínu heimili að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsefni tengt hátíðinni. Meira
28. nóvember 2020 | Tónlist | 99 orð | 1 mynd

Kammertónleikar klassískrar deildar

Menntaskóli í tónlist býður til kammertónleika klassískrar deildar í dag, laugar dag, kl. 14. Meira
28. nóvember 2020 | Tónlist | 555 orð | 5 myndir

Nýju þjóðlögin

Ásgeir Ásgeirsson gaf út fyrir stuttu þriðju þjóðlagaplötu sína, Persian Path – Icelandic Folksongs, Vol. 3, hvar íslenska þjóðlagið er sett í nýjan og framandi búning. Meira
28. nóvember 2020 | Bókmenntir | 448 orð | 3 myndir

Sannfærandi ævintýraveröld

Eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur. Björt, 2020. Innbundin, 288 bls. Meira
28. nóvember 2020 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Sigfúsar minnst með tali og tónum

100 ár eru nú liðin frá fæðingu tónskáldsins Sigfúsar Halldórssonar og af því tilefni verður dagskrá í tali og tónum í dag kl. 16. Meira
28. nóvember 2020 | Bókmenntir | 1510 orð | 2 myndir

Stúlkan sem ég var áður

Bókarkafli | Í bókinni Líkami okkar, þeirra vígvöllur lætur stríðsfréttaritarinn Christina Lamb raddir kvenna heyrast og afhjúpar hvernig herir, hryðjuverkamenn og vígasveitir beita nauðgunum sem stríðsvopnum í nútímaátökum til þess að niðurlægja, hræða og stunda kynþáttahreinsanir. Meira
28. nóvember 2020 | Bókmenntir | 789 orð | 3 myndir

Svartigaldur og náskarar í kröftugri fantasíu

Eftir Alexander Dan. Mál og menning, 2020. Innb. 490 bls. Meira
28. nóvember 2020 | Tónlist | 101 orð | 1 mynd

Syngjum saman í beinu streymi

Hannesarholt býður upp á Syngjum saman í beinu streymi á morgun, sunnudag, kl. 14. Um söngstundina sjá að þessu sinni hjónin Valgerður Jónsdóttir tónmenntakennari og söngkona og Þórður Sævarsson gítarleikari. Meira
28. nóvember 2020 | Tónlist | 105 orð | 1 mynd

Syngur þjóðlög í beinu streymi

Þriðju og síðustu tónleikar Önnu Jónsdóttur í svokallaðri þjóðlagaþrennu fara fram í streymi á morgun, sunnudag, kl. 15. Drykkja, dauði og trú er þema tónleikanna á morgun. Meira
28. nóvember 2020 | Hönnun | 139 orð | 1 mynd

Tískusýning í gluggum verslana

Misbrigði , tískusýning fatahönnunarnema á 2. Meira
28. nóvember 2020 | Tónlist | 65 orð | 1 mynd

Tríó Vest í streymi hjá Hannesarholti

Píanótríóið Tríó Vest heldur hálftímalanga tónleika í streymi á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Tríóið skipa Áslaug Gunnarsdóttir á píanó, Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir á fiðlu og Victoría Tarevskaia á selló. Meira
28. nóvember 2020 | Dans | 136 orð | 1 mynd

Vídeódanslistahátíð á Akureyri

Vídeódanslistahátíðin Boreal er haldin í Mjólkurbúðinni á Akureyri þessa dagana. Vegna samkomubannsins þurfti að finna lausn með vörpun verkanna til að halda hátíðina með tilliti til sóttvarnaráðstafana. Meira

Umræðan

28. nóvember 2020 | Aðsent efni | 473 orð | 1 mynd

Áréttað um lífeyrissjóði

Eftir Þóreyju S. Þórðardóttur: "Íslenska lífeyrissjóðakerfið er skilvirkt, öflugt og þjónar hlutverki sínu afar vel. Til þess er horft sem fyrirmyndar víðs vegar að úr veröldinni." Meira
28. nóvember 2020 | Pistlar | 470 orð | 2 myndir

„Ástarkraftur“

Á tímum „tilfinningaupplifana“ og „ástarkrafts“ er við hæfi að minnast Áslaugar, konu Ragnars loðbrókar. Meira
28. nóvember 2020 | Aðsent efni | 705 orð | 1 mynd

Er búið autt og búrið snautt?

Eftir Níels Árni Lund: "Og vegna þessa hefur Reykjavíkurborg ósjaldan tekið á herðar sínar stærri og þyngri pakka en önnur sveitarfélög – og ekki minnst á það einu orði." Meira
28. nóvember 2020 | Velvakandi | 121 orð | 1 mynd

Er hægt að fá Tillý aftur?

Á dagskrá sjónvarpsstöðvanna er töluvert um barnaefni. Auðvitað er margt af því hreinlega óþolandi, eins og við er að búast. Meira
28. nóvember 2020 | Pistlar | 821 orð | 1 mynd

Er Ísland til sölu?

Hvað veldur sofandahætti kjörinna fulltrúa? Meira
28. nóvember 2020 | Pistlar | 393 orð | 1 mynd

Heilbrigðisþing 2020

Í gær, þann 27. nóvember, boðaði ég til rafræns heilbrigðisþings. Meira
28. nóvember 2020 | Aðsent efni | 387 orð | 1 mynd

Innflytjendamál í skötulíki

Eftir Hjörleif Hallgríms: "Innflytjendamál eru hér í slíku rugli að til vansa er og býður jafnvel heim hryðjuverkamönnum." Meira
28. nóvember 2020 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Lágkúruleg sögufölsun í 20 ár – sagan um litla meirihlutann

Eftir Friðrik Pálsson: "Sannleikurinn er sá, að einungis 14.913 atkvæðisbærra borgarbúa, eða 18,35%, greiddu atkvæði með því að völlurinn myndi víkja." Meira
28. nóvember 2020 | Aðsent efni | 843 orð | 2 myndir

Látum borgina móta borgarlínuna, en ekki borgarlínuna borgina

Eftir Hilmar Þór Björnsson: "Nú er þessi einfalda hugmynd orðin að stóru, óskýru og flóknu leiðakerfi. Hana vantar þann skýrleika sem er hornsteinn skilvirks samgöngukerfis." Meira
28. nóvember 2020 | Pistlar | 348 orð

Nýr Birkiland?

Árið 1948 gaf Jóhannes S. Birkiland út bókina Harmsögu æfi minnar: Hvers vegna ég varð auðnuleysingi . Þjóðin brosti, ef til vill ekki alltaf góðlátlega, og Megas söng um hann vísur. Árið 2020 gefur Ólína Þ. Meira
28. nóvember 2020 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Sigursveiginn fær sá sem keppir löglega

Eftir Kristin Jens Sigurþórsson: "„Er vert að staldra við þessa óvenjulegu og óvægnu ákvörðun biskups Íslands og velta fyrir sér því siðferðisþreki sem að baki býr?“" Meira
28. nóvember 2020 | Aðsent efni | 394 orð | 2 myndir

Tvískinnungur ríkisins í húsaleigumálum

Eftir Gísla Pál Pálsson og Guðrúnu Döddu Ásmundardóttur: "Og ætli Sjúkratryggingar Íslands viti af því að Skjólgarði er gert að brjóta samninginn við SÍ með þessum hætti? Að boðvaldi ríkisins?" Meira
28. nóvember 2020 | Aðsent efni | 612 orð | 1 mynd

Varhugaverðar hugmyndir varaþingmanns

Eftir Elías Blöndal Guðjónsson: "Þau vísindi sem varaþingmanninum verður svo tíðrætt um fela ekki í sér endanlega niðurstöðu. Hugmyndir hans um það eru varhugaverðar." Meira

Minningargreinar

28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 994 orð | 1 mynd

Elsa Ester Sigurfinnsdóttir

Elsa Ester Sigurfinnsdóttir fæddist 2. janúar 1963. Hún lést 7. nóvember 2020. Útför Elsu fór fram 27. nóvember 2020. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 3896 orð | 1 mynd

Gróa Björnsdóttir

Gróa Guðmunda Björnsdóttir, fiskverkandi og húsmóðir, fæddist í Neðrihúsum í Hestþorpi, Önundarfirði, 27. desember 1926. Hún lést 10. nóvember 2020 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka úr Covid-19. Foreldrar Gróu: Guðmundína Jónsdóttir, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 661 orð | 1 mynd

Gunnar Örn Guðsveinsson

Gunnar Örn Guðsveinsson fæddist 3. ágúst 1943. Hann lést 14. nóvember 2020. Útför Gunnars fór fram 25. nóvember 2020. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 358 orð | 1 mynd

Helga Þórhallsdóttir

Helga Þórhallsdóttir fæddist 3. júní 1931. Hún lést 4. nóvember 2020. Útför Helgu fór fram 14. nóvember 2020. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1166 orð | 1 mynd

Ingvaldur Rögnvaldsson

Ingvaldur Rögnvaldsson fæddist á Akureyri 18. mars 1931. Hann lést á Landakoti 17. nóvember sl. Hann var sonur hjónanna Rögnvalds Jónssonar, f. 25.3. 1890, d. 13.12. 1938, og Jóhönnu Aðalsteinsdóttur, f. 29.3. 1892, d. 18.11. 1989. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 911 orð | 1 mynd

Jóhann Pétur Ragnarsson

Jóhann Pétur fæddist 5. júlí 1926 á Ísafirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 17. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Guðrún Arnbjörg Hjaltadóttir, f. 25. júní 1903 á Ísafirði, d. 27. janúar 1995 og Ragnar Benediktsson Bjarnarson skipstjóri, f. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

Kristján Grant

Kristján Grant bifreiðastjóri fæddist 9. júlí 1936. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Ellen Dyrgaard Grant, f. 5. ágúst 1911 í Danmörku, d. 17. nóvember 1983, og Karl J. Grant, f. 10. janúar 1905, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 323 orð | 1 mynd

Magnea Ólafsdóttir

Magnea Ólafsdóttir fæddist 28. nóvember 1969. Hún lést 6. júlí 2020. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1206 orð | 1 mynd

Stella Minný Einarsdóttir

Stella Minný Einarsdóttir fæddist 9. febrúar 1940 að Grundargötu 9 á Siglufirði. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 19. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Einar Ásgrímsson, f. 6. nóvember 1896, d. 5. október 1979, og Dóróthea Sigurlaug Jónsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2020 | Minningargreinar | 3432 orð | 1 mynd

Úlfar Hildingur Nathanaelsson

Úlfar Hildingur Nathanaelsson fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1932. Hann andaðist á heimili sínu 4. nóvember 2020. Móðir hans var Ída Pétursdóttir Bjarnarson kennari, f. 22.11. 1889, d. 8.12. 1982. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 478 orð | 3 myndir

Gamlar skrifstofur víki

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, fagnar hugmyndum um að breyta skrifstofuhúsnæði í miðborginni í íbúðir. Meira
28. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 516 orð | 2 myndir

Hefur alltaf haft efasemdir

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru lagðar fram viðamiklar tillögur um breytingar á skatta- og gjaldkerfi ríkissjóðs, í nýjum tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra um „aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu“. Eiga tillögurnar að draga úr sykurneyslu. Hópurinn leggur til að skattahækkun á ýmsa gos- og svaladrykki verði sett í forgang þannig að þeir hækki í verði um 20%. Í næsta skrefi verði skattar hækkaðir á sælgæti, orku- og prótínstykki, kex, kökur og sætabrauð þannig að þær vörur hækki einnig um 20%. Meira
28. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 19 orð

Reginn er með

Í umfjöllun um stærð kauphallarfélaga í Morgunblaðinu í gær féll nafn fasteignafélagsins Regins út. Beðist er velvirðingar á... Meira
28. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 144 orð | 1 mynd

Skeljungur kaupir eignir fyrrum forstjóra síns

Skeljungur hefur undirritað kaupsamning á öllu hlutafé félagsins Port I ehf. sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, sem var forstjóri félagsins á árunum 2009 til 2014. Helstu eignir Port I eru Dælan ehf. og Löður ehf. Meira

Daglegt líf

28. nóvember 2020 | Daglegt líf | 167 orð | 1 mynd

Nú er lag að föndra saman fyrir jólin með börnunum í rökkurró

Nú þegar kófið stjórnar lífi okkar svo mikið sem raun ber vitni er ekki úr vegi að nýta tímann heima við til skemmtilegrar samveru. Meira

Fastir þættir

28. nóvember 2020 | Fastir þættir | 180 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. h3 a6 8...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. h3 a6 8. a4 De7 9. Bf4 Bg7 10. Rd2 0-0 11. Rc4 Hd8 12. e3 Re8 13. Be2 Rd7 14. 0-0 Re5 15. Rb6 Hb8 16. e4 Rd7 17. Rc4 Re5 18. Re3 b5 19. axb5 axb5 20. Bxb5 Rf6 21. De2 Bd7 22. Bxe5 Dxe5 23. Meira
28. nóvember 2020 | Árnað heilla | 188 orð | 1 mynd

Bjarni Guðbjörnsson

Bjarni Guðbjörnsson bankastjóri fæddist í Reykjavík 29.11. 1912. Foreldrar hans voru Guðbjörn Guðbrandsson bókbandsmeistari og Jensína Jensdóttir. Bjarni kvæntist Gunnþórunni Björnsdóttur árið 1941 og þau áttu börnin Björn Ragnar, Þórdísi og Gunnar Þór. Meira
28. nóvember 2020 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Borgarnes Úlfar Ingi Jónsson fæddist 23. febrúar 2020 kl. 6.12. Hann vó...

Borgarnes Úlfar Ingi Jónsson fæddist 23. febrúar 2020 kl. 6.12. Hann vó 4.782 g og var 57 cm langur. Foreldrar hans eru Unnur Inga Karlsdóttir og Jón Ingi Sigurðsson... Meira
28. nóvember 2020 | Árnað heilla | 78 orð | 1 mynd

Fanndís Dóra Þórisdóttir

30 ára Fanndís Dóra ólst upp á Húsavík þar sem hún býr enn. Fanndís Dóra vinnur hjá Eimskip Flytjanda, þar sem hún starfar sem þjónustufulltrúi. Meira
28. nóvember 2020 | Árnað heilla | 76 orð | 1 mynd

Guðmundur Friðbjarnarson

30 ára Guðmundur ólst upp á Hauksstöðum í Vopnafirði. Guðmundur er íslenskufræðingur og er lögreglumaður á Húsavík, þar sem hann býr. Helstu áhugamál hans eru skot- og stangveiði og íþróttir, einkum knattspyrna. Maki: Guðrún Helga Ágúststdóttir, f. Meira
28. nóvember 2020 | Í dag | 93 orð | 1 mynd

Kötturinn Gæi bjargaði eigendum sínum

Í Fagrahjalla í Kópavogi búa hjón sem var bjargað á ótrúlegan hátt frá eldsvoða og mikil heppni var að ekki fór verr. Meira
28. nóvember 2020 | Í dag | 49 orð

Málið

Fróm ósk til handa börnum: „að þau eldust upp hjá góðu fólki“. Nú segja samt flestir ælust . Hin myndin er ekkert einsdæmi, hún hefur tíðkast bæði fyrr og síðar. Meira
28. nóvember 2020 | Í dag | 335 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Köllun Leví Meira
28. nóvember 2020 | Í dag | 920 orð | 3 myndir

Tilviljanir sem breyta lífinu

Friðjón Skúlason fæddist 28. nóvember 1950 og ólst upp á Miðbæ í Norðfirði. Hann gekk í barnaskólann á Kirkjumel og fór síðar í Alþýðuskólann á Eiðum. „Þegar maður hugsar til baka þá var alveg dásamlegt frjálsræði að alast upp í Norðfirði. Meira
28. nóvember 2020 | Fastir þættir | 176 orð

Vel lesið. S-NS Norður &spade;KD743 &heart;932 ⋄K7 &klubs;ÁG3...

Vel lesið. S-NS Norður &spade;KD743 &heart;932 ⋄K7 &klubs;ÁG3 Vestur Austur &spade;10852 &spade;G9 &heart;ÁD8 &heart;1074 ⋄G53 ⋄D84 &klubs;D72 &klubs;K10984 Suður &spade;Á6 &heart;KG65 ⋄Á10962 &klubs;65 Suður spilar 3G. Meira
28. nóvember 2020 | Fastir þættir | 539 orð | 5 myndir

Það kostar að leika fyrst og hugsa svo

Einn mikilvægasti eiginleiki keppnismanns í hvaða grein sem er hlýtur alltaf að vera sá að gefast ekki upp þótt á móti blási. Meira
28. nóvember 2020 | Í dag | 254 orð

Það kófar fram af fjallinu

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Mökkur úr reykháfi rýkur. Sá rosaleg andþrengsli hefur. Snjór, sem um foldina fýkur. Fýr þennan sviti umvefur. Meira

Íþróttir

28. nóvember 2020 | Íþróttir | 872 orð | 1 mynd

Er eitt þriggja bestu landsliða í Asíu

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Halldór Jóhann Sigfússon er kominn til starfa í Barein en á dögunum var greint frá því að hann hefði verið ráðinn þjálfari karlaliðs Barein í handknattleik. Þótt ekki sé beinlínis um nágrannaríki að ræða er Halldór þriðji Íslendingurinn sem gegnir starfinu. Á undan hafa gengið Guðmundur Þ. Guðmundsson og Aron Kristjánsson. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 20 orð | 1 mynd

Evrópudeildin Fenerbahce – Valencia 86:90 • Martin...

Evrópudeildin Fenerbahce – Valencia 86:90 • Martin Hermannsson skoraði 3 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 4 fráköst hjá... Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Frakkland B-deild: Saran – Nice 29:23 • Grétar Ari Guðjónsson...

Frakkland B-deild: Saran – Nice 29:23 • Grétar Ari Guðjónsson varði 11 skot í marki Nice. Danmörk Skjern – Mors 24:23 • Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark og gaf 3 stoðsendingar fyrir Skjern. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Fyrsta mótið hjá Snorra

Snorri Einarsson keppir í 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð í dag þegar heimsbikarinn í skíðagöngu fer af stað þennan veturinn. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Heldur vestur um haf til æfinga

Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir tilkynnti á Instagram í gær að hún sé á leiðinni til Bandaríkjanna og muni verða þar við æfingar næstu mánuðina. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 570 orð | 2 myndir

Hver leikur er mikilvægur

Körfubolti Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mætir liði Kósóvó í forkeppni HM í dag. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd

Ísland í 3. styrkleikaflokki

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 46. sæti á nýjum heimslista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, en listinn var birtur í gærmorgun. Karlalandsliðið fellur um sjö sæti frá því í október en liðið er í 27. sæti á meðal Evrópuþjóða. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Komst ekki áfram á lokamótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari úr Keili, er úr leik eftir 36 holur á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi. Mótið fer fram á Real Club de Guadalmina-vellinum sem er nærri Gíbraltar og Malaga. Guðrún lék fyrstu tvo hringina á 76 og 77... Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Nýtur góðs af vinnu Guðmundar og Arons með landslið Barein

„Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og mikill heiður fyrir íslenskan handbolta þegar við fáum landsliðsþjálfarastarf. Ég nýt góðs af frábærri vinnu Gumma og Arons. Nú er mitt hlutverk að halda sama skipulagi og verið hefur síðustu ár. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

Samstarfsmaður minn sem ekki vill láta nafn síns getið, og við skulum...

Samstarfsmaður minn sem ekki vill láta nafn síns getið, og við skulum bara kalla Björn, benti mér á í vikunni að George Best og Diego Armando Maradona ættu sama dánardag. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Skoruðu tvö mörk í blálokin

Newcastle United vann góðan 2:0 sigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Callum Wilson og Joelinton skoruðu mörkin. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Stórliðið reyndi að fá Janus

Franska stórliðið París SG hafði áhuga á því að fá íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason til liðs við sig á dögunum en Handbolti.is sem greindi frá þessu og hafði eftir Stuttgarter-Zeitung. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

Undankeppni EM kvenna A-RIÐILL: Eistland – Tyrkland 0:4 Rússland...

Undankeppni EM kvenna A-RIÐILL: Eistland – Tyrkland 0:4 Rússland – Kósóvó 3:0 *Holland 27 stig, Rússland 21 stig, Slóvenía 12 stig, Kósóvó 10 stig, Tyrkland 5 stig, Eistland 1 stig. Meira
28. nóvember 2020 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Valencia með góðan sigur

Valencia vann góðan sigur gegn tyrkneska liðinu Fenerbahce í Euroleague, sterkustu Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik karla, í Istanbúl í gærkvöldi. Hafði Valencia betur, 90:86, í hörkuleik. Martin Hermannsson skoraði 3 stig fyrir Valencia. Meira

Sunnudagsblað

28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 1086 orð | 2 myndir

Allir fá þá eitthvað fallegt

Myndband bandarísku fréttastofunnar Bloomberg kom Íslendingum gleðilega á óvart, en þar sagði Mike Bloomberg , stofnandi hennar og fyrrv. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Alltaf eitthvað nýtt að horfa á

Mikið af áhugaverðu sjónvarpsefni er væntanlegt á Netflix og aðrar streymisveitur á næstunni en bíósérfræðingurinn Björn Þórir Sigurðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 72 orð | 1 mynd

Á toppnum í átján löndum

Ódrepandi Þegar allir héldu að gömlu rokkhundarnir í AC/DC væru á leið á Árbæjarsafnið, eða ígildi þess í útlöndum, þá risu þeir óvænt upp á afturfæturna og sendu frá sér nýja plötu, Power Up, með sandpappírsbarkann heyrnarskerta Brian Johnson við... Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 7 orð | 1 mynd

Baldur Sveinbjörnsson Playstation 5. Það er aðal...

Baldur Sveinbjörnsson Playstation 5. Það er... Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 811 orð | 1 mynd

Bjart yfir nýsköpun

Það sem af er þessu ári hefur verið fjárfest í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum fyrir um 17 milljarða króna. Það er meira en allt árið 2019. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 348 orð | 7 myndir

Bækur dreifðar um húsið

Ég les í gusum og er þá með nokkrar bækur í gangi í einu og dreifðar um húsið. Núna er ég að lesa Aprílsólarkulda , nýju bókina hennar Elísabetar Jökulsdóttur. Þetta er feikilega vel skrifuð og kraftmikil bók um brennandi ást og geðveiki. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 104 orð | 1 mynd

Dolly Parton bjargar jólunum

Goðsögn Dolly Parton gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 160 orð | 1 mynd

Dómari í tuski við áhorfendur

Við Íslendingar erum sem kunnugt er mikil handboltaþjóð. Eitthvað voru kempurnar okkar þó illa fyrirkallaðar um þetta leyti fyrir sextíu árum, í lok nóvember 1960, ef marka má frétt Morgunblaðsins. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 470 orð | 1 mynd

Drottningarbragð

Maður verður að vera upplýstur og máltækur í umræðunni, annars á maður á hættu að enda úti á jaðri samfélagsins. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 4806 orð | 5 myndir

Ekki svipta börn bernskunni

Ásmundur Einar Daðason er barnamálaráðherra. Málefni barna eru honum hugleikin, ekki síst barna sem búa við erfiðar aðstæður enda þekkir hann það af eigin raun og veit að það er ekkert sjálfgefið að rata rétta leið í lífinu. Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 4 orð | 1 mynd

Georg Kazoobadevos Playstation 5...

Georg Kazoobadevos Playstation... Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 3 orð | 1 mynd

Gerður Helgadóttir Kanínubangsa...

Gerður Helgadóttir... Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 2807 orð | 10 myndir

Glæpur og umbun

Íslenskar glæpasögur njóta vaxandi hylli úti í hinum stóra heimi og vinsælustu höfundarnir hafa komið út á þrjátíu til fjörutíu tungumálum. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 1420 orð | 1 mynd

Hef gaman af skrýtnum skrúfum

Kristján Hrafn Guðmundsson, bókmenntafræðingur og kennari, hefur sent frá sér sína fyrstu bók, sagnasafnið Þrír skilnaðir og jarðarför. Hann sækir innblástur í ýmis störf sem hann hefur sinnt og kynlega kvisti sem á veginum hafa orðið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

Hvaða síldarstaður?

Staður þessi er í mynni Hörgárdals við Eyjafjörð. Á jörðinni er rekið mektarbú, en við flæðarmál eru leifar af bryggjum og byggingar frá þeim tíma þegar þarna var starfrækt síldarverkunarstöð. Það var um miðja 20. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Iðunn Helgadóttir Mér er eiginlega bara alveg sama...

Iðunn Helgadóttir Mér er eiginlega bara alveg... Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 222 orð | 1 mynd

Kalla eftir upplýsingum um Konráð lögreglumann

Erlendir lesendur Arnaldar Indriðasonar forvitnir um hagi Konráðs lögreglumanns og útgefendur hafa kallað eftir frekari upplýsingum héðan. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 29. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 356 orð | 1 mynd

Ljóðræn stemning

Hvað er hér á döfinni um helgina? Jólasýning mín og Margrétar Jónsdóttur keramíklistakonu frá Akureyri, sem er frænka mín og vinkona. Við erum vanar að hafa sýningu á vinnustofu minni fyrstu aðventuhelgina. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 131 orð | 1 mynd

Minnisvarði um Lee

Heiður Menn velja sér misjafnar fyrirmyndir í þessu lífi. Bandaríski rapparinn Tyla Yaweh lítur upp til glyströllsins Tommys gamla Lees og tileinkaði honum lag fyrr á árinu sem einfaldlega kallast Tommy Lee. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 499 orð | 5 myndir

Músin Houdini

Kötturinn minn Gullbrandur, sem kisuelskandi lesendur muna ef til vill eftir úr fyrri skrifum, er heljarinnar veiðikló. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 94 orð | 1 mynd

Ný mynd um Zappa

Ráðgáta 27 árum eftir dauða sinn er bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Zappa mörgum enn talsverð ráðgáta. Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagspistlar | 614 orð | 1 mynd

Samsæri óttans

Það eru alltaf einhverjir sem trúa þessu. Af hverju ætti þetta fólk að vera að ljúga? Og eru stjórnvöld ekki alltaf að fela eitthvað fyrir okkur og reyna að fá okkur til að trúa því sem þeim hentar? Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 1523 orð | 6 myndir

Situr við vinstri hönd Guðs

Heimurinn syrgir nú Diego Armando Maradona, einn fremsta knattspyrnumann sem sögur fara af, en hann féll frá í vikunni, aðeins sextugur að aldri. Snilligáfa hans var engu lík og hægt verður að ylja sér við minningarnar svo lengi sem spyrnt verður á byggðu bóli. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
28. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 3276 orð | 7 myndir

Viljum ekki vera ósýnilegar

Innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur verið stofnuð nefnd til að auka fjölbreytileika. Meira

Ýmis aukablöð

28. nóvember 2020 | Blaðaukar | 120 orð

Kertavax veldur heilabrotum

Norskir embættismenn hafa kallað eftir aðstoð almennings við að upplýsa hvernig á mikilli kertavaxmengun í mynni Óslóarfjarðar stendur. Sömuleiðis er almenningur hvattur til að hreinsa paraffínvaxið hvíta. Meira
28. nóvember 2020 | Blaðaukar | 369 orð

Kjarneðlisfræðingur drepinn

Íranskur kjarneðlisfræðingur, Mohsen Fakhrizadeh, lést af völdum sára sinna á spítala í borginni Absard við Teheran eftir að honum var sýnt morðtilræði í útjaðri bæjarins í gær. Meira
28. nóvember 2020 | Blaðaukar | 79 orð | 1 mynd

Mótmæla lögreglunni í París

Harðneskju lögreglu var mótmælt í París í gær og um leið lögum sem banna eiga að taka og dreifa myndum af lögreglu að störfum þar sem þekkja má andlit laganna varða. „Ykkar vopn gegn myndavélum okkar,“ segir á skilti l.t.h. Meira
28. nóvember 2020 | Blaðaukar | 136 orð | 1 mynd

Norðmenn framselja

Norðmenn samþykktu í gær að framselja mann sem grunaður er um að tengjast tilræði sem kostaði sex manns lífið í París 9. ágúst 1982. Ákvörðunin var tekin á sérstökum ráðherrafundi norsku stjórnarinnar og er ekki unnt að áfrýja henni til dómstóla. Meira
28. nóvember 2020 | Blaðaukar | 491 orð | 1 mynd

Trump segist rýma skrifstofuna

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í fyrsta sinn í gær að hann myndi rýma forsetaskrifstofuna og Hvíta húsið staðfesti kjörmannafundur Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.