Greinar laugardaginn 12. desember 2020

Fréttir

12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Abbababb! tekið upp í Vörðuskóla

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn var kynnt bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs þar sem óskað er eftir að ráðið samþykki leigusamning um Vörðuskóla við Barónsstíg. Var það samþykkt. Leigutakinn er Kisi Production ehf. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 696 orð | 1 mynd

Afkastagetan fer minnkandi

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í upphafi desembermánaðar sendu Veitur út neyðarkall til viðskiptavina sinna þar sem óskað var eftir því að þeir drægju úr heitavatnsnotkun að því marki sem þeim væri unnt. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 144 orð

Allt að 300 fá alþjóðlega vernd í Reykjavík

Borgarráð hefur veitt sviðsstjóra velferðarsviðs heimild til að endurnýja þjónustusamning við Útlendingastofnun, þannig að allt að 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd fái þjónustu í Reykjavík. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Bakslag en ekki ástæða fyrir áhyggjur

Alls greindust 22 kórónuveirusmit í fyrradag á landinu. Þar af voru tíu á landamærum og tólf innanlands. Upp kom hópsmit eða klasasmit meðal hælisleitenda sem búa þröngt í Hafnarfirði. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 412 orð

Barnaverndarmáli var lokað

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Barnaverndarnefnd sveitarfélags hefur lokað máli sem barna- og unglingageðdeild Landspítalans – BUGL tilkynnti til nefndarinnar. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 587 orð | 3 myndir

Bjargar ferðaþjónusta torfbæjunum?

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Torfhúsin eru einstakar minjar en á hröðu undanhaldi fyrir tímans tönn,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, aðjunkt við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. „Lykillinn að varðveislu þeirra, eins og annarra húsa, er viðhald. Það þarf þó að vera tíðara en annarra húsa.“ Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Borgarbúar endurskoði flugeldakaup

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu á fundi borgarráðs á fimmtudag þess efnis að borgarbúar verði hvattir til að styrkja starf björgunarsveita án þess að kaupa flugelda. „Mengun frá flugeldum er vandamál. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Bók Jóns Baldvins kom út í Litháen

Bók Jóns Baldvins Hannibalssonar, Tæpitungulaust – lífsskoðanir jafnaðarmanns, kom út í Litháen í gær, 11. desember. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 276 orð

Dýr póstur

Ekki getur verið að öll upprunalönd sendinga til Íslands séu þróunarríki Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Ekkert tilboð í loðnuleiðangur

Ekkert tilboð barst um leigu á skipum til loðnumælinga upp úr áramótum. Ríkiskaup auglýstu fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar eftir fjórum skipum á leigu í samtals 49 daga í janúar og febrúar og var miðað við að farið yrði í tvo leiðangra. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 134 orð | 2 myndir

Endurskinsvesti til nemenda Árskóla

Nemendur 1. til 6. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki fengu nýverið endurskinsvesti að gjöf frá Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði og VÍS. Athöfnin fór fram skömmu áður en árleg friðarganga Árskóla hófst í upphafi aðventunnar. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Fjárlög samþykkt í annarri umræðu í gær

Fjárlög fyrir árið 2021, sem byggð eru á tillögum meirihluta fjárlaganefndar, voru samþykkt í annarri umræðu á Alþingi í gær. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Gleðin skein úr andlitum barnanna í jólaskóginum

Jólaskógurinn var opnaður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Meira
12. desember 2020 | Erlendar fréttir | 597 orð | 1 mynd

Hyggjast refsa Tyrkjum frekar

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa ákveðið að draga upp lista af efnahagslegum tyrkneskum skotmörkum vegna deilu sem snýst um leit Tyrkja að gasi í efnahagslögsögum Grikklands og Kýpur. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Jólasveinarnir tínast til byggða

Fyrsti jólasveinninn kom til byggða í nótt. Var þar Stekkjarstaur á ferð og hefur hann eflaust fært þægum börnum eitthvað í skóinn. Í nótt kemur svo Giljagaur bróðir hans. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Landsbankinn selur í Stoðum

Landsbankinn hefur selt eignarhlut sinn í Stoðum hf. í opnu söluferli, en frestur til að skila inn tilboðum í söluferlinu var til kl. 17 þriðjudaginn 8. desember sl. Þetta kemur fram í frétt á vef bankans. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 90 orð

Landsréttur mildaði nauðgunardóm

Dómur yfir tveimur karlmönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað 16 ára stúlku fyrir þremur árum var mildaður í Landsrétti í gær. Mennirnir hlutu tveggja ára fangelsisdóm en höfðu áður verið dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Málaði og sýnir 14 myndir af Kristi með kross eftir myndum annarra

„14 stöðvar, sjálfsmynd sem...“ er heiti sýningar Helga Þorgils Friðjónssonar sem verður opnuð í Gallerí Göngum við Háteigskirkju í dag, laugardag, klukkan 14 til 17. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Minni vöxtur en spáð var

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildaratvinnuleysi á landinu í seinasta mánuði var 12%. Atvinnuleysið fór vaxandi en jókst þó ekki eins mikið og sérfræðingar Vinnumálastofnunar (VMST) höfðu gert ráð fyrir. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Séra Geir Waage hættir og brýnir þjóðkirkjuna

Séra Geir Waage lætur af embætti um áramótin eftir 42 ár sem sóknarprestur í Reykholti en hann varð sjötugur í vikunni. Eiginkona hans, Dagný Emilsdóttir, hætti sem móttökustjóri Snorrastofu um síðustu áramót. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Stemningin góð í óværulausum jólatrjáaskóginum í Hamrahlíð

„Skógurinn í Hamrahlíð er afar fallega sprottinn og trén þar óværulaus,“ segir Björn Traustason, formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Stafafura og svo blágreni og sitkagreni eru þær tegundir sem mestra vinsælda njóta. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 517 orð | 2 myndir

Stríðið var ástand

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stríði fylgja hörmungar og ótti en Kristín Steinsdóttir rithöfundur sýnir aðra og vinalegri hlið frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar og áhrif stríðsins á fólk á Seyðisfirði í skáldsögunni Yfir bænum heima, sem Vaka-Helgafell gefur út. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 586 orð | 5 myndir

Sveitasaga úr þríhyrningnum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 15 þúsund manna er getið og sagt frá ábúð á um 60 jörðum í hinum forna Hraungerðishreppi í Árnessýslu segir í fyrstu tveimur bindum Flóamannabókar sem út kom í síðustu viku. Ritið er eftir Jón M. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 245 orð | 3 myndir

Synjun um áfrýjunarbeiðni var felld úr gildi

„Það er enn þá einhver von fyrir skjólstæðing minn að ná vopnum sínum. Hann hefur verið grátt leikinn í þessu máli,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Sækja fram í Bretlandi

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Iceland Seafood International hefur sameinað tvær vinnslur í Bretlandi og er sú nýja með þeim stærri þar í landi. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Tryggvagata opnuð fyrir umferð að nýju

Framkvæmdasvæðið við Tryggvagötu, frá Pósthússtræti um Naustin og framhjá Listasafni Reykjavíkur, hefur verið búið undir tímabundna opnun. Gatan verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 579 orð | 2 myndir

Vara við undirboðum og verktöku í fluginu

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kórónuveirukreppan hefur haft gríðarlega alvarleg áhrif á flugrekstur og alla þá sem starfa við flug. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 548 orð | 2 myndir

Varpstofn helsingja vex með hverju ári

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Varpstofn helsingja hefur vaxið hratt á Íslandi síðustu ár og áætlar Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, að fjölgað hafi árlega um rúmlega 10% í varpstofninum. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Verða jaðaríþróttir í Toppstöðinni?

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi tillögu borgarstjóra þess efnis að gerð verði viljayfirlýsing við áhugasama fjárfesta sem hyggjast endurnýja, byggja upp og mæta þörfum fjölbreyttra jaðaríþrótta í Toppstöðinni í Elliðaárdal. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 326 orð | 3 myndir

Verslun og prjónastofa í Vík

Úr bæjarlífinu Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Mýrdalurinn hefur fundið verulega fyrir áhrifum af Covid-19, þar sem stór hluti atvinnulífsins hefur undanfarin ár snúist í kringum ferðamenn. Meira
12. desember 2020 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Þórscafé verður breytt í íbúðir

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt samkomulag sem Reykjavíkurborg hefur gert við félagið LL09 ehf. um uppbyggingu á lóðunum Brautarholt 18-20. Samkvæmt samkomulaginu verða 64 íbúðir innréttaðar á 2.-5. hæð í húsunum. Meira

Ritstjórnargreinar

12. desember 2020 | Leiðarar | 335 orð

Árangur Trumps

Marokkó bættist í hóp ríkja sem friðmælast við Ísrael — Vestur-Sahara skiptimynt í valdatafli stórvelda Meira
12. desember 2020 | Staksteinar | 249 orð | 1 mynd

Áttavilltur dómstóll

Í Tý í Viðskiptablaðinu er vikið að Róbert Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg, og bent á að á ársfundi Evrópusambands blaðamanna í síðasta mánuði hafi verið samþykkt harðorð ályktun gegn honum „og þess krafist að hann víki úr embætti vegna framgöngu hans í heimsókn til Tyrklands í september“. Meira
12. desember 2020 | Reykjavíkurbréf | 1930 orð | 1 mynd

Veiran ósýnilega og veruleikinn ljóti sem er að verða sýnilegur

Bréfritari hefur eins og sumir aðrir gerst sekur um að nota þau tækifæri sem honum hafa gefist til að formæla kórónuveirunni (plebbalegt að kalla hana covid-19). Kannski er það gert í krafti þess að hún nái ekki til manns eins og Jón sterki í tilviki Skugga-Sveins. Meira

Menning

12. desember 2020 | Leiklist | 146 orð | 1 mynd

Aðventugleði á tröppum Þjóðleikhúss

Þjóðleikhúsið býður upp á aðventugleði á tröppum leikhússins síðustu tvær helgarnar fyrir jól, en fyrsta sýningin fer fram í dag kl. 14. Meira
12. desember 2020 | Kvikmyndir | 99 orð | 1 mynd

Christmas Vacation í bílabíói RIFF

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, býður upp á bílabíó í tilefni aðventunnar og sýnir jólamyndina National Lampoon's Christmas Vacation í kvöld kl. 20 á bílastæðinu hjá Samskipum, á horninu á Holtavegi og Barkarvogi. Meira
12. desember 2020 | Bókmenntir | 520 orð | 3 myndir

Fræga íslenska náttúran

Eftir Tapio Koivukari. Sæmundur, 2020. Kilja, 127 bls. Meira
12. desember 2020 | Menningarlíf | 1168 orð | 2 myndir

Gestrisni var fólki í blóð borin

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Gerbreyting hefur orðið hér í sveitunum á gestagangi sökum fólksfæðar. Hér áður voru samskipti fólks mikil frá degi til dags og mikið um heimsóknir. Meira
12. desember 2020 | Fjölmiðlar | 214 orð | 1 mynd

Heimildarmenn og fréttamenn

Fréttastofa Samherja heldur áfram að senda frá sér gögn og fréttaskýringar um Samherjamálin og framgöngu Ríkisútvarpsins (Rúv.). Samherji telur ríkisfjölmiðilinn hafa tekið þátt í skipulegri atlögu ef ekki samsæri gegn sér. Meira
12. desember 2020 | Tónlist | 531 orð | 8 myndir

Jóladúllan hún Dolly

Dolly okkar Parton sendi frá sér nýja jólaplötu þetta árið. Fleiri listamenn gerðu reyndar slíkt hið sama en alltaf er eitthvað um endurnýjun í þessum einstaka og stundum undirfurðulega undirgeira dægurtónlistarinnar. Meira
12. desember 2020 | Myndlist | 139 orð | 1 mynd

Jón Sæmundur sýnir í Gallerí Kúpu

Myndlistarmaðurinn Jón Sæmundur opnar í dag, laugardag, sýninguna Jónsmessu í Gallerí Kúpu. Sýningarsalurinn er í bakhúsi á Laugavegi 29. Opnunin verður frá kl. 14 til 20 og farið eftir sóttvarnareglum. Sýningin stendur til 31. desember. Meira
12. desember 2020 | Tónlist | 121 orð | 1 mynd

Kraumsverðlaunin veitt í 13. sinn

Gugusar, Ingibjörg Turchi, Salóme Katrín, Skoffín, Ultraflex og Volruptus eru handhafar Kraumsverðlaunanna í ár en þau voru afhent í gær á Laugavegi en í stað hefðbundins verðlaunahófs innandyra voru verðlaunin veitt undir berum himni í tengslum við... Meira
12. desember 2020 | Tónlist | 546 orð | 2 myndir

Með sól í sinni

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
12. desember 2020 | Myndlist | 175 orð | 1 mynd

Námsverkefni fjölskyldu í Mengi

Á sjö ára afmæli menningarhússins Mengis við Óðinsgötu verður í dag, laugardag, opnuð sýningin Mira! Meira
12. desember 2020 | Bókmenntir | 88 orð | 1 mynd

Ólafur Darri les Aðventu á aðventu

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson les Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson á morgun, sunnudag, en í ljósi aðstæðna sjá Gunnarsstofnun og Rithöfundasamband Íslands sér ekki fært að bjóða fólki til sín en færa landsmönnum í staðinn upplesturinn heim í stofu... Meira
12. desember 2020 | Bókmenntir | 255 orð | 4 myndir

Rúmar átta milljónir í þýðingar

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur í síðari úthlutun ársins úthlutað rúmum átta milljónum króna í 24 styrki vegna þýðinga fjölbreytilegra bóka á íslensku. Meira
12. desember 2020 | Myndlist | 297 orð | 1 mynd

Salir Listasafnsins á Akureyri opnir að nýju

Eftir rúmlega mánaðarlanga lokun vegna hertra sóttvarnareglna hafa salir Listasafnsins á Akureyri verið opnaðir að nýju. Þrjár nýjar sýningar hafa verið opnaðar: Arna Valsdóttir – Staðreynd 6 – Samlag ; Kristín K.Þ. Meira
12. desember 2020 | Myndlist | 89 orð | 1 mynd

Stein - Skrift Áslaugar Írisar í Norr11

Listamaðurinn Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir sýnir ný myndverk á sýningunni Stein - Skrift sem verður opnuð í dag, laugardag, í verslunarrými Norr11 á Hverfisgötu 18 í Reykjavík. Meira
12. desember 2020 | Bókmenntir | 510 orð | 3 myndir

Söngur hundanna á Grænlandi

Bókarkafli |Ragnar Axelsson hefur myndað líf og lífshætti á Grænlandi fjóra áratugi. Bókin Hetjur norðurslóða er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu. Auk mynda eru í bókinni sögur veiðimanna af hundum sínum. Meira
12. desember 2020 | Bókmenntir | 338 orð | 3 myndir

Venjulegt líf með smá pönki

Eftir Gerði Kristnýju. Myndir eftir Halldór Baldursson. Mál og menning, 2020. Innb., 133 bls. Meira
12. desember 2020 | Bókmenntir | 537 orð | 3 myndir

Það sem á dagana drífur

Eftir Úlfar Þormóðsson. Veröld 2020. Innbundin, 340 bls. Meira

Umræðan

12. desember 2020 | Pistlar | 831 orð | 1 mynd

Alþingi og framtíðarhagsmunir þjóðarinnar

Byggðarlög í nágrenni þjóðgarða blómstra Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Bóluefni gegn yfirstandandi samdrætti

Eftir Elísu Örnu Hilmarsdóttur: "Uppsöfnuð fjárfestingaþörf getur verið dragbítur á hagvöxt en veik innviðafjárfesting grefur undan samkeppnishæfni þjóða." Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 661 orð | 1 mynd

Fleiri lóðir – ódýrara húsnæði

Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Borgarstjóri hefur oft látið hafa það eftir sér að eitt þúsund íbúðir hafi verið byggðar í Reykjavík á síðustu fimm árum. Þetta eru ósannindi." Meira
12. desember 2020 | Pistlar | 442 orð | 2 myndir

Gleðilega heimkomusmitgát

Ungur maður sem ég þekki – hann er raunar systursonur minn – uppástendur að úrvinnslusóttkví sé orð ársins. Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 226 orð | 1 mynd

Guðrún M. Teitsdóttir

Guðrún María Teitsdóttir fæddist 12.12. 1900 á Bergsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún var dóttir Teits Halldórssonar bónda og Ingibjargar Árnadóttur. Guðrún ólst upp í stórum systkinahópi og lífsbaráttan var hörð. Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 648 orð | 3 myndir

Hugrekki stýrir för

Eftir Sigurð Inga Jóhannsson, Lilju D. Alfreðsdóttur og Willum Þór Þórsson: "Nú ríður á, að við höfum hugrekki til að klára vegferðina." Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 1018 orð | 1 mynd

Kapítalisminn er alltaf á breytingarskeiði

Eftir Þröst Ólafsson: "Er vestræn frjálslynd samfélagsgerð og lýðræðisfyrirkomulag með valdskiptingu, réttarríki og mannréttindum á undanhaldi?" Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 677 orð | 1 mynd

Mannréttindadómstóll Evrópu – stjórnlagadómstóll?

Eftir Gísla Kr. Björnsson: "Íslenska þjóðin hefur heldur aldrei falið erlendri stofnun hlutverk stjórnlagadómstóls. Dómstólar landsins hafa haft síðasta orðið í þeim efnum." Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Orðstír deyr aldregi – Friðrik Ólafsson stórmeistari

Eftir Guðna Ágústsson: "Friðrik var Ísland. Hann kynnti landið okkar fyrir umheiminum og hingað drógust stærstu viðburðir heimsins." Meira
12. desember 2020 | Pistlar | 299 orð

Ólíkt höfðust prófessorarnir að

Fyrir nokkrum dögum bar ég til grafar dr. Erlend Haraldsson sálfræðiprófessor. Ungur hafði hann farið í svaðilför til Kúrdistan, en því svæði er skipt upp milli fjögurra ríkja, Tyrklands, Íraks, Írans og Sýrlands. Meira
12. desember 2020 | Hugvekja | 269 orð | 2 myndir

Stjörnur og snjókorn Hallgrímskirkju

Fyrst voru gerðar pappírsstjörnur og þeim var komið fyrir á bekkjum kirkjunnar. En í troðningi slitnuðu þær niður og skemmdust. Hvað var til ráða? Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Styrkjum varnir – efnum áralöng loforð

Eftir Höllu Signýju Kristjánsdóttur: "Það liggur í augum uppi að nauðsynlegt er að klára uppbyggingu fullkominna varnargarða við byggðir sem eiga á hættu að lenda undir snjóflóði." Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Takk fyrir okkur

Eftir Bjarna Benediktsson: "Að baki breytingunum búa skýr markmið. Léttari róður fyrir almannaheillafélög og hvatning fyrir einstaklinga og fyrirtæki." Meira
12. desember 2020 | Pistlar | 404 orð | 1 mynd

Trölli stelur jólunum

Blendnar tilfinningar bærðust í brjósti mér í gær þegar ég sem þingmaður og annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis tók þátt í að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 633 orð | 2 myndir

Vöndum okkur og förum varlega

Eftir Guðbjörgu Pálsdóttur og Höllu Eiríksdóttur: "Nauðsynlegt er að vinnuveitendur hugi strax að stuðningi við hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk til að draga úr líkum á langvarandi áhrifum og afleiðingum Covid-19-faraldursins." Meira
12. desember 2020 | Aðsent efni | 1309 orð | 1 mynd

Það sem ekki má ræða

Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: "Þessi börn geta í langflestum tilvikum lifað góðu lífi ef þau fá að vera þau sjálf." Meira

Minningargreinar

12. desember 2020 | Minningargreinar | 3692 orð | 1 mynd

Alda Vilhjálmsdóttir

Alda Vilhjálmsdóttir fæddist 20. nóvember 1928. Hún lést 30. nóvember 2020. Útför Öldu fór fram 11. desember 2020. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2020 | Minningargreinar | 1323 orð | 1 mynd

Birte Dürke Hansen

Birte Dürke Hansen fæddist í Kaupmannahöfn 29. febrúar 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 17. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Ölund Tolstoj og Emma Johanne Pedersen. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2020 | Minningargreinar | 775 orð | 1 mynd

Elísabet Jóhanna Guðmundsdóttir

Elísabet Jóhanna Guðmundssdóttir fæddist 17. ágúst 1928 á Ísafirði. Hún lést 17. nóvember 2020 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðmundur Elías Sæmundsson trésmiður og málarameistari og Margrét Pétursdóttir húsfreyja. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2020 | Minningargreinar | 430 orð | 1 mynd

Jónína Stefánsdóttir

Jónína Stefánsdóttir fæddist 9. mars 1930. Hún lést 25. nóvember 2020. Útförin fór fram 4. desember 2020. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2020 | Minningargreinar | 3991 orð | 1 mynd

Jórunn Þorgerður Bergsdóttir

Jórunn Þorgerður Bergsdóttir fæddist í Austurhúsum að Hofi í Öræfum 22. september 1935. Hún lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 17. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Pála Jónína Pálsdóttir húsfreyja, fædd 17. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2020 | Minningargreinar | 2507 orð | 1 mynd

Salman Tamimi

Salman Tamimi fæddist 1. mars 1955. Hann lést 3. desember 2020. Útför hefur farið fram. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2020 | Minningargreinar | 1346 orð | 1 mynd

Valur Pálsson

Valur Pálsson fæddist 2. september 1932. Hann lést á Landspítalanum 23. nóvember 2020. Útför Vals fór fram 9. desember 2020. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. desember 2020 | Viðskiptafréttir | 180 orð | 1 mynd

Airbnb tók flugið

Hlutabréf í bandaríska heimagistingarvefnum Airbnb, sem margir Íslendingar nota og þekkja, meira en tvöfölduðust í verði þegar þau voru skráð á markað í Bandaríkjunum í fyrradag. Meira
12. desember 2020 | Viðskiptafréttir | 530 orð | 1 mynd

Sjálfsafgreiðslan er í örum vexti

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stærstu matvörukeðjurnar á markaðnum hafa fjölgað sjálfsafgreiðslukössum í ár. Á móti hefur þjónustustigið hækkað á öðrum sviðum. Meira

Daglegt líf

12. desember 2020 | Daglegt líf | 1017 orð | 3 myndir

Ætlar ekki að vera bitri gaurinn

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Birgir Breiðdal lærði arkitektúr á sínum tíma og vann við það árum saman. Síðan sneri hann sér að myndlist en eftir hrun tók hann að sér í áratug að vera fótboltaþjálfari. Að því loknu vaknaði myndlistarmaðurinn aftur og nú hefur hann gert stuttmynd. Meira

Fastir þættir

12. desember 2020 | Fastir þættir | 178 orð | 1 mynd

1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7...

1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 e6 11. Bf4 Da5+ 12. Bd2 Bb4 13. c3 Be7 14. c4 Db6 15. Bc3 Rgf6 16. Re5 Hd8 17. De2 Bb4 18. 0-0 Bxc3 19. bxc3 0-0 20. Hab1 Dc7 21. f4 c5 22. Meira
12. desember 2020 | Í dag | 822 orð | 4 myndir

„Asnaðist til að verða sjötugur og missti vinnuna“

Jón Friðrik Guðnason fæddist 12.12. 1945 klukkan 9:10 að morgni uppi á lofti í Norðmannabragganum á Raufarhöfn. Nú hefur það hús verið rifið, en það var lengi mötuneytishús o.fl. hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Meira
12. desember 2020 | Árnað heilla | 85 orð | 1 mynd

Guðmundur Páll Árnason

30 ára Guðmundur Páll fæddist í Keflavík og ólst upp bæði þar og í Borgarfirði þar sem hann var tekinn í fóstur af yndislegum hjónum sem studdu hann vel. Hann er bílamálari í Njarðvík og helstu áhugamálin eru fjölskyldan og ferðalög. Meira
12. desember 2020 | Árnað heilla | 36 orð | 2 myndir

Gullbrúðkaup

Fimmtíu ára brúðkaupsafmæli eiga í dag hjónin Svanlaug Eiríksdóttir og Hörður Hansson á Selfossi. Þau voru gefin saman 12. desember 1970 í Hraunakirkju af séra Sveinbirni Sveinbjörnssyni. Þau eiga þrjú börn, tvö tengdabörn og sex... Meira
12. desember 2020 | Í dag | 57 orð

Málið

Nafnorðið sannur þýðir sannindi , réttmæti og kemur fyrir í ýmsum samböndum: fullyrðingar hans eru fjarri sanni; það má með sanni segja. Meira
12. desember 2020 | Í dag | 237 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Nýtt boðorð gef ég yður Meira
12. desember 2020 | Fastir þættir | 551 orð | 4 myndir

Snaggaralegir sigrar þeirra yngstu

Íslendingar áttu 14 keppendur í fimm keppnisflokkum pilta og stúlkna í undankeppni HM ungmenna sem fram fór dagana 7.-9. desember. Meira
12. desember 2020 | Fastir þættir | 165 orð

Snúin slemma. N-Allir Norður &spade;ÁK542 &heart;DG95 ⋄ÁG53...

Snúin slemma. N-Allir Norður &spade;ÁK542 &heart;DG95 ⋄ÁG53 &klubs;-- Vestur Austur &spade;10863 &spade;D7 &heart;K32 &heart;6 ⋄K2 ⋄10976 &klubs;G972 &klubs;Á106543 Suður &spade;G9 &heart;Á10874 ⋄D84 &klubs;KD8 Suður spilar 6&heart;. Meira
12. desember 2020 | Í dag | 78 orð | 1 mynd

Spilaðu tölvuleik með píkunni

Svanlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri OsteoStrong og eigandi píkusport.is, mætti í viðtal til þeirra Kristínar Sifjar, Jóns Axels og Ásgeirs Páls í Ísland vaknar og ræddi við þau um Grindarbotnsþjálfarann sem hefur vakið mikla lukku. Meira
12. desember 2020 | Árnað heilla | 78 orð | 1 mynd

Vignir Þór Bollason

30 ára Vignir Þór ólst upp í Hafnarfirði og býr núna í Kópavogi. Vignir er kírópraktor og rekur stofuna Líf Kírópraktík í Hlíðasmáranum í Kópavogi. Helstu áhugamál Vignis eru samvera og ferðalög með fjölskyldunni og að fylgjast með fótbolta. Meira
12. desember 2020 | Í dag | 273 orð

Það sér í klaufirnar

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Oft hann gengur opna með. Úr henni margir sletta. Í fjalli langa laut hef séð. Loks er sauðkind þetta. Meira

Íþróttir

12. desember 2020 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

EM kvenna Milliriðill 1 í Herning: Frakkland – Rússland 28:28...

EM kvenna Milliriðill 1 í Herning: Frakkland – Rússland 28:28 Danmörk – Svíþjóð 24:22 Staðan: Rússland 4310113:997 Frakkland 4310101:967 Danmörk 320172:644 Svíþjóð 301271:771 Spánn 301270:801 Svartfjallaland 300365:760 Þýskaland B-deild: Aue... Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

England Leeds – West Ham 1:2 Staðan: Tottenham 1173123:924...

England Leeds – West Ham 1:2 Staðan: Tottenham 1173123:924 Liverpool 1173126:1724 Chelsea 1164125:1122 Leicester 1170421:1521 West Ham 1262420:1520 Southampton 1162321:1720 Manch.Utd 1061319:1719 Manch. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Enn einn sigurinn hjá Kristjáni

Fyrsta keppnistímabil Fjölnismannsins Kristjáns Arnar Kristjánssonar í atvinnumennsku í handboltanum gengur nánast eins og best verður á kosið. Aix hefur byrjað frábærlega og er í 2.-3. sæti í efstu deildinni í Frakklandi. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Ég mun sjá eftir Jóni Þór Haukssyni, landsliðsþjálfara kvenna í...

Ég mun sjá eftir Jóni Þór Haukssyni, landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Ég hafði mínar efasemdir þegar hann var ráðinn á sínum tíma enda nánast algjörlega óreyndur þegar kom að því að stýra knattspyrnuliði upp á eigin spýtur. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 939 orð | 2 myndir

Hjartað er alltaf hjá íslenska landsliðinu

Viðtal Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Hólmfríður komin aftur á Selfoss

Knattspyrnukonan reynda Hólmfríður Magnúsdóttir er gengin til liðs við Selfoss á ný eftir tæplega þriggja mánaða dvöl hjá sínu gamla félagi í Noregi, Avaldsnes. Hún hafði áður leikið með Selfyssingum frá vorinu 2019. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Kristín markahæst hjá Svíþjóð í gær

Danir eiga enn möguleika á að komast í undanúrslitin á EM kvenna í handknattleik eftir nauman sigur á Svíum, 24:22, í gærkvöldi. Kristín Þorleifsdóttir var markahæst hjá Svíum. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Lagerbäck inni í myndinni hjá KSÍ

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi haft samband við Svíann Lars Lagerbäck vegna karlalandsliðsins í knattspyrnu. Guðni sagði frá þessu í samtali við Fótbolta.net í gær en lítið kemur þar fram um hvað þeim fór á milli. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Ólíklegt að Jóhann mæti Arsenal

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, er tæpur vegna meiðsla þessa dagana og því ólíklegt að hann spili með Burnley þegar liðið heimsækir Arsenal á morgun. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Sara upp í 24. sæti í heiminum

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er í 24. sæti yfir bestu knattspyrnukonur heims að mati sérfræðinga enska blaðsins The Guardian. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 685 orð | 1 mynd

Skref í átt að stærra markmiði

Svíþjóð Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Hlín Eiríksdóttir er tilbúin að taka næsta skref á ferlinum en hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Piteå í gær. Meira
12. desember 2020 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Spánn Andorra – Zaragoza 83:98 • Haukur Helgi Pálsson skoraði...

Spánn Andorra – Zaragoza 83:98 • Haukur Helgi Pálsson skoraði átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst fyrir Andorra. • Tryggvi Snær Hlinason skoraði níu stig, tók þrjú fráköst og varði skot fyrir Zaragoza. Meira

Sunnudagsblað

12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 261 orð | 1 mynd

Að vaða í verkin

Hvað bók varstu að skrifa? Ég var að gefa út bókina Skipulag. Hún skiptist í tvo hluta, annars vegar eru ráð fyrir fjölskyldur varðandi heimilið og hins vegar um veislur. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 391 orð | 1 mynd

Af Jesúbarninu og jólamartröðum

Stressið læðist svona lymskulega að manni og kristallast í martröðum á nóttunni. Það er ekki eins og ég hafi einhvern tímann gleymt að kaupa jólagjafir! Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 118 orð | 1 mynd

Aftur inn í skápinn

Jól Happiest Season nefnist glæný jólamynd úr smiðju bandaríska leikstjórans Clea DuVall. Þar er hermt af samkynhneigða parinu Abby og Harper sem eyða jólunum í fyrsta skipti saman hjá fjölskyldu þeirrar síðarnefndu. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 6 orð | 1 mynd

Anna Lind Gunnarsdóttir Eitthvað. Kannski helminginn...

Anna Lind Gunnarsdóttir Eitthvað. Kannski... Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 146 orð | 1 mynd

Ástin skein af þeim

Marta Soffía Lovísa Dagmar Thyra fæddist í Stokkhólmi árið 1901 og var upphaflega Marta Svíaprinsessa. Faðir hennar var Karl, yngri bróðir Gústafs V Svíakonungs. Hún átti tvær systur, Margréti og Ástríði. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 1101 orð | 2 myndir

Bólusetning og jólastemning

Áform um bólusetningar við kórónuveirunni eru hafin, en Óskar Reykdalsson , forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði ekkert vera því til fyrirstöðu að bólusetja tugþúsundir manns á dag þegar bóluefnið væri til reiðu. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 432 orð | 5 myndir

Bækur eru súrefni

Fyrir mér eru bækur súrefni, dramatísk? Já, ég meina það. Það að lesa er eins og að setja bensín á bílinn, að fá smá innsýn í heim annarra, hversdag einhvers sem þú þekkir ekki. Ég les á hverju kvöldi og hef alltaf gert. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 5293 orð | 8 myndir

Dásamlegt að eiga fólk til liðs

Séra Geir Waage lætur af störfum sem sóknarprestur í Reykholti um áramótin eftir 42 ár í embætti en eiginkona hans, Dagný Emilsdóttir, hætti sem móttökustjóri Snorrastofu um síðustu áramót. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Elín Ása Einarsdóttir Ég búin að kaupa allar jólagjafirnar. Þær eru...

Elín Ása Einarsdóttir Ég búin að kaupa allar jólagjafirnar. Þær eru... Meira
12. desember 2020 | Sunnudagspistlar | 592 orð | 1 mynd

Fegurðin í meðalhófinu

Tíminn þegar smákökur verða viðurkenndur morgunmatur og kjötið verður alltaf aðeins feitara og reyktara. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 1407 orð | 2 myndir

Gefandi að nýta þekkingu sína

Barnageðlæknafélag Íslands varð fjörutíu ára á árinu 2020. Helga Hannesdóttir og Gunnsteinn Gunnarsson, barna- og unglingageðlæknar, líta yfir liðinn feril og rifja upp sögu félagsins. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 94 orð | 1 mynd

Hefðu þau líka leikið í myndinni?

Spenna Spennuþættirnir The Undoing, með Nicole Kidman og Hugh Grant, hafa vakið mikið umtal beggja vegna Atlantsála en hlotið misjafna dóma; einkum virðist endirinn sitja í gagnrýnendum en ekkert verður upplýst um hann hér enda sýningum ekki lokið á... Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 49 orð | 1 mynd

Hvar er Básendi?

Hinn 9. janúar 1799 gekk yfir landið einhver krappasta lægð sem farið hefur yfir landið á sögulegum tíma og þó var þetta löngu fyrir veðurmælingar nútímans. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 729 orð | 2 myndir

Hækkandi sól

Leiðarljós mitt í stjórnmálum er að stuðla að því að Ísland sé land tækifæranna frá sjónarhóli bæði einstaklinga og fyrirtækja. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 2632 orð | 2 myndir

Íslenska er tungumál lífs míns

Étienne Ljóni Poisson er fæddur og uppalinn í Quebec í Kanada en ákvað átta ára að gerast Íslendingur. Björk kveikti áhuga drengsins sem tók þá upp hjá sjálfum sér að læra íslensku. Er hann eini Íslendingurinn sem ber nafnið Ljóni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 76 orð | 1 mynd

Jólalag ársins: „Joggingjakkafatajól“

Í Síðdegisþættinum með Loga Bergmann og Sigga Gunnars segist Logi vera búinn að finna jólalag ársins. Bæði finna það og útnefna einn síns liðs. Leikarinn Halldór Gylfason syngur lagið en höfundur þess er Ottó Tynes. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 66 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila lausn krossgátu 13. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Lögin krufin

Lög Metallica: The Story Of The Songs er ný heimildarmynd sem frumsýnd var á bandarísku sjónvarpsstöðinni Reelz um liðna helgi. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 833 orð | 6 myndir

Myndi aldrei fara til sólarlanda um jólin

Eydís Ólafsdóttir myndlistarkona gerir allt hreint og fínt fyrir jólin. Hún gerir margar kökusortir og er piparkökuuppskriftin hennar einstaklega vinsæl. Hún segir að þvottahúsið sé eina svæðið í húsinu sem sleppur við jólaskreytingar. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 229 orð | 1 mynd

Naut þess að rugla í fólki

Fimmtíu ár eru um helgina frá því að Jim Morrison, söngvari The Doors og ein mesta goðsögn rokksögunnar, kom í hinsta sinn fram á sviði. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 166 orð | 1 mynd

Plata fyrir unglinginn

Morgunblaðið var svo almennilegt á aðventu fyrir hálfri öld að benda lesendum á, hvað unglingum þætti gaman að fá í jólagjöf. Stefán Halldórsson gekk í verkið og voru hljómplötur honum efstar í huga. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 836 orð | 2 myndir

Prinsessan í Hvíta húsinu

Um Atlantsála nefnast nýir leiknir norskir þættir sem Ríkissjónvarpið hefur sýningar á milli jóla og nýárs. Þar er hermt af sambandi Mörtu krónprinsessu og Roosevelts Bandaríkjaforseta í stríðinu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 15 orð | 1 mynd

Ragnar Már Ríkarðsson Nokkrar. Ég á ekki mikið eftir. Ég kaupi í kringum...

Ragnar Már Ríkarðsson Nokkrar. Ég á ekki mikið eftir. Ég kaupi í kringum fimmtán... Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 583 orð | 2 myndir

Rossi oss

Stjarnan á HM í knattspyrnu 1986 hafði ekki fyrr verið lögð til hinstu hvílu en stjarnan á HM í knattspyrnu 1982 kvaddi. Fyrst Diego Maradona og nú Paolo Rossi. Hvar endar þetta eiginlega? Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 77 orð | 1 mynd

Stjörnubörnin rokka og róla

Epli Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það á við í rokkinu sem öðru. Alltént ef marka má kornunga sveit, Suspect208, frá Kaliforníu sem sendi frá sér sitt fyrsta lag á dögunum, Long Awaited. Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 1158 orð | 2 myndir

Tilvist mannsins ógnað

Eggert Gunnarsson, sem lengi hefur starfað við sjónvarp, sendi á dögunum frá sér sína fyrstu bók, vísindaskáldsöguna The Banana Garden, á ensku. Hann hefur búið á Papúa Nýju-Gíneu undanfarin fimm ár og segir það hafa verið mikið ævintýri. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
12. desember 2020 | Sunnudagsblað | 9 orð | 1 mynd

Viktor Örn Gunnarsson Svona helminginn, eða svona um fjórar...

Viktor Örn Gunnarsson Svona helminginn, eða svona um... Meira

Ýmis aukablöð

12. desember 2020 | Blaðaukar | 13 orð | 1 mynd

10

Örvar Marteinsson hefur yfirgefið Landssamband smábátaeigenda og er nú formaður Samtaka smærri... Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 27 orð | 1 mynd

12-13

Framleiðslan í nýju frystihúsi Samherja á Dalvík er komin fram úr því sem hún var í gamla húsinu. Enn er nokkuð í að vinnslan nái fullum... Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 17 orð | 1 mynd

22

„Það þurfti einhver að halda áfram sem þekkti til í vélarrúminu og ég tók það á mig. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 21 orð | 1 mynd

26

Raggi togari kveðst ekki fara hefðbundnar leiðir. Hann hefur sloppið nokkrum sinnum með skrekkinn og haft betur í slagnum við... Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 21 orð | 1 mynd

8

Tegundatilfærslur í kvótakerfi skapa hvata til að veiða meira af ákveðnum tegundum en öðrum. Þetta getur haft slæm áhrif á... Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 549 orð | 3 myndir

Alvarlegum útköllum fækkaði

Útköllum sjóbjörgunarsveita fækkaði nokkuð milli ára og má meðal annars rekja þá þróun til færri ferðamanna. Verkefnin voru þó næg hjá björgunarsveitarmönnum. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 913 orð | 2 myndir

„Dalvík alltaf verið leiðandi í tæknibreytingum“

Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, segir það hafa gengið mjög vel að taka nýja hátæknivinnslu fyrirtækisins á Dalvík í notkun. Verkefnið hefur verið krefjandi og er enn nokkuð í að takist að nýta alla möguleika þess búnaðar sem komið hefur verið fyrir. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 830 orð | 2 myndir

„Ég var að mála sjóinn á einn eða annan hátt öll þessi ár“

Freyju Önundardóttur er margt til lista lagt, bókstaflega, enda myndlistarkona. Hún er einnig útgerðarstjóri Önundar ehf. sem gerir út eikarbátinn Þorstein ÞH 115, áður GK 15. Hún ræðir við 200 mílur um hvernig myndlistarkona, kennari og verkefnastjóri varð útgerðarstjóri í fjölskyldufyrirtækinu. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 1546 orð | 1 mynd

„Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að vera trillusjómaður“

Ragnar Þór Jóhannsson missti móður sína ungur, tók slaginn við Bakkus og hafði betur. Hefur oftar en einu sinni komist í hann krappan. Horfst í augu við dauðann og var nálægt því að drekkja sameiginlegri þjóðargersemi Íslands og Færeyja. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 1317 orð | 3 myndir

Beint úr sveitinni í þorskastríðin

Halldór B. Nellett kom til hafnar úr síðustu sjóferð sinni sem skipherra á varðskipinu Þór í vikunni. Hann mun láta af störfum um áramótin eftir að hafa tengst starfi stofnunarinnar í nærri hálfa öld, en hann ætlaði að gerast bóndi. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 1322 orð | 2 myndir

Best ef allir gætu verið samstiga

Árni Bjarnason segir sárin ekki að fullu gróin eftir síðustu kjarasamningsviðræður en óskandi væri að stéttarfélög sjómanna gætu snúið bökum saman. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 404 orð | 2 myndir

Bíða spenntir eftir því að skoða frystihúsið

Það má segja að frystihús Samherja á Dalvík hafi ekki einungis verið stolt útgerðarfyrirtækisins því að það hefur einnig verið flaggskip Völku sem er með fjórar vinnslulínur í húsinu. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 607 orð | 3 myndir

Brautryðjandi sjávarútvegsskóli

Sjávarútvegsskóli unga fólksins hófst sem leið fyrir Síldarvinnsluna að vekja áhuga ungra heimamanna á atvinnutækifærum í sjávarútvegi. Skólanum hefur vaxið fiskur um hrygg og er útrás hugmyndafræðinnar í bígerð. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 333 orð | 5 myndir

Djúpt norður af Vestfjörðum

Stór hluti togaraflotans var í vikunni á Strandagrunni og veiðin var með ágætum. Þorskur og ýsa eru uppistaða aflans sem er frystur og pakkað um borð. Strákarnir á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK koma í land daginn fyrir Þorláksmessu. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 34 orð

Frystihús Samherja

*Frystihúsið er 9.000 fermetrar að stærð. *Fjárfestingin hleypur á sex milljörðum króna. * Mörg fyrirtæki koma að verkefninu. Þar á meðal Valka, Frost, Samey, Skaginn 3X, Baader Ísland, Slippurinn Akureyri, Vélfag, Raftákn og... Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 838 orð | 1 mynd

Hlaðvarpið gluggi í gleymdan heim

Það hafa verið skrifaðar ófáar sögur af sjómönnum eða einstökum atvikum og björgunaraðgerðum á sjó, erfiðara er að finna sögur af sjómannsferli sjómanna sagðar af sjómönnunum sjálfum. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 1005 orð | 2 myndir

Með augastað á lýsisrisunum í Noregi

Margildi selur í dag lýsi til kaupenda um allan heim. Lýsi úr uppsjávartegundum hefur ýmsa kosti og er astaxthantín-blandaða lýsið mjög áhugaverð vara. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 511 orð | 1 mynd

Nýta bæjarlækinn

Guðmundur H. Hannesson er nýr framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts en er enginn nýgræðingur og tók þátt í að stofna félagið árið 1993. Hann segir frystihús Samherja á Dalvík hafa verið mikla áskorun. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 595 orð | 1 mynd

Segir mikla kosti við kvótasetningu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í annað sinn lagt fram frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða. Ráðherrann segir frumvarpið auka skilvirkni veiðanna og bæta umgengni við auðlindina. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 896 orð | 1 mynd

Styrkja stöðu sína en áfram óvissa á mörkuðum

Á árinu hefur Iceland Seafood International samþætt vinnsluna í Bretlandi, styrkt eininguna á Írlandi og stigið síðasta skrefið í samruna Iceland Iberica og Iceland Seafood og með því sameinað alla vinnslu á einn stað í Barselóna. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 85 orð | 1 mynd

Sumir eru einfaldlega ómissandi

Það er alveg sama hvernig á það er litið; þjóð umkringd hafi verður að geta staðið að öflugri leit og björgun til hafs. Útköll sjóbjörgunarsveita hafa verið mörg á þessu ári eða 149 talsins. Þessi mikli fjöldi kemur þrátt fyrir fækkun ferðamanna. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 853 orð | 2 myndir

Sveigjanleiki kvótakerfisins mikill kostur

Íslenska kvótakerfið gerir útgerðum kleift að mæta þeirri áskorun sem fylgir því að stjórna ekki hvaða tegundir rata í veiðarfærin og er því hægt að hámarka nýtingu aflaheimilda. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 860 orð | 2 myndir

Veiðidaga- og veiðarfærakvaðir til trafala

Formaður Samtaka smærri útgerða segir að ráðast þurfi í ýmsar breytingar til að gera smábátaútgerðum fært að hagræða og skapa meiri verðmæti. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 808 orð | 2 myndir

Væri ekki óskastaða að skipta yfir í lax

Gísli hjá ÍS 47 hefur mikla trú á regnbogasilungi en lokun Rússlandsmarkaðar olli verðlækkun og öflug markaðssetning hefur hækkað verð á eldislaxi. Meira
12. desember 2020 | Blaðaukar | 480 orð | 3 myndir

Öflugustu vélar íslenska flotans

Nú eru hin nýju flutningaskip Eimskips, Dettifoss og Brúarfoss, bæði komin í áætlunarsiglingar. Vélbúnaður skipanna er afar öflugur og fullkominn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.