Greinar laugardaginn 3. apríl 2021

Fréttir

3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 693 orð | 2 myndir

Að breyta fjalli

Úr bæjarlífinu Ólafur Bernódusson Skagaströnd Þótt lognið fari stundum nokkuð hratt yfir á Skagaströnd og þar geti verið snjóþungt, þakka íbúar hér sínum sæla fyrir að hér er ekki hætta á skemmandi jarðskjálftum, skriðuföllum né snjóflóðum eins og verið... Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Báru saman bækur á Bessastöðum

„Þetta kom satt að segja alveg flatt upp á mig,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í samtali við Morgunblaðið eftir heimsókn á Bessastaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á þriðjudag. Meira
3. apríl 2021 | Erlendar fréttir | 725 orð | 2 myndir

„Verra en frumskógur“

Á landamærum Íraks er spillingin allsráðandi og þaulskipulögð og háar upphæðir hafna í vösum vopnaðra sveita, stjórnmálaflokka og spilltra embættismanna í stað ríkissjóðs. Mest hagnast vopnaðar sveitir sjíta, sem hafa tengsl við Íran. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 93 orð

Dómstólar skera úr um lögmæti vistunar

Maður sem vill losna úr sóttvarnahúsi eftir dvöl erlendis bíður nú úrskurðar héraðsdóms í máli sínu. Lögmaður mannsins, Ómar R. Valdimarsson, væntir úrskurðar í dag, þar sem málið fær flýtimeðferð. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 11 orð | 1 mynd

Eggert

Veira Grímuskylda er víðast hvar virt í samfélaginu, hér við... Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 420 orð | 2 myndir

Eins og eitthvert æði gripi bæjarbúa

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er ný saga og gömul að fólk flykkist að þar sem tök eru á að komast í tæri við eldgos. Stórbrotið sjónarspil náttúrunnar heillar, en getur haft hættur í för með sér, umfram það sem fylgir hamförunum sjálfum. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fangelsi fyrir ítrekaðar líkamsárásir

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 6 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Farfuglar ekkert að drífa sig norður

Björn G. Arnarson fuglafræðingur hefur í nógu að snúast þessa dagana, enda stendur koma farfugla hingað til lands sem hæst. Björn er búsettur á Höfn í Hornafirði, þar sem hann heldur úti fuglaathugunarstöð ásamt kollega sínum, Brynjúlfi Brynjólfssyni. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 356 orð | 2 myndir

Fólk í ferðaþjónustu klárt í bátana

Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Sveitarstjórar í Skútustaðahreppi og Mýrdalshreppi segja að aðilar í ferðaþjónustu séu klárir í bátana ef verður af góðu ferðasumri. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Fréttaþjónusta á mbl.is um páskana

Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 6. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónusta er opin í dag kl. 8-12. Lokað verður páskadag og 2. í páskum. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Fyrsta gasskipið með vörur til Íslands

Skipið Kvitnos kom til Íslands 1. apríl og varð um leið það fyrsta sinnar tegundar til að sigla með vörur til og frá landinu. Skipið er svokallað LNG-skip og gengur fyrir fljótandi jarðgasi. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Gleðilega páska!

Eldgosið Vinsældir gosstöðvanna um páskana eru miklar. Móey Mjöll Völundardóttir tók forskot á sæluna og smakkaði á páskaeggi við gosið, með glóandi eldtungur í... Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 514 orð | 1 mynd

Gölluð lög um þjóðkirkju og trúfélög

Andrés Magnússon andres@mbl.is Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur segir að lög um trúfélög séu meingölluð og kalli á endurskoðun. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Meira að gera í vikunni fyrir páska en í vikunni fyrir jól

Halldór Hreinsson, eigandi Fjallakofans, segir að vikan nú fyrir páska hafi verið betri en vikan fyrir jól. Í Fjallakofanum fæst allt til útivistar, allt frá höfuðljósum til mannbrodda og útivistarfatnaðar. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Mikil gróska í bláa hagkerfinu

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Frumkvöðlafyrirtækjum í bláa hagkerfinu hefur fjölgað um 150% á undanförnum áratug. Við talningu slíkra frumkvöðlafyrirtækja, sem tengjast hafinu á einn eða annan hátt, árið 2012, kom í ljós að þau voru um 60 talsins. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 771 orð | 3 myndir

Nýi Magni enn í viðgerð ytra

Viðtal Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hinn nýi dráttarbátur Faxaflóahafna, Magni, er enn í Hollandi en þar hefur hann verið til viðgerða síðan í júlí í fyrra, eða í átta mánuði. Nýi Magni er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2.025 kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn áfram og 84 aftur á bak. Umsamið verð var rúmur milljarður króna. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Nýorkubílar nærri 68% af seldum bílum á árinu

Alls voru skráðir 956 nýir fólksbílar hér á landi í mars sem er 11,3% samdráttur frá því í sama mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Nýr Vilhelm Þorsteinsson til hafnar á Akureyri í dag

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 sigldi inn Eyjafjörðinn í fyrsta sinn í gær, á leið sinni frá skipasmíðastöðinni Karstensens í Skagen í Danmörku. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 1170 orð | 5 myndir

Rammaáætlunarferli í uppnámi

Fréttaskýring Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Töluverðar tafir og óvissa settu svip sinn á starf verkefnisstjórnar vegna 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Tafirnar má rekja meðal annars til þess að Alþingi hefur ekki afgreitt 3. áfanga, en verkefnisstjórn um þann hluta rammáætlunar skilaði af sér 2016 og er talið að afgreiðsla þess hluta hafi tafist vegna óeiningar innan ríkisstjórnarflokkanna um virkjunarmál. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 445 orð | 1 mynd

Reynt er að koma knatthúsi í ramma

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að afla upplýsinga frá fyrirtæki í Litháen sem kom með eina tilboðið í fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Sjávarmálið sett upp á Eiðsgranda

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds um framkvæmdaleyfi vegna uppsetninga á listaverkinu Sjávarnál. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 584 orð | 3 myndir

Skilja Norðurlandaþjóðir hver aðra?

Baksvið Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Eru Norðurlandaþjóðirnar í raun eitt málsvæði? Að því hafa verið færð ýmis rök og undir þetta er meðal annars ýtt í nýlegum sjónvarpsþáttaröðum á borð við Brúna, Exit og Ísalög og Atlantic Crossing þar sem norrænir leikarar frá ýmsum þjóðum tala ýmist sitt eigið móðurmál eða önnur Norðurlandamál og virðast ekki eiga í neinum erfiðleikum með að gera sig skiljanlega. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Skorið úr um lögmæti dvalar

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ómar R. Valdimarsson lögmaður hefur sent Héraðsdómi Reykjavíkur kröfu um að skjólstæðingur hans skuli látinn laus úr sóttvarnahúsi. Um er að ræða íslenskan ríkisborgara sem kom til landsins frá Frankfurt í fyrradag og hafði fengið fyrri bólusetningu við kórónuveirunni. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 50 orð

Smáskilaboð upplýsa komufarþega

Frá og með fimmtudegi hafa allir flugfarþegar fengið smáskilaboð í síma við komu til landsins. Í skilaboðunum kemur fram að hægt sé að kynna sér nýjar reglur við landamæri Íslands á ákveðinni heimasíðu eða vefslóð. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 511 orð | 3 myndir

Standa vörð um sögu og verðmæti skólans

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kennarar og stjórnendur Austurbæjarskóla hafa lengstum haldið gömlum munum, sem tengjast skólanum og starfinu, til haga. Afrakstur umhyggjunnar má sjá í sérstakri skólamunastofu, sem Hollvinafélag Austurbæjarskóla hefur útbúið í risi skólans og þannig bjargað verðmætum frá glötun, en borgaryfirvöld vilja safnið burt og óttast stjórn félagsins afleiðingarnar. „Safnið varðveitir söguna og við megum ekki til þess hugsa að öllu þessu starfi verði fórnað með einu pennastriki,“ segir Pétur Hafþór Jónsson, varaformaður Hollvinafélagsins. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 140 orð

Verulegar tafir á mati

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Verkefnisstjórn vegna fjórða áfanga rammaáætlunar hefur lagt til að níu virkjunarkostir fari í nýtingarflokk. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Vill óháða úttekt á aðgerðum vegna Fossvogsskóla

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf til skrifstofu borgarstjóra þar sem m.a. er kallað eftir því að Reykjavíkurborg láti gera óháða úttekt á viðbrögðum og aðgerðum vegna ástands á húsnæði Fossvogsskóla. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Yfir 30 þúsund séð gosið

Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Ferðamálastofa hefur sett upp teljara á miðri stikuðu leiðinni upp að gosstöðvunum í Geldingadal. Meira
3. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Önnur aðalvél Týs er ónothæf

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á dögunum var varðskipið Týr tekið niður úr Slippnum í Reykjavík, þar sem það hafði verið í rúman mánuð. Unnið var að viðgerðum og greining gerð á skemmdum. Týr liggur nú við Faxagarð í Gömlu höfninni. Meira

Ritstjórnargreinar

3. apríl 2021 | Leiðarar | 725 orð

Af ávöxtunum

Ræðusafnið Meðan þín náð er gott yfirlit verka Sigurbjörns Einarssonar biskups og sýnir vel hvers vegna landsmenn sóttust eftir leiðsögn frá honum á meðan hans naut við, og gera enn í gegnum merkileg verk hans. Eitt erindið ber yfirskriftina Varist falsspámenn og vísar til varnaðarorða Krists. Nú á tímum er iðulega rætt um falsfréttir og upplýsingaóreiðu og er sú umræða á köflum varasöm þó að ýmislegt eigi þar við rök að styðjast. Meira
3. apríl 2021 | Reykjavíkurbréf | 3 orð | 1 mynd

Eggert

Gönguför á... Meira
3. apríl 2021 | Staksteinar | 217 orð | 1 mynd

Ýktasta og dýrasta hraðvagnakerfið

Inga María Hlíðar Thorsteinson, ljósmóðir og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fjallaði um almenningssamgöngur í grein hér í blaðinu í fyrradag. Meira

Menning

3. apríl 2021 | Myndlist | 107 orð | 1 mynd

Aðsókn 77% minni að söfnum í fyrra

Vefurinn The Art Newspaper greinir frá því að aðsókn að 100 vinsælustu söfnum heims hafi dregist saman um 77% í fyrra vegna heimsfaraldursins. Meira
3. apríl 2021 | Bókmenntir | 164 orð | 1 mynd

„Sjálfsánægður grísaslátrari“

Fræðimenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvernig breska leikskáldið William Shakespeare leit út í lifanda lífi þar sem frægustu málverkin af honum voru máluð að honum látnum. Meira
3. apríl 2021 | Bókmenntir | 262 orð | 1 mynd

Borgaralegt þjóðfélag verður til

Einar Már Guðmundsson vinnur nú að nýrri skáldsögu sem stendur til að gefa út í haust. Meira
3. apríl 2021 | Menningarlíf | 1988 orð | 8 myndir

Hin djúpa nánd – Málaralist Georgs Guðna

Þótt listamaðurinn sé horfinn á braut – á vit „buskans“, svo notað sé orðalag Guðna – á vit hins óútskýrða, býr andi hans í efninu, í ummerkjum um nærveru hans í heimi málverksins – heimi sem við eigum á einhvern hátt... Meira
3. apríl 2021 | Tónlist | 534 orð | 4 myndir

Neðanjarðar norðan heiða

MBS (Mannfólkið breytist í slím) er tónlistarsamlag frá Akureyri sem hefur verið starfrækt í rösk tíu ár og staðið að ýmsum útgáfum og uppákomum. Lítið hefur verið ritað um sögu þessarar samsteypu þar til nú. Meira
3. apríl 2021 | Fjölmiðlar | 888 orð | 1 mynd

Óæskilegar en mannlegar útgáfur

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
3. apríl 2021 | Tónlist | 70 orð | 1 mynd

Pappano tekur við af Rattle hjá LSO

Antonio Pappano mun taka við af Simon Rattle sem aðalhljómsveitarstjóri London Symphony Orchestra, Sinfóníuhljómsveitar Lundúna. Pappano hefur gegnt stöðu stjórnanda Royal Opera House í London frá árinu 2002. Pappano tekur við nýja starfinu árið 2024. Meira
3. apríl 2021 | Fjölmiðlar | 214 orð | 1 mynd

Þar sem siðleysið á sér engin takmörk

Norsku fjórmenningarnir Adam, William, Henrik og Jeppe eru eins ólíkir sögupersónum á borð við Finn, Jonna, Önnu og Dísu, eða hvað þau hétu nú öll í Enid Blyton-bókunum sem maður ólst upp við á sínum tíma, og mögulegt er. Meira

Umræðan

3. apríl 2021 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Aðstoð að handan

Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is: "Það rúma ár, sem er liðið frá því að heimsfaraldurinn gekk í garð, hefur leitt í ljós að heilbrigðiskerfið er einn sterkasti þátturinn í velferðarkerfi okkar." Meira
3. apríl 2021 | Aðsent efni | 149 orð | 1 mynd

Eiríkur Guðnason

Eiríkur Guðnason fæddist 3. apríl 1945 í Keflavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Guðni Magnússon málarameistari, f. 1904, d. 1996, og Hansína Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1997. Meira
3. apríl 2021 | Aðsent efni | 657 orð | 1 mynd

Fljót framþróunar og óttinn við hið óþekkta

Eftir Dóru Björt Guðjónsdóttur: "Hið óþekkta er hliðið að framtíðinni. Það er með því að taka áhættu og stíga fyrsta skrefið að framfarir verða – í okkar eigin lífi og í samfélaginu." Meira
3. apríl 2021 | Aðsent efni | 629 orð | 1 mynd

Happ og harmur spilakassa

Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur: "Flokkur fólksins leggur til að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum Reykjavíkurborgar með það að markmiði að stöðva rekstur spilakassa." Meira
3. apríl 2021 | Aðsent efni | 684 orð | 1 mynd

Hvað mengar eldgosið mikið?

Eftir Sævar Helga Bragason: "Gosið í Geldingadölum þyrfti að standa yfir í tvö til fjögur ár til að losa jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum og við sjálf gerum á aðeins einu ári." Meira
3. apríl 2021 | Aðsent efni | 673 orð | 1 mynd

Moggaléttúð

Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "Það er rökleysa að halda því fram að efnahagssamstarf við þessar þjóðir ógni fullveldinu en varnarsamstarfið styrki það" Meira
3. apríl 2021 | Pistlar | 474 orð | 1 mynd

Siðareglur eða reglur til að siða?

Sitt sýnist hverjum um hvort þörf sé á siðareglum. Skoðanir á slíkum reglum ná allt frá því að þær séu taldar vera algjört bull yfir í óþarfa vesen, ágætis viðmið, nauðsynlegt aðhald eða stjórntæki. Meira
3. apríl 2021 | Aðsent efni | 508 orð | 2 myndir

Specialisterne á Íslandi 10 ára

Eftir Bjarna Torfa Álfþórsson og Hjört Grétarsson: "Specialisterne fagna 10 ára afmæli og líta yfir farinn veg" Meira
3. apríl 2021 | Aðsent efni | 483 orð | 1 mynd

Takk fyrir sigur lífsins

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Hjálpaðu okkur að muna ávallt að ekkert fær okkur hrifið úr frelsarans fangi sem við höfum verið færð í af einskærri ást. Takk fyrir þína eilífu lífgjöf." Meira
3. apríl 2021 | Pistlar | 394 orð

Uppljóstrun um fjármál flokka

Liðin eru 409 ár, frá því að Arngrímur lærði birti rit sitt, Anatome Blefkeniana (Verk Blefkens krufin), þar sem hann andmælti alls konar furðusögum um Ísland, sem þýski farandprédikarinn Dithmar Blefken hafði sett saman. Meira
3. apríl 2021 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Útgangspunktar og forsendur til íhugunar

Eftir Arnar Þór Jónsson: "Lýðræðið grundvallast á því að sérhver einstaklingur sé metinn að verðleikum, en ekki sem hluti af hópi." Meira
3. apríl 2021 | Hugvekja | 815 orð | 1 mynd

Vörður á vegferð

Kirkjurnar eru vörður á vegferð okkar á göngunni í gegnum lífið. Þær eru þarna á sínum stað, þær eru heilagar, það stafar góðu frá þeim. Meira
3. apríl 2021 | Pistlar | 478 orð | 2 myndir

Þarna þekki ég þig

Hápunktur afþreyingar á mínu heimili í mars, áður en eldgos hófst í beinu streymi, var sjónvarpsklippa frá Suður-Kóreu. Meira
3. apríl 2021 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Þegar á reynir

Eftir Bjarna Benediktsson: "Við höfum í hendi okkar allt sem þarf til að hefja nýtt blómlegt vaxarskeið og erum þegar á réttri leið." Meira

Viðskipti

3. apríl 2021 | Viðskiptafréttir | 712 orð | 3 myndir

Raunávöxtun nær allra innlánsreikninga neikvæð

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tímaritið Fjármál og ávöxtun kom út fyrr í vikunni. Er þetta í fjórða skiptið sem tímaritið er gefið út en þar má finna ítarlegt yfirlit yfir ávöxtun allra þeirra innlánsreikninga sem í boði eru hjá íslenskum bönkum auk ávöxtunar sjóða þeirra verðbréfafyrirtækja sem starfa í landinu. Meira
3. apríl 2021 | Viðskiptafréttir | 258 orð

Segja Fríhöfnina blekkja neytendur

Víninnflytjandinn Sante ehf. og vindlainnflytjandinn ST ehf. hafa sent Neytendastofu kvörtun vegna notkunar Fríhafnarinnar ehf. á nöfnunum „Duty Free“ og „Fríhöfnin“. Meira

Daglegt líf

3. apríl 2021 | Daglegt líf | 284 orð | 1 mynd

Gríma, sprittaðar hendur og legg svo fiðluna að vanga

Tónþjónusta! Hjörleifur sér um sína. Fíólínið er tiltækt og ekkert mál að mæta á staðinn. Skemmtilegt að spinna út frá sígildum verkum Meira
3. apríl 2021 | Daglegt líf | 438 orð | 2 myndir

Varaforseti á vergangi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þótt liðnir séu tveir mánuðir frá því Kamala Harris tók við embætti varaforseta Bandaríkjanna er hún enn á hrakhólum. Í frétt á CNN nú í vikunni segir frá því að Harris og eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, lagaprófessor við háskólann í Georgetown, búi enn í ferðatöskum þar sem viðgerðir standa enn yfir á Naval Observatory, bústaðnum sem varaforsetum er ætlaður. Meira

Fastir þættir

3. apríl 2021 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 0-0 6. Rbd2 a6 7. h3 d6...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 0-0 6. Rbd2 a6 7. h3 d6 8. Bb3 Ba7 9. Rf1 Re7 10. Rg3 Rg6 11. 0-0 h6 12. d4 He8 13. Bc2 b5 14. a4 Bb7 15. He1 Dd7 16. Be3 exd4 17. Bxd4 Bxd4 18. cxd4 c5 19. d5 c4 20. Dd2 Dc7 21. Rd4 Dc5 22. Meira
3. apríl 2021 | Í dag | 251 orð

Á gulli verða dvergarnir ginntir

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Axlarskraut, sem ýtar bera. Eru hjónin Gunna og Jón. Stoðarbútur víst má vera. Vættur dulin manna sjón. Meira
3. apríl 2021 | Í dag | 131 orð | 1 mynd

Danstaktar Rúriks vekja mikla lukku

Það hefur varla farið fram hjá mörgum að fv. landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason tekur um þessar mundir þátt í dansþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. Danstaktar Rúriks hafa vakið mikla lukku hjá þýsku þjóðinni sem virðast dolfallin yfir honum. Meira
3. apríl 2021 | Fastir þættir | 577 orð | 5 myndir

Eitt augnablik í skáksögunni

Góð ljósmynd getur sagt meira en mörg þúsund orð. Meira
3. apríl 2021 | Árnað heilla | 77 orð | 1 mynd

Hafdís Hauksdóttir

30 ára Hafdís er Hornfirðingur, fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði. Hún er með BEd.-gráðu frá menntasviði Háskóla Íslands og er í meistaranámi í kennsluréttindum við HÍ. Meira
3. apríl 2021 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Höfn í Hornafirði Móeiður Björk Ægisdóttir fæddist 24. mars 2020 á...

Höfn í Hornafirði Móeiður Björk Ægisdóttir fæddist 24. mars 2020 á Landspítalanum. Hún vó 3.474 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Hafdís Hauksdóttir og Ægir Olgeirsson... Meira
3. apríl 2021 | Árnað heilla | 861 orð | 4 myndir

Kom í heiminn í páskamessunni

Haukur Guðlaugsson fæddist á Eyrarbakka 5. apríl 1931 og verður því níræður á annan í páskum. „Ég fæddist að morgni páskadags meðan móðir mín var að hlusta á útvarpsmessuna. Það var því strax byrjað að messa yfir mér,“ segir Haukur. Meira
3. apríl 2021 | Í dag | 53 orð

Málið

Smábranda og kóð eru ekki virðingarheiti um lítinn fisk . Þó er meiri lítilsvirðing í samheitinu skítseiði . Hvað þá sé það notað um fólk, því þá merkir það: úrþvætti , vesalmenni, drullusokkur. Mest er þó um vert að stafsetja það rétt, með ei . Meira
3. apríl 2021 | Í dag | 261 orð

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Vegna samkomutakmarkana verður helgistund á Föstudaginn langa streymt á heimasíðu kirkjunar kl. 11. Páskadagsmorgunn kl. 8, streymt frá helgistund á heimasíðu kirkjunnar. Prestur. Þór Hauksson, organisti Krizstina K. Szklenár. Meira
3. apríl 2021 | Fastir þættir | 180 orð

Óvænt svar. S-Allir Norður &spade;9 &heart;D87643 ⋄2 &klubs;ÁKG98...

Óvænt svar. S-Allir Norður &spade;9 &heart;D87643 ⋄2 &klubs;ÁKG98 Vestur Austur &spade;G103 &spade;Á7652 &heart;G &heart;-- ⋄DG9763 ⋄ÁK105 &klubs;542 &klubs;10763 Suður &spade;KD84 &heart;ÁK10952 ⋄84 &klubs;D Suður spilar 6&heart;. Meira
3. apríl 2021 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

RÚV kl. 22.50 Blóðug barátta

Bandarísk verðlaunamynd frá 2007 byggð á skáldsögu eftir Upton Sinclair. Í myndinni segir frá óprúttnum olíujöfri sem sölsar undir sig land í Kaliforníu með gylliboðum en efnir engin loforð. Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Paul Dano og Ciarán Hinds. Meira
3. apríl 2021 | Árnað heilla | 87 orð | 1 mynd

Sigurður Ágúst Einarsson

40 ára Sigurður fæddist og ólst upp á Sauðárkróki en býr í Kópavogi. Hann er með BSc.-gráðu í vélaverkfræði frá HÍ og tvær M.Sc.-gráður í iðnaðarverkfræði frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi og KTH í Stokkhólmi. Meira

Íþróttir

3. apríl 2021 | Íþróttir | 1248 orð | 2 myndir

Ekki hægt að verja kerfið mikið lengur

Háskólaíþróttir Gunnar Valgeirsson Los Angeles Fjögurra liða úrslit karla og kvenna í bandaríska háskólakörfuknattleiknum hefjast í dag og verða úrslitaleikirnir sjálfir á mánudags-og þriðjudagskvöld. Segja má að þessir leikir fari fram um leið og kröfur um breytingar á réttindum íþróttafólksins séu nú í brennidepli. Meira
3. apríl 2021 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd

England B-deild: Millwall – Rotherham 1:0 • Jón Daði...

England B-deild: Millwall – Rotherham 1:0 • Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Millwall á 73. mínútu. Meira
3. apríl 2021 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Íþróttafréttamenn áttu heldur betur að eiga annríkt um páskana, enda...

Íþróttafréttamenn áttu heldur betur að eiga annríkt um páskana, enda stóð til að spila heilu umferðirnar á Íslandsmótum í hand- og körfubolta, bæði hjá körlum og konum. Undirritaður sá því fram á að vera önnum kafinn þessa helgina. Meira
3. apríl 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Landsliðskona til liðs við Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök á Íslandsmótinu en ástralska landsliðskonan Emma Checker hefur samið við félagið og leikur með því í sumar. Meira
3. apríl 2021 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, L-riðill: Zaragoza – Nymburk...

Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, L-riðill: Zaragoza – Nymburk 90:71 • Tryggvi Snær Hlinason skoraði 2 stig fyrir Zaragoza og tók 2 fráköst á þremur mínútum. *Zaragoza og Nymburk eru bæði komin í átta liða úrslit. Meira
3. apríl 2021 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Meistaradeild karla 16-liða úrslit, fyrri leikur: Elverum &ndash...

Meistaradeild karla 16-liða úrslit, fyrri leikur: Elverum – Barcelona 25:37 • Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona. Porto – Aalborg 32:29 • Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg. Meira
3. apríl 2021 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Nýtt Íslandsmet í sleggjukasti

ÍR-ingurinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir setti nýtt Íslandsmet í sleggjukasti á vetrarkastmóti í Laugardalnum í gær. Elísabet kastaði 64,39 metra og bætti þar Íslandsmet Vigdísar Jónsdóttur úr FH frá því á síðasta ári. Meira
3. apríl 2021 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Stjörnumaður framlengir

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur tilkynnt að hægri hornamaðurinn Starri Friðriksson sé búinn að framlengja samning sinn við félagið. Nýi samningurinn rennur út sumarið 2024. Starri er uppalinn Stjörnumaður og hefur leikið með félaginu alla tíð. Meira
3. apríl 2021 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Sveinbjörn með kórónuveiruna

Júdómaðurinn Sveinbjörn Iura greindist í gær með kórónuveiruna og hefur því þurft að draga sig úr keppni á móti í Tyrklandi. Meira
3. apríl 2021 | Íþróttir | 914 orð | 2 myndir

Ætlaði aðeins að hreyfa sig en endaði í landsliðinu

Handbolti Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Línu- og varnarmaðurinn öflugi Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tók á dögunum fram skóna á ný og hóf að æfa og spila með Val, þar sem hún varð margsinnis Íslandsmeistari. Anna Úrsúla hætti formlega handboltaiðkun fyrir um ári, en hafði þó ekkert leikið með Val tímabilið á undan, 2019/2020. Meira

Sunnudagsblað

3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 645 orð | 1 mynd

Afkastamikill baráttumaður

París. AFP. | Franski leikstjórinn Bertrand Tavernier lést 25. mars 79 ára að aldri. Hann var samviska franskra kvikmynda og óhræddur við fylgja sannfæringu sinni þótt það gæti einangrað hann frá vinum sínum á vinstri vængnum. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 7 orð | 1 mynd

Anna Sigríður Hannesdóttir Njóta tímans með fjölskyldunni...

Anna Sigríður Hannesdóttir Njóta tímans með... Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 997 orð | 2 myndir

Á grænu taflborði

Hinn átján ára Jamal Musiala hefur komið eins og stormsveipur inn í Evrópuboltann með Bayern München og nú þýska landsliðinu. En hver er þessi sókndjarfi strákur sem einnig hefði getað leikið fyrir England og Nígeríu? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 125 orð | 1 mynd

Áhugaverð hlaðvörp: Snorri Másson gefur álit

Snorri Másson stýrir hlaðvarpinu Skoðanabræður ásamt bróður sínum Bergþóri Mássyni. Sjálfur hlustar Snorri reglulega á hlaðvörp og fékk K100 hann til þess að gefa lesendum álit á því sem hann hlustar á. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 234 orð | 1 mynd

Á mannlegum nótum

Hvernig viðtökur hafa Dagmál fengið á þessum fyrstu vikum? Þær hafa verið góðar. Það er erfitt fyrir mig að tala fyrir allt en varðandi íþróttirnar, sem ég sé um, hafa viðbrögðin verið mjög góð. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 101 orð | 1 mynd

Ástin dó en bandið lifði

Vinátta Mark Jansen, söngvari og gítarleikari sinfónískamálmbandsins Epica frá Hollandi, segir alltaf jafn gott á milli þeirra Simone Simons, söngkonu bandsins, enda þótt ástarsambandi þeirra hafi lokið fyrir sextán árum. „Við erum bestu vinir. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 320 orð | 1 mynd

Ástríður og eldar LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST

Elsku Ljónið mitt, það sem er allra mikilvægast fyrir þig í stöðunni er að klára það sem þú byrjar á. Þau Ljón sem hafa þetta meginmarkmið í þessum lesnu orðum eru á hárréttri leið. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 29 orð

Bjarni Helgason er einn stjórnenda Dagmála sem eru viðtals- og...

Bjarni Helgason er einn stjórnenda Dagmála sem eru viðtals- og umræðuþættir um hið helsta í íslensku samfélagi. Þeir eru opnir öllum áskrifendum Morgunblaðsins og má nálgast þá á... Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagspistlar | 624 orð | 1 mynd

Blaðberadraumar

Þetta þótti semsagt eðlilegt þá. Ungir krakkar á ferð um kvöldin með mikla peninga í vasanum að banka uppá hjá ókunnugu fólki. Þetta er nánast eins og sögur úr annarri vídd. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 377 orð | 1 mynd

Ekkert festir þig niður STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR

Elsku Steingeitin mín, þú ert búin að vera að takast á við ýmislegt í lífi þínu sem þú hefðir kosið þú hefðir ekki þurft að gera. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 688 orð | 4 myndir

Enginn verður spældur af eggjunum

Egg, kanínur, körfur, leitir, alls kyns sælgæti. Páskahefðirnar eru ótalmargar og hver annarri skemmtilegri. Sumt af þessu hefur tíðkast öldum og jafnvel árþúsundum saman og mun sjálfsagt halda áfram að gleðja okkur á meðan ból eru byggð. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 4258 orð | 6 myndir

Eyrað vill láta kitla sig

Björgvin Halldórsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, verður sjötugur 16. apríl næstkomandi og heldur upp á tímamótin með tónleikum sem streymt verður úr Borgarleikhúsinu þá um kvöldið. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 410 orð | 1 mynd

Ég er (hér um bil) Mosfellingur!

Þetta er svolítið eins og með Færeyinga; mörgum þeirra þykir þeir eiga meira sameiginlegt með Íslendingum en Dönum. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 189 orð | 1 mynd

Friðuðu dauðar rjúpur

„Þingið hefir staðið yfir hálfan annan mánuð. Og menn eru að spyrja, hvað það hafi gert á þessum tíma, eða hvað sé merkast af því sem það hafi gert. Svarið er þetta: Þingið hefir ekki fjallað um stórmálin enn þá – þau eru ekki komin úr... Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 14 orð | 1 mynd

Geir Gunnar Geirsson Lesa Moggann. Ég hef verið áskrifandi lengur en...

Geir Gunnar Geirsson Lesa Moggann. Ég hef verið áskrifandi lengur en elstu menn... Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 86 orð | 1 mynd

Gelti án afláts eins og hundur

Gelt Vinnudagurinn getur verið langur þegar verið er að taka upp kvikmynd og mikið um dauðan tíma milli atriða. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Guðrún Þóra Magnúsdóttir Ég ætla að ferðast heima hjá mér...

Guðrún Þóra Magnúsdóttir Ég ætla að ferðast heima hjá... Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 92 orð | 1 mynd

Hefur aldrei horft á Star Trek

Tómlæti Bandaríski leikarinn William Shatner viðurkennir í samtali við People Magazine að hann hefði aldrei horft á Star Trek, sjónvarpsþættina og síðar kvikmyndirnar sem gerðu hann frægan. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 50 orð | 1 mynd

Hver er kirkjan?

Sóknarkirkja þessi er í dal á Norðurlandi vestra. Er reist árið 1915 skv. teikningu eftir Rögnvald Ólafsson, fyrsta íslenska arkitektinn. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 299 orð | 1 mynd

Í eðli þínu að ná langt SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER

Elsku Sporðdrekinn minn, þér á eftir að líka vel við þann tíma sem er að koma til þín. Þú átt eftir að sjá náttúruna, himininn og fólk í öðru ljósi en áður, þú munt hvíla stressið og leyfa þér að fljóta. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 11 orð | 1 mynd

Júlíana og Svanhildur Anna Við ætlum til Akureyrar. Fjölskyldan er þar...

Júlíana og Svanhildur Anna Við ætlum til Akureyrar. Fjölskyldan er... Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 280 orð | 1 mynd

Kallaði ég fram álfabölvun?

Enn þurfti að fresta frumsýningu á heimildarmyndinni Hálfur Álfur eftir Jón Bjarka Magnússon á dögunum vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 68 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 4. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 371 orð | 1 mynd

Lífið er inni í þér NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ

Elsku Nautið mitt, það hefur verið svo mikið af alls kyns tilfinningum, bæði í hjarta þínu og hjá þeim sem þú elskar, en orðið tilfinning þýðir að finna til og ef maður finnur ekki til er maður dauður. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 342 orð | 4 myndir

Líkt og minningin um fallegt málverk

Ég var spennt þegar ég opnaði jólagjöfina frá eiginmanninum og fann nýjustu bók Ólafs Jóhanns, Snertingu . Það er ákveðin eftirvænting sem fylgir því að lesa verkin hans. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 308 orð | 1 mynd

Lætur lífið koma á óvart FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS

Elsku Fiskurinn minn, það er búið að vera svo alls konar í kringum þig og þú lætur enn lífið koma þér á óvart. En ef ekkert kemur manni á óvart, þá væri þessi bíómynd, lífið, nú aldeilis leiðinleg. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 275 orð | 1 mynd

Margt og mikið út litlu KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ

Elsku Krabbinn minn, þú ert svo öflugur að búa til margt og mikið úr litlu. Þú ert stórhuga og metnaðarfullur, en getur tekið að þér of margt í einu og þá missirðu fókusinn. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 121 orð | 1 mynd

Með Lemmy um hálsinn

Aska Sjónvarpsmaðurinn Riki Rachtman, sem frægastur er fyrir að hafa stýrt þættinum Headbangers Ball á MTV á sinni tíð, segir að besta gjöf sem hann hafi fengið um dagana sé byssukúla sem innihaldi ösku Lemmys heitins Kilmisters, forsprakka málmbandsins... Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 316 orð | 1 mynd

Merki með níu líf MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

Elsku Meyjan mín, þetta tímabil sem þú ert að ganga í gegnum hefur mikla merkingu. Það sýnir þér ljósið og sýnir þér leið sem einfaldar þá hluti sem þú hélst að væru erfiðastir. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 894 orð | 4 myndir

Nú er blessuð náðartíð

Það er alltaf sérstakur hátíðarblær yfir páskunum hér á landi. Hvað segið þið um að koma með okkur í tímaferðalag, 25, 50 og 75 ár aftur í tímann og rifja upp hvað þá bar hæst í Morgunblaðinu? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 254 orð | 1 mynd

Nýttu tækifærin BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER

Elsku Bogmaðurinn minn, lífið þitt hefur verið eins og hvirfilvindar. Þú hugsar; núna er allt að fara að gerast eða núna gerist ekkert hugsarðu jafnvel daginn eftir. Því tímarnir fram undan hjá þér eru eins og sjórinn, annaðhvort er flóð eða fjara. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 307 orð | 1 mynd

Nýttu þinn innri kraft VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

Elsku Vatnsberinn minn, þótt þú hafir stundum þá tilfinningu að hlutirnir silist áfram ofurhægt og þú hafir ekki alveg gert það rétta þegar þú hafðir tækifæri til, þá um leið og þú viðurkennir það fyrir þér, seturðu allan þann kraft, sem innra með þér... Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 1267 orð | 10 myndir

Næstum því hætt að kaupa nýtt

Jóna Þórey Pétursdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda, segir fatastíl sinn vera góða blöndu margra mismunandi stíla. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 988 orð | 2 myndir

Páskafasta og sóttvarnir

Undir lok liðinnar viku var boðað til blaðamannafundar lögreglu, þar sem fram kom að í Rauðagerðismálinu lægi fyrir játning albansks karlmanns, Armando Bequiri , sem studd væri öðrum gögnum málsins. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 365 orð | 1 mynd

Tíminn til að springa út HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL

Elsku Hrúturinn minn, það er svo magnað og merkilegt við þig, að annaðhvort finnst þér allt of mikið að gera eða að gerast, eða þér finnst bara alls ekki nein hreyfing á lífinu. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 905 orð | 3 myndir

Úps, verð að hætta, Óskar frændi kallar!

Ekki verður annað sagt en að hin breska Emerald Fennell fái fljúgandi start sem leikstjóri en fyrsta kvikmynd hennar er tilnefnd til Óskarsverðlauna, auk þess sem Fennell er sjálf tilnefnd fyrir besta leikstjórn og besta frumsamda handritið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 620 orð | 2 myndir

Vegið að velferð

Til lengri tíma vegur þessi staða að grunni velferðar okkar allra, með einum eða öðrum hætti. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 306 orð | 1 mynd

Veröldin vinnur fyrir þig VOGIN | 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER

Elsku Vogin mín, það þarf allt að vera í réttum gír til þess að þér finnist þú vera að ná árangri eða frama, hvaða skilning sem þú leggur í hvað frami þýðir fyrir þér. Meira
3. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 311 orð | 1 mynd

Vináttan gildir TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ

Elsku Tvíburinn minn, þú ert að fara inn í mikla veislu í lífinu, ert spenntur fyrir svo mörgu en samt ekki alveg viss fyrir hverju. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.