Greinar miðvikudaginn 15. september 2021

Fréttir

15. september 2021 | Erlendar fréttir | 491 orð | 1 mynd

„Við munum breyta Noregi“

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Það voruð þið sem gerðuð það. Kjósendurnir sýndu okkur traust. Við munum breyta Noregi... og heiminum,“ sagði Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, í sigurræðu sinni eftir hreinan stórsigur flokksins í norsku stórþingskosningunum um helgina. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Draga uppsögn á Ísafold til baka

Sjómannadagsráð hefur dregið til baka uppsögn sína á rekstri hjúkrunarheimilisins Ísafoldar, en ráðið hafði áður sagt upp samstarfssamningi við Garðabæ um reksturinn. Í byrjun september var síðan greint frá því að stefnt væri að því að Vigdísarholt ehf. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Eggert

Úti á túni Heldur var hann einsamall hesturinn sem sást á beit í Skaftárdal á dögunum, undir bláhimni en skýjabakki var ekki langt undan. Nú húmar að hausti og grasið... Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 316 orð

Erfið og sveiflukennd makrílvertíð

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rúmur helmingur uppsjávarskipanna er byrjaður að veiða norsk-íslenska síld fyrir austan land. Hinn helmingurinn er á makríl í Síldarsmugunni, en makrílvertíðin er á lokametrunum. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Faðmaði fallandi ösp við Austurveginn á Selfossi

Starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar felldu í gærkvöldi alls níu aspir á eyjum við Austurveg á Selfossi, aðalgötu bæjarins. Trén þóttu skyggja á og jafnvel skapa hættu við gangbrautirnar yfir götuna. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Fargestur á vestanverðu landinu

Hópar margæsa hafa víða sést á vestanverðu landinu að undanförnu, en gæsirnar eru nýkomnar af varpstöðvunum á heimskautssvæðum í Norðaustur-Kanada, á leið til vetrarstöðva í Írlandi. Margæsir dvelja um tíma á landinu vor og haust, hvílast hér og nærast. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Fleiri valkosti í húsnæðismálum

„Atvinnulíf hér þarf að vera fjölbreyttara og að því ber að vinna með nýsköpun ýmiskonar,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Framboðinu hafnað

Landskjörstjórn staðfesti á fundi sínum í hádeginu í gær ákvörðun yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi um að hafna framboði Ábyrgrar framtíðar til alþingiskosninga í kjördæminu. Þetta staðfesti Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við mbl.is í gær. Meira
15. september 2021 | Erlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Gekkst við morði á eiginkonu sinni

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hinn 23 ára gamli Raul Hernandez Perez, sérfræðingur (Spc.) í Bandaríkjaher, hefur játað að hafa myrt eiginkonu sína með hrottalegum hætti. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Hraunið hefur hrannast upp

Brún gígsins í Geldingatölum nær nú upp í 334 metra hæð yfir sjó. Ekki vantar nema 20 metra upp á að gígurinn sé jafn hár og Stóri-Hrútur, að sögn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Rúmmál nýja hraunsins var orðið 142,7 milljónir rúmmetra þann 9. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Ísland í 4. sæti í fjölda flugferða

Alþjóðaflug til áfangastaða í Evrópu í júlí og ágústmánuði sl. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 243 orð

Íslenska orkan eftirsótt

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mikla hækkun raforkuverðs á norræna markaðinum hafa aukið áhuga erlendra aðila á fjárfestingu á Íslandi. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Kjósendum fækkar í Reykjavík

Kjósendum á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hefur fækkað um alls 690 frá alþingiskosningunum 2017, samkvæmt nýjum tölum frá skrifstofu borgarstjórnar. Meira
15. september 2021 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Komið í veg fyrir ódæði vígamanna íslamista

Vígahópur íslamista var leystur upp í Marokkó nýverið þegar löggæslusveitir handsömuðu þrjá karlmenn. Eru þeir sagðir hafa lagt á ráðin um hryðjuverk og opinbera aftöku á embættismanni þar í landi. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 599 orð | 4 myndir

Líflegar umræður íbúa um sameiningu

Baksvið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þetta hafa verið mjög skemmtilegir fundir. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Margir mæta í flensusprautuna í ár

„Eftir reynslu síðustu missera er fólk sér betur meðvitað en áður um mikilvægi sóttvarna og bóluefna. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Minnisvarði um brostin loforð

Hægt hefur gengið að setja upp Minnisvarða um brostin loforð Reykjavíkurborgar á Kjalarnesi. Íbúar þar samþykktu gerð minnisvarðans í íbúakosningu Hverfisins míns í Reykjavík 2019. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Oddvitinn kýs ekki með sameiningu

„Í sameinuðu sveitarfélagi væri ekki endilega tryggt að nægileg áhersla væri lögð á þau brýnu hagsmunamál sem þarf að vinna að hér,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti í Mýrdalshreppi. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Ríkið styðji áætlunarflug

„Heilbrigðismálin og samgöngur eru stóru málin hér,“ segir Geir Jón Þórisson í Vestmannaeyjum. „Sjúkrahúsið þarf að efla, í dag er þetta lítið meira en heilsugæslustöð. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

Rokkbandið Nykur læðist ekki með veggjum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rokkhljómsveitin Nykur verður með tónleika í Kaldalóni, Hörpu, nk. föstudag. Um fimm ár eru frá því sveitin var síðast á sviði, en núverandi liðsmenn hafa æft vel undanfarna mánuði og lofa kröftugri frammistöðu. „Við læðumst ekki með veggjum,“ segir Guðmundur Jónsson gítarleikari. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Rýmri takmarkanir taka gildi í dag

Í nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir miðast almennar fjöldatakmarkanir við 500 manns og 1.500 gegn framvísun hraðprófs. Þá er afgreiðslutími veitingahúsa lengdur um eina klukkustund, en breytingarnar áttu að ganga í gildi á miðnætti í nótt. Meira
15. september 2021 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Samfélag órangútana var skimað

Þessi órangútan virtist heldur ósáttur við læknisskoðunina sem hann fékk á dögunum, en hann er einn margra apa sem þurftu að þola sýnatöku við Covid-19 í Malasíu. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Skattar hækki á laun yfir 600 þús.

Flokkur fólksins vill breyta núverandi kerfi í kringum persónuafslátt einstaklinga og flytja með því á sjötta tug milljarða frá launafólki með 600 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun til þeirra sem lakari hafa kjörin. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 397 orð | 2 myndir

Stöðugleiki mikilvægt kosningamál

Frá Suðurnesjum til Hornafjarðar. 15% kjósenda á landinu eru í Suðurkjördæmi. Aðstæður milli svæða afar ólíkar. Atvinnulíf eftir veiru og vegamál víða rædd fyrir kosningar. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Unga fólkið og nýsköpunarstarf

„Mikilvægt er að styrkja stöðu landsbyggðarinnar í heild,“ segir Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla á Laugarvatni. „Standa þarf vörð um að skólar út um landið eflist, svo mikilvægir eru þeir við búsetuval. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Vatnajökull gefur stöðugt eftir

„Flugsamgöngur skipta landsbyggðina miklu og ég styð þau sem stuðla að því að áfram verði flugvöllur í Reykjavík,“ segir Vigdís Borgarsdóttir, umboðsmaður flugfélagsins Ernis á Höfn. Meira
15. september 2021 | Innlendar fréttir | 926 orð | 1 mynd

Vill nýja nálgun fjármálakerfis

Dagmál Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fer vígreif inn í síðustu daga kosningabaráttunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

15. september 2021 | Leiðarar | 214 orð

Er mönnum alvara?

Hagvaxtarauka krafist á krepputímum Meira
15. september 2021 | Staksteinar | 229 orð | 1 mynd

Starfsmaður, ekki kapítalisti?

Í kosningaþáttum Dagmála Morgunblaðsins er fjallað um málin af meiri dýpt en víðast hvar og frambjóðendur þráspurðir ef þeir eru naumir á svör og beðnir um rökstuðning ef þeir kríta liðugt. Meira
15. september 2021 | Leiðarar | 415 orð

Stutt skref í rétta átt

Hömlur vegna smithættu mega aldrei verða léttvæg ákvörðun Meira

Menning

15. september 2021 | Kvikmyndir | 152 orð | 1 mynd

Á sjó í sundbíói

Sundbíó er einn af föstum liðum RIFF og verður engin breyting þar á í ár. Sundbíóið fer fram föstudagskvöldið 1. október kl. 19.30 í Sundhöllinni og verður gamanmyndin The Life Aquatic with Steve Zissou , eða Á sjó með Steve Zissou, þá sýnd. Meira
15. september 2021 | Tónlist | 1015 orð | 1 mynd

„Það er heilandi afl í góðri tónlist“

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta er bók sem er sett saman úr efni sem ég hef verið að leika mér að því að skrifa síðustu tuttugu árin. Ég gerði þetta þegar ég vildi hvíla mig á tónlistinni,“ segir sellóleikarinn Gunnar Kvaran um nýútkomna bók sína Tjáningu. „Þá fannst mér svo gott að skrifa niður hugleiðingar og hugsa um tilveruna.“ Meira
15. september 2021 | Myndlist | 57 orð | 1 mynd

Edda segir frá

Edda Halldórsdóttir sýningarstjóri verður með síðustu hádegisleiðsögnina um sýninguna Eilíf endurkoma – Kjarval og samtíminn á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12. Á sýningunni mynda verk Jóhannesar S. Meira
15. september 2021 | Hönnun | 45 orð | 5 myndir

Margar helstu stjörnur skemmtanalífsins vestanhafs, þeirra á meðal...

Margar helstu stjörnur skemmtanalífsins vestanhafs, þeirra á meðal tónlistarfólk, leikarar og afreksfólk í íþróttum, mættu í vikubyrjun á glyssýningu Met Gala í New York. Meira
15. september 2021 | Menningarlíf | 189 orð | 1 mynd

Minningarþáttur úr gullkistunni

Segulbandasafn Ríkisútvarpsins hefur að geyma ýmis menningarverðmæti. Á Rás 1 hafa þessu safni verið gerð góð skil með þáttunum Úr gullkistunni sem Gunnar Stefánsson hefur haft umsjón með. Síðasti þátturinn af þessu tagi fór í loftið sunnudaginn 29. Meira
15. september 2021 | Kvikmyndir | 443 orð | 3 myndir

Vélmenni, kýr og bíótöfrar

Nú liggur fyrir hvaða kvikmyndir verða sýndar í flokknum Fyrir opnu hafi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, en í honum eru ávallt sýndar nýjar myndir hæfileikaríkra leikstjóra sem hlotið hafa lof og viðurkenningu. Meira
15. september 2021 | Kvikmyndir | 113 orð | 1 mynd

Wolka Árna Ólafs verður opnunarmynd Icelandic Panorama

Wolka, síðasta kvikmynd leikstjórans Árna Ólafs Ásgeirssonar, sem lést fyrr á þessu ári, verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Icelandic Panorama á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 6. október í Bíó Paradís. Meira

Umræðan

15. september 2021 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Hugsjónir fara ekki á uppboð

Eftir Óla Björn Kárason: "Við trúum á ykkur, hvert og eitt ykkar. Við viljum tryggja að þið getið notið hæfileika ykkar og dugnaðar. Skylda okkar er að ryðja hindrunum úr vegi." Meira
15. september 2021 | Pistlar | 467 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkurinn lækkar skatta

Það er óumdeilt að Ísland er háskattaríki hvernig sem á það er litið og frekar tilefni til þess að lækka álögur en að hækka þær. Skattkerfið á Íslandi er þegar tekjujafnandi og ójöfnuður mælist einna minnstur hér á landi. Meira
15. september 2021 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Skýrir valkostir 25. september

Eftir Birgi Ármannsson: "Kjósendur geta valið milli þriggja flokka ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan og fjögurra til sex flokka vinstristjórnar." Meira

Minningargreinar

15. september 2021 | Minningargreinar | 228 orð | 1 mynd

Aðalgeir Kristjánsson

Aðalgeir Kristjánsson fæddist 30. maí 1924. Hann lést 18. júlí 2021. Útför Aðalgeirs fór fram 30. júlí 2021. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2021 | Minningargreinar | 513 orð | 1 mynd

Hlynur Þór Haraldsson

Hlynur Þór Haraldsson fæddist 31. ágúst 1985. Hann lést 2. september 2021. Útförin fór fram 10. september 2021. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2021 | Minningargreinar | 437 orð | 1 mynd

Jóna Guðrún Kristinsdóttir

Jóna Guðrún Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. júní 2021. Foreldrar hennar voru Kristinn Jónsson, f. 7. feb. 1899, d. 20. sept. 1949 og Álfheiður Jóna Jónsdóttir, f. 24. des. 1903, d. 22. des. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2021 | Minningargreinar | 738 orð | 1 mynd

Páll Ragnar Sveinsson

Páll Ragnar Sveinsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1952. Hann lést á heimili sínu, Sóltúni 2, 21. ágúst 2021. Páll var sonur hjónanna Sveins Magnússonar, f. 1919, d. 1989, og Guðrúnar Sigurjónsdóttur, f. 1926, d. 2005. Systur Páls voru Magnína, f. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2021 | Minningargreinar | 228 orð | 1 mynd

Sigrún Gísladóttir

Sigrún Gísladóttir fæddist 26. september 1944. Hún lést 1. september 2021. Útför hennar fór fram 10. september 2021. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2021 | Minningargreinar | 532 orð | 1 mynd

Sigurður Gunnarsson

Sigurður Gunnarsson fæddist 20. júní 1929 að Steinsstöðum Akranesi. Hann lést 3. september 2021. Útför hans fór fram 14. september 2021. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2021 | Minningargreinar | 1559 orð | 1 mynd

Þórunn Arndís Eggertsdóttir

Þórunn Arndís Eggertsdóttir fæddist í Reykjavík 25. október 1952. Hún lést 7. september 2021 á Landspítalanum Fossvogi. Foreldrar hennar voru Eggert Guðjónsson vélvirki, f. 17.11. 1918, d. 27.4. 1996, og Geirlaug Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 13.8. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

15. september 2021 | Fastir þættir | 165 orð | 1 mynd

1. c4 e6 2. Rf3 Rf6 3. b3 d5 4. Bb2 Be7 5. e3 0-0 6. Rc3 c5 7. cxd5 Rxd5...

1. c4 e6 2. Rf3 Rf6 3. b3 d5 4. Bb2 Be7 5. e3 0-0 6. Rc3 c5 7. cxd5 Rxd5 8. Dc2 Rb4 9. Db1 R8c6 10. a3 Rd5 11. Dc2 b6 12. h4 f5 13. Hd1 De8 14. Bc4 Rc7 15. h5 Bb7 16. Meira
15. september 2021 | Árnað heilla | 224 orð | 1 mynd

Einar Guðjónsson

60 ára Einar fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vogahverfinu. Hann varð stúdent utanskóla frá Menntaskólanum við Sund og fór í Háskóla Íslands. Veturinn 1983-1984 var hann ritstjóri Stúdentablaðsins og eftir það fór hann að gefa út blöð og tímarit. Meira
15. september 2021 | Fastir þættir | 156 orð

Gefandi spil. N-Allir Norður &spade;G103 &heart;54 ⋄ÁK864...

Gefandi spil. N-Allir Norður &spade;G103 &heart;54 ⋄ÁK864 &klubs;G108 Vestur Austur &spade;K762 &spade;954 &heart;1093 &heart;7 ⋄D107 ⋄G9532 &klubs;754 &klubs;K632 Suður &spade;ÁD8 &heart;ÁKDG862 ⋄-- &klubs;ÁD9 Suður spilar 6&heart;. Meira
15. september 2021 | Í dag | 48 orð

Málið

Ekki enda allar samningaviðræður jafn hamingjusamlega og vonir stóðu til. Maður vill að þær endi a.m.k. með samningum. En leysist þær upp án þess að samningar takist má segja að þær hafi farið út um þúfur eða runnið út í sandinn . Meira
15. september 2021 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Minnsti hestur í heimi heldur að hann sé hundur

Segja má að herra Peabody hafi unnið hjarta margra með krúttleika sínum en hann er minnsti hestur í heimi. Rúmlega sex mánaða var hann aðeins tæplega 42 cm á hæð og átta og hálft kíló. Meira
15. september 2021 | Árnað heilla | 832 orð | 3 myndir

Valáfangi varð að lífsstarfinu

Ragnar Bragason fæddist 15. september 1971 í Reykjavík en ólst upp á Súðavík. „Þar á fjölskyldan hús og þar dvel ég öll sumur.“ Listataugin gerði snemma vart við sig hjá Ragnari. Meira
15. september 2021 | Í dag | 279 orð

Vísa um veðrið og rallhálfir þrestir

Veðrið er sígilt yrkisefni hagyrðinga. Meira

Íþróttir

15. september 2021 | Íþróttir | 764 orð | 4 myndir

Agla María besti leikmaður tímabilsins

Uppgjör 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Agla María Albertsdóttir, 22 ára sóknarkona úr Breiðabliki, er leikmaður ársins 2021 í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, hjá Morgunblaðinu. Meira
15. september 2021 | Íþróttir | 244 orð | 2 myndir

* Birna Berg Haraldsdóttir , landsliðskona í handknattleik og leikmaður...

* Birna Berg Haraldsdóttir , landsliðskona í handknattleik og leikmaður ÍBV, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hægra hné í leik ÍBV gegn Gróttu í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á Seltjarnarnesi á föstudaginn síðasta. Meira
15. september 2021 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Coca-Cola-bikar kvenna, 8-liða úrslit: ÍBV – Valur 21:24 Haukar...

Coca-Cola-bikar kvenna, 8-liða úrslit: ÍBV – Valur 21:24 Haukar – Fram 24:29 Víkingur – FH 17:24 Stjarnan – KA/Þór 23:28 Þýskaland B-deild: Gummersbach – Lübeck-Schwartau 31:22 • Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur... Meira
15. september 2021 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Fyrir liggur hvaða lið mætast í undanúrslitum bikarkeppninnar 2021

Stórliðin Valur og Fram mætast í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik. 1. deildar lið FH og Íslandsmeistararnir í KA/Þór mætast einnig en dregið var seint í gær. Leikið verður 29. Meira
15. september 2021 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Jason bestur í 20. umferð

Jason Daði Svanþórsson, sóknarmaður Breiðabliks, var besti leikmaðurinn í 20. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, að mati Morgunblaðsins. Meira
15. september 2021 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

Knattspyrna Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Hertz-völlur: ÍR &ndash...

Knattspyrna Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Hertz-völlur: ÍR – ÍA 16.30 Olísvöllur: Vestri – Valur 16.30 Würth-völlur: Fylkir – Víkingur R. 19.15 Kórinn: HK – Keflavík 19.15 1. Meira
15. september 2021 | Íþróttir | 79 orð

Liverpool þarf ekki að glíma við Zlatan

Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic verður fjarri góðu gamni þegar lið hans AC Milan heimsækir Liverpool á Anfield í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Meira
15. september 2021 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Barcelona – Bayern München 0:3...

Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Barcelona – Bayern München 0:3 Dynamo Kiev – Benfica 0:0 Staðan: Bayern München 11003:03 Benfica 10100:01 Dynamo Kiev 10100:01 Barcelona 10010:31 F-RIÐILL: Young Boys – Manchester United 2:1 Villarreal... Meira
15. september 2021 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Útisigrar í öllum fjórum leikjunum

Stórliðin Valur og Fram mætast í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik en liðin hafa marga hildi háð síðasta áratuginn. 1. deildar lið FH og Íslandsmeistararnir í KA/Þór mætast einnig en dregið var seint í gær. Leikið verður 29. Meira
15. september 2021 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Young Boys vann United í Sviss

Stuðningsmenn þýsku meistaranna í Bayern München geta leyft sér að hlakka til vetrarins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Bayern byrjaði frábærlega í riðlakeppninni í gær og vann öruggan 3:0 sigur á Barcelona á útivelli í G-riðlinum. Meira

Viðskiptablað

15. september 2021 | Viðskiptablað | 216 orð | 2 myndir

Á leið með ákafari hætti inn í netverslun

Hagar ætla að útfæra netverslun þannig að hún hugnist viðskiptavinum. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 525 orð | 5 myndir

Dýrara ál skilar milljarða tekjum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil hækkun álverðs mun að óbreyttu skila íslenskum orkufyrirtækjum milljarða tekjuauka í ár og á næsta ári. Orkuverð hefur líka hækkað mikið eftir niðursveiflu í faraldrinum. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 572 orð | 1 mynd

Eitt öflugt innviðaráðuneyti

Í nýlegri skýrslu SI og Félags ráðgjafarverkfræðinga kemur fram að endurstofnvirði innviða er um 4.500 ma.kr. eða sem nemur 155% af landsframleiðslu. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 137 orð | 1 mynd

Ferðaþjónustan fær 48 m.kr. til orkuskipta

Ferðaþjónusta Ferðaþjónustan hlaut rúmlega 48 milljóna króna styrk til orkuskipta á dögunum. Fjárhæðin skiptist á milli 38 mismunandi ferðaþjónustufyrirtækja og voru flestir styrkjanna veittir til uppsetningar á bílahleðslustöðvum við gististaði. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 991 orð | 1 mynd

Gengissveiflur krónunnar til mikils trafala

Æ fleiri hafa komið auga á kosti þess að tvinna saman hreyfingu, ferðamennsku og útivist. Starfsemi ferðaskrifstofunnar Arctic Running er gott dæmi um þetta en hún býður upp á hlaupaferðir fyrir erlenda ferðamenn. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 633 orð | 1 mynd

Kjóstu rétt

Einhverjir kjósendur sem vilja samt koma kveðskap sínum á framfæri við talningarfólk hafa brugðið á það ráð að lauma miðum inn í samanbrotna kjörseðlana. Ólíklegt er að slíkur miði myndi valda ógildi kjörseðils þó að til séu betri aðferðir við að koma kveðskap á framfæri.“ Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 285 orð

Opinber framtíð

Í ViðskiptaMogganum í dag gagnrýna bæði sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja fyrirhugaða 10 milljarða króna uppbyggingu stafrænna innviða hjá Reykjavíkurborg. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 228 orð | 1 mynd

SI gagnrýna borgina harðlega

Upplýsingatækni Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, SI, segir að samtökin gagnrýni harðlega að Reykjavíkurborg sé að byggja upp sitt eigið hugbúnaðarhús, eins og hún orðar það, en í frétt í Morgunblaðinu í gær... Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 327 orð | 5 myndir

Skúli boðar frekari uppbyggingu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skúli Mogensen athafnamaður segir tekjur af sölu lóða verða nýttar til frekari uppbyggingar á þjónustu við sjóböðin í Hvammsvík. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 515 orð | 3 myndir

Stóraukinn áhugi á raforkunni

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raforkuverð hefur hækkað mikið og álverð er í hæstu hæðum. Hvort tveggja hefur aukið áhuga erlendra aðila á raforku á Íslandi. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 1359 orð | 1 mynd

Unga fólkið vill ekki streða

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Greina má vísbendingar um að yngsta kynslóðin á vinnumarkaðinum sætti sig ekki við langa og slítandi vinnuviku. Frekar en að vera til marks um leti og ábyrgðarleysi er þetta kannski til marks um réttar áherslur í lífinu. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 784 orð | 1 mynd

Viðkunnanlegur og hæfilega sætur sendiherra

Ég man hvað mér þótti Bill Murray hrífandi í kvikmyndinni Lost in Translation . Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 3287 orð | 1 mynd

Vilja kynnast viðskipta vinum sínum betur

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Finnur Oddsson tók við stjórnartaumum hjá smásölurisanum Högum sumarið 2020 og hefur síðan hafið endurskipulagningu á félaginu sem nú þegar er komin til framkvæmda að hluta. Fleiri breytingar eru þó í farvatninu. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 378 orð | 1 mynd

Vilja vernd fyrir viskí

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Íslenskir viskíframleiðendur vilja að viskí þurfi að vera framleitt alfarið hér á landi til að geta kallast íslenskt. Meira
15. september 2021 | Viðskiptablað | 316 orð

Vinstri eða hægri

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í gegnum árin og árþúsundin hefur manneskjan haft áhyggjur af unga fólkinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.