Greinar laugardaginn 2. október 2021

Fréttir

2. október 2021 | Innlendar fréttir | 79 orð

3,3 milljarðar króna í kvikmyndaþorpið

Mikil uppbygging er fram undan í kvikmyndaþorpinu sem rís í Gufunesi. Fyrirtækið GN Studios, sem er í eigu Baltasars Kormáks kvikmyndaleikstjóra, hyggst auka starfsemi sína þar og bæta við kvikmyndaveri. Eru viðræður þess efnis hafnar við borgina. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Allir flokkar munu gefa eftir

Kosningaárangur flokkanna skiptir talsverðu máli þegar að því kemur að semja um ráðherrastóla og stefnumál í stjórnarsáttmála. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Ármann þjóni nýjum hverfum

Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) telur skynsamlegast að færa höfuðstöðvar Ármanns úr Laugardal í hinna nýju Voga- og Höfðabyggð og byggja þar upp aðstöðu fyrir allar íþróttagreinar félagsins. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

„Mikill gleðidagur fyrir land og þjóð“

Ágúst Ingi Jónsson Stefán Einar Stefánsson Urður Egilsdóttir Hólmfríður María Ragnhildardóttir Bæjarstjórar Vestmannaeyja og Fjarðabyggðar segjast fagna ráðleggingu Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd

Eggert

Ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir ræddu við fjölmiðla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í gær, að loknum fundi ríkisstjórnar sem ræðir nú sitt... Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 503 orð | 2 myndir

Ekið er hratt og bremsað í botn

Verkleg endurmenntun atvinnubílstjóra fer nú í fyrsta sinn fram á Íslandi. Rútur voru teknar til kostanna á kvartmílubrautinni við Hafnarfjörð, en einnig er farið í bókleg fræði. Farþegafræði, vistakstur og farmhleðsla eru fögin. Meiraprófið veitir fólki mikla möguleika. Meira
2. október 2021 | Erlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Engin ályktun gegn N-Kóreu

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gær um eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna, en náði ekki samkomulagi um ályktun gegn þeim. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 681 orð | 2 myndir

Fleiri ásar en vinstri og hægri

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Gífurleg fjölgun á pappírsskjölum

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hægt gengur að innleiða rafræna skjalavörslu ríkisins. Umfang pappírsskjala hjá opinberum stofnunum hefur aukist gífurlega og nota nú ríkisstofnanir um 17 þúsund fermetra til að geyma pappírsskjöl. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 577 orð | 3 myndir

Hafa sektað 118 próflausa komufarþega

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þessar nýju reglur einfalda lífið klárlega. Sérstaklega fyrir farþega sem koma hingað til lands,“ segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Hafnarhúsið verður miðstöð myndlistar

Borgarráð samþykkti á fimmtudag að heimilað yrði að ganga frá kaupum Reykjavíkurborgar á 61% eignarhluta Faxaflóahafna sf. í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Hafnarstjórn hafði á aukafundi daginn áður samþykkt að ganga til samninga við Reykjavíkurborg. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 476 orð

Heimili fyrir fatlað fólk, ekki fangelsi

Félagsmálaráðuneytið leitaði eftir samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um lausnir til skemmri og lengri tíma vegna reksturs öryggisgæslu/öryggisvistunar fyrir ósakhæfa einstaklinga. Meira
2. október 2021 | Erlendar fréttir | 610 orð | 3 myndir

Hríslast um allt hagkerfið

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Þetta eru ansi mögnuð tíðindi. Gangi þetta eftir og takist að veiða alla þessa loðnu má gera ráð fyrir því að það leiði til 1,5 til 2 prósentustiga hagvaxtarauka að öðru óbreyttu.“ Þetta segir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, inntur eftir viðbrögðum í kjölfar þess að Hafrannsóknastofnun lagði til að veiða megi 904.200 tonn af loðnu fiskveiðiárið 2021 til 2022. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 773 orð | 2 myndir

Hvað virkar í ferðaþjónustu?

Viðtal Ari Páll Karlsson ari@mbl.is „Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur leikið margan grátt en enga atvinnugrein jafn illa og ferðaþjónustu,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, einn af forsvarsmönnum alþjóðlegu ráðstefnunnar What Works sem haldin verður 14. október nk. í fimmta sinn, nú í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Meira
2. október 2021 | Erlendar fréttir | 122 orð

Icelandair semur um fjármögnun þriggja véla

Flugfélagið Icelandair Group hefur gert samning við Aviation Capital Group (ACG) um fjármögnun þriggja Boeing 737 MAX-flugvéla. Um er að ræða sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX8-flugvélum og einni Boeing 737 MAX9-vél. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Komast loks í sund í Selárdal

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur verið leiðinlega langt stopp en nú virkar allt vel á ný,“ segir Þráinn Hjálmarsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 235 orð | 2 myndir

Kæra afhent vegna kosninganna í NV

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi (NV), hefur afhent Alþingi og dómsmálaráðuneytinu kosningakæru þar sem þess er krafist að Alþingi úrskurði ógilda kosningu allra framboðslista stjórnmálasamtaka í kosningunum í kjördæminu. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 871 orð | 2 myndir

Leggja körfuboltavöll í sjálfboðavinnu

Úr bæjarlífinu Gunnlaugur A. Árnason Stykkishólmi Útikörfuboltavöllur , steinsteyptur og með hitalögnum, er að verða til á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi. Uppbygging körfuboltavallarins er samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Umf. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

Leita svara við stóru spurningunum

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Ég lá undir feldi í fósturstellingu og reyndi af alefli að detta niður á bestu hugmynd í heimi,“ segir Margrét Sverrisdóttir leikari sem hefur ásamt eiginmanni sínum, Oddi Bjarna Þorkelssyni, sóknarpresti á Möðruvöllum í Hörgárdal, skrifað handrit að þáttunum Himinlifandi, en fyrsti þáttur verður frumsýndur á morgun, sunnudag, á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Meira
2. október 2021 | Erlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Raðmorðinginn fannst látinn

Saksóknaraembættið í París greindi frá því í gær að Francois Verove, fyrrverandi lögreglumaður, hefði fundist látinn í leiguíbúð í smábæ við Miðjarðarhafið í vikunni, en hann hafði verið boðaður til skýrslutöku vegna raðmorða sem náðu aftur til 9. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR

„Þetta eru ákveðin tímamót, og ég reikna ekki með öðru en að tillagan verði samþykkt,“ segir Björn Gíslason, formaður Fylkis, sem leggur fram tillögu í dag á 50. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 825 orð | 3 myndir

Risavertíð fram undan í vetur

Fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ráðgjöf um loðnukvóta upp á 904 þúsund tonn á vertíðinni í vetur, þann stærsta síðan í byrjun aldarinnar, voru tíðindin sem bárust frá Hafrannsóknastofnun í gærmorgun. Í hlut Íslands koma rúm 662 þúsund tonn eða hátt í tíu sinnum meira en síðasta vetur þegar kvóti Íslendinga var um 70 þúsund tonn. Einnig kom fram á fundinum að árgangurinn sem bera mun uppi veiðina 2022-23 væri sterkur. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Silfrastaðakirkja flutt á brott

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lagni og útsjónarsemi þurfti þegar Silfrastaðakirkja í Blönduhlíð í Skagafirði var tekin af grunninum í gær, sett á vörubílspall og flutt til viðgerðar. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Snarpir skjálftar á Reykjanesskaga

Jarðskjálfti upp á 3,8 stig reið yfir suðvesturhornið í hádeginu í gær. Skjálftinn átti upptök sín á 5,8 km dýpi. Fjöldi annarra skjálfta reið yfir svæðið í gær og allir áttu upptök sín í grennd við Keili. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 369 orð | 2 myndir

Stjórnarmyndun mjakast áfram

Logi Sigurðarson Unnur Freyja Víðisdóttir Formenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í gær í Ráðherrabústaðnum þar sem áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf flokkanna var rætt. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 1250 orð | 3 myndir

Styrkja grænasta hagkerfi heims

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Orkumál hafa gjörbreyst á fáum árum og loftslagsmálin eru þar helsti drifkrafturinn,“ segir Halla Hrund Logadóttir, nýr orkumálastjóri. „Ríki heims eru einbeitt í því að leita lausna á vanda. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Stækkun flugstöðvar í annað útboð

Isavia hefur óskað eftir tilboðum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Útboðslýsing hefur verið gefin út á útboðsvef Isavia. Tilboð verða opnuð 1. nóvember nk. Þetta er í annað sinn sem verkefnið er boðið út. Meira
2. október 2021 | Erlendar fréttir | 529 orð | 1 mynd

Sækja um neyðarleyfi fyrir lyfi gegn veirunni

Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck tilkynnti í gær að það hygðist sækja um neyðarleyfi til bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar FDA fyrir framleiðslu og dreifingu veirulyfsins molnupiravir, en fyrirtækið segir prófanir með lyfinu hafa dregið... Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Uppbygging í Gufunesi fyrir rúma þrjá milljarða

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fyrirtækið GN Studios ehf. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 73 orð

Versti maður í heimi byrjaði Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær um...

Versti maður í heimi byrjaði Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær um kvikmyndahátíðina RIFF að byrjað hefði verið á frumsýningu myndarinnar Blondie: Að lifa í Havana . Hið rétta er að fyrsta myndin var Versti maður í heimi , eftir Joachim Trier. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Veruleg aukning í sölu nýrra bíla

Mikil sala hefur verið á nýjum fólksbílum að undanförnu og jókst sala nýrra fólksbíla í seinasta mánuði um 15,3% miðað við september í fyrra að því er fram kemur í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Alls voru skráðir 1. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Vígist til prests eins og margir úr fjölskyldunni

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þjónusta við börnin er mikilvægt starf í kirkjunni. Þar hef ég fundið mína fjöl,“ segir Matthildur Bjarnadóttir mag. theol. Meira
2. október 2021 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Þrjú tilboð og öll komu þau frá Spáni

Tilboð í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Alls bárust þrjú tilboð og komu þau öll frá spænskum skipasmíðastöðvum. Meira

Ritstjórnargreinar

2. október 2021 | Leiðarar | 568 orð

Á skuldaklafa

Kína hefur aukið ítök sín í fátækari löndum heims með lánum sem gætu orðið þeim fjötur um fót Meira
2. október 2021 | Reykjavíkurbréf | 1290 orð | 1 mynd

Góðborgarar gerðu betur en Smári og Lenín með osti

Umsagnarmenn af ýmsu tagi, og eins þeir sem fjölmiðlar hafa vanið sig á að velja sem kjaftaska í sín prógröm, stundum augljóslega af ástæðum, sem ekki blasir við að séu eðlilegar, eru reyndar óþægilega oft fyrirsjáanlegri en boðlegt ætti að vera. Meira
2. október 2021 | Staksteinar | 201 orð | 2 myndir

Tilvistarkreppan og vonarstjarnan

Hrafnar Viðskiptablaðsins fjalla um tilvistarkreppu Samfylkingarinnar og benda á að henni sé hvergi nærri lokið. Svo segja þeir: „Í fernum kosningum frá stofnun flokksins og til ársins 2009 hlaut flokkurinn 27 til 31% atkvæða. Eftir þetta fór að síga á ógæfuhliðina og undir stjórn Oddnýjar G. Harðardóttur beið flokkurinn skipbrot í kosningunum 2016 þegar hann hlaut 5,7%. Meira

Menning

2. október 2021 | Myndlist | 267 orð | 2 myndir

Alls kyns mannamyndir

Mannamyndasafnið er heiti sýningar sem verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu í dag, laugardag, klukkan 14. Á sýningunni getur að líta afar fjölbreytilegt úrval mannamynda úr safneigninni. Meira
2. október 2021 | Bókmenntir | 116 orð | 1 mynd

Bókasafnsráðgáta og ratleikur í Gerðubergi

Í Gerðubergi verður í dag, laugardag, opnuð ný sýning og jafnframt ratleikur, „Þín eigin bókasafnsráðgáta“. Borgarbókasafnið í Gerðubergi hefur fengið nýja ásýnd og umbreyst í heim byggðan úr mörgum þúsundum bóka. Meira
2. október 2021 | Tónlist | 117 orð | 1 mynd

Flytja Ævintýrið um Pétur og úlfinn

Ævintýrið um Pétur og úlfinn verður flutt tvisvar af Kammersveit Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu í dag, laugardag, klukkan 14 og 16. Pétur og úlfurinn eftir Prokofíev hefur fangað ímyndunarafl barna, kynslóð fram af kynslóð. Meira
2. október 2021 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Guðni skoðar plötur Halldórs Laxness

Guðni Tómasson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, kemur í heimsókn á Gljúfrastein á morgun, sunnudag, klukkan 16 og hyggst „grúska í plötusafni“ Halldórs Laxness. Meira
2. október 2021 | Leiklist | 954 orð | 2 myndir

Horfið á fegurðina

Höfundur leikgerðar og leikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson. Verkið er að hluta til byggt á bók Margrétar Tryggvadóttur: Kjarval – Málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Meira
2. október 2021 | Myndlist | 645 orð | 2 myndir

Hæfileikaríkur á mörgum sviðum

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning um listamanninn Mugg, Guðmund Thorsteinsson, verður opnuð í dag, laugardag, kl. 15.30 í Listasafni Íslands. Muggur fæddist á Bíldudal árið 1891 og flutti með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar árið 1903. Meira
2. október 2021 | Kvikmyndir | 89 orð | 1 mynd

Jarðsetning frumsýnd á RIFF

Frumsýning heimildarmyndarinnar Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt fer fram í dag kl. 17 í Bíó Paradís og er hún á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF. Meira
2. október 2021 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Jón Sæmundur og Ýmir Grönvold sýna

Myndlistarmennirnir Jón Sæmundur og Ýmir Grönvold opnuðu í gær samsýninguna „Án Vonar – Án Ótta“ á Laugavegi 25 við hliðina á Gallerí Port en að sýningunni stendur Dead Gallery/Studio í samstarfi við Gallerí Port. Meira
2. október 2021 | Fjölmiðlar | 207 orð | 1 mynd

Konur á barmi taugaáfalls

Á Netflix er kominn nýr þáttur um fjórar vinkonur á fimmtugs- og sextugsaldri sem eru sannarlega ekki með allt á hreinu. Meira
2. október 2021 | Myndlist | 948 orð | 1 mynd

Minning um athafnir og augnablik

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl. Meira
2. október 2021 | Tónlist | 544 orð | 3 myndir

Pönkast í ömmubuxum

What I like to do er þriðja breiðskífa Gróu sem verður að teljast allnokkur árangur en meðlimir eru enn undir tvítugu. Meira
2. október 2021 | Myndlist | 153 orð | 1 mynd

Ransu sýnir í Listamönnum

Jón B.K. Ransu opnar myndlistarsýningu í dag í Listamönnum galleríi á Skúlagötu 32 og ber hún titilinn Röðun / Sequencing . Meira
2. október 2021 | Bókmenntir | 472 orð | 8 myndir

Úrval af ýmislegum skáldskap

Bókaforlagið Una gefur út ýmisleg innlend og erlend skáldverk fyrir jólin. Meira
2. október 2021 | Bókmenntir | 136 orð | 1 mynd

Útgáfu Pastel-rita fagnað í Mengi

Útgefendur hinnar hinnar metnaðarfullu Pastel-ritraðar halda útgáfuhóf í menningarhúsinu Mengi í dag, laugardag, kl. 16. Þar verður útgáfu fimm nýrra bókverka fagnað en þau eru númer 24 til 28 í ritröðinni og sögð fjölbreytt að vanda. Meira
2. október 2021 | Myndlist | 73 orð | 1 mynd

Veröld nær og fjær í Galleríi Göngum

Kristín Tryggvadóttir opnar sýninguna Vídd í dag kl. 14 í Galleríi Göngum við Háteigskirkju. Meira
2. október 2021 | Bókmenntir | 130 orð | 1 mynd

Yrsa tilnefnd til Petrona-verðlaunanna

Skáldsaga Yrsu Sigurðardóttur, Gatið , er tilnefnd til Petrona-verðlaunanna í Bretlandi en þau eru veitt árlega fyrir bestu norrænu glæpasöguna. Yrsa hlaut þessi verðlaun árið 2015 fyrir söguna Brakið og var einnig tilnefnd fyrir Aflausn í fyrra. Meira

Umræðan

2. október 2021 | Pistlar | 363 orð | 1 mynd

Að loknu kjörtímabili

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók formlega til starfa hinn 30. nóvember 2017. Síðan er nú liðið heilt kjörtímabil, næstum fjögur ár, og ríkisstjórnin sem sat fram að kosningum 25. Meira
2. október 2021 | Pistlar | 445 orð | 2 myndir

Ekki minn bjór

Pistlahöfundur er staddur í landi bjórs og svínakjöts, eftir hálfs annars árs innilokun á köldum klaka. Í lestinni á milli Zürich og München gafst tóm til að rifja upp sérkennileg orð þýskrar tungu. Meira
2. október 2021 | Aðsent efni | 379 orð | 1 mynd

Framsóknarsigur – Framsóknartraust

Eftir Guðna Ágústsson: "Kosningasigur Framsóknar er sá stærsti í sögu flokksins í ljósi þess að sigurinn er unninn með flokkinn sitjandi í ríkisstjórn." Meira
2. október 2021 | Aðsent efni | 487 orð | 1 mynd

Hugmynd að nýrri aðferð við kosningar

Eftir Konráð Jónsson: "Með þessu móti sparaðist launakostnaður og enginn þyrfti að telja vansvefta langt fram á morgun." Meira
2. október 2021 | Pistlar | 356 orð

Hvað getur hægrið gert?

Í stystu máli má segja, að vinstrið telji nauðsynlegt að beita valdi til að bæta heiminn, en hægrið vilji frekar sjálfsprottna þróun við einkaeignarrétt, viðskiptafrelsi og valddreifingu. Meira
2. október 2021 | Bréf til blaðsins | 194 orð

Íslensk ljóð þýdd á kínversku

Morgunblaðinu barst eftirfarandi bréf frá Wang Ronghua, en hann var sendiherra Kína á Íslandi árin 1998 til 2002: „Í þeim tilgangi að kynna fegurð og gnægð íslenskrar ljóðagerðar, hef ég þýtt á kínversku bókina Icelandic Poetry, með enskum... Meira
2. október 2021 | Aðsent efni | 259 orð | 1 mynd

Stundum hrjóta Óla Birni sönn orð af munni

Eftir Hjörleif Hallgríms: "Miðflokkurinn yrði mjög hæfur og vel stjórntækur í næstu ríkisstjórn." Meira
2. október 2021 | Aðsent efni | 393 orð | 1 mynd

Sveitafólksins draumur

Eftir Vigdísi Häsler: "Fyrirsjáanleiki atvinnugreinarinnar þarf að ná yfir lengra tímabil en líftíma hverrar ríkisstjórnar." Meira
2. október 2021 | Aðsent efni | 449 orð | 1 mynd

Umhverfismálin: Ljósar hliðar

Eftir Tryggva V. Líndal: "Þykir mér gott að hugsa til þess að þetta fagra og litríka efni, plastið, sé að teygja sig um gjörvöll lönd og höf." Meira
2. október 2021 | Pistlar | 769 orð | 1 mynd

Upphlaup eftir kosningar

Það ríkir ekki nein óvissa um úrslit kosninganna. Þegar alþingi kemur saman verður útgáfa kjörbréfa til 63 einstaklinga staðfest. Meira
2. október 2021 | Aðsent efni | 992 orð | 1 mynd

Vanda skal til verka

Eftir Hjördísi Björgu Kristinsdóttur: "Það er ekki nóg að senda einhvern í þrifin, sá hinn sami þarf að vera verki sínu vaxinn." Meira
2. október 2021 | Aðsent efni | 495 orð | 1 mynd

Æ, þessi hugtök!

Eftir Ólaf Halldórsson: "Ýmsar reglur og lög eru flókin og illskiljanleg, og jafnvel einföld hugtök geta þvælst fyrir okkur." Meira

Minningargreinar

2. október 2021 | Minningargreinar | 684 orð | 1 mynd

Ágúst Guðjón Guðmundsson

Ágúst Guðjón Guðmundsson (Gösli) fæddist í Kolviðarnesi í Eyjahreppi 6. júlí 1943. Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 17. september 2021. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, f. 15. sept. 1902, d. 24. jan. 1993, og Margrét Guðjónsdóttir, f. 3. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 411 orð | 1 mynd

Birgir Fannar Gunnlaugsson

Birgir Fannar Gunnlaugsson var fæddur á Patreksfirði 15. desember 1992. Hann lést af slysförum 21. september 2021. Foreldrar hans eru Þóra María Matthíasdóttir, fædd 17. nóvember 1963, og Gunnlaugur Emilsson, fæddur 8. október 1956. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 403 orð | 1 mynd

Bjarni Guðmundsson

Bjarni Guðmundsson fæddist 29. maí 1945. Hann lést 12. september 2021. Útför Bjarna fór fram 26. september 2021. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 1625 orð | 1 mynd

Guðmundur Marinó Þorgeirsson

Guðmundur Marinó Þorgeirsson fæddist á Siglufirði 4. júní 1947. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 21. september 2021. Foreldrar hans voru Þorgeir Bjarnason, f. í Freyju í Fáskrúðsfirði 5. feb. 1906, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 823 orð | 1 mynd

Gunnar Ólafsson

Gunnar Ólafsson fæddist 21. september 1923. Hann lést 3. september 2021. Útför hans fór fram 17. september 2021. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 522 orð | 1 mynd

Ingeborg von Pezold

Ingeborg von Pezold fæddist 30. september 1926. Hún lést 15. júlí 2021. Fyrri maki Ásgeir Bjarnþórsson listmálari, látinn, síðari maki Walter von Pezold, látinn. Synir hennar eru Amin og Götz von Pezold. Útför hennar fór fram 20. ágúst 2021. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargrein á mbl.is | 850 orð | 1 mynd | ókeypis

Ingeborg von Pezold

Ingeborg von Pezold fæddist 30. september 1926. Hún lést 15. júlí 2021.Fyrri maki Ásgeir Bjarnþórsson listmálari, látinn, síðari maki Walter von Pezold, látinn.Synir hennar eru Amin og Götz von Pezold. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 286 orð | 1 mynd

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson fæddist 23. ágúst 1946. Hann lést 10. september 2021. Útför Jóns Sigurðssonar fór fram 24. september 2021. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 271 orð | 1 mynd

Kristján Sveinsson

Kristján Sveinsson fæddist 11. desember 1933. Hann lést 15. september 2021. Útför hans fór fram 29. september 2021. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 493 orð | 1 mynd

Ólafur Arnar Ólafsson

Ólafur Arnar Ólafsson, Óli stormur, fæddist á Ísafirði 4. september 1940. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 14. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Ólafur Bjarni Ólafsson vélstjóri, f. 27. mars 1911, d. 9. ágúst 1979, og María Þorbjörg Maríasdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 2759 orð | 1 mynd

Pálína Pálsdóttir

Pálína Jóhanna Helga Pálsdóttir fæddist á Ísafirði 14. nóvember 1933. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 22. september 2021. Foreldrar hennar voru Guðmundur Páll Kristjánsson, f. 1884, d. 1960, og Guðmundína Þórðardóttir, f. 1890, d. 1953. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2021 | Minningargreinar | 1074 orð | 1 mynd

Þór Matthíasson

Þór fæddist í Reykjavík á Bjarkargötu 10, 21. nóvember 1949. Hann lést 11. september 2021. Foreldrar Þórs voru Matthías Ingibergsson apótekari, f. 21.2. 1918, d. 28.6. 2000, og Katla Magnúsdóttir húsmóðir, f. 28.7. 1924, d. 22.10. 2016. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. október 2021 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Aukin umsvif í Kauphöll Íslands svo um munar

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði námu 112,3 milljörðum króna og er það 186% aukning frá sama mánuði í fyrra. Viðskiptin jukust sömuleiðis miðað við ágústmánuð sem nemur 31%. Meira
2. október 2021 | Viðskiptafréttir | 238 orð | 1 mynd

Hagnaður Samherja 7,8 ma.

Hagnaður Samherja á árinu 2020 nam 7,8 milljörðum króna. Þetta tilkynnti fyrirtækið á heimasíðu sinni í dag. Þar segir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi haft víðtæk áhrif á reksturinn og að hann hafi reynt á samstöðu starfsfólks og útsjónarsemi. Meira
2. október 2021 | Viðskiptafréttir | 150 orð | 1 mynd

Sumarhúsin kosta frá 112 milljónum

Fyrstu húsin í fyrirhugaðri sumarhúsabyggð við Hvammsvík voru auglýst á fasteignavef Morgunblaðsins í gær. Auglýsingarnar voru síðan teknar af vefnum en um frumkynningu var að ræða. Um var að ræða tvær útfærslur á sumarhúsi á sjávarlóð. Meira

Daglegt líf

2. október 2021 | Daglegt líf | 254 orð | 1 mynd

Vekja athygli á brjóstakrabbameini í bleika mánuðinum

Lifum lífinu og verum til staðar þegar kona greinist með krabbamein og tilveran breytist snögglega. Þetta eru áherslumál Bleiku slaufunnar , átaks Krabbameinsfélags Íslands sem er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum meðal kvenna. Meira

Fastir þættir

2. október 2021 | Fastir þættir | 535 orð | 5 myndir

20 sigrar í röð – 50 ár frá einvígi Fischers við Petrosjan –

Lokaeinvígi áskorendakeppninnar 1971 milli Bobbys Fischers og Tigrans Petrosjans hófst fyrir 50 árum eða hinn 30. september. Meira
2. október 2021 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

9 til 12 Helgarútgáfan Einar Bárðarson og Anna Magga vekja þjóðina á...

9 til 12 Helgarútgáfan Einar Bárðarson og Anna Magga vekja þjóðina á laugardagsmorgnum ásamt Yngva Eysteins. Skemmtilegur dægurmálaþáttur sem kemur þér réttum megin inn í helgina. Meira
2. október 2021 | Í dag | 264 orð

Bágt er að róa einni ár

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Þessi er um borð í bát. Býsna langur tími. Fólk, er sér hann, fer með gát. Fljót á miklu stími. Eysteinn Pétursson svarar og segir að þetta verði að vera svona: Ár er þörf um borð í bát. Meira
2. október 2021 | Árnað heilla | 160 orð | 1 mynd

Eiður Guðmundsson

Eiður Guðmundsson fæddist 2. október 1888 í Sörlatungu í Hörgárdal. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, f. 1855, d. 1947, hreppstjóri á Þúfnavöllum í Hörgárdal, og Guðný Loftsdóttir, f. 1861, d. 1952. Meira
2. október 2021 | Í dag | 50 orð

Málið

Segjum að maður horfist í augu við eitthvað svo skelfilegt að það fari hrollur um mann, manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds. Þá hryllir mann við því. Einmitt: mann . Ekki „manni“. Meira
2. október 2021 | Í dag | 1206 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Þorgrímur Daníelsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir. Meira
2. október 2021 | Árnað heilla | 279 orð | 1 mynd

Sigrún Guðmundsdóttir

90 ára Sigrún Guðmundsdóttir á 90 ára afmæli á morgun. Hún fæddist í Reykjavík 3. október 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Þórdís Sveinbjarnardóttir frá Heiðarbæ í Þingvallasveit og Guðmundur Jóhannsson frá Nesjavöllum. Þau skildu. Meira
2. október 2021 | Fastir þættir | 154 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á sterku lokuðu alþjóðlegu móti sem fram fór í Belgrad í...

Staðan kom upp á sterku lokuðu alþjóðlegu móti sem fram fór í Belgrad í Serbíu sl. febrúar. Indverjinn Anand Pranav (2.381) hafði svart gegn danska stórmeistaranum Jesper Thybo Söndergaard (2.569) . 41.... exf4? svartur hefði haft unnið tafl eftir... Meira
2. október 2021 | Árnað heilla | 835 orð | 3 myndir

Svaf í hirðingjatjaldi í Sahara

Sigurður Jóhannesson fæddist 2. október 1931 á Akureyri og ólst þar upp. Hann var í sveit nokkur sumur í Öxarfirði og Kelduhverfi. Hann tók gagnfræðapróf 1947 og sótti nám í Tónlistarskólanum á Akureyri. Meira
2. október 2021 | Í dag | 81 orð | 1 mynd

Tommi óttast ekki lengur dauðann

Tómas A. Tómasson, nýr þingmaður Flokks fólksins og eigandi Hamborgarabúllu Tómasar, sagði frá stórmerkilegu lífshlaupi sínu í Síðdegisþættinum í gær og þreytti persónuleikaprófið „20 ógeðslega mikilvægar spurningar“. Meira

Íþróttir

2. október 2021 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Bikar og Evrópusæti í boði

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Bikarmeistaratitill er í húfi hjá fjórum félögum úr jafnmörgum byggðarlögum og sæti í Evrópukeppni hjá þremur þeirra þegar undanúrslitin í bikarkeppni karla í fótbolta verða leikin í dag. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 675 orð | 2 myndir

Blikar verðugir meistarar

Í Laugardal Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Breiðablik er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í þrettánda sinn eftir öruggan 4:0-sigur gegn Þrótti úr Reykjavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli í gær. Karitas Tómasdóttir kom Breiðabliki yfir á 26. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Danmörk Skive – Kolding 28:28 • Ágúst Elí Björgvinsson varði...

Danmörk Skive – Kolding 28:28 • Ágúst Elí Björgvinsson varði fjögur skot af 10 í marki Kolding, þar af eitt vítakast. Silkeborg – Skanderborg 30:24 • Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark fyrir Skanderborg. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Glæsilegur sigur Ragnhildar

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði á Missouri's Johnie Imes-háskólamótinu í golfi í Columbia í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Bikarúrslitaleikur kvenna: Ásvellir: Fram – KA/Þór...

HANDKNATTLEIKUR Bikarúrslitaleikur kvenna: Ásvellir: Fram – KA/Þór L13.30 Bikarúrslitaleikur karla: Ásvellir: Valur – Fram L16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – FH S13. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 80 orð

Hermann á leið til Eyja?

Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, þykir mjög líklegur til að taka við þjálfun síns gamla félags, ÍBV. Hann hefur þjálfað Þrótt í Vogum í hálft annað ár og stýrði liðinu upp í 1. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 199 orð | 3 myndir

*Hollenski knattspyrnumarkvörðurinn Guy Smit er genginn til liðs við...

*Hollenski knattspyrnumarkvörðurinn Guy Smit er genginn til liðs við Valsmenn og hefur samið við þá til tveggja ára. Valsmenn staðfestu þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær en Leiknismenn höfðu áður skýrt frá því að Smit væri á leiðinni á Hlíðarenda. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

McLagan í vörn Víkinganna

Bandaríski knattspyrnumaðurinn Kyle McLagan skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara Víkings en hann kemur til þeirra frá Fram þar sem hann lék í tæplega hálft annað tímabil. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Ólafur áfram í Kaplakrika

Ólafur Jóhannesson verður áfram þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu næstu tvö árin en Hafnarfjarðarfélagið staðfesti þetta í gær. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 438 orð | 2 myndir

Reykjavíkurslagur í Firðinum

Handboltinn Kristján Jónsson Víðir Sigurðsson Reykjavíkurfélögin Valur og Fram mætast í úrslitaleiknum í bikarkeppni karla í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag eftir að hafa sigrað Aftureldingu og Stjörnuna í undanúrslitaleikjunum á sama staða... Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Skoraði aftur fyrir Bayern

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í öðrum leiknum í röð með Bayern München í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Hún skoraði þá fimmta mark meistaraliðsins í stórsigri á Köln á útivelli, 6:0. Meira
2. október 2021 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Þýskaland Köln – Bayern München 0:6 • Glódís Perla...

Þýskaland Köln – Bayern München 0:6 • Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern og skoraði eitt mark og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Meira

Sunnudagsblað

2. október 2021 | Sunnudagsblað | 391 orð | 1 mynd

Að lifa og njóta BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER

Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert alltaf að ná því betur og betur að það sem skiptir mestu máli er að lifa og njóta. Að lifa lífinu svo sannarlega lifandi, meðan þú hefur það. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 411 orð | 1 mynd

Af hvatvísi og iðraormum

Vinur minn var yfir sig hneykslaður og skrifaði með hástöfum: WORST NAME EVER! Ég ætti sannarlega að skíra köttinn upp á nýtt! Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 13 orð | 1 mynd

Alexander Hood Ferðast innanlands. Ég er einmitt á leið í jeppaferð í...

Alexander Hood Ferðast innanlands. Ég er einmitt á leið í jeppaferð í... Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 11 orð | 1 mynd

Anny Björk Arnardóttir Hreiðra um mig heima og hafa það kósí...

Anny Björk Arnardóttir Hreiðra um mig heima og hafa það... Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 353 orð | 1 mynd

Ástarorka í allar áttir FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS

Elsku Fiskurinn minn, þínar tilfinningar eru búnar að vera eins og Fagradalsgosið. Yfirleitt ertu að skína svo ofboðslega skært, svo inn á milli finnurðu tímabil þar sem þér finnst vonleysið læðast að þér og þú færð hnút í magann. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 1723 orð | 4 myndir

„Sport“ í því að koma með á kvikmyndina

Frumsýning stafrænu endurgerðarinnar á þöglu kvikmyndinni Sögu Borgarættarinnar með nýrri tónlist Þórðar Magnússonar fer fram á þremur stöðum samtímis í dag, sunnudag. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 624 orð | 2 myndir

Breytt erfðaefni í ríkisrekstri

Aukin notkun nýskapandi lausna hjá hinu opinbera er eitt mikilvægasta verkefnið sem stjórnvöld þurfa að tryggja alvöruframgang og þar eigum við mikið verk óunnið. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 345 orð | 1 mynd

Ekki bíða SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER

Elsku Sporðdrekinn minn, það er verið að leggja heilmikið á þig og ef einhver er góður í að leysa verkefni og fá aðra til liðs við sig, þá ert það þú. Gerðu það sem þú þarft að gera núna og ekki bíða þangað til þér finnst hlutirnir komnir í óefni. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 401 orð | 5 myndir

Endalaus uppspretta svara

Fædd árið 1939 og fyrsta árið mitt bjuggu foreldrar mínir víða í Reykjavík enda er húsnæðisekla í Reykjavík alls ekkert nýtt fyrirbrigði. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 656 orð | 1 mynd

Endast í margar kynslóðir

Alan Talib er Írani sem hingað er kominn með þúsundir persneskra teppa sem hann hyggst selja hér á landi. Hann segir synd að hefðin sé að deyja út vegna pólitískra ákvarðana. Teppin segir hann vera listaverk sem muni aðeins hækka í verði. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 105 orð | 1 mynd

Finnst ekkert að því að eiga ref

Ágúst Beinteinn Ágústsson samfélagsmiðlastjarna hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann á óvenjulegt og fremur umdeilt gæludýr, refinn Gústa Jr. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 637 orð | 1 mynd

Fróðleiksmolar um James Bond

París. AFP. | Enginn tími til að deyja (No Time to Die) er 25. kvikmyndin um James Bond og viðtökurnar sýna að myndirnar um útsendara hennar hátignar njóta enn mikilla vinsælda um allan heim. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 290 orð | 1 mynd

Gefðu með gleði VOGIN | 23. SEPTEMBER 22. OKTÓBER

Elsku Vogin mín, það er ekki langt síðan þú gladdist yfir merkilegum atburði í lífi þínu og allt virtist leika í lyndi. En þú átt það til að vera fljót að gleyma þeirri gæfu sem umlykur þig. Meira
2. október 2021 | Sunnudagspistlar | 539 orð | 1 mynd

Gleymdu smáfuglarnir

Hin ástæðan, og sú sem ræður meiru, er það sem kallað hefur verið bergmálshellir. Þar sem fólk með sömu eða svipuð viðhorf safnast saman og eina hljóðið sem heyrist er bergmálið af því sem það var að segja. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 265 orð | 1 mynd

Heimurinn hennar Stellu

Ertu búin að leikstýra lengi? Kannski ekki mjög lengi. Ég byrjaði á því að gera tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. Svo leikstýrði ég tveimur þáttum af Broti og síðan einum þætti af Kötlu. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 1798 orð | 3 myndir

Hvað er spark án marks?

Tveir af marksæknustu sparkendum Englandssögunnar, Jimmy Greaves og Roger Hunt, féllu frá í nýliðnum mánuði, báðir rúmlega áttræðir. Þeir byrjuðu sem miðherjapar Englands á HM 1966 en aðeins annar endaði með medalíu um hálsinn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 52 orð | 1 mynd

Hvað heitir þorpið?

Byggðarlagið er við vestanverðan Eyjafjörð, um 20 km norðan við Akureyri og tilheyrir Dalvíkurbyggð. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 114 orð | 1 mynd

Í brekku lífsins

Sjónvarp Maid kallast nýir dramaþættir sem komu inn á efnisveituna Netflix fyrir helgina en þeir byggjast á hinum vinsælu endurminningum Stephanie Land Maid: Hard Work, Low Pay, and a Mother's Will to Survive. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 117 orð | 1 mynd

Í síbreytilegu samfélagi

Heimildarmyndin Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF á morgun, mánudag. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 9 orð | 1 mynd

Kolbrún Kjerúlf Ganga um í náttúrunni og njóta haustlitanna...

Kolbrún Kjerúlf Ganga um í náttúrunni og njóta... Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 1053 orð | 2 myndir

Kosningar & klúður

Alþingiskosningar fóru fram á laugardag og eins og margir höfðu spáð þurfti að bíða úrslitanna fram eftir morgni á sunnudag. Og fram eftir viku. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 287 orð | 1 mynd

Kraftmikið tímabil HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL

Elsku hjartans Hrúturinn minn, lífið er alls konar og þess vegna er það skemmtilegt. Þér hefur fundist margt erfitt undanfarið og hlutirnir ekki nákvæmlega eins og þú vildir stýra þeim. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 3. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 72 orð | 1 mynd

Lagður inn á hjartadeild

Veikindi Málmgoðin í Judas Priest hafa neyðst til að aflýsa Bandaríkjatúr sínum eftir að gítarleikarinn Richie Faulkner var lagður inn á spítala í vikunni vegna alvarlegs hjartakvilla. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 308 orð | 1 mynd

Leyfðu þér að hlakka til VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

Elsku Vatnsberinn minn, þú býrð yfir þeim góða hæfileika að þora að taka góða áhættu í lífinu. Þú stendur einum of oft á bjargbrúninni og það eina sem getur stefnt þér fram af henni er ef þú lætur álit og skoðanir annarra fara inn í hjarta þitt. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 345 orð | 1 mynd

Létt í gegnum snjóskafla TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ

Elsku Tvíburinn minn, þú hefur þessa yndislega eðlislægu forvitni og finnst gaman að spá og spekúlera í svo ofboðslega mörgu. Það er viss spámannsorka yfir þér og þínu merki, svo sálin er að senda huga þínum eins konar vitrun. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 161 orð | 1 mynd

Meyrir og hátíðlegir

Íslenskir bókaormar voru til umfjöllunar í Morgunblaðinu á þessum degi árið 1951 en blaðið sagði þá skipta þúsundum. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 332 orð | 1 mynd

Nýir möguleikar KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ

Elsku Krabbinn minn, þú ert aðlaðandi og blíð persóna. Og þú lýsir upp líf margra, það er alveg kominn tími til að þú áttir þig á því. Þegar þú óhindrað deilir ótta þínum og óöryggi með öðrum, er eins og hann hverfi. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 329 orð | 1 mynd

Nýttu þrjóskuna MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

Elsku Meyjan mín, það eru á leiðinni til þín svo góðar fréttir sem hjálpa þér áfram í því sem þú ert að díla við. Sannleikurinn vinnur með þér og hjálp berst úr óvæntri átt. Það er manneskja að pirra þig sem er oft nálægt þér. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 5 orð | 1 mynd

Orri Ármannsson Bíða eftir snjónum...

Orri Ármannsson Bíða eftir... Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 2128 orð | 7 myndir

Rjúpan bjargaði mér

Sigurfinnur Jónsson, fyrrverandi línumaður og rjúpnaskytta, hefur komist í hann krappan oftar en einu sinni. Hann lenti í skelfilegu slysi þegar hann var um fertugt þegar hann fékk í sig háspennustraum og missti við það handlegg og skaddaðist á fæti. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 334 orð | 1 mynd

Tími til að njóta lífsins LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST

Elsku Ljónið mitt, lífið hefur verið svolítið margslungið hjá þér. Alveg eins og þú sért að horfa á kvikmynd sem er sýnd hægt og þú skilur ekki alveg. Eða að myndin er sýnd of hratt og þú nærð ekki öllu sem er að gerast. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 107 orð | 1 mynd

Var komin að fótum fram tilfinningalega

Depurð Bandaríska söngkonan Tori Amos viðurkennir í viðtali við breska blaðið The Independent að hún hafi tilfinningalega verið komin að fótum fram þegar þriðja útgöngubannið skall á vegna heimsfaraldursins. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 850 orð | 3 myndir

Veðrið eins og í handritinu

Kvikmyndaleikstjórarnir Fannar Smári Birgisson og Óttar Ingi Þorbergsson vinna nú að stuttmyndinni Bylur. Þeir viðurkenna að það sé slagur að koma sér á framfæri en um leið mjög hvetjandi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 98 orð | 1 mynd

Þakklátur fyrir bóluefnið

Veikindi Corey Taylor, söngvari málmbandsins Slipknot, kveðst ekki í annan tíma hafa orðið eins veikur og þegar hann greindist með kórónuveirusjúkdóminn í sumar. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 357 orð | 1 mynd

Þín er viskan STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR

Elsku Steingeitin mín, lífið er oft á meiri hraða heldur en þú vilt. Þá geturðu átt það til að frjósa og gera sem minnst. Því fylgir vanlíðan sem á vitaskuld ekki heima hjá þér. Ekki hugsa um allt í einu, því þá fer heilinn þinn í bakkgír. Meira
2. október 2021 | Sunnudagsblað | 357 orð | 1 mynd

Þú hefur aflið NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ

Elsku Nautið mitt, ekki bíða eftir að aðrir reddi málunum eða geri hlutina fyrir þig. Heldur eru skilaboðin skýr, gerðu bara það sem þú þarft sjálf, því þú hefur aflið til þess. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.