Greinar mánudaginn 25. október 2021

Fréttir

25. október 2021 | Innlendar fréttir | 497 orð | 1 mynd

Aðrir skólar skoða ekki kynjakvóta

Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Kynjakvóti hefur formlega verið tekinn upp hjá Verzlunarskóla Íslands til þess að sporna við því að innritað sé hærra hlutfall en sextíu prósent af einu kyni. Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskólans, segir að um sextíu prósent umsókna hafi verið frá stúlkum á síðastliðnum árum og um fjörutíu prósent frá strákum. Meira
25. október 2021 | Erlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

„Otoniel“ í haldi stjórnvalda

Stjórnvöld í Kólumbíu greindu frá því á laugardaginn að þau hefðu handsamað Dairo Antonio Usuga, öðru nafni „Otoniel“, sem leiddi „Flóaklanið“, stærsta fíkniefnahring landsins. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 479 orð | 3 myndir

Bjartsýnn um loðnu eftir gott sumar

Viðtal Líney Sigurðardóttir Þórshöfn „Sumarvertíðin hefur gengið mjög vel, það hefur verið stutt stopp á miðunum og síldin er stór og falleg,“ sagði Jón Axelsson, skipstjóri á Sigurði VE-15, stuttu eftir að hann kom í höfn á Þórshöfn með 1.550 tonn af stórri og fallegri síld. Var það síðasta ferð hans til Þórshafnar í bili á þessari vertíð. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 484 orð | 3 myndir

Byssuofbeldi og sprengjur æ algengari

Sviðsljós Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Frá því að sænski rapptónlistarmaðurinn Einár var skotinn til bana í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á fimmtudagskvöld hefur kastljósið beinst að stigvaxandi ofbeldi í landinu þar sem skotvopnum er beitt. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Dorgað á bryggjunni í Hafnarfirði

Ýmsum sögum fer af afla þeirra sem dorga á bryggjum, eins og sást í Hafnarfirði um helgina. Hvort ýsutittir eða þyrsklingar bíta á agnið er ef til vill aukaatriði í huga margra. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 289 orð | 2 myndir

Fleiri leiðir færar en verðhækkun

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Hætt er við að umræða frá hendi forsvarsmanna hagsmunasamtaka fyrirtækja um komandi verðhækkanir greiði veginn fyrir óþarfa verðlagshækkunum, að mati Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Framtakssjóðir sjá tækifæri í sjávarútvegi

Birgir Brynjólfsson hjá Antarctica Advisors segir að áður hafi þurft að hafa mikið fyrir því að sýna framtakssjóðum fram á kosti fjárfestinga í sjávarútvegi en í dag hafi sjóðirnir samband að fyrra bragði í leit að góðum fjárfestingartækifærum. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 797 orð | 2 myndir

Gleðin fylgir þátttöku í íþróttastarfinu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ungmennafélagsandinn er raunverulegur og einstakur. Þetta eru viðhorf og tilfinning sem fólk finnur hvert og eitt í gleðinni og því að taka þátt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, nýr formaður Ungmennafélags Íslands. „Jú, margir hafa tengt UMFÍ við landsbyggðina og telja ræturnar sterkastar þar. Ég tengi það líka við upphafið þegar krafturinn í samfélaginu var í raun mestur í sveitunum og áður en stærri svæði fóru að soga til sín stærri þætti þjóðlífsins. Kannski lifir ungmennafélagsandinn sterkast á landsbyggðinni.“ Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Gott að halda námskeið í Borgarnesi

Theodór Kr. Þórðarson Borgarnesi „Hér í Borgarnesi er gott að vera með námskeið,“ segir Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur við fréttaritara Morgunblaðsins en hún hefur haldið námskeið fyrir útlendinga á Hótel Borgarnesi frá því árið 2004. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Grímseyjarsöfnun í Hallgrímskirkju

Hrundið hefur verið af stað í söfnuði Hallgrímskirkju í Reykjavík fjársöfnun til stuðnings uppbyggingu nýrrar kirkju í Grímsey. Sem kunnugt er brann Miðgarðakirkja í september sl. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 263 orð | 2 myndir

Heimsþing um hita hafið í Hörpu

Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hófst í Hörpu í gær. Um er að ræða stærstu alþjóðlegu jarðhitaráðstefnu í heimi, sem haldin er í fyrsta sinn á Íslandi. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 451 orð | 2 myndir

Hverja krónu til að verja starf kirkjunnar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði í ræðu sinni við setningu kirkjuþings í Bústaðakirkju á laugardaginn athugasemdir við nýlega samþykkt þingsins um að stjórnsýslu þjóðkirkjunnar sé skipt upp í tvö svið. „Við verðum að nýta hverja krónu til að verja starf kirkjunnar úti á meðal fólksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni. Annað er óverjandi,“ sagði biskup í ávarpi sínu. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Hvítlaukurinn seldist upp á sólarhring

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Fyrsta hvítlauksuppskeran, sem ræktuð er á stórum skala hérlendis, fékk sérdeilis góðar viðtökur landsmanna og seldist hvítlaukurinn upp á sólarhring í lok september þegar hann kom í búðir. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

List fatlaðs fólks gert hátt undir höfði á List án landamæra

Listahátíðin List án landamæra mun fara fram dagana 26. október til 7. nóvember 2021. Á metnaðarfullri dagskrá hátíðarinnar er lögð áhersla á list fatlaðs fólks. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Lögbann á samkeppnina

„Það eru auðvitað rosaleg vonbrigði að vera stoppaður með þessum hætti en ég er bara sannfærður um að við skoðun verðum við í fullum rétti og byrjum vonandi sem fyrst aftur,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda... Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 628 orð | 1 mynd

Mesta afrek Halldóru

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé byrjaði markvisst að hlaupa fyrir áratug og náði hápunktinum á dögunum, þegar hún tók þátt í 350 km fjallahlaupinu Tor Dés Geants á Ítalíu. Hún kynnti sér svæðið í Ölpunum í æfingaferð í ágúst og hljóp þá alls 210 km og þar af síðasta hlutann í keppnishlaupinu. „Sá undirbúningur hafði mikið að segja,“ segir Halldóra, sem var rúma sex daga að ná takmarkinu, hljóp samtals í 145 klukkustundir og 55 mínútur og svaf í rúmlega níu klukkustundir í heildina. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 191 orð

Mikilvægt að sanna byrlanir

Fanney Sandra Albertsdóttir, ung kona sem lenti í því óhugnanlega atviki síðastliðinn föstudag að vera byrluð ólyfjan, líkir ástandinu við alvarlega frelsissviptingu. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Mjúklega lent á Laugarnestanganum

Sem framandleg geimvera, jafnvel Marsbúi, birtist fallhlífarstökkvari fólki þegar sá kom af himnum ofan og lenti á Laugarnestanganum í Reykjavík í gær. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Sektin nemur fimm prósentum af ársveltu Dr. Football

Hlaðvarpið Dr. Football, sem haldið er úti af Doc Media slf., undir stjórn Hjörvars Hafliðasonar, er nú orðið skráður fjölmiðill hjá fjölmiðlanefnd. Kemur það til af úrskurði nefndarinnar á föstudag þar sem Dr. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Sigurður Bogi

Ferðalag Mild veðrátta sem ríkt hefur á landinu að undanförnu hefur nýst vel til framkvæmda. Á Ísafirði ók karl í körfu milli gömlu húsanna á eyrinni og kom víða við, rétt eins fljúgandi... Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Sköpunarkraftur á Korpúlfsstöðum

Vel var mætt á Torg – Listamessu 2021 á Korpúlfsstöðum um helgina. Myndlistarmenn sýndu þar og seldu verk sín, sem voru hvert öðru ólík rétt eins og listamennirnir voru margir. Að því leyti er þetta mikilvægur vettvangur. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 149 orð | 2 myndir

Sýnt í Reykjanesvita

„Sjófarendur treysta á vitana,“ segir Eiríkur Páll Jörundsson. Hann er hönnuður sýningarinnar Leiðarljós í lífhöfn – Saga Reykjanesvita og sjóslysa sem opnuð var á dögunum. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Telur eldgosið vera alveg á lokametrum

Sigurður Bogi Sævarsson Inga Þóra Pálsdóttir „Mér sýnist margt benda til þess að eldgosið sé alveg á lokametrum. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Traust fólks til lýðræðisins í húfi

Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Verkefni undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa eru fordæmalaus og þeim fylgir mikil ábyrgð. Nefndin vinnur við að velta hverjum steini og sinna rannsóknarskyldu sinni. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 72 orð

Verzlunarskólinn tekur upp kynjakvóta

Kynjakvóti hefur verið tekinn upp í Verzlunarskóla Íslands þar sem ekki má vera innritað hærra hlutfall en 60 prósent af einu kyni. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Vilja Herjólf á Breiðafjörðinn

Þungi er settur í samgöngumál í ályktunum þings Fjórðungssambands Vestfjarða sem haldið var á Ísafirði um helgina. Sveitarstjórnarmenn vestra telja mikilvægt að fá nýja ferju til siglinga yfir Breiðafjörð í stað þess Baldurs sem nú er í útgerð. Meira
25. október 2021 | Innlendar fréttir | 308 orð | 2 myndir

Vill veita RSF öfluga samkeppni

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Nýja fiskuppboðsfyrirtækið NRS, sem hefja átti starfsemi sína á föstudag, hefur fengið á sig lögbann með staðfestingu sýslumannsins í Keflavík, að kröfu Reiknistofu fiskmarkaða ehf. (RSF). Meira
25. október 2021 | Erlendar fréttir | 716 orð | 2 myndir

Voðaskot vekur spurningar

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

25. október 2021 | Leiðarar | 432 orð

Ekkert lát á tilraununum

Norður-Kóreumenn ögra umheiminum enn og aftur Meira
25. október 2021 | Leiðarar | 204 orð

Lausnin hæfi vandanum

Vandi einkarekinna fjölmiðla er óleystur Meira
25. október 2021 | Staksteinar | 231 orð | 1 mynd

Skipulag á haus

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um skipulagsmál í borginni. „Þéttingarstefna Reykjavíkurborgar mun dynja á okkur í Vogunum eins og öðrum,“ segir hann, og bætir við að eitt „lykilhlutverk borgarskipulagsins er Borgarlínan svokallaða sem kallar á gríðarlega þéttingu enda á að fjármagna hana með innviða- og gatnagerðargjöldum. Hún á að liggja í gegnum Suðurlandsbraut sem afmarkar hverfi 104 til vesturs. Hinum megin er Skeifan sem hefur verið þjónustu- og verslanamiðstöð okkar í hverfinu eins og margra Reykvíkinga. Þar lengra í burtu er Ármúlinn með skrifstofu- og atvinnuhúsnæði. Alls staðar á nú að setja niður byggð sem virðist eiga að blanda saman atvinnuhúsnæði og íbúðum.“ Meira

Menning

25. október 2021 | Tónlist | 619 orð | 1 mynd

„Við erum eins og seinfær brokkhljómsveit“

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Undir lok níunda áratugar síðustu aldar leyndist á Húsavík viss pönk-og tilraunartónlistarsena. Meira
25. október 2021 | Bókmenntir | 385 orð | 3 myndir

Í kapphlaupi við tímann

Eftir Fritz Má Jörgensson. Ugla 2021. Kilja. 256 bls. Meira
25. október 2021 | Myndlist | 681 orð | 5 myndir

Munch-safnið í Ósló loksins opið

Eftir langvinnar tafir, deilur og alls kyns ófyrirséð vandamál við bygginguna var hið stóra og glæsilega safn utan um dánargjöf Edvards Munchs (1863-1944) opnað gestum í Ósló fyrir helgi og boðið þar um helgina upp á alls kyns viðburði í og við... Meira

Umræðan

25. október 2021 | Aðsent efni | 811 orð | 1 mynd

Að skjóta sig í skipulagsfótinn

Eftir Gest Ólafsson: "Margt bendir til að ekki sé vanþörf á að taka svolítið til í „skipulagsranninum“, þó ekki væri nema fyrir komandi kynslóðir." Meira
25. október 2021 | Aðsent efni | 675 orð | 1 mynd

Á að refsa kjósendum að ósekju fyrir hvernig þeir kusu?

Eftir Jón G. Guðbjörnsson: "Lítið hefur þó borið á umræðu um rétt kjósenda í þessu samhengi öllu. Vilja kjósenda á kjördegi á ekki að virða að vettugi svo augljós sem hann var." Meira
25. október 2021 | Aðsent efni | 986 orð | 1 mynd

COP – 26, norðurslóðir og framtíð mannkyns

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Nú stefnir í hraðari bráðnun Grænlandsjökuls en áður hefur gerst eftir að ísöld lauk fyrir um 12 þúsund árum." Meira
25. október 2021 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Lög um fiskeldi og ólígarkar

Eftir Valdimar Inga Gunnarsson: "„Ólígarkar“ vasast í stefnumótun stjórnvalda og móta jafnvel leikreglurnar sjálfir til að þjóna eigin hagsmunum." Meira
25. október 2021 | Aðsent efni | 1007 orð | 1 mynd

Opið bréf til umhverfis- og auðlindaráðherra

Eftir Ole Anton Bieltvedt: "Vorstofn rjúpu hefur verið í frjálsu falli: 2018 293.000 fuglar, 2019 228.000, 2020 99.000 og nú 2021 er stofninn 69.000 fuglar og áfram skal veiða!" Meira
25. október 2021 | Pistlar | 395 orð | 1 mynd

Síðasta mílan

Nýtilkominn áhugi ráðherra í ríkisstjórninni á stöðu fjarskiptamála á Íslandi hefur aðallega snúið að sölu Símans á dótturfélagi sínu, Mílu, til erlends sjóðstýringarfyrirtækis – eðlilega, enda um mikilvæga fjarskiptainnviði að ræða og mikið í... Meira

Minningargreinar

25. október 2021 | Minningargreinar | 1506 orð | 1 mynd

Annmar Arnald Reykdal

Arnald Reykdal fæddist á Sauðárkróki 30. október 1938. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 12. október 2021. Foreldrar hans voru Kristbjörg Reykdal, f. 1920, d. 1999, og Guðmundur Aðalsteinsson, f. 1910, d. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2021 | Minningargreinar | 982 orð | 1 mynd

Arngrímur Sigurðsson

Arngrímur Sigurðsson fæddist 11. febrúar 1933 á Seyðisfirði. Hann lést 7. október 2021, 88 ára að aldri. Arngrímur var yngstur fjögurra systkina. Móðir hans var Ólöf Kristjánsdóttir ljósmóðir og faðir Sigurður Arngrímsson ritstjóri, kaupmaður og skáld. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2021 | Minningargreinar | 300 orð | 1 mynd

Guðmundur S. Ingimundarson

Guðmundur S. Ingimundarson fæddist 12. júní árið 1953. Hann lést 7. október 2021. Útförin fór fram 20. október 2021. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2021 | Minningargreinar | 1792 orð | 1 mynd

Guðrún Garðarsdóttir

Guðrún Garðarsdóttir, Dúna eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á Akranesi 29. júní 1956. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. október 2021. Foreldrar Dúnu voru Garðar Bergmann Benediktsson, f. 27.7. 1919, d. 17.2. 2004 og Ásta Guðjónsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2021 | Minningargreinar | 498 orð | 1 mynd

Þrúður S. Ingvarsdóttir

Þrúður Svanrún Ingvarsdóttir fæddist á Laxárnesi í Kjós 11. nóvember 1943. Hún lést 14. október 2021 á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Foreldrar hennar voru Bjarni Ingvar Jónsson, f. 1. apríl 1901, d. 1981, og Úrsúla Þorkelsdóttir, f. 23. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. október 2021 | Viðskiptafréttir | 832 orð | 3 myndir

Sjóðir með sjávarútveg í sigtinu

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl. Meira
25. október 2021 | Viðskiptafréttir | 137 orð | 1 mynd

Telur BNA ekki vera að missa tökin á verðbólgunni

Í viðtali við CNN á sunnudag vísaði Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, því á bug að verðbólga væri að fara úr böndunum í Bandaríkjunum. Væntir Yellen þess að verðbólga verði komin aftur á eðlilegt bil á seinni hluta næsta árs. Vísaði Yellen... Meira

Fastir þættir

25. október 2021 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 a6 5. Rf3 b5 6. b3 Bg4 7. a4 b4 8...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 a6 5. Rf3 b5 6. b3 Bg4 7. a4 b4 8. Re2 a5 9. Re5 Bd7 10. Bb2 e6 11. g4 Bd6 12. Rg3 Ra6 13. f4 Re4 14. Rxe4 dxe4 15. h4 f6 16. Rxd7 Dxd7 17. Dc2 f5 18. 0-0-0 Rc7 19. Hg1 Hg8 20. c5 Be7 21. gxf5 exf5 22. Meira
25. október 2021 | Fastir þættir | 170 orð

Fimmdimmalimm. S-AV Norður &spade;103 &heart;KD3 ⋄D2 &klubs;DG10872...

Fimmdimmalimm. S-AV Norður &spade;103 &heart;KD3 ⋄D2 &klubs;DG10872 Vestur Austur &spade;94 &spade;Á62 &heart;G107642 &heart;Á85 ⋄G65 ⋄10843 &klubs;K9 &klubs;653 Suður &spade;KDG875 &heart;9 ⋄ÁK97 &klubs;Á4 Suður spilar 5&spade;. Meira
25. október 2021 | Í dag | 275 orð

Haugsuguandinn og vetur í nánd

Limra eftir Kristján Karlsson: „Nú hættum við hórdómi og sluksi,“ mælti Hámundur, „gyðjan er uxi“. Hann bíður um stund brýtur stól, lemur hund. Enn bíður hann. Gyðjan er hugsi. Meira
25. október 2021 | Árnað heilla | 91 orð | 1 mynd

Linda Björk Tryggvadóttir

50 ára Linda er Akureyringur og býr í Síðuhverfinu. Hún hefur tekið ýmis námskeið hjá Símey og er skrifstofumaður hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimila. Meira
25. október 2021 | Árnað heilla | 764 orð | 4 myndir

Loksins hættur að byggja

Ragnar Guðmundsson fæddist 25. október 1936 á Hafragili á Laxárdal ytri, Skagafirði. Þar dvaldi Ragnar til þriggja ára aldurs. Þá flutti hann með móður sinni að Hrauni í Unadal þar sem hún var ráðskona þrjú ár. Meira
25. október 2021 | Í dag | 55 orð

Málið

Spurt var um vogrís . Í Ísl. orðabók er vogris sagt vera „sýking sem myndar kýli í hársekk í efra eða neðra augnloki“ eða „nabbinn sem við það myndast“. Meira
25. október 2021 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

Reykjavík Iðunn Ósk Esradóttir fæddist 25. október 2020 kl. 16.40 og á...

Reykjavík Iðunn Ósk Esradóttir fæddist 25. október 2020 kl. 16.40 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 2.424 g og var 46 cm löng við fæðingu. Foreldrar hennar eru Esra Bragason og Aníta Ósk Guðnadóttir... Meira
25. október 2021 | Í dag | 109 orð | 1 mynd

Segir draug hafa tekið ólina af hundinum

Myndband á TikTok sem eigandi tveggja hunda deildi á samfélagsmiðlinum hefur farið sem eldur í sinu um netið síðustu daga en yfir 15 milljónir hafa séð myndbandið sem var deilt á TikTok í vikunni. Meira
25. október 2021 | Í dag | 28 orð | 3 myndir

Traust til lýðræðisins í húfi

Lenya Rúna Taha Karim, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir eru allar ungar konur sem voru áberandi í nýafstöðnum þingkosningum og eru gestir Karítasar Ríkharðsdóttur í... Meira

Íþróttir

25. október 2021 | Íþróttir | 501 orð | 1 mynd

England Southampton – Burnley 2:2 • Jóhann Berg Guðmundsson...

England Southampton – Burnley 2:2 • Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley á 78. mínútu. Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Fyrsta tap í 399 daga

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs töpuðu sínum fyrsta deildarleik í 399 daga þegar Fram vann uppgjör liðanna í Olísdeild í handbolta kvenna í Safamýri, 27:25, á laugardaginn. KA/Þór tapaði síðast í deildinni gegn Stjörnunni 19. Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Keflavík fyrsta liðið til að vinna Val

Keflavík varð fyrsta liðið til að sigra Val á þessu keppnistímabili í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik en Suðurnesjakonur unnu leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld á mjög sannfærandi hátt, 84:64. Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: HS Orkuhöll...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: HS Orkuhöll: Grindavík – Njarðvík 19.15 1. deild karla: Ice Lagoon-höll: Sindri – Álftanes 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Kórinn: HK – Afturelding 19. Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

Meistarataktar hjá Magdeburg í Kiel

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar þeirra í Magdeburg héldu áfram magnaðri sigurgöngu sinni í gær. Þeir lögðu Kiel að velli, 29:27, í þýsku 1. Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Olísdeild karla KA – Valur 26:35 Grótta – Haukar 25:32...

Olísdeild karla KA – Valur 26:35 Grótta – Haukar 25:32 Víkingur – Fram 25:27 Staðan: Valur 5500146:11210 Stjarnan 4400121:1078 Fram 5401134:1258 Haukar 5311146:1307 ÍBV 4301112:1106 FH 5302133:1246 Afturelding 4121117:1164 KA... Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 648 orð | 5 myndir

* Real Madrid vann í gær sætan sigur á Barcelona á útivelli í uppgjöri...

* Real Madrid vann í gær sætan sigur á Barcelona á útivelli í uppgjöri stórliðanna í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 2:1. David Alaba kom Real yfir á 32. Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Sjö marka sigur ÍBV eftir fimm marka tap

ÍBV komst í gær í 3. umferðina í Evrópubikar kvenna í handknattleik þegar liðið sneri fimm marka tapi í Grikklandi á laugardaginn upp í sjö marka sigur í seinni leiknum í gær. Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Subway-deild kvenna Fjölnir – Skallagrímur 87:58 Grindavík &ndash...

Subway-deild kvenna Fjölnir – Skallagrímur 87:58 Grindavík – Haukar 50:84 Breiðablik – Njarðvík 62:74 Valur – Keflavík 64:84 Staðan: Keflavík 541421:3628 Valur 541386:3538 Njarðvík 541338:3028 Haukar 431305:2086 Fjölnir... Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 373 orð | 2 myndir

Ungir Valsarar fóru á kostum á Akureyri

Handboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valsmenn undirstrikuðu í gærkvöld að þeir eru besta lið úrvalsdeildar karla í handbolta það sem af er þessu keppnistímabili þegar þeir unnu afar öruggan sigur á KA á Akureyri, 35:26. Meira
25. október 2021 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

Útsalah á Old Trafford

England Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ótrúlegur yfirburðasigur Liverpool gegn Manchester United á Old Trafford í gær, 5:0, undirstrikaði tvennt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.