Greinar fimmtudaginn 27. janúar 2022

Fréttir

27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 623 orð | 2 myndir

3.827 tilkynningar um ofbeldi í fyrra

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tilkynningum til barnaverndarnefnda á landinu um meint brot og vanrækslu gagnvart börnum fjölgaði verulega á seinustu tveimur árum frá árunum á undan. Ástandið á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar er talið hafa haft mikil áhrif á aðstæður barna á þessum tíma. Í fyrra fjölgaði tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis mikið á milli ára en þá bárust nefndunum 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnumm. Þetta eru 39,8% fleiri tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis en bárust á árinu 2020 og 51,6% fleiri tilkynningar en á árinu 2019. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 105 orð

720 tilkynningar um kynferðisofbeldi

Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gagnvart börnum fjölgaði mikið í fyrra frá árinu ár undan. Á síðasta ári bárust 720 tilkynningar, eða 39,8% fleiri en á árinu 2020. Þær vörðuðu 525 stúlkur og 195 drengi. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Aðflutningurinn sá sjötti mesti frá upphafi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aðflutningur til landsins í fyrra var sá sjötti mesti á öldinni og þar með frá upphafi. Þannig fluttu hingað tæplega 3.900 fleiri erlendir ríkisborgarar en fluttu þá frá landinu og um 770 fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu til landsins en frá því. Meira
27. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Aflétta öllu um mánaðamótin

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, tilkynnti í gær að öllum sóttvarnaaðgerðum í landinu yrði aflétt um næstu mánaðamót. Byggði hún ákvörðun sína á tillögum danskra sóttvarnayfirvalda, um að aflétting aðgerða myndi ekki setja samfélagið á hliðina. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Handbolti Nokkrir harðir stuðningsmenn strákanna okkar á EM komu á Ölver í Glæsibæ í gær að horfa á stórsigur gegn Svartfellingum. Um það bil 10 í hverju hólfi, að... Meira
27. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Bjóða diplómatíska lausn

Bandaríska sendiráðið í Kænugarði hvatti í gær bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til að íhuga að yfirgefa landið. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sendiráðinu, en sífellt verður ljósara að innrás rússneska hersins er yfirvofandi. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Dagbjört vill 2. sæti á Seltjarnarnesi

Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri sem fer fram 26. febrúar nk. Dagbjört er sjálfstætt starfandi lögmaður og atvinnurekandi. Meira
27. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Dauðsföll jafnmörg og í delta-bylgjunni

Daglegur fjöldi dauðsfalla í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er nú orðinn jafnmikill og þegar mest lét í september sl. þegar delta-afbrigðið réð enn ríkjum. Frá þessu er greint á vef BBC . Meira
27. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Disney svarar dvergagagnrýni

„Við erum með aðra nálgun á þessar sjö persónur og höfum ráðfært okkur við samfélag dvergvaxinna,“ segir í yfirlýsingu ævintýrarisans Disney í kjölfar harðrar gagnrýni Game of Thrones-leikarans Peters Dinklage, sem telur endurgerð... Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 787 orð | 1 mynd

Ekki næg rök fyrir færslu makríls

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Atvinnuvegaráðuneytið telur það ekki veikja samningsstöðu Íslands í deilum um hlutdeild ríkja í makrílveiðum að leyfa 10 þúsund tonnum af ónýttum aflaheimildum að falla niður milli ára. Meira
27. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Eldsneytissala jókst um 12,8% milli ára

Samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofunnar seldust 70 þúsund rúmmetrar af bensíni og díselolíu á fjórða ársfjórðungi 2021. Er það 12,8% meiri sala en á sama fjórðungi 2020 en þá seldust 62 þúsund rúmmetrar af sams konar eldsneyti. Meira
27. janúar 2022 | Innlent - greinar | 967 orð | 4 myndir

Fór krókaleið að draumnum

Nína Óskarsdóttir myndlistarmaður gerir skemmtilega og skrýtna skúlptúra. Hún hefur alltaf verið listræn en prófaði nokkrar námsleiðir áður en hún fann sig í myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Nína einbeitir sér alfarið að myndlistinni núna og á listamannslífið vel við hana. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 1042 orð | 4 myndir

Frekari skerðingar á næsta ári

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef miðað er við venjubundna aukningu raforkunotkunar samkvæmt raforkuspá eru líkur á að draga þurfi úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári, ekki aðeins í lélegu vatnsári, strax á næsta ári. Staðan verður mun verri ef áform um orkuskipti eða aukning á fyrirtækjamarkaði verður umfram spár. Í greiningu Landsnets kemur fram að nauðsynlegt sé að bæta við afli með nýjum virkjunum og styrkja flutningskerfið. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 299 orð | 2 myndir

Geta átt dagsektir yfir höfði sér

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Átta ríkisstofnanir sem áttu að hafa hlotið jafnlaunavottun fyrir árslok 2019 hafa enn ekki lokið innleiðingu vottunar og sömu sögu er að segja af 15 sveitarfélögum sem áttu að vera komin með vottun í lok árs 2019. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Góður afli við Ólafsvík

Línubáturnn Signý HU, sem gerður er út frá Ólafsvík, lagði 36 bala stutt frá Ólafsvík í gærmorgun og um fjögurleytið kom báturinn að landi eftir að hafa dregið 18 bala og var aflinn um 7,5 tonn á þá að sögn Gísla Bjarnasonar skipstjóra. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Gunnar vill 3.-4. sætið í Garðabæ

Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar, sækist eftir 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í bænum 5. mars næstkomandi. Gunnar Valur hefur setið í bæjarstjórn sl. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 645 orð | 3 myndir

Hástökk í sölu í Góða hirðinum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Góði hirðirinn er hástökkvari ársins á vettvangi endurnotkunar og meðferðar úrgangs, en á þessum nytjamarkaði SORPU jókst sala um 26% milli ára. Salan hefur aldrei verið meiri og nálgaðist þúsund tonn í fyrra. Meira
27. janúar 2022 | Innlent - greinar | 493 orð | 2 myndir

Heilsað hvarvetna á íslensku á Tenerife

Kristín Sif er í fríi ásamt fjölskyldunni á Tenerife þar sem þau njóta nú lífsins í hita og sól og er heilsað hvarvetna á íslensku. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Hilda Jana vill áfram á Akureyri

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar, hefur lýst yfir að hún vilji áfram leiða listann í kosningunum í vor. Nýverið var samþykkt tillaga á félagsfundi um að stillt verði upp á lista flokksins. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 179 orð

Hjúkrunarfræðingar treysta sér ekki í fullt starf

Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala hafa á undanförnum mánuðum óskað eftir lækkun á starfshlutfalli. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Hrannar sækist eftir 4.-5. sæti í Garðabæ

Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur og leikmaður Stjörnunnar í handbolta, sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi kosningar. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 671 orð | 1 mynd

Iðinn við kolann

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rúmum mánuði fyrir jól var Svavar Benediktsson, fyrrverandi togaraskipstjóri, allt í einu kominn á tíræðisaldur en hann segir það engu hafa breytt; hann haldi áfram í líkamsræktinni, stundi sína vinnu, sjái um sig sjálfur, fari reglulega til Kanaríeyja og láti áfengið eiga sig. „Aldur er bara tala,“ leggur hann áherslu á og ekki síður kærleikann. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Ísland var örskammt frá undanúrslitasætinu

Sáralitlu munaði að íslenska karlalandsliðið í handknattleik kæmist í undanúrslit Evrópumótsins í Búdapest. Ísland vann stórsigur á Svartfjallalandi, 34:24, í sínum síðasta leik í gær og þurfti síðan að treysta á að Danir ynnu Frakka. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Klárar fljótlega fyrirliggjandi mál

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sú kvöð að þurfa að kalla til tvo sérfróða aðila í hvert mál hefur tafið fyrir afgreiðslu mála hjá áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, að sögn Jóhannesar Karls Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns og formanns nefndarinnar. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Krabbameinsvalda þarf að kanna vel

„Hér gengur orðrómur um að mengun í gamla vatnsbólinu fyrir byggðina í Keflavík og Njarðvík kunni að hafa valdið háu nýgengi krabbameina meðal fólks hér á svæðinu. Því þarf að svara,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Laust pláss í Mathöll Höfða

Marga dreymir um að reka veitingastað og eru mathallir sérlega vænlegur kostur fyrir nýgræðinga þar sem samlegðaráhrifin eru mikil þegar margir veitingastaðir koma saman. Meira
27. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Leitar hófanna hjá Chanel

„Hvat mun garprinn vilja, er hann er heim kominn?“ spurði Hrafnkell Freysgoði, er færleikur hans Freyfaxi kom einsamall heim að Aðalbóli. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Litið til reynslu af fyrri afléttingum

Alls greindust 1.539 kórónuveirusmit innanlands á þriðjudag og voru 52% þeirra sem greindust í sóttkví. 58 smit greindust virk á landamærunum á þriðjudag. Slétt tvö ár eru í dag liðin síðan almannavarnir settu á óvissustig vegna kórónuveirunnar. Meira
27. janúar 2022 | Innlent - greinar | 358 orð | 6 myndir

Líkar léttar og beittar samræður

Eva Guðrún stjórnar grænkerahlaðvarpinu Grænkerinu ásamt Vigdísi Fríðu vinkonu sinni en þar fræða þær og fræðast um veganisma. K100 fékk hana til að deila sínum uppáhaldshlaðvörpum sem eru bæði fjölbreytt og skemmtileg. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Maður fannst látinn

Lögregla rannsakar nú tildrög þess að maður féll útbyrðis við Engey í gærmorgun. Hann fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík um miðjan daginn. Í tilkynningu frá lögreglu í gærkvöldi kom fram að talið væri að maðurinn hefði verið einn á ferð. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 482 orð | 3 myndir

Malbikunarstöðin enn myrkrum hulin

Fréttaskýring Andrés Magnússon andres@mbl.is Fyrir viku samþykkti borgarráð að fela fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar að meta kosti þess og galla að selja Malbikunarstöðina Höfða hf. Óljóst er hins vegar hvort kaupandi sé auðfundinn. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 351 orð | 2 myndir

Mikill áhugi á fjárfestingum

Dagmál Stefán E. Stefánsson ses@mbl. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Ragnhildur sækist í oddvitann á Nesinu

Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi vegna kosninganna í vor. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 138 orð | 2 myndir

Rúv með undanþágu til að sinna útsendingum

Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segist ekki hafa sótt um sérstaka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu fyrir afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum á þriðjudagskvöld. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 314 orð

Skerðingar í meðalárum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef raforkunotkun eykst eins og opinberar spár gera ráð fyrir eru líkur á að draga þurfi úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári strax á næsta ári. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Skyrkaka með möndlum og sítrónu

Hér er á ferðinni algjörlega frábær uppskrift að skyrköku en möndlur og sítrónur eru bragðsamsetning sem vert er að prófa. Það er Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem hún var afar ánægð með. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 323 orð

Staða atvinnumála á Bíldudal er nú gjörbreytt

„Ég fór aftur heim á æskustöðvar mínar á Bíldudal árið 2014 til þess að taka þátt í uppbyggingu fiskeldis hjá Arnarlaxi. Má segja að þorpið hafi munað sinn fífil fegri og ekki mikið um að vera í atvinnulífinu fyrir utan Kalkþörungavinnsluna. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 1024 orð | 9 myndir

Sterk Selfosstenging í landsliðinu

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nokkrir leikmenn í karlalandsliði Íslands, sem hefur slegið í gegn á EM í Ungverjalandi að undanförnu, eru frá Selfossi eða hafa tengingar við bæinn að öðru leyti. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 663 orð | 4 myndir

Stórhuga áform KR-inga

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæði KR í Frostaskjóli hefur verið kynnt borgaryfirvöldum. Markmiðið er að bæta aðstöðu KR til íþrótta og félagsstarfsemi með byggingu íþrótta- og þjónustubygginga. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Svana vill verða bæjarstjóri á Nesinu

Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 760 orð | 2 myndir

Tíðin var góð og illviðri fátíð

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Veðurfar ársins 2021 var hagstætt, tíð var góð og illviðri fátíð. Hiti var rétt yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og það var tiltölulega þurrt um land allt. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 44 orð

Tvöfaldir meistarar í 2. flokki

Feðgarnir Hallgrímur Jónasson þjálfari og Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, urðu Íslands- og bikarmeistarar í 2. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Vatnshæðin veldur vanda

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við þurfum að koma þessum málum á hreint, svo hér verði ekki áfram landskemmdir,“ segir Pétur Davíðsson á Grund í Skorradal. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 728 orð | 2 myndir

Veitum upplýsingar um hina hliðina

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Margir hafa sýnt starfsemi nýrrar fræðslumiðstöðvar fiskeldis, Lax-inn, í 101 Reykjavík áhuga. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Vill leiða Pírata áfram í Kópavogi

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir hefur tilkynnt að hún vilji áfram leiða lista Pírata í Kópavogi í kosningunum í vor. Segir hún árangursríkt kjörtímabili að baki, Píratar hafi komið ýmsum góðum málum í verk þrátt fyrir að vera í minnihluta í bæjarstjórn. Meira
27. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Þjóðhagslegur ábati Sundabrautar mikill

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

27. janúar 2022 | Leiðarar | 320 orð

Dýr meirihluti

Greining á Sundabraut minnir á hve mikinn kostnað landsmenn bera af meirihlutanum í Reykjavík Meira
27. janúar 2022 | Staksteinar | 227 orð | 1 mynd

Er lagastoðin þrotin?

Margt og misjafnt er rætt undir dagskrárliðnum störf þingsins. Sumir sem eru að feta sín fyrstu skref ræða skjávarpa og önnur undur nútímans svo koma megi mikilvægum skilaboðunum sem rækilegast inn í höfuð þing- og landsmanna. Aðrir ræða til dæmis beitingu laga og þar vakti athugasemd Diljár Mistar Einarsdóttur athygli í gær. Hún benti á að þrátt fyrir jákvæða þróun faraldurs hefðu stjórnvöld gripið „enn á ný til umfangsmikilla aðgerða fyrir einstaklinga og fyrir rekstraraðila“. Meira
27. janúar 2022 | Leiðarar | 298 orð

Þarf að gera eitthvað

Pútín hóar saman hundrað og þrjátíu þúsund hermönnum til að gera ekki innrás Meira

Menning

27. janúar 2022 | Myndlist | 228 orð | 1 mynd

Ásgerður 46. listamaðurinn sem sýnir í D-sal

Snertitaug nefnist sýning sem opnuð verður í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag milli kl. 17 og 22. Á henni sýnir Ásgerður Birna Björnsdóttir og er hún 46. myndlistarmaðurinn sem sýnir í sýningaröðinni í salnum sem hóf göngu sína árið 2007. Meira
27. janúar 2022 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Bygging sem safnar vatni best í heimi

Múrsteinsbygging sem lætur lítið yfir sér og er staðsett í Satkhira-héraði í Bangladess hefur verið valin besta nýja bygging ársins 2021 af RIBA (Royal Institute of British Architects). Meira
27. janúar 2022 | Kvikmyndir | 163 orð | 1 mynd

Endi Fight Club breytt í Kína

Költmynd leikstjórans Davids Finchers, Fight Club , hefur verið breytt hressilega fyrir kínversku streymisveituna Tencent Video. Meira
27. janúar 2022 | Myndlist | 509 orð | 1 mynd

Ljóðrænt inntak myndarinnar

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Stefnumót við sjálfið nefnist sýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur sem opnuð verður í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu í dag frá kl. 17 til 21 og stendur hún yfir til 6. mars. Meira
27. janúar 2022 | Kvikmyndir | 44 orð | 1 mynd

Metfjöldi Bodil-tilnefninga

Dönsku Bodil-kvikmyndaverðlaunin verða afhent 19. mars og greinir Politiken frá því að kvikmyndin Hvor kragerne vender muni hljóta níu tilnefningar en engin kvikmynd hefur hlotið jafnmargar í sögu verðlaunanna sem veitt eru af dönskum kvikmyndarýnum. Meira
27. janúar 2022 | Kvikmyndir | 629 orð | 2 myndir

Nekt og nunnur

Leikstjórn: Paul Verhoeven. Handrit: David Birke og Paul Verhoeven. Aðalleikarar: Virginie Efira, Charlotte Rampling og Daphne Patakia. Frakkland, 2021. 127 mín. Meira
27. janúar 2022 | Myndlist | 120 orð | 1 mynd

Tengingar í Hjarta Reykjavíkur

Tengingar nefnist sýning á verkum Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur sem opnuð verður í sýningarrými Hjarta Reykjavíkur, Laugavegi 12b, í dag milli kl. 17 og 20. Meira
27. janúar 2022 | Myndlist | 1185 orð | 3 myndir

Tilraun til að hægja á tímanum

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ný sýning á verkum pólsku myndlistarkonunnar Alicju Kwade var opnuð í nýju sýningarými i8 gallerís í Marshallhúsinu úti á Granda, i8 Grandi, 22. janúar síðastliðinn og nefnist sú In Relation to the Sun, sem þýða mætti sem Í tengslum við sólina, eða Í sambandi við sólina,. Komman er hluti af titlinum og mikilvæg sem slík því enginn veit hvaða stefnu sýningin mun taka, hvað tekur við á eftir kommunni. Nema þá mögulega listakonan sjálf. Það er því nauðsynlegt að mæta reglulega út árið í Marshallhúsið, vilji maður fylgjast með, og skoða sýninguna sem standa mun yfir til 22. desember. Meira
27. janúar 2022 | Bókmenntir | 1009 orð | 1 mynd

Tilraun til að skilja meginheimild

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hver var Snorri Sturluson? Okkar helstu heimild um það er að finna í Sturlungu, nánar tiltekið í Íslendingasögu sem eignuð hefur verið Sturlu Þórðarsyni. Úlfar Bragason, prófessor emeritus við Stofnun Árna Magnússonar, hefur gefið út bókina Reykjaholt Revisited þar sem hann tekur fyrir þá mynd sem dregin er upp af Snorra og hans fólki í þessu verki. Meira

Umræðan

27. janúar 2022 | Hugvekja | 911 orð | 2 myndir

Að hlusta eða hlýða

Það er algjört kjarnaatriði að „hausinn sé í lagi“ til að geta mætt næstu áskorunum. Meira
27. janúar 2022 | Aðsent efni | 354 orð | 1 mynd

Blekkingaleikur ASÍ og BSRB

Eftir Steinþór Jónsson: "Af 150 þúsund manna úrtaki svöruðu tæplega níu þúsund manns, hin 141 þúsundin létu hjá líða að tjá hug sinn." Meira
27. janúar 2022 | Aðsent efni | 711 orð | 1 mynd

Bráðum kemur betri tíð!

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur: "Efnahagsbatinn á Íslandi hefur verið sterkur og gerir Seðlabankinn ráð fyrir 5,1% hagvexti á árinu." Meira
27. janúar 2022 | Aðsent efni | 338 orð | 1 mynd

Flýtum endurgerð Suðurfjarðavegar á Austfjörðum

Eftir Ragnar Sigurðsson: "Suðurfjarðavegur frá Breiðdal til Fáskrúðsfjarðar er talinn einn hættulegasti vegur landsins." Meira
27. janúar 2022 | Aðsent efni | 650 orð | 1 mynd

Lýðheilsa og lífsgæði eða ofurþétting

Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Stefnan er því skýr: Borgin á að vera borg og ekkert annað. Hún á að vera að öllu leyti manngerð, þar sem ekkert má minna á ósnortna náttúru." Meira
27. janúar 2022 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Smákóngarnir og prinsessurnar á rásinni

Eftir Leó R. Ólason: "Gagnrýni á hvað dagskrárgerðarfólk á RÚV virðist fara á skjön við siðareglur og mismunar aðilum þegar kemur að samskiptum við tónlistarfólk." Meira
27. janúar 2022 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Tímabært að hlúa að andlegri heilsu

Eftir Valgerði Sigurðardóttur: "Sjaldan eða aldrei hefur verið mikilvægara en nú að huga að geðheilbrigðismálum og því að endirinn á þessum faraldri er vonandi í sjónmáli." Meira
27. janúar 2022 | Pistlar | 471 orð | 1 mynd

Tvær spurningar

Eðli málsins samkvæmt hafa verið skiptar skoðanir á þeim sóttvarnaráðstöfunum sem gerðar hafa verið á liðnum tveimur árum, um réttmæti þeirra, tilgang og virkni. Meira

Minningargreinar

27. janúar 2022 | Minningargreinar | 950 orð | 1 mynd

Eyjólfur Þór Jónsson

Eyjólfur Þór Jónsson fæddist í Keflavík þann 15. maí 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Fælledgården í Kaupmannahöfn 31. desember 2021. Foreldrar hans voru hjónin Jón Eyjólfsson útgerðarmaður frá Garðshorni í Keflavík, f. 16. apríl 1894, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2022 | Minningargreinar | 1594 orð | 1 mynd

Hulda Baldvinsdóttir

Hulda Baldvinsdóttir fæddist á Akureyri 18. október 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 13. janúar 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Baldvin Sigurðsson verkamaður, f. 22.11. 1903, d. 1.1. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2022 | Minningargreinar | 1485 orð | 1 mynd

Jóhann Danival Pétursson

Jóhann Danival Pétursson fæddist 26. apríl 1928 á Steini á Reykjaströnd í Skagafirði. Hann lést föstudaginn 14. janúar 2022 á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Foreldrar hans voru Pétur Lárusson, f. 23. mars 1892, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2022 | Minningargreinar | 1556 orð | 1 mynd

Þorsteinn Jóhann Bjarnason

Þorsteinn Jóhann Bjarnason fæddist á Hörgslandi á Síðu 28. júlí 1932. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 10. janúar 2022 í faðmi fjölskyldunnar. Foreldrar hans voru Svanhvít Rútsdóttir, fædd 10. ágúst 1911, látin 21. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2022 | Minningargreinar | 2158 orð | 1 mynd

Þóra Benediktsdóttir

Þóra Benediktsdóttir fæddist í Hnífsdal 25. október 1931. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 16. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Benedikt Halldórsson verkamaður, f. 19.5. 1904, d. 2.9. 1980, og Þórunn Pálína B. Guðjónsdóttir, f. 5.10. 1900, d.... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. janúar 2022 | Viðskiptafréttir | 905 orð | 2 myndir

Sáttaleiðin orðin að bitbeini

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar var breytt árið 2019 var tekið mið af ábendingum og kvörtunum vegna fyrirkomulags við val á söluaðila raforku og söluaðilaskipta. Breytingarnar hafa hins vegar orðið tilefni nýrra deilna. Meira

Daglegt líf

27. janúar 2022 | Daglegt líf | 720 orð | 5 myndir

Feðgin sneru sér saman að kjólum

Feðginin Áskell Þórisson ljósmyndari og Laufey Dóra læknir stofnuðu saman fyrirtæki sem framleiðir kjóla úr satínefni sem er endurunnið úr plastflöskum. Áprentaðar eru ljósmyndir Áskels úr íslenskri náttúru. Meira
27. janúar 2022 | Daglegt líf | 86 orð

Ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá Brimi

Sveinn Margeirsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi hf. Meira

Fastir þættir

27. janúar 2022 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 Rf6 5. Rf3 c5 6. dxc5 Da5 7. Bd3 Dxc5...

1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 Rf6 5. Rf3 c5 6. dxc5 Da5 7. Bd3 Dxc5 8. De2 0-0 9. Be3 Da5 10. 0-0 Bg4 11. h3 Bxf3 12. Dxf3 Rc6 13. a3 Rd7 14. Hae1 Hac8 15. Kh2 Bxc3 16. bxc3 Dxc3 17. Dg3 Rc5 18. Hd1 Rxd3 19. cxd3 f5 20. a4 a6 21. Df3 b5 22. Meira
27. janúar 2022 | Í dag | 278 orð

Af útgerðarmanni og rakara

Guðjón Jónasson sendi mér póst. Þar segir, að Karvel Ögmundsson hafi verið útvegsbóndi og athafnamaður í Njarðvíkum ættaður af Snæfellsnesi. Hagyrðingur góður og vel það. Meira
27. janúar 2022 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Björgvin Franz sló í gegn sem Hemmi Gunn í Verbúðinni

Hemmi Gunn birtist á sjónvarpsskjám landsmanna á sunnudag í Verbúðinni og sló Björgvin Franz algjörlega í gegn sem tónlistarmaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, í fimmta þætti seríunnar ef marka má viðbrögð Íslendinga við þættinum. Meira
27. janúar 2022 | Í dag | 189 orð | 1 mynd

Ekkert hverfur þótt við lokum augunum

Ég horfði á upplýsingafund almannavarna í gær. Þar kom fram athugasemd við fyrirkomulag fundanna frá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu um að hver fjölmiðill fengi aðeins eina spurningu og fannst henni það miður. Meira
27. janúar 2022 | Fastir þættir | 165 orð

Erfiður andstæðingur. A-NS Norður &spade;G10864 &heart;76 ⋄972...

Erfiður andstæðingur. A-NS Norður &spade;G10864 &heart;76 ⋄972 &klubs;632 Vestur Austur &spade;-- &spade;Á532 &heart;G843 &heart;KD109 ⋄K10864 ⋄G5 &klubs;KG87 &klubs;D94 Suður &spade;KD97 &heart;Á52 ⋄ÁD3 &klubs;Á105 Suður spilar 2G. Meira
27. janúar 2022 | Í dag | 52 orð

Málið

Föng í merkingunni matur, vistir , kannast allir við: matföng, ölföng, vínföng. Ritföng er svolítið annað, um það segir orðabókin tæki , útbúnaður til skrifta . Og þá erum við komin að skotföng , um útlenskuna ammunition – púður, kúlur, högl. Meira
27. janúar 2022 | Í dag | 28 orð | 3 myndir

Mun betra aðgengi að fjármálamörkuðum

Nú þegar fólk getur keypt og selt hlutabréf í gegnum appið í símanum færist fjármálamarkaðurinn nær fólki. Mikilvægt er að fólk taki upplýstar fjárfestingarákvarðanir segja forsvarskonur Fortuna... Meira
27. janúar 2022 | Árnað heilla | 139 orð | 2 myndir

Pálmar Gíslason

30 ára Pálmar er Hafnfirðingur, ólst upp í Setbergi og Áslandi en býr á Völlunum. Hann er með BSc.-gráðu í rafmagns- ogtölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í hagnýtri stærðfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku. Meira
27. janúar 2022 | Árnað heilla | 887 orð | 3 myndir

Starfið heillaði frá fyrstu stundu

Ársæll Aðalbergsson fæddist 27. janúar 1962 í Keflavík og ólst þar upp. Hann fór í barnaskólann í Keflavík og síðan í gagnfræðaskólann og svo loks í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Meira

Íþróttir

27. janúar 2022 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

EM karla 2022 MILLIRIÐILL I, Búdapest: Svartfjallaland – Ísland...

EM karla 2022 MILLIRIÐILL I, Búdapest: Svartfjallaland – Ísland 24:34 Holland – Króatía 28:28 • Erlingur Richardsson þjálfar Holland Danmörk – Frakkland 29:30 Lokastaðan: Frakkland 5401148:1318 Danmörk 5401149:1238 Ísland... Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

England Chelsea – West Ham 2:0 • Dagný Brynjarsdóttir var...

England Chelsea – West Ham 2:0 • Dagný Brynjarsdóttir var ekki í hópnum hjá West Ham. *Efstu lið: Arsenal 26, Chelsea 25, Manchester United 24, Tottenham 21, Manchester City 20, Reading 19, West Ham 17. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Eyjakonur sóttu sigur í Mosfellsbæinn

ÍBV vann öruggan sigur á Aftureldingu, 34:26, þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöld. Eyjakonur komust í 6:1, Mosfellingar minnkuðu muninn í tvö mörk um tíma en ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 300 orð | 2 myndir

Frakkar hirtu efsta sætið

EM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Fyrstu mörk Þráins og Darra

Þráinn Orri Jónsson og Darri Aronsson, leikmenn Hauka, skoruðu báðir sín fyrstu mörk fyrir A-landslið Íslands í sigurleiknum gegn Svartfjallalandi. Þeir léku báðir sinn annan landsleik eftir að hafa komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Króatíu. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Gengi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Evrópumótinuí...

Gengi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Evrópumótinuí Ungverjalandi og Slóvakíu hefur verið lyginni líkast. Vissulega voru væntingarnar fyrir mótið miklar enda orðið ansi langt síðan að liðið var jafn vel mannað og það er í dag. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Jóhannes í stað Eiðs Smára

Jóhannes Karl Guðjónsson er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs Skagamanna í knattspyrnu og hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Hann tekur þar við af Eiði Smára Guðjohnsen sem hætti störfum fyrir áramótin. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Blue-höllin...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Blue-höllin: Keflavík – ÍR 19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna: Víkingsvöllur: Víkingur R. – KR 19 Eimskipsv.: Þróttur R. – Fylkir 19 Egilshöll: Fjölnir – Fram 19. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 75 orð

Marín samdi við Hellas Verona

Marín Rún Guðmundsdóttir knattspyrnukona úr Keflavík gekk í gær til liðs við ítalska A-deildarfélagið Hellas Verona og samdi við það til loka þessa keppnistímabils. Marín er 24 ára gömul og hefur leikið alla tíð með Keflvíkingum. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 654 orð | 2 myndir

Mjög nærri undanúrslitum

Í Búdapest Kristján Jónsson kris@mbl.is Þegar lokastaðan í milliriðli I á Evrópumeistaramóti karla í handknattleik í Búdapest er skoðuð mun fólk sjá að Danmörk og Frakkland fengu tveimur stigum meira en Ísland og komust í undanúrslit keppninnar. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Naumur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar náðu Fjölniskonum á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöld þegar þær sigruðu Grindvíkinga á útivelli, 71:67. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 44 orð | 1 mynd

Njarðvíkurkonur komust á toppinn

Njarðvíkurkonur komust í gærkvöld á toppinn í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik þegar þær sigruðu Grindvíkinga á útivelli í tvísýnum Suðurnesjaslag, 71:67. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Óvissa með Aron eftir tognun

Aron Pálmarsson kom aftur inn í íslenska landsliðið í handbolta þegar það mætti Svartfellingum í gær eftir að hafa verið í einangrun vegna kórónuveirusmits og misst af þremur leikjum. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Sigurganga í Sádi-Arabíu

Aron Kristjánsson er kominn með landslið Bareins í undanúrslit Asíumótsins í handknattleik karla og um leið hefur það tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu 2023 sem fer fram í Svíþjóð og Póllandi. Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Subway-deild kvenna Grindavík – Njarðvík 67:71 Keflavík &ndash...

Subway-deild kvenna Grindavík – Njarðvík 67:71 Keflavík – Haukar 72:80 Staðan: Njarðvík 13103873:81020 Fjölnir 131031099:98820 Valur 1284922:87016 Haukar 1064721:67312 Keflavík 1257930:91310 Grindavík 153121073:12216 Breiðablik... Meira
27. janúar 2022 | Íþróttir | 127 orð | 2 myndir

SVARTFJALLALAND – ÍSLAND 24:34

MVM-höllin Búdapest, milliriðill EM, miðvikudag 26. janúar 2022. Gangur leiksins : 0:3, 1:6, 4:8, 4:12, 7:12, 7:17, 8:17 , 10:18, 16:21, 17:25, 20:27, 21:30, 22:32, 24:34. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.