Greinar laugardaginn 2. júlí 2022

Fréttir

2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

„Stórt skref“ fyrir fiskeldi á svæðinu

Fyrsti fóðurpramminn fyrir laxeldi Háfells í Ísafjarðardjúpi kom til Ísafjarðar í gær. Dráttarskipið Bestea lagði af stað með prammann frá Tallinn í Eistlandi 17. júní en norska fyrirtækið Akvagroup smíðar prammann. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 474 orð | 2 myndir

„Við spilum fyrir friði í Úkraínu“

Helgi Bjarnason Helgi Snær Sigurðsson „Þetta er mjög mikilvægt, að úkraínskt tónlistarfólk leiki í Hörpu,“ segir Selvadore Rähni, skipuleggjandi styrktartónleika úraínsku kammersveitarinnar Kyiv Soloists í Hörpu, og vísar með því til... Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 729 orð | 2 myndir

Besta byrjun í manna minnum

Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta var besta opnun hér í manna minnum, alveg frábær,“ segir Þorsteinn Stefánsson, staðarhaldari við Stóru-Laxá, eftir að fyrsta holl hafði í gær lokið veiðum á því sem nú eru sameinuð neðri þrjú veiðisvæði árinnar en veiðin á því efsta, hinu tilkomumikla fjórða svæði, hófst fyrr og ekki síður vel, þar var 16 löxum landað á fyrstu tveimur dögunum. Meira
2. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Biðst afsökunar á minkamálinu

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í gær afsökunar á minkamálinu svonefnda, eftir að sérstök skýrslu um málið, sem kom út í fyrradag, bar fram harða gagnrýni á dönsku ríkisstjórnina og marga af hæst settu embættismönnum Danmerkur fyrir... Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Biskup úr turninum

Í skoðun er að starfsemi Biskupsstofu verði á næstunni flutt í annað húsnæði. Skrifstofurými í Grensáskirkju þykir þar koma vel til greina, betur en annað sem skoðað hefur verið. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Draga mun úr neyslu heimilanna

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hækkandi greiðslubyrði íbúðalána munu koma fram í minni einkaneyslu með haustinu. Það geti haft mikil áhrif á neyslumynstrið. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Málað Vel hefur viðrað til útiverka að undanförnu. Húsamálarar hafa a.m.k. getað fagnað blíðunni, og sumir farið úr að ofan í sólinni, eins og Andri Freyr Jónsson gerði við hús á... Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Eldur við hitaveitutankana

Eldur kom upp í gærkvöldi inni á milli hitaveitutankanna í Grafarholti í Reykjavík. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað í tækjabúnaði, sem hefur líklega verið notaður við viðgerð á tönkunum. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 680 orð | 3 myndir

Flutningurinn bætti fyrirtækið

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is „Flutningurinn hingað breytti öllu og gerði gott fyrirtæki enn betra,“ segir Haraldur Þór Stefánsson, framkvæmdastjóri Toyota í Kauptúni í Garðabæ, í samtali við Morgunblaðið. Í dag, 2. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Flytji sjálfir inn hveitið

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bakarar eru nú með í skoðun að hefja eigin innflutning á rekstrarvörum og hráefni, svo sem hveiti, til að bregðast við miklum verðhækkunum að undanförnu. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Gaf veglegt kortasafn sitt til Vestmannaeyja

Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum, sem nú stendur yfir, hófst á því að Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri afhenti Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fágætt safn landakorta Vestmannaeyjarbæ að gjöf. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Gagnrýnir ferlið við val á Ljósleiðaranum

Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í samtali við Morgunblaðið að gerðar hafi verið athugasemdir við ferli við val á fyrirtæki sem fékk afnot af tveimur af átta ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng Atlantshafsbandalagsins sem liggur hringinn í... Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Gengið samkvæmt bókinni

Lýsing á alls 272 gönguleiðum við flestra hæfi er að finna í Göngubók UMFÍ , en nýjasta útgáfa hennar kom nú í vikunni. Göngubókin hefur komið út í 20 ár eða síðan 2002. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Gunni og Felix stigu á svið

Líf og fjör er í blíðviðrinu á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem hófst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin fyrstu helgina í júlí ár hvert en þá er því fagnað að eldgosinu árið 1973 lauk um sumarið það ár. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 272 orð | 3 myndir

Heyr, himna smiður í Hollywood

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Íslenski sálmurinn Heyr himna smiður eftir tónskáldið Þorkel Sigurbjörnsson er leikinn undir atriði í lokaþætti þriðju seríu af þáttaröðinni 911 Lone star. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Hjörvar keppir með þeim bestu

Hálf öld var í gær liðin síðan einvígi aldarinnar fór fram sumarið 1972. Þá mættust Boris Spasskí og Bobby Fischer í skákeinvígi hér á landi. Guðmundur G. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

HM-draumur Íslands lifir eftir magnaðan sigur

Karlalandslið Íslands í körfuknattleik styrkti verulega stöðu sína í baráttunni um að komast í fyrsta skipti í lokakeppni heimsmeistaramótsins með því að sigra Hollendinga, 67:66, í sannkölluðum háspennuleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 950 orð | 3 myndir

Komu til að baka okkur brauð

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikil hækkun á verði hráefnis er ástæða þess að bakarar skoða nú að að stofna innkaupabandalag fyrirtækja í greininni. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Laun opinberra starfsmanna hækkuðu of mikið

Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Fjársýsla ríkisins mun leiðrétta ofgreidd laun 260 opinberra starfsmanna eftir að í ljós kom að laun þeirra voru miðuð við launavísitölu ríkisstarfsmanna en ekki viðmið samkvæmt lögum. Laun hafi því hækkað meira en þau áttu að gera. Nemur heildarupphæðin um 105 milljónum króna. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Leikmenn sem ekki geta greitt leitað til KKÍ

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Lögreglan semur um samstarf

Löggæsla verður styrkt á umdæmamörkum Suður- og Austurlands samkvæmt samningi sem fulltrúar lögreglu á þessu svæði undirrituðu nú í vikunni. Varðsvæði Suðurlandslögreglunnar nær í Hvalsnesskriður þar sem mörk Sveitarfélagsins Hornafjarðar eru í norðri. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 405 orð | 3 myndir

Makrílvinnsla hafin hjá Síldarvinnslunni

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vinnsla á makríl er hafin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Skipin þurfa að sækja í Smuguna en í gær höfðu tvö skip landað hjá Síldarvinnslunni, alls nærri tvö þúsund tonnum. Meira
2. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Mikið mannfall eftir eldflaugaárás

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að minnsta kosti 21 lést og að minnsta kosti 39 manns særðust þegar rússneskar eldflaugar lentu á fjölbýlishúsi og tómstundamiðstöð í bænum Serhívka í Ódessa-héraði í gærmorgun. Tólf ára drengur var á meðal þeirra sem féllu í árás Rússa. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 76 orð

Neitar að hafa hótað og kúgað mennina

Arnar Grant neitar því að hafa hótað eða kúgað nokkurn mann og svarar á þann hátt kæru sem þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson lögðu fram á hendur honum og Vítalíu Lazarevu, fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn... Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Nýja flugskýlið bókstaflega flýgur upp

Framkvæmdir við nýtt flugskýli Landhelgisgæslunnar (LHG) á Reykjavíkurflugvelli hafa gengið mjög vel. Húsið kemur frá verksmiðju Límtrés vírnets og verktakar hafa reist húsið á mettíma, að sögn Landhelgisgæslunnar. Fyrsta sperran var reist 9. júní . Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 514 orð | 2 myndir

Safngripur í skúrnum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bílar af öllum stærðum og gerðum hafa verið líf og yndi Gísla S. Eiríkssonar frá því hann var barn. „Bílar hafa alltaf fylgt mér, ég keypti fyrsta bíl minn með pabba sex mánuðum áður en ég fékk bílprófið 17 ára og síðan hef ég átt á þriðja hundrað bíla,“ segir hann. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Sammála niðurstöðu um lögbrot

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segist vera sammála úrskurði fjölmiðlanefndar um að Ríkisútvarpið ohf. hafi brotið gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á þáttunum Tónaflóði um landið, sem sýndir voru í sjónvarpinu sumrin 2020 og 2021. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Seinkanir áfram í innanlandsfluginu

Reikna má með að áfram næstu daga verði raskanir í innlandsflugi Icelandair. Þar er félagið að jafnaði með fjórar vélar í notkun, það er tvær Bombardier Q200 sem tekur 37 farþega og aðrar tvær Q400, 76 manna. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast á morgun, sunnudag. Fyrstu tónleikar með þessu nafni voru sumarið 1987 og hafa þeir því fest sig í sessi í menningarlífinu á Akureyri. Viðburðir verða alla sunnudaga í júlí en tónleikarnir hefjast alltaf kl. 17. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Útsýnispallur í smíðum á Litla-Saxhóli í Snæfellsþjóðgarði

Uppi á Litla-Saxhóli í Snæfellsþjóðgarði láta starfsmenn frá Fönix stálsmiðju látlausan ferðamannastrauminn upp á gíginn ekki trufla sig en þeir voru í vikunni að setja þar upp og sjóða saman útsýnispall úr korten-stáli. Meira
2. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Varði framgöngu Kínverja í Hong Kong

Xi Jinping, forseti Kína, lýsti því yfir í gær að kínversk stjórnvöld hefðu ávallt haft hagsmuni íbúa Hong Kong efst í huga, en hann flutti þá ræðu í tilefni af því að 25 ár voru liðin frá því að kínversk stjórnvöld tóku við valdataumunum í borginni úr... Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Vaxandi eftirlit við Ísland

„Mér vitanlega hefur engin niðurstaða komið sem gefur tilefni til að kalla eftir varanlegu herliði á Íslandi,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, en hann á sæti í þjóðaröryggisráði ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hann segir það mál alltaf vera til skoðunar í þjóðaröryggisráði, eins og fram hafi komið, en um það sé ekkert meira að segja á þessari stundu. „Þetta er auðvitað alltaf bara mat sem fer fram í samvinnu við okkar bandalagsþjóðir en í dag liggur ekkert fyrir um það.“ Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Þorskafli smábáta 37% meiri en í fyrra

Strandveiðarnar hafa gengið svo vel í sumar að nú er útlit fyrir að heildarkvótinn í þorski klárist eftir um það bil þrjár vikur, þegar mánuður og ein vika eru eftir af veiðitímabilinu. Meira
2. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 553 orð | 3 myndir

Þorskkvóti smábáta gæti klárast 25. júlí

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Strandveiðarnar hafa gengið vel í sumar. Svo vel að nú þegar veiðitímabilið er hálfnað er útlit fyrir að kvótinn sem ætlaður er í strandveiðarnar geti klárast um 25. Meira

Ritstjórnargreinar

2. júlí 2022 | Staksteinar | 207 orð | 1 mynd

Að nýta og njóta

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur, sem starfaði lengi við að breyta raforku í útflutningsvöru, eins og hann orðar það á blog.is, fjallar í nýjasta pistli sínum um „fjarstæðukenndan afturhaldsáróður“ þeirra sem hamast gegn virkjunum í landinu. Meira
2. júlí 2022 | Reykjavíkurbréf | 1841 orð | 1 mynd

Hagsmunir takast á og það gera tröllin líka

Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði G-7-fundinn í Þýskalandi síðari hluta júní. Það þurfti ekki að koma neinum á óvart, enda hefði það vakið bæði athygli og spurningar ef sá dagskrárliður hefði ekki þótt algjörlega ómissandi þar. Það var jú helst Úkraína sem beindi kastljósinu á fundinn og í kjölfarið á fund Atlantshafsbandalagsins og tryggði mikilvægi þeirra langt umfram það sem segja má um reglubundna atburði samkvæmt almanakinu. Meira
2. júlí 2022 | Leiðarar | 859 orð

Hættulegri heimur

Friðurinn verður áfram best tryggður með öflugu Atlantshafsbandalagi Meira

Menning

2. júlí 2022 | Bókmenntir | 768 orð | 3 myndir

Að hitta naglann á höfuðið

Eftir Hjálmar Freysteinsson. Úrval. Ritstjórar: Höskuldur Þráinsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Innbundin, 241 bls. og að auki nótur við tvö lög og Tabula memoralis. Bókaútgáfan Hólar, 2021 Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 524 orð | 4 myndir

Algjör (dauða)þögn er best

Ásgeir Trausti fagnar tíu ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn, verkinu sem hrundi ferli hans af stað, með endurútgáfu og hljómleikum. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 99 orð | 1 mynd

Grieg, Schubert og íslensk sönglög

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari munu kl. 16 á morgun, sunnudag, flytja íslensk sönglög og lög eftir Edvard Grieg og Franz Schubert í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 58 orð | 1 mynd

Hátíðni, hátíð Post-dreifingar, haldin í fjórða sinn á Borðeyri

Tónlistarhátíðin Hátíðni verður haldin á Borðeyri um helgina en hún hófst í gær. Er hún á vegum tónlistarsamlagsins Post-dreifingar og er nú haldin fjórða sinni. Fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita kemur fram á Hátíðni, m.a. Meira
2. júlí 2022 | Myndlist | 731 orð | 1 mynd

Hjartsláttur jarðar áþreifanlegur

Jóna Gréta Hilmarsdóttir jonagreta@mbl.is „Hugmyndin fór af stað sem tilfærsla á Húnaflóanum í rauntímanum yfir í hugleiðingar um raunveruleika flóttafólks,“ segir Finnbogi Pétursson myndlistarmaður um sýningu sína sem opnuð verður á morgun í Hillebrandshúsinu í gamla bænum á Blönduósi. Þar sýnir Finnbogi eitt verk sem hefur fengið nafni Flói. Finnbogi er þessa dagana staddur hjá gömlu fjárhúsunum á Kleifum við Blönduós sem Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar Arnarson reka. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 118 orð | 2 myndir

Katrín og Hjörtur á Gljúfrasteini

Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og píanóleikarinn Hjörtur Ingvi Jóhannsson koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16 og munu koma víða við, flytja íslensk og erlend lög sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá báðum. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Leiðarljós á Sönghátíð í Hafnarborg

Næstsíðustu tónleikar Sönghátíðar í Hafnarborg bera yfirskriftina Leiðarljós – íslensk einsöngslög og fara fram í dag, 2. júlí, kl. 17. Meira
2. júlí 2022 | Fjölmiðlar | 214 orð | 1 mynd

Maður myndi óska þess að vera kind

„Maður myndi óska þess að vera kind og fá að vera á fjalli í rólegheitum,“ sagði Sigurður Einar Þorkelsson, ungur smali í Eyjafirði, í fréttum RÚV í vikunni. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Með vængjaþyt og söng í kirkjunni

Næstu tónleikar tónlistarhátíðarinnar Engla og manna í Strandarkirkju fara fram á morgun, sunnudag, kl. 14. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Orgelsumar hefst í Hallgrímskirkju

Orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst á morgun, 3. júlí, og lýkur 21. ágúst. Fjórtán íslenskir og erlendir organistar munu leika á Klais-orgel Hallgrímskirkju á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 77 orð | 1 mynd

Rebekka og tríó á Jómfrúnni

Fimmtu tónleikar sumarsins í sumardjasstónleikaröð Jómfrúarinnar við Lækjargötu í Reykjavík fara fram í dag, laugardaginn 2. júlí. Á þeim kemur fram djasssöngkonan Rebekka Blöndal með ásamt tríói. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 102 orð | 1 mynd

R. Kelly hlaut 30 ára fangelsisdóm

Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly hlaut í vikunni 30 ára fangelsisdóm samkvæmt úrskurði alríkisdómstóls. Kelly hlýddi þögull á fórnarlömb sín, ungar konur, fyrir rétti þar sem þær lýstu því hvernig hann hefði brotið á þeim. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 186 orð | 1 mynd

Rusl Fest lýkur með Buxum á morgun

Rusl Fest er vikulöng lista- og hönnunarhátíð sem lýkur núna um helgina, skv. fréttatilkynningu. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 126 orð | 1 mynd

Seinni hluti tvískiptrar plötu gefinn út

Tónlistarkonan Sjana Rut hefur nú gefið út seinni hluta tvískiptrar hljómplötu sinnar, Broken/Unbreakable , en sú fyrri kom út í janúar og sagði Sjana frá henni í viðtali hér í Morgunblaðinu. Meira
2. júlí 2022 | Myndlist | 210 orð | 1 mynd

Smáatriði fái að njóta sín

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir opnar í dag, laugardag, kl. 17 sýninguna Andrá línunnar/Breathing lines í Gallery Porti við Laugaveg. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 173 orð | 1 mynd

Sumartónleikar á ný

Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hefja nú göngu sína á ný eftir tveggja ára hlé en slíkir tónleikar hafa verið haldnir allt frá árinu 1989. Að vanda verður röðin fjölbreytt hvað varðar tónlist og flytjendur. Meira
2. júlí 2022 | Tónlist | 124 orð | 1 mynd

Tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna

Tónlistarhátíðin Allt í blóma verður haldin í Hveragerði nú um helgina og boðið upp á tónlist af ýmsu tagi. Er hátíðin sögð fyrir alla fjölskylduna og fer hún fram í Lystigarðinum í bænum. Í dag verður boðið upp á barnahátíð kl. 13 og kl. Meira
2. júlí 2022 | Myndlist | 121 orð | 1 mynd

Vangaveltur um leiðangursvinnu

Sýning á verkum Luciu Arbery Simek verður opnuð kl. 16 í dag, laugardag, í galleríinu Úthverfu á Ísafirði. Ber hún titilinn Ambergris Corral og á henni heldur Simek áfram vangaveltum sínum um leiðangursvinnu, þ.e. Meira

Umræðan

2. júlí 2022 | Pistlar | 402 orð | 1 mynd

400 milljónir eitthvert og af því bara

Á hverju ári fer fjöldi Íslendinga í aðgerðir erlendis eftir óviðunandi bið á heilbrigðisstofnunum hér heima. Þetta er fáránlegur veruleiki en nú er að koma í ljós hvað hann kostar okkur. Meira
2. júlí 2022 | Pistlar | 246 orð

Afstaða Íslendinga 1848

Einveldinu danska lauk snögglega vorið 1848, og boðaði konungur til stjórnlagaþings þá um haustið í Kaupmannahöfn. Meira
2. júlí 2022 | Pistlar | 505 orð | 2 myndir

„Þú ert Grettir ...“

Grettir er sá fornkappi sem okkur er kærastur. Stórskáldin hafa ort um hann ódauðleg ljóð og lagt út af sögu hans. Og þessa stöku kvað Stephan G. Meira
2. júlí 2022 | Aðsent efni | 219 orð | 1 mynd

Björg Jónsdóttir

Björg Jónsdóttir fæddist 2. júlí 1896 á Stóra-Sandfelli í Skriðdal. Hún var dóttir Jóns Runólfssonar smiðs og Kristbjargar Kristjánsdóttur húsmóður á Litla-Sandfelli. Björg var nefnd eftir eldri systur sinni sem lést aðeins ársgömul. Meira
2. júlí 2022 | Pistlar | 801 orð | 1 mynd

Grunnstefna um öryggi Íslands

Í grunnstefnu NATO er áréttað að innrásin í Úkraínu hefur áhrif á öryggi okkar hér á Norður-Atlantshafi eins og hvarvetna annars staðar þegar litið er til öryggismála í Evrópu. Meira
2. júlí 2022 | Aðsent efni | 485 orð | 1 mynd

Refskák og rússíbani

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Ég er þess fullviss að fegurstu draumar, dýrmætustu stundir og ljúfustu þrár séu aðeins sem forréttur að þeirri veislu sem lífið raunverulega er." Meira
2. júlí 2022 | Aðsent efni | 1291 orð | 1 mynd

Vandasöm sigling

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur: "Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna." Meira

Minningargreinar

2. júlí 2022 | Minningargreinar | 490 orð | 1 mynd

Arnljótur Einarsson

Arnljótur Einarsson fæddist í Vestmannaeyjum 16. maí 1941. Hann lést 30. apríl 2022. Hann var sonur hjónanna Laufeyjar Guðjónsdóttur, kennara og húsmóður, og Einars Arnar Björnssonar, bónda í Mýnesi í Eiðaþinghá. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2022 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

Hlöðver Örn Ólason

Hlöðver Örn Ólason fæddist 20. desember 1949. Hann lést 18. júní 2022. Útför Hlöðvers fór fram 30. júní 2022. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2022 | Minningargreinar | 1546 orð | 1 mynd

Ingvi Þór Guðjónsson

Ingvi Þór Guðjónsson fæddist á Akureyri 28. nóvember 1939. Ingvi Þór lést á HSN Blönduósi 9. júní 2022. Ingvi var sonur Kristjönu Jakobínu Jakobsdóttur, f. 1917, d. 1997, og Guðjóns Vigfússonar, f. 1902, d. 1996. Ingvi Þór átti átta systkini. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2022 | Minningargreinar | 2779 orð | 1 mynd

Kristbjörg María Helgadóttir

Kristbjörg María Helgadóttir fæddist 25. mars 1949 í Gerði, Eskifirði. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 19. júní 2022. Kristbjörg eða Lilla eins og hún var alltaf kölluð var dóttir Helga Pálssonar, f. 26. júní 1897, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2022 | Minningargreinar | 1214 orð | 1 mynd

Vagna Sólveig Vagnsdóttir

Vagna Sólveig Vagnsdóttir fæddist á Ósi í Arnarfirði 22. september 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafirði 20. júní 2022. Foreldrar hennar voru Vagn Þorleifsson, f. 23. ágúst 1898, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2022 | Minningargreinar | 850 orð | 1 mynd

Þorsteinn Norðfjörð Lindbergsson

Þorsteinn Norðfjörð Lindbergsson fæddist í Neskaupstað 2. júlí 1968. Hann lést á Spáni 30. janúar 2022. Þorsteinn var sonur Lindbergs Norðfjörð Þorsteinssonar, f. 15. ágúst 1936, og Kömmu Andrésdóttur, f. 19. október 1936, d. 18. desember 2019. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. júlí 2022 | Viðskiptafréttir | 146 orð | 1 mynd

19,6 m.kr. greiddust upp í kröfur

Skiptafundur þrotabús bakarískeðjunnar Hjá Jóa Fel-brauð/kökulist ehf. fór fram í vikunni en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í september 2020. Meira
2. júlí 2022 | Viðskiptafréttir | 547 orð | 2 myndir

Ljósleiðarinn sá eini sem passaði

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og greint var frá á mbl. Meira

Daglegt líf

2. júlí 2022 | Daglegt líf | 1288 orð | 3 myndir

Tinni er alltaf að leysa ráðgátur

Óskar Guðmundsson segir ekki ólíklegt að lestur hans á Tinnabókum í bernsku hafi orðið til þess að hann fullorðinn maður fór að skrifa glæpasögur. Nú hefur hann tekið sér skáldaleyfi í myndlistinni og sett Tinna í ýmsar aðstæður á Íslandi, t.d. Meira

Fastir þættir

2. júlí 2022 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. c5 Be7 7. Rf3 b6...

1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. c5 Be7 7. Rf3 b6 8. b4 0-0 9. Bd3 a5 10. Ra4 Rbd7 11. a3 axb4 12. axb4 bxc5 13. bxc5 e5 14. Rxe5 Rxe5 15. dxe5 Re4 16. 0-0 Rxc5 17. Bc2 d4 18. Bb2 Ba6 19. He1 d3 20. Rxc5 Bxc5 21. Bb3 Db6 22. Meira
2. júlí 2022 | Í dag | 266 orð

Bunulækur blár og tær

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Hraðferð niður brattan bakka. Bull, sem vellur upp úr krakka. Klunnafót svo kalla megum. Kranavatnsins boga teygum. Eysteinn Pétursson á þessa lausn: Salíbunan ber mig niður. Buna úr munni oft er kliður. Meira
2. júlí 2022 | Í dag | 713 orð | 4 myndir

Femínisti áður en hún vissi að orðið væri til

Olga Björt Þórðardóttir og tvíburabróðir hennar fæddust á fæðingardeild Landspítalans þann 2. júlí 1972. Þau bjuggu fyrst um sinn í Breiðholti og stöldruðu við í Kópavogi áður en fjölskyldan fluttist til Ytri-Njarðvíkur árið 1975. Meira
2. júlí 2022 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

Ísabella Líf Baldvinsdóttir og Kormákur Brímir Snæbjörnsson héldu...

Ísabella Líf Baldvinsdóttir og Kormákur Brímir Snæbjörnsson héldu tombólu við Nettó á Akureyri til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 7.762 krónur. Meira
2. júlí 2022 | Fastir þættir | 552 orð | 4 myndir

Íslendingar urðu í 4. sæti á HM öldungasveita

Englendingar unnu öruggan sigur HM öldungasveita, 50 ára og eldri, sem lauk í Acqui Terme á Ítalíu á miðvikudaginn. Meira
2. júlí 2022 | Fastir þættir | 170 orð

Lítil bót. S-Enginn Norður &spade;K6 &heart;93 ⋄DG1072 &klubs;ÁDG9...

Lítil bót. S-Enginn Norður &spade;K6 &heart;93 ⋄DG1072 &klubs;ÁDG9 Vestur Austur &spade;D10952 &spade;G4 &heart;ÁD86 &heart;G1075 ⋄-- ⋄K86543 &klubs;K832 &klubs;10 Suður &spade;Á873 &heart;K42 ⋄Á9 &klubs;7654 Suður spilar 3G dobluð. Meira
2. júlí 2022 | Í dag | 55 orð

Málið

Íslenskuna vantar ekki orð um það þegar fólk verður ósammála og fer að rífast. Þá má meðal annars segja: þeim varð sundurorða . (Skemmtilegt orð sundurorða , eitt af þeim sem maður freistast til að smjatta á. Meira
2. júlí 2022 | Í dag | 802 orð | 1 mynd

Messur

ARNARBÆLI Í ÖLFUSI | Útiguðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kirkjukaffi í boði Kotstrandarsóknar og kirkjukórsins. Meira
2. júlí 2022 | Í dag | 46 orð | 1 mynd

RÚV kl. 20.15 Goðsögnin Péle

Kvikmynd um brasilísku knattspyrnustjörnuna Pelé. Pelé fór frá því að alast upp í fátækrahverfum Sao Paulo yfir í að leiða brasilíska landsliðið til sigurs í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, aðeins 17 ára gamall. Meira
2. júlí 2022 | Í dag | 127 orð | 1 mynd

Stjórnin með sveitaball ársins í Búðardal

Hljómsveitin Stjórnin ætti að vera öllum landsmönnum kunn. Sveitin hefur verið starfrækt í tæp 35 ár en með einhverjum undraverðum hætti er hún alltaf gædd jafn miklum ferskleika. Meira

Íþróttir

2. júlí 2022 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

Áfram allt í járnum í Lengjudeildinni

Ekkert lið virðist ætla að stinga af í toppbaráttu 1. deildar karla í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar. Í gærkvöldi lauk 9. umferð deildarinnar og þar héldu liðin áfram að reyta stig hvert af öðru. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Besta deild karla KR – Víkingur R 0:3 Staðan: Breiðablik...

Besta deild karla KR – Víkingur R 0:3 Staðan: Breiðablik 11100135:1230 Víkingur R. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Góður heimavöllur er gulls ígildi í íþróttum og á meðan beðið hefur...

Góður heimavöllur er gulls ígildi í íþróttum og á meðan beðið hefur verið eftir alvöru þjóðarhöll hér á landi, og Laugardalshöllin er enn í lamasessi, hefur körfuboltalandslið karla eignast sína „gryfju“ til bráðabirgða fyrir sína... Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 737 orð | 3 myndir

HM er ekki lengur bara fjarlægur draumur

Á Ásvöllum Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þeir eru ótrúlegir, íslensku landsliðsmennirnir í körfubolta. Hvernig þeim tókst að herja út sigur á Hollendingum á Ásvöllum í gærkvöld, 67:66, eftir að hafa verið undir meirihluta leiksins er nánast óskiljanlegt. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Jokic verður launað ríkulega

Serbneski körfuknattleiksmaðurinn Nikola Jokic mun skrifa undir stærsta samning í sögu NBA-deildarinnar hjá félagi sínu Denver Nuggets. Samningurinn, sem er til fimm ára, er að andvirði 264 milljónum dollara og verður í gildi frá 2023 til 2028. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik...

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik L16 Keflavík: Keflavík – Fram S19.15 2. deild karla: Ólafsvík: Víkingur Ó. – KFA L13 Egilsstaðir: Höttur/Hug. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 75 orð

KR – VÍKINGUR R. 0:3 0:1 Nikolaj Hansen 31. 0:2 Pablo Punyed 64...

KR – VÍKINGUR R. 0:3 0:1 Nikolaj Hansen 31. 0:2 Pablo Punyed 64. 0:3 Halldór Smári Sigurðsson 82. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Newcastle fær sterkan miðvörð

Enska knattspyrnufélagið Newcastle United staðfesti í gær kaup á hollenska miðverðinum Sven Botman. Botman kemur frá franska félaginu Lille, þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Skrifaði hann undir fimm ára samning. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Norðurlandamótið í Versölum um helgina

Norðurlandamótið í áhaldafimleikum í flokkum fullorðinna og unglinga fer fram í Versölum, húsi Gerplu í Kópavogi, í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 9.30 í dag og lýkur um kl. 16 á morgun með verðlaunaafhendingu. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Salah framlengdi til 2025

Egyptinn Mohamed Salah, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til sumarsins 2025. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Tottenham keypti Brassann

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur staðfesti í gær að liðið væri búið að festa kaup á brasilíska landsliðsmanninum Richarlison. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 95 orð | 1 mynd

Undankeppni HM karla H-riðill: Ísland – Holland 67:66 Staðan...

Undankeppni HM karla H-riðill: Ísland – Holland 67:66 Staðan: Ísland 431340:3436 Ítalía 321275:2674 Holland 303216:2210 Rússlandi var vísað úr keppni. *Holland og Ítalía leika lokaleik riðilsins á mánudag. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

Undankeppni HM karla Norður- og Mið-Ameríka, úrslit: Bandaríkin &ndash...

Undankeppni HM karla Norður- og Mið-Ameríka, úrslit: Bandaríkin – Grænland 33:26 *Bandaríkin leika á HM 2023. Meira
2. júlí 2022 | Íþróttir | 261 orð | 2 myndir

Öruggt hjá Víkingi gegn KR

Besta deildin Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslandsmeisturum Víkings úr Reykjavík hefur gengið frábærlega að undanförnu og hélt gott gengið áfram þegar liðið heimsótti KR á Meistaravelli í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Meira

Sunnudagsblað

2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 383 orð | 5 myndir

Ahlmann tókst vel upp

Bækur hafa fylgt mér alla tíð. Hvort sem það var hjá foreldrum mínum eða ömmum og öfum var alltaf eitthvað áhugavert í hillunum. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 472 orð | 2 myndir

Á leið í steininn 101 árs gamall

Þótt sjötíu og sjö ár séu síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk er enn hægt að finna fólk á lífi sem var komið á fullorðinsaldur á þeim tíma og kom nærri sögulegum atburðum með einhverjum hætti. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Ásta Dagmar Jónsdóttir Já að sjálfsögðu. Áfram Ísland...

Ásta Dagmar Jónsdóttir Já að sjálfsögðu. Áfram... Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 107 orð | 1 mynd

Baðaði sig í kráarljóma

Óvænt Chris Martin, söngvari ofursveitarinnar Coldplay, er maður kumpánlegur að upplagi. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 391 orð | 1 mynd

Baktería sem rokið feykir ekki í burtu

Ég fór að velta því fyrir mér hvort ríkt sé í okkur Íslendingum að freista þess að láta að okkur kveða frekar en að bíða eftir því að útlendingar komi og uppgötvi okkur. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 286 orð | 1 mynd

Bara stór kettlingur LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ - 22. ÁGÚST

Elsku Ljónið mitt, þú ert að fara inn í tíma sem þú hefðir vart trúað að myndi koma til þín. Júlí, ágúst og september eru leiðandi mánuðir fyrir framtíð þína. Þú átt eftir að nálgast tilveruna með samúð, manngæsku og ást. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 854 orð | 2 myndir

Bílastæðasjóður, RÚV og ÁTVR brotleg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti skoðun sinni á Twitter eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi í máli Roe gegn Wade. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 312 orð | 1 mynd

Eins og reiðin gufi upp SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER - 21. NÓVEMBER

Elsku Sporðdrekinn minn, þessi mánuður sem þú ert að fara inn í gefur þér það að þú átt eftir að sættast eða að leita sátta við þá sem hafa verið í kringum þig, hvort sem þeir eiga það skilið eður ei. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 200 orð | 1 mynd

Fagna Endanlegri hamingju

Helgi og Hljóðfæraleikararnir fagna endurútgáfu Endanlegrar hamingju á vínil með tónleikum á Verkstæðinu á Akureyri á föstudaginn kemur. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 317 orð | 1 mynd

Félagslyndur einfari KRABBINN | 21. JÚNÍ - 22. JÚLÍ

Elsku Krabbinn minn, þú ert yfirleitt svo félagslyndur, hress og geislandi. En þú átt tímabil þar sem þú verður þögull og næstum því fráhrindandi og maður skilur hvorki upp né niður í því sem þú ert að hugsa. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 76 orð | 1 mynd

Fóru fánavillt í Austurríki

Fánar Okkar mönnum í Kiss varð heldur betur á í messunni við lok tónleika sinna í Vínarborg á dögunum, þegar glyströllin kvöddu gesti með ástralska fánanum. Vínarborg mun vera í Austurríki en ekki Ástralíu. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 283 orð | 1 mynd

Hér eru allir svo hjálpsamir

Hver er bakgrunnur þinn í tónlist? Ég er sellóleikari frá Úkraínu og tók gráðu í Donetsk og meistaragráðu frá Dnipro Academy of Music árið 2013. Ég hef spilað mest með Dnieper-sinfóníuhljómsveitinni en hef einnig kennt hljóðfæraleik í Dnipro. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 112 orð | 1 mynd

Hrasaði niður tröppur

Óheppni Það vakti athygli þegar Leikvangatúr glysbandanna Poison, Def Leppard, Joan Jett & the Blackhearts og Mötley Crüe hófst loksins eftir langa bið um miðjan nýliðinn mánuð að Tommy Lee, trymbill síðastnefnda bandsins, gat ekki tekið fullan þátt... Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 304 orð | 1 mynd

Hugurinn á 360 km hraða VATNSBERINN | 20. JANÚAR - 18. FEBRÚAR

Elsku Vatnsberinn minn, þú ert svo tilfinningaríkur og með svo marga kosti að það er eins og þú sért tengdur við rafmagn. Þú ert búinn að ofhugsa allt of mikið. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 56 orð | 1 mynd

Hver er kaldur jökullinn?

„Efst á Arnarvatnshæðum / oft hef ég fáki beitt,“ yrkir Jónas Hallgrímsson í frægu ljóði. Yrkir þar líka um Réttarvatn, sem er eitt hinna óteljandi vatna á Arnarvatnsheiði. Frá vatninu sést vel til stakstæðs jökuls, sem á hæstu bungu er 1. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 163 orð | 1 mynd

Hvor er með Toni?

„Hvor tvíburinn er með Toni og hvor er með dýra hárliðun?“ spurði Hekla hf. sumarið 1952 og gerðist áleitin við lesendur Morgunblaðsins. Með fylgdi ljósmyndin hér til hliðar. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 333 orð | 12 myndir

Jarðlitir og föt í stíl

Sunna Mjöll Sigurðardóttir, markaðsstjóri Bestseller á Íslandi, er nýkomin heim frá Lissabon í Portúgal þar sem Vila sýndi haust- og vetrarlínuna fyrir næsta vetur. Jarðlitir og föt í stíl voru ráðandi. Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 2 orð | 3 myndir

JóiPé tónlistarmaður...

JóiPé... Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 363 orð | 1 mynd

Júpiter er þín pláneta BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER - 21. DESEMBER

Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert svo stórkostlegur en samt svo óvenjuleg týpa. Júpiter er þín pláneta sem færir þér mikla lukku og heppni, svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 3. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 1063 orð | 2 myndir

Lakkrís og graflax í sushi á Húsavík

Ísland mætir Japan, í gegnum Pólland af öllum stöðum, á veitingastaðnum Hlöðufelli sem opnaður var á Húsavík í byrjun sumars. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Laufey Elísa Hlynsdóttir Auðvitað fylgist ég með. Áfram stelpurnar...

Laufey Elísa Hlynsdóttir Auðvitað fylgist ég með. Áfram stelpurnar... Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 1095 orð | 3 myndir

Leikurinn sem Lennon gerði ódauðlegan

Úrslitaleikurinn um enska bikarinn 1952 milli Newcastle United og Arsenal var um margt merkilegur og skaut óvænt upp kollinum á plötuumslagi eins frægasta tónlistarmanns sögunnar 22 árum síðar, þar sem hann birti eigin teikningu af sigurmarkinu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 14 orð | 1 mynd

Marzena Cwalina Já. Sonur minn er í fótbolta og vill að við horfum...

Marzena Cwalina Já. Sonur minn er í fótbolta og vill að við horfum... Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 330 orð | 1 mynd

Mikið hugrekki tengt þér FISKARNIR | 19. FEBRÚAR - 20. MARS

Elsku Fiskurinn minn, það hefur verið mikill rússíbani í kringum þig hjartað mitt og jafnmikið fjör og hræðsla eins og um alvörurússíbana væri að ræða. Tími gleði og hamingju er þó miklu meiri en tími erfiðleika og vonleysis. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 133 orð | 1 mynd

Mikilvægt að læra af því sem er að gerast ytra

Þórarinn Hjartarson heldur úti einum vinsælasta hlaðvarpsþættinum á Íslandi í dag sem nefnist Ein pæling . Þann vettvang nýtir hann til að ræða við bæði sérfræðinga og venjulegt fólk um stöðu samfélagsmála innanlands sem utan á hispurlausan hátt. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 18 orð | 1 mynd

Ólöf Margrét Marvinsdóttir Ég ætla að horfa á alla leikina í partítjaldi...

Ólöf Margrét Marvinsdóttir Ég ætla að horfa á alla leikina í partítjaldi og bjóða vinkonum mínum úr... Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Robbie komin á stjá sem Barbie

Barbíó Tökur á nýrri kvikmynd um frægustu brúðu allra tíma, Barbie, standa nú yfir og árvökulir „papparassar“ náðu myndum af aðalleikurunum, Margot Robbie og Ryan Gosling, á hjólaskautum á Venice-ströndinni í Los Angeles í vikunni. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 313 orð | 1 mynd

Smá öfundssýki á reiki HRÚTURINN | 21. MARS - 19. APRÍL

Elsku Hrúturinn minn, þú hefur lifað einstöku lífi og lent í sögulegum ævintýrum sem hafa breytt lífsstefnu þinni. Vinum þínum þykir stundum ótrúlegt hvað þú getur verið heppinn og það er smá öfundssýki á reiki í kringum þig. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 332 orð | 1 mynd

Svo sterk hugboð MEYJAN | 23. ÁGÚST - 22. SEPTEMBER

Elsku Meyjan mín, tíminn á eftir að fljúga hratt næsta mánuð og þú átt eftir að grípa hvert andartak til þess að hressa þig við. Þú verður í sterkri tengingu við alheiminn og átt eftir að fá svo sterk hugboð. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 621 orð | 2 myndir

Tímarnir breytast og mennirnir með, eða ...

Annað dæmi um kerfisbreytta hugsun sem lætt er inn, sem þó ekki er hagsmunatengd á sama veg og markaðsvæðing náttúruverndar, er menningin og íslensk tunga. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 316 orð | 1 mynd

Traustur fram úr hófi NAUTIÐ | 20. APRÍL - 20. MAÍ

Elsku Nautið mitt, þú ert svo glitrandi og góð manneskja. Þú hefur ástríðu fyrir því að senda öðrum hlýju, enda er ástarplánetan Venus þín. Einn dagur á Venus er eins og um það bil 250 dagar á jörðinni. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 331 orð | 1 mynd

Tungl Steingeitarinnar STEINGEITIN | 22. DESEMBER - 19. JANÚAR

Elsku Steingeitin mín, það hefur verið allavega spenna í kringum þig og orð sem tengist orðinu spenna er kvíði. Það er svo magnað hvað maður getur kviðið fyrir einhverju sem á eftir að gerast, en alltaf hefur þetta bjargast hjá þér einhvern veginn. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 380 orð | 1 mynd

Töluverð lofthæð TVÍBURINN | 21. MAÍ - 20. JÚNÍ

Elsku hjartans Tvíburinn minn, þú þarft að hafa ljós og mikið rými, helst töluverða lofthæð því þá líður þér best. Það eru miklar breytingar búnar að vera hjá þér og miklar breytingar eru framundan. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 1766 orð | 7 myndir

Var látið liggja í láginni

Líklega kannast flestir Íslendingar við Surtseyjargosið árið 1963 og vita eitthvað um það merkilega sjónarspil þegar eyjan reis úr sæ. Snýr þá þekkingin að jarðfræðinni sjálfri. Kristján Jónsson kris@mbl.is Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 30 orð

Yana Prykhodko leikur á tónleikum í Norræna húsinu 3. júlí. Norræna...

Yana Prykhodko leikur á tónleikum í Norræna húsinu 3. júlí. Norræna húsið stendur fyrir tónleikum utan dyra á sunnudögum í sumar þar sem aðgangur er ókeypis en tónleikaröðin kallast... Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 2729 orð | 5 myndir

Það er svo fallegt að vera dóttir

Flautað verður til leiks á EM kvenna í knattspyrnu á Englandi á miðvikudaginn og stelpurnar okkar hefja leik á sunnudaginn. Álitsgjafar Sunnudagsblaðsins eru bjartsýnir fyrir hönd liðsins sem hafi alla burði til að standa sig vel á mótinu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 317 orð | 1 mynd

Þá birtist ofurkraftur VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER

Elsku Vogin mín, það er sérstök verndarhönd yfir þér. Alveg sama hvaða aðstæður verða, þá bjargast allt á síðustu stundu. Meira
2. júlí 2022 | Sunnudagsblað | 1015 orð | 3 myndir

Þolið þér storma, frú Norma?

Marilyn Monroe er mönnum enn yrkisefni, 60 árum eftir andlátið. Í væntanlegri kvikmynd, Blonde, sækir leikstjórinn Andrew Dominik þó meira í ræturnar, alþýðustúlkuna Normu Jeane Mortensen. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.