Greinar fimmtudaginn 7. júlí 2022

Fréttir

7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 87 orð

153 atvinnuleyfi ekki í nýtingu

527 af 680 atvinnuleyfum leigubifreiða eru í nýtingu á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og eru því 153 leyfi sem ekki eru í nýtingu. Þetta segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Alltaf með fiðring í maganum

„Fyrir alla leiki er ég með fiðring í maganum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 15 orð | 1 mynd

Arnþór

Hugsi Ferðamaður við Hörpu velti því eflaust fyrir sér hvernig væri best að mynda... Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 356 orð | 3 myndir

„Eitthvað í áttina að því sem var“

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Ferðamannasumarið hefur farið vel af stað fyrir rekstraraðila við Jökulsárlón. „Þetta er eitthvað í áttina á því sem var fyrir tíma Covid,“ segir Ágúst Elvarsson, rekstrarstjóri Glacier Lagoon. Meira
7. júlí 2022 | Innlent - greinar | 413 orð | 3 myndir

„Þetta fyrsta ár er búið að vera algert ævintýri“

Ísland vaknar og Helgarútgáfan halda áfram að ferðast um landið og munu heiðra sveitarfélagið Árborg með nærveru sinni um næstu helgi. Það er aldrei lognmolla í kringum mannlífið í Árborg en þar er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 369 orð | 4 myndir

Blendnar tilfinningar þjálfarans

Dætur Íslands Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Í lokaþættinum af Dætrum Íslands heimsækjum við meðal annars landsliðsþjálfarann sjálfan, Þorstein Halldórsson. Meira
7. júlí 2022 | Innlent - greinar | 144 orð | 3 myndir

Doppótt er mynstur sumarsins hjá Katrínu

Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist bláum kjól með hvítum doppum þegar hún lét sjá sig á Wimbledon-mótinu sem haldið er í Bretlandi um þessar mundir. Hertogaynjan hefur ætíð verið hrifin af doppóttum kjólum og er þetta ekki fyrsti doppótti kjóllinn sem hún klæðist í sumar. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Eftirrétturinn sem hittir í mark

Hér erum við með eftirrétt sem allir grillarar ættu að prófa. Hér blandast saman epli, kanill, smjör, hunang, sykur og karamellusósa sem er síðan toppað með hnetukurli og vanilluís. Hljómar hreint ótrúlega og bragðast enn betur. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 328 orð

Elkem lagði íslenska ríkið

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu járnblendiverksmiðjunnar Elkem um að fella úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra frá 9. júlí 2020 þar sem ríkisskattstjóri ákvað að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum um u.þ.b. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 91 orð

Endurskoða húsaleigulög

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað tvo starfshópa tileinkaða húsnæðismálum. Annars vegar starfshóp um húsnæðisstuðning og hins vegar starfshóp um endurskoðun húsaleigulaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Evrópumótið hófst með enskum sigri á Old Trafford

Englendingar hófu Evrópumót kvenna í knattspyrnu á sínum heimavelli með því að sigra Austurríki, 1:0, í upphafsleik mótsins á Old Trafford í Manchester. Beth Mead skoraði sigurmarkið snemma leiks. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 268 orð | 2 myndir

Fjöldi látinna fór úr 153 í 179

Guðrún Sigríður Arnalds Gunnhildur Sif Oddsdóttir Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa 179 andlát verið skráð á vef almannavarna, covid.is. Fyrir viku voru andlátin sögð 153. Fjölgunin er því töluverð á milli vikna. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 569 orð | 2 myndir

Galið smábátakerfi eða breyting til bóta?

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útgerðarmönnum smábáta á Norðaustur- og Austurlandi líst vel á áform matvælaráðherra um að taka aftur upp svæðisbundna kvóta á strandveiðum. Það má ráða af orðum útgerðarmanns á Raufarhöfn sem rætt var við. Aftur á móti eru margir smábátasjómenn óánægðir með fyrirhugaða breytingu og vilja að vandamálið verði leyst með því að auka kvótann svo allir fái að róa 48 daga yfir sumarið. Það segir útgerðarmaður í Grundarfirði. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 592 orð | 2 myndir

Gömul bátahefð við Breiðafjörð

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bátadagar á Breiðafirði verða haldnir laugardaginn 9. júlí, ef veður leyfir. Það er Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum sem gengst fyrir bátahátíðinni, nú í fimmtánda sinn. Meira
7. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 79 orð

Hafa fundið lausn á Svalbarðadeilu

Utanríkisráðuneyti Noregs tilkynnti í gær að lausn væri fundin til að heimila flutning á vörum frá Rússlandi til Svalbarða. Vörurnar höfðu ekki komist til landsins vegna viðskiptaþvingana, en margir Rússar búa á Svalbarða og stunda þar námuvinnslu. Meira
7. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 588 orð | 1 mynd

Hart sótt að Johnson

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Hús rifið niður vegna stúdentagarða

Þriggja hæða steinhús sem stóð á lóðinni Lindargötu 44 hefur verið rifið niður en í staðinn verður afmarkaður nýr byggingarreitur á lóðinni fyrir stúdentagörðum á þremur hæðum. Meira
7. júlí 2022 | Erlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Hvetja íbúa til að flýja Slóvíansk

Úkraínskir embættismenn hvöttu í gær íbúa Slóvíansk til þess að flýja borgina, þar sem Rússar væru nú farnir að varpa sprengjum á hana. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Iða stýrir Grímsnes- og Grafningshreppi

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur samþykkt að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 1450 orð | 3 myndir

Jafnmikið kaos og dauðarokksveit

Viðtal Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Johnson segist ekki ætla að víkja sæti

Þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í gær í kjölfar þess að ráðherrar úr ríkisstjórn hans sögðu af sér í mótmælaskyni, gaf Johnson það út að hann hygðist hvorki segja af sér né boða til kosninga. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kanna möguleika á vindorkuveri á sjó

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að skipa starfshóp sem mun kanna möguleikann á nýtingu vinds með vindorkuverum á hafi í lögsögu Íslands. Þetta staðfestir Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður ráðherra. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Kjúklingur að hætti BBQ-kóngsins

Nú megið þið halda ykkur fast því hér er á ferðinni marinering sem sögð er svo góð að það leikur allt á reiðiskjálfi þegar hún er borin fram. Það er enginn annar en BBQ-kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er í senn bragðmikil og spennandi. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Klukkan besti dómarinn og bakterían lifir

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 475 orð | 2 myndir

Laun hækkað meira á opinbera markaðnum

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Launaþróun hefur verið talsvert mismunandi eftir mörkuðum ef litið er á tímabilið frá mars 2019 til janúar í ár. Kaupið hækkaði mest hjá Reykjavíkurborg en minnst á almenna markaðnum. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Lilja ráðherra hlynnt hvalveiðum eins og staðan er í dag

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segist hlynnt þeirri stefnu í hvalveiðum sem farið er eftir eins og staðan er í dag. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 252 orð | 4 myndir

Lítill en glæsilegur stofn

Milliriðlar fóru fram á Landsmóti hestamanna í gær og því liggur nú fyrir hverjir keppa til úrslita í öllum flokkum gæðingakeppninnar. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Mannbjörg í bruna

Eldur kviknaði í strandveiðibátnum Gosa fyrir utan Rif á Snæfellsnesi í gærmorgun. Einn maður var um borð sem náði að koma sér í björgunarbát og þaðan í nærstaddan fiskveiðibát. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 393 orð | 2 myndir

Mathöll opnuð senn við Glerárgötu á Akureyri

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Kristján Kristjánsson vinnur nú að því að opna mathöll við Glerárgötu 28 á Akureyri. Þar hefur hann tekið á leigu um 1.000 fermetra húsnæði þar sem áður var rekin prentsmiðjan Ásprent. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 459 orð | 2 myndir

Michelin-stjarna eflir matarmenningu landsins

Guðrún Sigríður Arnalds gsa@mbl.is Gunnar Karl Gíslason, eigandi veitingastaðarins Dill, samgleðst eigendum Óx, sem fengu Michelin-stjörnu sl. mánudag. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Minntust Hvatar, fyrsta kvennaknattspyrnufélagsins

Sparkvöllurinn við Grunnskólann á Ísafirði var vígður í gær í minningu Hvatar, fyrsta kvennaknattspyrnufélagsins sem stofnað var á Íslandi árið 1914. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Mögulega of hart stigið á bremsuna

Dagmál Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hætt er við því að Seðlabanki Íslands hafi stigið of fast á bremsuna að undanförnu til þess að hemja fasteignamarkaðinn. Þetta er mat Yngva Arnar Kristinssonar hagfræðings sem er gestur Dagmála í dag. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Pylsusósa sem rífur í

Flest erum við alin upp við hið hefðbundna meðlæti á pylsur þar sem tómatsósa, sinnep og remúlaði eru í aðalhlutverki. Það er hins vegar ótrúlega skemmtilegt að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 309 orð | 2 myndir

Sea Shepherd fylgist með hvalveiðunum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Glomar Arctic, skráð í Panama, er hér við land á vegum Sea Shepherd-samtakanna. Skipið elti Hval 8 í fyrradag suður að Reykjanestá en sneri þar við og fór inn á Faxaflóa. Í gær lá skipið úti fyrir mynni Hvalfjarðar. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Skáksýning og mót í Kötlusetrinu

Skákáhugamenn ættu að leggja leið sína í Kötlusetur í Vík í Mýrdal næsta laugardag, 9. júlí. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 572 orð | 3 myndir

Solla grillar

Þegar Solla Eiríks tekur sér stöðu fyrir framan grillið er eins gott að halda sér fast því það eru fáir sem standast henni snúning á því sviðinu. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Sólon R. Sigurðsson borinn til grafar

Útför Sólons R. Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra, fór fram frá Hallgrímskirkju í gær. Sólon fæddist 1. mars 1942 og lést 21. júní síðastliðinn, áttræður að aldri. Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 120 orð

Stækkuð deild komi til móts við vandann

Stækkuð bráðadagdeild var tekin í notkun á Landspítalanum í gær en hún er í byggingu spítalans í Fossvogi. Á aukin starfsemi deildarinnar að koma til móts við þann mikla vanda sem bráðamóttakan hefur glímt við. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Sundrung komin frá presti óháðra

Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Á hluthafafundi Festar, sem fram fer á fimmtudaginn í næstu viku, munu hluthafar þurfa að taka afstöðu til tillögu um að breyta nafni félagsins úr Festi í Sundrungu. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 667 orð | 3 myndir

Sveitamót í þéttbýli

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsmótin á Hellu hafa þá sérstöðu að þau eru sveitamót með þeim sjarma sem það skapar en þó er þéttbýli og öll þjónusta nánast í seilingarfjarlægð. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Taflmót í Viðey

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu nk. laugardag. Mótið hefst kl. 13 og er opið öllum áhugasömum. Þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjutoll. Tefldar verða níu umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur á mann og 2 sekúndur á leik). Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Umbrot á mörkuðum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að viðskiptakjör þjóðarinnar hafi gefið eftir á öðrum ársfjórðungi í ár. Skýrist það meðal annars af því að olíuverð hækkaði sem hlutfall af fiskverði annars vegar og álverði hins vegar. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 397 orð | 2 myndir

Úrbætur boðaðar á réttindagæslu

Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is Vinna er hafin til úrbóta hjá Réttindagæslu fatlaðra sem hefur glímt við manneklu og ekki náð að sinna erindum sem skyldi síðustu mánuði. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Vera nútímaleg og reka verslanir sem bjóða fólk velkomið

Alls eru um 150 bílastæði við verslunarhúsið nýja í Skeifunni. Í framtíðinni verða þar allt að 20 rafhleðslustæði og fyrir utan húsið verður ágæt aðstaða fyrir viðskiptavini sem koma á reiðhjólum. Meira
7. júlí 2022 | Innlendar fréttir | 737 orð | 1 mynd

Verslanir í Skeifu eru flaggskip

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verslanir Krónunnar og Elko, sem í dag verða opnaðar í nýju húsnæði í Skeifunni 19 í Reykjavík, má kalla flaggskip fyrirtækjanna. Þær eru hannaðar með það að leiðarljósi að innkaupaferðin sé bæði þægileg og ánægjuleg en um leið hagkvæm fyrir viðskiptavini. Þetta segja framkvæmastjórarnir Ásta S. Fjeldsted í Krónunni og Óttar Örn Sigurbergsson í Elko. Bæta jafnframt við að nábýli verslananna skapi ótal möguleika til bættrar þjónustu og samlegðar. Meira

Ritstjórnargreinar

7. júlí 2022 | Leiðarar | 754 orð

Boris á öngvan vin?

Churchill var fyrsti forsætisráðherra Elísabetar II. og Johnson hélt að hann yrði sá síðasti. Ekki er það nú víst Meira
7. júlí 2022 | Staksteinar | 229 orð | 2 myndir

Lífskjörin og stóriðjan

Í Viðskiptamogganum í gær voru tvær athyglisverðar greinar um orku og stóriðju. Meira

Menning

7. júlí 2022 | Fólk í fréttum | 385 orð | 1 mynd

„Áhrifaríkur viðburður“

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Gyða Valtýsdóttir, tónskáld og sellóleikari, mun fagna útgáfu fjóðu sólóplötu sinnar, Ox , með stórtónleikum í Gamla bíói í dag, fimmtudaginn 7. júlí, kl. 21. Meira
7. júlí 2022 | Kvikmyndir | 261 orð | 2 myndir

Dúkkupar á hvíta tjaldinu

Leikin kvikmynd um Barbie og unnusta hennar Ken, í leikstjórn Gretu Gerwig, kemur í bíó í júlí á næsta ári og mun einfaldlega heita Barbie . Gerwigs skrifaði einnig handrit hennar með kvikmyndagerðarmanninum og eiginmanni sínum, Noah Baumbach. Meira
7. júlí 2022 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

Haggis laus úr stofufangelsi

Kvikmyndaleikstjórinn Paul Haggis hefur verið leystur úr stofufangelsi af dómara á Ítalíu, Vilmu Gilli. Meira
7. júlí 2022 | Tónlist | 101 orð | 1 mynd

Kvöldganga með Becky Fortsythe

Kvöldgöngur nefnist viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir og fara göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Meira
7. júlí 2022 | Myndlist | 783 orð | 6 myndir

Merkileg og ný sýn á myndlistina

Af myndlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eftir að heilt ár hvarf í gráma heimsfaraldurs kórónuveirunnar er nýr Feneyjatvíæringur í myndlist opinn, sá 59. var opnaður með viðhöfn í vor, þremur árum á eftir þeim síðasta í stað tveggja. Meira
7. júlí 2022 | Myndlist | 545 orð | 5 myndir

Nýtt alþjóðlegt samtímalistasafn

Jóna Gréta Hilmarsdóttir jonagreta@mbl. Meira
7. júlí 2022 | Bókmenntir | 654 orð | 3 myndir

Ort um allt, en þó mest um sumt

Eftir Þórarin Eldjárn. Kilja, 109 bls. Gullbringa 2022. Meira
7. júlí 2022 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

Rokkað í þrjá daga í Neskaupstað

Rokkhátíðin Eistnaflug hefst í dag í Neskaupstað og stendur yfir í þrjá daga, til og með 9. júlí. Innlendar sem erlendar rokksveitir munu troða upp og má af þeim helstu nefna sænsku sveitina Dark Funeral, Igorrr frá Frakklandi og hina íslensku Sólstafi. Meira
7. júlí 2022 | Kvikmyndir | 163 orð | 1 mynd

Stranger Things í annað sæti

Nýjasta þáttaröðin af Stranger Things á Netflix, sú fjórða í röðinni, hefur notið gífurlegra vinsælda og er nú önnur röðin í sögu streymisveitunnar sem farið hefur yfir milljarð klukkstunda í áhorfi. Meira
7. júlí 2022 | Tónlist | 200 orð | 1 mynd

Söngljóðasúpa hefst í Norræna húsinu

Sumartónleikaröðin Söngljóðasúpa hefur göngu sína í Norræna húsinu í dag kl. 19.30 en fyrst verður boðið upp á súpu, frá kl. 18. Meira
7. júlí 2022 | Kvikmyndir | 114 orð | 1 mynd

Táningar í jakkafötum bannaðir

Nokkur bresk kvikmyndahús hafa bannað unglingspiltum að mæta í jakkafötum á sýningar á teiknimyndinni Minions: The Rise of Gru . Var sú ákvörðun tekin í kjölfar óláta hópa táningspilta sem mætt hafa jakkfataklæddir á myndina í Bretlandi. Meira

Umræðan

7. júlí 2022 | Aðsent efni | 485 orð | 1 mynd

„Fólkið sem ól okkur upp“

Eftir Hjörleif Hallgríms: "Það er einfaldlega glórulaust að stuðla að óheftri sölu áfengis og heimsendingum." Meira
7. júlí 2022 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Homo sapiens – sapiens?

Eftir Lúðvík Eckardt Gústafsson: "Nú reynir á að Homo sapiens standi undir fagheitinu sínu, hinn vitiborni maður. Vitiborinn þýðir að staldra við, að hugsa, að spá í hvenær nóg er nóg." Meira
7. júlí 2022 | Aðsent efni | 1008 orð | 2 myndir

Húsagildran

Eftir Ragnar Önundarson: "Vextir munu því enn hækka. Flestir búa í húsnæðinu sem lánin hvíla á. Þeir sem keyptu nýlega á uppsprengdu verði hafa gengið í gildru." Meira
7. júlí 2022 | Velvakandi | 175 orð | 1 mynd

Hvað eru bændur að hugsa?

Frá því var sagt í Fréttablaðinu 23. júní, að þrátt fyrir aðvaranir íslenskra kjötframleiðenda um innflutning á kjöti séu þeir nú farnir að flytja inn kjöt í æ meira mæli en áður var. Einhvern tíma hefði það nú þótt vera tvöfalt siðgæði í þessu. Meira
7. júlí 2022 | Aðsent efni | 385 orð | 1 mynd

Notkun kynhormónabælandi meðferða á ungmennum

Eftir Helga Áss Grétarsson: "Á að nota kynhormónabælandi meðferðir við að undirbúa ungmenni fyrir kynleiðréttingaraðgerðir?" Meira
7. júlí 2022 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Spólað í sama farinu

Eftir Sveinbjörn Jónsson: "Hvað varð svo um alla þessa orku? Hún fuðraði upp í aukna lífsbaráttu sem Hafró þvingaði lífríkið í og endaði sem stóraukið kolefnisspor." Meira
7. júlí 2022 | Pistlar | 443 orð | 1 mynd

Stöðnun er ekki valkostur

Um síðustu aldamót, í september 2000, gengu ungir menn inn á skrifstofu forstjóra Blockbuster, sem þá var stærsta myndbandaleigan í Bandaríkjunum, og buðu honum að kaupa lítið sprotafyrirtæki – Netflix – sem var í vanda statt eftir að hin... Meira
7. júlí 2022 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd

Viðskiptaráð fellur á velferðarprófinu

Eftir Stefán Ólafsson: "Hátt stig jafnaðar og lágt stig fátæktar eru því einkum afleiðing mikilla áhrifa verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, sem er óvenju sterk." Meira

Minningargreinar

7. júlí 2022 | Minningargreinar | 1488 orð | 1 mynd

Edda Garðarsdóttir

Edda Garðarsdóttir fæddist á Paterksfirði þann 17. maí 1934. Hún lést á heimili sínu á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 20. júní 2022. Foreldar Eddu voru Garðar Jóhannesson, framkvæmdastjóri og útgerðarmaður á Patreksfirði, f. 27. október 1900, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2022 | Minningargreinar | 473 orð | 1 mynd

Einar Karlsson

Einar Karlsson fæddist 25. september 1937. Hann lést 18. júní 2022. Útför hans fór fram 25. júní 2022. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2022 | Minningargreinar | 1747 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Hrafnhildur Stefánsdóttir (Haddý) fæddist í Reykjavík 23. mars 1966. Hún lést á heimili sínu þann 25. júní 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Kristjana Ragnarsdóttir, f. 24. október 1930, d. 6. maí 1990, og Stefán Guðmundsson, f. 6. ágúst 1927, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2022 | Minningargreinar | 2461 orð | 1 mynd

Jón J. Ragnarsson

Jón Ragnarsson fæddist á Skagaströnd 4. ágúst 1937. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 28. júní 2022. Foreldrar hans voru Steinunn Jónsdóttir, f. 8.6. 1909, d. 2.2. 1975 og Ragnar Magnússon, f. 4.11. 1910, d. 14.1. 2000. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2022 | Minningargreinar | 279 orð | 1 mynd

Kristmann Þór Einarsson

Kristmann Þór Einarsson fæddist 5. janúar 1945. Hann lést 22. maí 2022. Útför var í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2022 | Minningargreinar | 3502 orð | 1 mynd

Þorsteinn Sigfússon

Þorsteinn Sigfússon fæddist 13. febrúar 1938 á Grýtubakka í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 17. júní síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. júlí 2022 | Viðskiptafréttir | 92 orð | 1 mynd

Mikil fjölgun flugfarþega

Um 692 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní, samkvæmt bráðabirgðatölum Isavia. Það er um 88% af fjöldanum árið 2019 og rúmlega fimmföldun frá því í fyrra. Meira
7. júlí 2022 | Viðskiptafréttir | 528 orð | 2 myndir

Olíuverðið farið að bíta

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að viðskiptakjör þjóðarinnar hafi gefið eftir á öðrum fjórðungi samhliða hækkandi olíuverði. Höfðu þau þá ekki verið jafn hagfelld síðan haustið 2007. Meira
7. júlí 2022 | Viðskiptafréttir | 270 orð | 1 mynd

Skerða framleiðslu eftir hækkun á orkuverði

Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls á Íslandi, hyggst stórlega draga úr framleiðslu í álveri sínu í Hawesville, Kentucky, eftir mikla verðhækkun á raforku. Meira

Daglegt líf

7. júlí 2022 | Daglegt líf | 793 orð | 6 myndir

Gísli í sporum Snorra í Noregi

Fréttamaður í fararstjórn. Borgfirðingurinn Gísli Einarsson var í Noregi og ætlar fleiri ferðir í haust. Bergen, Þrándheimur, Geirangursfjörður og Ósló. Fallegt land og víða er tengingar við Ísland að finna. Meira

Fastir þættir

7. júlí 2022 | Fastir þættir | 190 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 a6 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Be6 7. e3...

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 a6 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Be6 7. e3 Rbd7 8. Bd3 Bd6 9. 0-0 c6 10. Hc1 0-0 11. h3 Dc7 12. Bh4 h6 13. De1 Hfe8 14. Rd2 Dd8 15. f4 Rf8 16. Rf3 Be7 17. g4 c5 18. f5 Bc8 19. Bxf6 Bxf6 20. dxc5 Bd7 21. Dd2 Bc6 22. Rd4 Dc7 23. Meira
7. júlí 2022 | Fastir þættir | 547 orð | 4 myndir

„Ég er algjör vinnufíkill“

Bára Atladóttir er 29 ára atvinnurekandi og hönnuður, hún er alin upp í Breiðholtinu en býr í dag í Grafarvoginum ásamt unnusta sínum. Bára rekur sína eigin fataverslun, BRÁ verslun þar sem hún selur sína eigin hönnun ásamt öðrum vel völdum merkjavörum. Meira
7. júlí 2022 | Í dag | 776 orð | 4 myndir

Eru sjálfum sér næg

Leif Halldórsson er fæddur í Reykjavík 7. júlí 1942. Hann ólst upp við Olíustöðina í Hvalfirði en flutti á Akranes 15 ára gamall, sama ár og hann fór fyrst út á sjó á bátnum Ámunda. Meira
7. júlí 2022 | Í dag | 25 orð | 3 myndir

Gera þarf breytingar á vinnumarkaðsmódelinu

Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, telur nauðsynlegt að gera breytingar á vinnumarkaðsmódelinu hér á landi. Núverandi kerfi ýti undir launaþrýsting sem aftur ýti undir... Meira
7. júlí 2022 | Árnað heilla | 195 orð | 1 mynd

Kolbrún Vaka Helgadóttir

40 ára Kolbrún er fædd og uppalin á Hvolsvelli en fluttist til Reykjavíkur til að fara í skóla og útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Meira
7. júlí 2022 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Kynslóðir mætast á Kótelettunni

Einar Björnsson, framkvæmdastjóri tónlistar- og grillhátíðarinnar Kótelettunnar, segist eiga auðveldara með að segja hvaða tónlistarfólk verður ekki á dagskrá hátíðarinnar í ár heldur en það sem hefur nú þegar boðað komu sína. Meira
7. júlí 2022 | Fastir þættir | 161 orð

Lauslega áætlað. A-Allir Norður &spade;D1085 &heart;5 ⋄ÁKG1087...

Lauslega áætlað. A-Allir Norður &spade;D1085 &heart;5 ⋄ÁKG1087 &klubs;Á7 Vestur Austur &spade;G96 &spade;K743 &heart;K1063 &heart;DG987 ⋄D432 ⋄65 &klubs;D8 &klubs;G3 Suður &spade;Á2 &heart;Á42 ⋄9 &klubs;K1096432 Suður spilar... Meira
7. júlí 2022 | Í dag | 49 orð

Málið

Bindiskylda er sú kvöð á viðskiptabanka að leggja inn á reikning sinn hjá seðlabanka ákveðinn hluta innlánsfjár,segir Ísl. orðabók. Þessi bindiskylda er, sem sjá má, með einu s -i. Meira
7. júlí 2022 | Í dag | 278 orð

Séra Sigvaldi og fótboltinn

Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði, – „Sólin sest“: Rauð sem blóð í geisla glóð gengur sólin undir, rökkrið óðum ránarslóð reifar, ból og grundir. Meira
7. júlí 2022 | Í dag | 205 orð | 1 mynd

Sumarlag líkt og bjúgverpill væri

Sumarið er ekki tíminn til að horfa á sjónvarpið en maður gerir það nú samt, lærir ekkert af reynslunni. Þegar ég var ungur maður var bókstaflega ekkert í sjónvarpinu á sumrin. Þá var málið að taka bara spólu. Meira

Íþróttir

7. júlí 2022 | Íþróttir | 22 orð | 1 mynd

A-RIÐILL: England – Austurríki 1:0 Staðan: England 11001:03...

A-RIÐILL: England – Austurríki 1:0 Staðan: England 11001:03 Norður-Írland 00000:00 Noregur 00000:00 Austurríki 10010:10 Leikur í kvöld: A: Noregur – Norður-Írland... Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Arnór áfram landsliðsþjálfari

Arnór Atlason, þjálfari danska U20 ára landsliðs karla í handknattleik, hefur framlengt samning sinn um eitt ár. Hann verður því þjálfari liðsins á heimsmeistaramóti U21 árs landsliða sem fer fram á næsta ári. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Byrjað á útileik gegn Spáni?

Alþjóðakörfuknattleikssambandið hefur raðað upp leikjum í seinni hluta undankeppni HM karla 2023 sem hefst í ágúst. Ísland byrjar á útileik gegn Spánverjum 24. ágúst, nema Úkraínumenn vinni þá með 22 stiga mun eða meira í lokaleik fyrri hlutans í kvöld. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 298 orð | 3 myndir

*Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur náð samkomulagi við enska...

*Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur náð samkomulagi við enska landsliðsmanninn Raheem Sterling um kaup og kjör. Nú er aðeins eftir að staðfesta upphæðina sem Manchester City fær fyrir Englendinginn og þá ganga félagaskiptin í gegn. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Halldór á leið til Danmerkur

Handknattleiksþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon er að yfirgefa Selfyssinga þar sem hann er á leið í starf í danska handboltanum. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Hugsið ykkur hve margir áhorfendur myndu mæta á Laugardalsvöllinn í dag...

Hugsið ykkur hve margir áhorfendur myndu mæta á Laugardalsvöllinn í dag ef íslenska kvennalandsliðið í fótbolta myndi spila þar heimaleik gegn Englandi í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það yrði örugglega uppselt á leikinn, 9. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Grafarvogur: Fjölnir &ndash...

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Grafarvogur: Fjölnir – FHL 19.15 Kórinn: HK – Fylkir 19.15 2. deild kvenna: ÍR-völlur: ÍR – ÍA 19.15 2. deild karla: Húsavík: Völsungur – Magni 19. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 95 orð | 1 mynd

Lengjudeild kvenna Grindavík – Tindastóll 0:2 Staðan: FH...

Lengjudeild kvenna Grindavík – Tindastóll 0:2 Staðan: FH 972030:523 Tindastóll 1072116:523 HK 970220:921 Víkingur R. 961220:1019 Fjarð/Hött/Leikn. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Mead tryggði enskan sigur

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Flautað var til leiks á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester þar sem 68.871 áhorfandi sá England sigra Austurríki, 1:0, í upphafsleik mótsins. Um leið var sett áhorfendamet í leik á EM kvenna. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 21 orð | 1 mynd

Opna EM U16 stúlkna Leikið í Svíþjóð: Eistland – Ísland 10:27...

Opna EM U16 stúlkna Leikið í Svíþjóð: Eistland – Ísland 10:27 Lettland – Ísland 17:17 *Íslenska liðið mætir Færeyjum í... Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 917 orð | 2 myndir

Óhætt að leyfa sér að dreyma um gott gengi

Í Crewe Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það er full ástæða til þess að vera hóflega bjartsýnn á gengi Íslands í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem hófst með upphafsleik Englands og Austurríkis í A-riðli kepninnar á Old Trafford í Manchester á Englandi í gær. Að mati undirritaðs í það minnsta. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Óli Valur á leið til Svíþjóðar?

Sænska úrvalsdeildarfélagið Sirius gæti fengið til sín knattspyrnumanninn efnilega Óla Val Ómarsson frá Stjörnunni. Aftonbladet sagði í gær að samkvæmt sínum heimildum væru félögin í viðræðum um kaupverð á Óla Val. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Ólíkir mótherjar hjá Blikum og KR

Breiðablik og KR eiga fyrir höndum afar ólík verkefni í dag þegar liðin leika fyrri leiki sína í fyrstu umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta. Meira
7. júlí 2022 | Íþróttir | 150 orð | 2 myndir

Tíu fara á EM í fimleikum í München

Fimleikasamband Íslands hefur tilkynnt landslið kvenna og karla fyrir EM 2022. Evrópumótið í áhaldafimleikum verður haldið dagana 11.-21. ágúst í München í Þýskalandi. Meira

Ýmis aukablöð

7. júlí 2022 | Blaðaukar | 791 orð | 5 myndir

Á leið á sitt fyrsta stórmót sem markvörður númer eitt

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Þorsteinn Halldórsson var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í janúar 2021 en hann hafði áður þjálfað Breiðablik í efstu deild kvenna. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 193 orð | 1 mynd

Ekkert því til fyrirstöðu að enska liðið fari alla leið í ár

Louise Taylor The Guardian England þurfti ekki að taka þátt í undankeppninni þar sem liðið fékk sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu í ár sem heimaþjóð. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 192 orð | 1 mynd

Engin þjóð unnið til fleiri verðlauna á Evrópumótinu

Christina Paulos Syversen TV2 „Ég skal alveg viðurkenna það að ég heillast meira af sóknarhlið fótboltans og mín hugmyndafræði snýr meira að sóknarleiknum,“ sagði Martin Sjögren, þjálfari norska liðsins. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 206 orð | 1 mynd

Fengu óvænt sæti á EM eftir innrás Rússa í Úkraínu

Nuno Travassos Maisfutebol „Við myndum gefa frá okkur sæti á Evrópumótinu í skiptum fyrir heim án stríðs og þjáninga. Þetta stríð hefur áhrif á alla,“ sagði Francisco Neto, þjálfari portúgalska liðsins, fyrir mótið. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 199 orð | 1 mynd

Fóru Krísuvíkurleiðina í lokakeppnina

Bettina Brülhart Blick „Ég hef sjaldan verið jafn þreytt en við börðumst fyrir hver aðra. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 1735 orð | 8 myndir

Gríðarleg reynsla í vörninni

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - 19 Áslaug Munda, sem er 21 árs gömul, er samningsbundin Breiðabliki í efstu deild en hún er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 191 orð | 1 mynd

Gæti reynst erfitt gegn bestu liðum Evrópu

Ville Väänänen STT Aðalsmerki Finna í undankeppninni voru mikilvæg mörk á lokakaflanum. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 531 orð | 3 myndir

Gæti verið síðasta tækifærið

Ítalía Luca Bianchin Gazzetta dello sport Liðið sem kom heimsbyggðinni á óvart þegar það fór alla leið í undanúrslit heimsmeistaramótsins árið 2019 í Frakklandi er mætt aftur. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 226 orð | 1 mynd

Gætu farið alla leið ef þeim tekst að vinna riðilinn

Lars van Soest De Telegraad Getur hollenska liðið náð árangri án Sarinu Wiegman? Það er stóra spurning fyrir Evrópumótið í ár. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 204 orð | 1 mynd

Gætu unnið sinn fyrsta Evrópumeistaratitil

Sofie Engberg Munch TV2 Það var áfall fyrir danska liðið komast ekki á HM árið 2019, eftir að hafa orðið í öðru sæti á EM 2017, en það áfall virðist hafa styrkt liðið. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 1421 orð | 3 myndir

Ísland tvisvar í 8-liða úrslit

Ísland á EM Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ísland var í hópi þeirra sextán þjóða sem hófu fyrstu Evrópukeppni kvenna síðsumars árið 1982. Fjórar Norðurlandaþjóðir af þeim fimm sem áttu lið í keppninni voru í 1. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 206 orð | 1 mynd

Jákvætt ef önnur lið taka upp á því að vanmeta okkur

Frank Hellmann Zeit Þýska liðið hefur ekki verið eins sterkt á undanförnum árum eins og oft áður. Liðið varð Ólympíumeistari í Ríó árið 2016 en féll úr leik í átta liða úrslitum á EM 2017 og HM 2019. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 1355 orð | 6 myndir

Leiðtogar liðsins og sú leikjahæsta á miðjunni

Alexandra Jóhannsdóttir - 15 Alexandra, sem er 22 ára gömul, gekk til liðs við þýska félagið Eintracht Frankfurt frá Breiðabliki í janúar 2021. Hún er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið gegn Keflavík í... Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 212 orð | 1 mynd

Leikmenn sem hafa lyft spænskum fótbolta hærra

Amalia Fra AS Spænska liðið var mjög sannfærandi í undankeppninni og endaði sex stigum fyrir ofan Tékkland. Liðið vann sjö leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði ekki leik. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 1201 orð | 6 myndir

Meðalaldur sóknarmanna íslenska liðsins er 24 ár

Agla María Albertsdóttir - 17 Agla María, sem er 22 ára gömul, gekk til liðs við sænska félagið Häcken frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki í janúar á þessu ári. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 215 orð | 1 mynd

Mikil bjartsýni ríkir í landinu fyrir mótið

Amanda Zaza Footbollskanalen „Samkeppnin hefur aldrei verið jafn mikil,“ sagði Peter Gerhardsson, þjálfari sænska liðsins, þegar hann tilkynnti lokahóp sinn fyrir Evrópumeistaramótið. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 579 orð | 3 myndir

Minnir um margt á Monu Lisu

Frakkland Théo Troude France Football Tökum Monu Lisu sem dæmi. Mikilfengleg að utanverðu en undir niðri er falinn sársauki og litirnir, sem voru eitt sinn skýrir og bjartir, eru farnir að fölna. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 196 orð | 1 mynd

Við erum með betra lið í ár en fyrir fimm árum

Andreas Hagenauer Der Standard Fyrir fimm árum þreytti Austurríki frumraun sína á stóra sviðinu þegar liðið tók þátt í lokakeppninni í Hollandi. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 181 orð | 1 mynd

Þær vinna í stórmörkuðum og á sjúkrahúsum

Stuart McKinley Belfast Telegraph Norður-Írland er klárlega það lið sem kom mest á óvart í undankeppninni. Það átti enginn von á því að liðið myndi tryggja sér sæti í lokakeppninni í fyrsta sinn í sögu Norður-Írlands en þeim tókst það engu að síður. Meira
7. júlí 2022 | Blaðaukar | 532 orð | 3 myndir

Ætla að gera betur en síðast

Belgía Dirk Deferme Het Laatste Nieuws Til þess að komast í lokakeppnina í ár þurftu Belgar að vinna riðil sem innihélt meðal annars Sviss en Sviss sló einmitt Belgíu úr leik á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í umspili um laust sæti á HM 2019 í... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.