Greinar fimmtudaginn 11. ágúst 2022

Fréttir

11. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Aflífaður eftir björgunaraðgerðir

Mjaldur, sem synti upp ána Signu í Frakklandi, var aflífaður í gærmorgun eftir að honum hafði verið lyft upp úr ánni með krana. Til stóð að flytja hvalinn í þró, fyllta af sjó, í þeirri von að hann myndi braggast og hægt yrði að koma honum aftur í... Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Bankinn sendir tvær skýrslur daglega

Eftirlitskröfur, sem eiga rætur að rekja til Evrópu, valda því að æ fleiri handtök innan bankakerfisins fara í að fylla út skýrslur og svara erindum frá eftirlitsstofnunum. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Benda á Alexandersflugvöll

Byggðaráð Skagafjarðar segir í sérstakri bókun, sem samþykkt var í gær, að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók sé augljós kostur sem nýr varaflugvöllur fyrir millilandaflug. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Birta ekki nöfn á bannlistanum

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Rússnesk yfirvöld munu ekki upplýsa hverjir séu á meintum bannlista sínum, þar sem ekki er kveðið á um að birta samsetningu hans í þarlendri löggjöf. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Bjórkælirinn enn óvirkur ári síðar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bjórkælir sem settur var upp í Vínbúð ÁTVR á Eiðistorgi síðsumars í fyrra hefur ekki enn verið tekinn í notkun. Meira
11. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Bætist í vopnabúr stríðandi fylkinga

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Úkraínuher hefur fengið í sínar hendur flugskeyti af gerðinni AGM-88 HARM. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Dellukarl fræðir fólk um Þórsmörk

Jóhann Ísak Pétursson jarðfræðingur heldur fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð á laugardag klukkan þrjú síðdegis. Í fyrirlestrinum hyggst hann lýsa landslagi við Markarfljót og í Þórsmörk, myndun þess og mótun. Meira
11. ágúst 2022 | Innlent - greinar | 500 orð | 3 myndir

Draumurinn um fyrirtækjarekstur rættist

Hjónin Halldóra Anna Hagalín og Viðar Bjarnason eru nýir eigendur líkamsræktarstöðvarinnar Kvennastyrks sem er til húsa í hjarta Hafnarfjarðar. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Kænugarður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar samtakanna Support for Ukraine afhjúpuðu í gær skilti með nafninu Kænugarði á torgi á horni Garðastrætis og Túngötu í... Meira
11. ágúst 2022 | Innlent - greinar | 1293 orð | 3 myndir

Elskar bæði lúxusinn og harkið

Greta Salóme mun setjast í leikstjórastólinn á Íslandi í vetur og taka sér tímabundna pásu frá skemmtiferðaskipasýningum Disney á meðan. Hún ætlar að njóta þess að fá smá rútínu í heimalandinu – og fá að finna aftur fyrir harkinu góða sem er af skornum skammti hjá Disney. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Ferging í fullum gangi á Kjalarnesi

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi eru á áætlun. Slitlag verður lagt á veginn næsta sumar og hann opnaður fyrir bílaumferð í framhaldinu. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 508 orð | 3 myndir

Gríðarleg fjölgun farþegaskipa

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Útlit er fyrir að komum skemmtiferðaskipa til Íslands fjölgi gríðarlega sumarið 2023 ef mið er tekið af bókunum sem þegar liggja fyrir. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hald lagt á tugi kílóa af fíkniefnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að lagt hafi verið hald á tugi kílóa af fíkniefnum sl. föstudag. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 991 orð | 3 myndir

Hörð átök í verkalýðshreyfingunni

Hörð átök hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar síðan í byrjun árs 2020. Sundurlyndi hefur ríkt meðal verkalýðsforingja, en það hefur komið skýrt fram í fjölmiðlum á undanförnum tveimur árum. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Hörð barátta um tíma og peninga boltaunnenda

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni hófst um liðna helgi og fram undan er langur vetur fyrir fótboltaáhugafólk. Meira
11. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Íranar áformuðu að myrða Bolton

Bandaríska dómsmálaráðuneytið sagðist í gær hafa flett ofan af áformum Írana um að ráða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, af dögum. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 542 orð | 2 myndir

Íslensku skipin munu ekki ná makrílkvótanum

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Þetta er frekar upp og ofan eins og þetta er búið að vera undanfarið. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Koma upp búnaði á Grundartanga

Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide kemur nú upp búnaði til framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. Dráttarbáturinn BB Worker flutti búnaðinn til Grundartanga en vonir standa til þess að starfsemin geti hafist á allra næstu dögum. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Margir virtu fyrir sér sjónarspilið við gosstöðvarnar í Meradölum

Eftir nokkurra daga lokun við gosstöðvarnar, vegna slæms veðurfars og aðstæðna í Meradölum, var opnað fyrir ferðir almennings að svæðinu í gær. Margir nýttu sér tækifærið og virtu fyrir sér sjónarspilið við eldgosið, sem nú er átta daga gamalt. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 454 orð | 3 myndir

Menning og íþróttir færð í eina sæng

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg auglýsti í Morgunblaðinu á laugardaginn lausar til umsóknar stöður stjórnenda tveggja sviða hjá borginni. Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Minnsta atvinnuleysi í 40 mánuði

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skráð atvinnuleysi var 3,2% í seinasta mánuði og minnkaði um 0,1 prósentustig frá júnímánuði. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna á vinnumarkaðinum frá því í mars árið 2019 eða á undanförnum 40 mánuðum. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 629 orð | 3 myndir

Negull flutti sjálfur inn í Hjarta Reykjavíkur

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við völdum hann ekki, hann valdi okkur. Negull bjó á Grettisgötunni en flutti sjálfviljugur hingað inn í búð til okkar. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Nýjar reglur ná til RIB-bátanna

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Portfolio Gallerí sýnir verk Braga

Sýning með verkum eftir Braga Ásgeirsson verður opnuð hjá Portfolio Gallerí í dag og stendur til 3. september. Þar getur að líta um tuttugu verk eftir Braga sem hann málaði á árunum 1967 til 1997. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Sjósundsmaður lést

Sjósundsmaðurinn, sem leitað var að í sjónum við Langasand á Akranesi í fyrrakvöld, fannst látinn. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Skólaganga barna á flótta undirbúin

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Stefnt er að því að koma sem flestum flóttabörnum á grunnskólaaldri í skóla, helst í sínu hverfi, fyrir komandi skólaár, að sögn Óttars Proppé, sem leiðir stýrihóp barna- og menntamálaráðuneytisins um málefni barna á flótta og barna af erlendum uppruna. Hann segir ráðuneytið ræða náið við sveitarfélögin og kennarasamböndin um málið. Í vor voru gefnar út leiðbeiningar til foreldra, á úkraínsku og ensku, um það hvernig innrita ætti börn í skóla. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 744 orð | 4 myndir

Stormur Bistró opnar í Hvammsvík í Hvalfirði

Þær fregnir bárust fyrr í sumar að búið væri að opna glæsileg sjóböð í Hvammsvík. Svæðið hefur verið mikið í umræðunni enda mikil uppbygging þar áætluð. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

Tæplega helmingur lækna í námi erlendis

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Þegar tölur yfir útskrifaða lækna frá Íslandi eru skoðaðar, vekur strax athygli hversu stór hluti útskrifast úr grunnnáminu við útlenda háskóla. Meira
11. ágúst 2022 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Ungmenni yfirgefa Facebook

Bandarísk ungmenni virðast að mestu hætt að nota samfélagsmiðilinn Facebook og kjósa heldur YouTube og TikTok, ef marka má könnun sem fyrirtækið Pew Research Center birti í gær. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 229 orð

Þarf að laga til í hreyfingunni

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Það þarf að laga til í hreyfingunni og það þarf að koma á kraftmeiri og betri verkalýðshreyfingu. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Þrír vilja dómaraembætti við MDE

Þrjár umsóknir um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) hafa borist forsætisráðuneytinu. Meira
11. ágúst 2022 | Innlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd

Ætti að „sleppa fyrir horn“

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Kornbændur og kartöflubændur hafa verið leiknir nokkuð grátt af veðurfarinu á norðanverðu landinu þetta sumarið. Meira

Ritstjórnargreinar

11. ágúst 2022 | Leiðarar | 601 orð

Ofríki og ofstæki í verkalýðshreyfingu

Enginn ávinningur er af átökum í ótryggu ástandi Meira
11. ágúst 2022 | Staksteinar | 178 orð | 1 mynd

Villuráfandi og dýrkeyptir

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fv. borgarstjóri undrast að enn sé talað um borgarlínu, rétt eins og að það dæmi geti gengið upp. Meira

Menning

11. ágúst 2022 | Bókmenntir | 204 orð | 1 mynd

„Við munum ekki banna bækurnar“

Bókasafnið í Jamestown í Michigan í Bandaríkjunum á á hættu að vera lokað eftir að rúmlega 60% bæjarbúa studdu tillögu þess efnis að skera niður fjárveitingar til safnsins eftir að stjórnendur þess neituðu að fjarlægja hinsegin bækur úr bókakosti... Meira
11. ágúst 2022 | Myndlist | 63 orð | 1 mynd

Guðrún sýnir Svipi í Gallerí Göngum

Svipir nefnist einkasýning Guðrúnar Steingrímsdóttur sem opnuð verður í Gallerí Göngum í dag, fimmtudag, kl. 17. „Guðrún býr og starfar í Reykjavík. Meira
11. ágúst 2022 | Kvikmyndir | 981 orð | 2 myndir

Gömul klisja í öðrum umbúðum

Leikstjórn: Sean Baker. Handrit: Sean Baker, Chris Bergoch. Aðalleikarar: Simon Rex, Bree Elrod, Brenda Deiss, Suzanna Son. Bandaríkin, 2021. 130 mín. Meira
11. ágúst 2022 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Hádegisleiðsögn um Erró í Hafnarhúsi

Boðið er upp á hádegisleiðsögn í dag kl. 12.15 og síðan vikulega alla fimmtudaga út september um sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi. Meira
11. ágúst 2022 | Bókmenntir | 75 orð | 1 mynd

Kvöldganga farin upp Laugaveginn í kvöld kl. 20

Höfundar bókarinnar Laugavegur leiða kvöldgöngu sem hefst við Stjórnarráðið í kvöld kl. 20. Meira
11. ágúst 2022 | Tónlist | 136 orð | 1 mynd

Listahátíð Samúels í Selárdal 12.-13. ágúst

Listasafn Samúels stendur fyrir listahátíð í Selárdal á morgun, föstudag, og laugardag. „Meðal þeirra sem fram koma eru Skúli mennski og Between Mountains og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mun syngja við undirleik Franciscos Javiers Jaureguis. Meira
11. ágúst 2022 | Myndlist | 95 orð | 1 mynd

Litaóm til sýnis í Grafíksalnum

Litaóm nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Grafíksalnum og stendur til og með sunnudegi. Sýningin er samstarfsverkefni myndlistarmannanna Ólafar Rúnar Benediktsdóttur, Unnar G. Óttarsdóttur og Ránar Jónsdóttur. Meira
11. ágúst 2022 | Kvikmyndir | 21 orð | 3 myndir

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Beast, var frumsýnd í...

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Beast, var frumsýnd í MoMA-listasafninu í New York í vikubyrjun. Með aðalhlutverkið fer breski leikarinn Idris... Meira
11. ágúst 2022 | Tónlist | 207 orð | 1 mynd

Nýr styrkur til framleiðslu kynningarefnis

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) hafa kynnt nýjan styrk til að framleiða kynningarefni fyrir markaðssetningu á tónlist erlendis. Meira
11. ágúst 2022 | Tónlist | 733 orð | 5 myndir

Sjö daga djassveisla í höfuðborginni

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Uppskeruhátíð íslensku djasssenunnar, Jazzhátíð Reykjavíkur, fer fram 13.-19. ágúst. Þar verður boðið upp á þétta dagskrá þar sem bæði íslenskir og erlendir tónlistarmenn stíga á pall. Meira
11. ágúst 2022 | Leiklist | 935 orð | 2 myndir

Vilja hafa áhrif með pólitískum verkum

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Við komum hingað frá Bandaríkjunum. Við stofnuðum leikfélagið okkar Off the Wall Productions árið 2007 í Vestur-Pennsylvaníu. Minn bakgrunnur er í leikhúsinu en hann er með bakgrunn í viðskiptum. Meira

Umræðan

11. ágúst 2022 | Velvakandi | 162 orð | 1 mynd

Bölvun fjármagnsins

Þó að kreppi að er eins og allt sé í uppsveiflu hér. Meira
11. ágúst 2022 | Pistlar | 414 orð | 1 mynd

Endurreisn ferðaþjónustunnar

Eftir tvö krefjandi ár sökum heimsfaraldurs er ljóst er að endurreisn ferðaþjónustunnar er hafin af fullum krafti. Útlit er fyrir að komur erlendra ferðamanna yfir árið fari fram úr bjartsýnustu spám. Meira
11. ágúst 2022 | Aðsent efni | 869 orð | 1 mynd

Opið bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar og Einars Þorsteinssonar

Eftir Hauk Arnþórsson: "Reykjavík er ekki einangrað hérað sem má vanrækja, hún er miðja alls samfélagsins. Ef hún er drepin í dróma með pólitískum gambít blæðir samfélaginu öllu" Meira
11. ágúst 2022 | Aðsent efni | 323 orð | 1 mynd

Sóknarfæri í skólamálum: Góðir og vel menntaðir kennarar skipta öllu máli

Eftir Þorstein Þorsteinsson: "Góður kennari skynjar vel að nemendur eru einstakir og eiga mjög líklega eftir að reynast frábærir, hver á sínu sviði." Meira
11. ágúst 2022 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Traust tök

Eftir Katrínu Jakobsdóttur: "Það skiptir máli að stuðningur stjórnvalda beinist að þeim sem finna mest fyrir áhrifum stöðunnar nú og eiga erfiðast með að mæta henni." Meira

Minningargreinar

11. ágúst 2022 | Minningargreinar | 654 orð | 1 mynd

Áróra Pálsdóttir

Áróra Pálsdóttir fæddist á Ísafirði 29. mars 1926. Hún lést á heimili sínu, Bárugötu 31 í Reykjavík, 28. júlí 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Ásta Ingveldur Eyja Kristjánsdóttir húsmóðir úr Bolungarvík, f. 28. janúar 1896, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
11. ágúst 2022 | Minningargreinar | 1108 orð | 1 mynd

Björg Helgadóttir

Björg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1947. Hún lést á heimili sínu 18. júlí 2022. Foreldrar hennar voru Margrét Sigurðardóttir húsmóðir, f. 29. apríl 1924, d. 31. janúar 2011, og Helgi Ellert Loftsson vélstjóri, f. 9. janúar 1924, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
11. ágúst 2022 | Minningargreinar | 1032 orð | 1 mynd

Gísli Magnús Garðarsson

Gísli Magnús Garðarsson fæddist 11. júlí 1945 á Merkurgötu 3 í Hafnarfirði. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 17. júlí 2022. Foreldrar hans voru Garðar Svavar Gíslason, f. 20. sept. 1906, d. 9. des. 1962, og Matthildur Guðmundsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
11. ágúst 2022 | Minningargreinar | 1135 orð | 1 mynd

Hildur Halldórsdóttir

Hildur Halldórsdóttir fæddist á fæðingarheimilinu í Reykjavík 21. desember 1968. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi 23. júlí 2022. Foreldrar hennar og stjúpfaðir eru Guðlaug Berta Rögnvaldsdóttir, f. 18.8. 1942, og Halldór Bjarnason, f. 10.10. Meira  Kaupa minningabók
11. ágúst 2022 | Minningargreinar | 1120 orð | 1 mynd

Hörður Vignir Sigurðsson

Hörður Vignir Sigurðsson fæddist í Reykjavík 22. september 1934. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 29. júlí 2022. Foreldrar Harðar voru Kristín Björnsdóttir húsmóðir, f. 1913, d. 1960, frá Búðum á Fáskrúðsfirði og Sigurður Benediktsson, f. 1905, d. Meira  Kaupa minningabók
11. ágúst 2022 | Minningargreinar | 514 orð | 1 mynd

Jóhanna Þ. Þórarinsdóttir

Jóhanna Þórdís Þórarinsdóttir fæddist 10. desember 1937 á Ísafirði. Hún lést 3. ágúst 2022 á HVE Akranesi. Foreldrar hennar voru Þórarinn Elís Jónsson kennari, f. 22. júlí 1901 á Sjávarborg í Fáskrúðsfirði, d. 1. febrúar 1993 í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
11. ágúst 2022 | Minningargreinar | 974 orð | 1 mynd

Kristinn B. Zophoníasson

Kristinn B. Zophoníasson fæddist í Reykjavík 4. desember 1936. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 31. júlí 2022. Foreldrar hans voru Anna Theodórsdóttir húsmóðir, f. 29. apríl 1899, d. 18. febrúar 1987, og Zophonías Jónsson skrifstofumaður, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
11. ágúst 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1361 orð | 1 mynd | ókeypis

Sumarliði Sigurður Gunnarsson

Sumarliði Sigurður Gunnarsson fæddist á Borgarfelli í Skaftártungu V-Skaftafellssýslu 11. ágúst 1927. Hann lést 8. júlí 2022.Foreldrar hans voru Gunnar Sæmundsson, f. 23. sept. 1886, d. 4. sept. 1971, og Kristín Sigurðardóttir, f. 8. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. ágúst 2022 | Viðskiptafréttir | 219 orð | 1 mynd

Icelandair með sterka viðspyrnu

Icelandair hefur náð bestu viðspyrnu meðal norrænna flugfélaga þegar horft er til fjölda farþega í hlutfalli við árið 2019. Þetta kemur fram í greiningu sem birt var á vef Ferðamálastofu í gær. Meira
11. ágúst 2022 | Viðskiptafréttir | 444 orð | 3 myndir

Telur það versta afstaðið á eignamörkuðum hérlendis

Baksvið Logi Sigurðarson logis@mbl.is Hlutabréfamarkaðurinn rétti úr kútnum í júlí eftir slæmt gengi í vor. Hagfræðingur telur að lækkanir á hrávörumarkaði, þá sérstaklega á olíu, hafi gefið markaðinum tækifæri til þess að ná andanum. Konráð S. Meira
11. ágúst 2022 | Viðskiptafréttir | 216 orð | 1 mynd

Verðmæti Símans hefur rýrnað um 15% á árinu

Hlutabréf í Símanum héldu áfram að lækka í gær. Við lok markaða hafði gengi bréfa í félaginu lækkað um 8,1% og stóð þá í 10,2 kr. á hlut. Meira

Daglegt líf

11. ágúst 2022 | Daglegt líf | 540 orð | 2 myndir

Eignarhluturinn í Eyri Invest er áfram til sölu

Dagmál Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ríflega 14% hlutur Landsbankans í fjárfestingafélaginu Eyri Invest er til sölu og hefur verið það um langt skeið. Þetta staðfestir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, í samtali í Dagmálum í dag. Meira
11. ágúst 2022 | Daglegt líf | 741 orð | 3 myndir

Ferguson var óvænt afmælisgjöf

„Þegar ég fékk hann hafði Fergusoninn staðið óhreyfður á eyri niðri við læk í tuttugu ár,“ segir Pétur Guðmundsson, sem finnst gaman að láta það virka sem bilar. Meira
11. ágúst 2022 | Daglegt líf | 389 orð | 1 mynd

Skógrækt vinni nú gegn náttúru

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Skógrækt hefur snúist upp í andhverfu sína og grefur undan náttúru landsins, að mati Andrésar Arnalds, fyrrverandi fagmálastjóra Landræktar. Meira

Fastir þættir

11. ágúst 2022 | Fastir þættir | 141 orð | 1 mynd

1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. De2 Rxe4 6. Dxe4 Rd7 7...

1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. De2 Rxe4 6. Dxe4 Rd7 7. Bc4 Rf6 8. Re5 e6 9. De2 b5 10. Bd3 Dc7 11. a4 Bd6 12. Rxc6 b4 13. Rd4 a6 14. Rf5 Bb7 15. Rxg7+ Kf8 16. Rh5 Rxh5 17. Dxh5 Bxg2 18. Hg1 Hg8 19. Bxh7 Hg7 20. Meira
11. ágúst 2022 | Í dag | 270 orð

Af Meradölum og værukærum ketti

Margrét R Friðriksdóttir skrifar við fallega mynd á Boðnarmiði: „Faðir minn bað mig að setja þetta inn fyrir sig“: Skríður yfir skýjaslör skuggar færis leita, meðan drottins fingraför festinguna skreyta. Meira
11. ágúst 2022 | Árnað heilla | 282 orð | 1 mynd

Hrafn Gunnarsson

40 ára Hrafn ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands og er hugmynda- og hönnunarstjóri á auglýsinga- og hönnunarstofunni Brandenburg. Meira
11. ágúst 2022 | Í dag | 203 orð | 1 mynd

Hver vinnur streymisstríðið?

Nú þekkja eflaust margir það að setjast upp í sófa með popp í hendi og kveikja á Netflix, bara til þess að verða fyrir þeim vonbrigðum að uppáhaldsþættirnir þínir eru ekki lengur þar inni og nefni ég sem dæmi Friends. Meira
11. ágúst 2022 | Í dag | 69 orð

Málið

Að sjá upp á þýðir í Ísl. orðabók að líta á og dæmið: það er myndarlegt fólk upp á að sjá. Trúlega er þetta fáum undir sjötugu tamt enda er það ekki í Ísl. nútímamálsorðabók. En að horfa upp á e-ð : verða vitni að e-u , er á lífi. Meira
11. ágúst 2022 | Árnað heilla | 838 orð | 4 myndir

Mikilvægur í leirlistasögunni

Einar Steinólfur Guðmundsson fæddist í München 11. ágúst 1932. Hann ólst upp hjá foreldrunum í Reykjavík, ásamt ömmu sinni, Theresiu Zeitner, sem gifst hafði Guðmundi 1926 en þau skilið. Meira
11. ágúst 2022 | Fastir þættir | 163 orð

Síðasta spilið. N-NS Norður &spade;ÁDG53 &heart;3 ⋄43 &klubs;KG964...

Síðasta spilið. N-NS Norður &spade;ÁDG53 &heart;3 ⋄43 &klubs;KG964 Vestur Austur &spade;K98 &spade;107 &heart;D98 &heart;764 ⋄ÁKG1052 ⋄D987 &klubs;5 &klubs;ÁD72 Suður &spade;642 &heart;ÁKG1052 ⋄6 &klubs;1083 Suður spilar 3&heart;. Meira
11. ágúst 2022 | Í dag | 93 orð | 1 mynd

Vilja að allir geti séð gosið

Ekki er hægt að fara í manngreinarálit þegar kemur að því að setja reglur til að tryggja öryggi göngufólks á gosstöðvunum í Meradölum. Þetta sagði Guðbrandur Örn Arnarson aðgerðastjóri Landsbjargar í samtali við Ísland vaknar í gær. Meira

Íþróttir

11. ágúst 2022 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Besti árangur Íslands á HM

Íslenska U18 ára landslið kvenna í handbolta hafnaði í áttunda sæti á HM í Skopje í Norður-Makedóníu eftir tap fyrir Egyptalandi í vítakeppni í leik um sjöunda sætið í gær. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Danielle best í 12. umferð

Bandaríski framherjinn Danielle Marcano úr Þrótti frá Reykjavík var besti leikmaður 12. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 694 orð | 2 myndir

Datt ekki í hug að þetta gæti komið fyrir núna

EM í sundi Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Maður fann fyrir orkuleysi í nokkra daga en er að koma til baka. Þetta er ekki það skæðasta sem getur komið fyrir mann en það tekur tíma að koma sér í gang aftur,“ sagði Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Erfið verkefni Víkings og Breiðabliks í Sambandsdeild UEFA

Víkingur úr Reykjavík og Breiðablik eiga ærin verkefni fyrir höndum í síðari leikjum sínum í 3. umferð Sambandsdeildar UEFA í kvöld. Víkingur heimsækir Póllandsmeistara Lech Poznan eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1:0 á Víkingsvelli fyrir viku síðan. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Guðmundur í grísku deildina

Guðmundur Þórarinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við OFI Crete á Krít í Grikklandi. Bakvörðurinn lék síðast með AaB í Danmörku en glímdi mikið við meiðsli og spilaði því aðeins sex leiki með liðinu. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

HK og Selfoss unnu góða sigra

HK hafði betur gegn botnliði Þróttar úr Vogum, 4:1, í 1. deild karla í knattspyrnu í gær og styrkti stöðu sína á toppnum. Hassan Jalloh skoraði tvö marka HK og Bruno Soares og Ásgeir Marteinsson sitt markið hvor. Magnús A. Ólafsson skoraði mark Þróttar. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

HM U18 kvenna Leikur um 7. sæti í Skopje: Ísland – Egyptaland...

HM U18 kvenna Leikur um 7. sæti í Skopje: Ísland – Egyptaland 31:31 *Egyptaland vann 35:33 eftir vítakeppni og Ísland hafnaði í 8. sæti. EM U18 karla Leikið um 9.-16. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

KA gerði út af við Ægi undir lokin

KA, sem leikur í Bestu deildinni, vann öruggan 3:0-sigur á 2. deildarliði Ægis þegar liðin mættust í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á Akureyri í gærkvöldi. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

Knattspyrna Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Safamýri: Kórdrengir...

Knattspyrna Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Safamýri: Kórdrengir – FH 18 Lengjudeild kvenna, 1. deild: Grindavík: Grindavík – Fjölnir 18 Kórinn: HK – Haukar 19.15 3. deild karla: Fjölnisv.: Vængir Júpí. – Augnablik 19. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 1033 orð | 2 myndir

Komast Víkingar og Blikar skrefi nær riðlakeppninni?

Evrópukeppni Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 457 orð | 3 myndir

*Kvennalið Manchester United í knattspyrnu hefur keypt franska...

*Kvennalið Manchester United í knattspyrnu hefur keypt franska landsliðsmiðvörðinn Aissatou Tounkara frá spænska félaginu Atlético Madríd. Meira
11. ágúst 2022 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Lengjudeild karla Selfoss – Þór 2:1 HK – Þróttur V. 4:1...

Lengjudeild karla Selfoss – Þór 2:1 HK – Þróttur V. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.