Greinar laugardaginn 17. september 2022

Fréttir

17. september 2022 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Baltasar fékk 500 milljónir

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Netflix-kvikmyndin Against the Ice sem Baltasar Kormákur og fyrirtæki hans RVK Studios framleiddi fékk rétt tæpan hálfan milljarð króna í endurgreiðslu frá íslenska ríkinu í ár. Meira
17. september 2022 | Erlendar fréttir | 504 orð | 1 mynd

„Skilja bara eftir sig dauða og hörmungar“

Yfirvöld í Úkraníu segjast hafa talið 450 fjöldagrafir á einum stað við borgina Isíum eftir að þeir endurheimtu svæðið og saka Rússa um óheyrileg níðingsverk gagnvart úkraínskum borgurum. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 1649 orð | 7 myndir

„Það er svo margt ef að er gáð/sem um er þörf að ræða,“ orti...

„Það er svo margt ef að er gáð/sem um er þörf að ræða,“ orti listaskáldið. Inngrips er þörf í efnahagsmálum og snúa verður niður verðbólguna, svo miklum vanda sem hún veldur meðal annars á íbúðamarkaði og skaðar lífskjör almennings. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 200 orð | 2 myndir

Bílafloti landsmanna næstum alveg litlaus

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Um 31% af þeim bílum sem hafa komið nýir á götuna í ár eru hvítir að lit. Hvítur er vinsælasti liturinn í bílaflotanum en sá næstvinsælasti er grár. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 323 orð | 2 myndir

Byggir nýjan Laxabakka á bökkum Sogs

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Grind og sperrur að nýju húsi að Laxabakka í Þrastaskógi við Sogið hafa nú verið reistar og áformað er að byggingin verði tilbúin að ári. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Kvöldflug Það var kyrrlátt kvöld við sæinn í Keflavík í vikunni þegar ljósmyndari átti leið um. Máva á flugi bar við litfagran kvöldhimininn og á jörðu niðri gjálfraði... Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Engar dósir eftir á Húsavík

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur heldur betur gengið vel. Fyrir okkur er þetta alveg ný tekjulind enda höfum við ekkert verið inni í ÁTVR,“ segir Þorsteinn Snævar Benediktsson, eigandi Húsavík öl. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Esjuskaflinn lifir eftir kalt sumarið

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni mun ekki hverfa þetta árið. Fönn þessi, sem er nánast efstí fjallinu vestan við Kistufell, hefur lengi verið höfð sem óopinber hitamælir og staðan höfð til vitnis um tíðarfar hvers árs. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Faraldurinn kallar á fleiri gagnaver

Þörf fyrir uppbyggingu gagnavera í heiminum hefur aukist mjög vegna aukinnar fjarvinnu í heimsfaraldrinum. Hýsa þarf tölvukerfin. Meira
17. september 2022 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Findsen ákærður fyrir leka

Lars Findsen, fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, var ákærður í dag fyrir að hafa lekið ríkisleyndarmálum til bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 283 orð

Fjárfesta fyrir 30 milljarða

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Franski fjárfestingarsjóðurinn Ardian, sem í vikunni gekk frá kaupum á Mílu, dótturfélagi Símans, hyggst hraða uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi og verja til þess um 30 milljörðum króna á næstu fimm árum. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Geti hætt að setja póstinn í bréfalúgur í hverju húsi

Lagt er til í frumvarpsdrögum innviðaráðuneytisins um póstþjónustu að heimildir til að nýta bréfakassasamstæður við dreifingu pósts verði rýmkaðar til muna. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 701 orð | 7 myndir

Hafernir og selalátur á Heggstaðanesinu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Heggstaðanes heitir skaginn sem gengur fram í Húnaflóa og er milli Hrútafjarðar og Miðfjarðar. Á Íslandskortum er þetta áberandi staður sem flestir þekkja, en færri hafa farið um. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Hallarekstur í Háskóla Íslands

Yfirlit um rekstur Háskóla Íslands fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs sýnir rekstrarhalla upp á 50 milljónir króna. Rekstraryfirlit fyrir skólann í heild var lagt fram á fundi háskólaráðs hinn 8. september síðastliðinn. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 597 orð | 2 myndir

Haustlitadýrð í Skallagrímsgarðinum

Úr bæjarlífinu Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Umdeilt var á sínum tíma þegar bæjaryfirvöld ákváðu að lækka hámarkshraða á aðalgötu bæjarins, Borgarbrautinni, niður í 30 km. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Hinn fjölbreytilegi heimur sveppanna kannaður

Grasagarðurinn í Laugardal bauð í gær upp á sérstaka göngu í tilefni Dags íslenskrar náttúru, þar sem gestir og gangandi fengu að kynnast hinni fjölbreyttu fungu Íslands. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 508 orð | 1 mynd

Hver verður framtíð Ægisgötuhúss?

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Enn ein fyrirspurnin hefur borist Reykjavíkurborg um framtíð hins reisulega húss, Ægisgötu 7, þar sem í upphafi voru framleiddar stáltunnur. Þetta er hús á besta stað í borginni, skammt fyrir ofan Slippinn og Gömlu höfnina. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 426 orð | 2 myndir

Lífið er götudans

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lífið snýst um götudans hjá Brynju Pétursdóttur danskennara. Hún byrjaði að miðla af reynslu sinni og halda stutt námskeið 2004 og stofnaði síðan skólann Dans Brynju Péturs í september 2012. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Mikil törn við að steypa gólf Þorskafjarðarbrúar

Byrjað var að steypa gólf brúar yfir Þorskafjörð í gær. Er þetta mikil törn því búist var við 24-30 klukkustunda vinnu í beit því ekki má stoppa á meðan steypt er. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

Orka og áburður í grænum iðnaði

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við teljum að þessi hugmyndafræði eigi mjög vel við í dag, að leita allra leiða til að aukna virkni hringrásarhagkerfisins,“ segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu, samstarfsverkefnis um nýsköpun á Suðurlandi. Orkídea kannar nú, samkvæmt viljayfirlýsingu við viðkomandi sveitarfélög, möguleika á starfsemi í grænum iðngörðum í Bláskógabyggð og Rangárþingi ytra. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Ómar af anda Sigríðar í Brattholti

Ómar Ragnarsson, fréttamaður, náttúruverndari, skemmtikraftur og ótalmargt fleira, tók í gær við náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, en Dagur íslenskrar náttúru... Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 365 orð

Óvenjumörg andlát í mars og júlí

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls höfðu 213 látist hér á landi 30. ágúst síðastliðinn af völdum kórónuveirusjúkdómsins Covid-19, samkvæmt vefnum covid.is. Tölurnar voru þá uppfærðar eftir yfirferð dánarvottorða. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 673 orð | 1 mynd

Ríkisstörfum fjölgaði mikið í fyrra

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Störfum á vegum ríkisins fjölgaði mikið á síðasta ári. Stöðugildin voru alls 26.610 talsins um síðustu áramót en á árinu 2021 fjölgaði þeim um 1.328 eða um 5,3%. Er þetta mesta fjölgun sem átt hefur sér stað milli ára frá því Byggðastofnun hóf að fylgjast með fjölda ríkisstarfa. Var fjölgunin á árinu 2021 talsvert meiri en árin á undan. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

September mjög sólríkur í höfuðborginni

Septembermánuður hefur verið einstaklega sólríkur í Reykjavík það sem af er, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu. Sólskinsstundir fyrri hluta september hafa mælst 106,4. Er það 42 stundum umfram meðallag. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Skólamunir fari hvergi

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á síðasta fundi borgarráðs lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að hætt verði við þau áform að leggja niður skólamunastofu Austurbæjarskóla. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Standa vörð um mannréttindi

„Efnahagsmálin vega þungt nú í upphafi þingvetrar þegar að mörgu er að hyggja bæði hér heima og á alþjóðavísu,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður VG. „Nauðsynlegt er að ná tökum á verðbólgunni. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 592 orð | 3 myndir

Starfsemi gagnavera lendir í skotlínunni

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ásókn í orku til að knýja ný gagnaver hér á landi hefur aukist mjög á undanförnum misserum. Innrásin í Úkraínu og hækkun orkuverðs hefur enn bætt í. Þar fyrir utan hefur eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í þessum tilgangi aukist til muna. Andstöðu við sölu orku til gagnavera hefur orðið vart, til dæmis á Írlandi. Forstöðumaður hjá Landsvirkjun segir þó að þeir talsmenn fyrirtækja sem hingað leita nefni það ekki sem ástæðu. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Stöðugildum fjölgaði mikið í fyrra

Störfum á vegum ríkisins fjölgaði um 1.238 stöðugildi á síðasta ári, og nemur fjölgunin um 5,3% á milli ára. Er þetta mesta fjölgun á stöðugildum hjá ríkinu sem átt hefur sér stað frá því að Byggðastofnun hóf að greina fjölda ríkisstarfa. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Til þjónustu á landsbyggðinni

Prestsvígsla verður í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag, 18. september, og hefst athöfnin klukkan 13:00. Þrjár konur verða þá vígðar til þjónustu á landsbyggðinni. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígir guðfræðingana þrjá. Meira
17. september 2022 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Tíu látnir og fjögurra enn saknað

Vitað er um tíu dauðsföll og enn er leitað fjögurra eftir fádæma rigningar og flóð í miðhluta Ítalíu. Barn sem varð viðskila við foreldri sitt í flóðinu er meðal þeirra sem er leitað. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Vaxandi hraðakstur

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stafrænar hraðamyndavélar skráðu samanlagt að meðaltali 111 brot á dag í fyrra. Alls voru skráð 40.420 brot árið 2021 og eru það töluvert fleiri brot en skráð voru árið á undan. Þessi fjöldi brota er þó í réttu samræmi við þróunina árin á undan, að undanteknu árinu 2020 þegar óvenjufá brot voru skráð. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Þremur fjölmiðlaveitum var synjað

Alls hlutu 25 einkareknar fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning fyrir árið 2022, alls tæplega 381 milljón, en greint var frá úthlutun í vikunni. Meira
17. september 2022 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Þrír slasaðir eftir árekstur á Snæfellsnesvegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsnesvegi norður af Borgarnesi um þrjúleytið í gær, en þá skullu tveir bílar saman. Slösuðust þrír í árekstrinum að sögn lögreglunnar á Vesturlandi. Meira

Ritstjórnargreinar

17. september 2022 | Staksteinar | 225 orð | 2 myndir

Byltingin fer út að borða

Óvissunni hefur verið eytt og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á þingi þess, sem fram fer 10.-12. október. Fer vel á því í ljósi þess að hann var fremstur í broddi þeirra, sem knúðu Drífu Snædal, fyrrv. forseta ASÍ, til afsagnar. Meira
17. september 2022 | Reykjavíkurbréf | 1512 orð | 1 mynd

Ekkert segir alla söguna

Margur hefði náð að koma sér út úr húsi hjá stórum hópi heillar þjóðar á svo langri göngu í kastljósi hennar, en ekki þessi einstæða kona. Meira
17. september 2022 | Leiðarar | 609 orð

Jafningur

Nafnbreyting á Samfylkingunni dugir ekki ein og sér Meira

Menning

17. september 2022 | Myndlist | 262 orð | 1 mynd

„Er til litur sem er ekki til?“

Einkasýning Steingríms Eyfjörð, Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrú , verður opnuð kl. 16 í dag, laugardag, í Hverfisgalleríi. Er hún þriðja einkasýning Steingríms hjá galleríinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Meira
17. september 2022 | Fjölmiðlar | 76 orð | 1 mynd

Blade Runner-þáttaröð í pípunum

Amazon Studios, kvikmynda- og sjónvarpsefnisarmur Amazon-netverslunarinnar, hyggst gera stutta þáttaröð byggða á kvikmyndunum Blade Runner og Blade Runner 204 9 og mun sú heita Blade Runner 2099. Meira
17. september 2022 | Myndlist | 227 orð | 1 mynd

Haustsýning Skaftfells opnuð

Haustsýning Skaftfells á Seyðisfirði, sýning dönsku myndlistarkonunnar Rikke Luther, On Moving Ground. Sand, Mud, and Planetary Change , verður opnuð í dag kl. 16 og kl. 18 verður kvikmyndasýning í Herðubíói. Meira
17. september 2022 | Tónlist | 98 orð | 1 mynd

Heiðra Ellu Fitzgerald í Salnum

Tónleikar til heiðurs Ellu Fitzgerald, einni mestu djasssöngkonu allra tíma, verða haldnir í kvöld kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Meira
17. september 2022 | Myndlist | 187 orð | 1 mynd

Í Hallsteins nafni

Í Hallsteins nafni nefnist sýningar-og margmiðlunarverkefni Café Pysju, helgað Hallsteini Sigurðssyni myndhöggvara. Það hefst í dag með útgáfu blaðs sem tileinkað er listamanninum. Verður sýning einnig opnuð í dag kl. Meira
17. september 2022 | Tónlist | 208 orð | 1 mynd

Kammermúsíkklúbburinn hefur starfsárið

Starfsvetur Kammermúsíkklúbbsins 2022-2023 hefst með tónleikum á morgun, sunnudag, þar sem „sex af fremstu strengjaleikurum þjóðarinnar flytja glæsileg verk eftir Beethoven og Brahms“, eins og það er orðað í tilkynningu. Meira
17. september 2022 | Tónlist | 525 orð | 3 myndir

Má ég fá að heyra meira?

Eitt af því besta sem ég hef heyrt í ár er stuttskífa Unu Torfa, Flækt og týnd og einmana. Alveg afskaplega hreint og beint verk, afdráttarlaust og ástríðufullt. Og líka skemmtilegt. Meira
17. september 2022 | Bókmenntir | 138 orð | 1 mynd

Málþing um Þorstein frá Hamri

Málþing um skáldið Þorstein frá Hamri verður haldið í Hátíðasal aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag, laugardag. Þorsteinsþingið, sem hefst kl. Meira
17. september 2022 | Myndlist | 175 orð | 1 mynd

Ósýnilegt kerfi að baki þægindum

Kerfið er titill nýrrar sýningar Elvars Arnar Kjartanssonar í Grófarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem opnuð verður í dag. Meira
17. september 2022 | Leiklist | 885 orð | 2 myndir

Saga Sigþrúðar heillaði strax

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég tengdi strax við bókina þegar ég las hana eftir að mér bauðst þetta verkefni. Meira
17. september 2022 | Myndlist | 260 orð | 1 mynd

Skrásetning á íslenskum torfbæjum

Á elleftu stundu nefnist sýning sem opnuð verður í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands í dag, laugardag, kl. 14. Kl. 13 verður sýningarspjall á dönsku með sýningarhöfundinum Kirsten Simonsen og arkitektunum Poul Nedergaard Jensen og Jens Frederiksen. Meira
17. september 2022 | Myndlist | 302 orð | 1 mynd

Sýning vídeó- og raflistarfrumkvöðla

Sýningin Summa & sundrung verður opnuð í dag kl. 15 í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Þar má sjá verk eftir Steinu og Woody Vasulka og bandaríska myndlistarmanninn Gary Hill. Meira
17. september 2022 | Kvikmyndir | 650 orð | 2 myndir

Töfrandi heimur söngvamynda

Leikstjórn: Nanna Kristín Magnúsdóttir. Handrit: Nanna Kristín Magnúsdóttir. Aðalleikarar: Ísabella Jónatansdóttir, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Óttar Kjerulf Þorvarðarson, Jón Arnór Pétursson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Vala Sigurðardóttir Snædal. Ísland, 2022. 86 mín. Meira
17. september 2022 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Verk ungs eldhuga og gamals meistara í túlkun Helsing

Finnski hljómsveitarstjórinn Anna-Maria Helsing stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum sínum í Hofi á Akureyri á morgun, sunnudaginn 18. september, kl. 16. Mun hún þar túlka síðustu sinfóníu Haydns og fyrstu sinfóníu Beethovens. Meira

Umræðan

17. september 2022 | Aðsent efni | 606 orð | 1 mynd

Allir velkomnir

Sigurbjörn Þorkelsson: "Við erum öll eitt í Kristi. Það snýst ekki um að vita, kunna eða skilja, heldur að taka á móti í auðmýkt og þakklæti." Meira
17. september 2022 | Pistlar | 391 orð | 1 mynd

Áfram gakk!

Í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti er lögð áhersla á að skapa menningarstarfi, viðskiptalífi og ferðaþjónustu umhverfi sem stuðlar að velsæld og verðmætasköpun fyrir samfélagið. Meira
17. september 2022 | Pistlar | 412 orð | 3 myndir

Fræðsla og fyrirmenni

Íslensk málstefna, staðfest á Alþingi 2009 eftir tillögu Íslenskrar málnefndar, fjallaði meðal annars um mikilvægi náms og kennslu í íslensku sem öðru máli. Meira
17. september 2022 | Aðsent efni | 552 orð | 1 mynd

Heilbrigðisráðherra og réttindi sjúkratryggðra

Sigurður T. Garðarsson: "Fólkið sem er á biðlistum fyrrgreindra stofnana og er sjúkratryggt er svipt sinni sjúkratryggingu ef það leitar til fjórða aðilans á Íslandi..." Meira
17. september 2022 | Aðsent efni | 445 orð | 1 mynd

Höfundar höfrungahlaupsins

Steinþór Jónsson: "Með greiningu sinni hafa þeir félagar í raun dregið fram ábyrgð Samtaka atvinnulífsins, SA, á núverandi ástandi og staðfestuleysi í gegnum árin." Meira
17. september 2022 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Með hendur bundnar fyrir aftan bak

Vigdís Häsler: "Tollar á innfluttar vörur eru ekki séríslenskt fyrirbæri. Um 87% af 2.000 tollskrárnúmerum er varða landbúnaðarvörur eru tollfrjáls." Meira
17. september 2022 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Ríkisstjórn bannar rannsóknir

Sigríður Ásthildur Andersen: "Á þessum þingvetri hyggst umhverfisráðherra freista þess öðru sinni að fá samþykkt frumvarp sem bannar rannsóknir í efnahagslögsögunni." Meira
17. september 2022 | Pistlar | 301 orð

Rökin fyrir konungdæmi

Nýlegt lát hins ágæta breska þjóðhöfðingja Elísabetar II. leiðir hugann að forvitnilegri spurningu: Er það tilviljun, að þau sjö lönd Evrópu, þar sem stjórnarfar er einna best, skuli öll vera konungdæmi? Meira
17. september 2022 | Pistlar | 781 orð | 1 mynd

Stefnuræða og alþjóðastraumar

Þótt ekki sé mikið um greiningu alþjóðamála í stefnuumræðum stjórnmálamanna setja alþjóðastraumar svip á viðhorf og ræður. Meira
17. september 2022 | Aðsent efni | 828 orð | 1 mynd

Tímavirði kjósenda

Örn Gunnlaugsson: "Í raun eru þeir aðeins laumukommar sem sigla undir fölsku flaggi. Skattlagning upp á rúmlega sexfaldar tekjur slær öllum kommum við." Meira

Minningargreinar

17. september 2022 | Minningargreinar | 184 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Grímsson

Aðalsteinn Grímsson fæddist 7. júlí 1941. Hann lést 26. ágúst 2022. Útför fór fram 5. september 2022. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1440 orð | 1 mynd | ókeypis

Freysteinn Þórðarson

Freysteinn Þórðarson vélstjóri fæddist á Haukafelli 23. nóvember 1929. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 12. september 2022.Foreldrar hans voru Þórður Jónsson búfræðingur frá Rauðabergi á Mýrum, f. 3. október 1900, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2022 | Minningargreinar | 936 orð | 1 mynd

Freysteinn Þórðarson

Freysteinn Þórðarson vélstjóri fæddist á Haukafelli 23. nóvember 1929. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 12. september 2022. Foreldrar hans voru Þórður Jónsson búfræðingur frá Rauðabergi á Mýrum, f. 3. október 1900, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2022 | Minningargreinar | 831 orð | 1 mynd

Gísli Rúnar Guðmundsson

Gísli Rúnar Guðmundsson fæddist í Beinateigi á Stokkseyri þann 9. júlí 1938. Hann lést á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka þann 7. september 2022. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2022 | Minningargreinar | 1078 orð | 1 mynd

Hafdís Halla Ásgeirsdóttir

Hafdís Halla Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1961. Hún lést 6. september 2022 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hennar voru Ásgeir J. Sigurgeirsson, f. 8. júlí 1932, d. 2. október 1967, og Margrét J. Hallsdóttir, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2022 | Minningargreinar | 352 orð | 1 mynd

Ingvar Gíslason

Ingvar Gíslason fæddist 8. mars 1926. Hann lést 17. ágúst 2022. Útför Ingvars fór fram 31. ágúst 2022. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2022 | Minningargreinar | 683 orð | 1 mynd

Kristleifur L. Meldal

Kristleifur L. Meldal fæddist 17. ágúst 1946 á Akureyri. Hann lést 6. september 2022 á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir erfið veikindi. Foreldrar Kristleifs voru Loftur Meldal, verkamaður, f. 5. febrúar 1906 í Melrakkadal, Víðidal í V-Húnavatnssýslu, d.... Meira  Kaupa minningabók
17. september 2022 | Minningargreinar | 827 orð | 1 mynd

Regína Geirsdóttir

Regína Geirsdóttir fæddist í Sandgerði 4. september 1954. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. ágúst 2022. Foreldrar hennar eru Geir Sigurlíni Geirmundsson frá Fljótavík, f. 25. maí 1932, og Þóra Sigríður Sigfúsdóttir frá Hvammi í Þistilfirði,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. september 2022 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Hagnaður AKSO ehf. nær tvöfaldast á milli ára

Hagnaður AKSO ehf. nam á síðasta ári rúmlega 1,8 milljörðum króna, og nær tvöfaldaðist á milli ára. Þá námu tekjur félagsins í fyrra um 17,4 milljörðum króna og hækkuðu um rúma 2,6 milljarða króna á milli ára. Meira
17. september 2022 | Viðskiptafréttir | 956 orð | 3 myndir

Ætla að hraða uppbyggingu innviða

Fréttaskýring Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Nú hefst það sem kalla má vinna við uppbyggingu Mílu sem sjálfstæðrar einingar, öflugri fjarskiptainnviða og myndun viðskiptasambanda við fjölbreytta flóru fjarskiptafyrirtækja. Meira

Daglegt líf

17. september 2022 | Daglegt líf | 760 orð | 4 myndir

Útiræktað grænmeti slær í gegn

„Okkur finnst mjög mikilvægt að sem minnst fari til spillis, því okkur finnst fáránlegt að henda mat,“ segir Indíana Þórsteinsdóttir, ungbóndi í Vallakoti í Þingeyjarsveit, en unga fólkið þar hóf grænmetisrækt í ár. Meira

Fastir þættir

17. september 2022 | Fastir þættir | 176 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Rc3 Rf6 4. e5 dxe5 5. Rxe5 e6 6. Bb5+ Rbd7 7. d4...

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Rc3 Rf6 4. e5 dxe5 5. Rxe5 e6 6. Bb5+ Rbd7 7. d4 a6 8. Bxd7+ Rxd7 9. Dh5 Rxe5 10. dxe5 b5 11. Bg5 Be7 12. Hd1 Dc7 13. Bxe7 Dxe7 14. Re4 0-0 15. Hd3 Kh8 16. Rf6 h6 17. Hg3 Bb7 18. Hxg7 Kxg7 19. Dg4+ Kh8 20. Df4 Kg7 21. Dg3+ Kh8 22. Meira
17. september 2022 | Í dag | 251 orð

Að vera markinu brenndur

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Stytt er guðspjalls heiti hér. Á horni mörgu þetta sá. Brenndur með því margur er. Margir keppast við að ná. Eysteinn Pétursson á þessa lausn: Markúsarguðspjalli mark er á. Mark á horni ær ég sá. Meira
17. september 2022 | Árnað heilla | 78 orð | 1 mynd

Eyrún Ósk Sigurðardóttir

50 ára Eyrún ólst upp á Hofsnesi í Öræfum og í Vestmannaeyjum en býr á Selfossi og í þorpinu La Darita á Gran Canaria. Hún er leikskólakennari að mennt. Fjölskylda Sonur Eyrúnar er Salómon Smári Óskarson, f. 1994. Meira
17. september 2022 | Árnað heilla | 683 orð | 4 myndir

Gott að vera í Reykholti

Dagný Emilsdóttir er fædd 17. september 1952 í Reykjavík, yngsta barn foreldra sinna, og ólst upp í miðbænum. Meira
17. september 2022 | Í dag | 72 orð | 1 mynd

Hjalaði í beinni um plötu mömmu sinnar

Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN og píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann gáfu út nýja plötu með tíu íslenskum sönglögum í gær. Meira
17. september 2022 | Í dag | 207 orð | 1 mynd

Kamelljón í kaldastríðsþáttum

Ég er af kaldastríðskynslóðinni, sem sennilega skýrir að ég hef alltaf verið svag fyrir löngum og illskiljanlegum njósnasögum. Meira
17. september 2022 | Fastir þættir | 522 orð | 3 myndir

Kasparov kemst ekki á blað á slembiskákmótinu

Bragi Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson eru langstigahæstu keppendurnir í A-riðli haustmóts Taflfélags Reykjavíkur sem stendur yfir þessa dagana. Eftir fjórar umferðir af níu var Bragi einn efstur með fullt hús, fjóra vinninga af fjórum... Meira
17. september 2022 | Í dag | 61 orð

Málið

Að rjúfa merkir að sundra , gera skarð í , gera gat á , einnig að slíta . Við fljótlega skoðun virðist maður geta rofið flest í tilverunni, allt frá beikonskinkupakkningu til sambands síns við guð. Meira
17. september 2022 | Í dag | 1325 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Magnús Gunnarsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Ívar Helgason. Meira
17. september 2022 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

Mía Almarsdóttir og Hildur Ágústsdóttir héldu tombólu við Sundlaugina á...

Mía Almarsdóttir og Hildur Ágústsdóttir héldu tombólu við Sundlaugina á Akureyri sunnudaginn 4. september og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 11.000 krónur. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir framlag þeirra í þágu... Meira
17. september 2022 | Árnað heilla | 161 orð | 1 mynd

Ólafur H. Briem

Ólafur Haraldsson Briem fæddist 17. september 1872 á Rannveigarstöðum í Álftafirði. Foreldrar hans voru hjónin Haraldur Ólafsson Briem, f. 1841, d. 1919, hreppstjóri þar, og Þrúður Þórarinsdóttir, f. 1838, d. 1908. Meira
17. september 2022 | Fastir þættir | 157 orð

Sá snjallasti. S-Allir Norður &spade;2 &heart;KD ⋄ÁDG10...

Sá snjallasti. S-Allir Norður &spade;2 &heart;KD ⋄ÁDG10 &klubs;G98654 Vestur Austur &spade;DG10875 &spade;63 &heart;Á762 &heart;G9853 ⋄85 ⋄72 &klubs;K &klubs;Á732 Suður &spade;ÁK94 &heart;104 ⋄K9643 &klubs;D10 Suður spilar 3G. Meira

Íþróttir

17. september 2022 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Bakvörður dagsins er skrifaður í Lúxemborg, þar sem fimm íslensk lið...

Bakvörður dagsins er skrifaður í Lúxemborg, þar sem fimm íslensk lið keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

FH deildarmeistari

FH er deildarmeistari 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, eftir jafntefli gegn Tindastóli í lokaumferð deildarinnar á Sauðárkróksvelli á Sauðárkróki í gær. Kristin Schnurr kom FH yfir stax á 5. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Frakkland og Spánn í úrslit

Spánn mætir Frakklandi í úrslitaleik Evrópumóts karla í körfuknattleik í Berlín í Þýskalandi á morgun. Frakkland tryggði sér sæti í úrslitum með afar öruggum 95:54-sigri gegn Póllandi í undanúrslitum. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Heimir skrifaði undir í Jamaíku

Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíku í knattspyrnu. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Í toppbaráttu í Portúgal

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hefur leikið frábærlega á Open de Portugal-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi sem fram fer í Vau Óbido í Portúgal. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Úlfarsárdalur: Fram – Keflavík L14...

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Úlfarsárdalur: Fram – Keflavík L14 Hlíðarendi: Valur – KA L14 Garðabær: Stjarnan – FH L14 Akranes: ÍA – Leiknir R L14 Kópavogur: Breiðablik – ÍBV L14 Víkin: Víkingur R. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 327 orð | 1 mynd

Lengjudeild kvenna Tindastóll – FH 2:2 Víkingur – Fjölnir...

Lengjudeild kvenna Tindastóll – FH 2:2 Víkingur – Fjölnir 6:1 HK – Fjarðab./Höttur/Leiknir 1:1 Fylkir – Grindavík 2:1 Haukar – Augnablik 0:3 Lokastaðan: FH 18126046:942 Tindastóll 18125143:1541 Víkingur R. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Meistaraefnin byrja vel

Hildigunnur Einarsdóttir fór mikinn fyrir Val þegar liðið tók á móti Haukum í 1. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildarinnar, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Nýliðarnir höfðu ekki roð við Val

Íslands- og bikarmeistarar Vals eru með fullt hús stiga eða 4 stig í efsta sæti úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, eftir öruggan sigur gegn nýliðum Vestra í 2. umferð deildarinnar í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Afturelding – FH 25:25 Valur – Hörður 38:28...

Olísdeild karla Afturelding – FH 25:25 Valur – Hörður 38:28 Staðan: Valur 220063:524 Fram 211057:503 Stjarnan 211057:523 Grótta 210158:482 Selfoss 210154:602 ÍR 210153:602 Haukar 210156:542 Afturelding 201149:501 FH 201153:581 ÍBV 00000:00... Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 608 orð | 2 myndir

Reyndasta liðið lengi

Landsliðið Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari verður með sinn reyndasta hóp í fimmtán mánuði þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Venesúela og Albaníu síðar í þessum mánuði, 22. og 27. september. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Reynslumiklir leikmenn snúa aftur

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari verður með sinn reyndasta hóp í fimmtán mánuði þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Venesúela og Albaníu síðar í þessum mánuði, 22. og 27. september. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 441 orð | 1 mynd

Stelpurnar náðu í fyrstu verðlaunin

Í Lúxemborg Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska stúlknalandsliðið í hópfimleikum náði í fyrstu íslensku verðlaunin á Evrópumótinu í Lúxemborg í gær. Meira
17. september 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Tveir úrslitaleikir framundan

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari 21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, tilkynnti í gær leikmannahópinn fyrir umspilsleikina tvo gegn Tékkum þar sem leikið verður um sæti í lokakeppni EM. Liðin mætast á Víkingsvellinum næsta föstudag, 23. Meira

Sunnudagsblað

17. september 2022 | Sunnudagsblað | 1743 orð | 7 myndir

Aðalhlutverk í bíómynd!

Kvikmyndin Abbababb var frumsýnd 16. september en þar leika þrjú ungmenni aðalhlutverkin. Ísabellu Jónatansdóttur, Vilhjálmi Árna Sigurðssyni og Óttari Kjerulf Þorvarðarsyni fannst frábært að leika í kvikmynd og væru alveg til í fleiri slík hlutverk. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 729 orð | 1 mynd

Að vera verðugur bandamaður

Við Íslendingar getum verið þakklát fyrir að vera herlaus þjóð en við eigum sannarlega ekki að gorta okkur af því. Mikilvægt er að halda því til haga að þrátt fyrir herleysið þá byggjast varnir okkar á hermætti. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 1564 orð | 1 mynd

Barist innan vallar sem utan

Bill Russell varð ellefu sinnum NBA-meistari en hans er ekki síður minnst fyrir vasklega framgöngu í mannréttindamálum. Kristján Jónsson, kris@mbl.is Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 18 orð

Bergur Ebbi Benediktsson verður með uppistandssýninguna Kynslóðir í...

Bergur Ebbi Benediktsson verður með uppistandssýninguna Kynslóðir í Tjarnarbíói fram í nóvember og í Reykjanesbæ föstudaginn 23.... Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 1026 orð | 3 myndir

Blóðbað Bettyjar

Sviplegt dauðsfall Bettyjar nokkurrar Gore fyrir 42 árum varð tveimur sveitum sjónvarpsgerðarfólks að yrkisefni. Fyrri serían, Candy, er komin út en sú síðari, Love and Death, væntanleg í mars. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 110 orð | 1 mynd

Branagh borisar sig upp

Völd Boris Johnson hefur ekki fyrr tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Downingstræti 10 en að myndaflokkur í sex hlutum um valdatíð hans hefur göngu sína á Sky Atlantic í Bretlandi. Við erum að tala um 21. september. Þættirnir kallast This England. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 1129 orð | 2 myndir

Bylti bíómyndinni

Jean-Luc Godard kollvarpaði hefðbundnum hugmyndum um kvikmyndagerð á sjöunda áratugnum og má enn greina fingraför hans víða. Fiachra Gibbons Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 93 orð | 1 mynd

Fannst vanta íslenskt efni á YouTube og reddaði málunum

Hinum fimm ára Gretti Thor fannst vera verulegur skortur á íslensku barnaefni á YouTube – enda var það ástæðan fyrir því að foreldrar hans leyfa honum ekki að horfa á veituna. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 284 orð | 1 mynd

Fer dýpra en áður

Af hverju ber sýningin heitið Kynslóðir? Ég segi sögur sem ég ólst upp við. Sögur sem pabbi eða afi og amma sögðu mér. Einnig tala ég um krakkana mína og uppeldið. Samhengið sem kemur út úr þessu verður ákveðið þema í sýningunni. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 17 orð | 1 mynd

Gunnar Sigurðarson Stjörnuspáin er okkar ær og kýr. Sjálfur er ég...

Gunnar Sigurðarson Stjörnuspáin er okkar ær og kýr. Sjálfur er ég rísandi krabbi og næmur á... Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 395 orð | 1 mynd

Hef efasemdir um nákvæmnina

Persónulega man ég ekki eftir því að hafa fest kaup á einhverju vegna þess að það birtist mér á samfélagsmiðlum. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 310 orð | 7 myndir

Heilluð af kveneinka-spæjarastofu númer eitt

Ég er alltaf með nokkrar bækur í takinu og er alæta á bókmenntir þótt ég eigi það til að leggjast í sortir. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 533 orð | 3 myndir

Hraðari taugaboð - einn af lyklum árangurs

Rannsóknir í taugavísindum hafa áréttað sannleiksgildi orðtaksins að æfingin skapi meistarann. Talað er um myólíniseringu, sem geri að verkum að taugaboð berist hraðar milli taugafrumna. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 907 orð | 1 mynd

Íslenzka þjóðin verður að vera allsgáð þjóð

Synd væri að segja að áfengi hafi allar götur verið sjálfsagt og óumdeilt í samfélaginu. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 155 orð | 2 myndir

Komnir í hanakamb saman

Pönkgoðin í Sex Pistols greinir á vegna spilunar á laginu God Save the Queen. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 18. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 130 orð | 1 mynd

Lasso ekki að hætta?

Von Leikarinn Brett Goldstein hysjaði felmtri slegna aðdáendur Teds Lassos og félaga, í samnefndum gamanþætti, upp úr hyldýpinu í vikunni, alltént um stund. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 25 orð | 1 mynd

Minnisvarði um hvern?

Við Vatnsdalshóla í Austur-Húnavatnssýslu er skógarreitur sem Húnvetningafélagið í Reykjavík hafði umsjón með. Í lundi þessum er minnisvarði um fyrsta innfædda Húnvetninginn, sem var... Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 134 orð | 9 myndir

Myndir ársins frá öllum heimshornum

Sýning á myndum ársins frá World Press Photo stendur nú yfir í Kringlunni og veitir innsýn í atburði og líf fólks um allan heim. Ljósmyndin getur verið öflugur miðill og sýningin ber því glöggt vitni. Kringlan stendur fyrir sýningunni í samstarfi við Morgunblaðið. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 75 orð | 1 mynd

Nýr þáttur um endurræsingu

Endurræsing Það er tíska í sjónvarpi að endurræsa gamla gamanþætti. Má þar nefna Sex and the City, Will & Grace, Frasier og jafnvel Roseanne. Veðjað er á endurvinnslu í stað nýrra hugmynda. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 2944 orð | 3 myndir

Samhengið í lífinu orðið allt annað

Tónlistin tók Valdimar Guðmundsson heljartökum þegar í bernsku og hefur engin áform um að sleppa. Hann lítur á sig sem tónlistarmann fremur en söngvara og veit fátt skemmtilegra en að semja lag og sjá það lifna við. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 458 orð | 2 myndir

Sá fræjum breytinga í Dijon

Dijon, Frakklandi. AFP. | Sinnep er í miklu uppáhaldi hjá Frökkum en það er vandfundið þessa dagana. Þar sem sinnepskrukkur finnast á annað borð í hillum stórmarkaða eru skilti þar sem kveðið er á um að hver viðskiptavinur megi aðeins kaupa eina. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 86 orð | 1 mynd

Segir Disney bera Satan á herðum sér

Stríð Okkar hressasti maður, rokkgítaristinn Ted Nugent, liggur alla jafna ekki á skoðunum sínum. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 11 orð | 1 mynd

Sólveig Sigurðardóttir Nei, ég fylgist lítið með stjörnuspánni en...

Sólveig Sigurðardóttir Nei, ég fylgist lítið með stjörnuspánni en einstaka... Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 180 orð | 1 mynd

Stálu fullorðnir af börnum?

„Við erum nokkrir krakkar úr Laugarneshverfinu alvarlega illir.“ Með þessum orðum hófst lesendabréf í Morgunblaðinu á þessum degi 1962. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 21 orð | 1 mynd

Sunna Sveinsdóttir Ég hef gaman að skoða stjörnuspá en tek kannski ekki...

Sunna Sveinsdóttir Ég hef gaman að skoða stjörnuspá en tek kannski ekki mikið mark á henni. Kíki sjaldan á hana... Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 1041 orð | 2 myndir

Þingið sett og fjárlög kynnt

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðaði aukið aðhald í þá óbirtu fjárlagafrumvarpi sínu. Hann nefndi að fjárstuðningur við stjórnmálaflokka yrði minnkaður og sömuleiðis stæði til að slá á frest ýmsum fyrirhuguðum útgjöldum. Meira
17. september 2022 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Þorbjörn Kristjánsson Nei, ég hef aldrei fylgst að neinu ráði með...

Þorbjörn Kristjánsson Nei, ég hef aldrei fylgst að neinu ráði með... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.