Greinar föstudaginn 28. október 2022

Fréttir

28. október 2022 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Allt tiltækt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Íbúi á Akranesi fékk fyrirspurn frá kunningja í Reykjavík í gær um hvað væri að brenna. Svo víða sást kolsvartur mökkurinn frá „gömlu öskuhaugunum“ sem margir Skagamenn kalla enn, þótt þar sé nú rekin allt önnur starfsemi. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Alvöruatlaga að gerð samnings

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Kjaraviðræður við SGS (Starfsgreinasambandið), LÍV (Landssamband íslenskra verzlunarmanna) og VR eru komnar á fleygiferð. Sama á við um samflot iðnaðarmanna. Það er hafin alvöruatlaga að gerð kjarasamnings,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Innan vébanda þessara viðsemjenda SA eru yfir 100.000 launþegar. „Þetta eru alvörufundir og hvorir um sig eru að leggja fram tillögur og útfærslur. Þetta eru samningafundir eins og þeir eiga að vera.“ Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Áhrifamesta vísindakona Evrópu

Unnur Þorsteinsdóttir, nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, er áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum samkvæmt nýjum lista sem vefurinn Research. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 437 orð | 2 myndir

Ávanabindandi og töfrandi gufubað

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarin rúm þrjú ár hefur fólk getað farið í gufubað í sérstaklega útbúnu hjólhýsi á völdum stöðum við sjávarsíðuna, fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu en einnig úti á landsbyggðinni. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 582 orð | 2 myndir

Bjóða Dönum upp á svið og hákarl

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Danirnir eru mjög forvitnir um íslenskan mat og spyrja oft hvort við borðum ekki kindahausa og sitthvað fleira. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 493 orð | 4 myndir

Carlsen og Abdusattarov unnu undankeppnina

Skák Helgi Ólafsson helol@simnet. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 9 orð | 1 mynd

Eggert

Meðlæti Brauðið má ekki vanta á helstu veitingastöðum... Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 515 orð | 2 myndir

Fjarskiptainnviðir á hafsbotni berskjaldaðir

Undir yfirborðinu Andrés Magnússon andres@mbl.is Nú er liðinn mánuður frá því að sprengjur rufu gasleiðslur í Eystrasalti. Ekki leið á löngu þar til Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti þeirri skoðun sinni að orkuinnviðum heimsins væri ógnað. Um þá ályktun Pútíns er erfitt að efast, hann getur trútt um talað, enda telja flestir að skemmdarverkin á gasleiðslunum frá Rússlandi til Vestur-Evrópu hafi verið unnin að fyrirskipan hans þó Rússar harðneiti þeim ásökunum. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Fleiri götur í borginni lagðar undir gjaldsvæði 2

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að láta gera breytingar á gjaldsvæðum bílastæða í borginni. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Formannsframboð stór ákvörðun fyrir Guðlaug Þór

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veltir nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi um aðra helgi. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Hamraneslínur í jörð

Landsnet hefur ákveðið að fresta lagningu nýrra lína fjær byggð á höfuðborgarsvæðinu. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Hilmar 3. varaforseti

Hilmar Harðarson hefur verið kosinn 3. varaforseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Hann er formaður og framkvæmdastjóri Félags iðn- og tæknigreina (FIT) og formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga. Hilmar var kjörinn 3. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Íslandsbankaskýrslan ekki birt í vikunni

Skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er ekki að vænta í þessari viku. Þetta staðfestir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við mbl.is. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Kjaraviðræður eru komnar á fleygiferð

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Kjaraviðræður við SGS, LÍV og VR eru komnar á fleygiferð. Sama á við um samflot iðnaðarmanna. Meira
28. október 2022 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Límdi sig við stúlkuna með eyrnalokkinn

Lögreglan í Haag handtók í gær þrjá menn sem reyndu að eyðileggja meistaraverk Johannesar Vermeer, „Stúlkuna með perlueyrnalokkinn,“ en þeir sögðust vilja vekja athygli á loftslagsmálum með athæfi sínu. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

Lyklafellslínu frestað

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet hefur ákveðið að fresta lagningu nýrra lína fjær byggð á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er að óvissa hefur skapast vegna aukinnar eldvirkni á Reykjanesskaga og hættu á að hraun renni fljótlega yfir fyrirhugaðar línuleiðir ef eldgos verður í nágrenninu. Í staðinn verður ráðist í viðhald Hamraneslína og þær lagðar að hluta í jörðu og Ísallínur færðar. Það er gert til línurnar hamli ekki þróun byggðar í Hafnarfirði. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Nýtt kerfi flýtir framförum í kynbótum

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Pappi og plast fauk af ruslabíl á Hringveginum

Plastpokar, pappakassar og fleira rusl fauk af vörubíl sem var að flytja rusl á Hringveginum um Hörgárdal í vikunni. Bíllinn var fullhlaðinn. Meira
28. október 2022 | Erlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Reyna að tengja ódæðið við mótmælin

Stjórnvöld í Íran reyndu í gær að tengja hryðjuverk í borginni Shiraz á miðvikudaginn, sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams sögðust bera ábyrgð á, við mótmælin sem skekið hafa landið undanfarnar vikur. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Reynt að slá sundmet frá síðasta ári

„Markmiðið er að fá fleiri til að synda og alla til að synda meira,“ segir Linda Laufdal, verkefnastjóri hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), um landsátak í sundi sem hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. Meira
28. október 2022 | Erlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Segir hættulegan áratug fram undan

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Vesturlönd um að hafa stigmagnað átökin í Úkraínu. Sagði hann að Rússar væru einungis að verja „tilverurétt sinn“ gagnvart tilraunum „elítunnar“ á Vesturlöndum til þess að leggja Rússland í auðn. Meira
28. október 2022 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Segist vilja „heilbrigða“ rökræðu

Auðkýfingurinn Elon Musk lýsti því yfir í gær að takmark sitt með yfirvofandi kaupum á samfélagsmiðlinum Twitter væri að stuðla að „heilbrigðri“ rökræðu hugmynda og berjast gegn tilhneigingu samfélagsmiðla til þess að búa til bergmálshella... Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Slökkvistarfi lauk í gærkvöldi

Eldurinn sem logaði í gær á gámasvæði við Akranes kom upp þegar starfsmenn endurvinnslu á svæðinu voru að skera hvarfakút undan bílhræi sem var á leið til endurvinnslu erlendis. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Undur Íslands kynnt blaðamönnum og áhrifavöldum

Starfsmenn Lava show hella bráðnu hrauni yfir ís fyrir framan hóp af blaðamönnum og áhrifavöldum sem boðið var á Íslandskynningu á vegum íslenskra ferðaþjónustu- og hönnunarfyrirtækja í Lundúnum í gærkvöldi. Dagskráin heldur áfram í dag og á morgun. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Vantrauststillaga felld á fundi FÍ

Logi Sigurðarson logis@mbl.is Ferðafélag Íslands hélt sinn fyrsta félagsfund í gærkvöldi frá því að fyrrverandi forseti félagsins sagði af sér, um 300 manns sóttu fundinn sem lauk um kl. 22 í gærkvöldi. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Vara við einkavæðingu Strætó

„Fulltrúaráð Sameykis óttast að einkavæðing Strætó bs. muni koma illa niður á starfsfólki, almennu launafólki, efnalitlu fólki og námsfólki. Fulltrúaráðið krefst þess að öllum áformum um einkavæðingu Strætó bs. Meira
28. október 2022 | Innlendar fréttir | 225 orð

Vaxtatekjurnar aukast um 22%

Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 52 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og dróst hagnaðurinn saman um 6,6 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Meira

Ritstjórnargreinar

28. október 2022 | Leiðarar | 660 orð

Félagafrelsi

Jafn sjálfsagt á að vera að fá að neita aðild að félagi eins og að fá að stofna eða ganga í félag Meira
28. október 2022 | Staksteinar | 240 orð | 1 mynd

Hertar aðgerðir nýrrar stjórnar

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um nýjan stjórnarsáttmála hægri blokkarinnar í Svíþjóð í pistli á mbl.is. Í sáttmálanum er tekið á ýmsum málum en innflytjendamál taka um þriðjung sáttmálans, enda voru þau fyrirferðarmikil í kosningunum. Sigurður Már segir nýjan ráðherra fólksflutninga hafa sagt í viðtali að til að „koma skikki á aðlögun verðum við að draga úr fjölda innflytjenda. Með nýjum umbótum mun ríkisstjórnin knýja fram viðhorfsbreytingu í sænskri innflytjendastefnu.“ Meira

Menning

28. október 2022 | Fjölmiðlar | 207 orð | 1 mynd

Finnar finna fegurð í ljótleika lífsins

Yksi, kaksi, kolme er líklega það eina sem maður kann í finnsku. Hækkandi aldur getur haft í för með sér aukinn þroska, opnari huga og meira umburðarlyndi gagnvart öðrum þjóðum, þeirra hefðum og tungum. Þannig á a.m.k. Meira
28. október 2022 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Fjölskylduhátíðin Rökkvan í Garðabæ

Rökkvan nefnist hátíð sem haldin verður á Garðatorgi í Garðabæ í kvöld og sáu ungir listamenn um skipulag hennar í samvinnu við menningarfulltrúa bæjarins, Ólöfu Breiðfjörð. Tónlistarmenn koma fram og hönnuðir og myndlistarmenn sýna verk sín Meira
28. október 2022 | Menningarlíf | 582 orð | 2 myndir

Hrekkjavaka þema hátíðarinnar

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð hefst á morgun, laugardag, í Bíó Paradís og stendur yfir í viku, til 6. nóvember, með fjölda bíósýninga og viðburða. Hátíðin er nú haldin í níunda sinn og sem fyrr er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, verndari hátíðarinnar Meira
28. október 2022 | Tónlist | 47 orð | 1 mynd

JóiPé og Króli halda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Tónlistarmennirnir Jóhannes Patreksson og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktir sem tvíeykið JóiPé og Króli, halda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, 29. október. Meira
28. október 2022 | Menningarlíf | 241 orð | 1 mynd

Nýtt tónleikhúsverk eftir Elínu í Hörpu

Skemmtilegt er myrkrið er heiti fjörugs tónleikhúsverks eftir tónskáldið Elínu Gunnlaugsdóttur sem verður flutt fjórum sinnum í Kaldalóni í Hörpu um helgina, á laugardag klukkan 13 og 15 og á sama tíma á sunnudag Meira
28. október 2022 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Rökkur þema haustsýningar

Haustsýning Grósku verður opnuð í dag, föstudag, kl. 18.30 í Gróskusalnum á 2. hæð á Garðatorgi 1 í Garðabæ og einnig á torginu fyrir framan. Þema sýningarinnar er rökkur og opnunin tengist listahátíðinni Rökkvunni Meira
28. október 2022 | Menningarlíf | 579 orð | 2 myndir

Steinninn sekkur til botns

Laugarásbíó, Smárabíó og Sambíóin Black Adam ★½··· Leikstjórn: Jaume Collet-Serra. Handrit: Adam Sztykiel. Aðalleikarar: Dwayne Johnson, Aldis Hodge, Pierce Brosnan, Sarah Shahi og Marwan Kenzari. Bandaríkin 2022. 124 mín. Meira
28. október 2022 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Svart tungl dvínar í Harbinger

Myndlistarkonan Patty Spyrakos opnar sýninguna Svart tungl dvínar í Harbinger, Freyjugötu 1, í dag kl. 18 og mun tónlistarkonan Mr. Silla koma fram kl. 18.30. Í tilkynningu segir m.a Meira
28. október 2022 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Verk Halldórs sýnd í Listvali á Granda

Sýning á verkum Halldórs Ragnarssonar, „Hérna, núna og kannski á eftir“, verður opnuð í Listvali á Granda á Hólmaslóð 6 á morgun, laugardag, kl. 15. Í verkunum á sýningunni veltir Halldór fyrir sér eilífri hringrás tilfinninga í tengslum við merkingu og heimspeki tungumáls Meira
28. október 2022 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Örþing á morgun um Danteþýðingar

Bræðurnir Einar og Jón Thoroddsen hafa hafa í meira en áratug unnið að fyrstu heildarþýðingunni á íslensku í bundnu máli á hinum 700 ára gamla Guðdómlega gleðileik Dantes. Víti (Inferno) kom út 2020 og Skírnarfjallið (Purgatorio) fyrir nokkru síðan Meira

Umræðan

28. október 2022 | Aðsent efni | 572 orð | 1 mynd

Ákvörðun sem þjóðin á að taka

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: "Loks ítrekaði Bondevik mikilvægi þess að ræða aðild að ESB á nýjan leik. Það þyrfti að gera almennilega og með heildarmyndina í huga." Meira
28. október 2022 | Velvakandi | 105 orð | 1 mynd

Enn dregst heilbrigðisþjónusta saman

Það byrjaði með sameiningarbylgju sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem ekki gekk þrautalaust fyrir sig og var ekki sérstakt gæfuspor að virðist. Síðan kom röðin að landsbyggðinni, héraðslæknisdæmin færð undir landshlutasjúkrahús og miðstýring aukin. Meira
28. október 2022 | Aðsent efni | 371 orð | 1 mynd

Fordómar eru okkar mesti óvinur

Ingunn Hansdóttir: "Það sem við eigum við að glíma með fíknsjúkdóminn, ólíkt öðrum sjúkdómum, er skaðinn sem hann getur valdið, skömmin, sektarkenndin og niðurlægingin sem verður í kjölfarið." Meira
28. október 2022 | Pistlar | 459 orð | 1 mynd

Mótum framtíðina

Það var áhrifamikil stund fyrir mig þegar ég gekk inn í Laugardalshöll á minn fyrsta landsfund, á köldum en fallegum degi í nóvember árið 2011. Ég var 21 árs og full tilhlökkunar. Þá sat vinstri stjórn við völd í landinu. Meira
28. október 2022 | Aðsent efni | 390 orð | 1 mynd

Skömm íslensku þjóðarinnar

Matthildur Skúladóttir: "Ráðamenn taka oft til máls og reyna að sannfæra okkur hin um að við eigum eitt besta heilbrigðiskerfi í heiminum og flotta lífeyrissjóði." Meira
28. október 2022 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Um illa vist ungra mæðra í íslenskum fangelsum

Skírnir Garðarsson: "Nú er tími kominn til að gera upp misrétti gagnvart ungum mæðrum sem þolað hafa órétt í íslenskum fangelsum." Meira
28. október 2022 | Aðsent efni | 335 orð | 1 mynd

Umvefjandi nærvera

Sigurbjörn Þorkelsson: "Mér finnst svo óendanlega þakkarvert og gott að trúa því og vita til þess, skynja og meðtaka að maður sé umfaðmaður af Guði sem skapaði þennan heim." Meira
28. október 2022 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Verum raunsæ

Werner Ívan Rasmusson: "Er ekki kominn tími til að sinna okkar eigin innlendu „flóttamönnum“?" Meira
28. október 2022 | Aðsent efni | 906 orð | 1 mynd

Við viljum öll valfrelsi og góða heilsu

Þorkell Sigurlaugsson: "Frelsisskerðing aldraðs fólks og heilbrigðisstefna andúðar á einkarekstri er ekki í samræmi við frelsis- og manngildishugsjón Sjálfstæðisflokksins." Meira

Minningargreinar

28. október 2022 | Minningargreinar | 320 orð | 1 mynd

Anna Kristín Magnúsdóttir

Anna Kristín Magnúsdóttir fæddist 14. ágúst 1972. Hún lést 4. október 2022. Útför fór fram í Danmörku 14. október 2022. Minningarathöfn var haldin 27. október 2022. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 298 orð | 1 mynd

Ásgeir Halldórsson

Ásgeir Halldórsson fæddist 30. júlí 1946. Hann lést 12. október 2022. Útför Ásgeirs fór fram 21. október 2022. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 584 orð | 1 mynd

Eyjólfur Þorsteinsson

Eyjólfur Þorsteinsson fæddist í Hafnarfirði 8. nóvember 1933 Hann lést 6. október 2022. Útför hans fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 544 orð | 1 mynd

Guðmundur Samúelsson

Guðmundur Samúelsson fæddist 4. apríl 1941. Hann lést 2. október 2022. Útför Guðmundar fór fram 17. október 2022. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 331 orð | 1 mynd

Guðni Rúnar Þórisson

Guðni Rúnar Þórisson fæddist 1. júní 1955. Hann varð bráðkvaddur 23. september 2022. Útförin fór fram 5. október 2022. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 578 orð | 1 mynd

Guðrún Auður Marísdóttir

Guðrún Auður Marísdóttir fæddist 10. ágúst 1939 í Bolungarvík. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. október 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Marís Haraldsson, f. 29.8. 1908, d. 29.12. 2007, og Ásdís Jónsdóttir, f. 30.4. 1919, d. 16.1. 1946. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 2121 orð | 1 mynd

Helga Sigríður Elimarsdóttir Kinsky

Helga Sigríður Elimarsdóttir Kinsky fæddist á Kanastöðum í Austur-Landeyjum 1. maí 1932. Hún lést á Vífilsstöðum þann 13. október 2022. Foreldrar hennar voru Stefanía Sigríður Pálsdóttir frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, f. 1. apríl 1908, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 770 orð | 1 mynd

Ingvar Ingvarsson

Ingvar Ingvarsson fæddist í Brákarey 28. apríl 1946. Hann lést 14. október 2022 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Foreldrar hans voru Ingvar Björnsson, f. 18. júní 1912, d. 28. apríl 1963, og Aðalheiður Svava Steingrímsdóttir, f. 8. september 1921, d. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 918 orð | 1 mynd

Jósep Ástvaldur Guðmundsson

Jósep Ástvaldur fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 16. október 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Ingi Einarsson, f. 27. maí 1901, d. 24. maí 1943, og Herborg Breiðfjörð Hallgrímsdóttir, f. 12. júlí 1903, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 982 orð | 1 mynd

Lára Erlingsdóttir

Lára Erlingsdóttir fæddist 17. febrúar 1954. Hún lést á heimili sínu í Árósum í Danmörku 26. september 2022. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1932, d. 2009, og Erling S. Tómasson, f. 1933, d. 2017. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

Margrét Benjamínsdóttir

Margrét Benjamínsdóttir fæddist 8. október 1954 í Hafnarfirði. Hún lést 1. október 2022 á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Benjamín Sigurðsson, f. 1. febrúar 1920, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
28. október 2022 | Minningargreinar | 346 orð | 1 mynd

Stefán Þór Guðmundsson

Stefán Þór Guðmundsson fæddist 30. september 1939. Hann lést 8. október 2022. Stefán var jarðsunginn 21. október 2022. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. október 2022 | Viðskiptafréttir | 380 orð | 3 myndir

Lambakjöt og húsnæði kyndir undir

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Verðbólga jókst í októbermánuði og mælist á tólf mánaða grunni 9,4%, samanborið við 9,3% í septembermánuði. Greiningaraðilar höfðu vænst þess að hjöðnun verðbólgu myndi halda áfram frá fyrri mánuði en önnur varð raunin. Meira
28. október 2022 | Viðskiptafréttir | 151 orð | 1 mynd

Sjóvá hagnast

Hagnaður tryggingafélagsins Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 255 milljónum króna, þrátt fyrir að 163 milljóna króna tap hafi orðið af fjárfestingarstarfsemi félagsins. Meira
28. október 2022 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Tekjur Nova aukast enn

Tekjur fjarskiptafyrirtækisins Nova námu 3,2 milljörðum á þriðja fjórðungi ársins og jukust um tæpar 180 milljónir frá sama tíma í fyrra. Hagnaður tímabilsins nam 206 milljónum og lækkaði um 83 milljónir. Meira

Fastir þættir

28. október 2022 | Í dag | 163 orð | 1 mynd

281022

1. c4 c6 2. e4 d5 3. exd5 cxd5 4. cxd5 Rf6 5. Rc3 Rxd5 6. d4 Rc6 7. Rf3 e6 8. Bd3 Be7 9. 0-0 0-0 10. He1 Rxc3 11. bxc3 b6 12. De2 Bb7 13. De4 g6 14. Bh6 He8 15. Dg4 Bf6 16. Rg5 Bxg5 17. Bxg5 f6 18. Bh6 f5 19 Meira
28. október 2022 | Í dag | 763 orð | 3 myndir

Framtíðin… sannarlega ekki til!

Egill Eðvarðsson er fæddur 28. október 1947 á Akureyri. „Það var tóm gleði að alast upp á Akureyri, dúfur, drullupollar og heimasmíðaðir kassabílar. Ég gekk fyrst í Barnaskóla Akureyrar, sem var um 50 metra í norður frá heimili mínu í… Meira
28. október 2022 | Í dag | 60 orð | 1 mynd

Garðar Örn Úlfarsson

60 ára Garðar er Reykvíkingur og býr í borginni. Hann er fréttastjóri á Fréttablaðinu. Áhugamál Garðars eru fjölskyldan, ferðalög, fréttir og rokk og ról. Fjölskylda Eiginkona Garðars er Lena Helgadóttir, f Meira
28. október 2022 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Eyrún Erla Árnadóttir og Hekla Malín Ellertsdóttir seldu perlur og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 1.300 krónur. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar. Meira
28. október 2022 | Í dag | 97 orð | 1 mynd

Opna hræðilegasta draugahús landsins

Hrekkjavökustemningin nær hámarki í Þorlákshöfn í dag, föstudag, þar sem ýmislegt hryllilegt verður í boði. Hrekkjavökuhátíð bæjarins, Þollóween, hefur verið haldin hátíðleg í fimmta sinn alla vikuna og verður fram á laugardag. Meira
28. október 2022 | Í dag | 388 orð

Partístand og blessuð skepnan skildi

Partístand,“ Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði: Það var glaumur og gleði hjá Hildu og gestkvæmt á síðkvöldi mildu, af örlæti veitt og elskað svo heitt, að það fengu það fleiri en vildu. Óli Sigurgeirsson bætti við: Svo var það á… Meira
28. október 2022 | Í dag | 44 orð | 3 myndir

Skákheimurinn fór hreinlega á hvolf

Ásakanir um svindl hins unga stórmeistara Hans Niemanns settu skákheiminn hreinlega á hvolf. Meira
28. október 2022 | Í dag | 151 orð

Sneypuför. S-Allir

Sneypuför. S-Allir Norður ♠ 987 ♥ ÁK94 ♦ Á876 ♣ 62 Vestur ♠ ÁG42 ♥ G1065 ♦ 93 ♣ ÁG5 Austur ♠ 106 ♥ 832 ♦ G ♣ K1098743 Suður ♠ KD53 ♥ D7 ♦ KD10542 ♣ D Suður spilar 5♦ Meira
28. október 2022 | Í dag | 61 orð

Úr ber maður um úlnlið. Hann er á mótum handleggs og handar en oft heitir…

Úr ber maður um úlnlið. Hann er á mótum handleggs og handar en oft heitir þetta nú allt hönd frá fingurgómum upp að öxl og ekki fer maður að hártoga það. „Flestir bera úrið á vinstri hendi“. En úrið „sem ég hafði um hönd“? Að hafa e-ð um hönd þýðir að nota e-ð Meira

Íþróttir

28. október 2022 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Andrea Mist í Stjörnuna

Knattspyrnukonan Andrea Mist Pálsdóttir hefur gengið í raðir Stjörnunnar frá Þór/KA. Um mikinn liðstyrk fyrir Stjörnuna er að ræða, en Stjörnuliðið leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

Blikar á toppinn með sigri gegn Keflavík

Körfuboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Breiðablik tyllti sér á topp úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, með því að vinna öruggan 97:82-sigur á Keflavík er liðin mættust í 4. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Coca Cola-bikar karla 1. umferð: Þór – Afturelding 21:31 Fjölnir...

Coca Cola-bikar karla 1. umferð: Þór – Afturelding 21:31 Fjölnir – Fram 29:33 FH – Grótta 25:22 Meistaradeild karla A-riðill: Veszprém – Magdeburg 35:35 • Bjarki Már Elísson skoraði 1 mark fyrir Veszprém. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 483 orð | 2 myndir

Fyrstu Evrópuleikir KA í 17 ár

Evrópubikar Ólafur Pálsson oap@mbl.is KA leikur sína fyrstu leiki í 17 ár í Evrópukeppni í handknattleik karla í dag og á morgun. KA kemur inn í 2. umferð Evrópubikarsins og dróst gegn austurríska liðinu Aon Fivers. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 648 orð | 2 myndir

Í stöðugum slagsmálum í norsku úrvalsdeildinni

Handboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Katrín Tinna Jensdóttir, línumaður hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Volda, var í vikunni kölluð inn í A-landsliðshóp kvenna í handknattleik eftir að Lovísa Thompson og Berglind Þorsteinsdóttir neyddust til að draga sig úr honum vegna meiðsla. Liðið undirbýr sig nú fyrir tvo vináttulandsleiki gegn nágrönnum okkar í Færeyjum. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Júlíus inn fyrir Guðlaug

Guðlaugur Victor Pálsson hefur dregið sig úr landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fyrir vináttuleikina gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu í nóvember. Guðlaugur er meiddur og getur því ekki tekið þátt í leikjunum. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

KA leikur sína fyrstu Evrópuleiki í 17 ár

KA leikur sína fyrstu leiki í 17 ár í Evrópukeppni í handknattleik karla í dag og á morgun. KA kemur inn í 2. umferð Evrópubikarsins og dróst gegn austurríska liðinu Aon Fivers. KA-liðið hélt út til Austurríkis í gegnum Osló á miðvikudag. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

Körfuknattleikur Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Þorlákshöfn: Þór Þ...

Körfuknattleikur Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Þorlákshöfn: Þór Þ. – KR 18.15 Ólafssalur: Haukar – Valur 20.15 1.deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Hamar 19.15 Kennarahásk.: Ármann – Sindri 19. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

Meistaradeild kvenna C-riðill: Juventus – Lyon 1:1 • Sara...

Meistaradeild kvenna C-riðill: Juventus – Lyon 1:1 • Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 69 mínúturnar með Juventus. Arsenal – Zürich 3:1 *Arsenal 6, Juventus 4, Lyon 1, Zürich 0. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Ólíkt hlutskipti íslensku landsliðskvennanna

Hlutskipti íslensku landsliðskvennanna í knattspyrnu var misjafnt þegar leikið var í C- og D-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna í gær. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Ómar og Gísli fóru á kostum í Íslendingaslag

Alls voru 16 íslensk mörk skoruð í stórslag ungverska liðsins Veszprém og þýska liðsins Magdeburg í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í gær. Lauk leiknum með 35:35-jafntefli. Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Grindavík – ÍR 84:79 Breiðablik &ndash...

Subway-deild karla Grindavík – ÍR 84:79 Breiðablik – Keflavík 97:82 Höttur – Tindastóll 73:69 Stjarnan – Njarðvík 67:88 Staðan: Breiðablik 431434:4146 Njarðvík 431347:3046 Haukar 330296:2596 Keflavík 431352:3506 Stjarnan... Meira
28. október 2022 | Íþróttir | 183 orð | 2 myndir

* Unnur Ómarsdóttir , vinstri hornamaður KA/Þórs, mun ekki ferðast með...

* Unnur Ómarsdóttir , vinstri hornamaður KA/Þórs, mun ekki ferðast með íslenska landsliðinu í handknattleik til Færeyja í dag vegna meiðsla sem hún varð fyrir á æfingu í vikunni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.