Greinar miðvikudaginn 9. nóvember 2022

Fréttir

9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 186 orð

Atburðir á Ólafsfirði sviðsettir

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að rannsókn lögreglunnar á mannsláti á Ólafsfirði þann 3. október miði vel og se skýrslutökum að mestu lokið. Úrvinnsla gagna standi enn yfir og er meðal annars beðið endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar sem og niðurstaðna samanburðarrannsókna á lífsýnum Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 449 orð | 3 myndir

Ákall um fjármagn til að bregðast við hamförum

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna, segir andann vera góðan á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, sem hófst í Egyptalandi á sunnudag en segist vonast til að hann skili sér í aðgerðum og því að fólk átti sig á því hvað loftslagsmálin eru aðkallandi. Á fimmta tug fulltrúa frá Íslandi sækja ráðstefnuna í ár. Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Banna uppgöngu á Kirkjufell fram í júní

„Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður,“ segir í yfirlýsingu frá hópi landeigenda við fjallið Kirkjufell Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Bók Snæbjörns seld til nokkurra landa

Talsverður áhugi virðist vera á fyrstu spennusögu Snæbjörns Arngrímssonar, Eitt satt orð, sem kom út á dögunum. Útgáfurétturinn á sögunni hefur nú verið seldur til fjögurra landa, Bandaríkjanna, Bretlands, Noregs og Ítalíu, samkvæmt upplýsingum frá útgefandanum Bjarti/Veröld Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Undirbúningur Þótt nóvember sé rétt genginn í garð er jólahátíðin handan við hornið og annasamir dagar bíða. Víða er verið að setja upp jólaskraut á höfuðborgarsvæðinu um þessar... Meira
9. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd

Eitruð yfirhylming má ekki líðast

Sláandi skýrsla var kynnt til sögunnar á loftslagsráðstefnunni COP27 í gær í Egyptalandi. Í skýrslunni kemur fram að maðkur sé í mysunni þegar kemur að lögmæti kolefnishlutleysisloforða margra fyrirtækja heimsins Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

ES+9 í Jazzklúbbnum Múlanum

Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með haustdagskrá sína í kvöld kl. 20 í Flóa í Hörpu. Þá mætir trommuleikarinn og tónskáldið Einar Scheving með nýstofnaða hljómsveit skipaða tíu lykilmönnum og -konum úr íslensku djasslífi, eins og það er orðað í tilkynningu Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Fasteignagjöld lækka í Kópavogi

Kópavogsbær lækkar fasteignagjöld á næsta ári til að koma til móts við gríðarlega hækkun fasteignamats. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2023 sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 196 orð

Fjárflæði á markað muni skila sér til baka

Síminn greiddi hluthöfum sínum nýlega 31,5 milljarða króna vegna lækkunar hlutafjár félagsins. Í gær kynnti stjórn Origo tillögu um að greiða 24 milljarða króna til hluthafa af sömu ástæðu. Upphæðirnar koma til vegna sölu Símans á Mílu og sölu Origo á Tempo Meira
9. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Gróf aðför að lýðræði álfunnar

Samkvæmt drögum að skýrslu frá Evrópuráðinu sem kynnt var í gær hafa að minnsta kosti fjögur lönd Evrópusambandsins notað ólögleg njósnaforrit til að fylgjast með þegnum sínum, þ.e. Grikkland, Spánn, Pólland og Ungverjaland Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Hafna tillögu um fjölnota hús

Fulltrúar meirihlutaflokkanna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur vísuðu frá tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gengið yrði til samninga við Knattspyrnufélagið Þrótt, og eftir atvikum Glímufélagið Ármann, um hönnun,… Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Hofsjökull rýrnaði lítið

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýjar mælingar sýna að Hofsjökull hefur rýrnað að jafnaði um 0,3 metra (vatnsgildi) á þessu ári. Það er minni rýrnun en langtímameðaltalið sem er 0,9 metrar (vatnsgildi) á ári, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, sérfræðings á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Sumarafkoma jökulsins var mæld í leiðangri 16.-19. október sl. Þá var lesið af 20 leysingastikum sem settar voru niður í vorferð í apríl sl. Þær stóðu allar uppi og voru auðfundnar. Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 481 orð | 2 myndir

Innhljóðsmælir greinir snjóflóð

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Veðurstofa Íslands gerir nú tilraunir með innhljóðsmæli sem getur greint snjóflóð þegar þau falla. Mælirinn getur greint lágtíðnihljóðbylgjur sem fylgja snjóflóðum og eru neðan við heyrnarsvið manna. Innhljóðsmælafylki var sett upp á Suðurtanga á Ísafirði haustið 2017 í samvinnu við háskólann í Flórens á Ítalíu. Vegagerðin styrkti verkefnið. Mælafylkið var starfrækt í tvo vetur. Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Jólatrén höggvin í Heiðmörk

Starfsfólk Skógræktarfélags Reykjavíkur tók til óspilltra málanna í gær við að höggva tré sem á jólum verða víða til prýði. Í fyrstu lotu er leitað að litlum trjám sem gjarnan eru höfð á heimilum um hátíðina og keypt af almenningi Meira
9. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Kosningar í Bandaríkjunum í gær

Milljónir Bandaríkjamanna gengu að kjörborðinu í gær í miðkjörtímabilskosningum þar sem kosið er um sæti í fulltrúa- og öldungadeildinni. Yfirleitt eiga sitjandi yfirvöld á brattann að sækja og búist er við að sú verði einnig raunin núna Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Kvenleiðtogar þinga í Hörpu

Heimsþing kvenleiðtoga hófst í Hörpu í gær og stendur til morguns. Þingið er nú haldið í fimmta sinn og að þessu sinni taka um 500 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum þátt. Yfirskrift Heimsþingsins í ár er Power, Together for Partnership sem vísar til mikilvægis samstarfs og samstöðu um jafnréttismál Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 134 orð

Mælir heyrir snjóflóðið falla

Veðurstofa Íslands gerir nú tilraunir með innhljóðsmæli sem getur greint snjóflóð þegar þau falla. Mælirinn getur greint lágtíðnihljóðbylgjur sem fylgja snjóflóðum og eru neðan við heyrnarsvið manna Meira
9. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 572 orð | 2 myndir

Nýr heilsársvegur opnar nýjan heim

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Norður-Strandir opnast betur þegar heilsársvegur verður lagður yfir Veiðileysuháls. Veginum hefur ekki verið haldið opnum að vetrarlagi og er því stundum lokaður mánuðum saman. Talsverð umhverfisáhrif verða af framkvæmdinni, eins og fram kemur í umhverfismatsskýrslu sem Vegagerðin hefur kynnt. Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 179 orð

Nýr vegur norður Strandir

Vegagerðin undirbýr nú lagningu nýs vegar og endurbætur á eldri vegi úr Veiðileysufirði í Reykjarfjörð á Norður-Ströndum. Núverandi vegur er svo hættulegur að Vegagerðin hefur ekki treyst sér til að láta moka hann á vetrum, ekki fyrr en nú að tilraunaverkefni þar um er í gangi Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 429 orð | 2 myndir

Óli liðsstjóri FH í 20 ár

Mörgum þykir gott að slappa af í sólinni að loknu löngu verkefni og Ólafur H. Guðmundsson er einn þeirra. Hann nýtur lífsins á Spáni um þessar mundir eftir að hafa verið liðsstjóri meistaraflokksliðs karla hjá FH í 20 ár Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Spennandi kosning

Bandaríkjamenn gengu loks til kosninga síðdegis í gær að íslenskum tíma. Spám um fylgi flokkanna ber saman um að meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni muni ekki halda. Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Stefán Skarphéðinsson

Stefán Skarphéðinsson, fyrrverandi sýslumaður, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 8. nóvember síðastliðinn. Hann var sjötíu og sjö ára að aldri. Stefán fæddist í Reykjavík 1. apríl 1945 Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Styður frumvarp um lausasölu lyfja

Samkeppniseftirlitið er sammála breytingum, sem fram koma í þingmannafrumvarpi á Alþingi, þar sem lagt er til að víkkuð verði út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum sem uppfylla tiltekin skilyrði Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Twana með 8,10 í meðaleinkunn

Twana Khalid Ahmad var besti dómari Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á tímabilinu 2022 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Morgunblaðið gaf dómaraeinkunnir eftir alla leiki í deildinni og þar reyndist Twana vera með afgerandi hæstu einkunnirnar fyrir leikina tíu sem hann dæmdi Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 344 orð | 2 myndir

Uppbygging hafin á Traustatúni

Innan fárra vikna verða grunnar teknir að fyrstu húsunum við Traustatún, nýja íbúðagötu sem nú er verið að útbúa á Laugarvatni. Síðustu árin hefur verið mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í þorpinu og því bregst sveitarfélagið við með því að brjóta nýtt land undir byggingar Meira
9. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Von á leyfi fyrir Hvammsvirkjun

Orkustofnun hefur enn ekki gefið út virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Landsvirkjun sótti um leyfið í júní á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun stendur efnisleg meðferð yfir og er vonast til að niðurstaða liggi fyrir um miðjan þennan mánuð Meira

Ritstjórnargreinar

9. nóvember 2022 | Leiðarar | 646 orð

Óheilbrigðar aðstæður

Þarf ekki að horfa á heildarmyndina þegar rætt er um fjölmiðla? Meira

Menning

9. nóvember 2022 | Menningarlíf | 440 orð | 4 myndir

Fjölbreytileg skáldverk

Ormstunga gefur í ár út frumsamin og þýdd skáldverk, en einnig fræðirit og reynslusögur. Hvenær kemur sá stóri Að spá fyrir um jarðskjálfta heitir bók Ragnars Stefánssonar Meira
9. nóvember 2022 | Menningarlíf | 681 orð | 1 mynd

Forsmekkur að stærra verki

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég man ekki hvort mig langaði að verða geimfari þegar ég var fjögurra eða eitthvað svoleiðis. En frá því að ég man eftir mér hefur mig langað að verða tónlistarmaður,“ segir hinn tvítugi Kári Egilsson sem gaf nýverið út smáskífuna Something Better / Moonbeams sem hefur að geyma tvö lög af hans fyrstu plötu sem er væntanleg í janúar. Meira
9. nóvember 2022 | Menningarlíf | 385 orð | 2 myndir

Maddama engri lík

Efnið er gjöfult en það er færnin sem vekur hláturinn, og bakþankana sem fylgja áhorfandanum, því það er meining bak við galskapinn. Elva hefur framúrskarandi vald á tímasetningum, samspilið við salinn er frábært, textinn snjall og óvæntar vendingar fjölmargar. Meira
9. nóvember 2022 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Skissa að krossfestingu eftir Rembrandt

Eftir að hollenskur listfræðingur kvaðst þess fullviss að skissa með olíulitum sem sýnir krossinn með Jesú Kristi reistan væri eftir hollenska meistarann Rembrandt hafa fleiri sérfræðingar komist á þá skoðun Meira
9. nóvember 2022 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

Tilnefningar til EFA hafa verið kynntar

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) verða afhent í Reykjavík 10. desember næstkomandi og hafa tilnefningar nú verið kynntar. Í flokki bestu evrópsku kvikmyndar eru tilnefndar Alcarrás, Close, Corsage, Holy Spider og Triangle of Sandess Meira
9. nóvember 2022 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Þing um raddir og mál minnihlutahópa

Vigdísarstofnun stendur í kvöld, miðvikudagskvöld, í samstarfi við Council of Women World Leaders, fyrir málþinginu „The Voices and Languages of Indigenous and Minority Communities: What Can Women Leaders Do?“ í Veröld – húsi Vigdísar Meira

Umræðan

9. nóvember 2022 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Frelsi gegn forræðishyggju

Óli Björn Kárason: "Pólitísk staða Bjarna Benediktssonar er sterk að loknum landsfundi. Að baki honum eru þúsundir sjálfstæðismanna um allt land." Meira
9. nóvember 2022 | Pistlar | 425 orð | 1 mynd

Raunheimarof í Reykjavík

Hroðalegar afleiðingar fjármálaóstjórnar borgarstjóra og meðreiðarsveina hans í meirihluta borgarstjórnar eru nú öllum ljósar. Íslandsmet sveitarfélaga í taprekstri, sem senn stefnir í að verði slegið með þeim hætti að það verður aldrei bætt, hefur… Meira

Minningargreinar

9. nóvember 2022 | Minningargreinar | 3145 orð | 1 mynd

Guðrún Ása Ásgrímsdóttir

Guðrún Ása Ásgrímsdóttir fæddist á Akranesi 13. október 1948. Hún lést á Droplaugarstöðum 28. október 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Ásgrímur Kristinsson frá Ási í Vatnsdal, f. 29. desember 1911, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1718 orð | 1 mynd

Ingibjörg Brynjólfsdóttir

Ingibjörg Brynjólfsdóttir fæddist 12. apríl 1966 í Svíþjóð. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut 20. október 2022. Foreldrar hennar eru Kristbjörg Jóhannsdóttir, f. 30. janúar 1944, og Kristján Brynjólfur Kristjánsson, f. 4. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1268 orð | 1 mynd

Jóhanna Kristófersdóttir

Jóhanna Kristófersdóttir fæddist 10. apríl 1929 á Þóreyjarnúpi í Vesturhópi, Vestur Húnavatnssýslu. Hún lést á Hrafnistu Hafnarfirði 24. október 2022. Foreldrar Jóhönnu voru Steinunn Helga Jónína Árnadóttir húsfreyja, f. 28.11. 1900, d.7.6. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2022 | Minningargreinar | 3587 orð | 1 mynd

Ragnheiður Bjarnadóttir

Ragnheiður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 14. september 1967. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. október 2022. Foreldrar Ragnheiðar eru Bjarni Kristinsson, f. 25.9. 1938, og Sólveig Ingvarsdóttir, f. 29.1. 1945. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1158 orð | 1 mynd

Þórarinn Guðmundsson

Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestur-Landeyjum 25. apríl 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 24. október 2022. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 1904, d. 1993, og Guðmundur Árnason, f. 1898, d. 1988. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

9. nóvember 2022 | Í dag | 170 orð

091122

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 Rbd7 6. e3 Da5 7. cxd5 Rxd5 8. Hc1 Bb4 9. Db3 e5 10. Bc4 e4 11. Bxd5 cxd5 12. Rd2 Rb6 13. O-O Bd7 14. a3 Bxc3 15. Hxc3 0-0 16. Hfc1 h6 17. Bf4 Ra4 18. H3c2 Hac8 19 Meira
9. nóvember 2022 | Í dag | 352 orð | 1 mynd

Dr. Phillip Doyle

40 ára Phil ólst upp í Chicago í Bandaríkjunum, en býr í Garðabæ með Tómasi Þór Ágústssyni, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum. Phil hóf nám á píanó í Suzuki-skóla þriggja ára og fór síðan að læra á saxófón 11 ára og þá varð ekki aftur snúið Meira
9. nóvember 2022 | Í dag | 59 orð

Ef maður unir einhverju eða unir við eitthvað er maður ánægður með það…

Ef maður unir einhverju eða unir við eitthvað er maður ánægður með það ellegar sættir sig við það. „Oft hef ég unað úrslitum leikja, en úrslitum gærdagsins undi ég ekki og þessum uni ég ekki… Meira
9. nóvember 2022 | Í dag | 1110 orð | 2 myndir

Fátt mannlegt óviðkomandi

Arnar Hauksson er fæddur 9. nóvember 1947 í Reykjavík og bjó að Jófríðarstöðum við Kaplaskjólsveg við enda KR-vallarins þar sem hann spilaði fótbolta. Arnar gekk í Melaskóla, Hagaskóla, í Verzlunarskóla Íslands og fór svo í læknanám við Háskóla Íslands Meira
9. nóvember 2022 | Dagbók | 210 orð | 1 mynd

Framhald 2024? Nei, hættu nú!

House of the Dragon er sæmilegasta sjónvarpsþáttasyrpa en fyrir þá sem ekki vita er í henni rakin forsaga Krúnuleikanna, Game of Thrones, þáttanna sem slógu í gegn á sínum tíma. Hús drekans fylgir að mestu svipaðri forskrift, fólk talar varla um… Meira
9. nóvember 2022 | Í dag | 163 orð

Veisla. S-Enginn

Veisla. S-Enginn Norður ♠ KD109843 ♥ D8642 ♦ -- ♣ 7 Vestur ♠ 75 ♥ Á3 ♦ Á10532 ♣ 9654 Austur ♠ G62 ♥ G5 ♦ D97 ♣ KG1032 Suður ♠ Á ♥ K1097 ♦ KG864 ♣ ÁD8 Suður spilar 6♥ Meira
9. nóvember 2022 | Í dag | 419 orð

Vetur gengur í garð

Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur Arnfinnsson og kallar „Vetur gengur í garð“: Fellur snjór til fjalla, fölna blöð og sölna, bára ólm sig bærir, brim við kletta glymur, rok um hnjúka rýkur, refur holu grefur, híma í skjóli heima halir fram til dala Meira
9. nóvember 2022 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Æði og hræðilegt að vera dómari

Það er nóg að gera hjá Birgittu Haukdal að venju en hún gaf nýverið út tvær nýjar bækur um Láru og Ljónsa. Nú hefur hún gefið út tuskudýr í líki ljónsins vinsæla úr bókunum sem hefur vakið mikla lukku meðal barna Meira

Íþróttir

9. nóvember 2022 | Íþróttir | 293 orð | 3 myndir

* Arnór Sigurðsson , leikmaður Norrköping í Svíþjóð, var besti leikmaður...

* Arnór Sigurðsson , leikmaður Norrköping í Svíþjóð, var besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á nýliðnu tímabili að mati Fotbollskanalen. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

EM kvenna A-riðill: Noregur – Ungverjaland 32:22 • Þórir...

EM kvenna A-riðill: Noregur – Ungverjaland 32:22 • Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Króatía – Sviss 26:26 * Lokastaðan: Noregur 6 stig, Króatía 3 stig, Ungverjaland 2 stig, Sviss 1 stig. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 731 orð | 2 myndir

Fyrir mér er dómgæsla ekki starf heldur ástríða

Besta deildin Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Twana Khalid Ahmad var besti dómari Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á tímabilinu 2022 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Fyrsti leikurinn í rúmlega tvö ár

Á föstudagskvöld fer í Laugardalshöll fram fyrsti keppnisleikurinn í rétt rúm tvö ár þegar Ísland mætir Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfuknattleik karla. Síðasti keppnisleikur sem fór fram þar var leikur Íslands og Litháens hinn 4. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: HS Orku-höll...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: HS Orku-höll: Grindavík – Njarðvík 18.15 Blue-höll: Keflavík – Breiðablik 19.15 Dalhús: Fjölnir – ÍR 19.15 Origo-höll: Valur – Haukar 20.15 1. deild kvenna: Kennarahás. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Mæta tékknesku meisturunum

ÍBV mætir Tékklandsmeisturum Dukla Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik en dregið var í höfuðstöðvum EHF í Vín í Austurríki í gær. Áætlað er að leikirnir í 32-liða úrslitunum fari fram fyrstu og aðra helgina í desember. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

NBA-deildin Utah – LA Lakers 139:116 Milwaukee – Atlanta...

NBA-deildin Utah – LA Lakers 139:116 Milwaukee – Atlanta 117:98 Charlotte – Washington 100:108 Orlando – Houston 127:134 Detroit – Oklahoma 112:103 Indiana – New Orleans 129:122 Philadelphia – Phoenix 100:88... Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Rúnar úr Haukum í Leipzig

Rúnar Sigtryggsson hefur verið ráðinn þjálfari Leipzig í þýska handboltanum. Hann hættir þar af leiðandi að þjálfa karlalið Hauka. Samningur Rúnars við Leipzig gildir til loka yfirstandandi leiktíðar. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd

Sverrir Ingi og Jóhann Berg snúa aftur

Sverrir Ingi Ingason snýr aftur í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem tekur þátt í Eystrasaltsbikarnum í nóvember. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

Undankeppni EM U19 kvenna Riðill í Litháen: Ísland – Liechtenstein...

Undankeppni EM U19 kvenna Riðill í Litháen: Ísland – Liechtenstein 8:0 Elísa Lana Sigurjónsdóttir 9., 34., 35., Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 22., 55., Katla Tryggvadóttir 45., Írena Héðinsdóttir Gonzalez 65., Snædís María Jörundsdóttir 84. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

Úrvalsdeildarslagur í 16-liða úrslitunum

Í gær var dregið í 16-liða úrslit bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarsins, í höfuðstöðvum HSÍ í Laugardal. Einn úrvalsdeildarslagur verður á dagskrá í 16-liða úrslitunum þegar ÍBV tekur á móti KA/Þór í Vestmannaeyjum. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Þórir og Noregur með fullt hús

Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann sannfærandi 32:22-sigur á Ungverjalandi á EM kvenna í handbolta í gærkvöldi. Leikurinn var jafn stærstan hluta fyrri hálfleiks og munaði tveimur mörkum í leikhléi, 14:12. Meira
9. nóvember 2022 | Íþróttir | 731 orð | 2 myndir

Þurfum að finna gömlu og góðu gildin og stoltið

Fótboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég átti fund í síðustu viku og þetta gekk hratt fyrir sig,“ sagði Heimir Guðjónsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið. Meira

Viðskiptablað

9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 293 orð | 1 mynd

55,5 milljarðar króna greiddir út

Origo tilkynnti í gær að félagið hygðist greiða út 24 milljarða króna til hluthafa félagsins í formi lækkunar hlutafjár. Þetta kemur til eftir sölu félagsins á 40% hlut Origo í hugbúnaðar­fyrirtækinu Tempo í byrjun október til Tempo Ultimate Parent Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 671 orð | 1 mynd

Breytt stjórnenda(lands)lag

”  Stjórnendur eru leiðtogar fremur en sérfræðingar og sá ósiður að gera mestu sérfræðingana að stjórnendum hefur að mestu verið aflagður. Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 431 orð | 1 mynd

Búllan áformar útrás í Miðausturlöndum

Föstudagurinn í Marylebone London, skammt frá Oxford Circus, er eins og góður sumardagur í Reykjavík. Kráargestir sitja úti með glas í hendi og það er stafalogn. Christoper Todd, framkvæmdastjóri Hamborgarabúllunnar í London, eða Tommi‘s… Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 200 orð | 1 mynd

Fiskikóngurinn afhendir sonum sínum veldið

Afkoma Fiskikóngsins og verslunarinnar Heitirpottar.is í fyrra var betri en nokkru sinni. Reksturinn skilaði 200 milljóna króna hagnaði en mikil eftirspurn var eftir fiski og heitum pottum í faraldrinum Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 3240 orð | 1 mynd

Fisksalinn þarf að vera iðinn og vinur fólksins

”  xxxxx Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 82 orð | 1 mynd

FKA opnar fyrir tilnefningar

FKA hefur kallað eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA-þakkarviðurkenningu, FKA-viðurkenningu og FKA-hvatningarviðurkenningu Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 1345 orð | 1 mynd

Getum við loksins sagt sannleikann?

Mér hefur ekki enn tekist að þróa með mér smekk fyrir tónsmíðum Dmítríjs Sjostakovítsj. Á námsárunum í Sankti Pétursborg, fyrir tæpum tuttugu árum, lagði ég það stundum á mig að hlusta á Leníngrad-sinfóníuna, en flest verkin sem hann samdi eru þyngri og tormeltari en eyru mín geta ráðið við Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 633 orð | 1 mynd

Hversu mörg fyrirtæki munu loka á næstu árum?

”  Um 94% virkra fyrirtækja á Íslandi hafa 10 eða færri starfsmenn og þriðjungur allra rekstrartekna í landinu kemur frá þessum sömu fyrirtækjum. Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 292 orð | 1 mynd

Tekjur af Airbnb á uppleið

Meðaltekjur heimila af útleigu á Airbnb-bókunarvefnum í ár eru um 29.400 krónur af hverri bókun. Það er hækkun um 50% frá árinu 2017 en meðaltekjurnar voru þá um 20.000 krónur. Miðað er við nafnverð en hækkunin er minni sé upphæðin frá 2017 núvirt, eða hér um bil 20% Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 900 orð | 2 myndir

Úr einum starfsmanni í þrjú hundruð

Kerecis opnaði fyrstu skrifstofuna í Arlington árið 2016 og vegna mikils vaxtar hefur fyrirtækið þurft að færa sig um set og er þetta fjórða skrifstofa þess á svæðinu. Staðarvalið skýrist ekki síst af því að fyrirtækið átti í upphafi í samstarfi við … Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 371 orð | 1 mynd

Við ætlum að lækka skatta ... einhvern tímann seinna

Það var ánægjulegt að heyra Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggja áherslu á lækkun skatta í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Bjarni fjallaði þar sérstaklega um mikilvægi þess að lækka skatta… Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 131 orð | 1 mynd

Vilja skrá Bláa lónið á markað á næsta ári

Stjórn Bláa Lónsins hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Stefnt er á skráningu á næsta ári en Landsbankinn og Fossar fjárfestingarbanki hafa verið ráðnir til að hafa umsjón með skráningunni Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 578 orð | 2 myndir

Þegar þú vilt ferðast eins og George Clooney

Ég veit ekki hversu margir hafa horft á – og hvað þá haft gaman af – kvikmyndinni Up in the Air, þar sem George Clooney leikur hinn ferðaglaða Ryan Bingham. Bingham starfar í myndinni sem einhvers konar sérfræðingur í uppsögnum, þ.e Meira
9. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 876 orð | 1 mynd

Þurfa að fræða rafbílaeigendur

Undanfarin misseri hafa verið tíðindamikil hjá Silju Mist. Fyrr á þessu ári eignaðist hún sitt annað barn og í fyrra kvaddi hún sælgætisgerðina Nóa Síríus og gekk til liðs við Orku náttúrunnar. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.