Greinar föstudaginn 18. nóvember 2022

Fréttir

18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Aðgengismál á strætisvagnastöðvum í ólagi

Aðgengi og jafnvel líka yfirborð við nærri allar stoppistöðvar Strætó úti á landi er í ólagi. Þetta kemur fram í úttekt sem VSÓ ráðgjöf gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands og var birt í gær. Úttektin náð til alls 168 stoppistöðva og aðeins tvær… Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Áformin umdeild

Um það bil 200 manns mættu á íbúafund á Fosshóteli á Húsavík, sem Íslandsþari ehf. og Norðurþing buðu til síðdegis í gær, þar sem rætt var um úthlutun lóða á hafnarsvæði bæjarins til Íslandsþara og kynnt var fyrirhuguð uppbygging og starfsemi Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Ágætt holdafar rjúpna

Holdafar rjúpna nú í haust er með ágætum, að sögn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ferillinn fyrir holdastuðul fullorðinna fugla er þó niður á við og þeir eru í lakari holdum en í fyrra. Enginn munur var á holdafari unga 2021 og 2022 Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Jólaskreytingar Jólin setja æ meiri svip á borg og bý. Í versluninni Farmers and Friends við Laugaveg í Reykjavík var verið að ganga frá skreytingum þegar ljósmyndari átti leið... Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 115 orð

Grunaður um tilraun til manndráps

Karlmaður um þrítugt sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás, fyrir að hafa sparkað manni niður 23 þrepa steintröppur við Moe´s Bar í Breiðholti í Reykjavík, hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar Meira
18. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 630 orð | 3 myndir

Heimilin eiga mikið verk fyrir höndum

Sviðsljós Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Margra húsfélaga bíður ærið verkefni við að innleiða nýtt sorphirðukerfi en breytingar á því hafa verið boðaðar í lögum um hringrásarhagkerfi sem taka eiga gildi um áramótin. Þá eiga öll heimili að flokka í fjóra flokka, pappa, plast, lífrænan úrgang og blandaðan úrgang, auk þess sem skila á gleri, textíl, málmi og skilagjaldsskildum drykkjarumbúðum á grenndarstöðvar. Áttföld flokkun bíður því heimilanna og þar af þurfa fjórir flokkar að fá pláss í sorpgeymslum. Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Heitt vatn hugsanlega skammtað

Alvarleg staða er komin upp í málefnum hitaveitna á Íslandi. Áætlaðir toppar í heitavatnsnotkun gætu náð hámarki vinnslugetu á nýtingarsvæðum og jafnvel farið yfir þau mörk á næstu árum. Ef það koma lengri kuldaskeið gæti hugsanlega þurft að grípa til skerðinga til heimila, atvinnulífs eða þjónustu Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Hjartasteinn Ladda afhjúpaður

Skemmtikrafturinn og Hafnfirðingurinn Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, hlaut í gærkvöldi svokallaðan hjartastein við inngang að Bæjarbíói í Hafnarfirði. „Þetta er rosa­lega skemmti­legt og mik­ill heiður,“ segir Laddi Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Hjartasvellið opnað í Hafnarfirði

Opnunarhátíð Hjartasvellsins í Hafnarfirði fór fram í gærkvöldi. Skautasvellið er 200 fermetrar að stærð og er fyrir framan Bæjarbíó. Hafnarfjarðarbær rekur Hjartasvellið í samvinnu við Bæjarbíó og verður það opið fimmtudag til sunnudags fram til 30 Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Húsfélaga bíður ærið verkefni

Á næsta ári verður farið í breytingar á sorphirðu í samræmi við lög sem kennd eru við hringrásarhagkerfi. Mun þetta gera það að verkum að hvert heimili þarf að koma upp áttfaldri flokkun og finna þarf fjórum flokkum pláss í sorpgeymslum Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 74 orð

Karlmaður lést þegar eldur kviknaði í húsbíl við Lónsbraut í Hafnarfirði

Karl­maður lést þegar eldur kviknaði í hús­bíl við Lóns­braut í Hafnar­f­irði snemma í gærmorg­un. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að lög­regl­a og slökkvilið fóru strax á staðinn, en til­kynn­ing um eld­inn barst um sex­leytið Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Leita samstarfs um Ice Fish Farm

Norska laxeldisfyrirtækið Måsøval Eiendom AS sem á meirihluta hlutafjár í Ice Fish Farm á Austfjörðum kannar nú formlega möguleika á því að fá aðra fjárfesta til samstarfs um eignarhlutinn. Í tilkynningu sem send var kauphöllinni í Osló í gær, þar… Meira
18. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Lýsti yfir áhyggjum af Norður-Kóreu

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, lýsti yfir áhyggjum sínum við Xi Jinping, forseta Kína, af ástandi öryggismála í nágrenni ríkjanna, er þeir funduðu í gær á hliðarlínu leiðtogafundar APEC, samráðsvettvangs Asíu­ríkja um efnahagsmál Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Plastplan hlaut Hönnunarverðlaun Íslands

Hönnunarstofan Plastplan hlaut Hönnunarverðlaun Íslands, sem voru veitt í Grósku í gærkvöldi. Plastplan er hönnunarstúdíó og plastendurvinnsla sem var stofnuð árið 2019 af vöruhönnuðinum Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni Meira
18. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 639 orð | 1 mynd

Ráðast áfram á orkuinnviði

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússar héldu áfram árásum sínum á borgir og mikilvæga orkuinnviði Úkraínu í gær. Yfirvöld í héraðinu í kringum Kænugarð sögðu að þeim hefði tekist að skjóta niður fjórar eldflaugar og fimm sjálfseyðingardróna af íranskri gerð. Meira
18. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Repúblikanar ná meirihlutanum

Staðfest var í fyrrinótt að Repúblikanaflokkurinn verður með meirihluta þingsæta í fulltrúadeildinni, neðri deild Bandaríkjaþings, næstu tvö árin. Höfðu þeir þá tryggt sér 218 þingsæti af 435, sem er minnsti mögulegi meirihluti, auk þess sem þeir… Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 535 orð | 2 myndir

Saga Vals í máli og myndum í 110 ár

Minjanefnd Knattspyrnufélagsins Vals í Reykjavík hefur látið til sín taka síðan hún var endurreist 2010 og er með ýmislegt á prjónunum í þeim tilgangi að vekja athygli á sögunni og varðveita merka muni Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 439 orð

Samflotið vísar til sáttasemjara

Samninganefndir stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa vísað kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Þau segja í fréttatilkynningu að síðustu vikur hafi verið reynt að ná kjarasamningi við SA en í fyrrradag hafi komið í ljós að of langt hafi verið á milli viðsemjenda Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Skoða að hafa þyrlu á landsbyggðinni

Að mati dómsmálaráðherra og Landhelgisgæslu Íslands væru kostir fólgnir í því að hafa björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins og hefur þá m.a. verið horft til Norðausturlands, einkum Akureyrar eða Egilsstaða Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Stór hluti tekna fer í húsnæðiskostnað

Um 58% öryrkja búa í eigin húsnæði samanborið við 74% allra fullorðinna hér á landi. Þá er fatlað fólk mun líklegra til að vera á leigumarkaði og borga stærri hluta tekna sinna í húsnæðiskostnað en aðrir á Íslandi Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Sögurnar breytast með tímanum

Endanlegri útgáfu fornsagna Íslendinga lýkur aldrei. Sagan breytist með samtímanum og fylgir þeim viðhorfum sem við höfum til fortíðar og hvernig arfur hennar er rannsakaður. Fólk í dag les Íslendingasögurnar með allt öðrum hætti en fyrri kynslóðir gerðu Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 589 orð | 2 myndir

Taka þarf tillit til breytingaskeiðs

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Algengt er að konur séu á hátindi starfsferils síns í atvinnulífinu og um leið með þungt heimili þegar breytingaskeiðið bankar upp á, segir Katrín Kristjánsdóttir, sálfræðingur hjá sálfræði- og ráðgjafarstofunni Lífi og sál. Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Tekur tvo daga að laga veginn

Enn er óvíst hvenær Vegagerðin getur byrjað að vinna að opnun Grenivíkurvegar eftir að aurskriða féll á veginn í gærmorgun. Búast má við að það taki að minnsta kosti einn til tvo daga, að sögn Heimis Gunnarssonar hjá Vegagerðinni á Norðurlandi Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Tungumálið er tól til sköpunar

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti sl. þriðjudag Íslenskuverðlaun unga fólksins á viðburði sem fram fór í Hörpu í miðbæ Reykjavíkur. Alls fengu 50 nemendur og einn bekkur í 29 grunnskólum verðlaun Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Vilja fundarstjórn ríkis- sáttasemjara

Fimm málum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara, en á bak við þau standa mjög fjölmenn sambönd og félög launafólks, að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur, skrifstofustjóra og aðstoðarsáttasemjara. Starfsgreinasambandið (SGS), Landssamband íslenskra… Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 130 orð

Vill herða eftirlit með vistráðningum

Til skoðunar er í dómsmálaráðuneytinu að lögfesta eftirlitsheimild í lögum um útlendinga um úttekt á aðstæðum vistráðinna hér á landi til handa öðrum aðilum en lögreglu, t.d. óháðum millilið, en lög gera nú ekki ráð fyrir því að aðrir en lögregla sinni slíku eftirliti Meira
18. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Þrír dæmdir í lífstíðarfangelsi

Þrír menn voru í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi í Hollandi fyrir þátt sinn í að skjóta niður farþegaþotu Malaysa Airlines, MH17, en atvikið átti sér stað í Úkraínu árið 2014 eftir fyrri innrás Rússa í Donbas-héruðin Meira
18. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 752 orð | 2 myndir

Þurfa ekki að óttast mengun

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar og gestir á Húsavík þurfa ekki að óttast lykt frá lífmassaveri fyrir stórþara sem til stendur að reisa við höfnina. Magni Þór Geirsson, stjórnarformaður Íslandsþara ehf., segir að áform fyrirtækisins hafi breyst. Upphaflega hafi verið ætlunin að þurrka blöð þarans. Hætt hafi verið við það og verða þau unnin á sama hátt og stilkarnir til að ná út úr þeim verðmætum efnum, alginötum. Engin lykt komi frá þeirri vinnslu. Þarinn verður geymdur innandyra sem og afurðirnar sem verða í duftformi. Efnin verða unnin í verksmiðjum á Húsavík og Akureyri. Meira

Ritstjórnargreinar

18. nóvember 2022 | Leiðarar | 450 orð

Auðvelt er að spara

Það má hagræða fleiru en sannleikanum hjá Rúv. Meira
18. nóvember 2022 | Staksteinar | 220 orð | 1 mynd

Svaf stjórnarandstaðan í vor?

Haraldur Benediktsson, varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, veitir athyglisverða innsýn í söluna á Íslandsbanka og skýrslu Ríkisendurskoðunar um þá sölu í samtali við mbl.is. Hann segir að komast þurfi til botns í lekanum á skýrslunni enda sé um að ræða „viðkvæm samskipti þings og Ríkisendurskoðunar“. Og hann bætir við: „Skýrslan var í örfárra höndum sem voru beðnir sérstaklega um trúnað, með sérstöku bréfi frá forseta þingsins.“ Þarf ekki að rannsaka hver varð ekki við þeirri beiðni? Meira
18. nóvember 2022 | Leiðarar | 237 orð

Undarleg þingræða

Fjandskapur í garð markaðshagkerfisins villir pírata sýn Meira

Menning

18. nóvember 2022 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Andar Jóns Sæmundar á sýningunni Litandi, litandi, litandi

Síðasta sýning ársins í Listasal Mosfellsbæjar verður opnuð í dag kl. 16 og er það sýning Jóns Sæmundar Auðarsonar, Litandi, litandi, litandi. Við opnun mun Teitur Magnússon flytja lög af nýjustu plötu sinni Meira
18. nóvember 2022 | Menningarlíf | 1514 orð | 2 myndir

„Svona kemur lífið manni á óvart“

Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi viðurkenning kom mér ánægjulega á óvart og mér þykir mjög vænt um hana. Sjálf var ég sannfærð um að Norðmenn fengju verðlaunin í ár, enda hreifst ég mikið af skáldsögunum Dette er G eftir Inghill Johansen og Jente, 1983 eftir Linn Ullmann. En svona kemur lífið manni á óvart,“ segir Solvej Balle, sem í byrjun mánaðar hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022, sem afhent voru í tengslum við 74. þing Norðurlandaráðs þar sem undirrituð hitti höfundinn. Meira
18. nóvember 2022 | Bókmenntir | 815 orð | 2 myndir

Dauðamaður og bjargvættur handrita

Sagnfræði Þormóður Torfason. Dauðamaður og dáður sagnaritari ★★★★· Eftir Bergsvein Birgisson. Íslensk þýðing: Vésteinn Ólason. Bjartur 2022. Innbundin, 360 bls. Meira

Umræðan

18. nóvember 2022 | Aðsent efni | 651 orð | 1 mynd

Ákall frá Íran

Anna Kristjánsdóttir: "Eftir 40 ára kúgun er þjóðin að rísa upp saman. Ungar stúlkur vilja fá frelsi undan oki klerkaveldisins." Meira
18. nóvember 2022 | Velvakandi | 86 orð | 1 mynd

Jónas Hallgrímsson

Ó, Jónas, með þér geng ég oft í anda um æstar slóðir Hafnar, síki og krár. Oss dreymir þar til dularfullra landa, er deyfi hjartans angur, þerri tár. Meira
18. nóvember 2022 | Pistlar | 483 orð | 1 mynd

Musk og málfrelsið

Þegar í ljós kom að bíla- og geimflaugaframleiðandinn Elon Musk kynni að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter setti ugg að mörgum þeirra sem óttast fátt meira en að heyra aðrar skoðanir en sínar eigin. Musk hafði nefnilega lýst því yfir að hann væri eindreginn málfrelsissinni Meira
18. nóvember 2022 | Aðsent efni | 790 orð | 1 mynd

Píslarganga saklausra og varnarlausra dýra

Ole Anton Bieltvedt: "Fyrir fólk sem ann náttúru og lífríki, er þetta ofsóknaræði, þessi drápshneigð veiðimanna og algjöra virðingarleysi við aðra lífveru, óskiljanlegt." Meira
18. nóvember 2022 | Aðsent efni | 744 orð | 2 myndir

Útlendingamál í stjórnlausum farvegi

Vilhjálmur Bjarnason: "Dómsmálaráðherra er einungis að gera skyldu sína þegar lögum er fylgt og því er ráðherrann ekki hinn versti maður." Meira
18. nóvember 2022 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Veik samtök atvinnurekenda

Steinþór Jónsson: "Hagur fyrirtækjanna og samkeppnishæfni virðist því hafa lent aftast á lista yfir helstu áherslur og orðagjálfur tekið starfsemina yfir." Meira

Minningargreinar

18. nóvember 2022 | Minningargreinar | 621 orð | 1 mynd

Bjarni Ágúst Garðarsson

Bjarni Ágúst Garðarsson fæddist á Reyðarfirði 3. ágúst 1943. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði þann 7. nóvemer 2022. Foreldrar hans voru Garðar Jónsson, f. 12. desember 1913, d. 5. ágúst 2001, og Sigfríð Bjarnadóttir, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1791 orð | 1 mynd

Gerður Ragna Garðarsdóttir

Gerður Ragna Garðarsdóttir fæddist í Súðavíkurhreppi 4. september 1958. Hún lést í húsi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Götu sólarinnar á Akureyri 7. nóvember 2022. Foreldrar Gerðar voru Garðar Sigurgeirsson sjó- og verkamaður, f. 8. maí 1922, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1677 orð | 1 mynd

Guðrún Guðmundsdóttir Thoroddsen

Guðrún Guðmundsdóttir Thoroddsen fæddist í Reykjavík 11. apríl 1960. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 8. nóvember 2022. Hún var yngst af sex börnum hjónanna Katrínar Sverrisdóttur Thoroddsen, sjúkraliða, f. 27. júní 1928, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1031 orð | 1 mynd

Hilmar Logi Guðjónsson

Hilmar Logi Guðjónsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1937. Hann lést á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ 9. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Guðjón Ólafur Guðmundsson húsgagnasmíðameistari, f. 1908, d. 1987, og Laufey Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 1908, d.... Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2022 | Minningargreinar | 917 orð | 1 mynd

Ingunn Ólafsdóttir

Ingunn Ólafsdóttir fæddist 5. október 1948. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 7. nóvember 2022. Inga, eins og hún var alltaf kölluð, var dóttir Önnu Þorgerðar Benediktsdóttur húsmóður, f. 22. júní 1925, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2022 | Minningargreinar | 684 orð | 1 mynd

Jón Ólafur Vigfússon

Jón Ólafur Vigfússon fæddist í Vestmannaeyjum 18. júlí 1944. Hann lést á heimili sínu að Naustahlein 6, Garðabæ, 31. október 2022. Móðir hans var Jóna Margrét Ólafsdóttir, f. 13.4. 1924, d. 4.8. 1944. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2673 orð | 1 mynd

Kristinn Tryggvason

Kristinn fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1932. Hann lést á Sóltúni hjúkrunarheimili í Reykjavík 2. nóvember 2022. Foreldrar Kristins voru Hulda Jónasdóttir, f. 20. janúar 1912, d. 22. júní 1948, húsmóðir og verkakona, og Tryggvi Hjálmarsson, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2022 | Minningargreinar | 3100 orð | 1 mynd

Örn Sveinbjarnarson

Örn Sveinbjarnarson fæddist 30. september 1951 á Borgareyrum V-Eyjafjöllum. Hann lést á líknardeild Landspítalans 8. nóvember 2022 eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Foreldrar Arnar eru Eygló Markúsdóttir, f. 10.7. 1933, d. 2.8. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 545 orð | 1 mynd

Bankasýslan svarar fyrir sig

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Bankasýsla ríkisins hefur á liðnum dögum birt ítarlegar upplýsingar á vef sínum er varða söluna á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars sl. Stjórnsýsluúttekt (skýrsla) Ríkisendurskoðunar vegna málsins var kynnt á mánudag. Meira
18. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 201 orð | 1 mynd

Hagnaður Brims eykst um 67% á milli ára

Hagnaður Brims á þriðja fjórðungi þessa árs nam 23,2 milljónum evra, eða um 3,2 milljörðum króna á meðalgengi tímabilsins, og jókst um 3,3 milljónir evra á milli ára. Tekjur félagsins námu tæpum 112 milljónum evra (um 15,5 milljörðum króna) og jukust um 20 milljónir evra á milli ára Meira

Fastir þættir

18. nóvember 2022 | Í dag | 432 orð

Aldrei verði tungutjón

Ingólfur Ómar gaukaði að mér þessum vísum í tilefni af degi íslenskrar tungu: Alltaf getur ornað mér ylur bragaglóðar. Feðratungan okkar er arfur lands og þjóðar. Lyftir brá og lífgar sál léttir amstri þungu Meira
18. nóvember 2022 | Í dag | 53 orð

„Orðið bíti er einkum notað í þolfalli með forsetningunni í: Hún…

„Orðið bíti er einkum notað í þolfalli með forsetningunni í: Hún vaknaði í bítið.“ (Beygingarlýsing.) En í bítið þýðir snemma morguns Meira
18. nóvember 2022 | Í dag | 823 orð | 3 myndir

Beint upp í efstu deild í Danmörku

Freyr Alexandersson er fæddur 18. nóvember 1982 í Reykjavík og ólst upp í Breiðholti fyrir utan eitt ár í Grafarvogi. „Ég æfði fótbolta og körfubolta með Leikni fram eftir unglingsaldri, en hætti þá í körfuboltanum Meira
18. nóvember 2022 | Í dag | 117 orð | 1 mynd

Gerða Friðriksdóttir

50 ára Gerða ólst upp í Stykkishólmi en býr í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfræðingur við heimahjúkrun barna og á Barnaspítala Hringsins. Gerða er dúnbóndi í Breiðafirði á sumrin, bæði í Hvallátrum og Bjarneyjum og er í gönguhópnum Afturgöngurnar Meira
18. nóvember 2022 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Emil Mói Ragnarsson fæddist 19. maí 2022 kl. 11.20. Hann vó…

Reykjavík Emil Mói Ragnarsson fæddist 19. maí 2022 kl. 11.20. Hann vó 3.875 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ragnar Már Ríkarðsson og Sara Júlíusdóttir. Meira
18. nóvember 2022 | Í dag | 159 orð

Skák

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 c5 5. cxd5 cxd4 6. Rxd4 Rxd5 7. Bd2 Be7 8. e3 0-0 9. Be2 e5 10. Rxd5 Dxd5 11. Rb5 Dxg2 12. Bf3 Dg6 13. Rc7 Ra6 14. Rxa8 Rb4 15. Da4 Rc2+ 16. Ke2 Hd8 17. Dc4 Be6 18 Meira
18. nóvember 2022 | Í dag | 189 orð

SOS. V-NS

SOS. V-NS Norður ♠ KDG8 ♥ Á107 ♦ KD52 ♣ KD Vestur ♠ 4 ♥ KD6542 ♦ 10984 ♣ 108 Austur ♠ Á762 ♥ G93 ♦ Á3 ♣ Á543 Suður ♠ 10953 ♥ 8 ♦ G76 ♣ G9762 Suður spilar 4♠ doblaða Meira

Íþróttir

18. nóvember 2022 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

90 mörk í einum leik

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði fjögur mörk fyrir Veszprém þegar liðið vann ótrúlegan 50:40-sigur á Ferencváros í 90 marka leik í ungversku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Ferencváros tapaði 39:43 fyrir Val í Evrópudeildinni… Meira
18. nóvember 2022 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Bandaríkjamaður til Grindavíkur

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Damier Pitts er genginn til liðs við Grindavík og leikur með karlaliðinu út keppnistímabilið sem stendur nú yfir. Annar Bandaríkjamaður, David Azore, er þá farinn frá félaginu Meira
18. nóvember 2022 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Fjögur evrópsk stórveldi í E- og F-riðli

Morgunblaðið heldur áfram að fara yfir riðla HM 2022 í Katar, sem hefst á sunnudaginn. Að þessu sinni er farið yfir E- og F-riðil. Í E-riðli munu stórveldin Spánn og Þýskaland meðal annars leiða saman hesta sína Meira
18. nóvember 2022 | Íþróttir | 456 orð | 2 myndir

Knattspyrnumaðurinn Sébastien Haller hefur tilkynnt að hann þurfi að…

Knattspyrnumaðurinn Sébastien Haller hefur tilkynnt að hann þurfi að gangast undir aðra aðgerð vegna eistnakrabbameinsins sem hann hefur verið að glíma við undanfarna mánuði. Haller, sem er á mála hjá Borussia Dortmund og er einnig landsliðsmaður… Meira
18. nóvember 2022 | Íþróttir | 597 orð | 1 mynd

Silfur- og bronsliðið mætast

Keppni í F-riðli á HM karla í knattspyrnu í Katar hefst miðvikudaginn 23. nóvember. Mætast þá Marokkó og Króatía annars vegar og Belgía og Kanada hins vegar. Morgunblaðið fjallar um hvern riðil fyrir sig á mótinu og hitar upp fyrir heimsmeistaramótið Meira
18. nóvember 2022 | Íþróttir | 587 orð | 2 myndir

Stórveldi saman í riðli

Keppni í E-riðli á HM karla í knattspyrnu í Katar hefst mánudaginn 21. nóvember. Mætast þá Spánn og Kostaríka annars vegar og Þýskaland og Japan hins vegar. Morgunblaðið fjallar um hvern riðil fyrir sig á mótinu og hitar upp fyrir heimsmeistaramótið Meira
18. nóvember 2022 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Tvenna Kristals Mána í Skotlandi

Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu karla vann góðan 2:1-sigur á Skotlandi í vináttulandsleik ytra í gærkvöldi. Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Adam I. Benediktsson, Jakob F Meira
18. nóvember 2022 | Íþróttir | 987 orð | 2 myndir

Þakklátur fyrir stuðninginn

Golf Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð á miðvikudaginn annar íslenski karlleikarinn til þess að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi, þeirri sterkustu í Evrópu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.