Greinar föstudaginn 2. desember 2022

Fréttir

2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Allt að tvöfalt fleiri sendingar en á síðasta ári

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það var heilmikil aukning hjá okkur á milli ára, bæði í innlendri og erlendri netverslun,“ segir Hrólfur Andri Tómasson framkvæmdastjóri Dropp um fjölda sendinga í kringum stóru netsöludagana þrjá í nóvember. Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Ávarpar kvikmyndahátíðina

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu hinn 10. desember næstkomandi og má eiga von á um 1.200 manns til landsins vegna hátíðarinnar, en sumar af skærustu stjörnum kvikmyndanna eru tilnefndar til verðlauna í ár Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Balbo-bréf fyrir metfé á uppboði

Á uppboði Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn nú í vikunni var íslenskt hópflugsbréf frá árinu 1933 slegið á 80 þúsund danskar krónur. Við það bætist 25% söluþóknun til uppboðshaldara sem þýðir að lokaverðið var um 100 þúsund danskar krónur eða um tvær milljónir íslenskar Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Björg Einarsdóttir rithöfundur

Björg Einarsdóttir rithöfundur lést á dvalarheimilinu Grund 28. nóvember sl., 97 ára að aldri. Hún fæddist í Hafnarfirði 25. ágúst 1925, dóttir hjónanna Einars Þorkelssonar, skrifstofustjóra Alþingis og síðar rithöfundar, og Ólafíu Guðmundsdóttur, húsfreyju, sem einnig vann við umsjón í þinghúsinu Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Ráðhúsið Grýla og Leppalúði létu sjá sig í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærmorgun þegar jólaskógurinn var opnaður. Leikskólabörn mættu einnig til að hitta á foreldra jólasveinanna, sem væntanlegir eru til... Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Flogið með fyrsta álfinn í þyrlu

SÁÁ hóf í gær sölu á jólaálfinum. Flogið var með fyrsta álfinn af Esjunni. Þangað sótti Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, hann ásamt Jóni „spaða“ Björnssyni þyrluflugmanni Norðurflugs Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Greinir allar fimm gangtegundirnar

Nýsköpunarfyrirtækið HorseDay hefur kynnt nýja uppfærslu af hestamannaappi sínu þar sem smáforrit í símanum greinir allar gangtegundir íslenska hestsins, auk annarra upplýsinga um reiðtúrinn. Er þetta fyrsta smáforritið með þessa virkni sem þróað hefur verið Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Hreinorkuvinnuvélar þurfa hvata

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Opinberir verkkaupar eru að fara fram úr sér með því að gera kröfur um að verktakar noti hreinorkuvinnuvélar í dag, að mati Sigþórs Sigurðssonar, formanns Mannvirkis – félags verktaka í SI og framkvæmdastjóri Colas. Hann bendir á að hreinorkutæknin sé rétt að detta inn á vinnuvélamarkaði og tækin séu enn mjög dýr. Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Hugmyndir um ferju á Esjuna lagðar fram á ný

„Tilkoma Esjuferju mun styrkja Reykjavík sem framúrskarandi áfangastað ferðamanna og gera má ráð fyrir fjölþættum, jákvæðum áhrifum Esjuferju á ferðaþjónustu og annað atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í erindi Esjuferða ehf Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Hætt við kaup á verksmiðjunni

Ari­on banki og PCC slitu form­leg­um viðræðum um mögu­leg kaup PCC á kís­il­verk­smiðjunni í Helgu­vík í gær. Bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar seg­ist feg­inn því að niðurstaða sé loks kom­in í málið Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Listamenn fögnuðu fullveldi landsins

Hefð hefur skapast fyrir því að listamenn komi saman á fullveldisdaginn á vinnustofu Tolla Morthens listmálara og fagni með upplestri og annarri skemmtun. Einar Már Guðmundsson rithöfundur var á meðal þeirra sem lásu þar upp í gær Meira
2. desember 2022 | Erlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Merki um frekara brotthvarf Rússa

Úkraínuher lýsti því yfir í gær, að þess sæust teikn að Rússar væru farnir að draga til baka hluta herliðs síns á eystri bakka Dnípró-fljótsins gegnt Kerson-borg. Kom fram að Rússar hefðu á móti aukið stórskotahríð sína á borgina en rafmagnslaust var í Kerson í gær eftir árásir þeirra Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Mikill hugur og samheldni

„Við vorum að fara yfir stöðuna og ákveða næstu skref,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í gærkvöldi eftir fund samninganefndar stéttarfélagsins. „Það er mikill hugur og samheldni í samninganefndinni Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 491 orð | 2 myndir

Mikilvægt að vanda vel til verka

Vinna við útgáfu virkjanaleyfis fyrir Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár er á lokastigi. Drög að ákvörðun Orkustofnunar voru send Landsvirkjun 27. nóvember og eru þau í yfirlestri hjá fyrirtækinu. Nú er liðið nærri hálft annað ár frá því Landsvirkjun sótti um leyfið Meira
2. desember 2022 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Mögulega slakað á sóttvarnaraðgerðum

Sun Chunlan, 2. varaforsætisráðherra Kína, sagði í gær að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar væri að veikjast á sama tíma og fleiri Kínverjar væru að fá bólusetningu. Gaf Sun til kynna að þessi nýja staða kynni að kalla á nýja stöðu í sóttvarnaraðgerðum Kínverja Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Nýtt bókasafn

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti samhljóða 28. nóvember að sett verði á fót samrekið almennings- og skólabókasafn í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Einnig að bókakostur bókabílsins Höfðingja verði lagður til safnsins og… Meira
2. desember 2022 | Fréttaskýringar | 539 orð | 1 mynd

Nær þrefaldur munur á hæstu og lægstu

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Rafknúnar vinnuvélar mun dýrari en hefðbundnar

Opinberir verkkaupar fara fram úr sér með því að krefjast þess að verktakar noti hreinorkuvinnuvélar í dag, að mati Sigþórs Sigurðssonar, formanns Mannvirkis – félags verktaka í SI og framkvæmdastjóri Colas Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Sambærilegt og 2007

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í gærmorgun á fjölsóttum morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og mbl.is, að árið 2022 væri miklu sterkara en stjórnvöld hefðu séð fyrir Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Tillaga um minni hreindýrakvóta

Náttúrustofa Austurlands leggur til að hreindýraveiðikvóti ársins 2023 verði 901 hreindýr. Drög að kvóta upp á 938 dýr voru kynnt 1. nóvember síðastliðinn og sett í opið samráð. Þar gafst öllum tækifæri til að gera rökstuddar athugasemdir við kvótatilllöguna Meira
2. desember 2022 | Erlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Verði „vopnabræður“ á ný

Vel fór á með Joe Biden Bandaríkjaforseta og Emmanuel Macron forseta Frakklands er hinn síðarnefndi kom til Washington í opinbera heimsókn. Sagði Biden að Bandaríkin gætu ekki óskað eftir betri bandamanni en Frakklandi, og minntist þess að ríkin tvö hefðu verið bandamenn frá dögum frelsisstríðsins Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 246 orð

Virkjanir á teikniborðinu

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, boðar uppbyggingu virkjana en síðastliðið vor „hafi loksins tekist að rjúfa níu ára kyrrstöðu“ í orkumálum. Meðal annars boðar ráðherrann uppbyggingu vatnsaflsvirkjana og… Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 424 orð | 3 myndir

Vörubílarnir seljast eins og heitar lummur

Árlegur jólamarkaður Ásgarðs handverkstæðis í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ verður á Álafossvegi 14 og 22 klukkan 12 til 17 á morgun. Sem fyrr verður mikið úrval af handsmíðuðum vörum starfsmanna til sölu sem og heitir drykkir og meðlæti Meira
2. desember 2022 | Innlendar fréttir | 567 orð | 1 mynd

Önduðu að sér rússnesku lofti í kaffiboði

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Þetta eru skemmtilegar og magnaðar sögur af fólki héðan úr Flóanum, bændum og búaliði og þjóðþekktum mönnum. Ég tíni svona rósir meðfram veginum og skreyti bókina með sögum af atburðum sem áttu sér stað í æsku minni og fram á þessa daga,“ segir Guðni Ágústsson, fv. þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, um nýja bók sína, Guðni: Flói bernsku minnar, sem skrásett er af Guðjóni Ragnari Jónassyni menntaskólakennara í félagi við Guðna. Meira

Ritstjórnargreinar

2. desember 2022 | Staksteinar | 209 orð | 2 myndir

Horfnar fréttir

Örn Arnarson fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins vék í gær að „sögulegum sáttum athafnaskáldanna Róberts Wessmann og Halldórs Kristmannssonar“ en báðir hafa þeir tengst fjölmiðlavafstri, fyrst saman en síðar í sundur. Meira
2. desember 2022 | Leiðarar | 726 orð

Leki Pírata

Engir þingmenn forðast umræður um efni og innihald mála eins og þingmenn Pírata. Þeir hafa hins vegar öðrum þingmönnum meiri áhuga á umgjörð mála og formi og geta haldið langar ræður og margar um slík atriði. Þetta á við um hvers kyns mál og er vel þekkt enda er það svo að þessi flokkur er mesti kerfisflokkur Alþingis, þvert á það sem hefði mátt ætla af nafni flokksins og kynningu á honum þegar hann hóf störf. Meira

Menning

2. desember 2022 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Christine McVie í Fleetwood Mac látin

Söngkonan og lagahöfundurinn Christine McVie, einn fimm meðlima hinnar vinsælu bresk-bandarísku hljómsveitar Fleetwood Mac, er látin 79 ára að aldri. Hún lést á sjúkrahúsi eftir stutt veikindi. Fleetwood Mac var stofnuð í London árið 1967 og hafa… Meira
2. desember 2022 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Doomcember-rokkhátíðin á Gauknum

Tónlistarhátíðin Doomcember fer fram á Gauknum í kvöld, föstudagskvöld, og á morgun. Er hún tileinkuð hljómsveitum sem spila svokallaðan dómsmálm (doom metal) sem og öðrum sveitum með sambærilega hugmyndafræði í tónsköpun Meira
2. desember 2022 | Fjölmiðlar | 198 orð | 1 mynd

List sem heyrir kannski sögunni til

Þá er aðventan gengin í garð og maður reynir sitt besta til þess að þvinga fram jólaskap. Sjálfur sæki ég ekki mikið í að spila jólalög en sem kvikmyndanörd með meiru er ég ávallt á höttunum eftir skemmtilegum jólamyndum Meira
2. desember 2022 | Menningarlíf | 337 orð | 1 mynd

Reykjavík Grapevine hlaut Lítinn fugl

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í gær og að vanda var íslensk tónlist og tónlistarfólk í öndvegi. Í Hörpu voru veittar viðurkenningar í tilefni dagsins og heiðursverðlaunin Lítill fugl Meira
2. desember 2022 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Skúli Sverrisson og félagar leika nýja tónlist hans í Mengi í kvöld

Bassaleikarinn og tónskáldið Skúli Sverrisson kemur fram á tónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21, ásamt Davíð Þór Jónssyni, Þorleifi Gauki Davíðssyni og Ólöfu Arnalds. Á efnisskránni er ný tónlist eftir Skúla sem vinnur… Meira
2. desember 2022 | Menningarlíf | 179 orð | 1 mynd

Tilnefningar til Kraumsverðlauna kynntar

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, verða afhent í fimmtánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika Meira
2. desember 2022 | Menningarlíf | 1093 orð | 1 mynd

Tuttugu bækur tilnefndar

Tilnefningar til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 voru kynntar í gær á Kjarvalsstöðum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin á nýju ári Meira

Umræðan

2. desember 2022 | Aðsent efni | 989 orð | 1 mynd

Fullveldi og seðlabanki

Vilhjálmur Bjarnason: "Til hvers þarf þá sjálfstæðan seðlabanka til að verja gjaldmiðilinn þegar hver og einn verkalýðsleiðtogi verður seðlabankastjóri um stund?" Meira
2. desember 2022 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Orka og hagnýt heimspeki

Meyvant Þórólfsson: "...taka til eftirbreytni smáríkið Bútan með hæglæti, fyrirhyggju og sjálfbærni að leiðarljósi gegn áhrifum „massatúrisma“, ofþenslu og offjölgunar." Meira
2. desember 2022 | Aðsent efni | 346 orð | 1 mynd

Raforkan er gullið okkar

Guðni Ágústsson: "Landsvirkjun verpir nánast gulleggjum. Látum ekki gráðuga fjárfesta og erlenda auðkýfinga skjóta gulleggin úr hendi okkar." Meira
2. desember 2022 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Verður að meta einstaka tilboð

Katrín svaraði því að henni þætti ekki rétt að fjármálaráðherra legðist yfir kaupendalistann og legði eitthvert mat á hann, enda hefði það ekki verið gert. Vissulega væri þó „óheppilegt“ að fjölskyldutengsl væru til staðar milli Bjarna og einhvers á kaupendalistanum Meira

Minningargreinar

2. desember 2022 | Minningargreinar | 1041 orð | 1 mynd

Finnbogi Geir Guðmundsson

Finnbogi Geir Guðmundsson fæddist á Hvoli í Innri-Njarðvík 4. október 1937. Hann lést 16. nóvember 2022 á hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Guðmundur Alfreð Finnbogason frá Tjarnarkoti, Innri-Njarðvík, f. 8.11. 1912, d. 19.4. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2022 | Minningargreinar | 1379 orð | 1 mynd

Guðmundur Ívar Ívarsson

Guðmundur Í. Ívarsson fæddist í Vestur-Meðalholtum í Flóa 18. júní 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Móbergi 13. nóvember 2022. Foreldrar hans voru hjónin Ívar Helgason, bóndi í Vestur-Meðalholtum, f. 9.2. 1889, d. 28.12. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2022 | Minningargreinar | 1667 orð | 1 mynd

Guðrún Jónína Ragnarsdóttir

Guðrún Jónína Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík 18. október 1962. Hún lést á heimili sínu á Eyrarbakka 22. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Kristín Stefánsdóttir, f. 18.9. 1936, d. 22.3. 1983, og Ragnar H. Eiríksson, f. 4.8. 1930. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2022 | Minningargreinar | 857 orð | 1 mynd

Jóhannes Guðmundsson

Jóhannes Guðmundsson fæddist 18. desember 1931 á Sauðárkróki. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvammstanga 19. nóvember 2022. Foreldrar Jóhannesar voru Elín Hermannsdóttir frá Hofsósi, f. 1903, d. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2022 | Minningargreinar | 2068 orð | 1 mynd

Jóna Kristjana Guðmundsdóttir

Jóna Kristjana Guðmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 31. mars 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum, 18. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Helga Sigríður Árnadóttir, f. 29. ágúst 1902, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2022 | Minningargreinar | 2627 orð | 1 mynd

Katrín Margrét Ólafsdóttir

Katrín Margrét Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1942. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 18. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir verslunarkona, f. 4.11. 1910 í Reykjavík, d. 22.5. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2022 | Minningargreinar | 3145 orð | 1 mynd

Kristín Ingunn Haraldsdóttir

Kristín Ingunn Haraldsdóttir fæddist á Patreksfirði 3.5. 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði 17.11. 2022. Foreldrar hennar voru Guðrún Össurardóttir húsmóðir, f. 20.1. 1902, d. 8.6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 992 orð | 2 myndir

Uppbygging virkjana að hefjast

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir kyrrstöðu að ljúka í uppbyggingu virkjana á Íslandi. Meira

Fastir þættir

2. desember 2022 | Í dag | 59 orð

Að hlífast við e-u er að færast undan e-u, reyna að koma sér hjá e-u. Í…

hlífast við e-u er að færast undan e-u, reyna að koma sér hjá e-u. Í nútíð hlífist maður við því en hlífðist í þátíðinni Meira
2. desember 2022 | Í dag | 89 orð | 1 mynd

Birna Dröfn Birgisdóttir

40 ára Birna ólst upp á Akranesi og í Hlíðarbæ í Hvalfirði en býr í Ólafsvík. Hún er hjúkrunarfræðingur og neyðarflutningamaður á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Áhugamálin eru ferðalög og fjölskyldan Meira
2. desember 2022 | Dagbók | 76 orð | 1 mynd

Blikkar ekki auga í Wednesday

Þætt­irn­ir Wed­nes­day hafa slegið ræki­lega í gegn síðan þeir komu út á dög­un­um. Svo ræki­lega að þeir slógu fyrra met fjórðu þátt­araðar­inn­ar af Stran­ger Things yfir mesta áhorf þátt­ar, á ensku, á einni viku Meira
2. desember 2022 | Í dag | 301 orð

Ófarir og aftur ófarir

Hér verður áfram haldið með limrurnar Ófarir eftir Braga V. Bergmann. Um „Ófarir III“ skrifar hann: „Ein helsta dyggð mannsins er hófsemin. „Hóf er á hverju best,“ segir máltækið Meira
2. desember 2022 | Í dag | 32 orð | 1 mynd

Ólafsvík Kamilla Elvan Sæbjörnsdóttir fæddist 9. desember 2021 kl. 18.25 á …

Ólafsvík Kamilla Elvan Sæbjörnsdóttir fæddist 9. desember 2021 kl. 18.25 á Akranesi. Hún vó 3.624 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Birna Dröfn Birgisdóttir og Sæbjörn Elvan Vigfússon. Meira
2. desember 2022 | Í dag | 169 orð

Skák

1. Rf3 d5 2. c4 e6 3. g3 dxc4 4. Da4+ Rd7 5. Dxc4 a6 6. Bg2 b5 7. Dc2 Bb7 8. a4 c5 9. Rc3 Db6 10. 0-0 Rgf6 11. d3 Be7 12. axb5 axb5 13. Hxa8+ Bxa8 14. Db3 b4 15. Rd1 Da6 16. Re3 0-0 17. Rc4 Bd5 18. Dc2 Da2 19 Meira
2. desember 2022 | Í dag | 721 orð | 3 myndir

Vísindin efla alla dáð

Hafliði Pétur Gíslason fæddist árið 1952 á Hringbraut 48 í Reykjavík og ólst þar upp. Afi hans og Pétur föðurbróðir fórust með Goðafossi 1944 þegar skipið var skotið niður og Hafliði var skírður í höfuðið á þeim Meira
2. desember 2022 | Í dag | 179 orð

Yfirstunga. A-Enginn

Norður ♠ Á874 ♥ Á109 ♦ KD9 ♣ 1054 Vestur ♠ K92 ♥ KD3 ♦ Á84 ♣ Á963 Austur ♠ -- ♥ G874 ♦ 10752 ♣ KD872 Suður ♠ DG10653 ♥ 852 ♦ G63 ♣ G Suður spilar 3♠ doblaða Meira

Íþróttir

2. desember 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Fimmtánda ár fyrirliðans

Knattspyrnudeild HK hefur framlengt samning sinn við fyrirliða karlaliðs félagsins, Leif Andra Leifsson, til eins árs. Leifur Andri er 33 ára gamall varnarmaður. Hann hefur leikið með meistaraflokki HK frá 2009 og er leikjahæstur í sögu félagsins með 365 mótsleiki Meira
2. desember 2022 | Íþróttir | 228 orð | 2 myndir

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur verið valinn í…

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur verið valinn í finnska landsliðið og mun leika með því á æfingamóti í upphafi næsta árs. Amma Þorsteins í föðurætt var finnsk og var því hægt að sækja um tvöfalt ríkisfang fyrir leikmanninn þegar hann var barn Meira
2. desember 2022 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Haukar áfram í bikarnum

Niðurstaðan í kærumálinu vegna leiks Tindastóls og Hauka í bikarkeppni karla í körfuknattleik liggur fyrir. Áfrýjunardómstóll KKÍ úrskurðaði Haukum 20:0-sigur eftir áfrýjun Tindastóls. Haukar kærðu leikinn þar sem fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum í einu Meira
2. desember 2022 | Íþróttir | 599 orð | 2 myndir

KR er í vondum málum

Körfuboltastórveldið KR er í miklum vandræðum eftir 88:95-tap gegn ÍR í 8. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. KR hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu átta og er nú fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni Meira
2. desember 2022 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

KR fjórum stigum frá öruggu sæti

Stórveldið KR er í miklum vandræðum í Subway-deild karla í körfubolta eftir 88:95-tap fyrir ÍR í fallslag í deildinni í gær. Fyrir vikið er KR fjórum stigum frá öruggu sæti og aðeins með einn sigur í fyrstu átta umferðunum Meira
2. desember 2022 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Martínez hættur með Belga

Spánverjinn Roberto Martínez er hættur þjálfun karlaliðs Belgíu í fótbolta, eftir að liðinu mistókst að komast í 16-liða úrslit HM í Katar í gær. Belgía vann aðeins einn leik í Katar og skoraði eitt mark Meira
2. desember 2022 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Mun betri byrjun hjá Guðmundi

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór ágætlega af stað á Investec South Afri­can-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi, en leikið er í Jóhannesarborg, höfuðborg Suður-Afríku. Guðmundur lék fyrsta hringinn í gær á 72 höggum, eða á pari Meira
2. desember 2022 | Íþróttir | 702 orð | 4 myndir

Ótrúlegir sigurvegarar

Hver hefði getað séð fyrir lokaniðurstöðuna í E- og F-riðlunum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar? Japanir unnu F-riðilinn, á undan Spáni og Þýskalandi, og mæta Króötum í sextán liða úrslitum mótsins á mánudaginn Meira
2. desember 2022 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd

Töframaðurinn sem hætti við að hætta

Hakim Ziyech, skærasta stjarna marokkóska landsliðsins í fótbolta, skoraði sitt fyrsta mark á lokamóti HM er hann kom Marokkó yfir gegn Kanada í 2:1-sigri liðsins í gær. Með sigrinum settist Marokkó í toppsæti F-riðils og fékk þar með sæti í 16-liða úrslitum Meira

Ýmis aukablöð

2. desember 2022 | Blaðaukar | 1417 orð | 3 myndir

Aðalstöð frakkneskra fiskimanna

Fáskrúðsfjörður var lykilhöfn Fransmanna Fáskrúðsfjörður varð snemma ein af helstu lykilhöfnum franska fiskiskipaflotans á Íslandi. Ekki er fullkomlega ljóst hvenær frönsku skúturnar hófu að venja komur sínar til Fáskrúðsfjarðar í ríkum mæli en víst … Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 544 orð | 3 myndir

Að fanga tíma og rúm

Ljóð Stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri – og önnur málefni hjartans ★★★½· Eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Bjartur, 2022. Kilja, 106 bls. Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 223 orð | 1 mynd

Af pappírnum á netið

Í viðtali við Morgunblaðið í haust sagði Nanna Rögnvaldardóttir, afkastamesti matreiðslubókahöfundur Íslands, að sú tegund bókmennta væri að syngja sitt síðasta; uppskriftir og umfjöllun um mat hefðu færst af pappírnum og á netið Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 1173 orð | 2 myndir

Af skemmtilegum Skagfirðingum

Bjarni Har Margar snjallar sögur hafa verið sagðar af kaupmanninum Bjarna Har, heiðursborgara Skagafjarðar, og sumar þeirra hafa ratað í þennan bókaflokk. Bjarni lést í janúar 2022, á 92. aldursári, eftir að hafa unnið langan vinnudag í versluninni… Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 371 orð | 1 mynd

Áþekk útgáfa milli ára

Árlegum Bókatíðindum hefur verið dreift víða og hægt er að skoða þau á vefsetrinu http://bokatidindi.is/. Ef tölur í tíðindunum 2022 eru bornar saman við síðasta ár, til að mynda, kemur í ljós að útgáfan er nánast jafn mikil milli ára, eða 913 bækur … Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 824 orð | 2 myndir

Bækur sem verða að vera til

Sverrir Norland hefur gefið út nokkrar bækur, síðast bókina Stríð og klið, sem kom út á síðasta ári. Hann er ekki bara rithöfundur og fyrirlesari, heldur rekur hann einnig bókaforlagið am með Cérise Fontaine, eiginkonu sinni, og þau gefa út þýddar… Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 759 orð | 3 myndir

Einlægt og áríðandi ákall

Ljóðabók Máltaka á stríðstímum ★★★★★ Eftir Natöshu S. Una útgáfuhús 2022. Kilja, 68 bls. Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 389 orð | 1 mynd

Elísa hefur þroskast með sjálfri mér

Fyrsta skáldsaga Kristín Bjargar Sigurvinsdóttur, Dóttir hafsins, segir frá Elísu, sextán ára unglingi frá Vestfjörðum, sem sogast inn í grimmileg átök góðra og illra afla, þar sem hún mun leika lykilhlutverk Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 1488 orð | 2 myndir

… út í kómískar ógöngur

Fyrir stuttu kom út skáldsagan Gegn gangi leiksins eftir Braga Ólafsson. Sagan gerist sjö árum eftir að ljóðskáldið Svanur Bergmundsson lýkur afplánun fyrir manndráp í miðbæ Reykjavíkur. Hann býr við Laufásveginn, í íbúð systur sinnar Lóu, sem er… Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 599 orð | 3 myndir

Hið hárfína og ofurviðkvæma

Ljóðsaga Skurn ★★★★½ Eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur Una útgáfuhús 2022. Kilja, 103 bls. Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 1492 orð | 2 myndir

Hvað gerum við fram að heimsendi?

Nýjasta skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, Eden, er að sögn höfundarins opin í margar áttir. En hljómbotn frásagnarinnar segir hún vera heiminn okkar sem er að farast vegna loftslagsbreytinga og ein spurning er í forgrunni í verkinu: Ef heimsendirinn, … Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 844 orð | 4 myndir

Hversdagshetjur í lífsbaráttu

Ævisaga Ævintýri og líf í Kanada. Endurminningar ★★★½· Eftir Guðjón R. Sigurðsson. Þórður Sævar Jónsson bjó til útgáfu. Mál og menning 2022. Innb., 407 bls. Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 745 orð | 1 mynd

Inni í rammanum vex ævintýrið

Eiríkur P. Jörundsson er menntaður sagnfræðingur og hóf sín bókaskrif á sagnfræði, skrifaði bókina Þar sem land og haf haldast í hendur, sem fjallar um Súðavíkurhrepp að fornu og nýju og kom út 2016 Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 427 orð | 3 myndir

Kynngimagnaðar og framandi víddir

Unglingabók Heimsendir, hormónar og svo framvegis ★★★★½ Eftir Rut Guðnadóttur. Vaka-Helgafell 2022. Innb., 323 bls. Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 567 orð | 3 myndir

Lífið frá sjónarhóli Álfs

Barnabók Kollhnís ★★★★½ Eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Mál og menning 2022, innb., 259 bls. Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 579 orð | 1 mynd

Ljóðlistin er spegilmynd sálarinnar

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er menningarblaðamaður á Fréttablaðinu og skáld. Fyrsta bók hans var Draumar á þvottasnúru, sem kom út í Meðgönguljóðaröð Partusar 2016, og fyrir þremur árum kom út ljóðabókin Gangverk sem hann orti sem eins konar… Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 704 orð | 4 myndir

Minningar og kenningar

Myndasaga Hvað nú? ★★★★· Eftir Halldór Baldursson. Forlagið gefur út. Innbundin. Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 792 orð | 3 myndir

Saga = góð saga!

Skáldsaga Hamingja þessa heims. Riddarasaga ★★★★★ Eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Benedikt 2022. Innb., 460 bls. Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 791 orð | 2 myndir

Slitur úr löngu horfinni menningu

Guðmund Inga Markússon þekkja eflaust margir sem tónlistarmann, enda var hann annar stofnandi hljómsveitarinnar Reptilicus á sínum tíma og hefur starfað að ýmsum tónlistarlegum verkefnum. Sem rithöfundur notar hann aftur á móti nafnið Ingi Markússon … Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 1899 orð | 3 myndir

Stelpan sem sigraði lífið

Ég stari á alhvítt loftið í sjúkrastofunni minni. Ég veit ekki hvað ég er gömul. En ég man varla eftir mér öðruvísi en gónandi tímunum saman á þennan litlausa flöt sem skilur á milli mín og læknastofanna á efri hæðinni Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 199 orð | 1 mynd

Stríðsdagbók og ljóð í TMM

Fjórða tölublað Tímarits Máls og menningar kom út á dögunum. Meðal efnis í ritinu eru tveir kaflar úr stríðsdagbók úkraínska rithöfundarins Andrejs Kúrkovs í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Einnig er í ritinu ljóð úkraínska skáldsins Serhíj Zjadan, … Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 1011 orð | 4 myndir

Undarlegheitin á Saurum

Kynlegur farþegi Laust fyrir miðja síðustu öld var bifreiðarstjóri úr Reykjavík sendur að vetri til með vörur suður í Sandgerði og átti að taka þar varning til baka. Meðan hann var að athafna sig í Sandgerði kom til hans maður og bað hann að taka… Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 769 orð | 3 myndir

Undraverða gróska upp úr engu

Mikilvægt er að Sönghofsdalur verði ekki fyrir ágangi „Söng ... hvað?“ Þetta voru oftast viðbrögðin á sínum tíma þegar fólk heyrði örnefnið Sönghofsdal fyrst nefnt. Enda engin furða, því að þeir örfáu sem vissu um þennan einstæða stað… Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 546 orð | 3 myndir

Valdabarátta, græðgi og ofbeldi

Ungmennabók Ofurvættir ★★★★· Eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Vaka-Helgafell 2022. Innb., 355 bls. Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 255 orð | 1 mynd

Verðlagsreiknað bókaverð

Í viðtali í Morgunblaðinu í haust sagði forleggjarinn Bjarni Harðarson frá því er hann gaf út sína fyrstu bók 2001 og hafði ekki hugmynd um hvað hún ætti að kosta. Á endanum reiknaði hann út að til að standa undir öllum prentkostnaði þyrfti hann að selja hana á 6.000 kr Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 2004 orð | 2 myndir

Vinsamlega ekki raka andlitið á mér

Júlíus hélt til námsdvalar í Japan 1962 þar sem hann lagði stund á jarðskjálftaverkfræði hjá alþjóðlegri jarðskjálftarannsóknastofnun, IISEE. Það var komið langt fram í október, og tími til að við kynntumst betur tungumálinu og japanskri menningu Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 1387 orð | 2 myndir

Það er margt að vera maður

Játningar Þegar ég hugsa til okkar fyrstu kynna bið ég Þig að blessa hugskot mitt og allt sem þar hrærist. Ég fel Þér þessi orð og þau blöð, er eftir renna. Í efalausri trú bið ég Þig hjálpa mér að líta um öxl til ævidaganna í Þínu nafni Meira
2. desember 2022 | Blaðaukar | 1292 orð | 6 myndir

Þegar börn fá að njóta sín

Uppskrift að frábærri skemmtun Mamma kaka ★★★★★ Texti: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Myndir: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Salka 2022, 56 bls. Bravó, segi ég bara! Mamma kaka er svo algjörlega frábær bók að mér finnst alveg óþarfi að fara í einhverjar málalengingar áður en það kemur fram Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.