Greinar miðvikudaginn 14. desember 2022

Fréttir

14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 41 orð

Atvinnuleysi var vanáætlað í haust

Fjöldi atvinnulausra var vanáætlaður í tölfræði Vinnumálastofnunar fyrir tímabilið frá júní til október og er ástæðan sögð að skipt var um tölvukerfi fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð. Hefur atvinnuleysið verið 3,2-3,3% síðustu mánuði en ekki um 2,8% eins og áður hafði verið sagt Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ákærður fyrir manndráp á geðdeild

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur hef­ur verið ákærður fyr­ir mann­dráp á geðdeild Land­spít­al­ans. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa banað sjúk­lingi á spít­al­an­um með því að neyða ofan í hann mat með þeim af­leiðing­um að hann kafnaði Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Breytir ekki leiðarvalinu

Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Landsnets um aðalvalkost Blöndulínu 3 sem liggja á frá Blöndustöð til Akureyrar og er hluti af nýrri og öflugri byggðalínu. Vissar athugasemdir eru gerðar við aðferðir við mat á umhverfisáhrifum Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Dagskrá um Hannes

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á hátíðardagskrá í Safnahúsinu í gær í tilefni af 100 ára ártíð Hannesar Hafstein, fyrsta innlenda ráðherra Íslands, að Hannes hefði leitt Ísland inn í nýja öld Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Fjórum sinnum meira eytt á neti

Tæplega fjórum sinnum meira var eytt á netinu á þremur helstu afsláttardögunum í nóvember borið saman við aðra daga mánaðarins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð Rannsóknarseturs verslunarinnar á áhrifum afsláttardaga í nóvember Meira
14. desember 2022 | Fréttaskýringar | 581 orð | 2 myndir

Fjöldi atvinnulausra var vanáætlaður

Atvinnuleysi er lítið um þessar mundir og var skráð atvinnuleysi í nóvember 3,3% sem er óbreytt frá mánuðinum á undan. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar. Þar er bent á að komið hafi í ljós að í tölfræði VMST fyrir tímabilið frá júní til… Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Flytja inn þúsundir sorptunna

Sorpa þarf að flytja inn rúmlega 47 þúsund sorpílát vegna breytinga á flokkun úrgangs á næsta ári. Er stefnt að því að hefja dreifingu á tunnunum í maí. Þessi ílát verða notuð á starfssvæði Sorpu í Reykjavík, Kjósarhreppi, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi Meira
14. desember 2022 | Erlendar fréttir | 655 orð | 1 mynd

Forsetinn boðar fundarfall

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætlar á þessu ári ekki að halda sinn árlega blaða- og fréttamannafund. Sem forseti hefur Pútín haldið fundinn frá árinu 2001 og hefur einungis einu sinni fallið frá honum en það var árið 2005. Fundarfall nú telst því til mikilla tíðinda og hafa sumir viljað tengja þá ákvörðun við slæmt gengi rússneska hersins í Úkraínu sl. mánuði. Meira
14. desember 2022 | Erlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Frederiksen myndar nýja ríkisstjórn

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana og leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins, gekk í gærkvöldi á fund Margrétar Danadrottningar og tilkynnti að hún hefði náð samkomulagi við leiðtoga flokkanna Venstre og Moderaterne um myndun nýrrar ríkisstjórnar Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Heilög Lúsía bar birtu inn í skammdegið á ný

Það var falleg stund í Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi þegar Lúsíuhátíðin fór fram. Sjálf Lúsía söng með kertakórónu og naut fulltingis kórs hvítklæddra meyja, jólasveina og piparkökukarla. Sænska félagið á Íslandi hefur frá stofnun 1954 haldið… Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Heimskautaloft og frost fer í 20 gráður

Fyrirstöður í háloftunum eru nú að rofna og kalt heimskautaloft úr norðri leggur nú að Íslandi svo búast má við að síðari hluta vikunnar verði 10 stiga gaddur víða í byggðum landsins og á láglendi. Inn til landsins og nærri hálendisbrúninni, svo sem … Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 487 orð | 2 myndir

Helga lenti allt í einu í spilahvirfilvindi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslensku spilin Lestrar Flóðhestar Sláðu slaginn og Lestrar Flóðhestar Lottó – Minnisspil eftir Helgu Árnadóttur eru ný á markaðnum og ætluð byrjendum í lestri. „Þau eru hönnuð fyrir börn sem kunna stafina og eru að taka fyrstu skref sín í lestri,“ segir Helga. Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Hinir grunuðu í hryðjuverkamáli látnir lausir

Mennirnir tveir, sem hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 21. september, grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk og brotið vopnalög, eru lausir úr haldi lögreglu. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 9 Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Hífðu nýja vél um borð í Magna

Ný vél dráttarbátsins Magna var hífð um borð í síðustu viku. Hafa Hollvinasamtök Magna unnið hörðum höndum allt frá árinu 2017 að því að koma bátnum í sama ástand og hann var í þegar Stálsmiðjan í Reykjavík lauk við smíði hans 1954 Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 16 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Skuggaleg Brugðið á leik á ísilagðri Tjörninni mót sólu í suðri. Vissara að standa í... Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Kynnast jólahaldi Hallgríms Péturssonar

Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni og verkefnisstjóri í Hallgrímskirkju, tekur hér á móti nemendum úr Melaskóla er þau komu í fyrradag til að skoða kirkjuna og sjá í leiðinni sýninguna Jólin hans Hallgríms Meira
14. desember 2022 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Landgönguliði þjálfaði Kínverja

Fyrrverandi orrustuflugmaður Bandaríkjanna hefur verið handtekinn í Ástralíu. Er hann sakaður um að hafa framið samsæri og brotið vopnalög með því að hafa með ólögmætum hætti þjálfað kínverska orrustuflugmenn við að lenda herþotum sínum á flugmóðurskipi Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 398 orð

Launataxtar hækka um 11% að meðaltali

„Taxtabreytingarnar munu skila sambærilegum hlutfallslegum hækkunum og taxtabreytingarnar hjá Starfsgreinasambandinu. Það er mikið virði í því en við munum að sjálfsögðu fara yfir þetta þegar við kynnum samninginn fyrir okkar félagsfólki í… Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 383 orð

Lýsa misvísandi álitum á áhrifum

Afar misvísandi upplýsingar og álit á áhrifum frumvarps matvælaráðherra til breytinga á búvörulögum til að styðja við hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu koma fram í umsögnum í samráðsgátt stjórnvalda Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Lögreglan fær nú myndefni

Uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta í Reynisfjöru er lokið. Auk skiltanna var komið fyrir 300 metra langri keðju meðfram bílastæðinu sem leiðir fólk eftir göngustíg og fram hjá skiltunum. Löggæslumyndavélum var komið fyrir á mastri í fjörukambinum Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Ósammála um mikilvægi skjaldarmerkja

Sögufélagið sér ekki ástæðu til að sett verði upp að nýju skjaldarmerki á Alþingishúsið sem prýddu framhlið þess á vígsludeginum 1. júlí 1881. Þetta kemur fram í umsögn félagsins við þingsályktunartillögu um að gerðar verði ráðstafanir til að setja… Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 366 orð

Rafmagnsleysi gerir Breiðdælinga gráhærða

Rafmagnið hefur farið oft af Breiðdalsvík og nágrenni síðasta hálfa annað árið. Það var sérstaklega áberandi á síðasta ári en síðasta straumleysið var þó síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum RARIK hafa truflanir orðið bæði af tæknilegum orsökum og vegna óveðra Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 601 orð | 1 mynd

Sérnámsstöðum er nauðsyn að fjölga

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
14. desember 2022 | Innlendar fréttir | 547 orð | 1 mynd

SORPA kaupir yfir 47 þúsund sorpílát

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sorpa þarf að flytja inn rúmlega 47 þúsund sorpílát vegna breytinga á flokkun úrgangs. Nýja flokkunarkerfið verður innleitt á næsta ári og er stefnt að því að hefja dreifingu á tunnunum í maí 2023. Þessi ílát verða notuð á starfssvæði Sorpu í Reykjavík, Kjósarhreppi, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Meira

Ritstjórnargreinar

14. desember 2022 | Staksteinar | 193 orð | 1 mynd

Hvernig axlaði hún pólitíska ábyrgð?

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata stóð fyrir sérstakri umræðu á Alþingi í fyrradag um pólitíska ábyrgð á Íslandi. Þar kom fram að hún teldi að tilteknir ráðherrar hefðu ekki „axlað pólitíska ábyrgð“ með nægilega afgerandi hætti og leitaði álits forsætisráðherra á málinu. Meira
14. desember 2022 | Leiðarar | 346 orð

Ímynd var ekki annað

Ábyrgðarhluti er að halda óáþreifanlegri rafmynt að fólki Meira
14. desember 2022 | Leiðarar | 258 orð

Umbætur, ekki bara aukið fé

Áhugavert sjónarmið úr óvæntri átt Meira

Menning

14. desember 2022 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Fyrirlestur Pulitzer-verðlaunahafa

Erin Kelly, prófessor í heimspeki við Tufts-háskóla í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag um bókina sem hún samdi ásamt listamanninum Winfred Rembert: Wilfred Rembert, Chasing Me To My Grave: An Artist's Memoir of the Jim… Meira
14. desember 2022 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Harry og Meghan láta allt flakka

Á Netflix má nú finna heimildaþættina Harry & Meghan. Þrír þættir eru nú þegar í sýningu og von á næstu þremur 15. desember. Þar segja þau sögu sína sjálf og sýnist sitt hverjum. Í þáttunum er einnig farið aftur í tímann og fylgst með Harry frá… Meira
14. desember 2022 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Jólastjarnan syngur með Björgvini

Jólastjarnan 2022 hefur verið valin og í tilkynningu segir að sú heppna sé Louise Shayne Mangubat Canonoy. Mun hún koma fram með Jólagestum Björgvins í Laugardalshöll á laugardagskvöldið kemur. Fjölmargir krakkar sóttu um í keppninni um… Meira
14. desember 2022 | Menningarlíf | 950 orð | 1 mynd

Litið til fortíðar og framtíðar

Harmóníkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson gaf á dögunum út plötuna Fikta, í samstarfi við dönsku plötuútgáfuna Dacapo Records, og hefur hún að geyma íslensk verk samin fyrir Jónas og einnig óþekkt verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson Meira
14. desember 2022 | Bókmenntir | 999 orð | 4 myndir

Óður til menningarbyltingar

Myndlist Abstrakt geómetría á Íslandi 1950 – 1960 ★★★★★ Höfundur megingreinar og texta um einstaka listamenn: Ásdís Ólafsdóttir. Ritstjórn, val á verkum, myndstjórn og æviágrip: Ólafur Kvaran. Sjón samdi smásöguna Uppljómun ‘53. Útlit og umbrot: Ragnheiður K. Sigurðardóttir. Veröld, 2022. Saumuð í mjúkum spjöldum í stóru broti, 266 bls. Meira
14. desember 2022 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Þór Breiðfjörð og félagar flytja jólalög Nat King Cole-tríósins

Á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 kemur söngvarinn Þór Breiðfjörð fram ásamt félögum sínum. Hyggjast þeir heiðra hið rómaða Nat King Cole-tríó og flytja jólaperlur sem tríóið hljóðritaði og eru fyrir löngu orðnar klassískar Meira

Umræðan

14. desember 2022 | Pistlar | 427 orð | 1 mynd

Að flétta nýsköpun saman við heilbrigðiskerfið

Einn helsti mælikvarðinn á lífsgæði hér á landi er aðgengi okkar að öflugu heilbrigðiskerfi. Við vitum þó öll að það er ýmislegt sem hægt er að gera betur til að bæta aðstöðu starfsfólks í kerfinu og gera þjónustuna enn betri en hún er í dag Meira
14. desember 2022 | Aðsent efni | 651 orð | 1 mynd

Engar lausnir, bara vandamál?

Vigdís Häsler: "Raunverulegar lausnir og forgangsröðun verkefna þurfa að liggja fyrir, en ekki það sem er fyrirferðamest í umræðunni hverju sinni." Meira
14. desember 2022 | Aðsent efni | 910 orð | 1 mynd

Táknrænt hænufet

Óli Björn Kárason: "Mér líður á stundum eins og við þingmenn séum að kaupa okkur aflátsbréf með þeim hætti – friða samviskuna en komast hjá því að skera burt meinið." Meira

Minningargreinar

14. desember 2022 | Minningargreinar | 3692 orð | 1 mynd

Haraldur Sigþórsson

Haraldur Sigþórsson fæddist í Reykjavík 25. september 1961. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 21. nóvember 2022. Hann var einkasonur hjónanna Sigþórs Lárussonar kennara, f. 14.5. 1921, d. 27.1. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2022 | Minningargrein á mbl.is | 942 orð | 1 mynd | ókeypis

Haraldur Sigþórsson

Haraldur Sigþórsson fæddist í Reykjavík 25. september 1961. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 21. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2022 | Minningargreinar | 2067 orð | 1 mynd

Ingvar Kári Árnason

Ingvar Kári Árnason fæddist í Reykjavík 28. september 1968. Hann lést 3. nóvember 2022. Foreldrar Ingvars eru Árni Ingimundarson, f. 10.7. 1935, d. 6.5. 2017, og Guðrún Káradóttir, f. 7.1. 1942. Bróðir Ingvars er Helgi Valur, f. 3.3. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2022 | Minningargreinar | 917 orð | 1 mynd

Kristbjörn Þór Árnason

Kristbjörn Þór Árnason (Bóbi) skipstjóri fæddist í Ásgarði á Húsavík 18. ágúst 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 5. desember 2022. Kristbjörn var annað barn foreldra sinna, Kristínar Sigurbjörnsdóttur, f. 11. ágúst 1917, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2022 | Minningargreinar | 513 orð | 1 mynd

Stella Björk Steinþórsdóttir

Stella Björk Steinþórsdóttir fæddist 10. janúar 1939. Hún lést 20. nóvember 2022. Útför Stellu fór fram 28. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2022 | Minningargreinar | 2805 orð | 1 mynd

Sæunn Ragnheiður Sveinsdóttir

Sæunn Ragnheiður Sveinsdóttir fæddist 23. júní 1930 í Ólafsvík. Hún lést 4. desember 2022 á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Foreldrar hennar voru Þórheiður Einarsdóttir, f. 4.4. 1895, d. 6.6. 1964, og Sveinn Kristján Stefán Einarsson, f. 10.1. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2022 | Minningargreinar | 2385 orð | 1 mynd

Þorgeir Jónsson

Þorgeir Jónsson prentari fæddist í Reykjavík 18. október 1945. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á Vífilsstöðum 1. desember 2022. Foreldrar hans voru hjónin Ingunn Ásgeirsdóttir, f. 15.4. 1914, d. 3.12. 1987, og Jón Egilsson, f. 19.1. 1920, d. 4.11.... Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

14. desember 2022 | Í dag | 90 orð | 1 mynd

Anna Bjarney Guðmundsdóttir

50 ára Anna Baddý er Akureyringur og ólst upp á Brekkunni. Hún er leikskólakennari að mennt og er deildarstjóri við leikskólann Iðavöll. Áhugamálin eru fjölskyldan, handavinna og hreyfing. „Ég prjóna, sauma og geri ýmsa handavinnu.“… Meira
14. desember 2022 | Í dag | 174 orð

Djúpt útspil. V-Enginn

Norður ♠ K5 ♥ K873 ♦ KD3 ♣ ÁK107 Vestur ♠ ÁG32 ♥ D952 ♦ -- ♣ DG653 Austur ♠ D109874 ♥ Á106 ♦ 1085 ♣ 9 Suður ♠ 6 ♥ G4 ♦ ÁG97642 ♣ 842 Suður spilar 5♦ Meira
14. desember 2022 | Dagbók | 76 orð | 1 mynd

Gísli Einars nýtti fótbrotið vel

Gísli Ein­ars­son sjón­varps­maður fór á kost­um í Ísland vakn­ar á dög­un­um þar sem hann ræddi meðal ann­ars um fót­brot, tón­leika Lúðanna, sem hann er hluti af, og vænt­an­lega leiksýningu, Ferðabók Gísla Ein­ars­son­ar (en hvorki Eggerts né Bjarna), á kom­andi ári Meira
14. desember 2022 | Í dag | 404 orð

Í öli skal huggunar leita

Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir á Boðnarmiði „SKAMMDEGISMYRKUR“: Myrkrið er svart sem sviðinn raftur, sér ekki baun til verka úti líkt og menn hafi augun aftur ofan í vömb á gráum hrúti. Pétur Stefánsson yrkir „Einmanalegt… Meira
14. desember 2022 | Í dag | 530 orð | 4 myndir

Með marga hatta í vinnunni

Sveinn Biering Jónsson er fæddur 14. desember 1982 í Reykjavík og ólst upp í Hlíðunum. „Í minningunni þá var æskuárunum mest eytt í að ganga í allskonar störf í Húsasmiðjunni, en þá var Húsasmiðjan í eigu fjölskyldunnar Meira
14. desember 2022 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Hekla Rún Arinbjarnardóttir fæddist 19. apríl 2022 kl. 14.37.…

Reykjavík Hekla Rún Arinbjarnardóttir fæddist 19. apríl 2022 kl. 14.37. Hún vó 4.085 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Arinbjörn Rögnvaldsson og Hjördís Lilja Sveinsdóttir. Meira
14. desember 2022 | Í dag | 135 orð | 1 mynd

Skák

Bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura er á meðal stærstu nafna í skákheiminum, jafnvel þótt hann hafi á undanförnum árum fremur lagt upp úr því að halda úti streymisveitu á twitch.com þar sem hann jafnan teflir í beinu streymi Meira
14. desember 2022 | Í dag | 61 orð

Um það að taka sig upp segir Ísl. orðabók: (um sjúkdóm) byrja aftur ……

Um það að taka sig upp segir Ísl. orðabók: (um sjúkdóm) byrja afturhálsbólgan tók sig upp aftur. Og Ísl. nútímamálsorðabók: (sjúkdómurinn) tekur sig upp aftur – hann kemur aftur (eftir nokkurt hlé) Meira

Íþróttir

14. desember 2022 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Eyjakonur örugglega áfram í átta liða úrslit

Marta Wawrzykowska átti stórleik í marki ÍBV þegar liðið tók á móti KA/Þór í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, í Vestmannaeyjum í gær. Leiknum lauk með 33:25-sigri ÍBV en Wawrzykowska varði 17 skot í marki Eyjakvenna og var með 47% markvörslu Meira
14. desember 2022 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

Fjórir leikir í röð án sigurs hjá Val

Íslands- og bikarmeistarar Vals máttu þola 29:32-tap fyrir Svíþjóðarmeisturum Ystad í B-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum hefur Valur nú leikið fjóra leiki í röð í riðlinum án þess að fagna sigri Meira
14. desember 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Guðrún komst á lokamótið

Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér í gær keppnisrétt á lokastigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Hún hafnaði í 20.-24. sæti á fyrsta stiginu á La Manga á Spáni en 63 af 156 keppendum komust áfram Meira
14. desember 2022 | Íþróttir | 487 orð | 2 myndir

Hvaðan kom þessi drengur?

Á laugardaginn var vann Marokkó það magnaða afrek að verða fyrsta Afríkuþjóð sögunnar til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti karla í fótbolta með 1:0-sigri á Portúgal í Katar. Fyrir mót var vitað að Marokkó væri með hörkulið og nöfn… Meira
14. desember 2022 | Íþróttir | 427 orð | 2 myndir

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði…

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði vikunnar í ensku B-deildinni í knattspyrnu hjá Sky Sports. Jóhann átti góðan leik á sunnudaginn þegar Burnley vann sannfærandi útisigur á QPR, 3:0, í London og skoraði eitt markanna á glæsilegan hátt, beint úr aukaspyrnu Meira
14. desember 2022 | Íþróttir | 644 orð | 2 myndir

Lítið sem vantaði

Á Hlíðarenda Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Vals máttu þola 29:32-tap fyrir Svíþjóðarmeisturum Ystad í B-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum hefur Valur nú leikið fjóra leiki í röð í riðlinum, án þess að fagna sigri. Meira
14. desember 2022 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Markakóngur til liðs við Blika

Klæmint Olsen, markahæsti leikmaður færeysku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu frá upphafi, leikur með Íslandsmeisturum Breiðabliks tímabilið 2023. Klæmint, sem er 32 ára, hefur leikið allan sinn feril með NSÍ Runavík og skorað 242 mörk í 363 leikjum Meira
14. desember 2022 | Íþróttir | 447 orð | 2 myndir

Meistari Messi var magnaður

Er stærsta stundin á glæsilegum ferli Lionels Messi að renna upp? Í aðdraganda þessa heimsmeistaramóts og eftir að það hófst hefur verið sífellt meira rætt um að heimsmeistaratitillinn sé eina skrautfjöðurin sem litli Argentínumaðurinn eigi eftir að … Meira
14. desember 2022 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Ronaldo hvergi nærri hættur

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo ætlar sér ekki að leggja landsliðsskóna á hilluna þrátt fyrir að Portúgal hafi mistekist að komast áfram í undanúrslit heimsmeistaramótsins í Katar sem nú stendur yfir Meira
14. desember 2022 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Þrjú gull í Noregi

Ísland vann til þrennra gullverðlauna á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi í 25m laug sem fram fór í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Róbert Ísak Jónsson varð Norðurlandameistari í 200m fjórsundi og 100m bringusundi í flokki S14 en hann setti nýtt… Meira

Viðskiptablað

14. desember 2022 | Viðskiptablað | 384 orð

Bíða eftir að félag Alfa sýni á spilin

Þetta minnir að sumu leyti á söguna af Litla ljóta andarunganum, sem allt í einu varð mun eftirsóknarverðari en áður var talið. Þannig lýsti einn viðmælandi ViðskiptaMoggans uppgangi Origo á liðnum árum Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 390 orð | 1 mynd

Ferðaþjónustan stal bílstjórum um vorið

„Maður hefur ekki upplifað svona ástand eins og var síðastliðið vor. Þá var mikil spenna á markaðnum og mikill skortur á mannskap. Ferðaþjónustan hefur verið að stela helling af bílstjórum frá verktökum og bjóða þeim svimandi laun, allt upp í tvöfalt hærri laun en þeir fá í verktakabransanum Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 794 orð | 1 mynd

Góður ásetningur bjó að baki

Þetta segir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, að hafi hvatt hann áfram við ritun bókarinnar Uppgjör bankamanns sem nú er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Þar rekur Lárus feril sinn innan íslenska bankakerfisins og þá ekki síst þá 17… Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 80 orð | 1 mynd

Guðbjörg Heiða til Varðar í vor

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Varðar. Guðbjörg Heiða hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011, síðast sem framkvæmdastjóri fiskiðnaðar og framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Áður leiddi Guðbjörg vöruþróunar­teymi Marel á Íslandi og í Bretlandi Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 866 orð | 1 mynd

Halda vel á spöðunum á örmarkaði

Annasamar vikur eru framundan hjá bókaútgefendum enda engin jól án bóka. Vafalítið mun straumurinn liggja til Daggar í Sölku bókabúð en verslunin, sem var opnuð um mitt ár í fyrra, fékk nýverið vínveitingaleyfi og býður því upp á alvöru bókabar Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 1218 orð | 1 mynd

Hjartað í lýðheilsu Íslendinga

Bananar, dótturfélag smásölufyrirtækisins Haga, hafa eftir stefnumótun uppfært hlutverk fyrirtækisins. Í stað þess að takmarka sig við að vera þjónustu-, innflutnings- og dreifingarfyrirtæki hefur lýðheilsa landsmanna verið sett á oddinn. Nýtt hlutverk og mottó er því: Bananar – hjartað í lýðheilsu Íslendinga. Bananar eru stærsti innflutnings- og dreifingaraðili á fersku grænmeti og ávöxtum á Íslandi. Viðskiptavinir Banana samanstanda af verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum, mötuneytum o.fl. Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 3252 orð | 1 mynd

Kvika í Bretlandi á siglingu eftir kaup á Ortus

Það er rigning en milt haustveður í London þegar starfsmaður í móttöku skrifstofubyggingarinnar Nations House, steinsnar frá Oxford Street, spyr um erindið. Höfuðstöðvar Kviku í Bretlandi reynast vera á fjórðu hæð og þar tekur ritari á móti blaðamanni og vísar inn í fundarherbergi. Eftir nokkra stund mæta þeir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kviku í Bretlandi, og Hafsteinn Hauksson sérfræðingur og bjóða gestinn velkominn. Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 608 orð | 1 mynd

Markaðsþreifingar

”  Markaðsaðili sem miðlar upplýsingum skal þó áður en hann framkvæmir markaðsþreifingu taka sérstaklega til athugunar hvort markaðsþreifingin felur í sér miðlun innherjaupplýsinga. Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 939 orð | 3 myndir

Ráðlagur dagskammtur af testósteróni

Endrum og sinnum næ ég að minna sjálfan mig á hve mikið ég á eftir ólært þegar kemur að ilmum. Nú síðast tókst mér að gera klaufaleg byrjendamistök þegar ég rakst á verslun Harb‘s hér í Parísarborg og rambaði þar inn með nefið galopið Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 637 orð | 1 mynd

Sjálfbærni í nýju ljósi!

” Efnahagslegir þættir skipta enn máli að því er varðar hagsæld og lífsgæði en það er ljóst að viðhorf og áherslur neytenda eru að breytast og kjósa þeir í frekari mæli að eiga viðskipti við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 198 orð | 1 mynd

Umhverfið í Bretlandi mjög krefjandi

Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kviku í Bretlandi, segir þetta ár hafa verið „gríðarlega erfitt“ í bresku efnahagslífi og útlit fyrir að næsta ár verði þungt líka. „Ég held að veturinn verði mjög erfiður og almenningur jafnt sem fyrirtæki horfa fram á aukin útgjöld Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 274 orð

Vilja að borgarráð fjalli um málið

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), þeir Kjartan Magnússon og Eyþór Arnalds, lögðu til á stjórnarfundi OR í gær að ákvörðun, um að aflétta fyrirvara á lánasamningi OR, sem snúa að fjármögnun Ljósleiðarans, verði vísað til borgarráðs Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 393 orð | 2 myndir

Vöfflurnar stóðu í sumum

Íslendingar geta í mörgum tilvikum barið sér á brjóst og sagt fullum hálsi að við séum best í heimi í hinu og þessu. Í sumu erum við svo sannarlega best, í öðru langar okkur til að vera best og í enn öðru höldum við kannski að við séum best Meira
14. desember 2022 | Viðskiptablað | 1317 orð | 1 mynd

Öld gervigreindar er runnin upp

Ég ætlaði að vera agalega sniðugur og láta gervigreind hjálpa mér við að skrifa þennan pistil, en tæknigrúskarinn vinsæli, Marques Brownlee, varð fyrri til. Brownlee er stórstjarna á YouTube og heldur þar úti rásinni MKDBH þar sem hann fjallar um allt það nýjasta í græjuheiminum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.