Greinar fimmtudaginn 15. desember 2022

Fréttir

15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

20 milljónir króna til hjálparsamtaka

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra úthlutar samtals 20 milljónum króna fyrir jól í styrki til hjálparsamtaka sem styðja við viðkvæma hópa víða um land, einkum með mataraðstoð Meira
15. desember 2022 | Fréttaskýringar | 529 orð | 2 myndir

Arnarnesvegur brátt boðinn út

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna 3. áfanga Arnarnesvegar, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Um er að ræða 1,3 kílómetra veg frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar. Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

Bankamenn vísa til sáttasemjara

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja vísuðu í gær viðræðum um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara til að fá hann til að stjórna viðræðunum. Að sögn Friðberts Traustasonar, framkvæmdastjóra SSF, hafa samtöl við fjármálafyrirtækin ekki skilað árangri og fyrirtækin ákveðið að Samtök atvinnulífsins annist samningaviðræðurnar fyrir þeirra hönd. Samningar starfsmanna fjármálafyrirtækja runnu út 1. nóvember sl. Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

„Við getum gert stóra hluti“

Synir Íslands eru nýir íslenskir vefþættir sem hefja göngu sína á mbl.is í dag. Þættirnir, sem framleiddir eru af Studio M, verða átta talsins og verða þeir allir í opinni dagskrá. Í þáttunum verður skyggnst á bak við tjöldin hjá þeim Aroni… Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 676 orð | 2 myndir

Dró Kára Stefánsson í læknisfræði

Viðtal Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Þessi orða er veitt fólki úr röðum læknisfræðinnar níunda hvert ár,“ segir Stefán Karlsson, prófessor í sameindalæknisfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð, í samtali við Morgunblaðið en honum hlotnaðist nú í byrjun mánaðarins sá heiður að fá gullmedalíu Konunglega náttúrufræðafélagsins í Lundi, Kungliga Fysiografiska Sällskapet i Lund, og tók við þessari æðstu viðurkenningu félagsins, á 250 ára afmæli þess, úr hendi Karls Gústafs 16. Svíakonungs. Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 904 orð | 1 mynd

Dýrara að gera aðgerðir erlendis

Biðlistar eftir algengum aðgerðum eins og t.d. liðskiptum og efnaskiptaaðgerðum vegna offitu á ríkisspítölunum hafa lengst á þessu ári. Íslendingar eiga þess kost að fara í slíka aðgerð á Klíníkinni og greiða fyrir hana úr eigin vasa eða að fara utan þegar bið eftir aðgerð er komin yfir ákveðin mörk Meira
15. desember 2022 | Erlendar fréttir | 709 orð | 1 mynd

Ekkert vopnahlé yfir jól og áramót

„Hryðjuverkamennirnir byrjuðu í morgun með þrettán íranska dróna,“ sagði Volodímír Selenskí forseti Úkraínu í gær um loftárás Rússa í miðborg Kænugarðs. „Allir þrettán voru skotnir niður,“ bætti hann við og hvatti íbúa… Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Fjögur bætast við í heiðurslaunahóp

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram tillögu um að fjórir listamenn bætist við þann hóp sem nýtur heiðurslauna. Þetta eru Hildur Hákonardóttir, myndvefari og rithöfundur, Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður, Manfreð… Meira
15. desember 2022 | Erlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Fjögur staðfest dauðsföll í gær

Að minnsta kosti fjórir létust þegar litlum báti, þétt setnum af farandfólki, hvolfdi í miklu frosti á Ermarsundi í fyrrinótt. Breskir fjölmiðlar sögðu að 43 hefði verið bjargað, þar af rúmlega 30 sem hefðu fallið fyrir borð, en óttast var að tala látinna myndi hækka Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 450 orð | 3 myndir

Fjöliðjan í mótmælagöngu

Starfsfólk Fjöliðjunnar á Akranesi efndi í gær til mótmælagöngu frá Fjöliðjunni að bæjarskrifstofunum. Því finnst bæjarstjórnin ekki hafa tekið nægt tillit til þess sem þau vilja varðandi húsnæðismál Fjöliðjunnar Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Færa leikskólum 200 bækur að gjöf

Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson eru í jólaskapi og þeysast nú um Reykjavík og Garðabæ með bækur sínar tvær, Obbuló í Kósímó – Duddurnar og Obbuló í Kósímó – Snyrtistofuna Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Hámarkshraði lækkaður í Reykjavík

Hámarkshraði verður lækkaður um alla Reykjavík á næsta ári í annaðhvort 30 eða 40 km/klst á götum þar sem hámarkshraði var áður 50 km/klst. Þetta verður gert í þriðja og fjórða áfanga á innleiðingu á hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem samþykkt var í apríl 2021 Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 385 orð | 1 mynd

Hátíðar- lambakóróna

Meðlætið er ekki af verri endanum og er hér á ferð hin fullkoma jólamáltíð. Boðið er upp á gljáða nípu, pönnusteika ostrusveppi og krækiberjasósu með kjötinu og er útkoman hreint dýrleg. Steiktar lambakórónur 2 stk lambakóróna 1 stk hvítlauksgeiri… Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 304 orð | 3 myndir

Jólahús við Austurveg á Selfossi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fá hús á landinu eru jafn fallega skreytt fyrir jólin og Austurvegur 29 á Selfossi. Þar hafa hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir búið síðan um aldamót og önnur jólin sín í húsinu settu þau þar á fallegar ljósaskreytingar. Slíkt hafa þau gert æ síðan svo skemmtileg hefð hefur myndast. Seríur, kransar og krónur með hvítum og rauðum lit prýða húsið sem stendur við fjölfarna aðalgötu bæjarins. Skreytingar eru við glugga, á svölum og í þakskeggi og einnig á grenitrjám framan við húsið. Kransar eru víða á veggjum hússins og ljósaslör hangir úr þakskegginu. Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 507 orð | 1 mynd

Jón Grétar ekki lengur stóri bróðir

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jón Grétar Axelsson, sem hefur búið í Kanada í rúm 34 ár, kom í heimsókn til Íslands fyrir tæplega hálfum mánuði og skömmu síðar hitti hann í fyrsta sinn Sigurð Ágúst Rúnarsson, bónda og verktaka á Glæsistöðum skammt frá Hvolsvelli. „Í desember í fyrra fékk ég að vita að við værum samfeðra,“ segir Grétar, en Einar Gunnar, bróðir hans, sem býr í Bandaríkjunum, fór þá með Guðnýju Karólínu, systur þeirra á Selfossi, til fundar við Sigurð eftir að hafa heyrt af skyldleikanum. Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 1381 orð | 2 myndir

Komin skrefinu nær lækningu

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Menn hafa verið að vona það síðustu 30 árin en erfitt er að fullyrða það óyggjandi hvort komið sé að þáttaskilum. Mér heyrist þó á mönnum að þeir telji að í þessum nýju lyfjum sé eitthvað alveg nýtt í spilunum. En hvort það muni gagnast strax eða eftir fjögur ár er erfitt að segja. Menn eru alltaf að vonast eftir lækningu við MND en hún er ekki komin, því miður, en þessi nýju lyf virðast geta hægt á sjúkdómnum og jafnvel stöðvað framgang hans í einhverjum tilvikum,“ segir Gísli Jónasson fyrrverandi prófastur, gjaldkeri samtakanna MND á Íslandi. Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 223 orð

Kórónaveiran kraumar víða og margir með flensu

Alls greindust 85 manns með kórónuveiruna við sýnatöku, skv. tölum frá síðastliðnum mánudegi, 12. desember. Þessi fjöldi er með því meira sem sést hefur í langan tíma. Jákvæð sýni þann 5. desember voru 62 og þann 7 Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 224 orð

Ljósglæta með lyfjum

„Menn hafa verið að vona það síðustu þrjátíu árin en erfitt er að fullyrða það óyggjandi hvort komið sé að þáttaskilum. Mér heyrist þó á mönnum að þeir telji að í þessum nýju lyfjum sé eitthvað alveg nýtt í spilunum,“ segir Gísli… Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Ljósmæðrablaðið komið út í 100 ár

Ljósmæðrablaðið, sem Ljósmæðrafélag Íslands gefur út, fagnar 100 ára afmæli sínu á föstudaginn með athöfn í tilefni útgáfu nýjasta tölublaðsins. Félagið sjálft var stofnað fyrir 103 árum en ljósmæður teljast til elstu kvennastéttar landsins Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Me & Mu: Mekka matgæðinga

Sælkeraverslunin Me & Mu, Garðatorgi 1 í Garðabæ, er hugarfóstur þeirra Sveinbjargar Jónsdóttur og Önnu Júlíusdóttur, sem langaði að stofna verslun þar sem gæði varanna væru í forgrunni. Úr varð verslunin Me & Mu sem kölluð hefur verið mekka … Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 407 orð | 3 myndir

Með hörkulið og hörkuleikmenn

Í fyrsta þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handboltamarkvörðinn og landsliðsmanninn Viktor Gísla Hallgrímsson en hann hefur slegið í gegn með Nantes í frönsku 1. deildinni á yfirstandandi keppnistímabili Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Mesta aflaverðmæti íslensks togara frá upphafi

Frystitogarinn Sólberg ÓF-1 kom til hafnar í Siglufirði í morgun með um 600 tonn af þorski, 130 tonn af ufsa og 100 tonn af ýsu. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur skipið nú náð mesta aflaverðmæti á einu ári meðal íslenskra togara frá upphafi Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Rafmagn úr landi markar tímamót

„Raftenging úr landi í gámaskip er ekki komin í öðrum höfnum í Evrópu og þó víðar væri leitað eftir því sem við best vitum. Að því leytinu markar þetta verkefni tímamót á svo margan hátt,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri Eimskips Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Saga kærir vegna Ríkisútvarpsins

Útvarp Saga hefur ákveðið að kæra íslensk stjórnvöld til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna útvarpsgjalds sem innheimt er árlega og rennur til Ríkisútvarpsins, sem og vegna veru þess á auglýsingamarkaði Meira
15. desember 2022 | Fréttaskýringar | 632 orð | 2 myndir

Sama fjárhæð á öll börn í fjölskyldu

Breytingarnar á barnabótakerfinu sem ríkisstjórnin hefur boðað vegna nýgerðra kjarasamninga á vinnumarkaði eru taldar kalla á viðbótarútgjöld ríkisins vegna hækkunar barnabóta upp á 600 milljónir króna á næsta ári og 1,4 milljarða kr Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Sektað ef íbúðir standi auðar lengi

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, Trausti Breiðfjörð Magnússon, hefur flutt tillögu í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur þess efnis að mótaðar verði reglur sem komi í veg fyrir að íbúðarhúsnæði standi autt til lengri tíma Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Sigþór Sigurðsson

Sigþór Sigurðsson, fyrrverandi símaverkstjóri, lést 9. desember, 94 ára að aldri. Sigþór fæddist í Litla-Hvammi í Mýrdal 28. september 1928 og bjó þar til æviloka. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Bjarni Gunnarsson, smiður og bóndi í Litla-Hvammi, og Ástríður Stefánsdóttir, húsfreyja og organisti Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Sýndarveruleikinn tekur breytingum

Breytingar munu eiga sér stað um áramót hjá Sýndarveruleika ehf., sem rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland á Sauðárkróki. Freyja Rut Emilsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Sýndarveruleika af Áskeli Heiðari Ásgeirssyni Meira
15. desember 2022 | Fréttaskýringar | 281 orð | 2 myndir

Töf úr hófi fram

Sævar Þór Jónsson, lögmaður matvælafyrirtækisins Gunnars majóness, kveðst undrandi á að Samkeppniseftirlitið „setji þumalskrúfu“, á fyrirtæki eins og Gunnars majónes, félag með tiltölulega lága veltu, líkt og um milljarða fyrirtæki sé að ræða Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 215 orð

Umhverfisstofnun vill fara aðra leið

Umhverfisstofnun telur að það hljóti að vera hægt að leggja greiðfæran og öruggan veg sem auðvelt verði að þjónusta á vetrum um Veiðileysuháls á Ströndum í stað þess að ráðast í þær miklu framkvæmdir sem Vegagerðin áformar að ráðast í Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 123 orð

Veita engin svör um auknar skuldir

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt beiðni stjórnar Ljósleiðarans, dótturfélags OR, um að ganga til samninga um kaup á stofnneti Sýnar fyrir um þrjá milljarða króna í dag. Deilt var um málið innan stjórnar OR þar sem kaupin kalla á frekari skuldsetningu innan samstæðunnar Meira
15. desember 2022 | Erlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Vetur konungur ríkir nú í Evrópu

Kuldakast hefur verið í Evrópu í vikunni og féllu flugsamgöngur niður á Stanstead-flugvelli í Bretlandi á mánudaginn vegna veðurs. Íslendingar hafa fundið fyrir ísköldu heimskautsloftinu færast yfir landið Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Þingmenn komast í jólafrí á morgun

Samn­ing­ar hafa náðst um af­greiðslu þing­mála fyr­ir þing­hlé um jól. Orri Páll Jó­hanns­son, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, seg­ir að samn­ing­arn­ir fel­ist fyrst og fremst í því að umræðu og af­greiðslu frum­varps dóms­málaráðherra um… Meira
15. desember 2022 | Innlendar fréttir | 566 orð | 4 myndir

Þúsund km á 46 klukkustundum

„Þetta var ofboðslega gaman og ég er mjög ánægð með að hafa tekið þessa ákvörðun og látið af henni verða,“ segir Hafdís Sigurðardóttir sem um liðna helgi hjólaði 1.012 kílómetra á 46 klukkustundum Meira

Ritstjórnargreinar

15. desember 2022 | Leiðarar | 405 orð

Að kaupa sér velvild

Fjölmiðlar eru hluti valdsins vegna þess að þeirra hlutverk er að veita ríkjandi valdhöfum aðhald. Mikilvægi frjálsra og óháðra fjölmiðla er þannig umtalsvert í lýðræðisríki því stjórnvöld eiga ekki að geta hlutast til um hvernig um þau er fjallað Meira
15. desember 2022 | Leiðarar | 764 orð

Hringrásarhagkerfið og mengunarbótareglan

Er enn einu sinni verið að leggja kvaðir á almenning án þess að kerfið sjálft sé tilbúið? Meira
15. desember 2022 | Staksteinar | 214 orð | 1 mynd

Veituvandinn

Björn Bjarnason rifjar upp á vef sínum hvernig til stóð „á sínum tíma að standa að netvæðingu borgarinnar á ævintýralegan hátt með því að sameina flutning á rafmagni og netgögnum. Vegna þess misheppnaða ævintýris var ráðist í að stofna Gagnaveituna undir hatti OR, fyrirtækið heitir núna Ljósleiðarinn og er farið með upplýsingar um fjárhagslega stöðu þess sem algjört trúnaðarmál. Skákað er í því skjóli að um opinbert hlutafélag er að ræða.“ Meira

Menning

15. desember 2022 | Menningarlíf | 940 orð | 3 myndir

„Stórskemmtileg ævintýramynd“

„Ég veit ekki betur en að þetta sé í fyrsta sinn sem Grýluhellir er heimsóttur í íslenskri kvikmynd og sjónvarpsefni,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, höfundur handritsins að ævintýra- og fjölskyldukvikmyndinni Jólamóðir sem frumsýnd verður 26 Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 179 orð | 3 myndir

Bein innsýn í stormasamt ástarsamband

Á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn, sem lýkur í kvöld, verða boðin upp sendibréf frá Karen Blixen sem talin eru veita mikilvæga innsýn í líf hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef uppboðshúsinu Meira
15. desember 2022 | Bókmenntir | 633 orð | 4 myndir

Dansað á veginum

Smáprósar Þöglu myndirnar & Pensilskrift – Smáprósar I og II ★★★★★ Eftir Gyrði Elíasson. Dimma, 2022. Kiljur, 271 og 267 bls. Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 328 orð | 4 myndir

Eden valin besta íslenska skáldsagan þetta árið

Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV í gærkvöldi. Er þetta í 23. sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls bárust atkvæði frá 61 bóksala. Íslensk skáldverk 1 Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Eros Ramazzotti mætir í Laugardalshöll

Hinn víðkunni ítalski tónlistarmaður Eros Ramazzotti er á umfangsmiklu tónleikaferðalagi með stórhljómsveit og mun ljúka Evrópuhlutanum, sem á eru um 50 tónleikar, með tónleikum í Laugardalshöll 26. ágúst næsta sumar Meira
15. desember 2022 | Fjölmiðlar | 240 orð | 1 mynd

Galdur Messis

Fótboltaleikir geta verið langir og leiðinlegir. Þeir geta líka verið langir og spennandi. Flestir leikir bjóða upp á einhver tilþrif, en oftar tekst varnarmönnum að kæfa fyrirætlanir andstæðinga sinna í fæðingu en ekki Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Hringfari Emiliu Telese í Grásteini

Hringfari – The Circumnavigator er heiti sýningar ítösku myndlistarkonunnar Emiliu Telese sem verður opnuð í galleríinu Grásteini á Skólavörðustíg 4 í dag, fimmtudag, klukkan 17 Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 80 orð | 2 myndir

Hulda og Jón sýna málverk um móðurástina í Gallerí Gróttu

Móðurást er yfirskrift málverkasýningar Huldu Vilhjálmsdóttur og Jóns Magnússonar sem verður opnuð í Gallerí Gróttu í dag, fimmtudag, klukkan 17. Þau hafa bæði sýnt á fjölda einka- og samsýninga. Í tilkynningu segir að móðurástin sé alltumlykjandi… Meira
15. desember 2022 | Kvikmyndir | 1015 orð | 2 myndir

Listrænt þrekvirki og jólamyndin í ár

Netflix Guillermo del Toro’s Pinocchio/ Gosi Guillermos del Toros ★★★★½ Leikstjórn: Guillermo del Toro og Mark Gustafson. Handrit: Guillermo del Toro og Patrick McHale, byggt á bók Carlo Collodi. Aðalleikarar: Gregory Mann, Cristoph Waltz, Ewan McGregor, David Bradley, Ron Perlman og Tilda Swinton. Bandaríkin og Mexíkó, 2022. 117 mín. Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Mozart við kertaljós í þrítugasta skipti

Camerarctica-hópurinn heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin í þrítugasta sinn. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í kirkjum á aðventunni í þrjátíu ár og þykir mörgum unnendum tónlistarinnar og… Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 685 orð | 4 myndir

Sjö þýðingar tilnefndar

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kunngjörðar í sjónvarpsþættinum Kiljunni á RÚV í gærkvöldi. Að verðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Tónskáldið Angelo Badalamenti látið

Bandaríska kvikmyndatónskáldið Angelo Badalamenti er látið, 85 ára að aldri. Hollywood Reporter hefur eftir frænku hans að tónskáldið hafi dáið af náttúrulegum orsökum í faðmi fjölskyldunnar Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 620 orð | 2 myndir

Veiklundaður og hjartahlýr og vænn maður

Skáldsagan Leyniviðauki 4 eftir Óskar Magnússon er glæpasaga og ólík flestum íslenskum glæpasögum að því leyti að söguhetja hennar er ekki lögreglumaður eða -kona eða teymi löggæslufólks, heldur er það lögfræðingurinn Stefán Bjarnason sem leysir… Meira
15. desember 2022 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Yfir helmingur hlynntur notuðum gjöfum

Hugmyndir fólks um jólagjafir hafa breyst mikið á síðastliðnum árum, eins og sjá má í niðurstöðum nýrrar breskrar könnunar þar sem fram kemur að yfir helmingur fullorðinna taki notuðum gjöfum opnum örmum Meira
15. desember 2022 | Bókmenntir | 479 orð | 3 myndir

Þegar fílar berjast bitnar það á grasinu

Ferðaþættir Vegabréf: Íslenskt. Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó ★★★½· Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Mál og menning 2022. Kilja, 425 bls. Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Þorvaldur Davíð í hópi framtíðarstjarna

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í evrópska Shooting Stars-hópinn fyrir árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur frá aðildarlöndum samtakanna, leikara sem … Meira
15. desember 2022 | Fólk í fréttum | 455 orð | 2 myndir

Ömmur gera jólin betri

Margir kannast við það að eiga ógleymanlegar minningar af hátíðunum sem tengjast ömmum. Það gera tónlistarbræðurnir Birkir og Markús Bjarnasynir en þeir hafa nú gefið út nýtt jólalag innblásið af ömmum og hlýjum minningum fólks um ömmur á jólum, nokkuð sem fjölmargir virðast tengja við Meira
15. desember 2022 | Menningarlíf | 1800 orð | 2 myndir

Örlagarík uppákoma á Sámsey

Viðburðir næturinnar Út frá vitnaleiðslum þessara sjö ferðalanga getum við endurgert hluta af þeirri atburðarás sem varð þessa nótt á gistihúsinu á Sámsey. [...] Vitnisburður Torfa Hákonarsonar, tóbakssalans, er rækilegastur Meira

Umræðan

15. desember 2022 | Aðsent efni | 376 orð | 1 mynd

Gjafir fyrir konur í gleymdu landi

Ólafur Stephensen: "Sýnum að við munum eftir konunum í Afganistan." Meira
15. desember 2022 | Aðsent efni | 342 orð | 1 mynd

Heilsteyptur maður

Jón Steinar Gunnlaugsson: "„Hann varð hins vegar fórnarlamb múgæsingar sem handhafar ákæru- og dómsvalds tóku þátt í og kyntu jafnvel undir.“" Meira
15. desember 2022 | Aðsent efni | 522 orð | 1 mynd

Hvernig væri þjóðfélagið ef Píratar réðu?

Sigurður Jónsson: "Það er með ólíkindum að Guð og Jesú skuli vera bannorð á aðventunni í skólum landsins." Meira
15. desember 2022 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Traust er þungavigtarhugtak

Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson: "Við verðum að geta treyst því að þær meginlínur sem markaðar eru á almennum vinnumarkaði við gerð kjarasamninga séu virtar af opinberum aðilum." Meira
15. desember 2022 | Aðsent efni | 925 orð | 1 mynd

Traust ríkisfjármál skipta öllu fyrir Ísland

Lilja Dögg Alfreðsdóttir: "Ísland er í kjöraðstöðu til að sýna fram á sjálfbær ríkisfjármál vegna afkomubata og framtíðarhorfur eru því bjartar." Meira

Minningargreinar

15. desember 2022 | Minningargreinar | 1789 orð | 1 mynd

Guðrún Elín Guðmundsdóttir

Guðrún Elín Guðmundsdóttir fæddist 26. september 1970. Hún lést á líknardeild Landspítalans 3. desember 2022. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Foreldrar hennar eru Rannveig Jónsdóttir, f. 19.7. 1951, og Guðmundur Haraldsson, f. 25.5. 1950. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2022 | Minningargreinar | 1368 orð | 1 mynd

Hallberg Svavarsson

Hallberg Svavarsson fæddist 1. mars 1956 í Mosfellsbæ. Hann lést á líknardeild Landspítalans 30. nóvember 2022. Hallberg var sonur hjónanna Agnesar Helgu Hallmundsdóttur, f. 24. desember 1920, d. 22. september 2009, og Svavars Erlendssonar, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2022 | Minningargreinar | 2454 orð | 1 mynd

Málfríður Ásgeirsdóttir

Málfríður Ásgeirsdóttir eða Mollý, eins og hún var ávallt kölluð, fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1955. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans 27. nóvember 2022. Hún var dóttir hjónanna Huldu Sigurbjörnsdóttur Knudsen verkakonu, f. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2022 | Minningargreinar | 2804 orð | 1 mynd

Ragnheiður Erla Rósarsdóttir (Raggý)

Ragnheiður Erla Rósarsdóttir, Raggý, fæddist 26. febrúar 1962 í Reykjavík. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 5. desember 2022. Hún lætur eftir sig eiginmann, fjögur börn og fimm barnabörn. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2022 | Minningargreinar | 2068 orð | 1 mynd

Þórður Þórarinsson

Þórður Þórarinsson fæddist á Ríp í Hegranesi í Skagafirði 30. maí 1928. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 5. desember 2022. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Jóhannsson, f. 21. janúar 1891, d. 14. júní 1985, og Ólöf Guðmundsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

15. desember 2022 | Sjávarútvegur | 643 orð | 1 mynd

Sólberg ÓF með Íslandsmet í aflaverðmæti

Frystitogarinn Sólberg ÓF-1 lýkur í dag síðasta túr sínum á árinu og með aflanum sem hafist var handa að landa um klukkan sex í morgun hefur skipið borið 12.260 tonn að landi mælt í óslægðum afla, þar af eru tveir þriðju þorskur en einnig náðist töluvert af ufsa, ýsu, grálúðu og karfa Meira
15. desember 2022 | Sjávarútvegur | 129 orð | 1 mynd

Undirrituðu síðasta samninginn

Að öllum líkindum hefur verið undirritaður síðasti samningur milli Færeyja og Íslands um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Nýtt fyrirkomulag mun gera slíka samninga óþarfa. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að Svandís Svavarsdóttir… Meira

Viðskipti

15. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Eignir sjóðanna lækka milli ára

Eignir lífeyrissjóða námu 6.565 milljörðum króna í lok október sl. og hækkuðu um 127 ma. kr. á milli mánaða. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 5.869 ma. og séreignadeilda 695 ma. Þetta kemur fram í tölum á vef Seðlabanka Íslands Meira
15. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 530 orð | 1 mynd

Skuldirnar aukast

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), ákvað á fundi sínum í gær að gefa fráfarandi forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni, umboð til að staðfesta ákvörðun stjórnar Ljósleiðarans um að ganga til samninga við Sýn um kaup á stofnneti félagsins Meira
15. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Verðlauna bestu vörumerkin

Verðlaunaafhendingin Bestu íslensku vörumerkin fer fram þann 8. febrúar næstkomandi. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem þykja skara fram úr í vörumerkjastjórnun. Vörumerkjastofan brandr stendur fyrir verðlaununum og yfir þrjátíu aðilar úr íslensku… Meira

Daglegt líf

15. desember 2022 | Daglegt líf | 88 orð

Listaverkauppboð haldið í Iðnó

Listaverkauppboð verður haldið í Iðnó í Reykjavík nk. laugardag kl. 14. Þar geta gestir stutt við börn á flótta með því að kaupa listaverk. Að uppboðinu standa samtökin Réttur barna á flótta Meira
15. desember 2022 | Daglegt líf | 495 orð | 3 myndir

Markaðsstemning í miðbæ á Skaga

Efla miðbæinn, gera hann meira aðlaðandi og spennandi fyrir bæjarbúa og aðra gesti. Meira

Fastir þættir

15. desember 2022 | Dagbók | 66 orð | 1 mynd

Ást í Réttó slær í gegn á TikTok

Nemendaráð Réttarholtsskóla hefur slegið í gegn á TikTok með myndböndum þar sem nemendur skólans leika aðalhlutverk undir jólalaginu Mistletoe með Justin Bieber. Í myndböndunum má sjá nemendur kyssa hvor annan, ýmist á munninn eða á kinnina, þegar mistilteinn er settur fyrir ofan þá Meira
15. desember 2022 | Í dag | 189 orð

Engin veðmál. V-Allir

Norður ♠ K95 ♥ 64 ♦ KDG98 ♣ 963 Vestur ♠ ÁD1043 ♥ G9 ♦ -- ♣ D107542 Austur ♠ G872 ♥ 82 ♦ 76432 ♣ ÁK Suður ♠ 6 ♥ ÁKD10753 ♦ Á105 ♣ G8 Suður spilar 5♥ Meira
15. desember 2022 | Í dag | 86 orð | 1 mynd

Hafsteinn Ingi Gunnarsson

30 ára Hafsteinn ólst upp í Reykjavík en býr á Hvanneyri í Borgarfirði. Hann er húsasmiður og búfræðingur að mennt og er í dag sjálfstætt starfandi húsasmiður. Áhugamálin eru m.a. smíðar, landbúnaður og fjölskyldan Meira
15. desember 2022 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Hvanneyri Katrín Lára Hafsteinsdóttir fæddist 10. júní 2022 kl. 13.28 á…

Hvanneyri Katrín Lára Hafsteinsdóttir fæddist 10. júní 2022 kl. 13.28 á Akranesi. Hún vó 3.552 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Hafsteinn Ingi Gunnarsson og Björk Lárusdóttir. Meira
15. desember 2022 | Í dag | 421 orð

Jólasveinar koma til byggða

Baldur Hafstað sendi mér góðan póst: „Sigurður Sigmundsson í Ey í Vestur-Landeyjum sendi mér skemmtilega vísu sem til varð í bændaferð til meginlands Evrópu. Þar kemur hálfsystir Sigurðar við sögu, Guðrún Sigurðardóttir (1934–2019) frá Brúnum undir Eyjafjöllum Meira
15. desember 2022 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e5 2. a3 Rf6 3. d3 c6 4. Rf3 Bd6 5. Bg5 h6 6. Bh4 Bc7 7. Rc3 d6 8. e3 Rbd7 9. d4 De7 10. Be2 Rf8 11. Dc2 Rg6 12. Bg3 0-0 13. Bd3 Rf4 14. Bf1 Bg4 15. 0-0-0 exd4 16. Hxd4 Re6 17. Hd1 Rc5 18. Be2 Bh5 19 Meira
15. desember 2022 | Í dag | 61 orð

Um það að taka sig upp segir Ísl. orðabók: (um sjúkdóm) byrja aftur ……

Um það að taka sig upp segir Ísl. orðabók: (um sjúkdóm) byrja afturhálsbólgan tók sig upp aftur. Og Ísl. nútímamálsorðabók: (sjúkdómurinn) tekur sig upp aftur – hann kemur aftur (eftir nokkurt hlé) Meira
15. desember 2022 | Í dag | 782 orð | 3 myndir

Var farsæll í starfi

Þorbjörn Jóhann Sveinsson er fæddur 15. desember 1952 á Landspítalanum í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. „Fyrsta árið mitt var á Skúlaskeiði, afi minn bjó þar og foreldrar mínir voru í herbergi þar í kjallara Meira

Íþróttir

15. desember 2022 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Benedikt er ekki ristarbrotinn

Benedikt Gunnar Óskarsson, handknattleiksmaður í Val, fór meiddur af velli undir lok leiksins við Svíþjóðarmeistara Ystad í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Var óttast að Benedikt væri ristarbrotinn, en hann staðfesti við Morgunblaðið í gær að hann hefði sloppið við brot Meira
15. desember 2022 | Íþróttir | 219 orð

Ég hef líkt og flestir aðrir hrifist mjög af Marokkó á HM karla í fótbolta …

Ég hef líkt og flestir aðrir hrifist mjög af Marokkó á HM karla í fótbolta í Katar. Hvernig er annað hægt? Marokkóska liðið hefur minnt mann rækilega á að ekki er öll von úti þegar kemur að rómantík í fótbolta Meira
15. desember 2022 | Íþróttir | 53 orð | 1 mynd

Góð upphitun að komast í undanúrslit á heimsmeistaramótinu

Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi tvívegis á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Melbourne í gær og komst í undanúrslit á heimsmeistaramóti í fyrsta skipti. Hún sagði við Morgunblaðið að þetta hefði verið… Meira
15. desember 2022 | Íþróttir | 693 orð | 1 mynd

Góð upphitun fyrir 200 metrana

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi í tvígang þegar hún synti í undanrásum og svo undanúrslitum greinarinnar á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Melbourne í Ástralíu í gær Meira
15. desember 2022 | Íþróttir | 410 orð | 1 mynd

Lionel Messi ætlar að kveðja stærsta sviðið með heimsmeistaratitlinum

Galdramaðurinn Lionel Messi varð á þriðjudag elsti leikmaðurinn til að skora fimm mörk á einu heimsmeistaramóti í fótbolta, en hann kom Argentínu á bragðið í sannfærandi 3:0-sigri á Króatíu í undanúrslitunum Meira
15. desember 2022 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Ómar með 12 og Gísli níu í París

Þýsku meistararnir í Magdeburg unnu glæsilegan útisigur, 37:33, á Frakklandsmeisturum París SG í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gærkvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru báðir á kostum hjá Magdeburg Meira
15. desember 2022 | Íþróttir | 351 orð | 1 mynd

Sannfærandi sigrar hjá toppliðunum

Keflavík hélt sínu striki á toppnum á Subway-deild kvenna í körfubolta með 89:78-sigri á grönnum sínum í Njarðvík í 13. umferðinni í gærkvöldi. Með sigrinum náði Keflavík fjögurra stiga forskoti á toppnum, í bili hið minnsta Meira
15. desember 2022 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í…

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í karlaflokki í handknattleik, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ vegna brottvísunar í leik Vals gegn Aftureldingu síðasta föstudag Meira
15. desember 2022 | Íþróttir | 383 orð | 2 myndir

Ævintýrið er á enda hjá Marokkó

Frakkar verða fyrsta liðið í 20 ár til að leika tvisvar í röð til úrslita um heimsmeistaratitil karla í fótbolta, og geta orðið fyrsta liðið í 60 ár til að vinna styttuna eftirsóttu tvisvar í röð. Ævintýri Marokkó lauk í Al Rayyan í Katar í gærkvöld þegar Frakkar unnu undanúrslitaleik liðanna, 2:0 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.