Greinar föstudaginn 16. desember 2022

Fréttir

16. desember 2022 | Fréttaskýringar | 636 orð | 4 myndir

400 milljónum meira í vaxtabætur en í ár

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í byrjun vikunnar vegna nýgerðra kjarasamninga er aukinn stuðningur við íbúðareigendur í gegnum vaxtabótakerfið. Gangi það eftir verða eignaskerðingarmörk í vaxtabótakerfinu hækkuð um 50% í upphafi næsta árs. Í gær var sams konar tillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar Samfylkingu o.fl. þingmanna um hækkun skerðingarmarkanna samþykkt eftir aðra umræðu á Alþingi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerir ráð fyrir að þessi hækkun skerðingarmarkanna leiði til þess að útgjöld ríkissjóðs á næsta ári aukist um 600 milljónir kr. Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 79 orð

Aftur farið fram á gæsluvarðhald

Héraðssaksóknari hefur farið fram á gæsluvarðhald á ný yfir tveimur mönnum sem ákærðir eru í hryðjuverkamálinu. Dómari tók sér frest til dagsins í dag til að kveða upp úrskurð í málinu. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudag Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Djass og jólastandardar í Hafnarborg

Söngkonan Silva Þórðardóttir og píanóleikarinn og söngvarinn Steingrímur Teague koma fram með Andra Ólafssyni bassaleikara og Andrési Þór gítarleikara á fjórðu tónleikum Síðdegistóna í Hafnarborg á þessum vetri í dag kl Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 382 orð | 2 myndir

Egilsstaðir í Hveragerði þurfa að víkja

Hugmyndir eru í Hveragerði um að flytja Egilsstaði, þriðju elstu húsbyggingu bæjarins, sem stendur við Skólamörk, nokkra tugi metra yfir í Breiðmörk þar sem fyrir eru nokkrar elstu byggingar bæjarins Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Eldivið safnað í Heiðmörk í tæka tíð fyrir jólin

Þessir tveir skógarhöggsmenn eru hinir hraustustu og sýndu það í verki í Heiðmörk í gær þegar þeir hjuggu og söfnuðu saman trjákubbum fyrir jólin. Um er að ræða eldivið sem á að selja á jólamarkaði í Heiðmörk um helgina Meira
16. desember 2022 | Erlendar fréttir | 80 orð

Enn þrengt að málfrelsi Kínverja á netinu

Kínversk yfirvöld settu á nýjar reglur um hvað segja mætti á netinu í gær undir yfirskini verndunar þjóðaröryggis. Heill her starfsmanna situr nú dag og nótt og strokar út ummæli sem eru yfirvöldum ekki þóknanleg Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Flug milli Akureyrar og Sviss í sumar

Svissneska flugfélagið Edelweiss hefur ákveðið að hefja flug til Akureyrar næsta sumar. Flogið verður á milli Zürich og Akureyrar á föstudögum frá 7. júlí til 18. ágúst 2023. Edelweiss hefur síðan á síðasta ári flogið milli Sviss og Keflavíkur Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Geta borið 120 til 130 kílóa knapa

Rannsókn sem gerð hefur verið sýnir að fullorðnir reiðhestar ráða vel við að bera knapa sem er 35% af þyngd hestsins, á ríflegum meðalhraða á tölti, stutta vegalengd í stuttan tíma. Ef hesturinn er 350 kíló getur hann borið rúmlega 120 kílóa þungan… Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 1001 orð | 2 myndir

Hafa áhyggjur af þyngd knapa

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samtök hestafólks í Evrópu finna fyrir umræðu og gagnrýni á notkun hesta til útreiða og annarrar hagnýtingar í þágu mannsins. Þótt umræðan snerti ekki beinlínis íslenska hestinn getur umræðan haft áhrif á notkun hans í keppni og til útreiða. Ef sett verða takmörk fyrir ákveðinni þyngd knapa sem hlutfall af þyngd hestsins gætu knapar og hestafólk sem er yfir 70-80 kíló að þyngd verið útilokað frá því að sitja hesta. Tekið skal fram að umræðan er ekki komin þangað. Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 533 orð | 3 myndir

Hafa þjónað íslensku sjávarfangi í 80 ár

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Liðin eru 80 ár frá því að fimmtán íslensk hraðfrystihús stofnuðu Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (SH) og vörumerkið „Icelandic“ varð til. Tilgangur SH var að finna nýja markaði fyrir sjávarafurðir sem framleiddar voru í frystihúsum félagsmanna og opnaði SH fyrsta dótturfélag sitt á erlendri grund 1945, Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Vörumerkið er enn í notkun í dag og það sem meira er, enn í sókn. Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Halda í hefðirnar í jólamatnum – Ódýrast í Bónus en úrvalið í Fjarðarkaupum

Hreindýr, sænsk jólaskinka og vegan wellington er meðal þess sem Íslendingar munu hafa á borðum á jólunum. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir að þar sæki fólk helst í villibráð. „Hreindýrakjötið er vinsælt, sem og dádýr og villigæsir Meira
16. desember 2022 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Hjúkrunarfræðing- ar í dagsverkfall

Breskir hjúkrunarfræðingar fóru í eins dags verkfall í gær til að berjast fyrir hærri launum og betri vinnuaðstæðum. Nærri 100 þúsund hjúkrunarfræðingar í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi lögðu niður störf í tólf tíma í gær frá 8-20 Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Jesúsdóttir, Scott og Bjart samþykkt

Mannanafnanefnd hefur verið önnum kafin að undanförnu við að úrskurða um ný nöfn. Alls hafa 15 úrskurðir fallið á skömmum tíma og hafa allar beiðnir verið samþykktar. Þannig hafa karlmannsnöfnin Scott, Sammy, Sigurbogi og Díón verið samþykkt og kvenmannsnöfnin Jakey, Borghild, Askalína og Þórína Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Jólasöngvar í Seltjarnarneskirkju

Enskir jólasöngvar verða sungnir í Seltjarnarneskirkju næstkomandi sunnudag, 18. desember, kl. 13. Á frummálinu nefnist samkoman „Festival of Nine Lessons with Carols“. Lesnir eru til skiptis textar sem tilheyra aðventu og jólum og sungnir enskir jólasálmar Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Jólin ódýrust í ­Bónus og Krónunni

Í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á jólamat kemur m.a. fram að verðið var oftast hæst hjá Heimkaupum en Bónus var oftast með það lægsta. Verðmunurinn var þó lítill á Krónunni og Bónus. Vöruúrvalið var hins vegar mest í Fjarðarkaupum Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 276 orð

Knúið í gegn á óeðlilegum hraða

„Umrætt mál er knúið í gegnum stjórn OR á óeðlilegum hraða þrátt fyrir skort á rekstrarupplýsingum, sem eðlilegt er að rýna við töku slíkra ákvarðana, t.d. þjónustusamningi Ljósleiðarans við Sýn, sem allt málið byggist á,“ segir í bókun Kjartans… Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Ylur Þrestirnir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík taka fagnandi á móti fuglavini nokkrum, sem kemur daglega og færir þeim volgt vatn og rúsínur sem koma sér vel í... Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Loðnumælingin ekki marktæk

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla vegna loðnuvertíðarinnar sem nú er nýhafin verður ekki endurskoðuð á grundvelli niðurstaðna sérstaks desemberleiðangurs stofnunarinnar þar sem mælingin þykir ekki marktæk Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 400 orð | 2 myndir

Mikið frost víða á landinu

Kuldatíð er nú á Íslandi og tölur frá veðurathugunarstöðvum umhverfis landið í gærkvöldi voru eftirtektarverðar. Í Reykjavík voru -6,5 gráður klukkan 18, -11,6°í Stafholtsey í Borgarfirði, -14,1° á Reykjum í Hrútafirði og -15,1 gráða á Öxnadalsheiði Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Mosfellsbær gegn starfsleyfi

Mosfellsbær gerir athugasemd við útgáfu starfsleyfis fyrir rannsóknarboranir Iceland Resources ehf. eftir gulli í Þormóðsdal. Þetta kom fram í umsögn skipulagsfulltrúa sem gefin var út í gær. Þar segir m.a Meira
16. desember 2022 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Ný stjórn Danaveldis

Eftir sex vikna stífar stjórnarviðræður leit ný ríkisstjórn Dana loks dagsins ljós í gær. Stærstu tíðindin eru þau að bæði er stjórnin meirihlutastjórn og eins eru jafnaðarmenn og hægrimenn að vinna með nýjum miðjuflokki Lars Løkke Rasmussens, Moder­aterne Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 202 orð | 2 myndir

Píratar flækjast fyrir lýðræðinu

Til Íslands streyma stjórnlaust þúsundir flóttamanna með margra milljarða króna kostnaði fyrir ríkissjóð, fyrir utan annan kostnað. Þetta er varla umdeilt og það ætti ekki heldur að vera umdeilt að það sé Ísland en ekki þeir sem dettur það í hug hverju sinni sem eigi að stýra umferðinni um landamærin okkar. Meira
16. desember 2022 | Erlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Raforkuskortur og kuldi um allt land

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Óvinurinn sprengdi aftur í miðborginni,“ skrifaði Kyrylo Tímonsjenkó, aðstoðarmaður forseta Úkraínu, á Telegram í gær. Árásin sem gerð var á borgina Kerson varð tveimur Úkraínumönnum að bana og tók út allt rafmagn í borginni. Stöðugar árásir Rússa á borgina, eftir að þeir þurftu að hörfa þaðan, hafa gert allt uppbyggingarstarf erfitt og árásir á orkuinnviði sýna að eftir slælegt gengi á vígvellinum ætla Rússar nú bókstaflega að frysta þjóðina í hel. Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Samskipti sögð hafa stigmagnast

Samskipti tveggja manna, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuveka spönnuðu nokkurra mánaða skeið og eru sögð hafa stigmagnast þar til þeir voru handteknir þann 21. september. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms úr gildi á þriðjudag og ganga þeir því lausir Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 522 orð | 2 myndir

Skáldið fikrar sig aftur á bak að sjálfu sér

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Níunda ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur, Fingramál, kom nýverið út hjá Partus-forlaginu. Bókin skiptist í þrjá hluta. „Fyrsti hlutinn eru minningar, tilfinningar frá barnæsku og ljóð sem snerta börn,“ upplýsir Guðrún. „Í millikaflanum eru fingur í frjálsu falli í öllu hugsanlegu samhengi. Síðasti þátturinn stendur nær mér sjálfri en hefur verið í fyrri bókum mínum.“ Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 385 orð | 2 myndir

Skurðstofur lokaðar meðan biðlistar lengjast

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rekstur Landspítalans er á fjárlögum og má líta svo á að aðgerð sem frestað er að gera þar komi stofnuninni til góða. Þessu er öfugt farið á þýskum sjúkrahúsum sem eru kostnaðardrifin af DRG-framleiðslumælikerfinu. Það þýðir að hver aðgerð sem er frestað þýðir tekjutap fyrir viðkomandi sjúkrastofnun. Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Umdeildur 100 milljóna styrkur

100 millj­óna króna styrk­ur til fjöl­miðla á lands­byggðinni var gagn­rýnd­ur á Alþingi í gær. Sjónvarpsstöðin N4 sendi beiðni til fjár­laga­nefnd­ar 1. desember um 100 milljóna króna styrk úr ríkissjóði Meira
16. desember 2022 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Útiloka þyngri knapa

Ef vinnureglur sem nú eru til umræðu í Evrópu verða almennt viðurkenndar gæti þyngd knapa á íslenskum hestum orðið að hámarki 70-80 kíló. Við það yrðu margir knapar og hestamenn útilokaðir frá notkun hestsins Meira

Ritstjórnargreinar

16. desember 2022 | Leiðarar | 669 orð

Jólasveinar einn og átta

Farsinn um fjölmiðlastyrki er orðinn vandræðalegur Meira

Menning

16. desember 2022 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Diddú og drengirnir koma fram á styrktartónleikum í Vídalínskirkju

Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, heldur tónleika í Vídalínskirkju í kvöld kl. 19.30 með „drengjunum“, blásarasextett sem hefur í áratugi leikið með henni. Eru það styrktartónleikar sem þýska sendiráðið efnir til og er aðgangur… Meira
16. desember 2022 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Hildur og Heba tilnefndar til verðlauna

Tónskáldið og tónlistarkonan Hildur Guðnadóttir hlýtur tvær tilnefningar til verðlauna bandarískra kvikmyndagagnrýnenda, Critics Choice Awards, fyrir tónlist við kvikmyndirnar Tár og Women Talking Meira
16. desember 2022 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Jólahefðir í sjónvarpinu

Í minningunni voru jólahefðir í sjónvarpi mjög ríkar, en það er misminni. Svona fyrir utan aftansöng og Jólastundina okkar var þetta ekki í verulega föstum skorðum. Sem er á skjön við aðrar þjóðir. Í Svíþjóð bresta jólin á kl Meira
16. desember 2022 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Kanna möguleika ljósmyndamiðilsins

Kaffi, dulkóði, ísaumur og fangaklefi sem verður að myndavél eru meðal þess sem sjá má á útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans sem opnuð verður í dag kl. 16 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Nemendur koma víða við í verkum sínum á sýningunni og má sem dæmi … Meira
16. desember 2022 | Menningarlíf | 1430 orð | 6 myndir

Kostirnir í fjölbreytileikanum

Flóknar tilfinningar útskýrðar á einfaldan hátt Ég er Jazz ★★★★· Eftir Jessicu Herthel og Jazz Jennings. Myndir Shelagh McNicholas. Íslensk þýðing Birna Björg Guðmundsdóttir og Katrín Alda Snorradóttir Meira
16. desember 2022 | Bókmenntir | 386 orð | 3 myndir

Limlestingar í lausu lofti

Glæpasaga Brotin ★★★·· Eftir Jón Atla Jónasson JPV útgáfa 2022. Innbundin, 327 bls. Meira
16. desember 2022 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Sex plötur hlutu Kraumsverðlaun

Kraumsverðlaunin voru veitt í menningarhúsinu Mengi í gær og að venju urðu sex hljómplötur valinu og hlutu styrki. Tilnefningar til verðlaunanna voru birtar í upphafi mánaðar, Kraumslistinn svonefndi, og er tilgangurinn með honum að kynna og styðja… Meira

Umræðan

16. desember 2022 | Velvakandi | 138 orð | 1 mynd

Eflum lögregluna

Ég vil lýsa yfir stuðningi við frumvarp hæstvirts dómsmálaráðherra varðandi málefni lögreglunnar. Samfara vaxandi glæpatíðni í landinu er nauðsynlegt að lögreglumönnum sé fjölgað frá því sem nú er. Meira
16. desember 2022 | Aðsent efni | 358 orð | 2 myndir

Kópavogskirkja fagnar 60 ára vígsluafmæli

Sigurður Arnarson og Guðmundur Jóhann Jónsson: "Megi hagur og vegur Kópavogskirkju blómstra og dafna um ókomna framtíð." Meira
16. desember 2022 | Aðsent efni | 898 orð | 1 mynd

Stalín, Pútín og illmenni

Vilhjálmur Bjarnason: "Illmennið Pútín ávann sér slíka virðingu í hinum frjálsa heimi að Rússland fékk að halda Ólympíuleika og heimsmeistarakeppni í knattspyrnu." Meira
16. desember 2022 | Pistlar | 391 orð | 1 mynd

Tjónaband stjórnarflokkanna – stjórnleysið rammað inn

Öllum er ljóst að útgjaldavöxtur ríkissjóðs er orðinn stjórnlaus. Orð formanns efnahags- og viðskiptanefndar, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, ættu að vekja menn til umhugsunar, en í aðdraganda atkvæðagreiðslu um svokallaðan bandorm (tekjuhlið… Meira

Minningargreinar

16. desember 2022 | Minningargreinar | 1948 orð | 1 mynd

Arngrímur Ægir Kristinsson

Arngrímur Ægir fæddist í Miðkoti 11. apríl 1935. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 1. desember 2022. Foreldrar hans voru Anna María Jónsdóttir, f. 1889, d. 1973 og Kristinn Hallgrímsson, f. 1889, d. 1973. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2022 | Minningargreinar | 1145 orð | 1 mynd

Halldóra Halla Jónsdóttir

Halldóra Halla Jónsdóttir fæddist 1. desember 1956 á Akranesi. Hún lést 7. desember 2022 á Sjúkrahúsi Akraness og lætur eftir sig eiginmann, sex börn, 14 barnabörn og fjögur stjúpbarnabörn. Halla var dóttir hjónanna Rutar Hallgrímsdóttur, fædd 26. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2022 | Minningargreinar | 3193 orð | 1 mynd

Jóhanna Svava Jónsdóttir

Jóhanna Svava Jónsdóttir (Svava) fæddist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 19. febrúar 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Guðrún Hallvarðsdóttir, f. 17. október 1888, d. 15. febrúar 1993 og Jón Valtýsson, f.... Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1535 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Olgeirsson

Jón Olgeirsson, oftast kallaður Nonni, fæddist í Skálabrekku á Húsavík 6. maí 1947. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 2. desember 2022 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2022 | Minningargreinar | 2718 orð | 1 mynd

Jón Olgeirsson

Jón Olgeirsson, oftast kallaður Nonni, fæddist í Skálabrekku á Húsavík 6. maí 1947. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 2. desember 2022 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2022 | Minningargreinar | 526 orð | 1 mynd

Magnús Guðbrandsson

Magnús Guðbrandsson fæddist 16. desember 1948. Hann lést 10. nóvember 2022. Útför hans fór fram 25. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2022 | Minningargreinar | 708 orð | 1 mynd

Sigríður Gunnarsdóttir

Sigríður Gunnarsdóttir fæddist á Dalvík 6. janúar 1956. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. nóvember 2022. Foreldrar Sigríðar voru Gunnar Magnússon, f. 2.9. 1902, d. 9.9. 1999, og Ragnheiður Gunnlaug Björnsdóttir, f. 16.9. 1915, d. 18.8. 1992. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2022 | Minningargreinar | 1884 orð | 1 mynd

Tómas Gústaf Gíslason

Tómas fæddist 7. nóvember 1948 á Eyrarbakka. Tómas lést 8. desember 2022 eftir skammvinn veikindi. Hann var sonur hjónanna Gísla Óskars Guðlaugssonar, f. 1919, d. 1995, og Eygerðar Þóru Tómasdóttur, f. 1929, d. 2017. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 318 orð | 1 mynd

Core tekur við öllu frá Fazer

Core heildsala ehf., sem m.a. flytur inn orkudrykkinn Nocco, prótínstykki og drykki frá Barebells, Zinq-tyggjó, Froosh-ávaxtadrykki og Yosa-jógúrt hefur tryggt sér dreifingu á öllum vörum frá finnska matvælafyrirtækinu Fazer Meira
16. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 341 orð | 2 myndir

Endalok Upphafs fram undan eftir mikla sölu

Erlendur Örn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Upphafs fasteigna, segir að starfsemi fasteignafélagsins Upphafs muni líða undir lok í núverandi mynd á næstu mánuðum. Eigendur félagsins hafi ákveðið að láta staðar numið við uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu Meira

Fastir þættir

16. desember 2022 | Í dag | 61 orð

Að ættleiða e-n merkir að taka e-n sér í sonar/dóttur stað, gera e-n að…

Að ættleiða e-n merkir að taka e-n sér í sonar/dóttur stað, gera e-n að kjörbarni sínu; taka að sér (barn) og ala upp sem sitt eigið Meira
16. desember 2022 | Í dag | 325 orð | 1 mynd

Davíð Óskar Ólafsson

40 ára Davíð ólst upp í Reykjavík og Kaupmannahöfn og býr á Seltjarnarnesi. Hann er menntaður í kvikmyndaframleiðslu frá Evrópska kvikmyndaháskólanum, Den Europæiske Filmhøjskole, í Ebeltoft í Danmörku Meira
16. desember 2022 | Í dag | 188 orð

Fislétt innákoma. N-Enginn

Norður ♠ ÁDG5 ♥ Á109 ♦ G74 ♣ 643 Vestur ♠ K42 ♥ 8532 ♦ 832 ♣ DG8 Austur ♠ 1087 ♥ K74 ♦ KD1095 ♣ 107 Suður ♠ 963 ♥ DG6 ♦ Á6 ♣ ÁK952 Suður spilar 3G Meira
16. desember 2022 | Í dag | 438 orð

Fjör kenni oss eldurinn

Hér birtist niðurlag bréfs Baldurs Hafstað: „Við þetta má bæta að bróðir Guðrúnar var Vigfús Sigurðsson sem nýlega var vitnað til í Vísnahorni. Vigfús orti eftirfarandi vísu á þeim tíma þegar séra Auður Eir gegndi prestsembætti austur í Þykkvabæ Meira
16. desember 2022 | Í dag | 712 orð | 3 myndir

Góð menning í Spilavinum

Svanhildur Eva Stefánsdóttir er fædd 16. desember 1972 í Reykjavík og ólst upp fyrstu árin þar og á Sauðárkróki, en frá 5-10 ára á Akureyri. Síðan hefur Svanhildur átt heima í Reykjavík fyrir utan þrjú ár í Ósló Meira
16. desember 2022 | Dagbók | 27 orð | 1 mynd

Nóg að hafa áhrif á eina manneskju

Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ein þeirra sem hafa stigið fram og gagnrýnt Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA fyrir þá ákvörðun sambandsins að halda heimsmeistaramót karla í Katar í ár. Meira
16. desember 2022 | Í dag | 144 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í hraðskákshluta Tata Steel Indlands at- og hraðskákmótsins sem lauk fyrir skömmu í Kolkata. Íranski stórmeistarinn Parham Maghsoodloo (2.672) hafði svart gegn bandarískum kollega sínum, Hikaru Nakamura (2.909) Meira
16. desember 2022 | Dagbók | 83 orð | 1 mynd

Vantar alltaf einhvern um jólin

Sylvía Erla Melsted er mikið jólabarn en hún þekkir þó einnig vel hvernig það er að upplifa söknuð yfir hátíðarnar. „Maður er svo vanur að eiga jólin með einhverjum. Afi minn var stór partur af okkar jólahefðum í gamla daga Meira

Íþróttir

16. desember 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Brynjar til liðs við HK-inga

Brynjar Snær Pálsson, knattspyrnumaður frá Borgarnesi sem hefur leikið með Skagamönnum undanfarin ár, er genginn til liðs við HK, nýliðana í Bestu deildinni. Brynjar er 21 árs gamall miðjumaður sem hefur leikið 50 leiki með Skagamönnum í efstu deild og skorað í þeim tvö mörk Meira
16. desember 2022 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Háspenna og vítakeppni í Kórnum

Afturelding úr úrvalsdeildinni þurfti að hafa mikið fyrir því að slá HK úr 1. deildinni úr leik í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta í Kórnum í gær. Réðust úrslitin að lokum í vítakeppni Meira
16. desember 2022 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Heldur áfram með Tindastóli

Bandaríska knattspyrnukonan Murielle Tiernan mun leika með Tindastóli í Bestu deild kvenna árið 2023. Þetta tilkynnti hún á Instagram í gær en Tiernan, sem er 27 ára gömul, hefur leikið með Tindastóli frá árinu 2018 Meira
16. desember 2022 | Íþróttir | 1072 orð | 2 myndir

Horfir sáttur til baka

Fótbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Brynjar Björn Gunnarsson lét nokkuð óvænt af störfum sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins Örgryte á dögunum. Meira
16. desember 2022 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Íslendingaliðið í átta liða úrslit

Íslendingalið Bayern München er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, eftir 4:0-útisigur á Rosengård í Íslendingaslag í gær. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru meiddar Meira
16. desember 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Jónatan hættir að þjálfa KA

Handknattleiksþjálfarinn Jónatan Magnússon mun hætta þjálfun karlaliðs KA eftir tímabilið. Hefur hann þegar tilkynnt stjórn KA að yfirstandandi tímabil verði það síðasta. Akureyri.net greindi frá í gær Meira
16. desember 2022 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Keflvíkingar einir á toppnum

Keflavík náði í gærkvöldi tveggja stiga forskoti á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með 108:88-heimasigri á ÍR. Með sigrinum fór Keflavík upp í 16 stig. Breiðablik var jafnt Keflavík fyrir umferðina, en Blikar fengu skell á útivelli gegn Hetti, 69:91 Meira
16. desember 2022 | Íþróttir | 517 orð | 2 myndir

Keflvíkingar náðu tveggja stiga forskoti

Keflavík náði í gærkvöldi tveggja stiga forskoti á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með 108:88-heimasigri á ÍR í 10. umferðinni. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum, því hann var hnífjafn fram að fjórða og síðasta leikhlutanum Meira
16. desember 2022 | Íþróttir | 187 orð | 2 myndir

Knattspyrnusamband Portúgals hefur vikið landsliðþjálfaranum Fernando…

Knattspyrnusamband Portúgals hefur vikið landsliðþjálfaranum Fernando Santos frá störfum eftir vonbrigðin í HM í Katar. Portúgal féll óvænt úr leik gegn Marokkó í átta liða úrslitum. Santos tók við portúgalska liðinu árið 2014 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.