Greinar miðvikudaginn 4. janúar 2023

Fréttir

4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Áform um hótel á Húsavíkurhöfða

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hyggst byggja allt að 120 herbergja hótel á lóð norðan við Sjóböðin á Húsavíkurhöfða. Er þetta liður í því að koma upp aðstöðu á Norðurlandi til að þjóna ferðafólki þar, ekki síst vegna fjölgunar ferðafólks… Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Borgaríbúðir fyrir bíllausan lífsstíl

Miklar breytingar eru að verða á ásýnd Snorrabrautar í Reykjavík en nú stendur yfir uppbygging tveggja fjölbýlishúsa og verslunarrýma við götuna. Þá er þriðja fjölbýlishúsið áformað á lóð bensínstöðvar ÓB á horni Snorrabrautar og Egilsgötu Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Danskir bændur vilja helst fá lífdýr frá Íslandi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þeir dönsku minkabændur sem nú eru að hugsa sér til hreyfings með að hefja minkarækt að nýju, horfa ekki síst til Íslands með lífdýr. Stofninn hér er talinn góður enda var hann lengi kynbættur með árlegum innflutningi á dönskum kynbótaminkum. Hins vegar er mun dýrara og flóknara að flytja lífdýr frá Íslandi en löndum á meginlandi Evrópu og þess vegna er óvíst hvort verður af útflutningi lífdýra héðan á þessu ári. Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 80 orð

Efling braut lög við uppsögn Gabríels

Félagsdómur felldi þann dóm í gær að ólöglegt hefði verið hjá stéttarfélaginu Eflingu að segja Gabríel Benjamin, trúnaðarmanni VR þar á vinnustaðnum, upp störfum í fyrravor auk þess að varpa honum á dyr í júní Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Ferðamenn Gestir sem sækja Ísland heim eru af öllum stærðum og gerðum, líkt og landinn sjálfur. Hér er vel útbúinn ferðamaður lengst til hægri og tilbúinn beint á... Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Einstaklingarnir mikilvægir

„Það er ákveðin mýta, að halda að einstaklingar flökti eins og lauf í vindi þegar erfiðleikar steðja að mörkuðum. Það er þó ekki raunin þegar horft er til erlendra markaða og virðist ekki heldur vera hér.“ Þetta segir Magnús Harðarson,… Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Greta Baldursdóttir fv. hæstaréttardómari

Greta Baldursdóttir fv. hæstaréttardómari lést á nýársdag, 68 ára að aldri, eftir veikindi. Greint var frá andláti hennar á vef Hæstaréttar í gær. Greta fæddist í Reykjavík 30. mars 1954. Foreldrar hennar voru Baldur Guðmundsson, fv Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Holufyllingum ljúki á árinu 2024

Í uppbyggingaráætlun Fjarskiptastofu um útbreiðslu á háhraða-farnetsþjónustu á stofnvegum landsins er markmiðið að komið verði á slitlausri þjónustu á öllu stofnvegakerfinu. Framkvæmdinni er áfangaskipt og forgangsraðað þar sem fyrst verði komið á… Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 583 orð | 1 mynd

Kaldalón eignast lúxuseignir í Eyjum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fasteignafélagið Kaldalón hf. hefur eignast safn íbúða og húsa í Vestmannaeyjum. Eignirnar hafa verið leigðar út á vegum Nýja Pósthússins (thenewpostoffice.is) og Westman Islands Villas & Apartments (westmanislandsluxury.is). Eigendaskiptin tengjast viðskiptum Kaldalóns og Skuggasteins ehf. en Skuggasteinn keypti helmingshlut Kaldalóns í Steinsteypunni ehf. Viðskiptin eru í samræmi við þá stefnu Kaldalóns að selja eignir utan kjarnareksturs félagsins, samkvæmt tilkynningu. Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Knattspyrnugoðsögnin kvödd hinstu kveðju

Aðdáendur brasilísku knattspyrnugoðsagnarinnar Pelés þyrptust að Urbano Caldeira-leikvanginum í Santos í gær þegar slökkviliðsbifreið flutti kistu knattspyrnumannsins til legstaðar hans í kirkjugarði borgarinnar Meira
4. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Lula tekinn við forsetaembætti

Luiz Inacio Lula da Silva tók við embætti Brasilíuforseta á nýársdag og hét hann því að „endurreisa landið ásamt fólkinu“. Þetta var í þriðja sinn sem Lula sver embættiseið forseta. Fóru valdaskiptin vel fram, þrátt fyrir ótta um annað Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 402 orð | 2 myndir

Lækkun á áburðarverði er hugsanleg

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áburður er áfram dýr og miklar verðhækkanir í fyrra hafa enn ekki gengið til baka. Þó er bót í máli að hækkanir á verði í ár eru óverulegar, sem gerir stöðuna mun viðráðanlegri. Hugsanlega er meira að segja verðlækkun í kortunum,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Bændur í sveitum landsins eru nú að farnir að athuga með áburðarkaup fyrir sumarið, samanber að vísbendingar um verð ársins eru komnar fram. Sláturfélag Suðurlands er umsvifamikið á þessum markaði og selur áburðartegundina Yara. Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 711 orð | 4 myndir

Mikil uppbygging við Snorrabraut

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásýnd Snorrabrautar í Reykjavík er að breytast mikið með uppbyggingu fjölbýlishúsa og verslunarrýma frá Bergþórugötu að Egilsgötu. Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Nýtt met slegið á hringveginum

Umferð ökutækja á hringveginum á seinasta ári hefur aldrei mælst meiri frá upphafi mælinga Vegagerðarinnar. Umferðin yfir allt árið reyndist vera 3,6% meiri en umferð um sömu mælisnið árið á undan og var jafnframt fyrra met umferðar á árinu 2019… Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Næsta skref fyrir Reykjavík?

Reykjavíkurborg hefur beitt ýmsum aðferðum á undanförnum árum til að draga úr fólksfjölda í borginni og orðið vel ágengt. Fólksfjölgun hefur verið vel undir landsmeðaltali og þegar horft er til nágrannasveitarfélaganna hefur fjölgunin verið um tvöfalt meiri en í Reykjavík. Þetta er ekki tilviljun. Borgaryfirvöld hafa skipulega gert almenningi erfitt fyrir að koma sér upp húsnæði í borginni með því að reka svokallaða þéttingarstefnu. Sú stefna hefur hækkað húsnæðisverð verulega með því að draga úr framboði og fólkið fer annað. Meira
4. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 839 orð | 2 myndir

Rússar skeknir vegna mannfalls

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mikil sorg og reiði ríkti í Rússlandi í gær vegna mannfallsins sem Rússaher varð fyrir í eldflaugaárás Úkraínumanna á herskála hans í herteknu borginni Makívka á gamlárskvöld. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur viðurkennt að 63 hermenn hafi fallið í árásinni, en rússneskir „herbloggarar“, sem hlynntir eru innrásinni, hafa sagt að mannfallið geti jafnvel skipt hundruðum. Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Skotsvæði á Álfsnesi lokað

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) felldi 30. desember sl. úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) frá 26. júlí 2022 um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn) til reksturs skotvallar á Álfsnesi Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Staða Ríkisútvarpsins óþolandi

„Staða Ríkisútvarpsins fyrir fjölmiðlun á Íslandi er og hefur lengi verið óþolandi,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar og fv. blaðamaður á Fréttablaðinu, en hún og Stefán Einar Stefánsson blaðamaður ræða… Meira
4. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 607 orð | 3 myndir

Stóraukin spenna eftir heimsókn

SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Aukinnar spennu gætir fyrir botni Miðjarðarhafsins eftir að ný ríkisstjórn Benjamíns Netanyahus tók við völdum í Ísrael um áramótin. Fréttaskýrendur segja hana hina hægrisinnuðustu sem nokkru sinni hefur stjórnað landinu. Innan hennar eru ákafir talsmenn þjóðernisstefnu og aukinnar landtöku á svæðum sem Palestínumenn telja að þeim tilheyri. Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 536 orð | 2 myndir

Vantaði bara viskustykki

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðmundur Gíslason var um árabil einn fremsti íþróttamaður Íslands, var fyrstur Íslendinga til að keppa á fernum Ólympíuleikum, var samfellt í 15 ár á lista yfir tíu stigahæstu íþróttamenn í kjöri íþróttamanns ársins og var útnefndur íþróttamaður ársins 1962 og 1969. Hann setti 152 Íslandsmet á sundferlinum, byrjaði jafnframt að hlaupa skömmu áður en honum lauk 1974 og hefur haldið sér í formi og viðhaldið félagsskapnum með því að hlaupa reglulega í góðra vina hópi síðan. „Við höfum aldrei stoppað og það skiptir öllu í sambandi við heilsufarið,“ segir Guðmundur, sem var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ 2016. Meira
4. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Þorrablótin í ár munu slá öll met

„Það stefnir í gríðarlega öfluga þorrahátíð, ég hef aldrei verið jafn spenntur,“ segir Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Þorrinn hefst á bóndadaginn, föstudaginn 20. janúar, en fyrstu þorrablótin verða haldin viku fyrr Meira

Ritstjórnargreinar

4. janúar 2023 | Leiðarar | 623 orð

Sýnum metnað

Ein forsenda þess að íslenska haldi styrk sínum er að tryggja að hún verði notuð í allri tækni Meira

Menning

4. janúar 2023 | Menningarlíf | 844 orð | 3 myndir

„Ég er að fást við ófullkomleikann“

Erindringens overflade eða Yfirborð minninganna nefnist umfangsmikil sýning á verkum Hörpu Árnadóttur sem nú stendur yfir í menningarmiðstöðinni Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Sýningin var opnuð í lok september í fyrra og lýkur 29 Meira
4. janúar 2023 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Dýrin gengu laus á nýársdag

Af umræðu á samfélagsmiðlum að dæma virðist dagskrá íslensku sjónvarpsstöðvanna um hátíðirnar oft hafa verið betri. Mikið um endurtekið og leiðinlegt efni. Ljósvaki dagsins valdi nokkra dagskrárliði til að horfa á og þeir stóðu flestir undir vænt­ingum Meira
4. janúar 2023 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

Getur átt von á 12 ára fangelsisdómi

Höfuðpaurinn að tilraun til ráns á veggmynd, sem breski huldu-götulistamaðurinn Banksy gerði á húsvegg í Kænugarði seint á síðasta ári, gæti átt yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi verði hann fundinn sekur Meira
4. janúar 2023 | Menningarlíf | 315 orð | 4 myndir

Kvikmyndir ársins 2022

The Northman „Bardagaatriðin eru mögnuð og eitt það fyrsta mun vera ein taka þó það standi yfir í margar mínútur og maður gleymir nánast að anda, slíkur er ofsinn og krafturinn.“ HSS The Balcony Movie „Það kemur okkur svo sífellt á … Meira
4. janúar 2023 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Renner slasaðist illa á nýársdag

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner, einkum þekktur fyrir að leika Marvelhetjuna Hawkeye, er sagður á batavegi eftir að hafa gengist undir tvær skurðaðgerðir. Renner slasaðist illa á nýársdag af völdum snjóblásara og segir á vef CNN að hann hafi… Meira
4. janúar 2023 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Vínartónleikar Sinfóníhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur ferna Vínartónleika í Eldborgarsal Hörpu dagana 5.-7. janúar og þar af tvenna á laugardegi. Meðal verka verða valsar og polkar eftir Johann Strauss yngri, þeirra á meðal Keisaravalsinn og Dónárvalsinn auk forleiksins að Leðurblökunni Meira

Umræðan

4. janúar 2023 | Aðsent efni | 898 orð | 1 mynd

„Þetta er ekki spurning um peninga“

Óli Björn Kárason: "Ein stærsta áskorunin er að tryggja hagkvæmari nýtingu opinberra fjármuna og losa fjármagn sem er bundið í eignum sem þjóna ekki hagsmunum almennings." Meira
4. janúar 2023 | Pistlar | 414 orð | 1 mynd

Rannsóknir sem grundvöllur nýsköpunar

Háskóli Íslands var lengi vel eini háskóli landsins og hafði það meginhlutverk að sjá ríkinu fyrir læknum, verkfræðingum, prestum og dómurum. Eftir því sem tímar liðu varð háskólinn einnig að rannsóknarstofnun ekki síður en kennslustofnun Meira

Minningargreinar

4. janúar 2023 | Minningargreinar | 1885 orð | 1 mynd

Erling Jóhannsson

Erling Jóhannsson fæddist í Reykjavík 26. júní 1933. Hann varð bráðkvaddur 23. desember 2022. Foreldrar hans voru Sigríður Gunnlaugsdóttir húsmóðir, f. 5. ágúst 1906, d. 5. desember 1991, og Jóhann Jóhannesson húsasmiður, f. 7. júní 1899, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2023 | Minningargreinar | 630 orð | 1 mynd

Guðbjörg Þórunn Gestsdóttir

Guðbjörg Þórunn Gestsdóttir fæddist í Forsæti í Flóa 27. ágúst 1947. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 24. desember 2022. Útför Guðbjargar fór fram frá Selfosskirkju 3. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2023 | Minningargreinar | 1697 orð | 1 mynd

Hildigunnur Þórðardóttir

Hildigunnur Þórðardóttir fæddist 13. maí 1945 í Reykjavík. Hún lést 20. desember 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Þórður Guðmundsson verslunarstjóri, f. 19. maí 1908, d. 19. október 1988 og Margrét Sigurðardóttir húsmóðir, f. 29. janúar 1914, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2023 | Minningargreinar | 1981 orð | 1 mynd

Ingi Steinn Ólafsson

Ingi Steinn Ólafsson fæddist 22. apríl 1942 í Vestmannaeyjum. Hann lést 19. desember 2022 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson Vestmann sjómaður, f. 1906, d. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2023 | Minningargreinar | 2353 orð | 1 mynd

Jóhanna Þuríður Jónsdóttir

Jóhanna Þuríður Jónsdóttir, eða Þurí eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á Fagurhólsmýri í Öræfum 12. desember 1925. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 24. desember 2022. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 1886, d. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2023 | Minningargreinar | 1637 orð | 1 mynd

Kolbrún Jónsdóttir

Kolbrún Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 8. júlí 1943. Hún lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 20. desember 2022. Foreldrar Kolbrúnar voru Jón Jónsson bifreiðastjóri, f. 9.11. 1896, d. 21.3. 1966, og Ásbjörg Gestsdóttir, f. 10.2. 1909, d. 10.9. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

4. janúar 2023 | Í dag | 146 orð | 1 mynd

Ari Magnús Benediktsson

50 ára Ari er Norðfirðingur, fæddur í Reykjavík en ólst upp í Neskaupstað og býr þar. Hann er með BSc.-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og vinnur hjá Mannviti verkfræðistofu. Hann vinnur við umhverfismál, mælingar og eftirlit Meira
4. janúar 2023 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Fréttablaðið og umbrot í fjölmiðlun

Mikil breyting er orðin á Fréttablaðinu við að það er ekki lengur borið út í heimahús. Svanborg Sigmarsdóttir, fyrrv. blaðamaður þar, og Stefán Einar Stefánsson blaðamaður ræða það og aðrar breytingar á fjölmiðlamarkaði. Meira
4. janúar 2023 | Í dag | 740 orð | 3 myndir

Fylgir í fótspor föður síns

Hildur Ýr Viðarsdóttir fæddist 4. janúar 1983 á Fæðingarheimilinu í Reykjavík í brjáluðu veðri. „Mamma og pabbi komust við illan leik á fæðingarheimilið þar sem mamma varð svo veðurteppt. Það sama var upp á teningnum á fyrsta afmælisdeginum… Meira
4. janúar 2023 | Dagbók | 77 orð | 1 mynd

Gerði tuskudýr úr barnateikningum

Kennslu­kona í Ástr­al­íu sló í gegn á net­miðlum eft­ir að mynd­ir af uppá­tæki henn­ar með nem­end­um sín­um í 1. bekk fóru á flug. Kom hún nem­end­un­um á óvart í lok skóla­árs­ins og gaf þeim hand­gerð tusku­dýr, hönnuð eftir þeirra eig­in teikn­ingum Meira
4. janúar 2023 | Í dag | 127 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í opnum flokki heimsmeistaramótsins í atskák sem lauk fyrir skömmu í Almaty í Kasakstan. Magnus Carlsen (2.834) hafði hvítt gegn Nodirbek Abdusattorov (2,676) Meira
4. janúar 2023 | Í dag | 46 orð

Stórkarlalegur þýðir stórskorinn, klunnalegur eða grófur, óheflaður.…

Stórkarlalegur þýðir stórskorinn, klunnalegur eða grófur, óheflaður. „Hrjúfur og stórkarlalegur“, „stórkarlalegur og groddalegur“ eru dæmi úr mannlýsingum Meira
4. janúar 2023 | Í dag | 173 orð

Tvímenningstaktík. N-AV

Norður ♠ 975 ♥ G98543 ♦ Á ♣ 1086 Vestur ♠ Á83 ♥ 107 ♦ G7653 ♣ G53 Austur ♠ G10642 ♥ KG62 ♦ D108 ♣ D Suður ♠ KD ♥ Á ♦ K942 ♣ ÁK9742 Suður spilar 5♣ Meira
4. janúar 2023 | Í dag | 307 orð

Ýmsar dyr að lokast

Pétur Stefánsson yrkir á Boðnarmiði: Forðum daga fengum við fiskitros og graut og svið. Núna þarf hér læknalið á lýð sem safnar fitu. Hann étur orðið á sig gat af óhollustu skyndimat og orkunammi og allskyns hrat sem endar svo í skitu Meira
4. janúar 2023 | Í dag | 108 orð | 1 mynd

Þorsteinn Már Ragnarsson

30 ára Þorsteinn ólst upp í Þorlákshöfn og hefur alltaf búið þar fyrir utan háskólaárin. Hann er með MEd.-gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá HÍ og er umsjónarkennari 5. bekkjar Grunnskólans í Þorlákshöfn Meira

Íþróttir

4. janúar 2023 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

Arsenal tapaði stigum í toppbaráttunni

Arsenal og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Arsenal er þó enn á toppnum og með átta stiga forskot á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, sem á leik til góða gegn Chelsea annað kvöld Meira
4. janúar 2023 | Íþróttir | 413 orð | 2 myndir

Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í ruðningi, liggur…

Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í ruðningi, liggur þungt haldinn á spítala eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik gegn Cinninati Bengals. Hamlin fékk mikið högg á sig eftir harkalegt samstuð við leikmann Bengals Meira
4. janúar 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Flest stig í einum leik í 17 ár

Donovan Mitchell gerði sér lítið fyrir og skoraði 71 stig í 145:134-heimasigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta, en úrslitin réðust í framlengingu. Setti hann í leiðinni nýtt félagsmet Meira
4. janúar 2023 | Íþróttir | 1398 orð | 2 myndir

Fulltrúar Íslands á HM

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hélt upp á afmælið sitt á Þorláksmessu með því að velja 19 manna hóp fyrir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal 12 Meira
4. janúar 2023 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Hákon orðaður við Salzburg

Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður danska félagsins FC Köbenhavn, er orðaður við Austurríkismeistara Salzburg í bæði dönskum og austurrískum fjölmiðlum. Austurríska dagblaðið Kurier greindi fyrst frá Meira
4. janúar 2023 | Íþróttir | 550 orð | 2 myndir

Markalaust í toppslagnum í Lundúnum

Enski boltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Topplið Arsenal gerði aðeins annað jafntefli sitt á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi þegar Newcastle United kom í heimsókn á Emirates-völlinn í Lundúnum. Lyktaði leiknum með markalausu jafntefli. Meira
4. janúar 2023 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Ósætti með strangar Covid-reglur á HM

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er einn þeirra sem hafa lýst yfir óánægju með strangar sóttvarnareglur á HM í Svíþjóð og Póllandi, sem hefst í næstu viku. Ef leikmaður greinist smitaður af kórónuveirunni á mótinu skal hann … Meira
4. janúar 2023 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Sævar inn í stað Arnórs

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir vináttuleiki gegn Eistlandi og Svíþjóð í Algarve í Portúgal í mánuðinum. Leikirnir fara fram 8 Meira

Viðskiptablað

4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 969 orð | 1 mynd

„Vilji er í raun allt sem þarf“

Undanfarin misseri hafa einkennst af skemmtilegum tímamótum hjá Ástu Dís. Í desember varð hún fimmtug og í nóvember tók hún við stöðu formanns Jafnvægisvogarráðs. Þá er hún stjórnarformaður MBA-námsins við HÍ en nýverið var því fagnað að tuttugu ár… Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 1154 orð | 1 mynd

Bjartsýn eftir endurteknar hindranir

Líkamsræktarstöðin Train Station í Dugguvogi hélt nýlega upp á fjögurra ára afmæli sitt. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að fyrirtækið hefur þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á stuttum starfstíma. Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 272 orð | 1 mynd

Eldsneytisverð breyst þrisvar í ár

Eldsneytisverð hér á landi hefur breyst þrisvar sinnum frá áramótum samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins af olíumarkaði. Skýringarnar eru þær að 8,6 króna hækkun varð á á opinberum gjöldum á hvern lítra af bensíni um áramót og 7,6 krónur á hvern lítra af dísil Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 653 orð | 1 mynd

Gleymdi hluti fjárfestingar í fólki: Uppsagnir

”  Fyrirtæki fá háan reikning vegna sinnuleysis um fjárfestingu sína í fólki og sá reikningur kemur um hver mánaðamót. Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 84 orð | 1 mynd

Hjörtur er ný rödd Símans

Hjörtur Jóhann Jónsson leikari er ný rödd Símans, Sjónvarps Símans og Símans Sport og tekur við hljóðnemanum af Ólafi Darra Ólafssyni sem hefur léð Símanum rödd sína síðastliðin sjö ár. Frá því var greint um áramótin að Ólafur Darri væri ný rödd… Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 387 orð | 1 mynd

Hvernig líta næstu 20 ár út?

Við höfum, frá árinu 1986, sungið um að tíminn líði hratt á gervihnattaöld. Líklega hefur þessi texti Magnúsar Eiríkssonar átt betur við með hverju árinu sem liðið hefur síðan þá – og líklega aldrei betur en nú þegar örar tæknibreytingar opna… Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 3009 orð | 1 mynd

Markaðurinn aldrei verið á betri stað en nú

Við setjumst niður snemma morguns í Kauphöllinni. Enn er myrkur úti þótt það sé eilítið byrjað að rofa til. Það sama á kannski við um markaðinn? Nýliðið ár var nokkuð róstursamt á íslenskum hlutabréfamarkaði, sem var reyndar einnig raunin á helstu mörkuðum í kringum okkur. Við vorum við það að henda síðustu grímunum í ruslið eftir heimsfaraldur þegar stríð hófst í Úkraínu, með tilheyrandi áhrifum á vestræn hagkerfi. Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi fór ekki varhluta af því þó svo að verðlækkanir hér á landi hafi að mörgu leyti verið í takt við þróun annars staðar í vestrænum hagkerfum. Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 608 orð | 1 mynd

Mörkun eða endurmörkun vörumerkis?

” Helstu ástæður endurmörkunar tengjast orðspori og framsetningu. Þetta þarf ekki að þýða að vörumerkið sem um ræðir sé lélegt. Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 918 orð | 2 myndir

Páfavínið haft um hönd

Joseph Aloisius Ratzinger andaðist á gamlársdag, 94 ára gamall. Hann var betur þekktur undir páfanafni því sem hann tók eftir að kardínálar kaþólsku kirkjunnar kusu hann til hins háa embættis árið 2005 Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 197 orð | 1 mynd

Segir gott ár að baki á hlutabréfamarkaði

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að nýliðið ár hafi verið gott á hlutabréfamarkaði þegar horft er til virkni markaðarins og fjölda þátttakenda á honum. Þá fagnar hann sérstaklega auknum fjölda einstaklinga sem nú taka þátt á hlutabréfamarkaði Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 1089 orð | 1 mynd

Varnarbarátta hlutabréfanna 2022

Lok heimsfaraldursins og stríð í Úkraínu settu mikinn svip á íslenskan hlutabréfamarkað á liðnu ári. Þegar árið var liðið höfðu nokkur félög lækkað umtalsvert, gengi bréfa í flestum félögum hafði sveiflast mikið á árinu og þannig mætti áfram telja Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 396 orð | 1 mynd

Veiðimaðurinn víkur fyrir vefversluninni

Eigandi Veiðimannsins, Ólafur Vigfússon, verslunarmaður í Veiðihorninu í Síðumúla, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hann hafi upphaflega hafið sinn rekstur með kaupum á Veiðimanninum árið 1998 Meira
4. janúar 2023 | Viðskiptablað | 1492 orð | 1 mynd

Við þurfum að fara yfir leikreglurnar

Breski þáttastjórnandinn snjalli, Konstantin Kisin, átti nýverið gott spjall við John Anderson, fyrrverandi leiðtoga Þjóðarflokksins í Ástralíu. Umræðuefnið var hvernig heilbrigð og eðlileg samfélagsumræða á undir högg að sækja á Vesturlöndum og… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.