Greinar fimmtudaginn 5. janúar 2023

Fréttir

5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

229 var sagt upp í hópuppsögnum

Alls bárust Vinnumálastofnun sex tilkynningar um hópuppsagnir á nýliðnu ári, þar sem 229 manns var sagt upp störfum. Ekki hefur færri verið sagt upp störfum í hópuppsögnum á heilu ári allt frá hrunárinu 2008 en fjöldi tilkynntra hópuppsagna var þó… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 204 orð

51 fær byggðakvóta

Úthlutað hefur verið byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2022/2023 til 51 byggðarlags í 29 sveitarfélögum. Alls er um að ræða 4.900 þorskígildistonn, sem er 262 tonnum meira en á síðasta fiskveiðiári. Mest fá byggðarlög á Vestfjörðum, 1.856 tonn, sem er tæplega 38% byggðakvótans Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

55,5% ungs fólks í foreldrahúsum

Ríflega helmingur fólks á aldrinum 18 til 24 ára eða 55,5% bjuggu í foreldrahúsum á árinu 2021 og hefur hlutfallið lækkað á undanförnum árum og ekki verið lægra frá upphafi mælinga Hagstofunnar árið 2004 Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

ASÍ fagnar niðurstöðu Félagsdóms

Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær ályktun þar sem því er fagnað að Félagsdómur hafi skýrt og styrkt réttarstöðu trúnaðarmanna og tekið af allan vafa af um að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga geti ekki réttlætt uppsögn trúnaðarmanna Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Athugasemdir um fjölmiðla

Páll Vilhjálmsson blaðamaður skrifar á blog.is um fjölmiðlamarkað: „Fréttablaðið dregur saman seglin, Stundin og Kjarninn sameinast. Allir þrír eru vinstrimiðlar, útgáfur til að halda á lofti pólitík Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar. Á fjölmiðlamarkaði eru miðlarnir þrír bakverðir RÚV sem er miðstöð útbreiðslu vinstristjórnmála og fær marga milljarða á ári með nauðungaráskrift almennings. Þegar almenningur á val sniðgengur hann vinstrimiðla. Enginn kemst undan að greiða nauðungarframlagið.“ Meira
5. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 715 orð | 3 myndir

Aukinn stöðugleiki með samruna

Áform um samruna sjávarútvegsfyrirtækjanna Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf., sem tilkynnt var um milli jóla og nýárs, eru til þess fallin að skapa stöðugri rekstrarforsendur í nýju félagi þar sem sveiflur í veiðiráðgjöf og afkoma veiða ólíkra tegunda hafa minni áhrif Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd

Álagning olíufélaga í hæstu hæðir

Neytendur á Íslandi borga nú um 60 krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni en þeir gerðu fyrir ári síðan. Félag íslenskra bifreiðaeigenda vekur athygli á þessu á heimasíðu félagsins og er þar nefnt sem dæmi að N1 hafi selt bensínlítrann á 270,90… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Bygging hótels við Katlavöll í bið

Áform um byggingu nýs hótels við Katlavöll, golfvöllinn við Húsavík, eru komin í bið. Félagið Góð hótel ehf. fékk þar lóð síðastliðið haust. Finnsk samstarfsfyrirtæki hafa hins vegar dregið sig út úr verkefninu Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 70 orð

Dæmdur fyrir hnífstunguárás

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hnífstunguárás við Eyjabakka í Breiðholti en hann réðst gegn öðrum manni vegna deilna um skuld og greiðslu hennar. Sá sem fyrir árásinni varð var að sækja tvo drengi sína úr… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 296 orð | 2 myndir

Efling gerir SA gagntilboð

Samninganefnd Eflingar hyggst hittast á sunnudaginn næstkomandi og undirbúa gagntilboð til Samtaka atvinnulífsins, sem verði lagt fram strax eftir helgi. Verður gagntilboðið svar Eflingar við tilboði sem SA lagði fram á samningafundi félaganna í gær hjá ríkissáttasemjara Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannsson

Ísnálar Það er vissara að gæta sín þegar gengið er fram hjá húsum þar sem stór grýlukerti hanga af... Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 92 orð

Einangruð vegna stíflu í Hafralónsá

Krapastífla í Hafralónsá gerir það að verkum að sex manna fjölskylda í Tunguseli í Þistilfirði er innlyksa í sveitinni og hefur verið algjörlega einangruð frá áramótum. „Það ger­ir svo mikið frost að það botn­frýs og svo fyll­ast gljúfr­in af snjó Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 482 orð | 2 myndir

Ekki rætt um alfriðun á grágæsum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ekki hefur verið rætt um alfriðun á grágæs. Hins vegar munum við gera stjórnunar- og verndaráætlun fyrir tegundina. Það er ekki komin tímasetning á hana en væntanlega má búast við henni næsta vor,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Meira
5. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Enn óvissa um stöðu McCarthys

Kjósa þurfti aftur í gær um forsetaembætti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana í deildinni, mistókst í fyrrakvöld að tryggja sér 218 atkvæði, eða hreinan meirihluta þeirra þingmanna sem viðstaddir voru Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Fá 24.300 krónur á klukkustund

Stjórn dómstólasýslunnar samþykkti í desember sl. leiðbeinandi reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna. Tóku reglurnar gildi um síðustu áramót. Samkvæmt nýju reglunum skal greiða lögmönnum 24.300 krónur fyrir hverja unna klukkustund þegar fram fer sókn og vörn Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Grunsamlegur pakki barst bandaríska sendiráðinu

Tveimur starfsmönnum bandaríska sendiráðsins varð ekki meint af eftir að þeir handléku grunsamlega pakkasendingu með dufti í, rétt eftir hádegi í gær. Efnið verður sent til frekari greiningar. Mikill viðbúnaður var við sendiráðið í kjölfar þessa og… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 261 orð | 2 myndir

Gömlu húsin ofarlega á Laugavegi að víkja

Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom við um miðjan nóvember síðastliðinn var búið að girða af lóðina við Laugaveg 168. Vinna við niðurrif tveggja samliggjandi húsa, annars á horni Nóatúns og Laugavegar og hins við Laugaveg, var hafin Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Halldór brettakappi sýndi listir sínar í Hlíðunum

Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri sýndi listir sínar á handriði í Hlíðunum í Reykjavík í gær. Hann er staddur núna á landinu við tökur á snjóbrettamynd fyrir fyrirtækið Lobster, sem hann og Eiríkur bróðir hans eiga og reka Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 431 orð | 5 myndir

Heilsan í öndvegi á raftækjasýningu

Púðar sem stöðva hrotur, salerni sem efnagreina þvag, stafrænir tvíburar sem eiga að gera skurðaðgerðir öruggari og hægindanuddstólar eru meðal þúsunda nýrra uppfinninga, sem eru til sýnis á CES-raftækjasýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum Meira
5. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Hlaing lofar kosningum

Þjóðhátíðardagur Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, var haldinn hátíðlegur í gær, og efndi herforingjastjórnin til mikillar hersýningar í höfuðborginni Naypyidaw. Min Aung Hlaing, helsti leiðtogi herforingjastjórnarinnar, sést hér taka þátt í… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 614 orð | 2 myndir

Hönnun Grófarhúss næsta skref

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýlega voru tilkynnt úrslit í hönnunarsamkeppni vegna breytinga og endurbóta á Grófarhúsi við Tryggvagötu sem hýsir Borgarbókasafnið. Grófin er heiti á horfnum fjörukrika í Reykjavík sem var þar sem nú er Vesturgata 2-4. Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Inga fær heiðursverðlaun í næringarfræði

Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og fv. forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, hlaut á dögunum heiðursverðlaun Alþjóðasamtaka næringarfræði og vísinda. Verðlaunin, IUNS Fellow, eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr í næringarfræði, segir í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Japanskt hágæða handverk

Við elskum keramik-krukkurnar frá japanska fyrirtækinu Kinto en þær eru í senn afar praktískar og fallegar. Kinto er áhugavert fyrirtæki fyrir margar sakir en mikið er lagt upp úr hönnun og notagildi Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Kaupa gagnaver í Finnlandi

Hátæknifyrirtækið atNorth, sem m.a. rekur gagnaver og ofurtölvuþjónustu í Hafnarfirði og Reykjanesbæ, hefur keypt tvö gagnaver í Finnlandi. atNorth hyggst reisa þriðja gagnaverið í Finnlandi, en fyrirtækið starfrækir fyrir nýtt gagnaver í Svíþjóð Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 183 orð | 2 myndir

Lagt til að Lundur verði rifinn

Félagið Klettabjörg á Akureyri, sem á lóðina við Viðjulund 1, hefur óskað eftir leyfi skipulagsráðs til að vinna breytingartillögur að gildandi deiliskipulagi lóðarinnar. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi fyrir áramót og fól skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 219 orð

Leitar til dómstóla

Arna McClure yfirlögfræðingur Samherja hefur leitað til dómstóla í þeim tilgangi að fá rannsókn á hendur sér dæmda ógilda og að hún verði felld niður. Arna hefur haft réttarstöðu sakbornings í rúm þrjú ár í rannsókn héraðssaksóknara vegna meintra brota Samherja í Namibíu Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 389 orð | 3 myndir

Lengi lifi Gunnubúð á Raufarhöfn!

Verslunin Urð, sem alla tíð hefur verið kölluð Gunnubúð, á Raufarhöfn hefur verið seld og tóku nýir eigendur við rekstri hennar um áramótin. Guðrún Rannveig Björnsdóttir, stofnandi og nú fyrrverandi eigandi, hefur staðið vaktina í 27 ár og segist í… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Lög um klám eru löngu úrelt

„Það er mikilvægt að það sé gerður þessi greinarmunur á raunverulegu ofbeldi og myndefni sem sýnir samþykka einstaklinga í kynlífsathöfnum. Það er oft verið að nota BDSM-klám beinlínis til að hneyksla fólk og nota sem réttlætingu fyrir banni á … Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 121 orð

Margir sýna Sögu áhuga

Margir hafa sýnt áhuga á að eignast hlut í Útvarpi Sögu og er sala hlutabréfa farin af stað. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu, segir allt vera „í fullum gangi“ um þessar mundir og ýmsa vera að kaupa smærri hluti Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Mikil umferð en engin met slegin

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu á nýliðnu ári jókst um 1,6% frá árinu á undan. Ekki var þó slegið met líkt og gert var á hringveginum á seinasta ári. Örlítið meiri umferð var á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2019 en í fyrra Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Mikilvægur stuðningur

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um 1.500 fjölskyldur fengu aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir jólin og var það svipaður fjöldi og árið áður. „Blessunarlega eru margir einstaklingar og mörg fyrirtæki ótrúlega rausnarleg og vilja leggja okkur lið við að aðstoða þau sem minna mega sín,“ segir Anna Hjaltested Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. Meira
5. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 650 orð | 2 myndir

Mun Shoígú skrifa Gerasímov úr leik?

Mjög hefur verið um það rætt á samfélagsmiðlum í Rússlandi að til standi að stokka upp æðstu yfirstjórn rússneska hersins vegna slæms gengis innrásarliðs Moskvuvaldsins í Úkraínu. Hefur nafn sjálfs Valerí Gerasímovs, yfirmanns rússneska hersins,… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Neyðarástand á Landspítala

„Ástandið er grafalvarlegt og hefur ítrekað bitnað á sjúklingum sem þangað hafa þurft að leita. Dæmi eru um að sjúklingar hafi verið sendir heim af bráðadeild spítalans nú um jólin þar sem þeir létust nokkrum klukkustundum síðar,“ sagði… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 384 orð | 2 myndir

Rétturinn til að segja fólki það sem það vill ekki heyra

„Málfrelsi hefur ekki verið í meiri hættu á Vesturlöndum síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar,“ segir Toby Young, aðstoðarritstjóri tímaritsins Spectator og formaður Free Speech Union á Bretlandi, en hann flytur erindi á málþingi… Meira
5. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Rússar viðurkenna meira mannfall

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að 89 manns hefðu fallið í eldflaugaárás Úkraínumanna á borgina Makívka á gamlárskvöld, en áður höfðu Rússar einungis viðurkennt að 63 hefðu fallið í árásinni. Úkraínuher og rússneskir „herbloggarar“ hafa hins vegar áætlað að mannfallið gæti verið mun meira, og hafa Úkraínumenn sagt að þeir telji að um 400 hafi fallið og um 300 til viðbótar særst í árásinni. Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Sjómenn segja fiskara út í hött

Veruleg óánægja er meðal sjómanna með þá breytingu sem finna má í nýjum lögum um áhafnir skipa að nú skuli þeir sem sækja sjó á fiskiskipum kallast fiskarar, í stað þess að talað sé um fiskimenn. Orðið útgerðarmenn fellur einnig út samkvæmt sömu lögum og héðan í frá verður aðeins talað um útgerðir Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Skautar og skemmtun hjá 130 ára félagi

Næstkomandi laugardag, 7. janúar, verður haldið upp á 130 ára afmæli Skautafélags Reykjavíkur, eins elsta íþróttafélags landsins. Almenningi verður boðið frítt að skauta á velli félagsins í Laugardalnum í Reykjavík milli kl Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 674 orð | 1 mynd

Sólarmet desember féll í fimbulkulda

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn desember var óvenju kaldur um land allt en jafnframt sérlega sólríkur í Reykjavík. Þótt sólargangurinn sé skemmstur á þessum tíma ársins mældist 51 sólarstund í höfuðborginni í desember, sem er 38,4 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta er sólríkasti desembermánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík. Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Sprengja í áhuga á brids

Áhugi á brids hefur aukist mikið að undanförnu. Um það vitnar metfjöldi sem mætt hefur á spilakvöld hjá Bridssambandinu og er spilað um allt land í hverri viku. Hafa félög úti á landi sem hafa verið í lægð verið endurvakin og reiknað er með að fleiri félög hefji starfsemi á næstu mánuðum Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Steinunn málsvari málleysingja

Í kjöri sem héraðsblaðið Skessuhorn efndi til undir lok nýliðins árs var Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi valin Vestlendingur ársins 2022. Tilgreint var að til greina kæmi fólk á Vesturlandi sem hefði á einhvern hátt skarað fram úr á árinu og hefði innistæðu fyrir heiðrinum Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 301 orð

Trúboð talið markaðssetning

Fjarskiptastofa (FST) hefur komist að þeirri niðurstöðu að með símhringingum Votta Jehóva í símanúmer sem eru bannmerkt í símaskrá hafi trúfélagið brotið gegn ákvæði fjarskiptalaga. Símtölin hafi falið í sér kynningu á trúarlegum skoðunum og… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð

Tuttugu foreldrar gætu átt rétt á sorgarleyfi

Áætlað er að um 20 foreldrar geti átt rétt á sorgarleyfi á ári, samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin. Markmið leyfisins er að tryggja foreldrum sem missa barn, átján ára eða yngra, svigrúm til að syrgja missinn og eftir atvikum til að… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Úkraínskar jólaguðsþjónustur

Hátíðarjólaguðsþjónusta að hætti úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar verður sungin í Hallgrímskirkju í Reykjavík á föstudag 6. janúar klukkan 18.00. Á laugardag 7. janúar klukkan 10.00 verður jólamessa samkvæmt helgisiðum úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 315 orð | 3 myndir

Verðum áfram sjómenn og fiskari er orðskrípi

„Við höldum okkar striki. Sjómaður ertu og sjómaður skaltu verða. Hvers kyns sem þú ert,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Kurr er meðal félagsmanna hans með þær nafnabreytingar til kynhlutleysis sem finna… Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 322 orð | 2 myndir

Vinsælustu uppskriftirnar þjóðlegar

Það kemur því mörgum á óvart að í ár tóku þrjár nýjar uppskriftir sér stöðu á toppnum og einungis munaði 60 flettingum á þeim tveimur vinsælustu. Við erum annars vegar að tala um uppskrift að klassískum vöfflum og hins vegar að lambalæri Meira
5. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 504 orð | 2 myndir

Þrjár lóðir fyrir stúdentaíbúðir á Akureyri

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Þrjár lóðir á svæði meðfram Dalsbraut á Akureyri hafa verið afmarkaðar fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri. Svæðið er í námunda við Háskólann á Akureyri. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær hafist verði handa við uppbygginguna, en alls er um að ræða byggingar upp á 7.600 fermetra að stærð og í þeim verða einstaklingsherbergi, stúdió- og 2ja herbergja íbúðir. Meira

Ritstjórnargreinar

5. janúar 2023 | Leiðarar | 305 orð

Óboðleg framganga

Stjórn Eflingar ber líka ábyrgð Meira
5. janúar 2023 | Leiðarar | 310 orð

Sýna þarf aukna varúð

Nauðsynlegt er að ærlegir menn fari yfir vafasama innleiðingu ESB-reglugerða Meira

Menning

5. janúar 2023 | Menningarlíf | 1019 orð | 3 myndir

„Mikilvægt að draga ekkert undan“

„Í síma sérhvers manns er fall hans falið,“ segir Tyrfingur Tyrfingsson um kvikmyndina Villibráð í leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur sem frumsýnd var í gærkvöldi og fer í almennar sýningar á morgun Meira
5. janúar 2023 | Fólk í fréttum | 445 orð | 1 mynd

„Þetta steikti í okkur heilann“

„Það er augljóst að sama hversu samsæriskenningamiðaður þú ert, sama hversu ánægður þú varst með þríeykið eða allt þetta. Það er bara augljóst að þetta steikti í okkur heilann,“ segir Halldór Laxness Halldórsson, þekktari sem Dóri DNA,… Meira
5. janúar 2023 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Easy Living Ívars Glóa í Harbinger

Easy Living, einkasýning Ívars Glóa Gunnarssonar Breiðfjörð, var opnuð í fyrradag í galleríinu Harbinger, Freyjugötu 1 í Reykjavík, og stendur hún yfir til 30. janúar Meira
5. janúar 2023 | Menningarlíf | 913 orð | 2 myndir

Fjörugt en átakanlegt ævintýri

„Mig langar til þess að sýna að krakkar eru ekki einir ef það er erfitt heima hjá þeim. Það er markmiðið með þessu,“ segir Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, höfundur nýs barnaleikrits, Hvíta tígrisdýrið, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu laugardaginn 7 Meira
5. janúar 2023 | Fólk í fréttum | 275 orð | 11 myndir

Förðunartískan 2023 kallar á það allra besta

„Hver elskar ekki að geta notað eina vöru á allt andlitið til þess að fá heillandi heildarútlit? Þetta „monochrome“-trend er svo hentugt fyrir þá sem vilja létta aðeins snyrtitöskuna í ferðalaginu Meira
5. janúar 2023 | Kvikmyndir | 665 orð | 2 myndir

Grunaðir grímuklæddir

Netflix Glerlaukur/ Glass Onion: A Knives Out Mystery ★★★★· Leikstjórn og handrit: Rian Johnson. Aðalleikarar: Daniel Craig, Edward Norton, Kate Hudson, Dave Bautista, Kathryn Hahn, Leslie Odom Jr., Jessica Henwick, Madelyn Cline og Janelle Monáe. Bandaríkin, 2022. 139 mín. Meira
5. janúar 2023 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Hringfari í galleríinu Grásteini

Hringfari – The Circumnavigator nefnist ný röð af svokölluðum „gjörninga-til-málverkum” eftir ítölsku myndlistarkonuna Emiliu Telese sem nú eru sýnd í Gallery Grásteini á Skólavörðustíg 4 til og með 15 Meira
5. janúar 2023 | Menningarlíf | 217 orð | 1 mynd

Höfða mál vegna nektarsenu

Aðalleikarar kvikmyndar leikstjórans Francos Zeffirellis um Rómeó og Júlíu sem frumsýnd var 1968 hafa höfðað mál gegn framleiðslufyrirtækinu Paramount Pictures vegna nektarsenu sem þau léku í. Leonard Whiting var 16 ára og Olivia Hussey 15 ára þegar þau fóru með titilhlutverk myndarinnar Meira
5. janúar 2023 | Bókmenntir | 1026 orð | 3 myndir

Í hárréttum farvegi

Myndlist Guðjón Ketilsson – Jæja ★★★★★ Bók um myndlist Guðjóns Ketilssonar, gefin út í tilefni af samnefndri yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum. Höfundar texta: Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Birta Guðjónsdóttir, Gyrðir Elíasson og Markús Þór Andrésson. Ritstjóri: Markús Þór Andrésson. Hönnun: Ármann Agnarsson. Listasafn Reykjavíkur, 2022. Innbundin, 160 bls. Meira
5. janúar 2023 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Salsakommúnan leikur fyrir dansi á Kex hosteli á þrettándanum

Hljómsveitin Salsakommúnan blæs til þrettándabrennu í formi dansleiks í Nýló-salnum á Kex hosteli annað kvöld, 6. janúar. Á tónleikunum verður talið í fjölda salsaslagara og laga af fyrstu hljómplötu sveitarinnar og einnig verða frumflutt ný lög af… Meira
5. janúar 2023 | Menningarlíf | 1224 orð | 3 myndir

Sovétmenn tældir til fylgilags

19. júlí 1971. Mánudagur Sendiráð Sovétríkjanna, Garðastræti. „Góðar vonir um stuðning Sovétríkjanna“ Í sameiginlegum minningum okkar Íslendinga um landhelgi og þorskastríð – sögunni eins og fólk vill muna hana og hún er sögð á… Meira
5. janúar 2023 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Villibráðin í heimsmetabókina

Kvikmyndin Villibráð hefur enn ekki verið frumsýnd, en hún er þegar komin í Heimsmetabók Guinness. Villibráð verður frumsýnd á þrettándanum. „Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik,“ segir í lýsingu á myndinni Meira

Umræðan

5. janúar 2023 | Aðsent efni | 569 orð | 1 mynd

Bannað að ræða Ljósleiðara OR í borgarstjórn

Kjartan Magnússon: "Um er að ræða afar stóran viðskiptasamning, sem felur í sér nokkurra milljarða króna viðbótarskuldsetningu OR-samstæðunnar og Reykjavíkurborgar" Meira
5. janúar 2023 | Velvakandi | 129 orð | 1 mynd

Fyrirmyndarkona

Einhver varð að verða til þess að vekja athygli á frábærri frammistöðu Helgu Margrétar Höskuldsdóttur, íþróttafréttakonu hjá Sjónvarpinu, nú þegar afreksfólk okkar Íslendinga, ótrúlega margt á alla mælikvarða, ber á góma. Meira
5. janúar 2023 | Pistlar | 395 orð | 1 mynd

Hvert er planið, ráðherra?

Fjárfestum í fólki“ var slagorð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2021. Sagðist flokkurinn vilja skoða hvort tilefni væri til aukins einkareksturs innan heilbrigðisgeirans, skila sem bestum og skjótustum árangri, ráðast í fyrirbyggjandi… Meira
5. janúar 2023 | Aðsent efni | 451 orð | 1 mynd

Stýrihópar eða lausnir

Hildur Björnsdóttir: "Ef höfuðborgin stæði sig hlutfallslega jafnvel og nágrannasveitarfélög hefðu snjóruðningstæki að störfum verið tæplega 80 talsins." Meira
5. janúar 2023 | Aðsent efni | 822 orð | 1 mynd

Tíu síður af blaðri

Ole Anton Bieltvedt: "Ég bendi á leið sem Norðmenn fara; þeir munu frá 1. janúar taka leigu, afnota- eða auðlindagjald, fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar." Meira
5. janúar 2023 | Aðsent efni | 1115 orð | 1 mynd

Tollar, neytendur og leigufélög

Ólafur Stephensen: "Það er full ástæða til að ræða hvort til dæmis eigi að viðhalda tollvernd fyrir eigendur Ölmu leigufélags, á kostnað neytenda í landinu." Meira
5. janúar 2023 | Aðsent efni | 409 orð | 1 mynd

Um stofnun varnarmálaráðuneytis

Birgir Loftsson: "Enginn þorir að segja „íslenskt varnarlið“. En varnarmálaráðuneytið er augljóslega íslenskt." Meira
5. janúar 2023 | Aðsent efni | 891 orð | 1 mynd

Þegar engin orð voru til yfir sálarflækjur

Matthildur Björnsdóttir: "Orðin þolandi, gerandi og bakland hefðu ekki átt tilvistarmöguleika." Meira

Minningargreinar

5. janúar 2023 | Minningargreinar | 2352 orð | 1 mynd

Auðunn Hlynur Hálfdanarson

Auðunn Hlynur Hálfdanarson fæddist á Seljalandi undir Eyjafjöllum 17. ágúst 1946. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 24. desember 2022. Foreldrar hans voru Sigríður Kristjánsdóttir frá Seljalandi undir Eyjafjöllum, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 108 orð | 1 mynd

Björg Stefanía Sigurðardóttir

Björg Stefanía Sigurðardóttir fæddist 20. mars 1937. Hún lést 6. desember 2022. Útför hennar fór fram 14. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 1707 orð | 1 mynd

Guðrún Hjaltalín Jónsdóttir

Guðrún Hjaltalín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 27. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 20. desember 2022. Foreldrar hennar voru Jón Hjaltalín Kristinsson málarameistari, f. 21. desember 1880 að Steinum, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 819 orð | 1 mynd

Guðrún Ingimarsdóttir

Guðrún Ingimarsdóttir fæddist á Flugumýri í Skagafirði 1. júní 1943. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 23. desember 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Ingimar Jónsson, f. 27.3. 1910 á Flugumýri, d. 4.12. 1955, og Sigrún Jónsdóttir, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 1882 orð | 1 mynd

Guðrún Rósa Pálsdóttir

Guðrún Rósa Pálsdóttir fæddist á Ólafsfirði 31. mars 1927. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 22. desember 2022. Hún var dóttir hjónanna Páls Sigurðssonar kennara á Ólafsfirði, f. 20 júní 1899, d. 20. jan. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 451 orð | 1 mynd

Hildigunnur Þórðardóttir

Hildigunnur Þórðardóttir fæddist 13. maí 1945. Hún lést 20. desember 2022. Útför hennar fór fram 4. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 1576 orð | 1 mynd

Hjalti Hjaltason

Hjalti Hjaltason fæddist 7. febrúar 1949 á Raufarhöfn. Hann lést 10. desember 2022 á Landspítalanum. Hjalti var sonur hjónanna Þórhildar Kristinsdóttur, f. 29. janúar 1913 í Garðstungu í Þistilfirði, d. 15. júlí 1995, og Hjalta Friðgeirssonar, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 741 orð | 1 mynd

Hólmfríður Aðalsteinsdóttir

Hólmfríður Aðalsteinsdóttir fæddist á Laugavöllum í Reykjadal 21. apríl 1942. Hún lést 21. desember 2022 á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 788 orð | 1 mynd

Hreinn Aðalsteinsson

Guðmundur Hreinn Aðalsteinsson fæddist í Vestmannaeyjum 7. mars 1936. Hann lést 20. desember 2022. Faðir Hreins var Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson, f. 14. júní 1910, d. 27. febr. 1991, skipstjóri og útgerðarmaður, síðar umsjónarmaður í Vestmannaeyjum. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 3500 orð | 1 mynd

Jónína Pálsdóttir

Jónína Sigríður Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1961. Hún lést á Samaritan-spítalanum í New York-ríki 8. desember 2022. Foreldrar Jónínu voru Svava Magnúsdóttir, f. 11. júní 1921, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 458 orð | 1 mynd

Kolbrún Jónsdóttir

Kolbrún Jónsdóttir fæddist 8. júlí 1943. Hún lést 20. desember 2022. Útför fór fram 4. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 2053 orð | 1 mynd

Laufey Lárusdóttir

Laufey Lárusdóttir fæddist í Svínafelli í Öræfum 14. ágúst 1927. Hún lést á Klausturhólum 22. desember 2022. Foreldrar hennar voru Ingunn Björnsdóttir, f. 24. maí 1896, d. 4. mars 1988, og Lárus Magnússon, f. 4. ágúst 1884, d. 2. september 1967. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 2019 orð | 1 mynd

Ólafur Ólafsson

Ólafur Ólafsson fæddist á Kleif á Skaga 3. nóvember 1939. Hann lést á HSU Selfossi 18. desember 2022. Foreldrar hans voru Sveinfríður Jónsdóttir, f. 1898, d. 1967 og Ólafur Ólafsson, f. 1905, d. 2001, bændur á Kleif og síðar Kambakoti. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 600 orð | 1 mynd

Sigrún Clausen

Sigrún Clausen fæddist á Ísafirði 20. október 1930. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 15. desember 2022. Foreldrar hennar voru Jóhanna María Jóhannesdóttir, f. 17. febrúar 1911, d. 29. ágúst 1988, og Arinbjörn Viggó Clausen, f.... Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2023 | Minningargreinar | 2888 orð | 1 mynd

Sigurður Þórir Sigurðsson

Sigurður Þórir Sigurðsson, fæddist í Reykjavík 7. desember 1950. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. desember 2022. Foreldrar Þóris voru Anna Kristín Vilhelmína Biering, f. 30. nóvember 1912, d. 31. ágúst 2011, og Sigurður Guðmundsson f. 9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 504 orð | 2 myndir

Krónan undir þrýstingi

Margt bendir til þess að íslenska krónan verði undir áframhaldandi þrýstingi á komandi mánuðum eins og verið hefur að undanförnu. Þetta er mat Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Hann er gestur Dagmála í dag ásamt Konráði Guðjónssyni, efnahagsráðgjafa Samtaka atvinnulífsins Meira
5. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 639 orð | 1 mynd

Undir rannsókn í tæp þrjú ár

Arna McClure yfirlögfræðingur Samherja hefur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur lagt fram kröfu þar sem farið er fram á að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður. Þetta kemur fram í greinargerð sem lögð hefur verið fyrir dóminn og Morgunblaðið hefur undir höndum Meira

Daglegt líf

5. janúar 2023 | Daglegt líf | 764 orð | 2 myndir

Áhrifavaldurinn er að tjaldabaki

Eins og margra sjálfboðaliða er háttur segi ég sjaldan nei. Því fæ ég ýmislegt í fangið, ýmis verkefni sem eru fjöldanum ósýnileg en eru samt mikilvæg þannig að allt í starfinu gangi upp,“ segir Haraldur Ingólfsson á Akureyri Meira
5. janúar 2023 | Daglegt líf | 416 orð | 3 myndir

Okkar herskylda að spila fyrir Ísland

Í fjórða þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handbolta- og landsliðsmanninn Ými Örn Gíslason en hann hefur leikið með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen í tæplega tvö ár. Ýmir, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við þýska félagið í febrúar 2020, … Meira
5. janúar 2023 | Daglegt líf | 180 orð | 1 mynd

Valsar og vínartónlist í Hvolnum

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur vínartónleika í Hvolnum á Hvolsvelli nú á laugardaginn, 7. janúar, og hefjast þeir kl. 20. Tónleikarnir verða með tilheyrandi Strauss-völsum og kampavínsgaloppi. Einsöngvari með hljómsveitinni verður stórsöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú Meira

Fastir þættir

5. janúar 2023 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

Arnór Sindri Sölvason

30 ára Arnór Sindri er Selfyssingur en býr í Sandgerði. Hann er í kennaranámi og vinnur við kennslu í Myllubakkaskóla í Keflavík. Hann er í Leikfélagi Keflavíkur og er að skrifa sketsa fyrir revíu sem er verið að setja upp Meira
5. janúar 2023 | Í dag | 65 orð

Gera út um e-ð: úrskurða um e-ð, útkljá e-ð, fá niðurstöðu um e-ð. „Þeim…

Gera út um e-ð: úrskurða um e-ð, útkljá e-ð, fá niðurstöðu um e-ð. „Þeim mistókst að gera út um það sín á milli hvort ætti að fá hundinn og á endanum skiptu lögmennirnir honum á milli sín.“ Ekki gera „úti“ um neitt; þá hefur öðru… Meira
5. janúar 2023 | Í dag | 814 orð | 3 myndir

Gerði ekki upp á milli veiðimanna

Ágúst Rósmann Morthens er fæddur 5. janúar 1943 í Reykjavík. Hann flutti tveggja ára á Selfoss til móðurafa síns og seinni konu hans, Guðbjargar Frímannsdóttur. Ólst hann upp á Selfossi, fyrir utan fjögurra ára sem hann bjó á Stokkseyri Meira
5. janúar 2023 | Í dag | 402 orð

Horfir mót suðri Skagafjörður

Einar K. Guðfinnsson sendi mér góðan póst: „Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri í Skagafirði horfir mót suðri yfir Skagafjörð þar sem sjálfur Mælisfellshnjúkurinn blasir við í fallegri vetrarbirtu á fyrsta degi nýs árs“: Hann stendur keikur, … Meira
5. janúar 2023 | Í dag | 177 orð

Meistarar og snillingar. V-AV

Norður ♠ ÁDG ♥ 98 ♦ Á92 ♣ KG1083 Vestur ♠ 76 ♥ DG107632 ♦ 8 ♣ Á94 Austur ♠ K108432 ♥ K ♦ KG1076 ♣ 7 Suður ♠ 95 ♥ Á54 ♦ D543 ♣ D652 Suður spilar 3G Meira
5. janúar 2023 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Sandgerði Maron Páll Arnórsson fæddist 28. maí 2022 kl. 6.24 á…

Sandgerði Maron Páll Arnórsson fæddist 28. maí 2022 kl. 6.24 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann vó 4.550 g og var 52 cm. Foreldrar hans eru Arnór Sindri Sölvason og Telma Lind Sævarsdóttir. Meira
5. janúar 2023 | Í dag | 179 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4 Dd6 7. 0-0 Rf6 8. Rb3 Rc6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. c3 Dc7 12. Bb3 Bd7 13. Df3 Bd6 14. h3 0-0-0 15. Bg5 Kb8 16. Had1 Bc8 17. Hfe1 Hhg8 18 Meira
5. janúar 2023 | Dagbók | 79 orð | 1 mynd

Stundar óhefðbundið nám

Sara María Júlíusdóttir stundar heldur óhefðbundið háskólanám en hún er að læra sálmeðferðarfræði með áherslu á hugvíkkandi efni (e. transpersonal psychotherapy) í Kólumbíu. „Ég er að læra að verða sálmeðferðarfræðingur og auðvitað ekki bara með hugvíkkandi efnum, ég læri þennan grunn Meira

Íþróttir

5. janúar 2023 | Íþróttir | 804 orð | 2 myndir

Allir í 35 manna hópi tilbúnir á HM

HM 2023 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, um að viðhafa strangar sóttvarnareglur á HM 2023 í handknattleik karla, sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu viku, hefur sætt mikilli gagnrýni. Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, sendi IHF bréf í slagtogi við formenn nokkurra evrópskra handknattleikssambanda þar sem óskað var eftir því að þessum ströngu reglum yrði breytt. Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 168 orð

Ísland á HM í Póllandi og Svíþjóð 2023

Ísland er í D-riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu og mætir liðunum í þessari röð 12., 14. og 16. janúar. Neðsta lið riðilsins fer í keppni um sæti 25-32 sem fer fram í Plock í Póllandi og leikur þar fjóra leiki dagana 18.-25 Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 51 orð | 1 mynd

Ísland í sterkasta riðlinum á HM?

Ísland er líklega í sterkasta riðlinum á heimsmeistara­móti karla í handbolta sem hefst í Svíþjóð og Póllandi næsta miðvikudag. Fyrir liggur að Portúgal og Ungverjaland verða mjög erfiðir mótherjar og erfitt er að átta sig fyrir fram á liði… Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Meiðslin alvarlegri en talið var

Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, verður frá í nokkurn tíma eftir að hafa meiðst aftan á læri í 1:3-tapi fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á mánudagskvöld. Samkvæmt hinum áreiðanlega Paul Joyce hjá The Times eru meiðslin… Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Meistararnir fara í Garðabæinn

Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta Stjörnunni í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik en dregið var til þeirra í hádeginu í gær. Valur vann alla titlana sem í boði voru á síðasta tímabili og á Stjarnan ærið verkefni fyrir höndum Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 842 orð | 1 mynd

Sterkasti riðill mótsins?

Er Ísland í sterkasta riðlinum á heimsmeistaramóti karla í handbolta sem hefst í Svíþjóð og Póllandi á miðvikudaginn í næstu viku? Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari telur að svo sé og það má vel færa rök fyrir því Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Stórveldin drógust saman

Stórveldin Fram og Valur mætast í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik en dregið var til þeirra í gær. Leikur liðanna fer fram á heimavelli Framara í Úlfarsárdal en átta liða úrslitin eiga að fara fram dagana 7 Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Sú ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins að senda leikmenn á HM karla…

Sú ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins að senda leikmenn á HM karla í einangrun í fimm daga ef þeir greinast með kórónuveirusmit er skrýtin. Við höfum séð hvert stórmótið á fætur öðru seinni hluta ársins 2022 þar sem öllum takmörkunum vegna veirunnar hefur verið sleppt Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Sveinn Margeir Hauksson, leikmaður KA í knattspyrnu, hefur skrifað undir…

Sveinn Margeir Hauksson, leikmaður KA í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við Akureyrarfélagið sem gildir út keppnistímabilið 2025. Sveinn Margeir, sem er 21 árs Dalvíkingur, vakti athygli fyrir góða frammistöðu sína með KA á síðasta… Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Vilja fá Albert í þessum mánuði

Ítalska knattspyrnufélagið Sassuolo vill fá Albert Guðmundsson til liðs við sig, samkvæmt frétt Gazzetta dello Sport í gær. Albert leikur með Genoa í ítölsku B-deildinni en liðið féll þangað síðasta vor þegar Albert hafði leikið með því hálft tímabil Meira
5. janúar 2023 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Þrír risasigrar á heimavelli

Grindavík, Valur og Haukar unnu öll risasigra þegar 15. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta var leikin í gærkvöldi. Grindavík á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina eftir afar sannfærandi 94:79-heimasigur á deildarmeisturum Fjölnis Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.