Greinar fimmtudaginn 12. janúar 2023

Fréttir

12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

122% hækkun íbúðaverðs frá 2015 til október í fyrra

Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað meira á Íslandi en í nokkru öðru þeirra 30 Evrópulanda sem nýr samanburður Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, nær til. Frá árinu 2010 til loka þriðja ársfjórðungs seinasta árs er hækkunin á Íslandi sögð hafa verið um 213% Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

1,4 milljarðar í orkuskiptalausnir

Fjölþjóðlegt samstarfsverkefni er nefnist Whisper, þar sem nokkur íslensk fyrirtæki eru í meirihluta, hefur hlotið 1,4 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til næstu fjögurra ára. Verkís verkfræðistofa leiðir verkefnið og aðrir íslenskir… Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Aðgengi að Hvítserki verður bætt

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum hinn 8. desember 2022 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag umhverfis Hvítserk. Meira
12. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 604 orð | 1 mynd

Akranes vill færa sveitarfélagamörkin

Úfar rísa með nágrönnum á Akranesi vegna áhuga Akraneskaupstaðar á að kaupa byggingarland sem liggur að byggðinni í kaupstaðnum en tilheyrir Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafnaði ósk Akraneskaupstaðar um að færa lögsögumörk sveitarfélaganna þannig að landið færðist til Akraness Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Auglýsingaskilti 10-11 reyndist vera alltof stórt

Nýtt skilti verslunarinnar 10-11 á austurgafli Austurstrætis 17 er alltof stórt og hefur valdið nágrönnum ama vegna ljósmengunar. Að auki var það sett upp í óleyfi. Því hefur skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hafnað því að veita leyfi fyrir skiltinu Meira
12. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 896 orð | 1 mynd

Áramótaheitið veltur á skriðdrekum

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti gaf þjóð sinni það áramótaheit, að hún myndi vinna fullnaðarsigur í Úkraínustríðinu í ár með því að endurheimta allt það landsvæði sem fallið hefði innrásarliðinu í skaut frá árinu 2014 Meira
12. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 1376 orð | 1 mynd

Bauð Jörundi hundadagakóngi birginn

SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

„Verkföll eru alltaf neyðarúrræði“

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að Samtök atvinnulífsins og Efling nái brátt kjarasamningum. Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 497 orð | 3 myndir

Breytingar fram undan á Kársnesinu

Tillögur að skipulagi á svæði 13 á þróunarsvæði sem nær yfir alla Kársnestána voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í vikunni af meirihluta bæjarstjórnar. Hjördís Ýr Johnson, formaður skipulagsráðs bæjarins, segir mikið vatn hafa runnið til… Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Ekkert saknæmt við skattskil Samherja

Skatturinn ­hefur ­nú lokið ítarlegri úttekt á rekstri Samherja og tengdra félaga á tímabilinu 2012-2018. Niðurstaða úttektarinnar er að ekkert saknæmt hafi átt sér stað í rekstri félaga innan samstæðu Samherja Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Ekki búið að selja öll listaverkin úr Bændahöllinni

„Við höfum ekki pláss á skrifstofunum til þess að þetta listaverk njóti sín. Okkur þykir betra að þjóðin fái að njóta frekar en örfáir gestir sem koma í Borgartún 25,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 888 orð | 4 myndir

Fann hringana hálfu ári fyrir trúlofun

Það hefur verið nóg um að vera hjá tónlistarmanninum og kokkinum Daníel Óliver en hann gaf á dögunum út nýtt lag, fallega ballöðu, sem á alveg sérstakan stað í hjarta hans. Lagið ber titilinn Ready for love og fjallar um þá merkilegu upplifun sem fylgir því að verða ástfanginn Meira
12. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 836 orð | 2 myndir

Herjólfur er Tesla hafsins

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is The Tesla of the Seas, eða Tesla hafsins, er heiti á langri grein sem birtist á bresku vefsíðunni shipsmonthly.com í desember. Í greininni er fjallað um ferjuna Herjólf og farið um hana lofsamlegum orðum. Fyrirsögnin vísar til bílategundarinnar heimsfrægu. Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Hlakkar ennþá til að fara í verkfall

Það var athyglisvert fyrir áhugamenn um kjaramál og fjölbreytileika mannlífsins að fylgjast með framvindunni í Karphúsinu og húsakynnum Eflingar nú á þriðjudag. Þar var verkalýðsleiðtoginn Sólveig Anna Jónsdóttir í essinu sínu og hjó á báðar hendur, samherja sem andstæðinga. Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 348 orð

Hollustugóðgæti Berglindar

Kaffigrautur Uppskriftin dugar í eitt glas/krús svo margfaldið að vild. Kaldur hafragrautur 40 g tröllahafrar 2 tsk. chiafræ 100 ml mjólk að eigin vali 20 ml kaffi (styrkleiki eftir smekk) 2 msk Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 620 orð | 1 mynd

Hollvinir kaupa fullkomna hryggsjá

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyeri „Söfnunin hefur gengið mjög vel, búið er að panta tækið og það væntanlegt norður til Akureyrar síðar í janúar,“ segir Jóhannes Bjarnason, formaður Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri, en síðla á liðnu ári hófu samtökin að safna fyrir nýju tæki, hryggsjá af fullkominni gerð að verðmæti um 40 milljónir króna. Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hæfileikarnir svo sannarlega til staðar í landsliðinu

„Það var frábært að vinna til verðlauna á sínu fyrsta stórmóti,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Hörð verkfallsátök nánast óumfýjanleg

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að verkfallsrétturinn sé ákaflega mikilvlægur í kjarabaráttu launafólks, en að honum verði að beita af virðingu, enda sé hann tvíeggjað sverð og fórnarkostnaðurinn geti verið mikill Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Íslenski fáninn blaktir víða á HM í Kristianstad í Svíþjóð

„Það er geggjuð stemning hérna,“ segir Sonja Steinarsdóttir í Sérsveitinni, hópi stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í handbolta. „Strákarnir okkar verða að gera sitt besta til að skila sigri gegn Portúgölum og við… Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 462 orð | 2 myndir

Í traustum höndum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bergrós Kristín Jóhannesdóttir læknir varði doktorsritgerð sína í læknavísindum, „Alvarlegir æða- og brjóstholsáverkar í norrænu sjúklingaþýði – Major Vascular and Thoracic Trauma in Nordic Population“, við læknadeild Háskóla Íslands sl. föstudag. „Doktorsgráðunni fylgja mikil tækifæri og miklir möguleikar í evrópsku samstarfi,“ segir hún. Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Knattleikur Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður bregður á leik á æfingu í Svíþjóð í gær. Landsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta leik á HM í handbolta, gegn... Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

LED-lampar settir upp í Kópavogsgjá

Í vikunni hefur verið unnið að uppsetningu gatnalýsingar í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi. Vegurinn er lokaður að hluta frá kl. 20 til 6.30 aðfaranætur 11.-13. janúar. Hjáleiðir eru af Hafnarfjarðarvegi og eru þær merktar á staðnum Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 320 orð | 2 myndir

Leggja áherslu á geðheilsu landsmanna á þorranum

„Þetta átak hefur mælst vel fyrir. Við viljum gjarnan koma geðheilbrigði inn í umræðuna,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Þorrinn hefst í næstu viku og þá hefst árlegt geðræktarátak Geðhjálpar, G-vítamín Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 202 orð

Lyf hækka 1. mars

Smásöluálagning lyfseðilsskyldra lyfja hækkar að meðaltali um 10,60% frá og með 1. mars næstkomandi. Greint er frá þessari breytingu á vef Lyfjastofnunar og er tekið fram að smásöluálagningin hækki sem samsvarar verðlagsforsendum fjárlaga yfirstandandi árs Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 402 orð | 3 myndir

Ótrúlega margt sem þarf að ganga upp

Í fimmta þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handboltamanninn- og landsliðsfyrirliðann Aron Pálmarsson sem er samningsbundinn danska úrvalsdeildarfélaginu Aalborg en hann var útnefndur íþróttamaður ársins 2012 í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 51 orð

Rangt nafn í myndatexta

Í myndatexta í viðtali við Evu Laufeyju Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups, í ViðskiptaMogganum 11. janúar var Eva kölluð Edda. Í sömu grein stóð að Eva hefði starfað hjá Stöð 2 til ársins 2021 en hið rétta er að hún lét þar af störfum 2022 Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 893 orð | 2 myndir

Safn um einbúann á Uppsölum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Félag um safn Gísla á Uppsölum hefur hafið viðgerðir á húsinu á Uppsölum í Selárdal í Arnarfirði þar sem Gísli Oktavíus Gíslason bjó. Stefnt er að því að koma þar upp lifandi safni um Gísla og hugsjónir hans. Ef allt gengur upp verður það opnað fyrir gestum á árinu 2024. Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson

Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson óperusöngkona lést 9. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Sieglinde fæddist 28. nóvember 1931 í Dardesheim í Saxen-Anhalt í Þýskalandi, sem eftir síðari heimsstyrjöldina varð hluti af A-Þýskalandi Meira
12. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 885 orð | 1 mynd

Skattrannsókn á Samherja lokið

Fréttaskýring Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Skatturinn, sem nú fer með það hlutverk sem skattrannsóknarstjóri gegndi áður, hefur lokið ítarlegri úttekt sinni á útgerðarfélaginu Samherja hf. og tengdum félögum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur lýkur úttektinni með endurálagingu og sátt á milli Skattsins og Samherja. Úttektin náði til rekstraráranna 2012-2018 en þá var einnig gerð úttekt á skattaskilum aftur til ársins 2010. Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Snorrabrautin mikilvæg slökkviliðinu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Snorrabraut er mjög mikilvæg leið fyrir okkur. Þetta er ekki bara einhver hliðargata eða gata inni í hverfi, þetta er ein af aðalleiðunum hér úr Skógarhlíðinni. Auk þess er nýi spítalinn þarna,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Sólarlagið fest á filmu

Ferðamálastofa birti í gær tölur sem sýndu að tæplega 1,7 milljónir erlendra farþega fóru frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári, sem er um einni milljón fleiri en árið 2021. Nam aukningin milli ára 146% Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 67 orð

Starfsemi Vinjar tryggð út árið

Ekki er víst að Vin, dagsetri fyrir fólk með geðrænan vanda, verði lokað. Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en samþykkt var á fundi velferðarráðs í gær að starfsemin yrði tryggð í óbreyttri mynd út árið Meira
12. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Stöðvuðu flugtök vegna bilunar

Nokkur ringulreið ríkti á bandarískum flugvöllum í gær, þar sem bandaríska flugmálaeftirlitið FAA neyddist til þess að stöðva flugtök vítt og breitt um Bandaríkin vegna bilunar í NOTAM-kerfinu svonefnda Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 367 orð | 3 myndir

Úr fortíðinni inn í nútímann

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir við nýtt flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli hafa verið í fullum gangi. Skýlið hefur verið tekið „óformlega“ í notkun, þ.e þar inni hefur verið geymd ein af þremur þyrlum þar ásamt TF-LIF. Landhelgisgæslan fær flugskýlið formlega afhent um miðjan febrúar en þá verður skýlið sjálft, starfsmannaaðstaða og hluti skrifstofurýmis tilbúið. Í vor er gert ráð fyrir að ytri skrifstofubygging flugskýlisins verði tilbúin. Meira
12. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 352 orð | 2 myndir

Voru leiðir yfir fjarveru Freys

„Mér þykir miður að Freyr Sigurjónsson sé ósáttur við að þetta skyldi verða niðurstaðan en heyri að þáverandi stjórnendum þótti mjög leitt að ekki kom til þess að hann frumflytti konsertinn á sínum tíma Meira

Ritstjórnargreinar

12. janúar 2023 | Leiðarar | 322 orð

Ekki sama hver á í hlut

FBI liggur í því. Joe Biden sagði meðferð Trumps á skjölum óverjandi. Nú man hann ekkert. Meira
12. janúar 2023 | Leiðarar | 244 orð

Hugarórum logið upp á vísindi

Loftslagsgrýlan er hér enn þótt hin hafi skokkað burt í vikunni Meira

Menning

12. janúar 2023 | Menningarlíf | 321 orð | 4 myndir

Banshees of Inisherin sigursæl

Hin bandarísku Golden Globe-verðlaun voru veitt í fyrrakvöld í Los Angeles en þau eru veitt árlega fyrir það sem þykir hafa skarað fram úr á nýliðnu ári í flokki sjónvarpsþátta og kvikmynda. Hildur Guðnadóttir tónskáld var meðal tilnefndra en hlaut ekki verðlaun að þessu sinni Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 820 orð | 2 myndir

„Ástin er allt sem þarf“

„Þetta er verk um ástina í margvíslegum myndum, enda fáum við fjórar misstórar ástarsögur,“ segir Ágústa Skúladóttir sem leikstýrir sýningunni Hvað sem þið viljið eftir William Shakespeare í íslenskri þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar sem frumsýnd verður í kvöld, fimmtudagskvöld Meira
12. janúar 2023 | Fólk í fréttum | 708 orð | 5 myndir

„Ég byrjaði að stelast í snyrtivörurnar hjá mömmu sex ára gömul“

Sara Eiríksdóttir förðunarfræðingur hefur einstakt auga fyrir fallegri förðun og heldur úti instagram-síðunni @bysaraeiriks sem byrjaði sem eins konar vinnubók í förðunarnáminu, en í dag deilir hún alls kyns skemmtilegu efni sem tengist förðun og verkefnum hennar á síðunni Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Charles Simic látinn, 84 ára að aldri

Serbnesk-bandaríski rithöfundurinn Charles Simic er látinn, 84 ára að aldri. Hann var lárviðarskáld Bandaríkjanna á árunum 2007-2008 og hlaut Pulitzer-verðlaunin 1990 fyrir ljóðabókina The World Doesn't End Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd

Fagna nýju ári á Húrra í kvöld

Benni Hemm Hemm, Ólafur Kram og Örvar Smárason fagna nýju ári með tónleikum á Húrra í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Benni Hemm Hemm leikur ásamt hljómsveit lög af plötunni Lendingu. Hljómsveitin Ólafur Kram leikur lög af plötunni Ekki treysta fiskunum Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Formaður dómnefndar segir sig frá starfi

Anastasia Arkhipova hefur sagt sig frá dómnefndarstörfum vegna H.C. Andersen-verðlaunanna sem IBBY afhenda ár hvert, en verðlaunin hafa verið nefnd Nóbelsverðlaun barnabóka. Arkhipova, sem er rússneskur prófessor í listum, var valin formaður… Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 610 orð | 4 myndir

Galdur fólginn í nándinni

Ekki þarf að fara út fyrir borgarmörkin til að njóta óperu- og leiksýninga í tveimur af þekktustu óperu- og leikhúsum heims því Sambíóin hefja brátt á ný sýningar á uppfærslum Metropolitan-óperunnar í New York í endurbættu Kringlubíói og Bíó Paradís … Meira
12. janúar 2023 | Fjölmiðlar | 195 orð | 1 mynd

Hittast í fyrsta sinn við altarið

Hingað til hef ég ekki þorað að afhjúpa eigin meðalmennsku og viðurkenna í Ljósvakapistli að einn af mínum uppáhaldssjónvarpsþáttum er Gift við fyrstu sýn sem ég horfi á bæði í bandarískri og danskri útgáfu, Married at First Sight og Gift ved første blik hjá DR Meira
12. janúar 2023 | Kvikmyndir | 692 orð | 2 myndir

Minna er ekki alltaf meira

Bíó Paradís Aftersun ★★★½· Leikstjórn og handrit: Charlotte Wells. Aðalhlutverk: Paul Mesal, Frankie Corio og Celia Rowlson-Hall. Bretland, 2022. 97 mín. Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Og hvað um tað? í Listasal Mosfellsbæjar

Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga nefnist sýning á verkum leirlistakonunnar Melkorku Matthíasdóttur sem opnuð var í fyrradag í Listasal Mosfellsbæjar. Er það fyrsta sýning ársins í safninu og sýnir Melkorka keramikmuni Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 171 orð | 1 mynd

Silva, Steini og Birgir djassa á Sunset

Djasstónleikar verða haldnir í kvöld kl. 21 á Sunset í Edition-hótelinu við Hörpu og er gengið inn Hörpumegin. Verður leikin tónlist af djassplötunni More Than You Know sem kom út á vínil í sumarbyrjun í fyrra Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Starfsemi BÍL hlýtur 10 milljónir króna

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), hafa undirritað nýjan styrktarsamning menningar- og viðskiptaráðuneytisins við sambandið en með honum styrkir ráðuneytið starfsemi BÍL um 10 millj.kr Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 159 orð | 1 mynd

Vill takmarka aðganginn að Louvre

Laurence des Cars, safnstjóri Louvre í París, vill takmarka fjölda gesta sem heimsækja safnið á dag. Í frétt The Art Newspaper kemur fram að safnstjórinn vilji takmarka fjöldann við 30.000 manns á dag, en á annasömustu dögunum fyrir Covid fór… Meira
12. janúar 2023 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Þátttakendur óskast í Ljóðaslamm

Ljóðaslamm hefur verið endurvakið í Borgarbóka­safninu en það felst í flutningi frumsamins ljóðs, þar sem áhersla er ekki síður lögð á flutning en ljóðið sjálft. Áhersla er lögð á ljóðaflutning sem sviðslist, eins og segir í tilkynningu Meira

Umræðan

12. janúar 2023 | Aðsent efni | 831 orð | 1 mynd

Hlúð að framboðshlið hagkerfisins til að leysa krafta úr læðingi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir: "Til að koma böndum á verðbólguna þarf að viðhalda góðu samræmi á milli ríkisfjármála og peningamála." Meira
12. janúar 2023 | Pistlar | 400 orð | 1 mynd

Líffræðileg fjölbreytni til framtíðar

Eitt af þeim málum sem mikilvægast er að halda á lofti er líffræðileg fjölbreytni. Undir mitt ráðuneyti heyra m.a. málefni sjávarútvegs og landbúnaðar auk skógræktar og landgræðslu. Þar eru snertifletirnir við líffræðilega fjölbreytni, í löggjöf og reglusetningu um nýtingu auðlinda hafs og lands Meira
12. janúar 2023 | Aðsent efni | 480 orð | 1 mynd

Margra ára vanræksla skiptistöðvarinnar í Mjódd

Kjartan Magnússon: "Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gæti jafnvel skipað stýrihóp til að yfirfara þjónustuhandbók skiptistöðva." Meira
12. janúar 2023 | Aðsent efni | 792 orð | 1 mynd

Það eru ekki skerðingarnar!

Haukur Arnþórsson: "Ástæða er til að endurhugsa kjarabaráttu eldri borgara. Hér er minnst á félags- og sjúkratryggingar og eðlisþætti ellilífeyriskerfisins." Meira

Minningargreinar

12. janúar 2023 | Minningargreinar | 1074 orð | 1 mynd

Agnes Adolfsdóttir

Agnes Adolfsdóttir fæddist 20. janúar 1952 í Reykjavík en ólst upp í Keflavík. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 5. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Hulda Klara Randrup, f. 1920, d. 1999, og Adolf Sveinsson, f. 1920, d. 1967. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 711 orð | 1 mynd

Atli Steinar Stefánsson Axfjörð

Atli Steinar Stefánsson Axfjörð fæddist 11. mars 1982 á Akureyri. Hann lést 30. desember 2022. Foreldrar hans eru Kristín Þuríður Matthíasdóttir Axfjörð, f. 21. desember 1951 og Stefán Friðrik Ingólfsson, f. 6. júlí 1949. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 1778 orð | 1 mynd

Einar L. Nielsen

Einar L. Nielsen fæddist 16. janúar 1935 í Reykjavík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 24. desember 2022. Foreldrar Einars voru hjónin Vilborg Matthildur Sveinsdóttir, f. 1899 á Hálsi í Eyrarsveit, d. 1983 og Alf Peter Nielsen, f. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 1856 orð | 1 mynd

Guðlín Kristinsdóttir

Guðlín Kristinsdóttir fæddist 20. sept. 1926 í Miðkoti í Vestur-Landeyjum. Hún lést á hjartadeild LSH 24. desember 2022. Faðir Guðlínar var Kristinn Þorsteinsson bóndi, f. 19.3. 1899, d. 30.12. 1983, móðir hennar var Anna Ágústa Jónsdóttir húsfreyja, f. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 1881 orð | 1 mynd

Íris Embla Erlendsdóttir

Íris Embla Erlendsdóttir fæddist 9. október 2011 í Reykjavík. Hún lést 1. janúar 2023 á Barnaspítala Hringsins. Foreldrar Írisar Emblu eru Hildur Brynja Sigurðardóttir, f. 4. maí 1976, og Erlendur G. Guðmundsson, f. 14. júní 1976. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 1706 orð | 1 mynd

Ríkharður Kristjánsson

Ríkharður Kristjánsson fæddist í Reykjavík 16. apríl 1926 Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. desember 2022. Ríkharður var sonur Kristjáns Björgvins Sigurðssonar sjómanns og Jóhönnu Elínborgar Sigurðardóttir húsfreyju, bjuggu þau í Hafnarfirði. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 1841 orð | 1 mynd

Sigurður Bjarni Gylfason

Sigurður Bjarni Gylfason fæddist á Akranesi 1. ágúst 1955. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. desember 2022. Foreldrar Sigurðar voru Gylfi Jónsson, f. 25.5. 1933, og Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 28.7. 1930, d. 10.10. 2018. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 1165 orð | 1 mynd

Sigurður Ragnar Antonsson

Sigurður Ragnar Antonsson, Lóli, fæddist á Sauðárkróki 12. febrúar 1933 í húsi móðurforeldra sinna, Eiríksstöðum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki 27. desember 2022. Foreldrar hans voru Hulda Gísladóttir, f. 1913, d. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 606 orð | 1 mynd

Snæbjörn Pétursson

Snæbjörn Pétursson fæddist á Ísafirði 21. september 1954. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 17. desember 2022. Foreldrar Snæbjörns voru Fríða Kristín Gísladóttir, f. 26. júlí 1934, d. í júlí 2019, og Pétur Blöndal Snæbjörnsson, f. 16. febrúar 1925, d. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 1802 orð | 1 mynd

Soffía Kristín Kwaszenko

Soffía Kristín Kwaszenko fæddist 26. febrúar 1953 í Manchester í Bretlandi. Hún lést eftir skammvinn veikindi á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 27. desember 2022. Foreldrar Soffíu voru Valenty Valdemar Kwaszenko, f. 24.2. 1923, d. 31.5. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2023 | Minningargreinar | 1361 orð | 1 mynd

Vigdís Elísabet Reynisdóttir

Vigdís Elísabet Reynisdóttir „Ellý“ fæddist 29. september 1954 í Bakkagerði í Kaldrananeshreppi. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi í faðmi fjölskyldunnar 1. janúar 2023. Foreldrar hennar eru Reynir Brynjólfsson, f. 27. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

12. janúar 2023 | Sjávarútvegur | 301 orð | 1 mynd

Búnaður í sjálfsiglandi sjóför

Hefring ehf., sem hefur þróað snjallsiglingakerfið Hefring Marine, stefnir að umtalsverðri stækkun á komandi misserum og er nú að vinna að frágangi samstarfssamnings við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er í fararbroddi á sviði tæknilausna fyrir ómönnuð sjóför Meira
12. janúar 2023 | Sjávarútvegur | 608 orð | 1 mynd

Leggja til kvótasetningu grásleppu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur hafið samráðsferli vegna áforma um að kvótasetja grásleppuveiðar. Um tvö ár eru síðan forveri hennar, Kristján Þór Júlíusson, lagði sambærilega tillögu fram en hún fékkst ekki samþykkt á Alþingi Meira

Viðskipti

12. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Stígandi í hlutabréfaverði Marels

Hlutabréfaverð í Marel hækkaði um rúmlega 4% í eins milljarðs króna viðskiptum gærdagsins og var verð á hverjum hlut 574 kr. við lokun markaða. Bréf félagsins hafa hækkað um rúmlega 17% frá áramótum og hafa ekki verið hærri síðan í ágúst í fyrra þegar dagsgengi bréfa félagsins var 592 kr Meira

Daglegt líf

12. janúar 2023 | Daglegt líf | 719 orð | 4 myndir

Skíðaganga er frábært fjölskyldusport

Góður sprettur á snæviþöktum breiðum, til dæmis í Heiðmörk eða Bláfjöllum, er frábær alhliða þjálfun og gerir líka mikið fyrir sálina. Að vera í slíkum ferðum með góðu fólki og taka spjallið er alveg endurnærandi,“ segir Sigrún Melax, verkfræðingur og skíðagöngukona Meira

Fastir þættir

12. janúar 2023 | Í dag | 53 orð

„Ekki hefur ávalt blásið byrlega fyrir Luther Burbank,“ segir í Almanaki…

„Ekki hefur ávalt blásið byrlega fyrir Luther Burbank,“ segir í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar 1924. Þar sést ekki í hvaða falli Luther er – en það er þágufall eins og sést í Prestafélagsritinu tíu árum seinna: „Andinn í háskólanum var þannig, að… Meira
12. janúar 2023 | Í dag | 461 orð

Af veðrinu og giftuskortsleysi

Á Boðnarmiði er áramótauppgjör Dagbjarts Dagbjartssonar: Vísur hafa fáar fæðst og fáum kynntist náið. Hending inn í hugann læðst, hikað þar – og dáið. Bjarki Karlsson svarar: „Þetta skil ég afskaplega mikið vel Meira
12. janúar 2023 | Í dag | 934 orð | 3 myndir

Alltaf mættur á safnið klukkan átta

Ásgeir Magnús Hjálmarsson er fæddur 12. janúar 1943 á Nýjalandi í Garði og ólst þar upp. Hann gekk í Gerðaskóla í Garði, tók 30 tonna skipstjórnarréttindi árið 1962 og tók hið meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1964 Meira
12. janúar 2023 | Í dag | 186 orð | 1 mynd

Anton Kristinn Guðmundsson

30 ára Anton ólst upp í Grindavík en býr nú í Suðurnesjabæ. Hann lauk sveinsprófi í matreiðslu frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2015 síðan iðnmeistaraprófi í matreiðslu við meistaraskóla hótel- og veitingagreina 2018 og stundar nú BA-nám í opinberri stjórnsýslu á Bifröst Meira
12. janúar 2023 | Í dag | 173 orð

Fræðingarnir þrír. N-Allir

Norður ♠ ÁK93 ♥ ÁG10 ♦ 764 ♣ K75 Vestur ♠ 862 ♥ K85 ♦ Á10853 ♣ 93 Austur ♠ D754 ♥ 9732 ♦ DG92 ♣ 10 Suður ♠ G10 ♥ D64 ♦ K ♣ ÁDG8642 Suður spilar 6♣ Meira
12. janúar 2023 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Garður Elmar Ingi fæddist 17. maí 2022 í Keflavík. Hann vó 3.732 g og var…

Garður Elmar Ingi fæddist 17. maí 2022 í Keflavík. Hann vó 3.732 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Edda Arnardóttir og Þorsteinn Ingi Einarsson. Meira
12. janúar 2023 | Í dag | 163 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 g6 6. cxd5 Bg7 7. Bc4 0-0 8. Rge2 Ra6 9. 0-0 Rc7 10. Rf4 b6 11. h4 Bb7 12. h5 Rcxd5 13. h6 Bh8 14. Rfxd5 Rxd5 15. Bxd5 Bxd5 16. He1 e6 17. Dg4 f5 18. Df4 Hc8 19 Meira
12. janúar 2023 | Dagbók | 26 orð | 1 mynd

Verkalýðsbaráttan í brennidepli

Kjaramálin brenna heitast á mönnum þennan frostavetur, en verkfallsaðgerðir Eflingar eru yfirvofandi. Þeir Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, og Þorsteinn Víglundsson, fv. framkvæmdastjóri SA, fara yfir stöðuna. Meira
12. janúar 2023 | Dagbók | 83 orð | 1 mynd

Þurfti að keyra á plani D

Leiðsögumaðurinn og áhrifavaldurinn Hlynur M. Jónsson hélt í jákvæðnina þegar óveður skall á landinu um og eftir áramót en hann þurfti að leika af fingrum fram til að gera ferð kúnna sinna á Norðurlandi skemmtilega og ógleymanlega – sem virðist hafa tekist Meira

Íþróttir

12. janúar 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Andri farinn frá Eyjamönnum

Andri Rúnar Bjarnason er farinn frá ÍBV eftir eins árs dvöl hjá félaginu. Knattspyrnudeild ÍBV skýrði frá því í gær að samið hefði verið um starfslok hans hjá félaginu vegna breyttra aðstæðna hjá honum Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 44 orð | 1 mynd

Fimmti úrslitaleikurinn í röð

Stjarnan er komin í bikarúrslit karla í körfuknattleik fimmta árið í röð eftir sigur á Keflvíkingum í undanúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Garðbæingarnir hafa unnið bikarinn þrisvar á síðustu fjórum árum og stefna nú á sinn sjöunda bikarmeistaratitil frá árinu 2009 Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 235 orð | 3 myndir

Fimm úrslitaleikir í röð

Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarsins, með því að leggja Keflavík að velli, 89:83, í undanúrslitum í Laugardalshöll Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Heimsmeistaramótið er hafið

Heimsmeistaramót karla í handknattleik hófst í gærkvöld í Katowice í Póllandi en þar er B-riðill keppninnar leikinn. Pólverjar tóku þar á móti Frökkum. Staðan í hálfleik var 14:13, Frökkum í vil, en leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

ÍBV stakk af í seinni hálfleik

ÍBV lagði Stjörnuna að velli í Garðabæ í gærkvöld, 22:18, í lykil­leik í toppbaráttu úrvalsdeildar kvenna í handknattleik. Staðan var 9:9 í hálfleik en Eyjakonur gerðu út um leikinn með því að skora fyrstu átta mörk síðari hálfleiks Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

João Felix til liðs við Chelsea

Portúgalski knattspyrnumaðurinn João Felix er kominn til enska félagsins Chelsea í láni frá Atlético Madrid á Spáni. Felix er 23 ára sóknarmaður sem Atlético keypti af Benfica árið 2019 fyrir 126 milljónir evra og hann var þá fjórði dýrasti knattspyrnumaður heims Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Kristianstad er blá. Eftir að hafa gengið um götur Kristianstad undanfarna …

Kristianstad er blá. Eftir að hafa gengið um götur Kristianstad undanfarna tvo daga fer ekki á milli mála að þessi huggulega sænska borg verður blá á meðan íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar leiki sína í D-riðli á HM í borginni Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Níunda HM hjá Karabatic

Frakkinn Nikola Karabatic er reyndasti leikmaður heimsmeistaramótsins í handbolta hvað varðar fjölda móta. Hann hóf í gærkvöld keppni á HM í níunda sinn þegar Frakkar mættu Pólverjum. Þó missti hann af síðasta móti vegna meiðsla Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Sádiarabíska knattspyrnufélagið Al Nassr segir að fréttir um að Cristiano…

Sádiarabíska knattspyrnufélagið Al Nassr segir að fréttir um að Cristiano Ronaldo fái 200 milljónir evra fyrir að kynna umsókn Sádi-Arabíu um heimsmeistaramót karla árið 2030 séu úr lausu lofti gripnar Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 779 orð | 1 mynd

Stundin að renna upp

Biðin er loks á enda þegar klukkan slær 19:30 í kvöld, en þá mætir íslenska karlalandsliðið í handbolta til leiks á sínu 22. lokamóti HM. Ísland mætir þá Portúgal í D-riðli í Kristianstad í Svíþjóð, en Ungverjaland og Suður-Kórea eru einnig í riðlinum Meira
12. janúar 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Valur fær mest frá UEFA

Fimm íslensk félög fá tæpar 11 milljónir króna samanlagt greiddar frá Knattspyrnusambandi Evrópu vegna þátttöku átta leikmanna þeirra í Evrópukeppni kvenna á Englandi síðasta sumar. Valur fær hæstu upphæðina, eða um 5,4 milljónir króna, Breiðablik… Meira

Ýmis aukablöð

12. janúar 2023 | Blaðaukar | 295 orð | 1 mynd

Aðeins einn leikmaður sem leikur utan landsteinanna

Suður-Kórea tekur þátt í heimsmeistaramótinu í 14. sinn og mætir Íslandi í þriðja leik sínum á mótinu hinn 16. janúar í Kristianstad. Portúgalinn Roland Freitas er þjálfari Suður-Kóreu en hann hefur stýrt liðinu frá því maí 2022 og er hann jafnframt … Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 180 orð | 1 mynd

Afríkuþjóðin er á leið á sitt annað heimsmeistaramót

Grænhöfðaeyjar eru á leið á sitt annað heimsmeistaramót en fyrsti leikur liðsins verður gegn Úrúgvæ hinn 12. janúar í Gautaborg. Serbinn Ljubomir Obradovic er þjálfari liðsins en hann hefur stýrt Grænhöfðaeyjum frá haustinu 2021 eftir að José Tomaz lét af störfum Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 202 orð | 1 mynd

Á brattann að sækja hjá Suður-Ameríkuþjóðinni

Úrúgvæ er á leið á sitt annað heimsmeistaramót en liðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á mótinu hinn 12. janúar í Gautaborg. Nicolás Abel Guerra Filippini er þjálfari liðsins en hann tók við stjórnar­taumunum hjá Úrúgvæ á síðasta ári Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 304 orð | 1 mynd

Eiga leikmenn í mörgum af bestu félagsliðum Evrópu

Portúgal tekur þátt í heimsmeistaramótinu í fimmta sinn í sögu þjóðarinnar og mætir Íslandi í fyrsta leik sínum á HM hinn 12. janúar í Kristianstad. Paulo Pereira hefur stýrt liðinu frá árinu 2018. Liðið náði sínum besta árangri á síðasta… Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 650 orð | 1 mynd

Ferðalagið hefst í Kristianstad

Íslenska landsliðið leikur í D-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Riðillinn verður leikinn í sænsku borginni Kristianstad í Suður-Svíþjóð. Allir leikir D-riðils fara fram í Kristinstad Arena sem jafnframt er heimavöllur sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 315 orð | 1 mynd

Hungraðir í árangur eftir mikil vonbrigði í fyrra

Ungverjaland tekur þátt í heimsmeistaramótinu í 22. sinn alls og mætir Íslandi í öðrum leik sínum á mótinu hinn 14. janúar í Kristianstad. Spánverjinn Chema Rodríguez er þjálfari Ungverja en hann lét af störfum hjá Benfica, eftir að liðið fagnaði… Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 634 orð | 1 mynd

Kjarninn sá sami og síðast

Íslenska liðið er á leið á sitt 22. heimsmeistaramót en væntingarnar fyrir mótið í ár eru allt aðrar en á síðasta heimsmeistaramóti í Egyptalandi árið 2021. Ísland hafnaði í 20. sæti af 32 liðum á HM í Egyptalandi sem er janframt versti árangur Íslands á heimsmeistaramóti Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 290 orð | 8 myndir

Lykilmenn íslenska liðsins heimsóttir

Hinn 15. desember síðastliðinn hófu Synir Íslands, vefþættir sem framleiddir eru af Studio M, göngu sína á mbl.is. Í þáttunum, sem verða alls átta talsins, eru lykilmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik heimsóttir, einn af öðrum, en þeir… Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 183 orð | 1 mynd

Miklar væntingar gerðar til Evrópumeistaranna

Svíþjóð tekur þátt í heimsmeistaramótinu í 26. sinn alls en liðið mætir Brasilíu í fyrsta leik sínum á mótinu hinn 12. janúar í Gautaborg. Norðmaðurinn Glenn Solberg er þjálfari sænska liðsins en hann hefur stýrt Svíum frá 2020 og undir hans stjórn… Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 1309 orð | 1 mynd

Mjög jákvæð athygli á liðinu

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi og hófst í gær. Guðmundur er á leið á sitt fjórtánda stórmót sem þjálfari íslenska liðsins og sitt fimmta heimsmeistaramót með Íslandi Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 1148 orð | 6 myndir

Skyttur íslenska liðsins á meðal þeirra fremstu í heiminum

Aron Pálmarsson – 4 Aron, sem er 32 ára gamall, er samningsbundinn danska stórliðinu Aalborg en hann gekk til liðs við félagið sumarið 2021 eftir fjögur tímabil með Barcelona. Hann er uppalinn hjá FH í Hafnarfirði en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2005 Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 191 orð | 1 mynd

Tveir Evrópumeistarar í brasilíska landsliðinu

Brasilía tekur þátt í heimsmeistaramótinu í 16. sinn en liðið mætir Svíþjóð í fyrsta leik sínum á mótinu hinn 12. janúar í Gautaborg. Marcus Oliveira er þjálfari liðsins en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 og varð liðið Suður-Ameríkumeistari í Recife í Brasilíu á síðasta ári Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 1070 orð | 6 myndir

Varafyrirliðinn Björgvin Páll er reynslumesti leikmaður liðsins

Björgvin Páll Gústavsson – 1 Björgvin Páll, sem er 37 ára gamall, er samningsbundinn Val í úrvalsdeildinni hér heima en hann er uppalinn hjá HK í Kópavogi. Hann hóf meistaraflokksferilinn með HK en slóst í hópinn hjá ÍBV í Vestmannaeyjum árið… Meira
12. janúar 2023 | Blaðaukar | 951 orð | 6 myndir

Það mun mikið mæða á varnarmönnum íslenska landsliðsins

Elvar Örn Jónsson – 9 Elvar Örn, sem er 25 ára gamall, er samningsbundinn Melsungen í þýsku 1. deildinni en hann er uppalinn á Selfossi. Miðjumaðurinn lék upp allra yngri flokka Selfoss og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2013 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.