Greinar laugardaginn 4. febrúar 2023

Fréttir

4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 546 orð | 2 myndir

42 vetra hestur við góða heilsu

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sleipnir frá Kronleiten er meðal elstu Íslandshesta sem sögur fara af. Hann er 42 vetra og er við góða heilsu hjá eigendunum, systkinunum Peter og Barböru Hein í Bæjaralandi í Þýskalandi. Aldursmet íslenskra hesta virðist þó hryssan Tulle í Danmörku eiga, sem náði 56 ára aldri. Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 483 orð | 2 myndir

Baráttan við mergskipti skrásett

Viðtal Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Lífið er skrítið og oft mjög ruglingslegt,“ segir Anna María Hjálmarsdóttir sem opnaði á dögunum sýninguna „Helvítis krabbamein“ á Amtsbókasafninu á Akureyri. Hún sótti um að sýna á safninu í fyrra og þá voru áformin að mála nokkrar myndir af uppáhaldsskáldunum hennar. Lífið tók óvænta stefnu þegar vinkona hennar, Kristrún Pétursdóttir, greindist með bráðahvítblæði í fyrravor. Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Býður formanninum byrginn

Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður verkalýðsfélagsins VR, gefur kost á sér í embætti formanns félagsins í kosningum til formanns og stjórnar sem haldnar verða í mars. Frá þessu greinir Elva í tilkynningu og skorar þar með á hólm sitjandi formann, … Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Controlant fékk verðlaun á UT-messunni

Controlant hlaut Upplýsingatækniverðlaun Ský 2023 sem voru afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu- og sýningardegi UTmessunnar í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti stofnendum Controlant, þeim Gísla Herjólfssyni forstjóra og… Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 447 orð | 2 myndir

Efnilegir krakkar í handbolta á Reyðarfirði

Erfitt getur reynst að halda úti keppnisliðum í boltagreinum eins og fótbolta og handbolta á fámennum stöðum á landsbyggðinni, en grunnskólakrakkar á Reyðarfirði hafa þreyð þorrann og góuna í eitt ár og eru til alls líklegir þegar fram líða stundir Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Eftirlit sýnir ekki nautgripi í neyð

Eftirlit Matvælastofnunar sýndi fram á að nautgripir á bæ á Norðurlandi sem Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur vakið athygli á, voru hvorki í neyð né horaðir. Kemur þetta fram í athugasemd Mast vegna fréttatilkynningar DÍS þar sem fram kom að… Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Ekki eingöngu í stríði við SA

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveður dapurlega stöðu komna upp í kjaradeilu samtaka hans og Eflingar sem náði nýjum hæðum í gær þegar tekist var á fyrir tveimur dómstólum, Félagsdómi og Héraðsdómi Reykjavíkur Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Eygló á Austurlandi

Betri orkunýting í hringrásarhagkerfi nýsköpunar er inntak samstarfs í orkumálum sem nú hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið hefur fengið heitið Eygló og nú í vikunni var samstarfssamningur undirritaður af fulltrúum stofnenda, sem eru… Meira
4. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 597 orð | 2 myndir

Fasteignaverð mun lækka um allt að 5%

Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, telur það ekki munu hafa úrslitaáhrif fyrir fasteignamarkaðinn þótt Seðlabankinn hækki vexti um 0,5% á miðvikudaginn kemur. Síðustu vaxtahækkanir og hertar kröfur um greiðslubyrði hafi enda þegar haft mikil áhrif á eftirspurnina Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 787 orð | 2 myndir

Fegin að komast í heitu pottana á ný

Gestir sundlaugarinnar á Selfossi eru fegnir að geta notið heitu pottanna á nýjan leik en í kuldakastinu í desember og janúar var þeim lokað á tímabili en nú er allt komið í réttar skorður. Raunar var það eldsvoði í dæluskúr hitaveitunnar sem olli… Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 402 orð | 2 myndir

Forðast göngustíga vegna rafskútanna

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er auðvitað mjög handhægur ferðamáti innanbæjar og við setjum okkur ekki upp á móti honum. Það hefur hins vegar skort upp á að notendur átti sig á að frelsinu sem þessi farartæki færa fylgir líka ábyrgð,“ segir Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins. Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Fossvogslaug fer á teikniborðið

Borgarráð hefur samþykkt skipan dómnefndar fyrir samkeppni um sundlaug í Fossvogsdal. Hin nýja sundlaug verður sameiginlegt verkefni Reykjavíkur og Kópavogs, enda verður hún byggð við mörk sveitarfélaganna í Fossvogsdalnum Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 393 orð | 2 myndir

Gunnar fékk Grammy en missti alveg af því

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hafði ekkert heyrt af þessu, aldrei nokkurn tímann, og var óneitanlega hissa. Þetta er auðvitað bráðfyndið. Maður er náttúrlega söngvari með athyglisbrest og þetta er augljós sönnun fyrir því,“ segir Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari. Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 12 orð | 1 mynd

Hákon Pálsson

Bryggjupollar Smáfuglarnir leita í hafnir og fjörur þegar snjór er yfir... Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Héðinn stígur til hliðar hjá Geðhjálp

Héðinn Unn­steins­son hef­ur ákveðið að stíga til hliðar eft­ir þriggja ára for­mennsku hjá Lands­sam­tök­un­um Geðhjálp. Nýr formaður verður kos­inn á aðal­fundi sam­tak­anna þann 30. mars nk. en þangað til mun vara­formaður sam­tak­anna, Elín Ebba Ásmunds­dótt­ir, gegna hlut­verki for­manns Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 181 orð | 2 myndir

Hyggst einbeita sér að fótbolta

„Ákvörðunin var tekin í góðu og ég kveð sáttur,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Tilkynnt var gær að Egill og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir fjármálastjóri Forlagsins, hefðu sagt starfi sínu lausu Meira
4. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 455 orð

Kínaheimsókn frestað vegna belgs

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur frestað heimsókn til Kína, sem fyrirhuguð var um helgina, vegna kínversks loftbelgs sem hefur svifið yfir Bandaríkjunum síðustu daga. Bandaríkjamenn telja að um sé að ræða njósnaloftbelg en… Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Lækka laun sín í Árborg um 5 prósent

Bæjarstjórn Árborgar ákvað á fundi sínum í vikunni að lækka laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna á vegum sveitarfélagsins um fimm prósent og jafnframt að engar hækkanir yrðu á launum á þessu ári. Níu af ellefu bæjarfulltrúum samþykktu þessar tillögur… Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Mettúr hjá Iliveleq og landað var í Sundahöfn

Unnið var að löndun úr grænlenska togararnum Iliveleq frá Qaqorto á Skarfabakka í Reykjavík í gær. Togarinn kom með einn mesta og verðmætasta afla sem landað hefur verið í íslenskri höfn. Afli í túrnum var um 2.000 tonn upp úr sjó, sem gera um 1.000 tonn af frystum þorskflökum Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Mikill eldsvoði í Fljótsdal

Fjögur hundruð fermetra verkfærahús er fallið eftir eldsvoða við bæinn Ytri-Víðivelli í Fljótsdal í gærkvöldi. Húsið stóð í ljósum logum ásamt aðliggjandi hlöðu, sem þó var möguleiki á að bjarga, að sögn Harðar Guðmundssonar, eiganda verkfærahússins, áður en Morgunblaðið fór í prentun Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Miðillinn N4 ehf. á Akureyri hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Frá þessu greinir fyrirtækið í tilkynningu á vefsíðu sinni Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 62 orð

N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Miðillinn N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður N4, harmar þessa niðurstöðu og segir rekstrarumhverfi fjölmiðla erfitt Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 189 orð | 2 myndir

Nauðsynleg uppfærsla

Bergþór Ólason alþingismaður hefur í vikunni borið upp spurningar til tveggja ráðherra um samgöngusáttmálann svokallaða, en eins og fram hefur komið hefur áætlaður kostnaður við hann hækkað um litla fimmtíu milljarða króna á þremur árum. Meira
4. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Nýtt járntjald hefur verið reist

Norsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hyggist festa kaup á 54 nýjum Leopard 2A7-skriðdrekum sem eiga að leysa eldri gerð af hólmi. Þessi kaup hafa verið í undirbúningi um nokkurra ára skeið en Norðmenn eiga fyrir 36 gamla Leopard 2A4-skriðdreka og áforma að færa Úkraínumönnum nokkra þeirra Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Opið hús og „fimma“ í boði á Bessastöðum

Opið hús á Bessastöðum er hluti af Safnanótt á Vetrarhátíðinni sem nú stendur yfir á höfuðborgarsvæðinu með gnótt viðburða en gestum hátíðarinnar bauðst að sækja fjölmörg söfn í gær og skoða ótal sýningar þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá Meira
4. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 480 orð | 1 mynd

Persónur verðlaunaðar

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bryddað verður upp á þeirri nýjung í útnefningu vörumerkjastofunnar Brandr á bestu vörumerkjum ársins þann 8. febrúar nk. að veitt verða verðlaun fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum „Persónubrandr“. Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Samningur á borðinu við PCC

Stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn í Norðurþingi hafa á undanförnum vikum átt í kjaraviðræðum við PCC á Bakka um framlengingu á sérkjarasamningi starfsmanna PCC og liggur kjarasamningur nú á borðinu, sem gert er ráð fyrir að verði undirritaður á mánudaginn Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Sálmaskáldsins minnst

Minnst verður við guðsþjónustu að Stóra-Núpi í Hreppum á morgun, sunnudag, að 1. febrúar sl. voru 175 ár liðin frá fæðingu sr. Valdimars Briem, sóknarprests þar og sálmaskálds. Þá er nú liðin öld síðan Valdimar var veitt nafnbót heiðursdoktors í guðfræði við HÍ Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 459 orð | 2 myndir

Segir Eflingu „telja og velja“

Atli Steinn Guðmundsson Karítas Ríkharðsdóttir „Mín megin eru það aðildarfyrirtæki SA og í tilviki forystu Eflingar er um að ræða 21.000 manns sem nú bíða og geta ekki haft nein áhrif á atburðarásina. Þau eiga allt sitt undir aðferðafræði Eflingar, sem mætti kannski kalla „telja og velja“. Að fara inn á vinnustaði, velja svo þá vinnustaði sem þau telja að séu líkleg til að greiða atkvæði með verkfalli og nota það fólk til að velja fyrir alla hina.“ Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Spáir því að íbúðaverð muni lækka

Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, telur þá spá sína vera að rætast að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækki um 3-5% milli ágúst 2022 og 2023. Þá miðað við nafnverð en m.t.t. tæplega 10% verðbólgu undanfarið er raunverðið að lækka meira Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 540 orð | 1 mynd

Stefnir í 30 milljarða króna loðnuvertíð

„Þetta er ágætis búbót,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Vinnslustöðinni í Eyjum, betur þekktur sem Binni, um loðnuráðgjöfina sem Hafrannsóknastofnun birti í gær. Lagði stofnunin til að loðnukvóti yrði aukinn um 57 þúsund tonn frá ráðgjöf síðan í október sl Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

The Slipper Room er algjört hreyfiafl í lífi Margrétar Erlu

„Ég hef eignast marga góða vini þarna og alla vega 50 manns hafa komið hingað heim til að sýna í gegnum The Slipper Room. Sumir koma bara til að sýna og hanga með mér en aðrir setjast hér að,“ segir Margrét Erla Maack, burlesque-drottning Íslands, en hún kemur reglulega fram á téðum stað í New York Meira
4. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Tvö ár þar til Notre-Dame verður opnuð

Turninn á Notre-Dame- dómkirkjunni í París verður reistur að nýju í lok ársins en dómkirkjan, sem skemmdist í eldsvoða árið 2019, verður ekki opnuð fyrir almenning fyrr en í fyrsta lagi í lok næsta árs Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Vilja veita innsýn í lífið í sveitinni

„Það er mjög misjafnt hvernig þeir standa sig. Almennt vita þeir lítið því tengingin við landbúnaðinn er lítil. Flestir þingmennirnir eru af höfuðborgarsvæðinu og þekkja fæstir af eigin raun störfin í landbúnaðinum,“ segir Karólína… Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Vilji til að hætta við sölu á TF-SIF

Dómsmálaráðherra reiknar með því að fallið verði frá þeim áformum að selja eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Ríkisstjórnin fundaði um málið í gær en ráðherrann hafði áður ákveðið að selja vélina til að hagræða í rekstri Landhelgisgæslunnar Meira
4. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 588 orð | 1 mynd

Öfgafullt „veðurár“ var í meðallagi

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Talsverðar öfgar voru í veðrinu í fyrra. En þó að veðurfar ársins 2022 hafi verið mjög breytilegt, enduðu ársmeðaltöl hita, vinds og loftþrýsting mikið til í meðallagi. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofu Íslands um tíðarfar ársins 2022 og stofnunin hefur birt á vef sínum. Meira

Ritstjórnargreinar

4. febrúar 2023 | Reykjavíkurbréf | 1631 orð | 1 mynd

Okkar lið þarf að sækja brekkuna

Á daginn kom að Rússland hafði enga getu til að leggja úkranísku höfuðborgina Kænugarð undir sig á þessum tíma. Það er fyrst núna, ári eftir innrás, sem flestir sérfræðingar viðurkenna að Rússar hafi loks náð yfirhöndinni í styrjöldinni. Það er ömurlegt. Meira
4. febrúar 2023 | Leiðarar | 653 orð

Upplausn í Pakistan

Ef ný alda hryðjuverka skellur á er hætt við að Pakistan fari úr öskunni í eldinn Meira

Menning

4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 262 orð | 1 mynd

„Gestirnir“ í Listasafninu á Akureyri

Sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, „The Visitors“ eða „Gestirnir“, verður opnuð í dag kl. 15 í Listasafninu á Akureyri og um leið safnsýningin Ný og splunkuný þar sem má sjá nýleg verk úr safneign listasafnsins Meira
4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 974 orð | 2 myndir

Ferðalag sem hefst heima við

Góða ferð inn í gömul sár nefnist nýtt heimildar- og upplifunarverk eftir Evu Rún Snorradóttur sem frumsýnt verður í dag, 4. febrúar, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Eva Rún var annað af tveimur leikskáldum leikhússins í fyrra og af lýsingunni að… Meira
4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Frá Bach til Þursaflokksins

Elísabet Þórðardóttir píanóleikari og Þórður Árnason gítarleikari halda tónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og á efnisskránni verða fjölbreytileg verk, allt frá verkum eftir Bach til Þursaflokksins Meira
4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Fyrsta einkasýning Sigrúnar Höllu

Stefnulaust nefnist fyrsta einkasýning Sigrúnar Höllu Ásgeirsdóttur sem opnuð verður í dag kl. 14 í Galleríi göngum við Háteigskirkju. Sigrún sýnir óhlutbundnar vatnslitamyndir sem bera oft með sér tilvísanir í umhverfi og aðstæður Meira
4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 98 orð | 1 mynd

Hefja sig upp yfir efnisheiminn

Kristinn Már Pálmason opnar myndlistarsýningu í dag kl. 16 í Portfolio galleríi að Hverfisgötu 71. Kristinn býður áhorfendum að fylgja sér í „undraland“ vöntunar þar sem órar liggja í leyni með því að halda fjarlægð frá ytri táknmynd, eins og því er lýst í tilkynningu Meira
4. febrúar 2023 | Tónlist | 830 orð | 2 myndir

Hjartnæm frásögn í tónmáli

Harpa Anne-Sophie Mutter og Mutter Virtuosi ★★★★★ Gran Cadenza fiðludúett eftir Unsuk Chin (Íslandsfrumflutningur), konsert fyrir fjórar fiðlur eftir Antonio Vivaldi, Chevalier de Sainte-Georges fiðlukonsert Nr. 5, opus 2 eftir Joseph Bologne og Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi. Flytjendur: Anne Sophie Mutter stofnandi Mutter Virtuosi og leiðari, Carla Marrero, Ryan Meehan, Elias Moncado, Samuel Nebyu, Mikhail Ovrutsky, Agata Szymczewska og Nancy Zhou á fiðlur; Sara Ferrández og Hwayoon Lee á lágfiðlur; Margarita Balanas og Lionel Martin á selló; Dominik Wagner á kontrabassa og Knut Johannessen á sembal. Tónleikar í Eldborg Hörpu föstudaginn 27. janúar 2023. Meira
4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 887 orð | 1 mynd

Kafa ofan í reynslu sína af stríði

Sjö úkraínskir listamenn munu gera tilraun til þess að miðla flóknum tilfinningum sem vakna þegar stríð brýst út á sýningunni Hvernig ég komst í sprengjubyrgið sem opnar í Norræna húsinu í dag, 4 Meira
4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Kötturinn, karlinn, hænan, eggið og fleiri

Sýning Þorvalds Jónssonar, Hringiða, verður opnuð í dag í galleríinu Þulu í milli kl. 15 og 18. Á henni heldur Þorvaldur áfram uppteknum hætti og bregður á leik með sögur sínar á striga og er þráður sýningarinnar tíminn sem er alltaf á iði Meira
4. febrúar 2023 | Tónlist | 532 orð | 3 myndir

Ljósið í djúpinu

Þessi plata Berglindar, eða SiggiOlafsson, hefur náð til fleiri eyrna hygg ég en „hefðbundin“ útgáfa af hennar hendi og mér finnst það hið allra besta mál. Meira
4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Skammdegisbirta og listamannaspjall

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir tekur þátt í listamannaspjalli um sýninguna Skil | Skjól í safnaðar­heimili Neskirkju kl. 12 á morgun að lokinni messu Meira
4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Stjörnur á mála hjá streymisveitu Sky

Sky Cinema, kvikmyndastreymis­veita ensku sjónvarpsstöðvar­­innar Sky, hefur samið við kvikmyndastjörnurnar Florence Pugh, Natalie Portman og Adam Driver og harðnar því enn stríð streymisveitna um áskrifendur, en helstu keppinautarnir eru Netflix, Prime Video Amazon og Disney+ Meira
4. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Súrrealísk og skondin snilld

Það var mikið fagnaðarefni þegar sjónvarpsþáttaröðin Atlanta vaknaði úr löngu dái á síðasta ári. Þættirnir hófu göngu sína árið 2016 og kom önnur sería út árið 2018. Þriðja sería hófst hins vegar ekki fyrr en rétt tæplega fjórum árum síðar, síðastliðið vor Meira
4. febrúar 2023 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Svanur flytur tvö ný verk í Borgum

Svanur Vilbergsson gítarleikari kemur fram á Vetrarhátíð í Kópavogi í dag kl. 14 í Borgum, safn­aðarheimili Kópavogskirkju gegnt Gerðarsafni. Mun Svanur m.a. flytja tvö ný verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur og Gunnar Andreas Kristinsson sem voru bæði samin sérstaklega fyrir hann Meira

Umræðan

4. febrúar 2023 | Aðsent efni | 728 orð | 1 mynd

Alþingi misnotar löggjafarvaldið

Steinar Berg: "Ábúendur í Fossatúni hafna því að vera neyddir til þátttöku í almennum samkeppnisrekstri á grundvelli lögfestrar skylduaðildar sinnar að veiðifélagi." Meira
4. febrúar 2023 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Áróðursdreifararnir Reuters og AP

Hildur Þórðardótttir: "Sá sem vill koma vafasamri sögu á kreik þarf ekki að gera annað en að koma henni að hjá einhverri þessara virðulegu fréttaveitna, Reuters, AP og AFP." Meira
4. febrúar 2023 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

„Það er margt sem á eftir að finna út úr…“

Það skortir viðunandi áætlun um rekstur borgarlínunnar. Feluleikur um þetta atriði skaðar hagsmuni reykvískra skattgreiðenda. Úr þessu þarf að bæta. Meira
4. febrúar 2023 | Aðsent efni | 685 orð | 1 mynd

Fátækt á Íslandi

Guðjón Jensson: "Hrunið hafði gríðarleg áhrif á hag nánast allra; sumir græddu en flestir sátu uppi með vaxandi skuldir sem ekki allir gátu staðið undir." Meira
4. febrúar 2023 | Pistlar | 443 orð | 2 myndir

Föllin sjö, sex, fjögur

Fjöldi landsmanna á pólsku að móðurmáli. Í pólskri málfræði teljast föllin sjö, þremur fleiri en í íslensku. Oft heyrist viðkvæðið að íslenska sé erfitt mál, enda séu í henni „öll þessi föll“ Meira
4. febrúar 2023 | Aðsent efni | 1251 orð | 1 mynd

Hin stórundarlega saga sáttmálans

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: "Með því að lofa 50 milljörðum í borgarlínu ásamt bunka af óútfylltum ávísunum fengi ríkið að ráðast í aðrar aðkallandi samgöngubætur til að greiða fyrir umferð. Einkum mislæg gatnamót sem borgaryfirvöld hefðu þvælst fyrir." Meira
4. febrúar 2023 | Aðsent efni | 255 orð

Lundúnir, janúar 2023

Á ráðstefnu evrópskra íhaldsflokka í Lundúnum 14. janúar 2023 var ég beðinn um að halda tölu. Ég lýsti því þar hvernig Íslendingar hafa leyst úr þremur erfiðum verkefnum. Hið fyrsta var að tryggja nothæfa peninga Meira
4. febrúar 2023 | Pistlar | 791 orð

Óskastaða Eflingar birtist

Í Eflingu beinist athygli nú að ófriði með skæruverkföllum og stríði við ráðherra og ríkissáttasemjara samhliða málsvörn fyrir dómstólum, héraðsdómi og félagsdómi. Meira
4. febrúar 2023 | Pistlar | 410 orð | 1 mynd

Verðbólguhvetjandi vaxtahækkanir

Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Fyrirtækin í landinu skulda 5.500 milljarða. Hver einasta prósentuhækkun stýrivaxta kostar 55 milljarða og Seðlabankinn hefur sexfaldað vexti á rúmu ári Meira
4. febrúar 2023 | Pistlar | 551 orð | 4 myndir

Vignir Vatnar gæti unnið bæði stóru mótin

Vignir Vatnar Stefánsson vann Jóhann Hjartarson í 4. umferð A-riðils á skákhátíð Fulltingis í Garðabæ og er einn í efsta sæti með fullt hús. Helgi Áss Grétarsson í 2. sæti með 3½ vinning og síðan koma þeir Örn Leó Jóhannsson og Hjörvar Steinn Grétarsson, báðir með 3 vinninga Meira
4. febrúar 2023 | Aðsent efni | 463 orð | 1 mynd

Virkjum visku, reynslu og kraft hinna eldri

Jakob Frímann Magnússon: "Við blasir óvenjumikill samhljómur þvert á ólíka flokka, bæði meiri- og minnihluta." Meira
4. febrúar 2023 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Ævin er æfing í auðmýkt og þakklæti

Sigurbjörn Þorkelsson: "Viltu gefa okkur þinn frið í hjarta sem mætti svo smitast frá hjarta til hjarta og breiðast með samstöðu yfir heimsbyggðina alla." Meira

Minningargreinar

4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 820 orð | 1 mynd

Friðjón Þórðarson

Árið 1947 stóð ungur maður á tröppum Háskólans og hugleiddi, eins og svo margir höfðu gert á undan honum, hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Hann var ættaður vestan úr Dölum, hávaxinn, grannur og dökkhærður. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 359 orð | 1 mynd

Friðþjófur Sigurðsson

Friðþjófur Sigurðsson 20. júlí 1924. Hann lést 15. janúar 2023. Útför hans fór fram 26. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 322 orð | 1 mynd

Gísli Óskarsson

Gísli Óskarsson fæddist 27. apríl 1947. Hann andaðist 17. janúar 2023. Útför fór fram 30. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 279 orð | 1 mynd

Ingibjörg Guðrún Haraldsdóttir

Ingibjörg Guðrún Haraldsdóttir fæddist 4. maí 1951. Hún andaðist 17. janúar 2023. Ingibjörg var jarðsungin 26. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 96 orð | 1 mynd

Jenný Hjördís Sigurðardóttir

Jenný Hjördís Sigurðardóttir fæddist 26. maí 1948. Hún lést 30. desember 2022. Útför hennar fór fram 26. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 693 orð | 1 mynd

Jón Kristinn Ríkarðsson

Jón Kristinn Ríkarðsson fæddist í Reykjavík 7. janúar 1943. Hann lést 6. janúar 2023 á Hrafnistu í Kópavogi. Foreldrar hans voru Jóna Davíðey Kristinsdóttir, f. 12. október 1924 í Reykjavík, d. 15. maí 2001, og Ríkarður Jóhannes Jónsson, f. 21. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 737 orð | 1 mynd

Magnús Finnur Jóhannsson

Magnús Finnur Jóhannsson (Finni) fæddist 28. júlí 1955. Hann lést 19. janúar 2023. Hann var jarðsunginn 2. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1819 orð | 1 mynd

Magnús Guðjónsson

Magnús Guðjónsson fæddist á Reykjum í Vestmannaeyjum 24. janúar 1929. Hann lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum 23. janúar 2023. Hann var sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar skipstjóra, f. 10. febrúar 1892 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1012 orð | 1 mynd

Ólína Margrét Sveinsdóttir

Ólína Margrét Sveinsdóttir fæddist 2. mars 1948. Hún lést 15. janúar 2023. Útförin fór fram 23. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1150 orð | 1 mynd

Ragna Kristín Árnadóttir

Ragna Kristín Árnadóttir fæddist 9. júní 1931. Hún lést 3. janúar 2023. Kveðjuathöfn fór fram 17. janúar 2023. Jarðarför verður frá Drangsneskapellu í dag, 4. febrúar 2023, klukkan 14. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 356 orð | 1 mynd

Sigríður S. Hjelm (Bebba)

Sigríður Stefanía Sívertsdóttir Hjelm (Bebba) fæddist 30. ágúst 1939. Hún lést 18. desember 2022. Sigríður var jarðsungin 10. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. febrúar 2023 | Minningargreinar | 769 orð | 1 mynd

Þórunn Guðrún Ketchum

Þórunn Guðrún Ketchum/Símonsen fæddist í Reykjavík 29. desember 1944. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar 25. desember 2022 á St. Joseph's-sjúkrahúsinu í Denver, Colorado eftir baráttu við krabbamein. Foreldrar hennar voru Otto W. Simonsen, f. 19. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 198 orð | 1 mynd

Kvika hækkaði eftir samrunatilkynningu

Gengi bréfa í Kviku og Íslandsbanka hækkuðu í Kauphöllinni í gær eftir að tilkynnt var um beiðni Kviku um samrunaviðræður bankanna eftir lokun markaða á fimmtudag. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, hefur sagt að ósk félagsins um að hefja … Meira
4. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd

Sævar Freyr ráðinn forstjóri OR

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hann mun láta af störfum sem bæjarstjóri í lok mars og hefja störf hjá OR 1. apríl nk. Í tilkynningu frá OR kemur fram að Sævar búi yfir mikilli… Meira

Daglegt líf

4. febrúar 2023 | Daglegt líf | 1237 orð | 2 myndir

Stutt í skömm hjá aðstandendum

Við bjóðum upp á ókeypis faglega aðstoð og sérúrræði fyrir fjölskyldur fanga. Þörfin er mikil, því það getur verið mjög andlega erfitt að vera aðstandandi fanga. Til dæmis þegar fólk er nýkomið úr afplánun og fer aftur inn í parasamband sitt og verður aftur hluti af fjölskyldulífinu Meira

Fastir þættir

4. febrúar 2023 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Ása Steinars vill vera á Íslandi

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars stefnir á að einbeita sér að því að ferðast meira innanlands en utanlands á þessu ári. Ása, sem er með yfir 1,2 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum sínum, sýnir fólki, hvaðanæva að úr heiminum, frá ferðalögum sínum Meira
4. febrúar 2023 | Í dag | 50 orð

Daglaunamaður er lausráðinn, strangt tiltekið upp á dag í einu og fær…

Daglaunamaður er lausráðinn, strangt tiltekið upp á dag í einu og fær útborgað í lok hans. Orðið er ekki samheiti við dagvinnumaður. Daglaunamaður er ekki heldur verktaki Meira
4. febrúar 2023 | Í dag | 258 orð

Eins og tröll á heiðríkju

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Tryggðavinur valinn er. Vanskapningur er til sanns. Mikill sá á velli ver. Vopn í hendi fornkappans. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Hann er tryggðatröllið hér Tröll er vanskapningur Meira
4. febrúar 2023 | Árnað heilla | 135 orð | 1 mynd

Friðjón Þórðarson

Friðjón Þórðarson fæddist 5. febrúar 1923 á Breiðabólstað á Fellsströnd. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Kristjánsson, f. 1890, d. 1967, Steinunn Þorgilsdóttir, f. 1892, d. 1984. Friðjón var lögfræðingur að mennt og öðlaðist hrl.-réttindi 1991 Meira
4. febrúar 2023 | Í dag | 90 orð | 1 mynd

Hjálmar Svanur Hjálmarsson

40 ára Svanur er Reykvíkingur, ólst upp í 101 og býr þar. Hann er sjúkraliði að mennt og er í hjúkrunarfræðinámi við HÍ. Hann vinnur á Grund. Svanur stundar mikið fjallahjólreiðar og þjálfar þær á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur Meira
4. febrúar 2023 | Í dag | 90 orð

Hjálmar Svanur Hjálmarsson

40 ára Svanur er Reykvíkingur, ólst upp í 101 og býr þar. Hann er sjúkraliði að mennt og er í hjúkrunarfræðinámi við HÍ. Hann vinnur á Grund. Svanur stundar mikið fjallahjólreiðar og þjálfar þær á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur Meira
4. febrúar 2023 | Í dag | 1098 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bára Friðriksdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Meira
4. febrúar 2023 | Í dag | 22 orð | 1 mynd

Reykjavík María Kaja Ehi Hjálmarsdóttir fæddist 29. október 2022 kl. 11.20 …

Reykjavík María Kaja Ehi Hjálmarsdóttir fæddist 29. október 2022 kl. 11.20 á Landspítalanum. Foreldrar hennar eru Hjálmar Svanur Hjálmarsson og Mercy Aikhlomionia. Meira
4. febrúar 2023 | Í dag | 662 orð | 3 myndir

Sér um að öryggið sé í lagi

Valdimar Óskar Óskarsson er fæddur 4. febrúar 1963 í Reykjavík og ólst upp í Laugarnesinu fram til 18 ára aldurs. Hann æfði fótbolta með Ármann upp í 2. flokk og körfubolta með Fram, einnig upp í 2. flokk Meira
4. febrúar 2023 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4 5. e3 0-0 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 c5 8. a3 Bxc3+ 9. bxc3 Dc7 10. Be2 Rc6 11. Dc2 e5 12. 0-0 Hd8 13. Bb2 Bg4 14. Rxe5 Bxe2 15. Dxe2 Rxe5 16. dxe5 Dxe5 17. c4 De6 18 Meira
4. febrúar 2023 | Í dag | 171 orð

Spil mótsins. V-Allir

Norður ♠ Á10 ♥ DG ♦ K76 ♣ ÁKD1092 Vestur ♠ K64 ♥ K9874 ♦ ÁDG94 ♣ -- Austur ♠ G8742 ♥ 32 ♦ 10 ♣ G8764 Suður ♠ D93 ♥ Á1065 ♦ 8532 ♣ 53 Suður spilar 3G Meira
4. febrúar 2023 | Dagbók | 61 orð | 1 mynd

Tilfinningaþrungin og ótrúleg mynd frá 2021 sem byggð er á sönnum…

Tilfinningaþrungin og ótrúleg mynd frá 2021 sem byggð er á sönnum atburðum. Jodie Foster hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni en ásamt henni eiga m.a. Tahar Rahim og Benedict Cumberbatch stórleik Meira

Íþróttir

4. febrúar 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Endurkomusigur Valskvenna

Valur náði tveggja stiga forskoti á toppi Olísdeildar kvenna í handbolta með naumum 27:26-heimasigri á Haukum í gærkvöldi. Haukar voru með 18:14-forskot snemma í seinni hálfleik og voru yfir stærstan hluta leiks, en Valskonur voru sterkari á lokakaflanum og sigldu sætum sigri í höfn Meira
4. febrúar 2023 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

ÍR opnaði fallbaráttuna upp á gátt

ÍR galopnaði fallbaráttuna í Subway-deild karla í körfubolta með dramatískum 91:90-heimasigri á Grindavík í 15. umferðinni í gærkvöldi. ÍR er nú með átta stig og aðeins tveimur stigum frá Þór frá Þorlákshöfn, Hetti og öruggu sæti í deildinni Meira
4. febrúar 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Jafnt í Lundúnaslagnum

Chelsea og Fulham skildu jöfn, 0:0, í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Hefur Chelsea nú aðeins unnið einn leik af síðustu sjö. Úrslitin voru kærkomin fyrir Fulham, eftir tvo 0:1-ósigra í röð Meira
4. febrúar 2023 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

Rashford bestur í janúar

Marcus Rashford, sóknarmaður Man­chester United, var í gær útnefndur leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Er þetta í annað sinn á tímabilinu sem hann er útnefndur leikmaður mánaðarins Meira
4. febrúar 2023 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Sannfærandi hjá Val í toppslag

Valur náði í gærkvöldi átta stiga forskoti á toppi Olísdeildar karla í handbolta með því að sigra FH með sannfærandi hætti á heimavelli, 44:36. Valur skoraði fjögur fyrstu mörkin og var FH ekki líklegt til að jafna eftir það Meira
4. febrúar 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Tímabilið líklega búið hjá Ómari

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, gekkst undir aðgerð á hásin í fyrradag. Á heimasíðu Þýskalandsmeistara Magdeburg segir að útlit sé fyrir að Ómar spili ekki meira á yfirstandandi tímabili en að það komi þó endanlega í ljós þegar… Meira
4. febrúar 2023 | Íþróttir | 381 orð | 2 myndir

Valsmenn langbestir

Valsmenn sýndu það og sönnuðu að þeir eru með langbesta lið landsins í handbolta í karlaflokki er liðið vann mjög sannfærandi 44:36-sigur á FH á heimavelli í Olísdeildinni í gærkvöldi. Fyrir leikinn hafði FH ekki tapað í tíu leikjum í deildinni í röð og fyrir vikið blandað sér í toppbaráttuna Meira
4. febrúar 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Vésteinn heiðursdoktor

Vésteinn Hafsteinsson, nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ, var í gær sæmdur heiðursdoktorsnafnbót hjá Linné-háskólanum í Växjö í Svíþjóð. Vésteinn hefur náð frábærum árangri sem kastþjálfari í Svíþjóð og víðar og kringlukastararnir Daniel Ståhl og Simon… Meira
4. febrúar 2023 | Íþróttir | 669 orð | 2 myndir

Þrettán landsleikir í ár

Eftir fjögurra mánaða hlé leikur kvennalandsliðið í fótbolta sína fyrstu leiki frá ósigrinum sára gegn Portúgal í umspilinu fyrr HM í október þegar það mætir Skotlandi, Wales og Filippseyjum á alþjóðlega mótinu Pinatar Cup á Spáni síðar í þessum mánuði Meira
4. febrúar 2023 | Íþróttir | 337 orð | 1 mynd

Ætlum að nýta það vel að spila erfiða leiki

Eins og greint er frá greininni hér fyrir ofan mun íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leika sína fyrstu leiki á árinu 2023 á Pinatar Cup á Spáni 15.-21. febrúar. Andstæðingar Íslands verða Skotland, Wales og Filippseyjar Meira

Sunnudagsblað

4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 106 orð | 1 mynd

„Mjög öflug keppni í ár“

Nú er allt komið á fullt hvað varðar hina æsispenn­andi Söngv­a­keppni 2023 en leik­ar­inn og dag­skrár­gerðarmaður­inn Árni Bein­teinn er ákaf­lega spennt­ur fyr­ir því sem koma skal. Hann er einn af þeim sem sér um dag­skrár­gerð fyr­ir þætt­ina,… Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 1893 orð | 1 mynd

Akureyrarveikin breytti lífi mínu

Hraustustu menn gengu grátandi um götur Akureyrar. Læknar vissu ekkert hvað þetta var. Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 326 orð | 1 mynd

Alvöru breskar skonsur

Skonsur þessar voru bakaðar fyrir samsæti félags Royalista í Neskaupstað. 2 bollar hveiti 2 msk. sykur 4 tsk. lyftiduft ½ tsk salt 3 msk. ósaltað smjör, kalt 2/3 b mjólk, köld 1 eggjarauða + 1 msk mjólk til að pensla skonsurnar Hitið ofninn í 220°C Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 66 orð | 1 mynd

Asninn fyndnari en kötturinn

Fyndni Öll höfum við sjálfsagt spurt okkur: Hvor er fyndnari, Asninn í Shrek eða Stígvélaði kötturinn? Og ekki komist að niðurstöðu. Nú er leikarinn Eddie Murphy hins vegar búinn að höggva á þennan gordíonshnút í eitt skipti fyrir öll Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 238 orð | 1 mynd

Bestu brauðbollurnar

Um það bil 8-10 bollur ½ msk. þurrger ½ bolli volgt vatn ½ bolli volg mjólk 1/3 bolli sykur 115 g bráðið smjör (plús 10-20 g í viðbót til að pensla með) 4 eggjarauður 1 tsk. vanilludropar 1 tsk Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 1144 orð | 5 myndir

Bætir brosin og svífur yfir sjó

Það er svo mikill hraði og þetta getur verið dálítið harkalegt. Ég datt og braut í mér rifbein. Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 246 orð | 1 mynd

Ekki það sem er fremst í hillum bókabúðanna

Yfirleitt er langflest sem ég les vinnutengt eða hefur með verk að gera sem ég er að vinna að. Við vorum að undirbúa komandi starfsár í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri og rannsóknarvinnunni þar fylgir mikill lestur Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 643 orð | 1 mynd

Endurmenntun þegnanna

Svo er eitthvað nánast stalínískt við þessa hugmynd og gott ef mynd Maós framkallast ekki líka um leið í höfði manns. Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 389 orð

Flagð undir fögru skinni

Svefnvana gekk ég um húsið á daginn með kúst og klút að þrífa upp eftir hann. Pínulitlar kúkakúlur voru úti um allt! Það var nánast fullt starf. Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 204 orð | 1 mynd

Foccacia-brauð

1¾ bollar volgt vatn 1 poki (11 g) þurrger 1 msk. sykur 5 bollar brauðhveiti 1 msk. salt 1 bolli ólífuolía, (skipt í tvennt) ólífur rósmarín gróft sjávarsalt parmesan-ostur Setjið gerið og sykurinn í volga vatnið og leyfið því aðeins að taka sig, í u.þ.b Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 920 orð | 1 mynd

Glímuniðjar Árna heitins frá Múla

Vikan hófst eins og þeirri fyrri lauk, með ófriði á vinnumarkaði. Áfram var þrefað um miðlunartillögu ríkissáttasemjara og Eflingarfólk, sem vinnur á veitinga- og gistihúsum, samþykkti tillögu um að boða til verkfalls Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 233 orð | 1 mynd

Glútenlaust kryddbrauð

2 dl haframjöl, glúteinlaust ef vill 3 dl hafrahveiti, glúteinlaust ef vill 2 tsk. chia-mjöl 1 dl döðlur, ég nota ferskar (muna að taka steinana úr) 1-1,5 dl kókossykur eða döðlusykur 4 dl plöntumjólk 2 tsk Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 918 orð | 3 myndir

Gömul sápa gengur aftur

Þegar maður rekst á frétt um nýjan sjónvarpsmyndaflokk um löngu látna og löngu gleymda sápuóperustjörnu sem engir þekktu nema allra skjáelskustu Bretarnir þá hlýtur forvitnin að fá lausan tauminn. Noele Gordon sagði mér ekki neitt né heldur Nolly, en það var þessi ágæta kona víst kölluð á sinni tíð Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

Heima hjá mér eða þér?

Rómkóm Rómantískar gaman­myndir hafa ekki átt upp á pallborðið undanfarin ár en efnisveitan Netflix hyggst snúa vörn í sókn og hefur fengið til liðs við sig engin önnur en Reese Witherspoon og Ashton Kutcher Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 42 orð | 1 mynd

Hugleiðingar Einars

Út er komin bókin Þrenna eftir Einar Guðmundsson. Hún samanstendur af bókunum Ár og sprænur; hulda ráðgátan, Ranimosk og Litlu sögurnar í hálfa samhenginu. Í bókunum er m.a. að finna prósa í hugleiðingaformi sem hverfast um vangaveltur höfundar um málefni líðandi stundar. Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 2267 orð | 15 myndir

Í suðupotti senunnar

Fyrir vikið er ég orðin vel tengd og get boðið fólki upp á ferð sem það getur fengið mikið út úr. Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 30 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa myndagátu. Lausnina skrifið þið niður á…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa dulmál og var rétt svar heimilisköttur. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina syrpu – Einsemd fjögralaufasmárans í verðlaun. Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 30 orð

Kanntu brauð að baka?

Nú þegar regnið lemur á rúðurnar er best að halda sig innandyra og baka gott brauð, skonsur eða bollur og bera fram með kaffinu um helgina. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 986 orð | 2 myndir

Mamma skammaðist sín alltaf

Hann áttaði sig ungur á því að hann yrði aldrei atvinnumaður í knattspyrnu. Rófan gekk ekki hjá liðum á borð við Tempo Overijse og Wavre Limal og okkar maður ákvað að einbeita sér framvegis að þjálfun Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 110 orð | 1 mynd

Ostaskonsur

500 g hveiti 1 1/2 tsk. salt 5 tsk. lyftiduft 1 lítil dós kotasæla 1 dl matarolía 2 dl kalt vatn 1 stórt egg 150 g fínt rifinn ostur Setjið hveiti, salt og lyftiduft í skál, bætið kotasælu, olíu, eggi og vatni út í Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 156 orð | 1 mynd

Ók fram af sjúkrahúsinu

Ökumaður dráttarvélar, sem var að ryðja gjallhlassi af þaki sjúkrahússins í Vestmannaeyjum í byrjun febrúar 1973, varð fyrir því óhappi að aka vélinni aftur á bak en ekki áfram. Við það steyptist hann og dráttarvélin ofan af þaki og höfnuðu maðurinn og vélin í sitt hvorum gjallbingnum Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 82 orð | 1 mynd

Pamela er hvorki klippt né skorin

Frelsi Pamela Anderson er hvorki klippt né skorin; þvert á móti býr hún á gráa svæðinu sem getur verið snúið í heimi sem orðinn er meira og minna svarthvítur. Þetta segir Ryan White, leikstjóri nýrrar heimildarmyndar um líf kanadísku leikkonunnar, í samtali við breska blaðið The Guardian Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 178 orð | 1 mynd

Pottabrauð

Frábært pottabrauð (passar í 24 cm pott) 25 g ger ½ l volgt vatn 3 tsk salt 600 g hveiti – hér má skipta út 100 g með heilhveiti, spelti eða öðru sem þú vilt 1 dl sólblómakjarnar – eins má nota chiafræ, graskerskjarna, hörfræ eða… Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 1403 orð | 1 mynd

Réttarstaða gálgnás, skernás, fjallnás og grafnás

Niðurstaðan er að ákvæðin í Grágás endurspegla að tilefni var til að tryggja réttarstöðu manna þegar gerð var atlaga að lífi þeirra, þótt ekki hlytist af líkamlegur skaði. Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 211 orð

Stína spyr Jón eftir heimsókn til læknis: „Fékkstu heyrnartæki?“ „Jú, ég…

Stína spyr Jón eftir heimsókn til læknis: „Fékkstu heyrnartæki?“ „Jú, ég fékk hægðalyf og heyrnartæki.“ „Kveiktu þá á heyrnartækinu.“ „HA?“ „KVEIKTU ÞÁ Á HEYRNARTÆKINU!“ „Ég er búinn að því.“ Jón dregur hægðastíl út úr eyranu: „Fyrst þetta var í… Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 785 orð | 2 myndir

Til eflingar

Hinn kosturinn er náttúrlega að halda áfram á þeirri braut sem við erum, að gera Ísland að paradís fyrir ríka fólkið, sannkölluðu dekurlandi fjárfesta; landi með auðmjúku og þurftarlitlu vinnuafli. Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 322 orð | 1 mynd

Tunglið í sjöunda húsi

Kammersveitin ykkar hyggst flytja tónlist með stjörnumerkjaívafi. Geturðu útskýrt það nánar? Á tónleikunum Öld Vatnsberans ætlum við að flytja verkið Dýrahringinn eftir Stockhausen í nýrri útsetningu okkar hjá Cauda Collective Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 156 orð | 1 mynd

Uppfærð mæðraþruma

Hvað gerir maður þegar söngvarinn, trymbillinn og bassaleikarinn yfirgefa bandið manns á einu bretti? Jú, maður safnar nýju liði og heldur ótrauður áfram. Þetta gerði í öllu falli Filippa Nässil, gítarleikari sænska málmbandsins Thundermother, á dögunum Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 111 orð

Velkomin í tímaflakk um skrautlega sögu listsköpunar! Hinn margrómaði…

Velkomin í tímaflakk um skrautlega sögu listsköpunar! Hinn margrómaði popplistamaður Andy Öndhol heimsækir Andabæ til að gera listaverk af Jóakim en eitthvað þvælast Fiðri og Bjarnabófarnir fyrir. Fyrsta verk Andrésínu sem safnstjóri Listasafns… Meira
4. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Verkjar af hamingju

Verkir Gamli rokkarinn og ballöðusjarmörinn Bryan Adams er ekki dauður úr öllum æðum; raunar er kappinn svo hamingjusamur að hann verkjar. Það er í öllu falli yfirskrift tónleikaferðar kappans um Bandaríkin sem fyrirhuguð er í sumar, „So Happy it Hurts“ Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.