Greinar fimmtudaginn 16. febrúar 2023

Fréttir

16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

45 tonn af sandi á stíga borgarinnar

Dregið hefur verið úr notkun sands á stofn- og hjólastígum Reykjavíkurborgar undanfarin ár. Það sem af er þessum vetri hefur verið sandað fjórum sinnum á stígum sem flokkaðir eru í þjónustuflokki 3 og til þess hafa verið notuð um 45 tonn af sandi Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Byggja 16 íbúðir fyrir páska

Sigurður Ingi Jóhannsson inn­viða­ráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að tveimur húsbyggingum í Neskaupstað en þar verða samtals 16 íbúðir. Byggingarnar eru fjármagnaðar með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélaginu Fjarðabyggð Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Dýrt að halda neyðarbirgðir

Rekstur olíufélaganna gæti ekki einn staðið undir öllum kostnaðinum við það að koma upp og viðhalda 90 daga neyðarbirgðum eldsneytis. Þetta kemur fram í umsögn Skeljungs við áform umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um að leggja fram fruvmarp til laga um neyðarbirgðir eldsneytis Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Ekki bundinn af samningi

Samkomulag ríkissáttasemjara og Eflingar, um að una niðurstöðu Landsréttar í innsetningarmáli embættisins gegn verkalýðsfélaginu, er ekki skuldbindandi. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála var hvorugum aðilanum heimilt að afsala sér málskotsrétti… Meira
16. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 663 orð | 2 myndir

Elti NORAD hátækni eða bara himnarusl?

Vafalaust leynist sannleikurinn þarna úti. En hann er þó ekki enn kominn í ljós því varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. Pentagon) hefur ekki upplýst hvað það var sem orrustuþotur skutu nýverið niður yfir ríkjunum Alaska og Michigan í Bandaríkjunum og fylkinu Yukon í Kanada Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 1269 orð | 4 myndir

Fékk nóg af nýnorræna eldhúsinu

Mennirnir á bak við Le Kock og DEIG eru Markús Ingi Guðnason, Knútur Hreiðarsson og Karl Óskar Smárason. Leiðir þeirra lágu saman þar sem þeir störfuðu allir hjá veitingastaðnum Mat og drykk. Þeir kynntu kartöflubrauðið til sögunnar hér á landi og… Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Fleiri bílar fá grænan miða

Breytingar verða á fyrirkomulagi ökutækjaskoðunar um næstu mánaðamót þegar ný skoðunarhandbók ökutækja tekur gildi. Harðar verður tekið á ýmsum atriðum við skoðun bíla en verið hefur og mun það leiða til þess að fleiri fá grænan miða og boð um endurskoðun eða þá akstursbann Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Fólk fresti ónauðsynlegum ferðum

Und­anþágu­nefnd Efl­ing­ar samþykkti á mánudags­kvöld beiðni frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg um und­an­þágu til af­greiðslu eldsneyt­is á björg­un­ar­tæki fé­lags­ins. Und­anþágan nær til allra björg­un­ar­sveita Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 532 orð | 1 mynd

Fær 665 milljónir vegna alþjónustu

Byggðastofnun hefur ákveðið að endurgjald Íslandspósts (ÍP) vegna alþjónustu á síðasta ári verði 665 milljónir króna, sem er rétt um hundrað milljónum króna hærri fjárhæð en ákveðið var að greiða Íslandspósti í fyrra vegna ársins 2021 en þá var fjárhæðin 563 milljónir króna Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Hætta fylgir innflutningi á trjáviði með berki

Innflutningur á trjáviði með berki til landsins gæti orðið alvarleg ógn við íslenska skóga að mati sérfræð­inga. Matvælaráðuneytið felldi í seinasta mánuði úr gildi ákvörðun sem Matvælastofnun (MAST) tók árið 2021 um að fyrirtæki, sem hafði flutt… Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 477 orð | 2 myndir

Í fingraför Sveinbjörns á píanóinu

Sigmundur Indriði Júlíusson skemmtir sér og öðrum með píanóleik á Grund hjúkrunarheimili í Reykjavík og tekur auk þess í nikkuna, þegar færi gefst til þess. „Ég hef aðgang að píanóinu hérna, þegar ég vil, og gríp stundum í það, en seldi… Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Í höm Íslenski hesturinn er harðgerður og vanur að vera úti í öllum veðrum en þegar vindurinn næðir og kuldinn bítur híma hestar gjarnan í höm; snúa afturendanum upp í... Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 289 orð | 2 myndir

Legið niðri í marga mánuði

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Já, þetta er búið að vera erfitt ástand með vefi safnsins, en stendur vonandi til bóta á næstu vikum með nýjum vef,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Lúxusbollur með vanillukremi og jarðarberjum

Vatnsdeigsbollur 300 ml vatn 100 g smjör 1 msk. sykur 150 g hveiti 4 stk. egg (pískuð) Vanillukrem 250 ml rjómi frá Gott í matinn 250 ml mjólk fræ úr einni vanillustöng 75 g sykur 3 msk. maíssterkja (maizenamjöl) 5 eggjarauður 3 msk Meira
16. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 902 orð | 1 mynd

Mannfall Rússa sagt mjög mikið

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær að mannfall rússneska hersins í Úkraínu væri næstum því jafnmikið og herir hefðu mátt þola í fyrri heimsstyrjöldinni, og að árangur sóknaraðgerða þeirra væri mældur í metrum en ekki kílómetrum. Þá áætlaði hann að um 97% af herstyrk Rússa væri bundinn við Úkraínu, og að um tveir þriðju af skriðdrekum þeirra hefðu ýmist skemmst eða eyðilagst. Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 411 orð | 2 myndir

Mátti ekki afsala sér málskotsrétti

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Samkomulag sem ríkissáttasemjari gerði við Eflingu, um að una niðurstöðu Landsréttar í innsetningarmáli embættisins gegn Eflingu og skuldbinda sig til að kæra niðurstöðuna ekki til Hæstaréttar, er óskuldbindandi fyrir Hæstarétti. Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Minni afla landað í janúar nú en í fyrra

Landaður afli í janúar 2023 var 110,3 þúsund tonn en var 220 þúsund tonn í janúar á síðasta ári að því er kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar. Af botnfiski var mestu landað af þorski eða tæplega 20 þúsund tonnum Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 879 orð | 1 mynd

Mættu vera fleiri á ferðinni

Atli Vigfússon Laxamýri Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

NATO ekki séð FFH við Íslandsstrendur

Óþekkt loftför, eða fljúgandi furðuhlutir (FFH) í líkingu við þau sem grandað hefur verið yfir Norður-Ameríku að undanförnu hafa ekki sést á loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Ísland ber ábyrgð á Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Neyðarlínan undirbýr smávirkjun

Neyðarlínan hyggst reisa smávirkjun við hringveginn um Jökuldalsheiði og er henni ætlað að leysa af hólmi dísilrafstöð við fjarskiptastöð á svæðinu. Staðurinn er í Múlaþingi og hefur heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkt að kynna skipulagslýsingu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir virkjun Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 369 orð | 3 myndir

Nýja bryggjan breytir svip bæjarins

Nágrenni miðbæjarins á Akureyri öðlast nýjan svip með þeim hafnarframkvæmdum þeim sem nú standa yfir. Gamla Torfunesbryggjan sem gekk út í Pollinn, beint fram af Kaupvangsstræti í Gilinu svokallaða, hefur verið rifin, enda var hún orðin ónýt og hættuleg Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Nægar birgðir af olíu í tönkum

Hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum er talið að verkfall olíuflutningabílstjóra raski ekki starfsemi, svo sem loðnuvertíðinni sem nú er hafin. Nægar birgðir olíu eiga að vera í tönkum í Eyjum, þar sem flutningaskip með olíu erlendis frá koma að landi og tanka frá borði Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Qair mótmælir slitum á samstarfi

Qair Iceland ehf. hefur óskað skýringa Norðurþings á því að sveitarfélagið hyggist ekki efna samning við fyrirtækið um rannsóknir við Húsavíkurfjall vegna hugsanlegs vindorkugarðs þar og taka í staðinn upp samstarf við Landsvirkjun um sams konar verkefni Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Ráðinn til Háskólans í Fairbanks

Háskólinn í Fairbanks í Alaska hefur ráðið Erling Guðleifsson til starfa til að efla miðlun vísinda- og tækniþekkingar frá Íslandi til Alaska á sviði sjávarútvegs, orkumála og nýsköpunar. Fram kemur í tilkynningu frá Sjávarklasanum að Erlingur hafi… Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 235 orð | 3 myndir

Samfélagseflandi styrkir til Bakkafjarðar

Betri Bakkafjörður er verkefni á vegum Byggðastofnunar og tilheyrir Brothættum byggðum, byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja. Nýlega var úthlutað styrkjum úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar. Að þessu sinni voru 8 milljónir til úthlutunar en… Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 2283 orð | 5 myndir

Sá ekki sjúkling fyrstu þrjú árin

„Ég fór þessa algjörlega klassísku leið, MR, náttúrufræðideild eitt og svo læknisfræði í háskólanum, eins og meira en helmingurinn af mínum bekkjarfélögum,“ segir Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir á Landspítalanum, sjósundgarpur og… Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 105 orð

Senda meiri framlög til Úkraínu

Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti á fundinum um aukin framlög Íslands til kaupa á eldsneyti og matarbökkum fyrir úkraínska herinn, en framlagið… Meira
16. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 609 orð | 2 myndir

Síðasti bátasmiðurinn lýkur námi

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Stjörnustríð hafið í kjaradeilum

Kjaramál draga æ meiri dám af stjórnmálum að því leyti að málefni hafa þokað fyrir forystumönnum, sem eru orðnir svo fyrirferðarmiklir í opinberri umfjöllun, að líkja má henni við fréttir af frægðarfólki Meira
16. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Sturgeon segir af sér embætti

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, tilkynnti í gær afsögn sína. Sturgeon, sem hefur leitt skosku heimastjórnina undanfarin átta ár, sagðist vita í bæði hjarta sínu og huga að nú væri rétti tíminn til að stíga til hliðar Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Styrkur til að rannsaka hæruburst

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið 1,8 milljóna króna styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar til að rannsaka útbreiðslu mosategundarinnar hæruburstar, Campylopus introflexus. Verkefninu er stýrt af Pawel Wasowicz grasafræðingi Meira
16. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Þúsundir gætu lent í vandræðum

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, telur mögulegt að hátt í tvö þúsund ferðamenn verði án gistingar um helgina en verkföll hótelstarfsmanna Berjaya-hótela og Reykjavík Edition hófust á hádegi í gær Meira

Ritstjórnargreinar

16. febrúar 2023 | Leiðarar | 316 orð

Bilið breikkar

Útlendingamál eru linari hér en annars staðar og samanburðurinn versnar enn Meira
16. febrúar 2023 | Staksteinar | 141 orð | 1 mynd

Ganga fyrir ­ætternisstapa

Nú hefur sólaruppkoman brotist yfir brún Bláfjalla. Þá léttist brún og tiltektartími hefst. Meira
16. febrúar 2023 | Leiðarar | 403 orð

Sturgeon kveður óvænt

Fyrsti ráðherra Skotlands naut góðs stuðnings en hefur síðan misstigið sig illilega Meira

Menning

16. febrúar 2023 | Menningarlíf | 172 orð | 1 mynd

Afsökunarbeiðninni tekið fálega

„Ég bið alla hlutaðeigendur, en þó fyrst og fremst Hüster, afsökunar á óviðunandi framferði mínu,“ segir Marco Goecke, stjórnandi ballettflokks ríkis­óperunnar í Hannover, í skriflegri yfirlýsingu sem hann sendi frá sér daginn eftir að honum var… Meira
16. febrúar 2023 | Menningarlíf | 582 orð | 1 mynd

Ákveðin skírskotun

Kristján Steingrímur sýnir hátt í tuttugu verk á sýningunni Héðan og þaðan í Berg Contemporary, málverk á striga og pappír, og teikningar. Listamaðurinn vinnur verkin á afar sérstakan og áhugaverðan hátt því hann málar með litum sem hann vinnur sjálfur Meira
16. febrúar 2023 | Kvikmyndir | 790 orð | 2 myndir

Berjast fyrir komandi kynslóðir

Bíó Paradís Women Talking / Konur ræða málin ★★★★★ Leikstjórn: Sarah Polley. Handrit: Sarah Polley. Aðalleikarar: Rooney Mara, Claire Foy, Jessie Buckley, Judith Ivey, Liv McNeil, Sheila McCarthy, Ben Whishaw, Michelle McLeod og Kate Hallett. Bandaríkin, 2022. 104 mín. Meira
16. febrúar 2023 | Fólk í fréttum | 756 orð | 4 myndir

Frasarnir sem fólk elskar að hata á félagsmiðlum

Samfélagsrýnendur voru sammála um að „okkar besti maður/okkar besta kona“ væri ofnotað og líka frasar eins og „besta mín“ eða „besti minn.“ Einhverjir höfðu orð á því að það að segja „litli“ eitthvað á … Meira
16. febrúar 2023 | Menningarlíf | 220 orð | 1 mynd

Gaumur gefinn að safneigninni

Sýningin Kviksjá – alþjóðleg safneign verður opnuð í dag í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi og gefst með henni sjaldgæft tækifæri til að fá innsýn í þann hluta safneignar Listasafns Reykjavíkur sem tileinkaður er alþjóðlegri myndlist, eins og segir í tilkynningu Meira
16. febrúar 2023 | Menningarlíf | 171 orð | 1 mynd

Húseigendur í mál út af kirkjutröppum

Hin ævintýralega kirkjubygging La Sagrada Familia í Barselóna er líklega eitt frægasta ókláraða mannvirki heims og dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna á ári hverju, þúsundir á degi hverjum. Kirkjuna hannaði frægasti sonur borgarinnar, arkitektinn … Meira
16. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 220 orð | 1 mynd

Hörmungar heimsins og blóð

Fátt er betra á þessum hryssingslega vetri gulra og appelsínugulra viðvarana en að leggjast í hámhorf undir heitri sæng. Eftir að undirrituð tók Sunnudagsviðtal við hinn geðþekka skoska leikara Iain Glen kviknaði sú hugmynd að horfa aftur á allar… Meira
16. febrúar 2023 | Menningarlíf | 58 orð | 1 mynd

Jón og Friðrik verða gestir Jóns Ólafssonar í Salnum í kvöld

Bræðurnir og tónlistarmennirnir Friðrik Dór og Jón Jónsson heimsækja Jón Ólafsson í Salinn í kvöld í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram. Munu þeir flytja fjölda laga og spjalla við Jón þeirra á milli Meira
16. febrúar 2023 | Menningarlíf | 200 orð | 1 mynd

Kankvísleg yfirtaka á sýningarrými

Sýningin Allt til þessa höfum við ekki skilið það dulmál sem berst frá þessum hljóðgjöfum, með verkum eftir Loga Leó Gunnarsson, verður opnuð í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í kvöld kl Meira
16. febrúar 2023 | Fólk í fréttum | 949 orð | 10 myndir

Njóta þess að vera ungar mömmur

Þrjár ungar og metnaðarfullar mæður í fæðingarorlofi hafa nýlega vakið athygli í hlaðvarpsheiminum með nýju hlaðvarpi sem heitir því viðeigandi nafni Ungar mömmur. Allar eru þær rétt skriðnar yfir tvítugt og elska að ala upp börnin sín en þótti… Meira
16. febrúar 2023 | Myndlist | 580 orð | 4 myndir

Tímabundinn dvalarstaður hugmynda og heima

Listasafn Íslands Gallerí Gangur í 40 ár ★★★½· Yfirlitssýning á verkum sem prýddu afmælissýningu Gallerís Gangs árið 2020. Sýningu lýkur 4. júní. Meira
16. febrúar 2023 | Menningarlíf | 1036 orð | 3 myndir

Verkefni sem á sér tæpast hliðstæðu

Myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson var bæði þekktur fyrir óhlutbundin verk og fyrir portrettmyndir sínar en hann tók að sér fjölda slíkra verkefna fyrir einkaaðila og stofnanir. Á sýningunni Barnalán, sem opnuð var á Safnanótt, 3 Meira
16. febrúar 2023 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Viðbrögðin voru „ófullnægjandi“

Janet Yang forseti Óskarsverðlaunanna hefur viðurkennt að viðbrögð bandarísku akademíunnar við kinnhestinum sem Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaunaafhendingunni í fyrra hafi verið „ófullnægjandi“ Meira
16. febrúar 2023 | Menningarlíf | 137 orð | 1 mynd

Williams listrænn stjórnandi hjá Vuitton

Bandaríski tónlistarmaðurinn og tískugúrúinn Pharrell Williams hefur verið ráðinn í starf listræns stjórnanda herrafatalínu tískumerkisins Luis Vuitton, að því er greint er frá í dagblaðinu The Guardian Meira
16. febrúar 2023 | Bókmenntir | 850 orð | 3 myndir

Ævintýraleg ljóðabók í vandaðri umgjörð

Ljóðabók Þar sem malbikið endar ★★★½· Eftir Magneu J. Matthíasdóttur. JPV útgáfa 2022. 72 bls. kilja. Meira

Umræðan

16. febrúar 2023 | Aðsent efni | 892 orð | 1 mynd

Enn um hlutverk Samkeppniseftirlitsins

Ragnar Árnason: "Vanhugsuð framkvæmd Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislögum er til þess fallin að koma í veg fyrir að stærðarhagkvæmni sé nýtt og unnt sé að lækka vöruverð." Meira
16. febrúar 2023 | Aðsent efni | 651 orð | 1 mynd

Hvernig viljum við hafa skógana okkar?

Eiríkur Þorsteinsson: "Íslenskt timbur er ekki síðra að gæðum en það innflutta sé rétt að verki staðið í framtíðinni við ræktunina." Meira
16. febrúar 2023 | Aðsent efni | 659 orð | 1 mynd

Klapp er best með forsjá

Kjartan Magnússon: "Vinstri meirihlutinn hefur ítrekað beitt bolabrögðum til að koma í veg fyrir að umræður um mikilvæg málefni séu sett á dagskrá borgarstjórnarfunda." Meira
16. febrúar 2023 | Pistlar | 417 orð | 1 mynd

Miðstöð skapandi greina á Íslandi

Eitt af því skemmtilega við að starfa í stjórnmálum er að sjá afrakstur verka sinna fyrir samfélagið. Sú vegferð getur tekið á sig ýmsar myndir og verið mislöng. Síðastliðin vika var viðburðarík í þessu samhengi, en mikilvægir áfangar náðust fyrir… Meira
16. febrúar 2023 | Aðsent efni | 574 orð | 1 mynd

Samgöngur í ógöngum

Marta Guðjónsdóttir: "Við þessar aðstæður legg ég til að við endurskoðum samgöngusáttmálann frá grunni og leggjum niður hina nýju ríkisstofnun, Betri samgöngur." Meira
16. febrúar 2023 | Aðsent efni | 210 orð | 1 mynd

Verðbólgnir kjarasamningar aftur og aftur

Guðjón Smári Agnarsson: "Að halda því fram að hægt sé að hækka laun árlega um 5-10% án þess að það fari út í verðlagið er blekking. Verðbólgin saga okkar í áratugi sýnir það." Meira

Minningargreinar

16. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2462 orð | 1 mynd

Arnar Ingi Guðbjartsson

Arnar Ingi Guðbjartsson fæddist í Reykjavík 11. janúar 1990. Hann lést 25. janúar 2023 á krabbameinsdeild Landspítalans. Foreldrar Arnars Inga eru Guðbjartur Stefánsson flugvirki, f. 1969, og Anna Sigríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 1970. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2023 | Minningargreinar | 997 orð | 1 mynd

Bergþór Guðmundsson

Bergþór Guðmundsson, Kársnesbraut 51, 200 Kópavogi, fæddist í Hafnarfirði 22. janúar 1952. Hann lést í Taílandi, 27. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Bergþórsson, f. 25. júní 1922, d. 13. mars 2000, og Bjarnþóra Ólafsdóttir, f. 21. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2023 | Minningargreinar | 8808 orð | 1 mynd

Guðni Albert Jóhannesson

Guðni Albert Jóhannesson fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1951. Hann lést á Landakotsspítala 30. janúar 2023. Guðni var sonur hjónanna Jóhannesar Guðnasonar eldavélasmiðs, f. 1921, d. 1990, og Aldísar Jónu Ásmundsdóttur húsmóður, f. 1922, d. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2023 | Minningargrein á mbl.is | 3363 orð | ókeypis

Guðni Albert Jóhannesson

Guðni Albert Jóhannesson fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1951. Hann lést á Landakotsspítala 30. janúar 2023.Guðni var sonur hjónanna Jóhannesar Guðnasonar eldavélasmiðs, f. 1921, d. 1990, og Aldísar Jónu Ásmundsdóttur húsmóður, f. 1922, d. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2023 | Minningargreinar | 805 orð | 1 mynd

Gunnar Óli Jónsson

Gunnar Óli Jónsson fæddist 25. mars 1957. Hann andaðist 28. janúar 2023. Gunnar var jarðsunginn 10. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2137 orð | 1 mynd

Jón H. Guðmundsson

Jón H. Guðmundsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 25. maí 1946. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 27. janúar 2023. Foreldrar Jóns voru Guðmundur Jón Markússon, f. 1. mars 1903, d. 5. desember 1984, og Elín Lára Jónsdóttir, f. 20. febrúar 1909,... Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1191 orð | 1 mynd

Óli Kristjánsson

Óli Kristjánsson húsasmíðameistari fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1926. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Kristján Guðmundsson, f. 1890, frá Arnarstöðum í Helgafellssveit, d. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2023 | Minningargreinar | 991 orð | 1 mynd

Sigurður Helgi Hlöðversson

Sigurður Helgi Hlöðversson fæddist í Reykjavík 18. maí 1948. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð 2. febrúar 2023. Sigurður var sonur Rannveigar Eggertsdóttur, f. 21. júní 1927, og Hlöðvers Helgasonar, f. 11. september 1927. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1143 orð | 1 mynd

Sveinbjörn Birgisson

Sveinbjörn Birgisson fæddist í Reykjarvík 17. september 1968. Sveinbjörn lést 2. febrúar 2023 á Landspítalanum. Foreldrar hans eru Elín Margrét Sigurjónsdóttir og Birgir Sveinbjörnsson. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2023 | Minningargreinar | 640 orð | 1 mynd

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson fæddist 25. maí 1956 á Stokkseyri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 7. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Martha Þórðarson, f. 6.10. 1917, d. 8.6. 1984, og Guðmundur Ívar Þórðarson, f. 22.7. 1918, d. 26.3. 1995. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

16. febrúar 2023 | Sjávarútvegur | 856 orð | 3 myndir

Úttektin tækifæri til að gera betur

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi og skýrslu Boston Consulting Group um tækifæri á sviði lagareldis vera nægan grundvöll til að marka stefnu á sviði fiskeldis á Íslandi Meira

Viðskipti

16. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 644 orð

Minni hagnaður bankanna

Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn og Kvika hafa nú öll birt uppgjör ársins 2022. Samanlagður hagnaður bankanna nam tæpum 72 milljörðum, samanborið við tæplega 92 milljarða hagnað árið 2021. Því dregst hagnaður þeirra saman um tæplega 22% milli ára Meira
16. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 169 orð | 1 mynd

Play tapaði 6,6 milljörðum króna árið 2022

Tap flugfélagsins Play nam 45,5 milljónum bandaríkjadala á síðasta ári, eða 6,6 milljörðum íslenskra króna. Tapið minnkar milli ára en það var 22,5 milljónir dala árið 2021 eða 3,3 milljarðar króna. Eignir félagsins námu í lok árs 331,5 milljónum… Meira
16. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 261 orð | 1 mynd

VÍS og Fossar vilja í eina sæng

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja sameiningarviðræður. Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, segir í samtali við Morgunblaðið að VÍS hafi lýst því yfir á síðasta aðalfundi og ítrekað aftur í janúar sl Meira

Daglegt líf

16. febrúar 2023 | Daglegt líf | 823 orð | 2 myndir

Heitar sveiflur í vetrarkulda

Ég hef saknað þess mikið frá því ég flutti norður árið 2018 að fara reglulega út að dansa salsa, en salsa er mikil ástríða hjá mér og ég var vön að dansa mikið bæði þegar ég bjó fyrir sunnan og í útlöndum Meira
16. febrúar 2023 | Daglegt líf | 160 orð | 1 mynd

Nú er lag að finna frumlega leið til að endurnýta íslenskar lopapeysur og taka þátt í keppni

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og full ástæða til að hvetja hugmyndaríkt fólk til þátttöku í hönnunar- og prjónasamkeppni hinnar árlegu Prjónagleði. Hún verður haldin á Blönduósi 9.-11. júní í sumar Meira

Fastir þættir

16. febrúar 2023 | Í dag | 56 orð

Að berja höfðinu við stein(inn) þýðir að neita að viðurkenna staðreyndir.…

Að berja höfðinu við stein(inn) þýðir að neita að viðurkenna staðreyndir. (Í sumum málum er höfðinu barið við hurð, vegg, múrvegg o.fl.) „Konan mín vill að ég hætti að berja höfðinu við stein og viðurkenni að ekki sé hægt að lækna skalla með… Meira
16. febrúar 2023 | Dagbók | 77 orð | 1 mynd

Átu pöddur í morgunsárið

Prótín framtíðarinnar eru meðal annars engisprettur og lirfur mjölbjöllu. Þetta segir Pétur Guðmundsson eigandi Melabúðarinnar en þar má nú nálgast skordýr til átu. Hann mætti í Ísland vaknar í gær og leyfði Ásgeiri Páli og Kristínu Sif að bragða á… Meira
16. febrúar 2023 | Í dag | 653 orð | 2 myndir

Hugurinn loksins varð kyrr

Björn Hjálmarsson fæddist 16. febrúar 1963 í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann fór í sumardvalir í sveit í Sveinatungu í Norðurárdal hjá Birni Gíslasyni móðurafa sínum og Andrínu Guðrúnu Kristleifsdóttur móðurömmu Meira
16. febrúar 2023 | Í dag | 204 orð | 1 mynd

Róbert Aron Pálmason

40 ára Róbert er fæddur og uppalinn á Þingeyri en býr á Laugarvatni. „Pabbi er héðan og mikið af skyldfólki mínu. Ég kom hingað mikið um páska og á sumrin sem krakki, Við fjölskyldan erum búin að búa hér í tíu ár og njótum þess í botn.“… Meira
16. febrúar 2023 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. 0-0 Bd7 6. c4 g5 7. d4 g4 8. d5 Rce7 9. Bxd7+ Dxd7 10. Re1 f5 11. exf5 h5 12. Rc3 Rxf5 13. Re4 0-0-0 14. b4 Rd4 15. Hb1 Df5 16. Dd3 Rf6 17. Rxf6 Dxf6 18. Be3 Bg7 19 Meira
16. febrúar 2023 | Í dag | 395 orð

Tað í stað bensíns

Á Boðnarmiði yrkir Þorgeir Magnússon „Veðurvísu“ og hefur vafalaust verið ort í síðustu viku: Austanhroði er hinn mesti, ekki spáð hann muni lygna. Elsku Jesús bróðir besti blessaður láttu hætta að rigna Meira
16. febrúar 2023 | Í dag | 173 orð

Verri leiðin. A-Allir

Norður ♠ D ♥ D1032 ♦ KD10642 ♣ D5 Vestur ♠ K9853 ♥ 765 ♦ G875 ♣ 3 Austur ♠ 7642 ♥ G4 ♦ Á93 ♣ G1087 Suður ♠ ÁG10 ♥ ÁK98 ♦ -- ♣ ÁK9642 Suður spilar 7♥ Meira

Íþróttir

16. febrúar 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Áfall fyrir Valsmenn

Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals í handknattleik, meiddist á fingri í leik liðsins gegn Flensburg í Evrópudeildinni í síðustu viku og verður af þeim sökum frá æfingum og keppni í nokkrar vikur Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Daníel heim í Kaplakrika

Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH og gengur til liðs við uppeldisfélagið í sumar. Daníel Freyr leikur um þessar mundir með Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Fram og Haukar í undanúrslit

Fram og Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, Powerade-bikarnum, í gær með öruggum sigrum í átta liða úrslitum keppninnar. Framarar unnu ellefu marka sigur gegn ÍR, 34:23, í Skógarseli í Breiðholti á meðan… Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Guðmundur á leið í Hauka

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er að ganga í raðir Hauka og mun hann leika með liðinu frá og með næstu leiktíð. Vísir.is greinir frá að samningsviðræður Hauka og Guðmundar séu langt á veg komnar Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 669 orð | 2 myndir

Hetjan í fyrsta leiknum

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þegar liðið mætti Skotlandi á alþjóðlega mótinu Pinatar Cup á Spáni í gær. Ólöf Sigríður, sem er einungis 19 ára gömul og samningsbundin Þrótti úr… Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

ÍBV vann Suðurlandsslaginn í Eyjum

Kári Kristján Kristjánsson átti stórleik fyrir ÍBV þegar liðið tók á móti Selfossi í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Vestmannaeyjum í 15. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri ÍBV, 33:30, en Kári Kristján skoraði 10 mörk í leiknum Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

KA/Þór upp fyrir Hauka eftir sigur

Nathália Baliana átti stórleik fyrir KA/Þór þegar liðið tók á móti Haukum í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í KA heimilinu á Akureyri í 16. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri KA/Þórs, 32:28, en… Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Undirbýr tilboð í Tottenham

Íransk-bandaríski milljarðamæringurinn Jahm Najafi undirbýr nú tilboð upp á 3,1 milljarð punda fyrir kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur. Najafi er framkvæmdastjóri MSP Sports Capital, sem fjárfestir í íþróttafélögum og -deildum,… Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 711 orð | 2 myndir

Væri gott að hafa liðsfélaga

Þorsteinn Halldórsson varð árið 2016 fyrstur til þess að keppa í bogfimi fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra er hann tók þátt á mótinu í Ríó. Þorsteinn, sem keppir í trissuboga, tók ekki þátt á mótinu í Tókýó sumarið 2021 en stefnir nú… Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Það hefur verið æðislegt að fylgjast með framgöngu Vals í Evrópudeild…

Það hefur verið æðislegt að fylgjast með framgöngu Vals í Evrópudeild karla í handbolta í vetur. Liðið vann glæsilegan 35:29-heimasigur á Benidorm frá Spáni í gær og er í fínni stöðu í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitunum, þegar tvær umferðir eru eftir Meira
16. febrúar 2023 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Þorsteinn stefnir ótrauður á Ólympíumót fatlaðra í París

Þorsteinn Halldórsson, bogfimimaður úr Akri á Akureyri, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það sé ekki sérlega auðvelt að tryggja sér sæti á Ólympíumóti fatlaðra í París á næsta ári þar sem hann þurfi að ná verðlaunasæti á alþjóðlegu móti í… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.