Greinar laugardaginn 18. mars 2023

Fréttir

18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Annar áfangi í gang

Framkvæmdir við annan áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði fara í fullan gang á næstu dögum eða vikum. Veturinn hefur verið erfiður til framkvæmda en Suðurverk hefur þó notað hann til undirbúningsframkvæmda, sérstaklega við sprengingar Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Áhyggjur af sáttmálanum

„Ég hef kallað eftir því undanfarið að það væri mikilvægt að samgöngusáttmálinn yrði endurskoðaður. Ég fagna því að stýrihópurinn er búinn að skrifa undir þetta minnisblað um að það þurfi að endurskoða sáttmálann Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Brennsla á sorpi áfram til skoðunar

Á stjórnarfundi hjá Sorpu á dögunum var framkvæmdastjóra fyrirtækisins falið að vinna áfram að könnun á fýsileika á uppbyggingu á sorpbrennslu, gerð viðskiptaáætlana og halda áfram samtölum við hagaðila á vettvangi úrgangsmála um uppbyggingu á sorpbrennslu Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Bústaður brann til kaldra kola

Sumarbústaður við Apavatn brann til kaldra kola í gærmorgun. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar á vettvang upp úr klukkan sjö í gærmorgun vegna elds sem hafði kviknað og varð fljótlega ljóst að um bústað var að ræða Meira
18. mars 2023 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Börn létust þegar sprengja sprakk

Ellefu börn létust þegar sprengja sprakk skyndilega í Suður-Súdan. Atvikið átti sér stað norðvestur af höfuðborginni Júba en ekki er talið að um beina árás sé að ræða. Þess í stað þykir líklegt að sprengjan hafi legið falin í jarðvegi Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Danir hafa tekið vel í beiðni um handritalán

Árnasafn í Kaupmannahöfn hefur tekið vel í beiðni Árnastofnunar hér á landi um langtímalán á íslenskum skinnhandritum til sýningar í hinu nýja Húsi íslenskunnar. Beiðnin er nú til formlegrar meðferðar hjá safninu og er að vænta endanlegs svars bráðlega Meira
18. mars 2023 | Fréttaskýringar | 509 orð | 1 mynd

Eigendur hver í sína áttina

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eigendur umboðsskrifstofunnar Swipe Media, sem sérhæfir sig í áhrifavaldamarkaðssetningu hafa ákveðið að fara hvor í sína áttina. Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fagna frumvarpi dómsmálaráðherra

Landssamband lögreglumanna sendi frá sér ályktun í gær þar sem þeir árétta fyrri ályktanir um mikilvægi heimildir lögreglu til að bera rafvarnavopn í tilefni umræðu um frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

Felldu tillögu um bættar samgöngur við Gufunesið

Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um bættar almenningssamgöngur í Gufunesi var felld á fundi borgarráðs í vikunni. Tillagan var lögð fram í janúar 2022 en hún kom ekki til afgreiðslu fyrr en rúmu ári síðar Meira
18. mars 2023 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Fer til Taívans

Menntamálaráðherra Þýskalands, Bettina Stark-Watzinger, mun í næstu viku sækja Taívan heim og verður það fyrsta heimsókn þýsks ráðherra til eyjarinnar í 26 ár. Tilgangur ferðarinnar er að efla samstarf ríkjanna á sviði vísinda, rannsókna og menntunar Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Festi stefnir á kaup á Lyfju

Festi, móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, ætlar að hefja viðræður við SID ehf. um kaup á Lyfju hf. Samkomulag er um að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna. Endanlegt kaupverð ræðst af skuldastöðu félagsins við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma Meira
18. mars 2023 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Fjölmiðlamenn fengu þunga dóma

Tveir æðstu stjórnendur Tut.by, sem var stærsti frjálsi fjölmiðill Hvíta-Rússlands, hafa verið dæmdir í 12 ára fangelsi fyrir skattalagabrot. Er um að ræða framkvæmdastjóra og ritstjóra, en andstæðingar ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenkós forseta segja dómana til marks um stjórn hans á fjölmiðlum Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Guðni fékk sokka og boli

Fulltrúar frá Downs-félaginu mættu til Bessastaða í gærmorgun og gáfu Guðna Th. Jóhannessyni forseta sokkapar og tvo boli, hannaða fyrir alþjóðlega Downs-daginn sem verður nk. þriðjudag. Þær Arna Dís og Katla Sif, sem báðar eru með Downs-heilkennið, … Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Gunnhildur Óskarsdóttir

Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður styrktarfélagsins Göngum saman, lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 17. mars 2023. Gunnhildur fæddist 25. október 1959, dóttir hjónanna Unnar Agnarsdóttur og Óskars H Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur framlengt til miðvikudagsins 22. mars, en maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af skoti inni á veitingastaðnum Dubliners í miðborg Reykjavíkur sl Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 191 orð

Halla fékk flest atkvæði í stjórn VR

Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, fékk flest atkvæði í stjórnarkjörinu í VR sem fram fór samhliða kosningum til formanns og fékk hún 3.955 atkvæði eða 10,44% þeirra sem tóku afstöðu í kosningunum Meira
18. mars 2023 | Fréttaskýringar | 813 orð | 3 myndir

Hlutur íslenskra fjárfesta eykst

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið að koma sterkt inn í laxeldi. Með því eykst hlutur Íslendinga í vissum félögum verulega. Með kaupum Ísfélags Vestmannaeyja á hlut í eignarhaldsfélagi um meirihlutaeign í Ice Fish Farm á Austfjörðum á félagið… Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Jeppasýning Toyota í dag

Árleg jeppasýning Toyota í Kauptúni í Garðabæ er í dag, laugardaginn 18. mars. Opið verður frá kl. 12 til 16 og þá gefst gestum kostur á að sjá allt það helsta sem Toyota hefur upp á að bjóða. Á sýningunni verða fjórhjóladrifsbílar eins og Yaris… Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Jóhannes Nordal borinn til grafar

Útför Jóhannesar Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, sá um útförina, en Magnús Ragnarsson var organisti Meira
18. mars 2023 | Erlendar fréttir | 636 orð | 1 mynd

Kalla eftir handtöku Pútíns

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag tilkynnti í gær að hann hefði gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stríðsglæpa sem Rússar hefðu framið í Úkraínu. Í tilkynningu dómstólsins segir að hann hafi gefið út… Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Landsteymi um farsæld barna

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sett á fót landsteymi um farsæld barna í skólum. Landsteymið, sem sem nefnist LAUF, er ætlað að styðja við börn, foreldra og starfsfólk skóla þegar alvarleg mál koma upp, á borð við… Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Lítur vel út fyrir næstu tvö ár

Bókunarstaða í ferðaþjónustunni er mjög góð og fyrirtækin nokkuð ánægð með stöðuna. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Eftirspurnin í febrúar og mars hafi verið mjög góð Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Lætur fé af hendi rakna

Fimm styrkir til grunnrannsókna á krabbameini voru afhentir í vikunni en upphæðina lét Jóhannes Reynisson, stofnandi Bláa naglans, renna til Háskóla Íslands í þeim tilgangi. Alls gaf Jóhannes liðlega 2,4 milljónir króna og var upphæðinni skipt niður til fimm styrkþega Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Mars óvenju sólríkur en kaldur í borginni

Sólskinsstundir voru óvenju margar í Reykjavík fyrstu 15 daga marsmánaðar, eða 105. Trausti Jónsson veðurfræðingur vekur athygli á þessu á Hungurdiskum á Moggablogginu. Sömu daga hafa aðeins tvisvar mælst fleiri sólskinsstundir, árin 1947 og 1962 Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 310 orð

Málið verði kannað betur

Fulltrúar fyrirtækja í nágrenni gatnamóta Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs og Sæbrautar funduðu í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna áforma borgaryfirvalda um breytingar á umræddum gatnamótum. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu í vikunni á… Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 717 orð | 2 myndir

Menningunni á Höfn til heilla

Mjög gott atvinnuástand er í héraðinu, vetrarvertíð og loðnuveiði með besta móti, ferðamenn fjölmennir sem aldrei fyrr á þessum árstíma og mikil bjartsýni varðandi þetta ár. Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir, m.a Meira
18. mars 2023 | Fréttaskýringar | 568 orð | 2 myndir

Mikil ánægja ferðamanna á Íslandi

Nánast allir, eða 97% aðspurðra í nýrri könnun Ferðamálastofu á hegðun, upplifun og samsetningu ferðamanna á Íslandi, sögðu að náttúra landsins væri helsta aðdráttaraflið. Þá er áhugi á norðurslóðum og náttúrutengd afþreying nefnd sem stór þáttur í þeirri ákvörðun að koma til Íslands Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 429 orð | 3 myndir

Óvænt sjónarhorn og nýjar víddir

„Ég hef verið í skapandi stuði að undanförnu og gaman er að sýna afraksturinn,“ segir Elín Þóra Rafnsdóttir, sem opnar myndlistarsýningu sína „Samofið“ í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi klukkan 14 í dag og verður opið til kl Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

SAF með nýtt mælaborð

Árstíðasveifla í ferðaþjónustunni hefur minnkað en hún er mismikil eftir landshlutum. Þetta má glöggt sjá í nýjum gagnagrunni, Mælaborði SAF. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um umsvif ferðaþjónustunnar á einum stað sem hafa til þessa verið á ýmsum … Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 224 orð | 2 myndir

Segir ný tækifæri opnast

„Þetta er ótrúlega skemmtilegt starf að vera þingmaður og vissulega eftirsjá að því en svo opnast ný tækifæri,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem í gær var ráðinn bæjarstjóri á Akranesi … Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Sindri valinn listamanneskja ársins

Sindri Ploder var útnefndur listamanneskja hátíðarinnar List án landamæra 2023 og Myndlistarhópur Hlutverkaseturs var valinn listhópur hátíðarinnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opinberaði valið við sérstaka athöfn í Safnahúsinu síðdegis í gær Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 239 orð

Spjallmenni svara spurningum íbúanna

Fjölmörg sveitarfélög ætla síðar á árinu að taka í notkun svokölluð spjallmenni sem sinna munu einföldum fyrirspurnum íbúa á heimasíðum sveitarfélaganna. Um er að ræða verkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga Meira
18. mars 2023 | Fréttaskýringar | 603 orð | 5 myndir

Styttist óðum í veisluhöld sumarsins

„Hátíðin verður haldin í sumar, það er alveg klárt mál. Við ætlum að fagna 20 ára afmæli Fiskidagsins á veglegan hátt. Það átti reyndar að vera gert árið 2020 en hefur ekki auðnast fyrr en nú,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 677 orð | 1 mynd

Söfnunarkerfi fyrir allt landið

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sett er fram hugmynd um að komið verði upp einu heildstæðu söfnunar- og flutningskerfi fyrir dýraleifar af öllu landinu til að koma þeim í viðeigandi úrvinnslu eða förgun. Til að tryggja sem mesta hagkvæmni og sem best samræmi og yfirsýn fáist er talið liggja beint við að eitt fyrirtæki annist þessa þjónustu, eins og algengast er annars staðar á Norðurlöndunum. Mikilvægt er talið að allur kostnaður sem til fellur verði borinn uppi af bændum og sláturleyfishöfum en ekki sveitarfélögunum. Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 595 orð | 1 mynd

Tækifæri í mótvindi fyrir Vinstri græna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði á landsfundi flokks síns í Hofi á Akureyri í gær að alltaf væri hætta á þreytu þegar stjórnmálaflokkar hafa verið lengi við stjórnvölinn Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Tæknin hefur tekið yfir samfélagið

„Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var,“ segir dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Sunnudagsblaðið Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Vetur konungur segir enn til sín þrátt fyrir sól á himni

Þessir ungu íshokkíspilarar böðuðu sig í sólargeislum á ísilagðri Reykjavíkurtjörn í gær. Gluggaveður hefur leikið við íbúa Reykjavíkur að undanförnu en sólskinsstundir hafa verið ófáar og úrkoma lítil sem engin Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Viðræður frá morgni til kvölds

Stíf fundahöld fara fram þessa dagana í húsnæði ríkissáttasemjara í stóru samfloti heildarsamtaka opinberra starfsmanna í BSRB, BHM og KÍ sem eiga í kjaraviðræðum við samninganefndir ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga Meira
18. mars 2023 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Þolinmæðin sögð á þrotum

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Erfið og snúin staða er komin upp í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, við Orkuveitu Reykjavíkur. Meira

Ritstjórnargreinar

18. mars 2023 | Reykjavíkurbréf | 1585 orð | 1 mynd

Allir eiga seinustu ferðina vísa

Og því má bæta við um ógóð tilþrif þegar viðbrögðin virðast fumkennd og boðskapur helstu valdamanna er allur á skjön. Það kom í hlut fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Janet Yellen, sem hafði það forskot á aðra að hafa áður gegnt embætti aðalseðlabankastjóra Bandaríkjanna, að segja opinberlega hvernig stórveldið myndi bregðast við. Meira
18. mars 2023 | Leiðarar | 614 orð

Mikilvægi frumkvöðla

Uppgangur Marels á 40 árum er ævintýralegur Meira
18. mars 2023 | Staksteinar | 218 orð | 2 myndir

Sænska leiðin skilaði árangri

Andríki fjallar um sóttvarnir og reynsluna af kórónuveirufaraldrinum og rifjar upp orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í upphafi hans: „Við erum ekki að reyna að stoppa faraldurinn algjörlega. Við getum það ekki. Af hverju erum við ekki að reyna það? Jú ef við myndum gera það þá myndum við bara fá toppinn seinna.“ Þetta séu svipuð sjónarmið og hjá starfsbróður Þórólfs í Svíþjóð, Anders Tegnell. Meira

Menning

18. mars 2023 | Bókmenntir | 1274 orð | 4 myndir

Algjört óttaleysi í leit að sannleikanum

Endurminningar Ástin á Laxá ★★★★½ Eftir Hildi Hermóðsdóttur. Salka, 2022. Innbundin, 288 bls. Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Amanda Riffo sýnir í Nýlistasafninu

House of Purkinje nefnist einkasýning sem Amanda Riffo opnar í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, í dag milli kl. 17 og 19. „House of Purkinje býr til aðstæður sem hrista upp í heildarmyndinni Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Áhrifavaldur í Listasal Mosfellsbæjar

Rósa Traustadóttir opnar sýningu sína Áhrifavaldur = shinrin yoku í Listasal Mosfellsbæjar í dag milli kl. 14 og 16. „Vatnslitamyndir á sýningunni eru innblásnar af náttúrunni í Mosfellsbæ Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Bach í Breiðholtskirkju kl. 15.15

Bach í Breiðholtskirkju er yfirskrift tónleika sem Gunnar Kvaran sellóleikari heldur á vegum 15.15-tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju í dag kl. 15.15. Á efnisskránni verða Svíta nr. 1 í G-dúr BWV 1007 og Svíta nr Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Fólk eins og við í Hannesarholti

Fólk eins og við nefnist ljósmyndasýning sem Marta Margrét Rúnarsdóttir opnar í Hannesarholti í dag kl. 14. „Um er að ræða fyrstu einkasýningu Mörtu Margrétar hér á landi Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 157 orð | 1 mynd

Guðdómleg ást í Duus Safnahúsi

Divine Love nefnist sýning með verkum eftir hönnuðinn Sigrúnu Úlfarsdóttur sem Listasafn Reykjanesbæjar opnar í bíósal Duus Safnahúsa í dag kl. 14 í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum Meira
18. mars 2023 | Tónlist | 561 orð | 2 myndir

Heiftúðugir ungir menn

Á Með hamri er tónmálið þróað áfram enn og Misþyrming farin að setjast þægilega (nú, eða óþægilega) í einkennandi stíl. Meira
18. mars 2023 | Fjölmiðlar | 208 orð | 1 mynd

Heimsmeistarar í siðleysi og svindli

Norska útrásin (Exit) er komin aftur í gang á RÚV þar sem þriðja serían stendur nú yfir og fjórmenningarnir halda uppteknum hætti við svindl, svínarí og almennt siðleysi. Já, fjórmenningarnir sagði ég, enda þótt allt hefði bent til þess að þeim… Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 777 orð | 2 myndir

Í kappakstri við náttúruöflin

Ég sló á Zoom-þráðinn þar sem þau sátu baksviðs í belgísku borginni Liege eftir hljóðprufu fyrir upphitunartónleika sem fram fóru um kvöldið. Tveimur dögum seinna eða 11. mars hófst Evróputúrinn í Brussel en honum lýkur svo með tónleikum í Union Chapel í London hinn 31 Meira
18. mars 2023 | Kvikmyndir | 807 orð | 2 myndir

Listin eða listamaðurinn?

Bíó Paradís Tár ★★★★½ Leikstjórn: Todd Field. Handrit: Todd Field. Aðalleikarar: Cate Blanchett, Noémie Merlant, Nina Hoss og Sophie Kauer. Bandaríkin, 2022. 158 mín. Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Maria Wandel opnar sýningu í Þulu í dag

Danski listamaðurinn Maria Wandel opnar sýningu í Þulu sem nefnist Not Keeping Journal í dag kl. 16. „Frá því að Maria Wandel lauk námi við Konunglega danska listaháskólann (1997-2005) hefur hún gert tilraunir með ýmsar listrænar aðferðir og… Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Passíusálmar í Hvalsneskirkju

Magnea Tómasdóttir söngkona og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja nokkur vers úr sex Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á tónleikum í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ í dag kl. 17. Sálmarnir verða fluttir við þjóðlög í útsetningum Smára Ólasonar og við lög Jóns Ásgeirssonar Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd

RIFF upp á pallborðið hjá The Moviemaker

Tímaritið The Moviemaker hefur valið RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, eina af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins. Birtust niðurstöður valsins á vef tímaritsins, moviemaker.com, í fyrradag Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Síðasti söngleikur Sondheims á svið

Síðasti söngleikur Stephens Sondheims verður heimsfrumsýndur í New York í haust í leikstjórn Joes Mantellos. Söngleikurinn nefnist Here We Are, en gekk áður undir heitinu Square One Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Síðustu Bach- tónleikarnir af þrennum

Síðustu tónleikar af þrennum með öllum sónötum og partítum fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach í flutningi Hlífar Sigurjónsdóttur verða í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 21. mars kl. 20. Leikin verða Sónata III í C-dúr og Partíta III í E-dúr Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Styrktartónleikar í Bæjarbíói

Styrktartónleikar Alzheimersamtakanna fara fram í Bæjarbíói á morgun, sunnudag, kl. 19. „Glæsilegir listamenn stíga á svið. Eyþór Ingi, Margrét Eir, Júlí Heiðar og Guðrún Árný flytja hugljúfa tóna fyrir gesti Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 176 orð | 1 mynd

Töfraheimilið í Kling & Bang

Töfraheimilið / Magical Home nefnist samsýning sem Helena Margrét Jónsdóttir, Lidija Ristic, Ragnheiður Káradóttir og Virginia L. Montgomery opna í Kling & Bang í dag milli kl Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Vegvísir Einars Garibalda í Glerhúsinu

Reykjavík / Vegvísir – A Guide nefnist sýning með verkum Einars Garibalda Eiríkssonar sem opnuð verður í Glerhúsinu á Vesturgötu 33b í dag kl. 14. Samtímis heldur listamaðurinn útgáfuhóf Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 198 orð | 1 mynd

Það besta frá teiknurum

Verðlaun Félags íslenskra teiknara voru afhent í 22. sinn í gærkvöldi. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi. Alls bárust yfir 500 innsendingar í 21 flokk, sem er met, og þar af voru 92 verkefni tilnefnd Meira
18. mars 2023 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Þórunn sýnir Foldarskart í Galleríi Fold

Foldarskart nefnist fjórða einkasýningin sem Þórunn Bára Björnsdóttir opnar í Gallerí Fold í dag. Þórunn hefur verið virk í íslensku listalífi undanfarna tvo áratugi. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá College of Art í Edinborg og með meistaragráðu frá Wesleyan University í Bandaríkjunum Meira

Umræðan

18. mars 2023 | Pistlar | 791 orð

Aðför að menningararfi

Að aðförinni að Borgarskjalasafni Reykjavíkur er staðið á kaldrifjaðan hátt án nokkurs tillits til viðhorfa starfsmanna safnsins, skjalavarða eða velunnara meðal sagnfræðinga og annarra. Meira
18. mars 2023 | Aðsent efni | 754 orð | 1 mynd

Að hlusta, bíða og bærast ei

Draugar fortíðarinnar eru enn á ferli og þá þarf að kveða niður. Meira
18. mars 2023 | Aðsent efni | 1180 orð | 1 mynd

Alþjóðlegir fjármálamarkaðir vestanhafs titra

Staða íslenska hagkerfisins er sterk enda er hagvöxtur kröftugur, lítið atvinnuleysi, miklar útflutningstekjur, lækkandi skuldir ríkissjóðs og frumjöfnuður ríkisfjármála næst von bráðar. Meira
18. mars 2023 | Aðsent efni | 772 orð | 2 myndir

Dyggðir og lestir í leikskólapólitík

Borgaryfirvöld reyna eftir megni að halda upplýsingum leyndum um síversnandi ástand. Meira
18. mars 2023 | Pistlar | 468 orð | 2 myndir

Hnykkir tekur jarðlest

Í síðustu viku heyrði ég no. lýsir notað um þann sem lýsir fótboltaleik. Þetta var í leiksýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, þar datt upp úr einni persónunni starfsheitið lýsir í stað lýsara, lýsanda eða hins rótgróna knattspyrnulýsanda Meira
18. mars 2023 | Pistlar | 380 orð | 1 mynd

Land og skógur

Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa sögu. Verkefni þeirra og hlutverk eru tengd og af þeim sökum hefur verið skoðað oftar en einu sinni hvort sameina ætti stofnanirnar. Sameiningin hefur ekki orðið hingað til en eftir að ég… Meira
18. mars 2023 | Aðsent efni | 581 orð | 1 mynd

Madame Butterfly og menningarnám

Leikritið lýtur sínum lögmálum með búninga og gervi og í þessu tilviki er ekkert sagt eða gert sem getur talist niðurlægjandi fyrir Japani eða japanska menningu. Meira
18. mars 2023 | Aðsent efni | 279 orð

Níðvísan þjónaði tilgangi

Hér hef ég fyrir nokkru varpað fram þeirri tilgátu, að Snorri Sturluson hafi samið söguna um landvættirnar í því skyni að telja þá Hákon konung Hákonarson og Skúla jarl Bárðarson af því að senda herskip til Íslands eins og þeir hugðust gera árið… Meira
18. mars 2023 | Aðsent efni | 726 orð | 1 mynd

Röng mynd dregin upp

Í umfjöllun um Votta Jehóva hefur þess ekki verið gætt að sannreyna upplýsingar og fara rétt með staðreyndir. Meira
18. mars 2023 | Aðsent efni | 407 orð | 1 mynd

Sjálfbærar fiskveiðar og sáttmáli um líffræðilegan fjölbreytileika

Þátttaka íslensks sjávarútvegs í MSC-vottunarkerfinu ætti að vera lóð á vogarskálarnar til að Ísland nái markmiðum sínum í Kunmings-Montreal- samningnum. Meira
18. mars 2023 | Pistlar | 575 orð | 4 myndir

Þrír urðu efstir á EM einstaklinga

Eftir geysiharða baráttu í opnum flokki á Evrópumóti einstaklinga sem lauk á mánudaginn í Vrnjacka Banja í Serbíu urðu þrír skákmenn efstir og jafnir, Rússinn Alexei Sarana, Belginn Daniel Dardha og Kiril Shevchenko frá Rúmeníu Meira

Minningargreinar

18. mars 2023 | Minningargreinar | 573 orð | 1 mynd

Anton Valdimarsson

Anton Valdimarsson fæddist 1. maí 1934 í Brekkugötu 23 á Akureyri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð 25. janúar 2023. Foreldrar hans voru hjónin Áslaug Jóhannsdóttir og Valdimar Antonsson sem bjuggu á Espihóli í Hrafnagilshreppi þegar Anton kom í heiminn Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2023 | Minningargreinar | 1682 orð | 1 mynd

Gísli Sigurbergsson

Gísli Sigurbergsson fæddist í Svínafelli Nesjum 19. maí 1934. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn 11. mars 2023. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbergur Árnason, bóndi í Svínafelli, f. 9 Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2023 | Minningargreinar | 2347 orð | 1 mynd

Gunnar Aðólf Guttormsson

Gunnar Aðólf Guttormsson fæddist 3. apríl 1929 í Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 7. mars 2023. Foreldrar hans voru Guttormur Sigri Jónasson, bóndi í Svínafelli og síðar múrari í Reykjavík, f Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2023 | Minningargreinar | 139 orð | 1 mynd

Þorvaldur Þorvaldsson

Þorvaldur Þorvaldsson fæddist 29. september 1955. Hann lést 10. febrúar 2023. Útför Þorvaldar fór fram 20. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 163 orð | 1 mynd

Fálkinn Ísmar hyggst kaupa Iðnvélar

Fálkinn Ísmar hyggst kaupa hátæknifyrirtækið Iðnvélar, en tilkynning um samrunann barst til Samkeppniseftirlitsins (SKE) 28. febrúar sl., að því er segir á vef eftirlitsins. Fálkinn og Ísmar runnu saman á haustmánuðum 2021 Meira
18. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Heimila samruna Ísfélagsins og Ramma

Samkeppniseftirlitið (SKE) telur ekki forsendur til íhlutunar vegna samruna Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma. Tilkynnt var um samruna útgerðarfélaganna í lok desember sl. Í niðurstöðu SKE kemur fram að ekki séu vísbendingar fyrir hendi til þess að… Meira

Daglegt líf

18. mars 2023 | Daglegt líf | 577 orð | 4 myndir

Hún fær smá verk fyrir brjóstið

Á ferðum mínum um bæinn hefur mér alltaf þótt bagalegt að horfa upp á alla þessa stöku vettlinga sem ég geng fram á, ég fæ smá verk fyrir brjóstið, svo ég ákvað loks að gera eitthvað í þessu,“ segir myndlistarkonan Rakel Steinarsdóttir sem tók … Meira
18. mars 2023 | Daglegt líf | 117 orð | 1 mynd

Skemmtiatriði, kynningar á kvikmyndaskólum og fleira flott

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna verður í Bíó Paradís 25. og 26. mars en markmið hátíðarinnar er að gera nemendum í framhaldsskólum kleift að koma kvikmyndaverkum sínum á framfæri og kynnast öðrum með sömu áhugamál Meira

Fastir þættir

18. mars 2023 | Í dag | 61 orð

„ … [K]veða það mikinn úrdrátt að skólinn sé lokaður vegna rakaskemmda,…

„ … [K]veða það mikinn úrdrátt að skólinn sé lokaður vegna rakaskemmda, mygla hafi greinst í öllum álmum …“ Þessi gleðilegu orð gat að lesa hér í blaðinu fyrir nokkru. Það sem gladdi var úrdráttur, sem þýðir það að draga úr e-u og þarna var einmitt notaður þannig Meira
18. mars 2023 | Árnað heilla | 146 orð | 1 mynd

Álfrún Gunnlaugsdóttir

Álfrún Gunnlaugsdóttir fæddist 18. mars 1938 í Reykjavík. Foreldrar Álfrúnar voru hjónin Gunnlaugur Ólafsson, f. 1908, d. 1990, og Oddný Pétursdóttir, f. 1911, d. 1995. Álfrún hóf nám í bókmenntafræði- og heimspeki við háskólann í Barcelona og lauk þaðan doktorsprófi 1970 Meira
18. mars 2023 | Í dag | 246 orð

Brennandi í andanum

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Gáfnaljós er gumi sá. Gola sveigir lauf og strá. Gægist vofa gluggann á. Góður í skóla vera má. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Andans maður er hann sá Meira
18. mars 2023 | Dagbók | 74 orð | 1 mynd

Enn alltaf á barmi taugaáfalls

Haraldur Nel­son, faðir og umboðsmaður MMA-kapp­ans Gunn­ars Nel­sons, hlakk­ar til að sjá son sinn stíga inn í hring­inn í bar­daga gegn Banda­ríkja­mann­in­um Bry­an Barb­erena í kvöld en viður­kenn­ir þó að hann sé alltaf taugatrekkt­ur þegar son­ur hans er að fara að berj­ast Meira
18. mars 2023 | Í dag | 94 orð | 1 mynd

Guðríður Bjartey Ófeigsdóttir

30 ára Guðríður er Reykvíkingur, ólst upp í Ártúnsholti en býr í Norðlingaholti. Hún er með B.Sc. gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er í fæðingarorlofi. Áhugamálin erusamvera með fjölskyldunni og vinum, ferðalög og að njóta… Meira
18. mars 2023 | Í dag | 759 orð | 3 myndir

Kominn aftur í heimabæinn

Halldór Árnason er fæddur 18. mars 1953 í Stykkishólmi. „Ég ólst þar upp til unglingsára í frjálsu umhverfi þar sem ímyndunaraflið, sköpunargleði og leikir krakka byggðust að stórum hluta á eigin frumkvæði þar sem nærumhverfið, útivera og ævintýraþrá var vettvangurinn Meira
18. mars 2023 | Dagbók | 51 orð | 1 mynd

Óskarsverðlaunamynd frá 2013 byggð á sönnum atburðum. Rafvirkinn og…

Óskarsverðlaunamynd frá 2013 byggð á sönnum atburðum. Rafvirkinn og glaumgosinn Ron Woodroof smitast af HIV og í kjölfarið tekur hann lífið fastari tökum. Með klækjabrögðum hjálpar hann öðrum sem greinst hafa með veiruna að fá lyf sem þau fengju ekki annars Meira
18. mars 2023 | Í dag | 32 orð | 1 mynd

Reykjavík Hekla Ragnheiður Alexdóttir fæddist 8. ágúst 2022 kl. 15.56 á…

Reykjavík Hekla Ragnheiður Alexdóttir fæddist 8. ágúst 2022 kl. 15.56 á fæðingardeild Landspítalans. Hún vó 3.728 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðríður Bjartey Ófeigsdóttir og Alex Kári Ívarsson. Meira
18. mars 2023 | Í dag | 159 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Rh4 e6 7. Rxf5 exf5 8. e3 Bb4 9. Bxc4 0-0 10. 0-0 Rbd7 11. Dc2 g6 12. f3 Hc8 13. Kh1 c5 14. dxc5 Re5 15. Be2 Hxc5 16. e4 fxe4 17. fxe4 Reg4 18. h3 Rh5 19 Meira
18. mars 2023 | Í dag | 186 orð

Unglingurinn. V-NS

Norður ♠ D1094 ♥ ÁG8 ♦ D3 ♣ D1042 Vestur ♠ Á63 ♥ 1075432 ♦ G9 ♣ 93 Austur ♠ K8752 ♥ D96 ♦ K10 ♣ KG7 Suður ♠ G ♥ K ♦ Á876542 ♣ Á865 Suður spilar 5♦ Meira

Íþróttir

18. mars 2023 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

FH á titil að verja í Kaplakrika í dag

Margt af fremsta frjálsíþróttafólki landsins tekur þátt í bikarkeppni FRÍ innanhúss sem haldin er í 17. skipti í dag í Kaplakrika í Hafnarfirði. Keppnin hefst klukkan 14 og lýkur um klukkan 16. Liðin sem mæta til leiks eru Ármann, Breiðablik, FH með … Meira
18. mars 2023 | Íþróttir | 1290 orð | 2 myndir

Fjögur eygja annað sæti

EM 2024 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leik í undankeppni EM 2024 þegar liðið heimsækir Bosníu og Hersegóvínu næstkomandi fimmtudag. A-landslið þessara tveggja þjóða hafa aldrei mæst, hvorki karla- né kvennaliðin, og því um glænýjan mótherja að ræða. Meira
18. mars 2023 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

Grindavík og Þór styrktu bæði stöðuna í körfuboltanum

Grindavík og Þór úr Þorlákshöfn unnu í gærkvöld afar mikilvæga sigra í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Grindvíkingar lögðu Breiðablik í Smáranum í Kópavogi og Þórsarar sigruðu Tindastól í háspennuleik eftir framlengingu í Þorlákshöfn Meira
18. mars 2023 | Íþróttir | 295 orð

Nóg boðið eftir síðustu ummæli AÞV

Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður á Sýn og faðir Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns, birti í gær yfirlýsingu á Vísi í kjölfarið á frásögnum Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara um ástæður þess að hann valdi ekki Albert í landsliðshópinn Meira
18. mars 2023 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Selfyssingar skelltu meisturum Vals

Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir í gærkvöldi og lögðu deildarmeistara Vals, 33:31, á Selfossi í efstu deild karla í handbolta. Selfyssingar náðu góðu forskoti í leiknum sem dugði að lokum til sigurs, þrátt fyrir heiðarlega tilraun Valsmanna að koma til baka undir lok leiks Meira
18. mars 2023 | Íþróttir | 354 orð | 2 myndir

Stórleikur Ólafs í Smára

Línurnar eru farnar að skýrast í efstu deild karla í körfubolta en 20. umferð lauk í gærkvöldi með tveimur leikjum. Tvær umferðir eru eftir og enn er gífurleg spenna í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en ljóst er að eitt lið mun sitja eftir með sárt ennið Meira
18. mars 2023 | Íþróttir | 86 orð

Sverrir verður ekki með

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður PAOK í Grikklandi, hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir leikina gegn Bosníu og Liechtenstein vegna meiðsla. Þetta er talsvert áfall fyrir íslenska liðið því Sverrir er einn af… Meira
18. mars 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Sögulegur leikur í Laugardal?

Líkurnar á að Cristiano Ronaldo leiki sinn 200. landsleik á ferlinum á Laugardalsvellinum 20. júní jukust verulega í gær þegar Robert Martinez valdi hann í landsliðshóp Portúgala fyrir tvo leiki í undankeppni EM í fótbolta á næstu dögum Meira
18. mars 2023 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Tveir tvísýnir úrslitaleikir í Höllinni?

Úrslitaleikirnir í bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik fara fram í Laugardalshöllinni í dag en þetta er 50. úrslitaleikurinn í karlaflokki frá upphafi og sá 48. í kvennaflokki. Miðað við stöðu liðanna á Íslandsmótinu og fyrri viðureignir í… Meira

Sunnudagsblað

18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 347 orð | 5 myndir

Að klóra sig í gegnum krítíska heimspeki

Ég las fyrir nokkru upphátt Sjálfstætt fólk og Brekkukotsannál fyrir ömmu og afa á kvöldin, öllum til ánægju. Annars les ég sjálfur helst fræðibækur eða greinar um félags- og stjórnmálafræði. Núna held ég mikið upp á Hér er kominn gestur eftir Þórð… Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 114 orð | 1 mynd

„Það kom aldrei upp í hugann að vera hræddur“

Dagný Pétursdóttir lét verða af því að fylgja æskudraumnum í ferð til Úganda þar sem hún horfðist í augu við villta fjallagórillu. Það hefur verið draumur hennar að hitta þessi mögnuðu dýr frá því hún var stelpa og horfði á kvikmyndina Gorillas in the Mist Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 302 orð | 1 mynd

Ekki líta undan!

Hvaða starf fer fram á kaffistofu Samhjálpar? Hér er athvarf fyrir fólk í neyð sem hefur ekki efni á að fæða sig. Hingað leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 1439 orð | 2 myndir

Er eignarfall smekksatriði?

Ég hef ekki annað fyrir mér en eigin máltilfinningu um að eignarfallsnotkun fari vaxandi og tel hér undir fleiri dæmi sem ég hef aflað héðan og þaðan undanfarið. Heimilda er að jafnaði ekki getið í því skyni að spara pláss, það er enda magnið sem skiptir máli í þessu samhengi, en ekki sérhvert tilvik. Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 955 orð | 1 mynd

Erindi Íslands við umheiminn

Landsréttur staðfesti frávísun hryðjuverkamálsins svonefnda vegna mikilla ágalla á tilgreiningu á ætluðum hryðjuverkabrotum sakborninganna tveggja. Ákæruliðir um vopnalagabrot standa óhaggaðir Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 1162 orð | 1 mynd

Ég ætla að læra þar til ég dey

Það er gríðarlegur áhugi á klassískri tónlist í Kína. Í náinni framtíð verður Kína miðdepill klassískrar tónlistar. Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Gengur Berserkergang?

Hrollur Íslandsvinurinn og gítarleikari Guns N' Roses, Slash, hefur ásamt fleirum stofnað nýtt félag, Berserkergang, sem hefur það hlutverk að framleiða góðar hryllingsmyndir. „Ég hef alla tíð verið gríðarlegur hrollvekjuunnandi, sérstaklega í gamla … Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 2410 orð | 4 myndir

Hef aldrei sagt Mogganum upp

Þetta var eina blaðið af viti. Það voru auðvitað Tíminn og Þjóðviljinn en við vorum ekki vinstrisinnuð og keyptum bara Moggann. Og höfum aldrei sagt honum upp! Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 706 orð | 2 myndir

Hef ekkert að fela lengur

Áður var ég alltaf að reyna að gera fullkomin verk, þaulunnin á yfirborðinu, hvergi mátti vera glufa því þá hefði glitt í kvikuna á bakvið, Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 2594 orð | 3 myndir

Hnignun hinna félagslegu töfra

Það er engin tilviljun að sjö af tíu verðmætustu fyrirtækjum heims starfi á vettvangi tækni og fjölmiðlunar. Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 2135 orð | 2 myndir

Hver ferð hefst á einu litlu skrefi

Ég vil leggja mitt af mörkum í þessu embætti og jafnvel ganga, hjóla eða hlaupa á undan með góðu fordæmi. Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 54 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa dulmál. Lausnina skrifið þið niður á…

Í þessari viku eigið þið að leysa dulmál. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 26. mars. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Raya og síðasti drekinn – Þjálfun tuk tuk. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, aldur og heimilisfang Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 85 orð | 1 mynd

Kemur klónið fyrirmyndinni til bjargar?

Hrollur Infinity Pool nefnist nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Brandons Cronenbergs. Um er að ræða hrollvekju um vel stæðan rithöfund sem verður manni að bana í bílslysi á meðan hann er í fríi á ótilgreindum framandi slóðum Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 732 orð | 2 myndir

Kovid, kjúklingar og varnaðarorð Karls

Þarna ætti að sýna varfærni. Þetta væri ekki íhaldssemi heldur framsýni. Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 167 orð

Kristján litli fór í dýragarðinn og um kvöldið spyr afi hann hvaða dýr…

Kristján litli fór í dýragarðinn og um kvöldið spyr afi hann hvaða dýr honum hafi fundist skemmtilegast að sjá: „Selinn! Af því að hann var líkastur þér!“ Í gestabókinni: „Það var ansi mikið af skordýrum í náttúrunni Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 19 orð | 3 myndir

Lausnir á bls. 6-7

Hvaða púsl? 1, 4, 7, 8, 9, 12. Hvað kemur næst? Gáta Hjólbörur. Finndu 12 villur Finndu réttan skugga Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 656 orð | 1 mynd

Leitin mikla að rasismanum

Varðhundar ritskoðunar munu ótrauðir halda áfram ferð sinni um listaheiminn Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 176 orð | 1 mynd

List að ræða um list

„Á síðustu tímum hefir mikið — já mjög mikið verið ritað hjer um tónlist og list yfirleitt, sumt gott og sumt mjög miður gott.“ Með þessum orðum hóf Otto nokkur Böttcher stutta grein í Morgunblaðinu fyrir réttri öld, 18 Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

Loftglíma við mínótára

Fjölhæf Breska leikkonan Helen Mirren verður líklega seint sökuð um einhæfni. Þess vegna þarf ekki endilega að koma á óvart að nýjasta kvikmynd hennar sé ofurhetjumyndin Shazam! Fury of the Gods í leikstjórn Davids F Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Neeson þreytulegur Marlowe

Skellur Liam Neeson nær sér ekki á strik sem hinn goðsagnakenndi spæjari Philip Marlowe í nýrri kvikmynd Neils Jordans, ef marka má umsögn í breska blaðinu The Guardian. Gagnrýnandi blaðsins segir umbúðirnar utan um myndina glæsilegar og lofa góðu en innihaldið sé því miður fremur rýrt Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 43 orð | 1 mynd

Raya æfir af kappi til þess að geta orðið verndari drekasteinsins og gefur …

Raya æfir af kappi til þess að geta orðið verndari drekasteinsins og gefur sér ekki tíma í neitt annað. En stíf þjálfun ein og sér er ekki nóg til þess að ná árangri – jafnvægi er lykilatriði. Því færir pabbi Rayu henni Tuk Tuk sem hún á að gæta og hugsa um meðfram æfingunum Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 150 orð | 1 mynd

Réðst á einhentan mann

19 ára gamall maður var handtekinn í Fort Lauderdale í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar fyrir að ráðast með fólskulegum hætti á Rick Allen, trommuleikara breska glysmálmbandsins Def Leppard. Þess má geta að Allen er einhentur; missti annan handlegginn í slysi fyrir um fjórum áratugum Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 548 orð | 3 myndir

Stórir draumar rætast

Hún hikaði ekki við að leika í glæfralegum áhættuatriðum og varð oft að þola meiðsli. Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 1010 orð | 4 myndir

Sunnudagur til sigurs – eða ekki

Fyrir nokkrum mánuðum eða misserum dustaði ég á þessum vettvangi rykið af nokkrum eftirminnilegum dægurlögum sem eru með þann geðþekka vikudag mánudag í titlinum. Það var býsna skemmtilegt grúsk og ástæða til að halda því áfram Meira
18. mars 2023 | Sunnudagsblað | 437 orð

Vér móðgumst öll!

Morðingja getur auðvitað enginn leikið nema maður sem sjálfur hefur orðið öðrum manni að bana. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.