Greinar þriðjudaginn 16. maí 2023

Fréttir

16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Áhrif byggðar verði rannsökuð frekar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðis­flokksins leggja til á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag, að farið verði í ítarlegri rannsóknir á áhrifum nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 73 orð

Áhyggjur uppi af gervigreindinni

„Við höfum svo sannarlega áhyggjur. Ég held að allur listageirinn eins og hann leggur sig sé órólegur yfir þessu, hvort sem það eru myndlistarmenn, rithöfundar eða tónlistarfólk,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFS, samtaka tón- … Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Álft liggur á eggjum í Hafnarfirði

Í Hamarkotslæk í Hafnarfirði er lítill hólmi og þar hefur fallegt álftapar komið sér upp óðali. Þar má fylgjast með karlinum bæta í hreiðurstæðið og kerlunni snúa eggjunum. Guðmundur Fylkisson kom upp öryggismyndavél við álftahreiðrið en að hans… Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Evrópuráðið með Vigdísarverðlaun

Vig­dís­ar­verðlaun­un­um fyr­ir vald­efl­ingu kvenna var hleypt af stokk­un­um af Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Tiny Kox, for­seta Evr­ópuráðsþings­ins, við hátíðlega at­höfn í Ver­öld, húsi Vig­dís­ar, í gær Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 297 orð

Fá ekki mastur í Fljótshlíðina

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur hafnað beiðni Íslandsturna um heimild til að reisa 18 metra hátt fjarskiptamastur fyrir farsímaþjónustu á lóð spennistöðvar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Ástæðan er mikil andstaða við áformin sem fram kom í grenndarkynningu Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 473 orð | 3 myndir

Ferðalag um sögusvið

„Sagan lifnar við og skilningur fólks á henni verður allt annar og meiri,“ segir Baldur Hafstað íslenskufræðingur. Á nýliðnum vetri var hann, níunda árið í röð, kennari á námskeiðum Félags eldri borgara í Reykjavík þar sem fornritin eru lesin og rædd Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Fjöldi fanga sætir illri meðferð

„Við erum nýkomin úr ferð til Tyrklands þar sem við vorum að kynna okkur stöðu mannréttindamála með höfuðáherslu á fangelsismál, en í landinu eru þúsundir pólitískra fanga og við vildum kynna okkur stöðu þeirra,“ segir Ögmundur Jónasson,… Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Fundinum fylgir mikilvæg reynsla

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mikilvægan búnað sem keyptur var til landsins fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, auk þeirrar reynslu sem lögreglumenn öðlast í tengslum við verkefnið, auka öryggi borgara hér í landi Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 411 orð | 2 myndir

Förgun minnki smithættu

Snædís Björnsdóttir snaedis@mbl.is Ekki er nógu vel staðið að förgun dauðra villtra fugla að mati Einars Þorleifssonar, náttúrufræðings við Náttúrustofu Norðurlands vestra. Með förgun megi koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensu og annarra smitsjúkdóma. Meira
16. maí 2023 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Glæddar vonir um endurkjör

Landskjörstjórn í Tyrklandi staðfesti í gær að halda þyrfti aðra umferð í forsetakosningum í fyrsta sinn í sögu Tyrklands. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hlaut samkvæmt staðfestum úrslitum 49,51% atkvæða í forsetakosningunum á sunnudaginn, en … Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Gætu þurft að fara langt fyrir bensínið

Bílar sem gengið hafa fyrir 95 oktana E-5-bensíni undanfarin ár geta gengið fyrir nýju bensínblöndunni 95 oktana E-10. Eigendur gamalla bíla sem ekki þola nýja bensínið geta þurft að fara langar leiðir eftir 98 oktana bensíni sem aðallega er að finna á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Margir vinna heima

„Almenn tilmæli til starfsfólks Stjórnarráðsins eru að fólk reyni að nota aðra samgöngumáta en bíla þessa daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins stendur yfir, eða að vinna heima,“ segir Sveinn H. Guðmarsson fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 222 orð | 2 myndir

Markmiðið að kveikja í stúkunni

Hinn 15 ára gamli Hlífar Óli Dagsson hefur séð um leikmannakynningar hjá körfuknattleiksliði Tindastóls undanfarin tvö ár. Hann fór á kostum í gær þegar Tindastóll tók á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins og kynnti leikmenn Tindastóls til leiks með miklum tilþrifum Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Mildi að bakarinn slapp

„Þetta er svo sem enn þá í skipulagi. Planið er að byrja að baka og senda út í búðir á morgun [í dag] og svo ætlum við bara, þegar allt er komið í ljós tryggingalega séð, og gefið grænt leyfi á það að tæma búðina, þá verður það gert Meira
16. maí 2023 | Fréttaskýringar | 637 orð | 4 myndir

Ný löggjöf um gervigreind væntanleg

Gervigreindarlíkanið ChatGPT hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en nýlega varð líkanið aðgengilegt á íslensku og varð það annað tungumálið sem nota mátti í líkaninu á eftir ensku. Þá vinnur líkanið með fyrirliggjandi gögn og má ætla að… Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Skotvellinum í Álfsnesi lokað

„Þetta er skelfileg staða. Það er verið að strangtúlka orðalag í reglugerð og gengur þvert á verklag sem hefur verið viðhaft,“ segir Áki Ármann Jónsson formaður Skotvíss um ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að… Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Stórefla þarf löggæslu í Búðardal

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt bókun þar sem skorað er á dómsmálaráðherra að ganga nú þegar til verka og stórefla starfsemi lögreglunnar í Búðardal og auka þannig almennt öryggi íbúa og ferðalanga á víðfeðmu landsvæði Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 407 orð | 2 myndir

TF-SIF sinnir eftirliti á ný

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslu Íslands var kölluð heim úr verkefnum sínum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hefst í dag. Flugvélin lenti í Reykjavík í hádeginu á föstudaginn og hefur í framhaldinu sinnt eftirliti á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Komu vélarinnar til landsins var flýtt vegna fundarins en TF-SIF hefur sinnt landamæragæslu við Miðjarðarhafið síðan í febrúar. Flugvélin verður til taks fyrir lögregluna í dag þegar leiðtogafundurinn hefst og á meðan honum stendur. Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 469 orð | 1 mynd

Undirbúningurinn eykur öryggið

Það verkefni sem íslensk lögregluyfirvöld fengu upp í hendurnar við skipulagningu á öryggismálum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem hefst í dag, mun þegar fram í sækir auka öryggi borgaranna hér á landi Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Úkraínu verði gefið færanlegt neyðarsjúkrahús

Formenn og fulltrúar allra flokka sem eiga sæti á Alþingi lögðu í gær fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um að utanríkisráðherra verði falið að festa kaup á færanlegu neyðarsjúkrahúsi til notkunar fyrir særða hermenn og að það verði fært… Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Verðhækkanir nálægt vísitölu

Búast má við að hækkanir iðgjalda á bifreiðatryggingum á árinu verði oftast í samræmi við vísitölu ef marka má svör tryggingafélaganna við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þó eru kjör viðskiptavina einstaklingsbundin, meðal annars vegna tjónasögu Meira
16. maí 2023 | Erlendar fréttir | 911 orð | 1 mynd

Vilja mynda „herþotubandalag“

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hann væri vongóður um að Úkraínumenn myndu brátt ná samkomulagi við bandamenn sína um að fá vestrænar orrustuþotur. Selenskí heimsótti í gær Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta á sveitasetrinu Chequers, þar sem þeir ræddu frekari stuðning Breta við Úkraínumenn á komandi vikum. Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Þeir sem notað hafa E-5-bensín geta notað E-10

Allir þeir bílar sem gengið hafa fyrir 95 oktana E-5-bensíni undanfarin ár geta gengið fyrir nýju bensínblöndunni sem byrjað er að flytja inn í staðinn, 95 oktana E-10, að sögn forstjóra Skeljungs. Þeim bílum sem þurfa 98 oktana hreint bensín eða sérstök íblöndunarefni fjölgar því ekki við breytinguna. Eigendur fornbíla og gamalla bíla sem ekki þola nýja bensínið geta þurft að fara langar leiðir eftir 98 oktana bensíni vegna þess að það eldsneyti er aðallega á boðstólum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Meira
16. maí 2023 | Innlendar fréttir | 468 orð | 2 myndir

Öryggismál gerbreytt í okkar heimshluta

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landshelgisgæslunnar, var kölluð til landsins frá Miðjarðarhafi eftir samráð við ríkislögreglustjóra en vélin hefur sinnt eftirliti á hafsvæðinu í kringum Ísland síðan á föstudag Meira

Ritstjórnargreinar

16. maí 2023 | Staksteinar | 210 orð | 1 mynd

Foknir milljarðar

Margvíslegir alþjóðlegir þættir velta mest á heppni eins og annað í lífinu. Með dálítilli heppni hefði Ísland sloppið billega frá formennsku í Evrópuráðinu og enginn munað eftir henni og sloppið með að sturta í það milljónatugum í stað milljarðanna. En þá datt einhverjum með ólund þann daginn í hug að halda „leiðtogafund á Íslandi“. Meira
16. maí 2023 | Leiðarar | 597 orð

Nöldur og kvak

Fróðlegt gæti verið að mæla mat fjöldans á Júró nú síðast Meira

Menning

16. maí 2023 | Menningarlíf | 530 orð | 2 myndir

Djassaðir dýrðartónar

„Af hverju ekki djass?“ skýtur Guðmundur Sigurðsson kórstjóri Dómkórsins fimlega til baka þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Tilefnið er vortónleikar kórsins annað kvöld í Dómkirkjunni þar sem djassinn mun duna Meira
16. maí 2023 | Fjölmiðlar | 185 orð | 1 mynd

Eurovison-gaulið og minnihlutinn

Stundum er maður í minnihluta og ekkert fær því breytt. Það á við um þá stórfurðulegu keppni sem nefnist Eurovison og er haldin árlega, manni til sárra leiðinda. Þrátt fyrir góðan vilja er erfitt að leiða keppnina hjá sér, slík eru lætin Meira
16. maí 2023 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Flauta og gítar á Klassík við Sundin

Hafdís Vigfúsdóttir og Svanur Vilbergsson koma fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Klassík við Sundin. „Tónlist fyrir flautu og gítar á sér langa sögu aftur í aldir og hafa… Meira
16. maí 2023 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Herdís styrkt

Fiðluneminn Herdís Mjöll Guðmundsdóttir hlýtur styrk úr Styrktarsjóði Önnu K. Nordal þetta árið. Styrkupphæðin nemur einni milljón króna. „Dómnefnd sjóðsins, skipuð Magnúsi Ragnarssyni, Gyðu Stephensen, Hildigunni Halldórsdóttur og Páli Palomares,… Meira
16. maí 2023 | Menningarlíf | 242 orð | 1 mynd

Langaði að brjóta verðlaunagripinn

Kate Winslet var valin besta leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í I am Ruth og Ben Whishaw besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í This Is Going To Hurt þegar BAFTA–sjónvarpsverðlaunin voru afhent í London um helgina Meira
16. maí 2023 | Menningarlíf | 225 orð | 1 mynd

Skiptar skoðanir um vægi atkvæða

Sænska tónlistarkonan Loreen skrifaði sig inn í sögubækurnar þegar hún vann Eurovision í annað sinn, fyrst kvenna, með laginu „Tattoo“ í Liverpool um helgina. Hún vann fyrst keppnina þegar hún var haldin í Aserbaídsjan 2012 með flutningi á laginu „Euphoria“ Meira
16. maí 2023 | Bókmenntir | 590 orð | 3 myndir

Umbreyting í dimmum skógi

Ljóðabók Varurð ★★★½· Eftir Draumeyju Aradóttur. Sæmundur, 2022. Mjúkspjalda, 80 bls. Meira
16. maí 2023 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Vortónleikar Vox feminae

Kvennakórinn Vox feminae fagnar vori með tónleikum í Seltjarnarneskirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 18. maí, kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir Brahms, Britten og Holst auk íslenskra sönglaga Meira

Umræðan

16. maí 2023 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

10 ár frá tímamótasamningi

Þrátt fyrir þennan góða árangur er enn verk að vinna. Meira
16. maí 2023 | Aðsent efni | 1058 orð | 1 mynd

Aðför ESA og ESB að íslensku fullveldi

Sökum þessa fengu þúsundir heimila leiðréttingu á gengistryggðum lánum eftir dóm Hæstaréttar 16. júní 2010. Meira
16. maí 2023 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd

Búturinn um einkavæðingu Ljósleiðarans ehf. – taka 2

Stjórnsýslan í borgarkerfinu þarf að taka framförum og best er að berjast fyrir því í borgarstjórnarsalnum þar sem allt er tekið upp, nema stundum. Meira
16. maí 2023 | Aðsent efni | 193 orð | 1 mynd

Fram á nýjan morgun

Svo hátt sem himinninn er yfir jörðinni, svo óendanlega nálægur hjarta mínu er kærleikur þinn, ó, Guð, fyrirgefning, miskunn, náð og dýrð. Meira
16. maí 2023 | Aðsent efni | 280 orð | 1 mynd

Leiðtogafundurinn í Reykjavík – Færum Úkraínu von

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður að senda skýr skilaboð til valdhafanna í Kreml um að stríðsreksturinn í Úkraínu hefur afleiðingar fyrir Rússland. Meira
16. maí 2023 | Aðsent efni | 631 orð | 1 mynd

Nokkur orð um öryggismál

Sé litið til þess hvaða „stórmenni og hvert fjölmenni“ er hér á ferð og það hvert efni fundarins er má segja að aldrei áður hafi skotmark svo hættulegt og eldfimt verið sett upp á Íslandi og það nú í miðri höfuðborginni. Meira
16. maí 2023 | Pistlar | 379 orð | 1 mynd

Skýr matvælastefna eykur velsæld

Velsæld landsmanna til framtíðar byggist á sjálfbærri nýtingu auðlinda. Þetta er meðal þess sem stefnt er að með öflugri stefnumörkun í matvælaráðuneytinu. Skýr sýn er mikilvæg forsenda þess að við getum nýtt þau fjölmörgu tækifæri sem eru fyrir… Meira
16. maí 2023 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Sniðganga staðreynda um Seyðisfjarðargöng

Allir hljóta að viðurkenna að með sameiningu er hvorki verið að stefna að lakari samgöngum né lengri leiðum í gegnum önnur sveitarfélög. Meira
16. maí 2023 | Aðsent efni | 186 orð | 1 mynd

Um launaskerðingar aldraðra og öryrkja

Ég legg til að ef þingmenn vinna sér inn aukatekjur þá verði laun þeirra skert og farið eftir þeim reglum sem gilda um örorku- og ellilífeyrisþega. Meira
16. maí 2023 | Aðsent efni | 289 orð | 1 mynd

Það er vegið að bændum þessa lands

Nú ryðjast þessir innflutningsaðilar með spænskar dilkaafurðir inn í matvöruverslanir og á stóreldhúsamarkað. Meira

Minningargreinar

16. maí 2023 | Minningargreinar | 433 orð | 1 mynd

Björn R. Einarsson

Björn Rósenkranz Einarsson hljómlistarmaður, faðir undirritaðs og systkina hans, fæddist í Reykjavík 16. maí 1923. Foreldrar hans voru hjónin Einar Jórmann Jónsson hárskerameistari og tónlistarmaður og Ingveldur Jónína Rósamunda Björnsdóttir húsfreyja og kjólameistari Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2023 | Minningargreinar | 512 orð | 1 mynd

Elísa Jóna Jónsdóttir

Elísa Jóna Jónsdóttir fæddist 1. janúar 1930. Hún lést 26. apríl 2023. Útför fór fram 11. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2023 | Minningargreinar | 3550 orð | 1 mynd

Guðrún Jóna Vilhjálmsdóttir

Guðrún Jóna Vilhjálmsdóttir, Dúna, fæddist á Akranesi 20. apríl 1931. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 21. apríl 2023. Foreldrar hennar voru Margrét Arnbjörg Jóhannsdóttir, ættuð úr Húnavatnssýslu, f Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2023 | Minningargreinar | 681 orð | 1 mynd

Hilmar Þór Björnsson Durham

Hilmar Þór Björnsson Durham fæddist 2. febrúar 1998. Hann lést á Eielsson Air Force Base, Alaska, 24. apríl 2023. Móðir hans er Natacha Renea Durham, f. 1971, gift Georg Eysteinssyni, f. 1975. Faðir hans er Björn Þór Hannesson, f Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2023 | Minningargreinar | 1807 orð | 1 mynd

Sigríður Ingólfsdóttir

Sigríður Ingólfsdóttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1958. Hún lést á Landspítalanum 27. apríl 2023, umkringd sínu nánasta fólki. Foreldrar hennar voru Ingólfur Jónsson, f. 13. mars 1930, d. 11. febrúar 1967, og Petra Þórlindsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 113 orð | 1 mynd

Gengi bréfa í Marel heldur áfram að lækka

Gengi bréfa í Marel lækkaði um 2,7% í tæplega 900 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Gengi bréfa í félaginu hefur nú lækkað um tæp 19% á einum mánuði. Gengið var 445 kr. á hlut við lok markaða í gær og hefur ekki verið lægra síðan í febrúar 2019 Meira
16. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 157 orð | 1 mynd

Ljósleiðarinn með um 70% markaðshlutdeild

Áætluð markaðshlutdeild Ljósleiðarans á höfuðborgarsvæðinu er um 70%. Talið er að markaðshlutdeild Mílu á svæðinu sé rúmlega 20% en að aðrir minni aðilar skipti með sér afgangnum. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Rúv í… Meira
16. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 566 orð | 1 mynd

Selja innréttingar til 90 landa

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Þýska innréttingafyrirtækið Nobilia selur innréttingar til um 90 landa. Nobilia er í dag stærsti framleiðandi eldhúsa í Evrópu og framleiðir 3.900 eldhús dag hvern. Fyrirtækið er í samstarfi við íslenska fyrirtækið GKS en Arnar Aðalgeirsson, framkvæmdastjóri GKS, segir í samtali við Morgunblaðið að samstarfið hafi mikla þýðingu fyrir báða aðila. Meira

Fastir þættir

16. maí 2023 | Í dag | 1001 orð | 2 myndir

Hress og lætur sér líða vel

Dýrleif Hallgríms fæddist 16. maí 1923 í Reykjavík og bjó á Baldursgötu þar til faðir hennar dó þegar hún var níu ára. „Hverfið var mjög líflegt, kaupmaður á hverju horni og fisksalar með börurnar sínar úti á litla torginu á horni Baldursgötu… Meira
16. maí 2023 | Í dag | 58 orð

Okkur dreymir ópersónulega: alla dreymir, í svefni sem vöku. Þ.e.a.s. „ég…

Okkur dreymir ópersónulega: alla dreymir, í svefni sem vöku. Þ.e.a.s. „ég dreymi“ ekki, „þau dreyma“ ekki. Mig, hana, okkur og þau – dreymir. Ekki nóg með það heldur er okkur öll farið að dreyma, t.d Meira
16. maí 2023 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 0-0 7. Bd3 He8 8. Rge2 c6 9. 0-0 a5 10. f3 b5 11. Dd2 Rbd7 12. Hac1 Rf8 13. Bh4 Re6 14. Bf2 Ba6 15. h3 Bf8 16. Dc2 g6 17. e4 Rh5 18. Be3 c5 19 Meira
16. maí 2023 | Í dag | 294 orð | 1 mynd

Sveinn Arnar Sæmundsson

50 ára Arnar er Skagfirðingur, ólst upp á Syðstu-Grund í Blönduhlíð en býr í Vesturbænum í Reykjavík. „Foreldrar mínir búa enn á Syðstu-Grund en systir mín er tekin við búskapnum.“ Þar var og er stundaður sauðfjárbúskapur og hestamennska Meira
16. maí 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Trylltist yfir norðurljósunum

Bandaríska samfélagsmiðlastjarnan Rachel Levin hafði heppnina með sér í flugvél á leið frá Finnlandi til Íslands en þar sá hún sterk norðurljós á sveimi. Hún deildi myndbandi af upplifuninni á TikTok og hafa nú um 60 milljónir horft á myndbandið Meira
16. maí 2023 | Í dag | 189 orð

Tvær kenningar. S-Enginn

Norður ♠ ÁKD94 ♥ ÁG10 ♦ 94 ♣ G105 Vestur ♠ 532 ♥ 854 ♦ 1052 ♣ 8543 Austur ♠ 876 ♥ 7532 ♦ G3 ♣ ÁKD7 Suður ♠ G10 ♥ KD9 ♦ ÁKD876 ♣ 92 Suður spilar 6G dobluð Meira
16. maí 2023 | Í dag | 297 orð

Þá er júróvisjónkeppninni lokið

Helgi Ingólfsson orti Glimru á Boðnarmjöð meðan á júróvisjónkeppninni stóð: Að hlusta er skapraun, ég skil, já, en skelfingar ósköp ég vil, já, að bráðlega linni þeim látum að sinni. Og vonandi væri að Diljá ynni Meira

Íþróttir

16. maí 2023 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

Andri Rúnar var bestur í 7. umferðinni

Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður Vals, var besti leikmaðurinn í sjöundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Andri fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína í leik Vals gegn KA á Akureyri á laugardaginn en… Meira
16. maí 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Egill varð Norðurlandameistari

Egill Blöndal varð um helgina Norðurlandameistari í -100 kg flokki fullorðinna í júdó en Norðurlandamótið fór fram í Drammen í Noregi. Egill vann sinn riðil þar sem hann sigraði alla þrjá mótherja sína á ippon, eða með fullnaðarsigri Meira
16. maí 2023 | Íþróttir | 97 orð

Einn af fimm bestu í deildinni

Elías Már Ómarsson, knattspyrnumaður frá Keflavík, er tilnefndur í kjöri á besta leikmanninum í hollensku B-deildinni eftir góða frammistöðu með liði Breda seinni hluta tímabilsins. Elías kom til liðs við Breda í janúar frá Nimes í Frakklandi og hefur látið mikið að sér kveða Meira
16. maí 2023 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Hefði verið auðvelt að leggjast niður

„Þetta leit ekki vel út í byrjun og Stólarnir hittu vel og Sigtryggur Arnar var alveg óstöðvandi. Mér fannst við góðir að halda bara áfram og missa ekki hausinn. Það hefði verið mjög auðvelt að leggjast bara niður og breyta þessu í eitt stórt… Meira
16. maí 2023 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

ÍBV og Þór/KA fögnuðu sigrum

Þór/KA er komið í efsta sætið í Bestu deild kvenna eftir nokkuð óvæntan sigur á Breiðabliki, 2:0, í fjórðu umferð deildarinnar í Boganum á Akureyri í gærkvöld. Á sama tíma skaut ÍBV lið Þróttar af toppi deildarinnar með öruggum sigri í Vestmannaeyjum, 3:0 Meira
16. maí 2023 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Meistaradeildarsætið er enn raunhæft takmark hjá Liverpool

Liverpool er enn með í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu næsta vetur eftir sannfærandi útisigur á Leicester, 3:0, í gærkvöld. Liverpool er stigi á eftir Newcastle og Manchester United en þarf samt áfram að treysta á að annað liðanna misstígi … Meira
16. maí 2023 | Íþróttir | 360 orð | 1 mynd

Sandra var í stuði og Þór/KA á toppinn

Akureyrsku konurnar í Þór/KA eru flestum að óvörum á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir sigur á Breiðabliki, 2:0, í Boganum í gærkvöld. Þetta átti að vera fyrsti grasleikur ársins á Akureyri en vegna frosts og snjókomu varð að færa hann inn í Bogann Meira
16. maí 2023 | Íþróttir | 560 orð | 3 myndir

Sjötti maður Stólanna dugði ekki til gegn Val

Valur og Tindastóll mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik eftir ótrúlegan karaktersigur Valsmanna í Síkinu á Sauðárkróki í fjórða leik liðanna í gærkvöld. Leiknum lauk með 13 stiga sigri Vals, 82:69, en… Meira
16. maí 2023 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

Við fáum einn úrslitaleik í viðbót. Yfir því gleðst eflaust allt áhugafólk …

Við fáum einn úrslitaleik í viðbót. Yfir því gleðst eflaust allt áhugafólk um körfubolta, nema stuðningsfólk Tindastóls sem að sjálfsögðu vildi fá Íslandsbikarinn á loft í Síkinu í gærkvöld. Það gekk ekki eftir, Valsmenn sýndu styrk sinn og knúðu… Meira
16. maí 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Þorgils samdi við Karlskrona

Þorgils Jón Svölu Baldursson, handknattleiksmaður úr Val, er genginn til liðs við Karlskrona, sem í vor vann sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni, og samdi við félagið til tveggja ára. Þar með koma tveir Íslendingar til Karlskrona í sumar en áður hafði … Meira

Bílablað

16. maí 2023 | Bílablað | 1339 orð | 15 myndir

Ef bara allir bílar gætu prumpað

Bílarnir frá Teslu eru svolítið eins og Elon Musk sjálfur: á yfirborðinu virðast þeir tilbrigðalitlir og einfaldir, en við nánari kynni kemur dýptin og skemmtilegur persónuleikinn í ljós. Þannig tók það mig nokkra daga að komast að því að Tesla… Meira
16. maí 2023 | Bílablað | 531 orð | 1 mynd

Ekki hrifinn af spólvörn

Undanfarin ár hefur Gunnari Karli Jóhannessyni tekist að rita nafn sitt í sögubækur íslenskra akstursíþrótta en hann hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri þrjú ár í röð og var valinn akstursíþróttamaður ársins síðasta haust Meira
16. maí 2023 | Bílablað | 1790 orð | 10 myndir

HAN er frár og feiknalega fallegur

Það hefur ekki verið hægt að komast hjá því að beina sjónum að Kína að undanförnu þegar rafbílavæðingin er annars vegar. Vatt ehf. hóf nýlega sölu á fólksbílum frá framleiðandanum BYD (sem stendur fyrir Build Your Dreams), líkt og höfundur gerði skil í síðasta bílablaði Morgunblaðsins Meira
16. maí 2023 | Bílablað | 610 orð | 2 myndir

Hringlandahátturinn hjálpar ekki

Enn liggur ekki fyrir langtímastefna um það hvernig stjórnvöld hyggjast haga gjaldtöku af rafmagnsbílum og skapar það mikla óvissu fyrir bæði kaupendur og innflytjendur. Þetta segir Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands Meira
16. maí 2023 | Bílablað | 1854 orð | 4 myndir

Jeep með neglu í fyrstu tilraun

Það var í spænsku hafnarborginni Málaga í 30 gráðum og glampandi sól sem ég fyrst leit Jeep Avenger augum, fyrsta hreina rafbíl þessa bandaríska bílarisa. Og þvílíkt tæki! Sá bíll sem reynsluekið var er af Summit-útfærslu, toppurinn hjá Avenger sem bókstaflega er hlaðinn búnaði og þægindum Meira
16. maí 2023 | Bílablað | 117 orð | 1 mynd

Maserati segir bless við bensínið

Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist fyrir árslok hætta að smíða bíla með hinni frægu 580 hestafla V8-vél sem hefur um langt skeið verið í uppáhaldi hjá bílaáhugamönnum Meira
16. maí 2023 | Bílablað | 141 orð | 1 mynd

Sjálfakandi strætisvagnar teknir í notkun í Bretlandi

Áhugamenn um almenningssamgöngur sem eiga leið til Edinborgar ættu að gera sér ferð út að brúnni yfir Firth of Forth þar rétt hjá, og fá far með sjálfakandi strætó. Alls sjá fimm strætisvagnar um að flytja farþega yfir árósana, samtals nærri 23… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.