Greinar fimmtudaginn 1. júní 2023

Fréttir

1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 312 orð | 2 myndir

Aðalsteinn lætur af störfum ríkissáttasemjara

Aðalsteinn Leifsson segist sjálfur hafa átt frumkvæði að því að láta af störfum sem ríkissáttasemjari og þvertekur fyrir að ákvörðunin sé tilkomin vegna einstakrar kjaradeilu. Aðalsteinn lætur af störfum sem ríkissáttasemjari í dag, en hann var skipaður í embættið árið 2020 til fimm ára Meira
1. júní 2023 | Fréttaskýringar | 466 orð | 1 mynd

Atvinnueignir halda ekki í við verðbólgu

Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um næstu áramót meira en á öðrum eignum. Hækkunin er að meðaltali 13,7% en atvinnueignir hækka aðeins um 4,8% að meðaltali. Verðbólga á þessu tímabili er rúm 10% og vegna þess að atvinnuhúsnæði vegur þyngst í… Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Á móti frumvarpi um dómsmál

Dómarafélag Íslands hefur lagst gegn lagafrumvarpi um breytingar á lögum um fréttaflutning af dómsmálum sem hefur það að markmiði að gera ákvæði um frásögn af skýrslutökum skýrari. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, mælti fyrir frumvarpinu… Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 153 orð

Átta sveitarfélög á móti Nýja-Skerjafirði

Átta sveitarfélög hafa nú ályktað vegna ákvörðunar innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs 4.500 manna hverfis í Skerjafirði. Bæjar- og sveitarstjórnir á Akureyri, Bolungarvík, Dalvík, Fjarðabyggð, Húnabyggð, Ísafjarðarbæ,… Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 417 orð

Betri skil þegar harðnar í ári

Greina má sveiflur í efnahagsástandi á því hversu mikið af drykkjarumbúðum berst Endurvinnslunni. Þetta segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.s Skil hafa verið mjög góð fyrstu fjóra mánuði ársins, sem er til marks um að skóinn kreppi víða að Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 332 orð | 3 myndir

Biskupsbeinin segi frá sóttunum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Erlendir sérfræðingar munu í sumar taka sýni úr jarðneskum leifum Skálholtsbiskupa fyrri alda í því skyni að finna svör við ýmsum spurningum um farsóttir sem geisuðu á Íslandi á öldum áður. „Sagan og lífsreynslan býr í beinunum og að því leyti er þetta mjög mikilvægt verkefni á sviði ýmissa fræðigreina,“ segir sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í samtali við Morgunblaðið. Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 902 orð | 4 myndir

Breska stórborgin sem engan svíkur – Skannaðu kóðann og bókaðu besta sætið til Manchester-borgar með Icelandair. – L

Icelandair býður ódýrt flug til bresku stórborgarinnar Manchester árið um kring. Í sumar flýgur Icelandair fjórum sinnum í viku til borgarinnar; mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga, en með haustinu verður boðið upp á beint flug einu sinni á dag Meira
1. júní 2023 | Fréttaskýringar | 967 orð | 3 myndir

Buðust til að byggja ódýrar íbúðir

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, undrast dræm viðbrögð borgarstjóra við umsókn fyrirtækisins um lóðir undir hagkvæmar íbúðir. Þá ekki síst í ljósi þess að húsnæðisvandinn í borginni muni að óbreyttu aukast. Meira
1. júní 2023 | Fréttaskýringar | 1039 orð | 3 myndir

COWI kaupir Mannvit

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Danska ráðgjafarfyrirtækið COWI hefur fest kaup á ráðgjafarstofunni Mannviti, þriðja stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Kaupverð er trúnaðarmál. Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 571 orð | 2 myndir

Dýrðlegur sumareftirréttur

Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari sem kom, sá og sigraði í keppninni um köku ársins í ár, einungis 22 ára gömul, veit fátt skemmtilegra en að útbúa ljúffenga eftirrétti sem gleðja bæði augu og munn. Hún segir sumarið vera tímann fyrir eitthvað frískandi Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Eiga inni 12 milljónir króna frá Yutong vegna tafabóta

„Það fer að koma að því að síðasta peningagreiðslan verði innt af hendi. Ég er að fá heimild stjórnar til að athuga hvort við getum nýtt þá peninga til að kaupa þann vagn sem við erum búin að vera með á leigu,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó við Morgunblaðið Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Ekki eintómar tölur í Excel

Húsfyllir var á samstöðufundi BSRB í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gærkvöldi, þar sem farið var yfir stöðuna í kjaradeilu félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði fundinn og sagði þar að… Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Ekki sjálfgefið að hætta notkun reiðufjár

Þó svo að glæpum þar sem reiðufé kemur við sögu muni vitaskuld fækka þegar fram líða stundir mun öðrum glæpum fjölga þegar dregið er út notkun reiðufjár. „Það er fyrirséð að glæpum á borð við rán og peningaþvætti mun fækka en á sama tíma mun… Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Eyjamenn eru Íslandsmeistarar í handbolta

Eyjamenn urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar karla í handknattleik í þriðja sinn þegar þeir sigruðu Hauka, 25:23, í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þeir unnu einvígið 3:2 eftir að Haukar höfðu unnið tvo síðustu leikina og jafnað metin í 2:2 Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Húsasmiðjan í nýja byggingu á Selfossi

Vænst er að opna megi nýja verslun Húsasmiðjunnar á Selfossi fyrir lok árs. Tími þótti vera kominn á bætta og nútímalegri verslun í stað þeirrar sem Húsasmiðjan hefur lengi starfrækt við Eyraveg sem er vestast í bænum Meira
1. júní 2023 | Fréttaskýringar | 1016 orð | 2 myndir

Hver er þessi Albo?

Baksvið Sólveig K. Einarsdóttir Ástralíu Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Íslendingar í 2. sæti á NM í brids

Norðurlandamót bridslandsliða stendur nú yfir í Örebro í Svíþjóð og þegar mótið er rúmlega hálfnað er íslenska liðið í opnum flokki í 2. sæti en íslenska kvennaliðið er í 4. sæti. Sex lið taka þátt í hvorum flokki og er spiluð tvöföld umferð Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Íslenskir bráðatæknar þjálfa úkraínska hermenn

Íslendingar eru fyrsta þjóðin sem tekur þátt í nýju verkefni sem Bretar leiða í þjálfun úkraínskra hermanna í bráðameðferð á stríðssvæðum. Vitað er að þekking hermanna á bráðameðferð og réttum viðbrögðum við slysum getur skipt sköpum og aukið bæði… Meira
1. júní 2023 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Ísraelsher æfir nú um allt land

Umfangsmikil heræfing hófst í Ísrael síðastliðinn mánudag þar sem áhersla er lögð á fjölþátta ógnir, þ.e. hernað í lofti, á landi og sjó auk tölvuhernaðar. Með æfingunni sem nefnist „Firm Hand“ vilja Ísraelsmenn venja hersveitir sínar við það mikla… Meira
1. júní 2023 | Erlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Kínverjar „óþarflega árásargjarnir“

Kínversk stjórnvöld segja Bandaríkin hafa „ögrað“ Beijing í síðustu viku þegar bandarísk eftirlitsflugvél flaug yfir Suður-Kínahaf, hafsvæði sem mjög er deilt um. Sem viðbragð við flugi eftirlitsvélarinnar var kínverskri orrustuþotu flogið hættulega nálægt vélinni og í veg fyrir hana Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Leyft að skála en hrísgrjón bönnuð

Nú styttist í að pör geti gift sig í Ráðhúsi Reykvíkinga. Forsætisnefnd hefur staðfest reglur þar að lútandi og tóku þær gildi 15. maí sl. Fyrirkomulagið verður kynnt fljótlega og heimasíða opnuð. Samkvæmt reglunum verður leyfilegt að skála að… Meira
1. júní 2023 | Fréttaskýringar | 1411 orð | 7 myndir

Marmaraþrep upp alla stiga

„Húsið hefur alltaf umvafið mig. Það er einhver andi í húsinu sem gerir það að verkum að mér líður alltaf vel hér,“ segir Guðrún… Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 1210 orð | 7 myndir

Matarleikhús á leynistað við Laugaveginn

„Veitingastaðirnir voru orðnir eins og tveir stórir krakkar sem tóku of mikið pláss hvor frá öðrum. Því var best fyrir alla að Óx færi á nýjan stað og gæti þar haldið áfram sinni vegferð og framþróun Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Mótmæltu með því að hjóla hring

Stór hópur hjólafólks tók í gærkvöldi þátt í viðburðinum Keðjuhvörf til vitundarvakningar um óviðunandi ástand í umferðaröryggismálum hjólandi umferðar. Fólkið hjólaði rólega um miðborg Reykjavíkur en hringdi jafnframt bjöllum og þeytti lúðra til að … Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 194 orð | 2 myndir

Obb obb obb, Viðreisnar von

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar skrifar í Vísi um „Evrópumet í vaxtahækkunum“. Varla kemur neinum á óvart að vaxtahækkanirnar rekur hún til þess að ekki hafi verið orðið við ósk Viðreisnar um að kasta krónunni fyrir evru, nú eða að festa krónuna við evru, sama hvað það kostar. Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Panti auglýsingar á vef RÚV

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis telur fulla ástæðu til að endurskoða rekstur Ríkisútvarpsins hvað auglýsingadeildina varðar „og telur æskilegt að hún verði lögð niður og auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef… Meira
1. júní 2023 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Pjongjang tapaði njósnahnettinum

Tilraun ráðamanna í Pjongjang til að koma njósnahnetti á braut um jörðu mistókst með öllu þegar eldflaug bilaði með þeim afleiðingum að hnötturinn féll stjórnlaust í hafið. Hersveitir Suður-Kóreu hafa þegar endurheimt hluta braksins og verður það eflaust flutt til skoðunar Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Skoða sorphauga vegna vegastæðis Sundabrautar

Við fyrirhugað mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar stendur til að skoða mismunandi valkosti að nálgun við gamla sorphauga í Gufunesi, en brautin á að liggja um nesið. Meðal annars verður skoðað að fara yfir urðunarstaðinn á fyllingu án þess að rjúfa núverandi yfirborð eða sneiða hjá honum Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 889 orð | 2 myndir

Snædís elskar steiktan fisk

Ástríða hennar gagnvart matreiðslu og öllu henni tengdu skín í gegn og hefur Snædís tekið þátt í fjölmörgum keppnum með íslenska kokkalandsliðinu og ætlar sér stóra hluti á næstu Ólympíuleikum. Þótt metnaðurinn sé ávallt mikill og töfrar í nýjungum… Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 770 orð | 3 myndir

Sterk undiralda með eldpiparnum

„Það er sterk undiralda með eldpiparnum á Íslandi. Nýjabrumið er farið og hér er að myndast kjarni af fólki sem vill fá svona vörur,“ segir Ívar Örn Hansen matreiðslurmaður. Ívar, sem kallar sig Helvítis kokkinn, hefur vakið athygli… Meira
1. júní 2023 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Stuðningsmenn Ríkis íslams teknir

Þýska lögreglan hefur handtekið sjö manns sem grunaðir eru um að safna fé til stuðnings Ríki íslams í Sýrlandi. Eru þeir allir sagðir tengjast alþjóðlegu stuðningsneti samtakanna. Fréttaveita AFP greinir frá þessu Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Sundabraut lögð yfir öskuhaugana?

Við mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar stendur til að skoða mismunandi valkosti að nálgun við gamla sorphauga í Gufunesi. Meðal annars verður skoðað að fara yfir urðunarstaðinn á fyllingu án þess að rjúfa núverandi yfirborð eða að sneiða hjá honum Meira
1. júní 2023 | Fréttaskýringar | 740 orð | 2 myndir

Sækja ferðatöskur fyrir farþegana

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenska fyrirtækið Bagbee býður flugfarþegum að sækja ferðatöskur á heimili þeirra fyrir brottför og innrita þær á Keflavíkurflugvelli. Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 249 orð

Undrast áhugaleysi borgar

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, undrast dræm viðbrögð borgarstjóra við tillögu fyrirtækisins um uppbyggingu hagkvæmra íbúða. Fyrirtækið hafi tryggt fjármögnun til að byggja 900 hagkvæmar íbúðir á þremur árum en fái ekki lóðir Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 605 orð | 1 mynd

Útskrifuðust saman og gifta sig í sumar

Esther Hallsdóttir og Ísak Rúnarsson eru ungt og efnilegt par sem gerði sér lítið fyrir á dögunum og útskrifaðist frá Harvard Kennedy-háskólanum í Massachusetts. Það eitt og sér er afrek en í þokkabót hlaut Esther eftirsóttustu verðlaun skólans en þau voru fyrir besta meistaraverkefni ársins Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 469 orð | 1 mynd

Vítahringur á húsnæðismarkaði

„Það sem við höfum talað um núna síðustu vikurnar er að vegna hækkandi vaxtastigs muni draga úr uppbyggingunni á húsnæðismarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Meira
1. júní 2023 | Innlendar fréttir | 266 orð | 2 myndir

Þúsundir korta á myrka vefnum

Snædís Björnsdóttir snaedis@mbl.is Meira

Ritstjórnargreinar

1. júní 2023 | Leiðarar | 628 orð

Enn vinnur Giorgia Meloni

Sigur hægribandalags Meloni var miklu stærri og meira afgerandi en spáð var Meira

Menning

1. júní 2023 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Allir velkomnir í húsi guðs

Franski súludansarinn Vincent Grobelny leikur listir sínar á æfingu á óperunni La serva Padrona eftir Pergolesi sem sýnd er í Saint-Guillaume-kirkjunni í Strassborg í norðaustanverðu Frakklandi Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 1075 orð | 2 myndir

„Þetta eru mikil forréttindi“

„Ég elska að vera hérna,“ segir hin finnska Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem endurnýjaði nýverið samning sinn við sveitina út starfsárið 2025-26 Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Deleríum búbónis hjá Borgarleikhúsinu

Deleríum búbónis eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins í lok september. Leikstjóri uppfærslunnar er Bergur Þór Ingólfsson og tónlistarstjóri Agnar Már Magnússon Meira
1. júní 2023 | Bókmenntir | 908 orð | 3 myndir

Eina fasta stærðin er smæðin

Ljóð Til minnis: ★★★½· Eftir Áslaugu Jónsdóttur. Mál og menning, 2023. Mjúk kápa, 88 bls. Meira
1. júní 2023 | Fólk í fréttum | 1051 orð | 6 myndir

Fann ástríðuna óvænt í miðjum heimsfaraldri – Fann ástríðuna óvænt í miðjum heim

„Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem mér gæti þótt skemmtilegt og áhuginn kviknaði þar. Ég hafði farið í förðunarnám á sínum tíma en fann að það var eitthvað sem ég vildi ekki vinna við, en kærastinn minn hvatti mig til að skrá mig í … Meira
1. júní 2023 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Fullur af ögrandi sjálfstrausti

Brytinn gerði það er viðkvæðið þegar morðgátur ber á góma og finna þarf ólíklegasta sökudólginn. Brytinn hefur verið iðinn við kolann upp á síðkastið og liggja nokkrir risar í valnum. Jimmy Butler er einn atkvæðamesti leikmaður körfuboltaliðsins… Meira
1. júní 2023 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Glænýtt vörumerki

Útvarpsstöðin K100 kynnti á dögunum nýtt vörumerki sitt samhliða nýrri ásýnd kynningarefnis. „Það var kominn tími til að taka vörumerki okkar til skoðunar og raungera frekar það sem við erum að lofa hlustendum okkar, sem er að hækka í gleðinni,“ segir Kristinn R Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 157 orð | 1 mynd

Hafið á öld mannsins með augum Ingu Lísu Middleton

Hafið á öld mannsins nefnist sýning sem Inga Lísa Middleton opnar í Listasafninu á Akureyri á morgun, föstudag. „Myndefnið eru svifþörungar og hnúfubakur. Verkin voru nýlega sýnd á Arctic Circle Japan Forum-ráðstefnunni í Tókýó,“ segir í kynningu Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 151 orð | 1 mynd

Hlynur sýnir Draumalandið í Grafíksalnum

Draumalandið / Elysium nefnist sýning sem Hlynur Helgason opnar í Grafíksalnum á morgun, föstudag, milli kl. 17 og 19. „Draumalandið / Elysium er röð 15 nýrra tónaðra kýanótýpa (cyanotype), ljósmynda unninna með 19 Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Iðunn og Sævar í Mengi í kvöld

Tónskáldin Iðunn Einars og Sævar Jóhannsson koma fram á tónleikum í Mengi í kvöld. Iðunn leikur á fiðlu og hljómborð og Sævar á píanó. Með þeim koma fram Hrefna Pétursdóttir á fiðlu, Hafrún Birna á víólu og Steinunn María Þormar á selló Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Ife Tolentino og hljómsveit á Le Kock

Gítarleikarinn og söngvarinn Ife Tolentino leikur músík sína ásamt hljómsveit á veitingastaðnum Le Kock í kvöld, fimmtudagskvöld. Veitingastaðurinn er inni á Exeter-­hótelinu við Tryggva­götu 14. „Leiknar verða þekktar bossanova- og sambaperlur í… Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 209 orð | 1 mynd

Ilya Kabakov látinn, 89 ára

Myndlistarmaðurinn Ilya Kabakov er látinn, 89 ára að aldri. Samkvæmt frétt The Art Newspaper lést Kabakov í nágrenni New York, en ekki er vitað hvert banamein hans var. Kabakov fæddist 1933 í borginni Dnepropetrovsk í Úkraínu sem nefnist nú Dnípro Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 685 orð | 2 myndir

Nýtt vín á gömlum belgjum

„Við réðumst í gerð þessarar plötu strax eftir að Northern Comfort kom út 2013. Vorum með nóg af efni og ætluðum að hamra járnið á meðan það var heitt. Tókum upp grunna og vorum rosalega ánægðir hvernig til tókst en síðan veit ég ekki alveg… Meira
1. júní 2023 | Fólk í fréttum | 610 orð | 1 mynd

Safnaði fyrir markmiðinu

Tónlistarmaðurinn Theodór Pálsson, sem daglega gengur undir listamannsnafninu Theó Paula, frumsýndi nýverið tónlistarmyndband við nýtt lag sem hann var að gefa út sem ber heitið Devil Never Killed Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Sumarjazz ársins í Salnum hefst í dag

Unnur Birna og Björn Thoroddsen stíga á svið í forsal Salarins í dag, fimmtudag, kl. 17 á fyrstu djasstónleikum sumarsins. Með þeim kemur fram bassaleikarinn Sigurgeir Skapti Flosason. „Farsælt samstarf þeirra Unnar Birnu og Björns hófst fyrir fimm árum Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Sumarsmellur Kristínar í Gallerí Göngum

Sumarsmellur nefnist einkasýning sem Kristín Tryggvadóttir opnar í Gallerí Göngum í dag, fimmtudag, milli kl. 15 og 18. „Kristín er í SÍM, Íslenskri grafík og Vatnslitafélagi Íslands og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hérlendis og í… Meira
1. júní 2023 | Tónlist | 1002 orð | 2 myndir

Úthugsaður Beethoven en slakari Mahler

Eldborg Hörpu Sinfóníutónleikar Beethoven: Fiðlukonsert ★★★★★ Mahler: Sinfónía nr. 5 ★★★½· Tónlist: Ludwig van Beethoven og Gustav Mahler. Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen. Einleikari: Isabelle Faust. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Tibor Gyenge. Tónleikar í Eldborg Hörpu föstudaginn 19. maí 2023. Meira
1. júní 2023 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Vill efla reiði almennings með sviðsverki

Breski leikarinn Dave John, sem fór með titilhlutverkið í kvikmyndinni I, Daniel Blake í leikstjórn Kens Loach, hefur skrifað aðlögun fyrir leiksvið sem frumsýnd var í Newcastle í gær Meira

Umræðan

1. júní 2023 | Aðsent efni | 448 orð | 1 mynd

Breikkun Reykjanesbrautar í góðri sátt

Geymslusvæðið kaus að nýta ekki þá ferla sem fyrir hendi eru til að hafa áhrif á skipulag og þróun svæðisins. Meira
1. júní 2023 | Pistlar | 408 orð | 1 mynd

Búin að hjálpa Úkraínu nóg?

Fljótlega eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 kom beiðni frá Úkraínu um niðurfellingu tolla á úkraínskum vörum en úkraínsk stjórnvöld voru þar að leita leiða til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök Meira
1. júní 2023 | Aðsent efni | 781 orð | 2 myndir

Byggðasafn Árnesinga 70 ára

Í dag eru 70 ár síðan söfnun hófst til Byggðasafns Árnesinga. Margt hefur gerst á þessum áratugum og er safnið með öfluga starfsemi á Eyrarbakka. Meira
1. júní 2023 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Frábært byggingarland borgarstjóra

Hvað í ósköpunum er það sem fær borgarstjóra til að taka þetta svæði fram yfir öll önnur? Meira
1. júní 2023 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Margra milljarða umbreyting Grófarhúss ekki brýnt verkefni

Samstaða þarf að nást í borgarstjórn um skynsamlegar hagræðingaraðgerðir til að binda enda á hallarekstur og skuldasöfnun. Meira
1. júní 2023 | Aðsent efni | 457 orð | 1 mynd

Sáttmáli án innistæðu

Loforðalisti meirihluta borgarstjórnar einkennist af fagurgala, svo sem eins og „við ætlum að að efla þátttökulýðræði og lýðræðisleg vinnubrögð“. Meira
1. júní 2023 | Aðsent efni | 237 orð | 1 mynd

Svik Framsóknar í flugvallarmálinu

Nú styðja oddvitar Framsóknar í ríkis- og borgarstjórn þétta og háreista byggð ásamt landfyllingum í Skerjafirði, sem mun valda mikilli umhverfis- og umferðarröskun og skerða flugöryggi í landinu. Meira
1. júní 2023 | Aðsent efni | 170 orð | 1 mynd

Útlendingafrumvarpið

Eins og fólk í vandræðum kemur yfir úfið Miðjarðarhafið úr suðri með bátum sem einhverjir útvega, þá bætist nú við fólk sem kemur með flugi úr vestri og hefur millilendingu á Spáni. Það dreifist síðan um Evrópu og þykist hafa himin höndum tekið að komast í alla félagslegu sæluna í Evrópu Meira

Minningargreinar

1. júní 2023 | Minningargreinar | 411 orð | 1 mynd

Anna Kolbrún Árnadóttir

Anna Kolbrún Árnadóttir fæddist 16. apríl 1970. Hún lést 9. maí 2023. Útför hennar fór fram 25. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 903 orð | 1 mynd

Ásta Sigríður Stefánsdóttir

Ásta Sigríður Stefánsdóttir fæddist 4. október 1961. Hún lést 19. maí 2023. Útför hennar fór fram 24. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 2317 orð | 1 mynd

Broddi Skagfjörð Björnsson

Broddi Skagfjörð Björnsson fæddist 19. júlí 1939. Hann lést 16. maí 2023. Útför hans fór fram 27. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 755 orð | 1 mynd

Elín Björg Benjamínsdóttir

Elín Björg Benjamínsdóttir fæddist 20. ágúst 1925 á Grund í Skötufirði. Hún lést 1. apríl sl. á Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ. Foreldrar hennar voru Benjamín Helgason, f. 8. júlí 1899, d. 25. sept Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargrein á mbl.is | 1952 orð | 1 mynd | ókeypis

Elín Björg Benjamínsdóttir

Elín Björg Benjamínsdóttir fæddist 20. ágúst 1925 á Grund í Skötufirði. Hún lést 1. apríl sl. á Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ.Foreldrar hennar voru Benjamín Helgason, f. 8. júlí 1899, d. 25. sept. 1969 og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 17. sept. Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 956 orð | 1 mynd

Erla Charlesdóttir

Erla Charlesdóttir fæddist á Mjóeyri á Eskifirði 2. febrúar 1933. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. maí 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Charles Magnússon, f. 10. ágúst 1908 á Eskifirði, d Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 911 orð | 1 mynd

Garðar Cortes

Garðar Emanúel Cortes fæddist 24. september 1940. Hann lést 14. maí 2023. Útför fór fram 23. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 341 orð | 1 mynd

Hafsteinn B. Halldórsson

Hafsteinn B. Halldórsson fæddist 25. maí 1939. Hann lést 16. maí 2023. Útför fór fram 22. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargrein á mbl.is | 799 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Tómas Erlendsson

Jón Tómas Erlendsson fæddist í Reykjavík 7. desember 1952. Hann lést af slysförum 18. maí 2023.Foreldrar Jóns voru Erlendur Guðmundsson, f. 1923, d. 2008, og Inga Hallveig Jónsdóttir, f. 1928, d. 2016. Systkini Jóns eru Gréta, f. Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 1677 orð | 1 mynd

Jón Tómas Erlendsson

Jón Tómas Erlendsson fæddist í Reykjavík 7. desember 1952. Hann lést af slysförum 18. maí 2023. Foreldrar Jóns voru Erlendur Guðmundsson, f. 1923, d. 2008, og Inga Hallveig Jónsdóttir, f. 1928, d. 2016 Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 655 orð | 1 mynd

Oddur Kristinn Halldórsson

Oddur Kristinn Halldórsson fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1946. Hann lést á Hrafnistu við Laugarás 21. maí 2023. Foreldrar hans voru Kristín Magnúsdóttir, f. í Efra-Skarði í Borgarfirði 6. apríl 1902, d Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 416 orð | 1 mynd

Óli Einar Adolfsson

Óli Einar Adolfsson fæddist á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 7. mars 1941. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 15. maí 2023. Foreldrar hans voru Adolf Andersen, f. 5.12. 1913, d. 20.9. 1987, og Kristjana Geirlaug Einarsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 5123 orð | 1 mynd

Páll Sigurjónsson

Páll Sigurjónsson fæddist 5. ágúst 1931 í Vestmannaeyjum. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 23. maí 2023. Foreldrar hans voru þau sr. Sigurjón Þ. Árnason prestur í Reykjavík, f. 3.3 Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2023 | Minningargreinar | 4973 orð | 1 mynd

Sigrún Andrewsdóttir

Sigrún Andrewsdóttir fæddist á Flateyri 28. september 1939. Hún andaðist á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ 20. maí 2023. Foreldrar hennar voru Andrew Þorvaldsson, f. 1911, d. 1991, og Helga Dagbjört Þórarinsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

1. júní 2023 | Sjávarútvegur | 271 orð | 1 mynd

Fögnuðu 50 árum Ljósafells

Ljósafell SU-70, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, fagnar nú 50 ára afmæli. Klukkan sex að morgni í tveggja stiga hita og léttskýjuðu íslensku vorveðri 31. maí 1973 lagðist skipið í fyrsta sinn við bryggju í heimahöfn sinni á Búðum í Fáskrúðsfirði Meira
1. júní 2023 | Sjávarútvegur | 479 orð | 1 mynd

Óljóst hvort frumvarp verði afgreitt

Enn er ekki vitað hvort frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, um að taka að nýju upp svæðisskiptingu strandveiða, verði afgreitt fyrir þinglok. Líkur á því að frumvarpið fáist afgreitt minnka með hverjum degi enda gerir starfsáætlun þingsins ráð fyrir að þingi verði frestað 9 Meira

Daglegt líf

1. júní 2023 | Daglegt líf | 1177 orð | 5 myndir

Jónas var langt á undan sinni samtíð

Ég vildi vekja athygli á öllu því merka sem Jónas gerði á sinni ævi, því umtal um börnin hans þrjátíu og tvö hefur skyggt á hans fjölmörgu hæfileika. Hann var til dæmis yfirsetumaður og ljósfaðir, tók á móti sex hundruð börnum og missti aldrei barn eða móður í þeim störfum sínum Meira

Fastir þættir

1. júní 2023 | Í dag | 269 orð

Af sól, sumri og Teneströnd

Davíð Hjálmar Haraldsson var í útskriftarafmæli 60 ára gagnfræðinga á Laugum. Haldið var í Narfastaði til fagnaðar og gekk svo mikið á að það mældist á jarðskjálftamælum: Gott var fyrir okkur öldnu eftir svona brjálað geim það að komast heil og höldnu heim Meira
1. júní 2023 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Alexandra Kjeld

40 ára Alexandra er Garðbæingur og býr í Sjálandinu. Hún er með BA-gráðu í tónlistarfræði frá Université de Paris IV – la Sorbonne, M.Sc.-gráðu í umhverfisverkfræði frá HÍ og er sjálfbærniráðgjafi hjá EFLU Meira
1. júní 2023 | Í dag | 58 orð

Málið

Skúringar eru slítandi vinna: lýjandi, þreytandi. Sumir slíta fötum og skóm fyrr en aðrir: nota þau þannig að á þeim sjái. Margir hafa orðið slitnir af ævilangri stritvinnu Meira
1. júní 2023 | Í dag | 741 orð | 3 myndir

Meiri kröfur gerðar í dag

Gunnsteinn Gunnarsson fæddist 1. júní 1938 í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesi og í Fossvogi. „Ég fór að muna eftir mér þegar ég var á Seltjarnarnesi, flutti þangað ungur og viðvorum þar í nokkuð mörg ár Meira
1. júní 2023 | Í dag | 38 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Hvolsvöllur Nikodem Marcin Kosecki fæddist 1. júní 2022 kl. 16.38 og hann á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 2.840 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Katarzyna Honorata Kosecka og Marcin Jan Kosecki. Meira
1. júní 2023 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 c5 5. cxd5 Rxd5 6. e4 Rxc3 7. bxc3 cxd4 8. cxd4 Bb4+ 9. Bd2 Bxd2+ 10. Dxd2 0-0 11. Bc4 Rd7 12. 0-0 b6 13. Had1 Bb7 14. Hfe1 Hc8 15. Bb3 He8 16. h3 h6 17. He3 Df6 18 Meira
1. júní 2023 | Dagbók | 27 orð | 1 mynd

Lítur meira á þetta sem vinnu í dag

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur átt afar áhugaverðan atvinnu- og landsliðsferil en hann er á förum frá gríska úrvalsdeildarfélaginu Atromitos þegar samningur hans rennur út í sumar. Meira
1. júní 2023 | Í dag | 179 orð

Sænska sveitin. A-Allir

Norður ♠ 109875 ♥ Á975 ♦ G ♣ 987 Vestur ♠ D42 ♥ 1062 ♦ 854 ♣ Á1062 Austur ♠ K63 ♥ K843 ♦ 7 ♣ KDG54 Suður ♠ ÁG ♥ DG ♦ ÁKD109632 ♣ 3 Suður spilar 5♦ Meira
1. júní 2023 | Dagbók | 77 orð | 1 mynd

Undirbýr Fiskidaginn mikla

Friðrik Ómar söngvari segir undirbúning fyrir Fiskidaginn mikla á Dalvík kominn á fullt en hann verður haldinn 12. ágúst. Tíu ár eru síðan hann hélt sína fyrstu tónleika á hátíðinni en að hans sögn hefur verið gífurlega gaman að þróa þá ár frá ári Meira

Íþróttir

1. júní 2023 | Íþróttir | 497 orð

Pablo besti leikmaðurinn í maímánuði

Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta í maímánuði samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Pablo fékk sjö M í sex leikjum Víkings í maí og var eini leikmaður deildarinnar sem fékk M í öllum leikjum síns liðs í mánuðinum Meira
1. júní 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Pablo var bestur í Bestu deildinni

Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var besti leikmaður maímánaðar í Bestu deild karla í fótbolta samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. „Liðið spilar vel og allir sýna góða frammistöðu. Við gefum ekki mörg færi á okkur og út frá því getum við alltaf stjórnað og sótt Meira
1. júní 2023 | Íþróttir | 852 orð | 2 myndir

Tap í síðasta leik skiptir engu máli

„Þetta hefur verið aðeins öðruvísi á þessu tímabili samanborið við öll hin því ég er að spila í sexunni, fyrir framan vörnina,“ sagði Pablo Punyed, miðjumaður Víkings úr Reykjavík og leikmaður maímánaðar hjá Morgunblaðinu Meira
1. júní 2023 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Tindastóll náði í þrjú mikilvæg stig til Vestmannaeyja

Nýliðar Tindastóls unnu í gærkvöld sinn annan leik í röð í Bestu deild kvenna í fótbolta en skagfirsku konurnar lögðu þá ÍBV að velli, 2:1, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Samt fékk ÍBV sannkallaða óskabyrjun því Olga Sevcova kom liðinu yfir strax … Meira
1. júní 2023 | Íþróttir | 521 orð | 2 myndir

Þriðji titill Eyjamanna

ÍBV varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í handbolta í þriðja sinn með 25:23-heimasigri á Haukum í oddaleik úrslitaeinvígisins. ÍBV vann tvo fyrstu leikina, en Haukar svöruðu með tveimur sigrum í röð Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.