Greinar föstudaginn 9. júní 2023

Fréttir

9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

50 þúsund laxar í fyrstu slátrun

„Þetta er stór stund og mikilvægur áfangi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis hf. en fyrstu slátrun á laxi í landeldisstöð fyrirtækisins í Þorlákshöfn er lokið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að alls hafi tæplega 50 þúsund löxum verið slátrað Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 430 orð | 1 mynd

Afurðaverð til bænda hækkar

Hörður Vilberg hordur@mbl.is SS hefur nú ákveðið að afurðaverð til sauðfjárbænda verði hækkað í haust um 18% fyrir innlagt dilkakjöt og um 12% fyrir fullorðið fé. Í fyrstu viku sláturtíðar eru einnig greidd 15% til viðbótar en slátrun hjá SS hefst 6. september. Steinþór Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir að verð á sauðfjárafurðum sé aðeins ákveðið einu sinni á ári, ólíkt verðlagningu á öðrum afurðum sem framleiddar eru í hverjum einasta mánuði. „Þá breytist verð oftar.“ Líta þurfi til lengra tímabils við framleiðslu á lambakjöti en á nautakjöti, svínakjöti og hrossakjöti. Meira
9. júní 2023 | Fréttaskýringar | 608 orð | 1 mynd

Áhrif vikurflutninga sögð verulega neikvæð

Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að heildaráhrifin af fyrirhugaðri framkvæmd þýska fyrirtækisins E. P. Power Minerals með vikurnámi úr Háöldu á Mýrdalssandi og miklum þungaflutningum með jarðefnin til Þorlákshafnar, verði verulega neikvæð Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Búist við mikilli aðsókn á tjaldsvæði landsins í sumar

Þess má vænta að mikið verði um að vera á tjaldsvæðum landsins í sumar. Ferðalangar geta komið sér vel fyrir á hinum ýmsu tjaldsvæðum en mikið hefur verið um að vera þar sem veðurblíðan hefur gert vart við sig Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 380 orð | 2 myndir

Endurmenntun HÍ í 40 ár og öllum opin

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Brautskráning 185 nemenda frá Endurmenntun Háskóla Íslands verður í Háskólabíói í dag og EHÍ fagnar 40 ára afmæli í ár. Á heimasíðu EHÍ (endurmenntun.is) segir að stofnunin sé í fararbroddi í endur- og símenntun á Íslandi. „Við erum með umfangsmestu starfsemina og hún er öllum opin, með eða án háskólagráðu,“ segir Halla Jónsdóttir endurmenntunarstjóri. Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Fast skotið en engar viðræður

Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB skiptust á skeytum í gær. Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni og verkfall um 2.500 félagsmanna BSRB heldur áfram í 29 sveitarfélögum Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 289 orð

Fleiri svartsýnir á horfurnar

Væntingavísitala Gallup lækkaði í 77,8 stig í maí. Hún hefur lækkað jafnt og þétt frá áramótum en í janúar mældist hún 98,7 stig. Gallup hefur frá mars 2001 mælt svonefnda væntingavísitölu mánaðarlega Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Fyrirhugað að hafa herskip í Helguvík

Áætlað er að reisa 390 metra langan viðlegukant í Helguvík á Reykjanesskaga fyrir herskip Atlantshafsbandalagsins. Einnig er gert ráð fyrir að koma þar á fót 25.000 rúmmetra eldsneytisbirgðageymslu. Framkvæmdin yrði upp á fimm milljarða króna, án virðisaukaskatts Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Fyrsti sláttur sumarsins á háskólasvæðinu

Rúm vika er nú í þjóðhátíðardaginn og víða er unnið að hreinsun og fegrun á útisvæðum. Við Háskóla Íslands var gengið í verkin af festu á dögunum. Fyrsti sláttur sumarsins fór fram á grasflötum og þótti vissara að íslenski fáninn væri við hún á… Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Grímseyjarferjan Sæfari siglir á ný

Siglingar ferjunnar Sæfara milli Grímseyjar og Dalvíkur hófust á ný sl. miðvikudag og voru um 50 farþegar um borð í þeirri ferð. Siglt verður í sumar fimm ferðir á viku milli lands og eyjar. Sæfari hefur verið í slipp á Akureyri síðan í mars en… Meira
9. júní 2023 | Erlendar fréttir | 686 orð | 1 mynd

Harðir bardagar í suðri og austri

Harðir bardagar geisuðu víða í Saporísja- og Donetsk-héruðunum í fyrrinótt, þar sem Úkraínuher gerði nokkrar könnunarárásir á nokkrum stöðum víglínunnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið sagðist hafa hrundið öllum áhlaupum Úkraínumanna þá um nóttina… Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Icelandair til Færeyja

Færeyjar voru í gær kynntar sem nýr áfangastaður hjá Icelandair. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku frá 1. maí og út október á næsta ári. Flogið er í morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli og mun áfangastaðurinn því tengjast leiðakerfi Icelandair í Keflavík Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Innviðir forsenda græns iðngarðs

Kári Freyr Kristinsson karifreyr@mbl.is „Samfélagið þarf að fylgja með í svona uppbyggingu,“ segir Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka við Húsavík, en öflugir innviðir séu mikilvægir til þess að byggja upp sterkan grænan iðngarð. Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 179 orð

Kjötið mun hækka í haust

Formaður Bændasamtaka Íslands, Gunnar Þorgeirsson, segir að aðstæður íslenskra bænda séu erfiðar um þessar mundir. Hann fagnar væntanlegum hækkunum á verði til bænda sem afurðastöðvar hafa boðað í haust enda nái bændur almennt ekki endum saman Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Klíníkin Ármúla stækkar

Verið er að stækka húsnæði Klíníkurinnar við Ármúla í Reykjavík úr 2.400 fermetrum í rúmlega 7.000 fermetra. Við Klíníkina starfa samtals um 70 starfsmenn en búist er við því að starfsmannafjöldi verði um 130 manns eftir stækkunina Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Nætursölu hætt hjá Nettó á Grandanum

Nettó hefur stytt afgreiðslutíma í verslun sinni á Granda í Reykjavík en þar hefur verið opið allan sólarhringinn á undanförnum árum. Nýlega var því breytt en verslunin er opnuð kl. 8 og er opin til miðnættis eða nokkru lengur en gengur og gerist hjá Nettó Meira
9. júní 2023 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Rauðgulur himinn vegna elda í Kanada

Austurströnd Bandaríkjanna hefur mátt þola lítil loftgæði síðustu daga vegna gróðurelda í Kanada. Var himinninn í New York-borg rauðgulur í gær og fyrradag vegna mengunarinnar frá eldunum. Orku- og umhverfisráðuneyti Bandaríkjanna varaði fólk í gær… Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Raunávöxtun LSR betri en greint var frá

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksisins segir það fjarri sanni að raunávöxtun LSR hafi verið neikvæð um nærri 19% á síðasta ári eins og sagt var í frétt í Morgunblaðinu í vikunni. Hið rétta sé að hún hafi verið neikvæð um 12,9% og að… Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Símasónninn orðinn safngripur

Að undanförnu hefur Sigurður Harðarson rafeindavirki unnið að því að endurræsa 90 ára gamla símstöð sem er á Samgöngusafninum á Skógum. Sigurður segir mikilvægt að lífga símstöðina við svo fólk eigi möguleika á því að heyra sóninn sem fylgir henni, því senn muni sónninn í símanum heyra sögunni til Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 357 orð

Skiptar skoðanir um Búrfellslund

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ætlar ekki að fara fram á það við Skipulagsstofnun að fresta því að taka ákvörðun um landnotkun fyrir Búrfellslund, samkvæmt verndar- og orkunýtingaráætlun, rammaáætlun, í allt að tíu ár, líkt og nágrannar þeirra í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa gert Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Svartsýni mun draga úr sölu íbúða

Væntingavísitala Gallup bendir til vaxandi svartsýni meðal landsmanna um efnahagshorfur. Hún mældist undir 80 stigum í maí en var tæplega 100 stig í janúar síðastliðnum. Ef vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri jákvæðir en neikvæðir um horfurnar Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Umsvif Klíníkurinnar Ármúla aukast

Kári Freyr Kristinsson karifreyr@mbl.is „Húsnæðið okkar er sprungið,“ segir Sigurður Ingibergur Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Ármúla, í samtali við Morgunblaðið. Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 133 orð

Vilja að ríkislögreglustjóri útskýri kaupin

Innkaup embættis ríkislögreglustjóra (RLS) á búnaði handa lögreglu vegna fundar leiðtogaráðs Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí sl. fóru ekki í gegnum útboð á vegum Ríkiskaupa. Þess í stað tók RLS þá ákvörðun að fara í svonefnd bein samningskaup, þ.e Meira
9. júní 2023 | Innlendar fréttir | 435 orð | 2 myndir

Ætla að henda 1,3 millörðum króna út um gluggann

Fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að taka ekki tilboði lægstbjóðanda í gerð Arnarnesvegar, heldur ganga til samninga við tilboðsgjafa sem bauð 1.334 milljónum meira í vegagerðina sem er einnig um 616 milljónum hærra en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, … Meira

Ritstjórnargreinar

9. júní 2023 | Staksteinar | 255 orð | 1 mynd

Dýr misskilningur

Björn Bjarnason fjallar á vef sínum um verkfall BSRB og rekur fréttaflutning Vísis af málinu: „Í fréttinni er vitnað í Þórarin Eyfjörð, varaformann BSRB, sem rætt var við í kvöldfréttum Stöðvar 2 mánudaginn 5. júní. Meira
9. júní 2023 | Leiðarar | 785 orð

Evruþráhyggjan

Eldhúsdagsumræður í fyrrakvöld voru í megindráttum eins og ráð er fyrir gert. Stjórnarliðar töldu almennt að fremur vel hefði tekist til við stjórn landsins en stjórnarandstæðingar voru andstæðrar skoðunar. Rétt eins og vera ber. Hvorir tveggja höfðu á köflum nokkuð til síns máls en stundum minna. Svo voru þeir sem eru svo helteknir af þráhyggju að þeir sjá aðeins eina lausn við öllum vanda og breytir þá engu hversu fjarstæðukennd sú lausn er. Meira

Menning

9. júní 2023 | Menningarlíf | 183 orð | 1 mynd

BBC leikur Önnu Þorvaldsdóttur

Anna Þorvaldsdóttir er staðartónskáld Aldeburgh-hátíðarinnar í Suffolk á Englandi sem hefst í dag og stendur til 25. júní. Hátíðin er meðal helstu tónlistarviðburða Bretlandseyja og var á sínum tíma sett á laggirnar af einu þekktasta tónskáldi Breta, Benjamin Britten Meira
9. júní 2023 | Menningarlíf | 589 orð | 2 myndir

„Artífartí djass“

„Stundum þegar ég er að lýsa einhverju eða tala um eitthvað ákveðið reyni ég að gera mig skiljanlegan með því að tengja það við eitthvað allt annað Meira
9. júní 2023 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Fjallkonuljóð á 15:15-tónleikum

Barítónsöngvarinn Colin Levin og píanóleikarinn Evin Fein halda tónleika á morgun, 10. júní, á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju undir yfirskriftinni Fjallkonuljóð. Á efnisskránni verða skv Meira
9. júní 2023 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Leiðsögn Katrínar Elvarsdóttur

Katrín Elvarsdóttir mun leiða leiðsögn um sýningu sína Fimmtíu plöntur fyrir frið í galleríinu BERG Contemporary á morgun, laugardaginn 10. júní, kl. 14. Katrín verður þar í samtali við Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, sem jafnframt er höfundur inngangstexta sýningarinnar Meira
9. júní 2023 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Michael J. Fox stendur keikur

Fáar kvikmyndir snerta jafn mikið við manni og góðar heimildarmyndir. Það var sannarlega raunin þegar ég horfði á Still, sem fjallar um afmælisbarn dagsins, leikarann ástsæla, Michael J Meira
9. júní 2023 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd

Óskar og Ife með frumsamið efni og endurtúlkanir á Jómfrúnni

Hljómsveit saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar og brasilíska söngvarans og gítarleikarans Ife Tolentino kemur fram á sumartónleikaröð Jómfrúarinnar á morgun, 10. júní, kl. 15. Með þeim leika þeir Eyþór Gunnarsson á píanó og Matthías Hemstock á trommur Meira
9. júní 2023 | Menningarlíf | 534 orð | 1 mynd

Sterk sjávartilfinning

Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Kristín Morthens sýnir stór málverk og skúlptúra á sýningunni Andrými á hafsbotni í Þulu í Marshallhúsinu. Meira
9. júní 2023 | Menningarlíf | 95 orð

Sungið saman í Hannesarholti

Björg Birgisdóttir og Jón Elísson leiða söngstundina Syngjum saman í Hannesarholti á morgun, laugardaginn 10. júní, kl. 14. Þar verða að vanda textar á tjaldi svo „allir geti tekið undir, ungir sem aldnir“, eins og segir í tilkynningu Meira
9. júní 2023 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Útsaumurinn óður til náttúrunnar

Kristín Dýrfjörð opnar sýningu á útsaumsverkum í Listasafni Samúels í Selárdal við Arnarfjörð, á morgun, laugardaginn 10. júní, kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina Þar geymi ég hringinn og þar sýnir Kristín útsaumsverk sem eru, samkvæmt tilkynningu, „óður til náttúrunnar“ Meira

Umræðan

9. júní 2023 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd

Aukin sjálfbærni og minni sóun

Vel hugsuð og útfærð eigna- og viðhaldsstjórnun leggur lóð á vogarskálar sjálfbærni, betri orkunýtingar og minni sóunar Meira
9. júní 2023 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Nýi-Skerjafjörður – flugvöllurinn og fjölþættar áhyggjur Flokks fólksins

Skyndilega vöknuðu ráðamenn upp við vondan draum um að með því að byggja svo þétt upp að flugvellinum væri öryggi farþega og íbúa þar mögulega ógnað Meira
9. júní 2023 | Pistlar | 446 orð | 1 mynd

Ríkisstjórn: Hættið að skatta fátækt fólk

Í boði ríkisstjórnarinnar er heilbrigðiskerfið okkar á yfirsnúningi, mannekla enn viðvarandi vandamál og álag á hverjum og einum starfsmanni allt of mikið. Í dag eru allt of mörg börn á biðlista eftir að komast á biðlista, til að komast á… Meira
9. júní 2023 | Aðsent efni | 634 orð | 1 mynd

Rörsýn Seðlabankastjóra

Krafa um launahækkanir er ekki orsök verðbólgu, heldur afleiðing óstefnu í efnahags- og húsnæðismálum, vaxandi ójöfnuðar og afkomuvanda vinnandi fólks. Meira
9. júní 2023 | Aðsent efni | 806 orð | 1 mynd

Vígslubiskup kallar eftir ávirðingum

„... deilur, átök og illindi koma svo sannarlega við sögu þar sem Kristján Björnsson á í hlut og eru fjölmörg dæmi um það.“ Meira

Minningargreinar

9. júní 2023 | Minningargreinar | 3331 orð | 1 mynd

Axel Björnsson

Axel Björnsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, fæddist í Reykjavík 25. september 1942. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 26. maí 2023. Foreldrar hans voru hjónin Auður Axelsdóttir, húsmóðir og verslunarmaður, f Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2023 | Minningargreinar | 1515 orð | 1 mynd

Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir

Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir fæddist við Laugaveg í Reykjavík 1. júní 1929. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu Sléttuvegi 2. júní 2023. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson úrsmiður, f. 1897 á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallasveit, d Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2023 | Minningargreinar | 1892 orð | 1 mynd

Ármann Ægir Magnússon

Ármann Ægir Magnússon fæddist á Patreksfirði 19. maí 1952. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík 31. maí 2023. Ármann Ægir ólst upp á Patreksfirði. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson, f Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2023 | Minningargreinar | 3097 orð | 1 mynd

Jarþrúður Guðný Pálsdóttir

Jarþrúður Guðný Pálsdóttir fæddist á Hömrum 26. október 1931. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Minni-Grund í Reykjavík 16. maí 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Þorleifsson, skipstjóri og bóndi, f Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2023 | Minningargreinar | 3018 orð | 1 mynd

Sigrún Rafnsdóttir

Sigrún Rafnsdóttir fæddist á Akranesi 21. október 1951. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 24. maí 2023. Foreldrar Sigrúnar voru Sigurlaug Sigurðardóttir frá Gneistavöllum, f. 28. júlí 1930, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 180 orð

Borgin sótti 3,7 milljarða í skuldabréfaútboði

Reykjavíkurborg aflaði tæplega 3,7 milljarða króna í skuldabréfaútboði sem fram fór í fyrrdag, en niðurstaðan var kunngjörð í gær. Annars vegar var um að ræða verðtryggða skuldabréfaflokkinn RVK 32 1 sem ber fasta 2,5% verðtryggða vexti Meira
9. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 460 orð | 1 mynd

Fyrstu viðbrögð jákvæð

Gengi bréfa í fasteignafélögunum Regin og Eik hækkaði nokkuð í viðskiptum í Kauphöllinni í gær, en tilkynnt var um fyrirhugaða yfirtöku Regins á Eik eftir miðnætti í gær (aðfaranótt fimmtudags) með það fyrir augum að sameina félögin Meira
9. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 97 orð | 1 mynd

Heimkaup valið sem einkasöluaðili

Netverslunin Heimkaup hefur náð samkomulagi við rafbókavettvanginn (e.platform) Vital Source um einkasölu á Íslandi fyrir allt rafrænt efni sem hann býður upp á. Í tilkynningu frá Heimkaupum segir að Vital Source, sem sé stærsti aðili á þessu sviði í heimi, bjóði upp á 1,1 milljón titla Meira
9. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Mosfellingur hagnast um níu milljónir króna

Fyrirtækið Mosfellingur ehf., sem gefur út bæjarblaðið Mosfelling og dreifir frítt í Mosfellsbæ, var rekið með 9,3 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Það er 63% meiri hagnaður en árið á undan þegar félagið var rekið með 5,7 milljóna króna afgangi Meira

Fastir þættir

9. júní 2023 | Í dag | 239 orð

Af bæn, botnum og vísnakeppnum

Eins og tíðarfarið hefur verið, þá er við hæfi að gefa Pétri Stefánssyni orðið með „Bæn höfuðborgarbúa“. Enn skal byrja bænatuð bara í tveimur liðum. Heyrðu mig nú góði guð góðverk tvö ég bið um Meira
9. júní 2023 | Í dag | 178 orð

Álitamál. S-Enginn

Norður ♠ 7 ♥ ÁK1032 ♦ Á542 ♣ 753 Vestur ♠ 1093 ♥ D7 ♦ KD863 ♣ ÁD4 Austur ♠ KD62 ♥ G964 ♦ G10 ♣ KG6 Suður ♠ ÁG854 ♥ 85 ♦ 97 ♣ 10982 Suður spilar 2♠ Meira
9. júní 2023 | Dagbók | 82 orð | 1 mynd

Byrjaði í hljómsveit 13 ára

Dagur Sigurðsson söngvari mætti eldsprækur í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þáttarstjórnendur um tónlistarferilinn og verkefnin fram undan. Dagur var tvítugur þegar hann sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna en hann var að eigin sögn… Meira
9. júní 2023 | Í dag | 815 orð | 3 myndir

Fékk afdrifaríkt símtal

Guðmundur Pálsson fæddist 9. júní 1973 í Reykjavík. Hann ólst upp fyrstu árin í Breiðholti og Árbæ en flutti átta ára gamall á Reykjaveg 72 í Mosfellssveit, þar sem helstu leiksvæðin voru hlíðar Úlfarsfells og Hafravatn Meira
9. júní 2023 | Í dag | 64 orð

Málið

Að hafa e-ð fram er að koma e-u í gegn, fá e-u framgengt, fá e-ð fram. „Ég vildi hafa saltkjöt í kvöldmatinn en konan mín hafði það fram að við borðuðum gulrótasúpu.“ Að fara sínu fram merkir að gera það sem maður sjálfur vill – oft í trássi við… Meira
9. júní 2023 | Í dag | 26 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Hveragerði Lilja Arney Sigrúnardóttir fæddist 21. ágúst 2022 kl. 00.05 á Landspítalanum. Hún vó 4.124 g og var 53 cm löng. Móðir hennar er Sigrún Símonardóttir. Meira
9. júní 2023 | Í dag | 163 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 0-0 6. 0-0 d5 7. exd5 Rxd5 8. He1 Bg4 9. h3 Bh5 10. b4 Be7 11. b5 Ra5 12. Hxe5 Bxf3 13. Dxf3 Rb6 14. Bb3 Bf6 15. Hf5 a6 16. bxa6 Hxa6 17. Bc2 He8 18. Be3 c6 19 Meira
9. júní 2023 | Í dag | 64 orð | 1 mynd

Sævar Ómarsson

40 ára Sævar er Vestmannaeyingur en býr í Mosfellsbæ. Hann er með B.Sc.-gráðu í sjúkraþjálfun frá HÍ og starfar hjá Sigra sjúkraþjálfun. Áhugamálin eru golf og almenn hreyfing. Fjölskylda Börn Sævars eru ­Alexandra Rós, f Meira

Íþróttir

9. júní 2023 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Aðalsteinn og Óðinn meistarar

Óðinn Þór Ríkharðsson og Aðalsteinn Eyjólfsson fögnuðu í gærkvöldi svissneska meistaratitlinum í handbolta með 32:28-heimasigri á Kriens. Kadetten vann úrslitaeinvígið 3:1 og meistaratitilinn í leiðinni Meira
9. júní 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Grótta hægði á Fjölnismönnum

Fjölnir þurfti að sætta sig við eitt stig er Grótta heimsótti liðið í 1. deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Þrátt fyrir úrslitin er Fjölnir enn á toppnum með 14 stig, stigi á undan Aftureldingu. Pétur Theódór Árnason og Tómas Johannesen gerðu mörk Gróttu Meira
9. júní 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Guðjón Valur þjálfari ársins

Guðjón Valur Sigurðsson var í gær útnefndur þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni í handbolta. Guðjón var einnig útnefndur þjálfari ársins í 2. deildinni á síðustu leiktíð, er hann stýrði Gummersbach upp í efstu deild Meira
9. júní 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

HK-ingar upp í toppsætið

HK fór í gærkvöldi upp í toppsæti 1. deildar kvenna í fótbolta með 6:1-stórsigri á KR. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og Eva Stefánsdóttir, Emma Sól Aradóttir og Isabella Eva Aradóttir komust einnig á blað Meira
9. júní 2023 | Íþróttir | 384 orð | 1 mynd

Málfríður var best í sjöundu umferðinni

Málfríður Anna Eiríksdóttir, leikmaður Vals, var besti leikmaðurinn í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta, að mati Morgunblaðsins. Málfríður Anna fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína í leik Vals gegn Þór/KA á… Meira
9. júní 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Rúnar og Elín Klara valin best

Rúnar Kárason úr ÍBV og Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum voru valin bestu leikmenn úrvalsdeildar karla og kvenna á verðlaunahófi Handknattleikssambands Íslands, sem fór fram í Minigarðinum í gær. Ásamt því var Rúnar valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar og fékk fyrir vikið Valdimarsbikarinn Meira
9. júní 2023 | Íþróttir | 897 orð | 2 myndir

Sé ekki eftir einni sekúndu

Handbolti Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Bergischer í þýsku 1. deildinni, hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Hann tekur um leið að sér nýtt starf hjá félaginu í sumar, sem annar tveggja aðstoðarþjálfara liðsins. Meira
9. júní 2023 | Íþróttir | 408 orð | 2 myndir

Súkkulaðikurl í kakóið

Rúnar Kárason úr ÍBV og Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir voru valin bestu leikmenn úrvalsdeildar karla og kvenna á verðlaunahófi Handknattleikssambands Íslands, sem haldið var í Minigarðinum í Skútuvogi í gær Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.