Greinar mánudaginn 25. mars 2024

Fréttir

25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 335 orð | 2 myndir

Allar lóðirnar á Flúðum farnar

„Við erum afar ánægð. Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Mikill áhugi var á lóðum við nýja götu á Flúðum þegar þær voru auglýstar fyrir skemmstu Meira
25. mars 2024 | Erlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Árás talin tilraun til manndráps

Lögreglan í Ósló rannsakar skotárás við Hersleb-skólann í Tøyen-hverfinu þar í borginni á laugardagskvöldið sem tilraun til manndráps en maður á fimmtugsaldri var skotinn í fótinn og eru áverkar hans metnir alvarlegir Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 89 orð

Bíða eftir framhlaupi af hrauni

Eldvirknin í eldgosinu við Sund­hnúkagíga á Reykja­nesskaga hefur verið nokkuð stöðug síðan á sunnudaginn, 17. mars, en gosið hófst 16. mars af miklum krafti. Hraun flæðir áfram í Mel­hóls­námuna norður af Grinda­vík en hraunjaðarinn hefur lítið hreyfst Meira
25. mars 2024 | Erlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Brutu gegn föngum í Bergen

Norsk fangelsismálayfirvöld brutu gegn mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá Noregs í máli þriggja nú fyrrverandi fanga í fangelsinu í Bergen með ítrekaðri og vanvirðandi líkamsleit sem náði yfir margra ára tímabil á meðan fólkið, ein kona og tveir karlmenn, afplánaði þar refsidóma Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 842 orð | 2 myndir

Einstök list og mikilvægar frásagnir

„Kannski er aldrei mikilvægara en nú að lögð sé áhersla á fræðslu og umfjöllun um sögu og menningararfleifð Íslendinga,“ segir Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður. „Samfélag okkar breytist hratt og fólki af erlendum uppruna sem hér býr hefur fjölgað mikið á síðustu árum Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Ekkert gert án samþykkis

Vinnubrögð sveitarstjórnar Hveragerðis eru harðlega gagnrýnd af sveitarstjórn Ölfuss í máli er varðar stofnframkvæmd við leikskólann Óskaland. Leikskólinn er í eigu beggja sveitarfélaga en þrátt fyrir það samþykkti meirihluti sveitarstjórnar Hveragerðis þann 8 Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Ekkert spurst til Bácsi

„Ég hef ekki fengið neinar nánari upplýsingar um þetta undarlega mál og engar nánari skýringar þrátt fyrir að ég hafi vakið máls á þessu,“ segir Helgi Bernódusson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis og „gamall Eyjamaður“,… Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ferðamönnum fækkað

Ferðaþjónustuaðilar segja að útlit sé fyrir að ferðamönnum muni ekki fjölga á árinu eins og spáð hafði verið. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að hlutfall tengifarþega hjá Icelandair sé að aukast þar sem eftirspurn til Íslands sé minni en á síðasta ári Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Flugi til tveggja áfangastaða hætt

„Stóra áskorunin nú er að ná jafn mjúkri lendingu,“ segir G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Ernis/Mýflugs. Þann 1. apríl nk. hættir flugfélagið áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur, sbr Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Frestun opnunar til 2026 ill tíðindi

„Það kemur mér nú á óvart að þú nefnir þessa dagsetningu því það var ekki búið að fastsetja vorið 2026,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, í samtali við Morgunblaðið, en Hilmari var ekki kunnugt um að komið hefði… Meira
25. mars 2024 | Erlendar fréttir | 553 orð | 2 myndir

Grafreitur með myrka sögu

Gamall grafreitur í útjaðri Prag, höfuðborgar Tékklands, er einn sérkennilegasti ferðamannastaður borgarinnar og hefur laðað m.a. til sín draugabana, satanista og áhugamenn um gömul hneykslismál vegna dularfullrar orku, sem sögð er þar að finna Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Hundruð hvala í loðnu undan Jökli

„Þarna var allt vaðandi í loðnu,“ segir Heimir Karlsson, skipstjóri á ms. Selfossi. Hann var á norðurleið til Ísafjarðar undir kvöld sl. föstudag þegar um þrjár sjómílur út af Malarrifi var siglt fram á mikla vöðu hnúfubaka og hrefna Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Hönnunarkostnaður um 330 milljónir

Kostnaður vegna hönnunar varnargarða á Reykjanesskaga, gerðar hraunflæðilíkana ásamt kostnaði við mælingar, úrvinnslu og umsjón með framkvæmdum allan sólarhringinn nemur ríflega 330 milljónum króna, skv Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Ill meðferð hrossa er til rannsóknar

Ákvörðun MAST um að stöðva tímabundið þjálfun hesta fyrir þáttaröðina King and Conqueror sem Baltasar Kormákur framleiðir fyrir BBC og CBS var tekin út frá myndbandi af illri meðferð hestanna og frávikum sem fundust eftir heimsókn starfsmanns á vegum MAST Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Íslenskt og ítalskt tónlistarfólk sameinar krafta sína í Hörpuhorni

Erasmus+ er samstarfsverkefni Tónlistarskóla Kópavogs og CESMI-tónlistarskólans í Róm á Ítalíu þar sem kammersveitir skólanna beggja æfa saman í stórri hljómsveit, auk þess að leika saman smærri samleiksverk Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Keflavík tvöfaldur bikarmeistari

Keflavík varð á laugardag bikarmeistari karla og kvenna í körfubolta eftir góða sigra í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni. Kvennaliðið varð bikarmeistari í 16. skipti með öruggum 89:67-sigri á Þór frá Akureyri Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Kosið á lista í sameinuðu sveitarfélagi

Efnt verður til sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar laugardaginn 4. maí nk. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu að sameinast í atkvæðagreiðslu í lok október sl Meira
25. mars 2024 | Fréttaskýringar | 707 orð | 2 myndir

Kröftug húsnæðisuppbygging næstu ár

Baksvið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikilli fjölgun íbúa í Reykjanesbæ verður mætt með kröftugri húsnæðisuppbyggingu á næstu misserum og árum. Fyrirhugað er að um 3.500 íbúðir verði byggðar á næstu árum í sveitarfélaginu. Þétta á byggð á nokkrum svæðum en mesta uppbyggingin verður á Ásbrú. Alls er ráðgert að íbúum þar fjölgi um 10.000 á næstu tveimur áratugum. Meira
25. mars 2024 | Fréttaskýringar | 697 orð | 5 myndir

Leggi meiri áherslu á neytendur

Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telur Kína standa á krossgötum og að landið þurfi að velja á milli tveggja kosta: að halda áfram á sömu braut eða ráðast í endurmótun sem myndi miða að því að leggja grunninn að „hágæða vexti“ Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Mikil mengun mældist í Höfnum

Mik­il meng­un mældist í Höfn­um í gær og hvöttu almannavarnir íbúa á svæðinu til að loka glugg­um og slökkva á loftræst­ingu, Nokk­ur meng­un hef­ur verið frá eld­gos­inu við Sund­hnúkagíga á Reykja­nesskaga síðustu daga og því þótti mik­il­vægt að brýna fyrir íbú­um að fylgjast vel með Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 521 orð | 2 myndir

Mikilvægast er að þekkja markaðinn

„Þörfin eftir þjónustu var fyrir hendi og því kalli svörum við,“ segir Ásgeir Örn Þorsteinsson. Við annan mann stofnaði Ásgeir um síðustu áramót Leiguflugið ehf., fyrirtæki sem starfar undir heitinu Air Broker Iceland – og sinnir óskum þeirra sem þurfa flugvélar á leigu Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Miklir möguleikar til hagræðingar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Samþykkt laganna gerir landbúnaðinn samkeppnishæfari en ella,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Alþingi samþykkti í sl. viku frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum sem heimila sameiningu og samstarf afurðastöðva í kjötiðnaði. Fyrirtækjum í mjólkuriðnaði hefur verið þetta leyfilegt, en nú er þessi heimild útvíkkuð. Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 651 orð | 1 mynd

Samdráttur fyrstu mánuði ársins

Hermann Nökkvi Gunnarsson hng@ mbl.is Stærstu hagsmunaaðilar í ferðaþjónustunni eru sammála um að spár um fjölgun ferðamanna á þessu ári muni líklega ekki ganga eftir. Eftirspurnin til Íslands er ekki jafn mikil og fyrir ári og fyrstu mánuðir ársins hafa ekki byrjað eins og vonir stóðu til. Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Samið um hótel við Skógarböð

Samningur um byggingu hótels í grennd við Skógarböðin á Akureyri var undirritaður á laugardag. Eigendur Skógarbaðanna og stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga hafa komist að samkomulagi sem heimilar byggingu hótelsins en eins og komið hefur fram í… Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 407 orð

Segir Ríkisendurskoðun vera vanhæfa

„Það er óhætt að segja að mann reki í rogastans,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), er undir hann er borið minnisblað frá árinu 2019 er varðar samskipti Íslandspósts (ÍSP) og þáverandi… Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Skíðagleði á fallegum vetrardegi í Bláfjallabrekkum

Lífið var skemmtilegt og leikurinn ljúfur hjá því fólki sem brá sér á skíði í Bláfjöllum í gær. Hin yngri nutu þar góðrar leiðsagnar sér eldra fólks sem kann hvernig bera skal sig í brekkunum. Einhverjir voru þar væntanlega að fá þjálfun fyrir páskana, sem svo margir nota til skíðaiðkunar Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 376 orð | 3 myndir

Sunnlenskar raddir með Valgeiri á páskum

„Það er dásamlegt að upplifa þau jákvæðu viðbrögð sem við fáum þegar til þeirra er leitað og flestir kunna tugi laga eftir hann,“ segir Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, eiginkona Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns, en þau hafa á… Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Tala látinna í Moskvu hækkar

Alls hafa 137 fundist látnir eftir hryðjuverkaárás Ríkis íslams á Crocus City-tónleikahöllina í Moskvu í Rússlandi á föstudagskvöld. Þar af eru þrjú börn. Búið er að bera kennsl á 50 hinna látnu en leit verður haldið áfram næstu daga í rústum tónleikahallarinnar Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Tilkynna krotarann mögulega

Til greina kemur að borgaryfirvöld hafi sérstaklega samband við lögreglu vegna forherts veggjakrotara í miðbænum. Þetta segir Hafsteinn Viktorsson, deildarstjóri hjá hverfastöðinni Fiskislóð, í samtali við Morgunblaðið Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 179 orð

Um 3.500 íbúðir á teikniborðinu

„Við erum með alla anga úti við að útvega svæði undir íbúðir,“ segir Gunnar Kristinn Ottósson, skipulagsfulltrúi í Reykjanesbæ. Mikilli fjölgun íbúa í Reykjanesbæ verður mætt með kröftugri húsnæðisuppbyggingu á næstu misserum og árum Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 762 orð | 2 myndir

Uppgjöf komi ekki til greina

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 98 orð

Var eftirlýstur af Interpol

Bílstjóri sem lögregla stöðvaði á föstudag var eftirlýstur af Interpol fyrir rán og þjófnað í félagi við aðra. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hefur verið eftirlýstur síðan í febrúar. Þetta staðfesti Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn… Meira
25. mars 2024 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Veisla á Skaga

Grjótkrabbabollur, geitaostur, andaregg, hvítlaukssalat, ábrystur, konfekt og reykt sauðakjöt voru meðal þeirra afurða sem buðust á matarmarkaði sem haldinn var á Akranesi í gær. Þangað mætti matargerðarfólk víða af Vesturlandi með afurðir sínar; kynnti þær og seldi Meira

Ritstjórnargreinar

25. mars 2024 | Leiðarar | 248 orð

Vinnusemi á Vesturlöndum

Mette skiptir aftur um skoðun Meira
25. mars 2024 | Staksteinar | 208 orð | 1 mynd

Þarf Ísland nýjan ríkissjóð?

Ríkisumsvif eru mjög mikil hér á landi og fara vaxandi eins og sést til dæmis á þróun fjölda opinberra starfsmanna og þróun launa þeirra miðað við laun á almennum markaði. Í ViðskiptaMogganum var í liðinni viku vakin athygli á tölum um heildarútgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Þessi útgjöld, að frádregnum útgjöldum vegna varnarmála og lífeyrismála, voru hvergi meiri meðal OECD-ríkja en hér á landi árið 2021. Hér voru þau 42,5% en meðaltalið innan OECD var 34%. Meira
25. mars 2024 | Leiðarar | 349 orð

Þýðingarmikil skilaboð

Forsendur eru að skapast fyrir vaxtalækkanir en kurlin eru ekki öll komin til grafar Meira

Menning

25. mars 2024 | Kvikmyndir | 784 orð | 3 myndir

Hann sem vissi allt var ómálga

Bíó Paradís Afsakið meðanað ég æli ★★★½· Leikstjórn: Spessi. Handrit: Spessi og Jón Karl Helgason. Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason. Ísland, 2023. 93 mín. Meira
25. mars 2024 | Menningarlíf | 1306 orð | 2 myndir

Hrópandi rödd í eyðimörku

„Spámaður nútímans“ Jónas kolféll fyrir Kellogg, þessum aldna meistara sem boðaði leiðina til afturhvarfs. Leiðin til bata væri að lifa samkvæmt lögmáli lífsins. „Dr. Kellogg er spámaður nútímans Meira
25. mars 2024 | Fjölmiðlar | 200 orð | 1 mynd

Hver er þulurinn góði á RÚV?

Á sunnudögum eftir hádegisfréttir á RÚV er leikin klassísk tónlist sem þulur með fallega og þægilega rödd kynnir af hugmyndaauðgi og visku. Þessi ágæti þulur kynnir líka stundum tónlist milli dagskrárliða á öðrum dögum Meira

Umræðan

25. mars 2024 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Gekk búvörulagabreytingin til þriggja umræðna?

44. gr. stjórnarskrárinnar: „Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.“ Meira
25. mars 2024 | Aðsent efni | 344 orð | 1 mynd

Heimildin – Ríkisstyrktur rógburður

Útboðið og samningar við þá skipasmíðastöð sem bauð best áttu sér stað árið 2021 eftir að ég lét af stöfum í smíðanefndinni og því kom ég þar hvergi nærri. Meira
25. mars 2024 | Aðsent efni | 608 orð | 1 mynd

Íslenskan og óþægi þingmaðurinn

Ég mun áfram standa vörð um íslenskuna og læt ekki fyrrv. prófessor trufla mig í því. Ég lít svo á að þetta sé ein af frumskyldum mínum sem þingmanns. Meira
25. mars 2024 | Pistlar | 387 orð | 1 mynd

Kosningafnykur í lofti

Á yfirstandandi þingi hefur ríkisstjórnin samþykkt fjölda stefna og áætlana og fyrir liggur að fleiri eiga eftir að bætast við. Á meðal þessara er fjármálaáætlunin, þar sem ríkisstjórnin verður að sýna í tölum hvernig hún hyggst fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir og stefnur Meira
25. mars 2024 | Aðsent efni | 335 orð | 1 mynd

Mótvægisaðgerðir utan virðiskeðju

Fyrirtæki eru hvött til þess að fjárfesta í mótvægisaðgerðum í þágu loftslags og náttúru utan eigin virðiskeðju. Meira
25. mars 2024 | Aðsent efni | 720 orð | 5 myndir

Það sem ekki mátti ræða

Á bæjarstjórnarfundi í Hveragerði nýlega var vegið mjög að málfrelsi bæjarfulltrúa D-listans í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar. Meira
25. mars 2024 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd

Þurfum við forseta?

Jóhanna hefði samþykt Icesave ef hún hefði verið forseti þegar Ólafur neitaði. Meira

Minningargreinar

25. mars 2024 | Minningargreinar | 561 orð | 1 mynd

Ásthildur Ísidóra Sigurðardóttir

Ásthildur Ísidóra Sigurðardóttir fæddist á Seljamýri í Loðmundarfirði 9. janúar 1935. Hún lést 19. febrúar 2024 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar Ásthildar voru Sigurður Jónsson brúarsmiður, f Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2024 | Minningargreinar | 567 orð | 1 mynd

Bára Gísladóttir

Bára Gísladóttir hjúkrunarfræðingur fæddist í Reykjavík 13. desember 1945. Hún lést á Landspítala Íslands 25. janúar 2024. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Halldórsdóttir og Gísli Jónasson, bæði fædd 1911 Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2024 | Minningargreinar | 546 orð | 1 mynd

Einar Ólafsson

Einar Ólafsson fæddist 13. janúar 1928. Hann lést 12. mars 2024. Útför hans fór fram 20. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2024 | Minningargreinar | 440 orð | 1 mynd

Guðmundur Arason

Guðmundur Arason fæddist á Hvammstanga 17. október 1955. Hann lést á Brákarhlíð 23. febrúar 2024. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurbjörg Þórhallsdóttir, f. 20. september 1926, og Ari Guðmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2024 | Minningargreinar | 832 orð | 1 mynd

Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1945. Hún lést 17. mars 2024. Hún var einkadóttir Sigríðar Skúladóttur, f. 25. júní 1918, d. 7. september 2023. Maki Kristinn Matthías Kjartansson, f Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2024 | Minningargreinar | 609 orð | 1 mynd

Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir

Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir fæddist í Reykjavík 21. mars 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 5. mars 2024. Foreldrar hennar voru Ragna S. Friðriksson húsmóðir og Hilmar Hafsteinn Friðriksson járnsmiður Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2024 | Minningargreinar | 145 orð | 1 mynd

María Björk Viðarsdóttir

María Björk Viðarsdóttir fæddist 11. nóvember 1971. Hún lést 11. mars 2024. Útför Maríu Bjarkar fór fram 22. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2024 | Minningargreinar | 1746 orð | 1 mynd

Per Roald Landrø

Per Roald Landrø fæddist 4. nóvember 1947 á bænum Rya í Lensvik í Noregi. Hann lést 12. mars 2024 á Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Lars A. Landrø, bóndi á Rya, f. 1903, d. 1974, og Gudrun Eline Landrø, f Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2024 | Minningargreinar | 1450 orð | 1 mynd

Rögnvaldur Ólafsson

Rögnvaldur Ólafsson fæddist 10. desember 1943. Hann andaðist 1. mars 2024. Útför hans fór fram 19. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Boozt afgreiddi 7,7 milljónir pantana í fyrra

Norræni netverslunarrisinn Boozt, sem opnaði fyrstu verslun sína á Íslandi sumarið 2021, skilaði á síðasta ári brúttóágóða upp á rösklega 3 milljarða sænskra króna. Jafngildir það um 39 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag og… Meira

Fastir þættir

25. mars 2024 | Í dag | 60 orð

Ef mig rámar í e-ð merkir það að ég man það óljóst. „Mig rámaði í…

Ef mig rámar í e-ð merkir það að ég man það óljóst. „Mig rámaði í margt á prófinu en það reyndist ekki alveg rétt og því fór sem fór.“ Notkunin er ópersónuleg: mig rámar, þig rámar, þau rámaralla rámar í eitthvað Meira
25. mars 2024 | Í dag | 174 orð

Engir galdrar. N-Allir

Norður ♠ DG9 ♥ G86 ♦ 10 ♣ ÁG10983 Vestur ♠ 86 ♥ D954 ♦ KG6 ♣ K654 Austur ♠ 753 ♥ 1072 ♦ Á8532 ♣ 72 Suður ♠ ÁK1042 ♥ ÁK3 ♦ D974 ♣ D Suður spilar 6♠ Meira
25. mars 2024 | Í dag | 260 orð

Höfuðborg er Akureyri

Helgi R. Einarsson skrifaði mér á fimmtudag: Er að lesa Moggann með kaffinu og birtist þá ekki heilsíðumynd sem tengist forsetaframboðinu, þá datt mér í hug: Vorkoma að Bessastöðum Bráðum birtist sem galdur hér bliki, lóa og tjaldur Meira
25. mars 2024 | Í dag | 327 orð | 1 mynd

Jón Þórisson

60 ára Jón er fæddur í Reykjavík og uppalinn í Hlíðahverfinu, gekk í Hlíðaskóla og æfði handbolta með Val. „Handbolta æfði ég meðan ég taldi mig efnilegan. Síðar kom í ljós að það reyndist misskilningur.“ Úr Hlíðaskóla lá leiðin í MR þaðan sem Jón útskrifaðist árið 1984 Meira
25. mars 2024 | Í dag | 182 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 f5 2. Rc3 Rf6 3. g3 d5 4. Bg2 e6 5. Rf3 Be7 6. 0-0 0-0 7. Bf4 b6 8. Rb5 Ra6 9. c4 c6 10. Rc3 Bb7 11. Re5 Re4 12. Rxe4 dxe4 13. h4 c5 14. dxc5 Bxc5 15. Rd7 Hf7 16. Rxc5 Rxc5 17. b4 Hd7 18. Dc2 Ra6 19 Meira
25. mars 2024 | Í dag | 917 orð | 3 myndir

Stoltust af menntamálunum

Elínbjörg Bára Magnúsdóttir fæddist 24. mars 1949 og átti því 75 ára afmæli í gær. Hún fæddist í Stykkishólmi en ólst upp í Belgsholti í Melasveit frá eins árs aldri. „Við erum átta systkini fædd á tíu árum Meira
25. mars 2024 | Dagbók | 100 orð | 1 mynd

Þurfti hjálp til að laga röddina

Leikarinn Austin Butler fór með hlutverk sitt í kvikmyndinni Elvis árið 2022 og sagði frá því í viðtali í The Late Show with Stephen Colbert að hann hefði þurft að fá talþjálfara eftir að tökum á Elvis lauk til að ná röddinni til baka í eðlilegt horf Meira

Íþróttir

25. mars 2024 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

Framarar felldu norðankonur

KA/Þór er fallið úr úrvalsdeild kvenna í handbolta eftir ósigur gegn Fram, 26:23, á útivelli í lokaumferðinni á laugardag. KA/Þór hafnaði í neðsta sæti með aðeins sjö stig. Með sigrinum tryggði Fram sér annað sæti og sæti í undanúrslitum með deildarmeisturum Vals Meira
25. mars 2024 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Góður útisigur Valsmanna í Rúmeníu

Bikarmeistarar Vals unnu góðan útisigur, 36:35, á rúmenska liðinu Steaua frá Búkarest í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta í höfuðborg Rúmeníu í gærkvöldi. Eru Valsmenn því í fínni stöðu fyrir seinni leikinn á Hlíðarenda næstkomandi laugardag Meira
25. mars 2024 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

KA fór illa með Víkinga á Akureyri

KA fór illa með Víking, 33:18, er liðin mættust í lokaleik 19. umferðar úrvalsdeildar karla í handbolta á laugardag. KA fór með sigrinum upp í 16 stig og í sjöunda sæti deildarinnar. Átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina og er baráttan hörð, nú þegar þrjár umferðir eru eftir Meira
25. mars 2024 | Íþróttir | 498 orð | 3 myndir

Keflavík tók yfir Höllina

Keflvíkingar komu, sáu og sigruðu þegar bikarúrslit karla og kvenna í körfubolta fóru fram í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Karlaliðið byrjaði á að vinna ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls, 92:79, og verða bikarmeistari í sjöunda skipti og í fyrsta skipti frá árinu 2012 Meira
25. mars 2024 | Íþróttir | 590 orð | 4 myndir

Norska liðið Storhamar er komið í undanúrslit Evrópudeildar kvenna í…

Norska liðið Storhamar er komið í undanúrslit Evrópudeildar kvenna í handbolta eftir heimasigur á Thuringer frá Þýskalandi, 33:26, í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum á laugardag. Storhamar vann einvígið samanlagt 72:61 Meira
25. mars 2024 | Íþróttir | 426 orð | 2 myndir

Staðráðnir að komast á EM

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom til Wroclaw í Póllandi síðdegis í gær eftir stutta flugferð frá Búdapest og býr sig undir úrslitaleikinn gegn Úkraínu um sæti á EM 2024 í Þýskalandi sem fram fer í pólsku borginni annað kvöld Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.