Barði ætlar að reyna að stuðla að bættum tónlistarsmekki áhorfenda The O.C.
Barði ætlar að reyna að stuðla að bættum tónlistarsmekki áhorfenda The O.C.
LAG hljómsveitarinnar Bang Gang, "Follow", var spilað í þættinum The O.C. í 12. þætti nýjustu þáttaraðarinnar, sem sýndur var á fimmtudaginn.

LAG hljómsveitarinnar Bang Gang, "Follow", var spilað í þættinum The O.C. í 12. þætti nýjustu þáttaraðarinnar, sem sýndur var á fimmtudaginn. Lagið var notað í atriði þar sem persónurnar Summer og Zach ræddu samband sitt á hótelherbergi á Valentínusardaginn. Þátturinn verður sýndur hér á landi um jólaleytið.

"Ég ákvað að gera þetta fyrir þá, til að hjálpa þættinum. Koma honum á kortið," segir Barði Jóhannsson, aðalmaðurinn í Bang Gang, "þetta ætti að verða ágætislyftistöng fyrir þennan þátt," bætir hann við. "Þetta er þáttur í því átaki að koma góðri músík í undirmeðvitund hins almenna hnakka."

Tónlistin í The O.C . hefur vakið mikla athygli og reglulega hafa verið gefnar út geislaplötur með lögum úr þáttunum. Aðrir listamenn sem eiga lög í þessari þáttaröð eru m.a. The Album Leaf, Interpol, Gwen Stefani, The Thrills, Modest Mouse, U2 og Keane. Íslenska hljómsveitin Leaves átti lag í The O.C. fyrir nokkrum misserum.