Greinar þriðjudaginn 15. febrúar 2005

Fréttir

15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

25 ára umbrotasaga Írans

Í Morgunblaðinu á sunnudag féll niður texti, sem átti að fylgja grein eftir Sigrid Valtingojer um Íran og lýsir þeim hörmungum sem íranska þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum á undanförnum aldarfjórðungi. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 435 orð

273 millj. umfram heimild

ÚTGJÖLD Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) á síðasta ári voru 273 milljónir kr. umfram fjárheimildir eða 1% samkvæmt nýju bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 2004. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 244 orð | 2 myndir

800 skópör á gullnu öndinni

Reyðarfjörður | Matsalurinn í starfsmannabúðunum Fjardaal Team Village (FTV) gengur nú undir nafninu Golden Duck, eða gullna öndin. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Afkastamikill á sviði læknisfræði og mannfræði

EITT hundrað ár eru í dag liðin frá fæðingu Jóns Steffensen, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, og í minningu hans verður á föstudag efnt til ráðstefnu og opnuð sýning í máli og myndum um starf, einkalíf og áhugamál Jóns. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 278 orð

Athugasemdir frá Símanum

EVA Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemdir: Athugasemdir við ummæli forstjóra OR Í fréttum Morgunblaðsins mánudaginn 14. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 345 orð | 1 mynd

Áhugi á að koma upp skíðasvæði

Rangárþing eystra | Ákveðið hefur verið að hefja veðurathuganir í Tindfjöllum með það fyrir augum að kanna möguleika á að koma þar upp skíðasvæði. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð

Á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum

CESAR Arnar Sanches, íslenski hermaðurinn sem særðist í Írak, er kominn til Bandaríkjanna og liggur á sjúkrahúsi bandaríska flotans í Washington DC, samkvæmt upplýsingum frá móður hans, Örnu Báru Arnarsdóttur. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 600 orð | 1 mynd

Bjóðast til að taka að sér stjórnarstörf

Reykjanesbær | Konur í stjórnunar- og áhrifastöðum á Suðurnesjum lýsa sig reiðubúnar til að takast á hendur störf í stjórnum fyrirtækja og samtaka. Kemur það fram í ályktun ráðstefnunnar Konur - aukin áhrif á vinnumarkaði sem efnt var til í Reykjanesbæ. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 131 orð

Bláskógabyggð kaupir hús KB banka

Laugarvatn | Bláskógabyggð hefur fest kaup á húsnæði útibús KB banka á Laugarvatni en útibúinu var lokað um áramót. Húsið verður notað til að mæta aukinni þörf byggingar- og skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu fyrir húspláss. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 19 orð | 1 mynd

Dagskrá þingsins

Þingfundur hefst klukkan 13. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Eftirminnilegur og skemmtilegur maður

RAFIQ Hariri var sérstaklega eftirminnilegur maður. Hláturmildur og skemmtilegur. Þannig lýsir Geir H. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð

Einkahlutafélag um Orkuveitu Húsavíkur

Húsavík | Stofnað hefur verið fyrirtækið Orkuveita Húsavíkur ehf. og tekur það við öllum rekstri, eignum og skuldum Orkuveitu Húsavíkur. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Ekki séð meira af hval við Grímsey í 40 ár

ÓVENJU mikið virðist vera af höfrungi og hnúfubak í kringum Grímsey og segist sjómaður með tæplega 40 ára reynslu aldrei hafa séð annað eins af hval á þessu svæði. Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 555 orð

Ekki staða sem Bandaríkjastjórn hefði kosið

ÚRSLIT kosninganna í Írak staðfesta þau vatnaskil sem nú eru að verða í landinu en ljóst er að sjía-múslímar taka við stjórnartaumunum eftir að hafa um áratuga skeið lotið stjórn minnihlutans, súnní-múslíma. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð

Farsóttafréttir hefja göngu sína

FARSÓTTAFRÉTTIR, nýtt fréttabréf á vegum sóttvarnalæknis, hefur hafið göngu sína hjá Landlæknisembættinu. Hægt er að nálgast fréttabréfið, sem framvegis kemur út einu sinni í mánuði á íslensku og ensku, á heimasíðu Landlæknisembættisins,... Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 1082 orð | 1 mynd

Finnum ekki mikið fyrir Kyoto-bókuninni

Á morgun, rúmlega sjö árum eftir undirritun, tekur Kyoto-bókunin við loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna formlega gildi. Rúnar Pálmason kannaði hvaða áhrif það hefur á almenning. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Fleiri aðfluttir en brottfluttir

FLEIRI fluttu til Íslands á síðasta ári en frá landinu, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutninga 2004. Til landsins fluttu 5.199 en frá landinu 4.764. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 375 orð

Fólk með greindarvísitölu undir 90 skilji stjórnarskrána

TILGANGUR stjórnarskrárinnar er meðal annars að vernda borgarana fyrir ríkisvaldinu, sagði Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Fyrrv. ráðamaður í Líbanon drepinn

RAFIK Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, lést í gær í mikilli sprengingu í miðborg Beirút. Hafði sprengjunni verið komið fyrir í bíl og var hún sprengd er bílalest Hariris ók hjá. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 131 orð

Grænlenskt sauðfé skráð hér

GRÆNLENSKIR bændur fá aðstoð íslensku Bændasamtakanna við kynbótaskýrsluhald um sauðfé sitt. Er þetta m.a. unnið í samstarfi við grænlensku landstjórnina. Hér á landi er notað skýrsluhaldsforrit sem í eru nú upplýsingar um 300 þúsund fjár. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 34 orð

Hass í fangelsinu

SJÖ fíkniefnamál komu upp í fangelsinu á Litla-Hrauni í liðinni viku. Segir lögreglan á Selfossi að það hafi einkum verið hass sem þar fannst. Öll tengjast málin refsiföngum og eru til rannsóknar hjá... Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 48 orð

Heimili og skóli í nýtt húsnæði

HEIMILI og skóli - landssamtök foreldra hafa flutt skrifstofu sína að Suðurlandsbraut 24, fjórðu hæð. Símanúmer samtakanna er óbreytt: 5627475. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-16. Símaráðgjöf fyrir foreldra er veitt alla virka daga... Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 130 orð

Hlutfall kvenna óvíða hærra

ALLS er 31% fulltrúa á íraska þinginu konur en til samanburðar má nefna að 30,2% þingmanna á Alþingi Íslendinga eru konur. Þá kom fram í fyrra að meðaltal kvenna í þjóðþingum aðildarríkja Evrópuráðsins er 18,4%. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 178 orð

Hugsanlegt að tveir yfirlæknar verði yfir sviðinu

LÆKNADEILD Háskóla Íslands og Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) auglýstu um helgina nýja prófessorsstöðu í krabbameinslækningum við læknadeild en með starfsaðstöðu á LSH. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 122 orð | 1 mynd

Hús byggð á ný í Reykjahlíð

Mývatnssveit | Sniðill hf. hefur hafið byggingu raðhúss með tveimur íbúðum við Birkihraun í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Um fimmtán ár eru liðin frá því síðast var byggt íbúðarhús í Reykjahlíð. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hvetja Skjá einn til að fara að lögum

FÉLAGSFUNDUR Samtaka íþróttafréttamanna, sem haldinn var 14. febrúar sl., harmar þingsályktun 15 þingmanna Sjálfstæðisflokksins þess efnis að þýðingarskylda á erlendum íþróttaviðburðum í beinni útsendingu verði afnumin. Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Hætta talin á að átök blossi upp á ný í Líbanon

STJÓRNVÖLD í Ísrael létu að því liggja í gærkvöldi að Sýrlendingar eða hópar þeim tengdir hefðu staðið fyrir sprengjutilræði í Beirút í Líbanon fyrr um daginn þar sem fyrrverandi forsætisráðherra landsins var ráðinn af dögum. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Ísahrannir í Grímsá

ÞEGAR ekið er inn Skriðdal má sjá að Grímsáin er á löngum köflum þakin illúðlegum hrönnum sem urgast saman með þungum ískurhljóðum. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 201 orð

Íslendingur í sjávarháska við Sómalíu

EINN Íslendingur var meðal 15 skipverja sem bjargað var úr sökkvandi fiskiskipi úti fyrir Sómalíu á austurströnd Afríku síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu var greint í norskum fjölmiðlum í gær en tveir Norðmenn voru um borð, skipstjórinn og vélstjórinn. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 138 orð

Kosið verði um flugvöll og valkosti í Vatnsmýrinni

VEGNA fregna um hugsanlegt samkomulag borgaryfirvalda og samgönguráðuneytisins um áframhaldandi flugstarfsemi í Vatnsmýrinni hefur Hverfafélag sjálfstæðismanna í Vesturbæ og Miðbæ samþykkt eftirfarandi ályktun: "Stjórnin Hverfafélags... Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Kossinn langi

DAGUR elskenda í kaþólskum sið, Valentínusardagur, var haldinn hátíðlegur í gær og þá urðu margir og margar til að gleðja ástina sína. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð

Kynningarfundur um val á skóla í Garðabæ

GRUNNSKÓLARNIR í Garðabæ, sem innrita börn í 1. bekk, kynna starf sitt á opnum kynningarfundi í dag, þriðjudag kl. 20-21.30, í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, að Kirkjulundi. Á fundinum verður einnig kynnt starf leikskóla í Garðabæ fyrir 5 ára börn. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Kötturinn sleginn úr tunnunni

Akureyri | Hestamenn brugðu á leik um helgina en í tilefni öskudagsins í liðinni viku tóku þeir sig til og slógu köttinn úr tunnunni. Uppákoman var við Skeifuna, félagsheimili Léttis í Breiðholtshverfi ofan Akureyrar. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð

Lán til kúabænda jukust um 12%

LÁN til nautgriparæktar jukust um 12% hjá Lánasjóði landbúnaðarins á síðasta ári. Aukning til sauðfjárræktar nam 3% en í öðrum greinum var samdráttur. Samanlagt námu lánveitingar sjóðsins 1.208 milljónum króna sem er 11% samdráttur frá árinu 2003. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 330 orð

Leggur áherslu á sjálfstæði Samkeppnisstofnunar

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að leikreglur á breskum matvörumarkaði séu athyglisverðar en vill engu svara um hvort hún telji þær henta við íslenskar aðstæður. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 119 orð

Leiðrétt

Nöfn féllu niður í formála Í formála minningargreina um Gyðu Guðnadóttur á blaðsíðu 23 í Morgunblaðinu í gær, mánudaginn 14. febrúar, féll niður vegna mistaka í vinnslu lokakaflinn með nöfnum tveggja barna hennar. Þau eru: 6) Guðni, f. 30.1. Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 154 orð

Lestarslys í Danmörku

RÚMLEGA 50 manns voru fluttir á sjúkrahús í gær eftir að tvær farþegalestar rákust á í Lyngby, einu úthverfi Kaupmannahafnar. Voru tveir taldir nokkuð slasaðir, þar af annar lestarstjórinn, en ekki þó alvarlega. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð

Lyfjakostnaður jókst um 7,2%

LYFJAKOSTNAÐUR á Landspítala - háskólasjúkrahúsi var um 2.686 milljónir kr. í fyrra og jókst um 7,2% frá árinu á undan skv. bráðabirgðaniðurstöðu fyrir starfsemi og rekstur sjúkrahússins á árinu 2004. Kostnaður vegna S-merktra lyfja, þ.e. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 68 orð

Lögfræðitorg | Stefán Geir Þórisson lögmaður flytur fyrirlestur á...

Lögfræðitorg | Stefán Geir Þórisson lögmaður flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 15. febrúar, kl. 16.30 í stofu L101 Sólborg. Hann nefnist: Fór fjölmiðlafrumvarpið gegn EES-samningnum? Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 122 orð

Minnst aukning á hótelum á höfuðborgarsvæðinu

GISTINÆTUR á hótelum í desember voru 7,7% fleiri á síðasta ári en á sama tíma árið 2003, og er umtalsverð aukning í öllum landshlutum nema höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjöldi gistinátta jókst þó um rúmt 1%, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Mun alls ná til um 25-30 milljóna Bandaríkjamanna á næstu fimm árum

BALDVIN Jónsson, framkvæmdastjóri Food and Fun-hátíðarinnar, segir þátt í matreiðsluþáttaröðinni "Chef's A Field: Culinary Adventures That Begin on the Farm" , sem tekinn var upp á Íslandi í september sl. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð

Mynda úr fermingarveislum leitað

AÐ venju gefur Morgunblaðið út stórt og glæsilegt fermingarblað og í ár kemur blaðið út 5. mars. Í því er ætlunin að birta gamlar og nýrri myndir úr fermingarveislum og gefa þannig innsýn í sögu íslenskra fermingarveislna. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð

Nóatún í Vesturbæ opnað fyrir páska

ÁFORMAÐ er að opna aftur verslun Nóatúns við Hringbraut í vesturbænum í Reykjavík í næsta mánuði, fyrir páska, en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir, að sögn Sigurðar Markússonar, rekstrarstjóra Nóatúnsverslananna. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 164 orð | 1 mynd

Nýr hugbúnaður í notkun

AKUREYRARBÆR hefur samið við Nýherja um kaup og innleiðingu á SAP fjárhags- og mannauðslausn. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Nærri þriðjungur ganganna að baki

BÚIÐ er að heilbora nærri þriðjung aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar, eða 13,5 km af 48,3 km löngum göngum í heild sinni. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Óvíst að takist að veiða kvótann

HÆPIÐ er að loðnukvóti vertíðarinnar náist ef fram heldur sem horfir. Veiðarnar hafa fram til þessa gengið fremur illa, loðnan er dreifð og tíðarfarið óhagstætt. Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

"Barn 81" komið í hendur foreldra sinna á Sri Lanka

NIÐURSTÖÐUR DNA-rannsóknar á dreng, sem lifði af flóðbylgjuna á Sri Lanka um jólin, liggja nú fyrir. Sýna þær og sanna, að hjónin, sem gerðu formlegt tilkall til hans, eru foreldrar hans. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

"Dæmigert fyrir ungan hugsjónamann"

DAVÍÐ Skírnisson, 26 ára maður af íslenskum ættum, sem starfað hefur sem hjúkrunarfræðingur í Noregi, tók sér frí í vinnunni eftir hamfarirnar í Asíu í lok síðasta árs, seldi hluta af eigum sínum og hélt í byrjun janúar til eyjunnar Súmötru í Indónesíu... Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 145 orð

"Keikoburger" og "Filibom-bom-bom"

ÞAÐ er víðar en á Íslandi, sem deilt er um nöfn og nafnalög. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 1232 orð | 3 myndir

"Oft erfitt en alltaf gaman"

Í fimmtíu ár bjó Sigsteinn Pálsson bóndi á Blikastöðum og sá sveitina sína, sem nú heitir Mosfellsbær, breytast úr dreifbýlu landbúnaðarsvæði í þéttbýlan bæ. Hann sagði Sunnu Ósk Logadóttur sögu sína, sem er um leið hluti af sögu Mosfellsbæjar. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 160 orð

"Og er þetta nú veröldin?"

ÞEGAR Sigsteinn var á þriðja ári var vinnukona á bænum Tungu þar sem hann ólst upp sem hét Björg. Sigsteinn hélt mikið upp á Björgu sem dvaldi í Tungu í tvö ár áður en hún ákvað að færa sig um set og fluttist til Eskifjarðar. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 170 orð

Rafmagnslaust í 27 stundir

"ÞETTA var bara eins og í eldgamla daga. Við gengum um með kertaljós, fórum snemma að sofa og stigum ekki fram úr fyrr en birta tók," segir Sigþór Þorgrímsson, bóndi á Búastöðum í Vopnafirði, sem var án rafmagns í 27 tíma um helgina. Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 675 orð | 1 mynd

Schröder sætir harðri gagnrýni

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sætti í gær harðri gagnrýni vegna hugmynda hans sem kynntar voru um liðna helgi um breytingar á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Síminn greiði 6,3 milljarða króna í arð

STJÓRN Símans samþykkti ársreikning fyrirtækisins á fundi í gær. Á fundinum var samþykkt að leggja til við aðalfund að greiddur verði 90% arður á árinu 2005 af nafnvirði hlutafjár, eða 6.333 milljónir kr. Tæp 99% hlutafjár eru í eigu ríkissjóðs. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Stálminnugur í hundrað ár

NÆR daglega fer Sigsteinn Pálsson, fyrrverandi stórbóndi á Blikastöðum í Mosfellsbæ, í leikfimi. Í hverri viku spilar hann líka brids. Hann hefur skoðun á flestu og man ártöl, nöfn og atburði líkt og þeir hafi gerst í gær. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð

Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar frá 2002

* Dregið verði úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum með almennum aðgerðum og með breytingum á skattlagningu á dísilbílum, sem leiði til aukningar í innflutningi á slíkum bílum til einkanota. Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Sterk staða kvenna á þingi Íraka

Skýringin á miklum fjölda kvenna á þingi er fyrst og fremst fólgin í kvennakvótanum sem innbyggður var í kosningarnar en sú krafa var gerð að fjórði hver frambjóðandi á framboðslista þyrfti að vera kona. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 598 orð | 1 mynd

Stóraukin þörf fyrir plöntuframleiðslu næstu misseri

BREYTINGAR á skipulagi hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga hafa nú að fullu gengið eftir með aðskilnaði á félagslegri starfsemi og samkeppnisrekstri, en félaginu var fyrir réttu ári skipt upp í tvennt. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð

Sumarstörf á vegum Reykjavíkurborgar

VINNUMIÐLUN ungs fólks (VUF) opnar fyrir móttöku umsókna um sumarstörf hjá stofnunum Reykjavíkurborgar í dag, 15. febrúar. Þeir sem eru fæddir 1988 eða fyrr og eru með lögheimili í Reykjavík geta sótt um hjá VUF. Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 106 orð

Tugir farast í eldsvoða í Teheran

UM 60 manns, hið minnsta, týndu lífi í gær þegar eldur kom upp í mosku í Teheran, höfuðborg Íraks. Fréttir í gærkvöldi hermdu að um 200 manns hefðu slasast í brunanum. Eldurinn kom upp í mosku í miðborg Teheran. Mikill fjöldi fólks var þar samankominn. Meira
15. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Umdeild heimsókn Tadic, forseta Serbíu, í Kosovo

MIKIL spenna var í Kosovo í gær í tengslum við heimsókn Borís Tadic, forseta Serbíu, sem er fyrsta heimsókn æðsta embættismanns í Serbíu til héraðsins frá lokum stríðsins 1999. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 530 orð | 1 mynd

Unnið að sölu á raforkuverum til framleiðslu á raforku úr lághita

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði í gær þekkingarmiðstöð í varmaorkutækni í Kalina-varmaorkuverinu á Húsavík en orkuverið er það fyrsta í heiminum sem nýtir Kalina-tæknina til raforkuframleiðslu úr jarðvarma. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Úði og nautnir

Mogginn sagði frá nýjum úða sem eykur kynlífsnautn kvenna. Sólskríkjan syngur: Frúnum aldrei færa rós né forleik karlar nenna ef að vekur úði'úr dós unaðslöngun kvenna. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 311 orð

Úr bæjarlífinu

Starfsmenn Þórshafnarhrepps voru léttir á fæti nú fyrir helgina þegar þeir færðu íbúunum heim í hús myndarlega möppu sem innihélt fullfrágengið aðalskipulag sveitarfélagsins. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð

Varðveisla

Fyrirhuguð er endurbygging á húsunum á Kópanesi á Hólmavík, en þau eru frá öðrum áratug síðustu aldar. Félag áhugamanna um varðveislu þeirra leitaði eftir stuðningi til sveitarfélagsins í því skyni. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 149 orð

Veðurspá | Vestanáttir hafa verið óvenjuríkjandi í vetur í annars...

Veðurspá | Vestanáttir hafa verið óvenjuríkjandi í vetur í annars snúningasamri tíð segir í nýrri veðurspá frá Veðurklúbbnum á Dalbæ. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 142 orð

Viðaukasamningar vegna stækkunar Norðuráls

UNDIRRITAÐIR hafa verið viðaukasamningar vegna stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga. Voru það Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem undirrituðu samningana fyrir hönd íslenska ríkisins. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 220 orð

Vildi verða klæðskeri eða bakari

SIGSTEINN var alinn upp í stórum systkinahópi, tólf af fjórtán systkinum komust á legg. Elstir voru fimm bræður, svo fjórar systur, þá Sigsteinn og loks tvær systur til viðbótar. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð

Vilja hefja athugun á veðri á Flúðum

Flúðir | Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur samþykkt að kanna möguleika á því að setja upp sjálfvirka veðurathugunarstöð á Flúðum. "Það er alkunna að veðursæld hér er einstök og segja vísir menn að hitastig hafi komist upp í 32,5°C sl. sumar. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 454 orð | 2 myndir

Vinstri-grænir tala fyrir afnotagjaldi

KOLBRÚN Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, telur afnotagjöld Ríkisútvarpsins af hinu góða. "Á þann hátt finnur almenningur að hann á útvarpið. Útvarpið tilheyrir honum. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 234 orð

Vísbendingar eru um bata á vinnumarkaði

TALIÐ er að atvinnuleysi í janúar hafi verið á bilinu 2,8-3,2% en atvinnuástandið versnar yfirleitt á þessum árstíma. Að mati Alþýðusambandsins benda nýjustu atvinnuleysistölur þó til að atvinnuleysi sé í raun að minnka um þessar mundir. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 751 orð | 1 mynd

Yfir 250 störf í bræðslunum

Tæknivæðing hefur fækkað störfum í loðnubræðslum Störfum við loðnuvinnslu fer heldur fækkandi því bræðslurnar hafa flestar verið endurnýjaðar. Það þýðir að tæknin tekur talsvert af mannshöndinni. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 239 orð

Yfirheyrðir á Egilsstöðum

FJÓRIR lettneskir starfsmenn GT-verktaka, sem er undirverktaki Impregilo við Kárahnjúkavirkjun, voru ásamt forráðamönnum fyrirtækisins færðir til yfirheyrslna hjá lögreglunni á Egilsstöðum í gær. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 310 orð

Yfirlýsing frá Gunnari Þorsteinssyni

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Gunnari Þorsteinssyni forstöðumanni Krossins: Það er vissulega að bera í bakkafullan lækinn að reyna að leiðrétta fréttaflutning DV. En því miður get ég ekki orða bundist. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Þorrablót í Grímsey

Blót, blót, blót, söng þorrablótsnefnd Kvenfélagsins Baugs í Grímsey fullum hálsi fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Múla, við undirleik skólastjórans Dónalds Jóhannessonar. Það er sannarlega fjör og gaman þegar eyjarskeggjar blóta þorrann. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 822 orð | 3 myndir

Þverfaglegt nám með möguleikum á sérhæfingu

Í haust hefur göngu sína við stjórnmálafræðiskor í Háskóla Íslands tveggja ára meistaranám í alþjóðasamskiptum, auk þess sem í ráði er að bjóða styttra diplómanám í greininni. Ný lektorsstaða við skorina verður auglýst innan fárra vikna í tengslum við námið. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Þökkuðu fyrir hjálpina

SÆNSKA sendiráðið á Íslandi stóð fyrir móttöku á föstudaginn fyrir Íslendinga sem aðstoðuðu við að koma Svíum frá flóðasvæðunum á Taílandi. Meira
15. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 112 orð

Ölgerðin fær að setja bætiefni í Kristal Plús

UMHVERFISSTOFNUN hefur heimilað Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. að bæta B-vítamínum í drykkinn Kristal Plús. Meira
15. febrúar 2005 | Minn staður | 98 orð

Örsögur | Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR, efna til samkeppni um...

Örsögur | Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR, efna til samkeppni um örsögur í vetur í samstarfi við Tímarit Máls og menningar. Örsögur eru nefndar örstuttar smásögur, oft með ljóðrænu ívafi. Meira

Ritstjórnargreinar

15. febrúar 2005 | Staksteinar | 291 orð | 1 mynd

Frjálslyndur jafnaðarmaður

Þeir eru til innan Samfylkingarinnar, sem vilja gefa öðrum rekstrarformum en opinberum rekstri tækifæri innan grunnskólans. Í pistli á heimasíðu Björgvins G. Meira
15. febrúar 2005 | Leiðarar | 264 orð

Staða einkaskólanna styrkt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók réttan pól í hæðina þegar hún sagði í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins: "Mér finnst miður, ef rótgrónir skólar eins og Landakotsskólinn og Ísaksskóli fá ekki svigrúm til síns rekstrar. Meira
15. febrúar 2005 | Leiðarar | 534 orð

Öflugt vísindastarf

Þáttur Íslenskrar erfðagreiningar í að laða til Íslands vísindamenn í fremstu röð verður ekki dreginn í efa. Fyrirtækið hefur á átta og hálfu ári haslað sér völl í rannsóknum í erfðafræði með afgerandi hætti. Meira

Menning

15. febrúar 2005 | Tónlist | 188 orð | 1 mynd

Blúsvinur Dóra heiðraður

MEÐAL þeirra allmörgu sem heiðraðir voru fyrir æviframlag sitt til tónlistarinnar á Grammy-verðlaunahátíðinni í ár var hinn 91 árs gamli Pinetop Perkins, einn fremsti píanisti gervallrar blússögunnar sem m.a. lék á sínum tíma með Muddy Waters. Meira
15. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 201 orð | 1 mynd

Flest tár féllu yfir kveðjustund E.T.

LOKAATRIÐIÐ í fjölskyldumynd Stevens Spielbergs um geimveruna E.T. kallar fram fleiri tár en nokkuð annað í gervallri sögu kvikmyndanna. Meira
15. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 409 orð

Fréttir á úrslitastundu

FRÉTTIRNAR berast hratt úr hinum stóra heimi, ekki síst með hjálp netsins. Þægilegt er að skoða fréttamiðlun á Yahoo! og Google þar sem safnað er saman heitustu fréttunum úr heimi dægurmenningarinnar og öllu hinu líka. Meira
15. febrúar 2005 | Fjölmiðlar | 106 orð | 1 mynd

Grafið í fortíðina

NÝ ÞÁTTARÖÐ af sakamálaþáttunum Dauðir rísa ( Waking the Dead ) hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Þar segir frá Peter Boyd og félögum hans í sérstakri deild lögreglunnar sem rannsakar eldri mál sem aldrei hafa verið upplýst. Meira
15. febrúar 2005 | Tónlist | 604 orð | 2 myndir

Höfum myndað okkar eigin hljóm

Íslendingar fá um næstu helgi tækifæri til þess að kynnast hinni fjörugu tónlistarstefnu bhangra, sem ættuð er frá Indlandi. Hljómsveitin DCS spilar bhangra-tónlist með breskum menningaráhrifum en Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Shin, söngvara sveitarinnar. Meira
15. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 196 orð | 7 myndir

Jennifer Lopez kynnir Sweetface

POPPDROTTNINGIN, leikkonan og upprennandi fatahönnuðurinn Jennifer Lopez tók í fyrsta sinn þátt í tískuvikunni í New York með sýningu um helgina. Meira
15. febrúar 2005 | Menningarlíf | 823 orð | 2 myndir

Listin og daglega lífið

Steinunn Helga Sigurðardóttir myndlistarmaður er með mörg járn í eldinum þar sem hún býr í sveitasælunni í Lejre í Danmörku. Meira
15. febrúar 2005 | Tónlist | 469 orð | 1 mynd

Móhiti á Græna hattinum

Útsetningar íslenskra þjóðlaga unnar í samvinnu hljómsveitarfólks Hljómsveitin Mór, en hana skipa Þórhildur Örvarsdóttir sópransöngkona, Kristján Edelstein á rafgítar, Stefán Ingólfsson á rafbassa og Halldór Gunnlaugur Hauksson, Halli Gulli, á trommur. Meira
15. febrúar 2005 | Myndlist | 226 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Kling og Bang

Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sýningu lýkur 27. febrúar. Meira
15. febrúar 2005 | Myndlist | 393 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Listasafn Reykjanesbæjar

Opið alla daga frá 13-17. Sýningu lýkur 6. mars. Meira
15. febrúar 2005 | Myndlist | 346 orð

MYNDLIST - Safn

Til 27. febrúar. Safn er opið miðvikudaga til föstudaga frá kl. 14-18 og 14-17 um helgar. Meira
15. febrúar 2005 | Tónlist | 149 orð | 1 mynd

"Ágætislyftistöng fyrir þennan þátt"

LAG hljómsveitarinnar Bang Gang, "Follow", var spilað í þættinum The O.C. í 12. þætti nýjustu þáttaraðarinnar, sem sýndur var á fimmtudaginn. Meira
15. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 235 orð | 1 mynd

"Þetta er tískusýning fyrir homma"

GRÍNISTINN Chris Rock, sem verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 27. febrúar, hefur heldur betur valdið uppnámi innan Óskarsakademíunnar með ummælum sínum. Sumir hafa gengið svo langt að krefjast þess að fundinn verði annar kynnir. Meira
15. febrúar 2005 | Tónlist | 507 orð | 3 myndir

Ray Charles kvaddur með stæl

RAY Charles heitinn var kvaddur með virktum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór á sunnudag í Los Angeles. Fékk hann átta verðlaun fyrir síðustu plötu sína Genius Loves Company , sem m.a. Meira
15. febrúar 2005 | Leiklist | 547 orð | 1 mynd

Sannkölluð fjöður í hattinn

HULDA Lind Jóhannsdóttir heitir íslensk leikkona sem hefur fengið hlutverk við hið virta leikhús Dramaten í Stokkhólmi. Meira
15. febrúar 2005 | Tónlist | 277 orð | 1 mynd

Seiðandi söngur

Eivør Pálsdóttir og KaSa fluttu tónlist eftir Eivøru ásamt tveimur þáttum úr píanókvintett eftir Jón Ásgeirsson. Sunnudagur 13. febrúar. Meira
15. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 387 orð | 1 mynd

Taldi að Bretar myndu verðlauna breska mynd

VALDÍS Óskarsdóttir kvikmyndaklippari segir það hafa verið hálfgert áfall er hún hlaut hin virtu BAFTA-verðlaun Bresku kvikmyndaakademíunnar fyrir klippingu myndarinnar Eternal Sunshine of the Spotless Mind á laugardagskvöldið. Meira

Umræðan

15. febrúar 2005 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Best er að hafna allri víndrykkju

Árni Gunnlaugsson fjallar um áfengismál og bindindi: "Líf án áfengis er svo sannarlega eftirsóknarvert og eykur líkur á löngum ævidögum." Meira
15. febrúar 2005 | Aðsent efni | 308 orð | 2 myndir

Betur má ef duga skal - 15% landið Ísland

Jón Hákon Halldórsson og María Sigrún Hilmarsdóttir fjalla um starfsumhverfi fyrirtækja: "Því er nauðsynlegt fyrir íslenskt viðskiptalíf að stjórnvöld tryggi að við séum í fremstu röð þeirra ríkja sem bjóða upp á hagstæðustu starfsskilyrðin fyrir atvinnulífið." Meira
15. febrúar 2005 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Einkavætt Alþingi?

Halldór Jónsson fjallar um þjóðfélagsmál: "Eftir samruna fyrirtækja fer hið meinta samsæri gegn almenningi löglega fram þangað til markaðurinn jafnar metin." Meira
15. febrúar 2005 | Aðsent efni | 288 orð | 1 mynd

Fjörutíu manna úrtak

Karl Th. Birgisson fjallar um skoðanakannanir: "Fjölmiðlar mega auðvitað gera allar þær skoðanakannanir sem þá lystir, en þeir hljóta um leið að sýna samfylkingarfólki og lýðræðinu þá kurteisi, að þykjast ekki vera að gera kannanir um eitthvað sem þær eru ekki um." Meira
15. febrúar 2005 | Aðsent efni | 785 orð | 1 mynd

Getur hjúkrunarheimili verið góður valkostur?

Rannveig Guðnadóttir fjallar um málefni aldraðra: "Faglegur metnaður og fagleg þekking hefur þróast jafnt og þétt síðustu áratugina." Meira
15. febrúar 2005 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Hvalirnir éta okkur út á gaddinn

Sverrir Leósson skrifar um hvalveiðar: "Fari svo fram sem horfir verða kvótar og önnur stjórnun fiskveiða gersamlega tilgangslaus." Meira
15. febrúar 2005 | Aðsent efni | 630 orð | 1 mynd

Í bandalagi við óttann?

Jakob Björnsson fjallar um Kárahnjúkavirkjun: "Samkvæmt "Grímsvatnalærdóminum" ætti Hálslón því fremur að draga úr goshættu á þeim slóðum frá því sem nú er en að auka hana." Meira
15. febrúar 2005 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Jarðgöng undir Hólmaháls

Guðmundur Karl Jónsson fjallar um samgöngubætur: "Á síðari árum hefur álagið á gömlu Oddskarðsgöngin aukist alltof mikið." Meira
15. febrúar 2005 | Bréf til blaðsins | 298 orð

Meðferð íslenska fánans

Frá Bandalagi íslenskra skáta: "Í VEGLEGRI grein um framlag Háskólasjóðs Eimskipafélagsins til Háskóla Íslands sem birt var á blaðsíðu 27 í Morgunblaðinu í gær 9." Meira
15. febrúar 2005 | Bréf til blaðsins | 440 orð

Orðasamböndin "að leggja af" og "að taka yfir"

Frá Tryggva Gíslasyni magister: "SIGURÐUR Nordal sagði eitt sinn, að slettur og tökuorð yrðu íslenskri tungu ekki að aldurtila, heldur megurð málsins, og átti hann þar við orðfæð manna." Meira
15. febrúar 2005 | Aðsent efni | 711 orð | 2 myndir

Spilafíkn á Íslandi

Daníel Þór Ólason og Sigurður J. Grétarsson fjalla um spilafíkn og rannsókn á henni meðal Íslendinga: "Nú stendur fyrir dyrum umfangsmikil faraldsfræðileg könnun á algengi og alvarleika spilafíknar meðal fullorðinna á Íslandi." Meira
15. febrúar 2005 | Velvakandi | 349 orð | 2 myndir

Þakkir til Úrvals-Útsýnar HINN 5. janúar fórum við hjónin í vetrarfrí...

Þakkir til Úrvals-Útsýnar HINN 5. janúar fórum við hjónin í vetrarfrí með ferðaskrifstofunni Úrvali-Útsýn til Kanaríeyja. En stuttu eftir komuna þangað veiktist ég, gat lítið ferðast um og endaði að síðustu í hjólastól. Meira

Minningargreinar

15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 863 orð | 1 mynd

GRÍMÓLFUR ANDRÉSSON

Grímólfur Andrésson fæddist í Hrappsey á Breiðafirði 23. febrúar 1909. Hann lést á Droplaugarstöðum 4. febrúar síðastliðinn. Faðir hans var Andrés Hjörleifur Grímólfsson, bóndi og hreppstjóri frá Dagverðarnesi í Dalasýslu, f. í Lómakoti Snæfellsnesi 4. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1173 orð | 1 mynd

GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Guðrún Sigríður Jónsdóttir fæddist á Akureyri 22. júlí 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Hafliðadóttir, ljósmóðir á Akureyri, f. á Litla-Eyrarlandi 28.4. 1875, d. 2.11. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2463 orð | 1 mynd

GUNNAR TRYGGVI SIGTRYGGSSON

Gunnar Tryggvi Sigtryggsson fæddist í Skálavík-Ytri í Norður-Ísafjarðarsýslu 18. nóvember 1911. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigtryggur Elías Guðmundsson, vélsmiður á Ísafirði, f. í Reykjavík 27. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1982 orð | 1 mynd

JÓHANNES KR. GUÐMUNDSSON

Jóhannes Kr. Guðmundsson fæddist á Raufarhöfn hinn 13. október 1934. Hann lést á Landspítalanum í Landakoti hinn 3. febrúar síðastliðinn. Móðir hans var Sigríður Magnúsdóttir og faðir hans var Guðmundur Halldór Jóhannesson. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 740 orð | 1 mynd

JÓNA JANUSÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR

Jóna Janusína Guðjónsdóttir fæddist á Vífilsmýrum í Önundarfirði 6. janúar 1907. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 2. febrúar síðastliðinn. Hún var áður búsett í Miðvangi 41 í Hafnarfirði. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2226 orð | 1 mynd

MAGNEA DAGMAR TÓMASDÓTTIR

Magnea Dagmar Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1946. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut hinn 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnea Dagmar Sigurðardóttir, f. 11.11. 1906, d. 28.1. 1999, og Tómas Sigvaldason, f. 26.12. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2583 orð | 1 mynd

ÓLAFUR E. STEFÁNSSON

Ólafur E. Stefánsson fæddist á Eyvindarstöðum á Álftanesi hinn 7. júní 1922. Hann lést á Landspítalanum í Landakoti að morgni 6. febrúar síðastlinn. Foreldrar hans voru hjónin Hrefna Ólafsdóttir húsmóðir, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1455 orð | 1 mynd

RÓSEY HELGADÓTTIR

Rósey Sigríður Helgadóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 28. nóvember 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Sigurðsson formaður, f. 27. júní 1884 í Vatnsdal í Súgandafirði, d. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2195 orð | 1 mynd

SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR

Sigrún Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. desember 1924. Hún lést 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Helga Sigurðardóttir frá Litla Garðshorni í Keflavík, húsmóðir, f. 30. sept. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 441 orð | 1 mynd

SIGURÐUR INGVARSSON

Sigurður Ingvarsson fæddist í Stíflu í V-Landeyjum 6. september 1927. Hann lést á Sauðárkróki 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingvar Sigurðsson, f. 30. mars 1901 á Nesi í Norðfirði, d. 11. janúar 1979, og Hólmfríður Einarsdóttir, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1883 orð | 1 mynd

ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR

Þóra Kristjánsdóttir fæddist í Eyrarhúsum í Tálknafirði 28. apríl 1913. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. febrúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

15. febrúar 2005 | Sjávarútvegur | 476 orð | 1 mynd

Hæpið að loðnukvótinn náist

LOÐNUKVÓTI vertíðarinnar næst ekki ef svo heldur fram sem horfir. Veiðarnar hafa fram til þessa gengið fremur illa, loðnan er dreifð og tíðarfarið óhagstætt. Meira

Viðskipti

15. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 107 orð

Forystu skortir

VILJA skortir til þess að lækka og afnema tolla, að sögn Peters Mandelson, framkvæmdastjóra milliríkjaviðskipta hjá Evrópusambandinu. Meira
15. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 310 orð | 1 mynd

Hagnaður þriðja árið í röð

REKSTUR Flugfélags Íslands gekk mjög vel í fyrra en niðurstöðutölur munu ekki verða kynntar fyrr en samstæðuuppgjör Icelandair verður lagt fram. Meira
15. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Mest aukning frá Kastrup til Íslands

MEST hlutfallsleg aukning varð í flugi til Íslands frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn á árinu 2004. Aukningin var 23,8% milli áranna 2003 og 2004, en 76.790 fleiri farþegar flugu þessa leið í fyrra en árið áður. Meira
15. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Nýr framkvæmdastjóri hjá Iceland

STUART Ross verður framkvæmdastjóri Iceland-verslanakeðjunnar sem nú er í eigu Baugs, Pálma Haraldssonar og fleiri fjárfesta. Þetta kemur fram í frétt Telegraph . Meira
15. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 104 orð | 1 mynd

Staða Íbúðalánasjóðs er sterk

JÓHANN G. Jóhannsson, sviðsstjóri áhættustýringar hjá Íbúðalánasjóði, segir að staða sjóðsins sé góð. Eiginfjárstaða sjóðsins sé sterk og að ekkert sé til í frétt í hálffimmfréttum KB banka um rekstrarvanda sjóðsins. Meira
15. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Tilboðið í Somerfield mjög hátt

HLUTHAFAR í Somerfield hefðu ástæðu til þess að fagna ef gengið yrði að skilyrtu yfirtökutilboði Baugs Group í keðjuna upp á 190 pens á hlut enda höfnuðu þeir tilboði upp á 103 pens á hlutinn fyrir minna en tveimur árum. Meira
15. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 98 orð

Tryggingar á Netinu

STOFNANDI easyJet, hinn athafnasami Stelios Haji-Ioannou, hefur í hyggju að hefja sölu á bifreiðatryggingum með aðstoð Netsins. Meira

Daglegt líf

15. febrúar 2005 | Daglegt líf | 92 orð | 2 myndir

Gott kaffi og aukin kirkjusókn

"Kaffið hérna er sérlega gott," segir Ólafur Tryggvi Magnússon en hann er einn þeirra sem líta reglulega inn á kaffihúsinu í Neskirkju. Hann segir þægilegt að hafa kaffihús í Vesturbænum. Meira
15. febrúar 2005 | Daglegt líf | 296 orð | 2 myndir

Kaffihús í sókn

Það er ekkert óvenjulegt við að kirkjugestir fái sér kaffi saman að loknu helgihaldi en starfsfólk og prestar í Neskirkju létu það ekki nægja heldur opnuðu kaffihús sem má kalla "kaffihús í sókn". Meira
15. febrúar 2005 | Daglegt líf | 501 orð | 2 myndir

Rústrautt, brúnt og blátt

Tískuvikan í London stendur nú yfir. Í kringum sjötíu hönnuðir sýna fatalínur sínar. Laila Pétursdóttir var meðal gesta. Meira
15. febrúar 2005 | Daglegt líf | 145 orð | 1 mynd

Skemmtilegt að fást við kaffi

"ÉG vissi ekki að það væri svona mikil pæling á bak við kaffi," segir Inga Jóna Halldórsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Neskirkju. Meira

Fastir þættir

15. febrúar 2005 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

Árnað heilla dagbók@mbl.is

60 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 15. febrúar, er sextugur Guðmundur Lárusson, Skólastíg 4, Stykkishólmi . Hann tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 19. febrúar nk., milli kl. 16 og... Meira
15. febrúar 2005 | Viðhorf | 896 orð

Betri maður

Ég vil að þú vaknir upp af svefni stöðnunarinnar, lesandi góður. Ég vil að þú temjir þér gagnrýna hugsun og takir lífið í þínar eigin hendur. Komdu þér undan viðjum vanans. Meira
15. febrúar 2005 | Fastir þættir | 731 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Ísland gegn Bandaríkjunum í Smáralind Landsleikur í brids fer fram í Smáralind fimmtudaginn 17. febrúar kl. 17:30, daginn fyrir Bridshátíð. Meira
15. febrúar 2005 | Fastir þættir | 1533 orð | 5 myndir

Fjölmenn danskeppni í Höllinni

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í 5 standarddönsum og 5 s.-amerískum dönsum með frjálsri aðferð fór fram í Laugardalshöllinni 6. febrúar sl. Einnig var haldin keppni fyrir dansara sem dansa með grunnaðferð. Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 204 orð | 1 mynd

Fræðsluvika um geðraskanir

GEÐRASKANIR barna og unglinga eru viðfangsefni sérstakrar fræðsluviku, sem nú stendur yfir í félagsmiðstöðvum Samfés um land allt og verður af því unnið að sérstöku fræðslustarfi í félagsmiðstöðvum. Vikan ber heitið "Geðveikir dagar! Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 60 orð

Gleðikvöld ungra femínista

Ungliðahópur Femínistafélagsins efnir til Gleðikvölds í Hinu húsinu í kvöld kl. 20. Þetta er þriðja kvöld vetrarins og hafa undanfarar þess tveir heppnast afar vel og kvöldin verið fjölsótt að sögn aðstandenda. Meira
15. febrúar 2005 | Fastir þættir | 924 orð | 5 myndir

Jóhann og Jón Viktor efstir og jafnir á Akureyri

11.-13. febrúar Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 191 orð | 1 mynd

Jón Ari Helgason hlaut fimm verðlaun

Hönnunarverðlaun FÍT voru afhent að viðstöddu fjölmenni í Hafnarhúsinu á föstudag. Þar komu grafískir hönnuðir saman og veittu því sem þótti hafa skarað fram úr á sviði grafískrar hönnunar á síðasta ári verðlaun og viðurkenningar. Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 605 orð | 1 mynd

Margt sem brennur á fólki

Sigurbjörg Ármannsdóttir er fædd í Neskaupstað árið 1949. Hún hóf kennaranám í Kennaraskólanum en MS-sjúkdómurinn breytti þeim áformum, þegar hún fékk hann fyrir tæpum 40 árum. Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 105 orð | 1 mynd

Minnast loka styrjaldarinnar

Í vor verður þess minnst um allan heim að 60 ár eru liðin frá því bandamenn knúðu fram sigur á herjum Þýskalands í síðari heimsstyrjöldinni. Atburðanna verður m.a. Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Námskeið um Toscu og Puccini

ENDURMENNTUN HÍ og Vinafélag standa saman að námskeiði um Toscu og Puccini sem hefst í kvöld kl. 20.15. Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 52 orð | 1 mynd

"Hliðin" í Miðgarði

ÞESSI sérstaka innsetning listamannanna Christo og Jeanne Claude var opnuð opinberlega í Central Park í New York borg á laugardag, en hér er um að ræða gríðarstóra listasýningu fyrir almenning. Meira
15. febrúar 2005 | Fastir þættir | 209 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Rbd7 6. e3 Bb4 7. Bd3 O-O 8. Rge2 c6 9. O-O He8 10. Dc2 Rf8 11. f3 h6 12. Bxf6 Dxf6 13. e4 Be6 14. e5 Dd8 15. f4 Bg4 16. Rg3 c5 17. a3 Bxc3 18. bxc3 c4 19. Bf5 Bxf5 20. Rxf5 Rh7 21. Hf3 Kh8 22. Hg3 Hg8... Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 55 orð | 1 mynd

Ungir leikarar með allt á hreinu

Loftkastalinn | "Komin til að sjá og sigra" nefnist leikrit sem Thalía, leikfélag Menntaskólans við Sund, frumsýnir í kvöld kl. 20. Hér er um að ræða söngleik sem byggist á hinni sígildu kvikmynd Stuðmanna "Með allt á hreinu". Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 55 orð | 2 myndir

Upplestur og ljúfir tónar

SKÁLD úr ýmsum áttum koma saman í kvöld, þriðjudagskvöld, á Kaffi Reykjavík að venju, en 29. Skáldaspírukvöldið fer fram kl. 21 í kvöld. Meira
15. febrúar 2005 | Í dag | 138 orð | 3 myndir

Vivaldi í hádeginu í Óperunni

Fyrstu hádegistónleikarnir í Íslensku óperunni í ár fara fram í dag kl. 12.15 og bera yfirskriftina: "Vivaldi - trúarleg verk og óperur. Meira
15. febrúar 2005 | Fastir þættir | 278 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja þykir það sæta miklum tíðindum að íþróttafréttamenn sjónvarpsstöðvanna skuli nú teljast meðal helstu verndara íslenskrar tungu. Meira

Íþróttir

15. febrúar 2005 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Arsenal í metabækurnar

ARSENAL setti Englandsmet í gærkvöldi er liðið lék á móti Crystal Palace á Highbury í úrvalsdeildinni og vann öruggan sigur, 5:1. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

Deildaskipt Íslandsmót á nýjan leik frá 2006?

FLEST bendir til þess að deildaskipt Íslandsmót í handknattleik karla verði tekið upp að nýju frá og með haustinu 2006. Næsta vetur, 2005-2006, leika líklega öll lið í meistaraflokki í einni deild og þar yrði þá leikið um sæti í nýrri 1. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 390 orð | 1 mynd

* FEYENOORD er á mikilli siglingu í hollensku knattspyrnunni en liðið...

* FEYENOORD er á mikilli siglingu í hollensku knattspyrnunni en liðið hefur skorað 14 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 449 orð

FH fær erfiðari mótherja í Evrópukeppni

FH-INGAR fá að öllum líkindum erfiðari andstæðinga í forkeppni Meistaradeildar Evrópu næsta sumar en íslensk knattspyrnulið hafa átt við að etja á undanförnum árum. Þar sem íslensk lið hafa verið slegin út í 1. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 91 orð

Guðmundur með gull hjá Skövde

SKÖVDE AIK varð um helgina sænskur meistari í innanhússknattspyrnu, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon sem lék sjálfur með Skövde á árum áður. Guðmundur Ingi lék með Víkingum hér á Íslandi og varð m.a. Íslandsmeistari með þeim árið 1991. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 43 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, DHL-deildin: Ásgarður: Stjarnan - Grótta/KR 20 Framhús: Fram - Selfoss 20 1. deild kvenna, DHL-deildin: Framhús: Fram - FH 18 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Valur 18 Vestmannaeyjar: ÍBV - Víkingur 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 158 orð

Íslendingar eru í erfiðum riðli á EM

ÍSLENSKA piltalandsliðið, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, lenti í gríðarlega erfiðum riðli í Evrópukeppninni, A-deildinni, en dregið var um helgina. Íslenska liðið er með Rússum, Grikkjum og Króötum í riðli, en keppnin fer fram í Leon á Spáni í... Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 99 orð

Japanskur sigur í Suður-Afríku

AI Miyazato frá Japan setti vallarmet á Fancourt-vellinum í Suður-Afríku er hún lék á 67 höggum eða 5 undir pari á lokakeppnisdegi heimsbikarkeppninnar en þar áttust við 20 tveggja manna lið frá jafnmörgum þjóðum. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 145 orð

Jón Arnór og samherjar til Tékklands

JÓN Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska liðinu Dynamo St.Petersburg mætir CEZ Nymburk frá Tékklandi í 16-liða úrslitum í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 157 orð

Karl Malone er hættur keppni

KARL Malone, annar stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik frá upphafi, tilkynnti í fyrrinótt að hann hefði ákveðið að binda enda á glæsilegan feril sinn vegna þrálátra meiðsla í hné. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 144 orð

Kevin McHale tók við "Timburúlfunum"

Kevin McHale, fyrrum leikmaður NBA-liðsins Boston Celtic, hefur tekið við þjálfun NBA-liðsins Minnesota Timberwolves en McHale rak um helgina Flip Saunders sem hefur þjálfað liðið undanfarin ár. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

* KJARTAN Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir unglingalið...

* KJARTAN Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir unglingalið skoska knattspyrnufélagsins Celtic um helgina. Hann gerði fyrra markið í sigri á Inverness , 2:1, með skalla. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 214 orð

KR-ingar eru á leið í 2. deild eftir tap gegn ÍS

ÍÞRÓTTAFÉLAG Stúdenta og KR áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld en þar hafði ÍS betur 79:66, en leikurinn var upphafsleikur 17. umferðar. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 372 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR KFÍ - Snæfell 80:93 Ísafjörður, úrvalsdeild karla...

KÖRFUKNATTLEIKUR KFÍ - Snæfell 80:93 Ísafjörður, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, mánudaginn 14. febrúar 2005. Gangur leiksins: 4:4, 6:9, 9:12, 17:14, 25:18 , 27:24, 35:29, 38:41, 41:43 ,41:49, 45:56, 47:63, 54:71 , 60:77, 67:86, 72:87, 80:93 . Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 126 orð

Magnúsi vísað úr hópi Keflavíkur

MAGNÚS Þorsteinsson er ekki lengur í æfingahópi úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu, en það var Guðjón Þórðarson, þjálfari liðsins, sem tók ákvörðun um að setja leikmanninn út úr hópnum. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

Mickelson á sigurbraut

PHIL Mickelson sigraði á Pebble Beach-mótinu á bandarísku mótaröðinni sem lauk aðfaranótt mánudags en hann náði efsta sætinu á fyrsta keppnisdegi og var á þeim stað alla fjóra keppnisdagana. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 56 orð

Owen ekki á förum

ENSKI landsliðsframherjinn Michael Owen sagði í gær að hann væri ekki óánægður í herbúðum Real Madrid á Spáni, en Owen skoraði gegn Osasuna um helgina eftir að hafa komið inn á. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

Ólafur Ingi er enn á sjúkralista

ÓLAFUR Ingi Skúlason, fyrirliði 21 árs landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Arsenal, er enn á sjúkralistanum og óvíst er hvort hann verður klár í slaginn þegar íslenska ungmennalandsliðið sækir Króata heim í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 378 orð | 1 mynd

* RÓBERT Gunnarsson er sem fyrr langmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni...

* RÓBERT Gunnarsson er sem fyrr langmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Róbert hefur skorað 147 mörk í 15 leikjum Århus GF á leiktíðinni eða að meðaltali 9,8 mörk í leik. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 306 orð

Snæfell felldi KFÍ

SNÆFELL lagði KFÍ að velli, 93:80, í lokaumferð 17. umferðar Intersport-deildarinnar á Ísafirði í gær, og þar með er ljóst að KFÍ er fallið úr úrvalsdeild og leikur í 1. deild á næstu leiktíð. Stykkishólmsliðið er í öðru sæti með 26 stig á eftir Íslandsmeistaraliði Keflavíkur sem er með 28 stig. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Stjörnur fjölmenna til sýningar á Nou Camp

FIMMTÍU knattspyrnustjörnur víðs vegar um veröldina munu í kvöld leika listir sínar á Nou Camp, heimavelli Barcelona. Meira
15. febrúar 2005 | Íþróttir | 107 orð

Sænskir landsliðsmenn reknir

STJÓRN sænska ísknattleiksliðsins Linköping HC hefur ákveðið að rifta samningum liðsins við tvo af leikmönnum liðsins eftir að þeir voru kærðir fyrir nauðgun um sl. helgi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.